Tíminn - 14.05.1927, Side 2

Tíminn - 14.05.1927, Side 2
80 vfatxiriY snflRfl SniORLÍKl IKZsL-LxpfélsLgsst j órar I Munið eftir því að haldbest og smjöri líkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: H.i. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. P.W.Jacobsen&Sön Timburverslun. Síranefni: Granfuru. Stofnað 1824. Carl Lundsgade Köbenhavn Afgreiðura frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. Eik og efni i þilfar til skipa. Frá útlöndiun. Hingað til hafa Bandaríkin neitað því algj örlega að taka þátt í baráttu hinna stórveldanna í Kína og er búist við að þeirri stefnu verði haldið. Mæðir mest á Englendingum, enda eiga þeir mestra hagsmuna að gæta, en bæði Frakkar og Italir dragast meir og meir inn í deiluna. Það er og talið aði hin nýja stjórn í Japan, sem við tók eftir banka- vandræðin, muni vilja hafa meiri afskifti af Kínamálunum en gamla stjómin. — Frjettaritari stórblaðsins enska „Times“, segir frá því að af skjölum þeim, er tekin voru hjá sendiherra Rússa í Peking, hafi það sést að á árinu sem leið hafi Rússar sent tvær miljónir sterlingpunda (44 miljónir króna) til Kína, til undirróðurs gegn útlending'um og stuðnings við Kantonherixm og kristna her- foringjann Feng. Á að hafa fundist nákvæm skýrsla um vopna- og hergagnasendingar frá Rússum; til Kína. Er talið meðal annars: 90 hríðskotabyssur, 26 þúsund riflar, 22 þúsund sprengj- ur, 18 miljónir riflaskota og yfir 2miljón handsprengja. — Alþjóðabandalagið skipaði nefnd fyrir nokkrum árum til þess að reyna að finna ráð til þess að hindra hina alræmdu svonefndu hvítu þrælasölu, þ. e. að ungum stúlkum er rænt eða þær tældar og seldar til ólifnað- ar. Hefir nefndin látið fara fram rannsókn um þetta efni um heim allan, nú um tveggja ára skeið, og hefir það' komið í ljós að ýms- ar einstakar frásögur um kvenna- rán þessa tiiefnis, hafa reynst ýkjur. En hitt hefir þó jafn- framt sannast, að verslun með ungar stúlkur á sér stað í heim- inum, í allstórum mæli. Situr nefndin á fundi í Genéve, til þess að athuga hver ráð eru líkleg til að koma í veg fyrir þessa sví- virðingu. — Síðustu útlendu blöð, sem borist hafa, frá mánaðamótum, gefa góða hugmynd um hið óg- urlega vatnsflóð í Missisippíelf- unni. Vatnið var þá orðið nálega jafnhátt hinum voldugu stýflu- görðum, sem hlaðnir hafa verið til vamar stórborginni New Or- leans, en þeir eru jafnháir þök- um húsanna isem liggja að baki þeim. Var talin hin mesta hætta á að flóðið gjöreyddi borginni, en samkvæmt því sem skeyti herma, hefir tekist að bjarga henni. Til þess að létta á vatns- flóðinu voru víða sprengdir stýflugarðamir, en fólkið í híut- aðeigandi héraði rekið burt áður með harðri hendi. Lá við að bar- Einn af dilkum Mbl. flytur ný- lega ræðustubb eftir Áma frá Múla, um áburðarfrumv. Tr. Þór- hallssonar. Eg þóttist vita að ræðustúfur þessi væri birtur vegna þess, að hann flytti snjöli- ustu rökin af hálfu íhaldsmanna gegn einu mjög mikilsverðu máli bændanna, og fór því að lesa. Eg var skamt kominn þegar eg rakst á þessi orð: „Einnig er eg honum (Tr. Þ.) sammála um það. að notkun tilbúins áburðar sé þýðingarmikið atriði í viðreisn landbúnaðarins. En þegar hv. þingm. Tr. Þ. slær því föstu, að aukin ræktun hér á landi, svo nokkru nemi, sé óhugsandi án til- búins áburðar, þá fer hann mjög villur vegar. Þar gerir hann aukaatriði að aðalatriði". Hér staldraði eg við í lestrinum og fór að íhuga hvort mögulegt væri að leggja trúnað á þetta, að „notkun tilbúins áburðar sé þýð- ingarmikið atriði í viðreisn land- dagar yrðu úr sumstaðar, því að fólkið ætlaði ekki að fást til að yfirgefa hús og jörð, og trúði ekki loforðum ríkisins um að það borgaði tjónið. Tugir þúsunda manna unnu að því dag og nótt að styrkja stýflugarðana kring um New Orleans, með sandpok- um. Var talið, um mánaðamótin, að 9000 fermílur (enskar) væru undir vatni. Hundruð þúsunda manna voru heimilislausir og geysilegar ráðstafanir hefir orð- ið að gera til að sjá þessum flóttamönnum borgið. En enginn hefir enn treyst sér til að reyna að meta tjónið. ---o---- Fréttir. Veðrið. Tíðin hlýrri, suðlæg og suðvestlæg átt, gróður að byrja á Suðurlandi. Gestir í bænum. Kristmundur Jónsson kaupstjóri á Borðeyri, Sigurjón Sigurðsson kaupstjóri á Hólmavík, Jón Fjalldal bóndi á Melgraseyri, Ketill Guðmunds- son kaupstjóri Isafirði, Magnús Guðmundsson kaupstjóri á Flat- eyri, Björn Guðmundsson kennari á Núpi við Dýrafjörð, Jón Ó- lafsson kaupstjóri í Króksfjarð- amesi, Bjarni Jensson bóndi í Ásgarði, Sigurður Steinþórsson kaupstjóri í Stykkishólmi, Stef- án Diðriksson kaupstjóri á Minni- borg, Guðbrandur Magnússon kaupstjóri Hallgeirsey, Bjarni Kjartansson kaupstjóri í Vík, Is- leifur Högnason kaupstjóri Vest- mannaeyjum, Sigurður Bjarklind kaupstjóri á Húsavík, Jón Gauti Pétursson bóndi á Gautlöndum, Sigurður Jónsson bóndi á Amar- vatni, Erlingur Friðjónsson kaupstjóri Akureyri, Þórhallur Sigtryggsson kaupstjóri Djúpa- vogi, Þorsteinn Jónsson kaup- stjóri á Reyðarfirði. Allir þess- ir menn eru fulltrúar á Sam- bandsfundi. Ennfremur: Halldór Vilhjálmsson skólastjóri og kona hans, Carl Jenssen kaupmaður á Reykjarfirði, Böðvar Magnússon bóndi að Laugarvatni og Sigur- vin Einarsson skólastjóri í Ólafs- vík. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir samþykt að kaupa jörðina Ell- iðavatn, vegna rafveitunnar. — Kaupverðið er 135 þús. kr. Verkfæratilraunir. Stjóm Bún- aðarfélags íslands skipaði nú í vikunni þriggja manna nefnd til þess að framkvæma ítarlegar til- í'aunir með landbúnaðarverkfæri, samanburð á notkun hestafls og traktora og á ýmsum jarðvinslu- verkfærum. Verða keypt ýms verkfæri til tilraunanna. Nefnd- ina skipa: Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri, Magnús búnaðarins“ og þó „aukaatriði“, eins og ræðuhcfundur segir. Mjer skildist að þýðingarmikil at- riði gætu í engu máli talist auka- atriði. En Vörður þekkir sína, og virðist freklega treysta á dóm- greindarleysi lesendanna. —- Eg hélt áfram lestrinum og urðu bráðum fyrir mér tvær setningar, sem vert er að sýna. Þær eru báðar um notkun tilbúins áburð- ar. Svona hljóða þær: „Þetta mál getur ekki raunverulega talist mál bænda í landinu“, og „Mál þetta er því ekkert sérstakt stór- mál bænda“. (Leturbr. ræðuhöf.). Þegar ræðuhöfundur hefir slegið því föstu, að notkun tilbú- ins áburðar sé ekki mál bænda, m. ö. o. komi bændum ekki við, þá tekur hann það fram, og legg- ur þunga á, að þetta sama mál sé „ekkert stórmál bænda“. Þyk- ir það rífleg misbeiting á þolin- mæði bænda, að benda þeim sér- staklega á að mál, sem þeim koma ekki við, séu ekki stórmál þeirra. Er nú að verða fleyg þessi gáta: Hvað er það, sem er bóndi Þorláksson á Blikastöðum og Árni G. Eylands verkfæra- ráðunautur. Tilraunimar fara væntanlega fram bæði hér í ná- grenninu og á Hvanneyri. Páll Zóphóníasson skólastjóri á Hólum hefir tekið að sér að ann- ast nautgripasýningar fyrir Bún- aðarfélag Islands fynihluta sum- ars. Sýningamar verða haldnar á Norðurlandi í þetta sinn. Prófi í íslenskum fræðum hafa lokið hér við háskólann: Sigurð- ur Skúlason læknis í Skálholti í Biskupstungum og Þorkell Jó- hannesson bónda á Syðra-Fjalli í Aðalreykjadal. En 1 forspjalls- vísindum: Gísli Guðmundsson stud. mag. með I. ágætis eink. og Vilborg Ámundadóttir með II. betri eink. Víða að af landinu berast fregnir um faraldur í fé, staf- andi vitanlega fyrst og fremst af hröktum heyjum. Vetrarvertíðin hefir orðið nokk- uð misjöfn, heldur í rýrara lagi í Vestmannaeyjum, en víðast mjög góð við Faxaflóa. Látin er hér í bænum frú Kristín, ekkja Bjöms Símonar- sonar gullsmiðs, merk kona, sem á mörgum sviðum lét mikið til sín taka til gagns og fram- kvæmda. Sonur hennar af fyrra hjónabandi er Haraldur Árnason þýðingarmikið atriði í viðreisn landbúnaðarins, en kemur þó bændum ekkert við? Forkólfar íhaldsins vita vel að „áhangendur“ þeirra um land alt eru mjög sundurþykkir um landsmálin, og ekki síður um á- burðarfrumv. Tr. Þ. en annað. Verða þeir því jafnan að haga ritum sínum og ræðum svo, að öllum skoðanaandstæðum innan flokksins sé veitt nokkur úr- lausn. Er þessi margfalda þjón- usta við hinar sundurleitustu skoðanir flokksmannanna, höfuð- einkennið á landsmálaskrifum íhaldsins. Skal ræðuhöf. hrósað fyrir það hversu skýrt hann læt- ur þessi einkenni koma í ljós. Ræðan er svo úr garði ger, að minsta kosti1 þrjár harðandstæð- ar skoðanir geta vitnað í hans máli sínu til stuðnings. Meginhluti ræðunnar er þó ekki um áburðarfrumvarpið, heldur um stjóm B. ísl. Er þar, af hinum mesta vesaldómi, reynt að ala á tortrygni gegn Búnaðarfélags- stjóminni. Virðist svo sem íhald- kaupmaður hér í bænum, en syn- ir hennar af seinna hjónabandi Ámi gullsmiður og Björn bakara- meistari. Jarðarför hennar fer fram í dag. Eldur kom upp í rúsinu nr. 78 við Laugaveg aðfaranótt mið- vikudags í þessari viku. Tókst slökkviliðinu fljótlega að slökkva eldinn og bjarga húsinu, þó að mjög væri skemt af bruna og vatni. En maður sá, er bjó í her- bergi því, þar sem eldurinn kom upp, fórst þar inni og mun hafa kafnað í reyknum; það var þýsk- ur maður, sem hér hefir dvalist um hríð, Rudolf Köster að nafni, og hefir starfað að því að búa til fisk- og kjötfars. Tvo togara, þýskan annan en hinn enskan, hafa Óðinn og Þór tekið að ólöglegum veiðum í landhelgi, sinn hvor. Báðir voru sektaðir. Fiskmjölsverksmiðja brann fyr- ir stuttu í Keflavík. Stóð verk- smiðjan nokkuð fjarri öðrum húsum og ' var mannlaus. Vissi enginn um brunann fyr en kom- ið var að rústunum. Misprentast hafa nokkur manna- og staðanöfn í síðasta tbl., þar sem taldir eru gestir í bænum og brottfamir nemendur Samvinnuskólans. I kaflanum um gesti í bænum á að standa ó- inu þyki óþolandi að vita af sátt og samlyndi innan stjómarinnar. Meðan deilur stóðu yfir innan Búnaðarfél., man eg ekki til að þessi ræðuhöf.léti opinberlega eitt einasta orð frá sér fara í þá átt, að stjóm Búnaðarfél. væri ekki treystandi. En nú, þegar fullkom- in sanitök eru um málefni Bf., þá æpir hann út til þjóðarinnar: „Eins og nú er ástatt, er ómögu- legt að treysta framkvæmda- stjórn þess“ (Búnaðarfél.). Mun þetta ein af nýjustu kenningum íhaldsins, að þeim mönnum sé ekki treystandi, sem ætíð eru fús- ir til sátta, þegar þá greinir á. Er rétt að menn minnist þess vel, að það er eitt af blöðum Ihaldsflokksins, sem flytur þetta vantraust á stjóm Búnaðarfél., einmitt þegar hún er líklegust til þess að vinna landbúnaðinum hið mesta gagn. Það er „bændaút- gáfa“ Ihaldsins, sem lætur herfi- legum látum að þeim ráðstöfun- um, sem fulltrúar bændanna, úr- valsmenn víðsvegar af landinu, hafa gert. Mun þessi sundrungar- lafur Hermannsson kaupfélags- stjóri á Eskifirði, Þorsteinn Jóns- son kaupfélagsstjóri á Reyðar- firði. I nemendatölunni eiga að vera: Eiríkur Guðmundsson frá Stokkseyri, Filippus Gunnlaugs- son frá Ósi í Strandasýslu. Enn- fremur á að standa Gaularási en ekki Gulárholti. — I þingfréttum misprentaðist og hækkun tillags til Kvennaskólans í Rvík, á að vera 2000 en ekki 3000 kr. Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri fór utan um miðja vikuna, til þess að kynna sér búnaðarlöggjöf Norðurlanda- þjóðanna. Um Laufásprestakall sækir Björn Oddsson prestur að Ásum í Skaftártungu og enginn annar. Prentvilla. I grein Ara hrepp- stjóra Hálfdánarsonar í 57. tbl. Tímans f. á. „Öræfingar“, hefir misprentast ömefnið „Völur“, á að vera „Völlur“, í 26. línu fyrsta dálki. ----o----- I einu af blöðum stjómar- innar og því allra aumasta stóð nýlega brigslyrðagrein um kaup- félögin og Sambandið. Tilefnið var verðlækkun íslenskrar vöm erlendis. Sakargiftin var súi að forstöðumenn samvinnufélaganna væru valdir að verðfallinu ytra. Það væri að kenna vankunnáttu þeirra, að kjötið seldist ekki háu verði í Noregi. Og þetta var tal- ið eðlilegt. „Menn frá orfinu“ gætu ekki svo vel færi staðið fyrir verslunarframkvæmdum. Á fundi Sambandsins sem nú stendur yfir, mintist einn ræðum. á þessa glópsku, sem nú fer hringferð úr einu afturhaldsblað- inu í annað. Ræðumaðurinn sagði að þetta væri kýmilegt öfugmæli. Það væri sem sé ómótmælanleg- ur sögulegur sannleikur, að það væru „menn frá orfinu“, það er bændur eða menn uppaldir við sveitastörf, sem hefðu gert alt það sem gert hefir verið til að bæta mai-kaðsafstöðu ísl. bænda. „Mennirnir frá búðarborðinu", þ. e. milliliðastétt landsins, hefir ekki átt frumkvæði eða haft for- ustu um úrræði þau sem þar hafa horft mest til bóta Fyrsta afreksverkið, sem „mennirnir frá orfinu“ unnu í þessu efni var útflutningur sauða til Englands. Um langt skeið sendu pöntunarfélögin hvem sauðafarminn af öðrum til Eng- lands. Það var nú fyrsta. stór- vægilega markaðsumbót til bjarg- ar sveitunum. Einn kaupmaður (B. Kr.) reyndi að sigla í kjöl- far pöntunarfélaganna og senda sauði til Englands, en það mis- þrá íhaldsins reynast eitt af bana- meinum þess. Eftir lestur þessa pistils, fýsti mig að vita hvort ekki fyndist eitthvað í blaðinu, skrifað af meira viti og minni græsku. Varð bráðlega fyrir mér smáletursgrein með yfirskriftinni: Fossavirkjun. Er hún tekin upp úr dagblaðinu „Vísi“, segir ritstjórinn. Mundi honum sæmdarauki að prenta upp úr heiðarlegum blöðum sem mest. Efni greinarinnar er viðtal við Gunnar Knudsen, sem Kr. Alb. kallar „einn merkasta stj ómmála- skörung Norðmanna", og bætir við: „Ýms ummæli hans eru eftir- fektarverð fyrir oss íslendinga, nú þegar til stendur, að veita sérleyfi til fossavirkjunar á Suð- ui'landi“. Það sem sérstaklega vakti athygli mína, voru þessi ummæli Knudsens, um íslenskan | 7 I landbúnað: „Þó að bændum fjölgaði ekki, mundi framleiðsla þeirra aukast stórum, undir eins og þeir færu að nota tilbúinn áburð“, o. s. frv. Mér varð á að bera þessi ummæli „merkasta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.