Tíminn - 14.05.1927, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1927, Blaðsíða 4
88 TlVlH bresta raustina, ef til þarf að taka. En rödd hans var xnjúk og full, fögur og tamin sem best má vera. Rödd hans og látbragð hans alt fanst mjer mest til um. En orðaskiftin voru lítils verð. Mussolini mælti það fyrst nokkrum kurteislegum orðum, að það gleddi sig að heyra, að okkur hefði fallið vel að koma til Italíu. Síðan sagði hann, að hjer sæjum við ekki einasta hina gömlu menningu, 3000 ára, heldur og vaknandi og starfandi þjóð. Að lokum sagði hann, og það eitt lagði hann áherslu á: „Þegar þið komið heim, þá gleymið ekki að segja sannleikann um það, sem þið hafið sjeð“. Blaðamenn voru þama viðstaddir og tóku mynd af hópnum. Mussolini tók í hönd sænsku stúlkunni, sem túlkur var, og gekk inn í hópinn meðan myndin var tekin. Var þá heimsókninni lokið. Við hrópuðum norrænt húrra fyrir Italíu og Mussolini, en hann kvaddi okkur þegjandi kveðju fasista, hinni gömlu rómversku kveðju, beinum armi, upprjettum til hálfs. Við höfðum verið aðvöruð um það, að vera mætti að hann sýndi okkur þessa sæmd, og svöruð- um við á sama hátt. Síðan gengum við út, og varð ekki frekar til tíðinda í þessum stað. Frh. ---o—— Islensk vegabréf. Þeir sem ferðast erlendis og veita athygli vegabréfum fólks, munu sjá, að því nær allir menn, hverrar þjóðar sem eru, hafa í höndum vegabréf, sem að útliti líkjast hvert öðru. Bréfin eru heft í smábækur, sem fara vel í vasa, og eru auðveld til eftir- lits fyrir skoðunarmennina. Vega- bréfin gilda venjulega 2—3 ár, og að þeim tíma liðnum má fá þau framlengd fyrir lítið eða ekkert. Islendingar, sem ferðast erlendis verða að hafa vegabréf. Fullkomnustu íslensku vegabréfin eru gefin út í Reykjavík. Text- inn er prentaður á tvöfalda stór- örk. Á fremstu síðu er textinn á íslensku, á næstu á dönsku og þriðju síðu á frönsku. Eg er einn af þeim íslending- um, sem árlega verð að ferðast talsvert erlendis. Á hverju ári verð eg að fá nýtt vegabréf, því þau eru aldrei látin gilda nema til eins árs. Einu sinni var vega- bréf mitt framlengt til 3 ára í dansk-íslenska konsulatinu í London, en þegar eg sýndi vega- bréfið hér á lögreglustöðinni, var þessi framlenging talin ógild. Þegar eg er á ferðalagi, kæri eg mig ekkert um að vekja á mér sérstaka athygli með fáránlegu látbragði, klæðaburði eða því líku. En lögreglustjórinn í Reykjavík, eða „utanríkis“-ráð- herrann, hafa séð svo um, að eg slepp ekki við eftirtekt manna, og það er, þegar farið er að skoða vegabréf mitt. 1 stað þess að sam- ferðamennimir rétta fram bækur sínar, sem hver líkjast annari og eftirlitsmennimir sjá strax að eru vegabréf, verð eg að láta niður farangur minn, draga heljarmik- ið umslag upp úr vasa mínum, upp úr því kemur svo pappírsörk, sem eg ‘fletti í sundur, rétt eins og eg ætti að fara að veifa í kveðjuskyni með vasaklút, og rétti örkina að eftirlitsmanninum. Sé eg svo lánssamur að eftirlits- maðurinn kanníst við mig, eða einhvem samlanda minn, sem áð- ur hefir veifað að honum sams- konar neyðarflaggi, þá slepp eg gegnum hreinsunareldinn án frek- ari erfiðleika, — en því nær ætíð tekur eftirlitsmaðurinn við bréf- inu og spyr um leið: „Hvað er þetta?“ „Vegabréf“. Hann byrj- ar að velta því fyrir sér með sam- blandi af tortrygni og háði í svipnum, því svona „plagg“ hefir hann aldrei séð áður. Eftir lengri eða skemri tíma, fleiri eða færri spumingar, og almenna athygli þeirra sem við em staddir, slepp eg svo í gegn, gramur yfir smá- sálarskap og skilningsleysi ís- lenskra yfirvalda, sem gera sér far um að setja skrælingjamerki á landa sína með því að fá þeim í hendur þjóðemisskírteini, sem er fáránlegra að formi og útliti en nokkurt slíkt skírteini í víðri veröld. Eg gat þess að vegabréfin væru á íslensku, dönsku og frönsku. Nú hefi eg venjulega fengið vegabréf mitt útgefið til ferðalaga um fleiri lönd, t. d. Þýskaland og England, auk Norð- urlanda. Það virtist útlátalítið að texti bréfsins væri þýddur á, a. m. k. þýsku og ensku auk frönsk- unriar, því vegabréfaeftirlits- menn í Þýskalandi og Englandi Skilja fæstir frönsku, og um þýskumælandi éða enskumælandi lönd, ferðast flestir Islendingar. Hvers vegna texti vegabréfsins er þýddur á dönsku, veit eg ekki, því eg held Islendingar þurfi ekki vegabréf til Danmerkur. Ef til vill stafar þessi þýðing af því, að íslensk stjómaivöld álíti Dan- mörk og útlönd eitt og það sama. Ferðamaður. -----o---- SöJuríiir liorræið imm Lundberg heitir maður. Hann er kennari í Málmey í Svíþjóð. Hann er maður víðfömll, hug- sjónamaður og hinn besti dreng- ur. Hann hefir verið á þingi Svía og fyrirsvarsmaður í mörgum greinum í sinni stétt. Hann hefir riú seinustu árin gengist fyrir því, að norrænir kennarar hafa tekið sig upp í sumarleyfi sínu og sótt námskeið suður í Þýskalandi, fyrst í Greifs- wald í Prússlandi, en síðan í Konstanz suður við Bodensvatn. Það var fyrst tilefni þessa, að þýskur maður gekst fyrir slíkum námskeiðum. En hann rak þetta sem gróðafyrirtæki, og varð þetta því dýrara en vera þurfti. Tók þá Lundberg til sinna ráða, náði samvinnu við þýska kennarafé- lagið og tók upp fomstu þessara námsferða. Námsferðunum hefir verið hag- að svo, tveim hinum síðustu, að dvalið var í Konstanz um þriggja vikna tíma. Hefir náms- efnið verið einkum þýsk tunga, en auk þess kensluaðferðir og skólahættir í fyrirmyndarskóla þar. Auk þess er mikið af ferð- um um fagra staði í nágrenninu og suður í Sviss, en landamæri Sviss og Þýskalands liggja eftir götunum í Konstanz, sunnan megin Rínar. En bærinn stend- ur við árósinn, þar sem Rín fell- ur úr Bodensvatni. Er þar hinn fegursti staður. Bærinn er lítill og gamall, engir sporvagnar og enginn stórbæjaerill, trjágarðar. skógar, sundskálar og hljómlista- líf. Eftir námsskeiðið í Konstanz var farið til Ítalíu, suður um Sviss, um Vierwald-státter-héruð- in, Gotthardsbrautin til Mílanó, Róm, Napoli, Pompei, Capri, Vesuvius, Florens og Feneyja, en þaðan til Innsbruck í Tyrol, og var þar ferðinni slitið. Þessi för stóð um 3 vikur. Verð var 300 sænskar kr. fyrir námsskeiðið í Konstanz, 200 sænskar kr. aukreitis fyrir Italíu- ferðina, eða fyrir alla ferðina 500 sænskar krónur. 1 þessu eru innifaldar járnbrautaferðir frá Málmey suður og aftur norður til Innsbruck, með fæði og gist- ingu, allri dvöl og kenslu í Kon- stanz og smáferðum þar, 3. flokks vagnar í Þýskal. og Sviss, 2. flokks í Ítalíu. Allur aðbúnað- ur var góður, tveir og tveir voru saman um herbergi, og öll stjórn áreiðanleg og í besta lagi. Vel- vild og vinátta Konstanzbúa við gestina var einstök, og bjuggu allir á heimilum borgarmanna. Nær 100 manns hafa verið í Konstanz, en 60—70 í Ítalíuferð- unum. Til samanburðar um verðið má geta þess, að ferðaskrifstofa Bennetts í Osló gekst fyrir ítalíu- för fyrir kennara í fyrrasumar, sem auglýst var meðal kennara hér. Var það álíka för og þetta, að frátekinni dvölinni í Konstanz, Best. — Odýrast. Innlent. SKILVINDAN er smíðuð af stærstu og elstu skilvindu- verksmiðju í heimi og hefir náð fá- dæma útbreiðslu. Eru yfir 3.500.000 Alfa-Laval skilvindur í notkun víðsvegar um heim. Látið ekki dragast að kaupa ALFA-LAVAL skilvindu. Fást hjá Sambandskaupfélögunum. I heildsölu hjá Sambandi ísl. Samvinnufélaga. farið sem hraðast varð suður um Þýskaland og Sviss og norður aft- ur, en kostaði þó um 1000 kr. sænskar. Þessar ferðir Lund- bergs eru ótrúlega ódýrar. Nú efnir Lundberg enn til nýrrar farar í sumar, og er ís- lenskum kennurum boðin þátt- taka. Förinni verður hagað líkt og verið hefir, en Ítalíuförin verð- ur eitthvað dýrari, vegna þess, að þar er nú dýrara en í fyrra. Lagt verður upp frá Málmey og Höfn síðustu dagana í júní og komið aftur noiður snemma í ágúst. Ef einhver héðan vildi komast í förina, getur hann snúið sér til mín, — en þá sem allra fyrst. Það er mikilsvert, að vera slark- fær í þýsku, en vel má komast af með eitthvert skandinavísku málanna eingöngu. Fleiri en kenn- arar geta ef til vill komist að. Það má búast við, að ferðum þessum haldi áfram, svo að þeir, sem seinna kynnu að geta farið, þurfa ekki að örvænta, þó að þessari för sleppi. Helgi Hjörvar, Aðalstræti 8, Reykjavík. -------«---- Merlrilegt bókasafn. Jónas Sveinsson frá Uppsölum, nú bóksali á Akureyri, hefir í mörg ár safnað miklu af íslenskum bókum, fomum og nýjum. Hefir hann unnið að því með fádæma dugnaði og varið miklu fé til að kaupa fágætar bækur og vandað- ar. Á ferðalögum sínum um land- íð hefir hann ávalt sætt færi um bókakaup til þess að auðga safn sitt og samræma það sem best. Hann hefir ennfremur látið binda allar bækur sínar í traust leður- band með stakri smekkvísi og vandvirkni, og ber bókasafnið gleggstan vott um áhuga hans fyrir góðri meðferð á bókum. Bókasafn Jónasar mun vera eitt Notaö um allan heim. Árið 1904 var i fyrsta sinn þaklagt i Dan- mörku úr -- Icopal. — Besta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgö á þökunum. Þurfa ekkert viðhald þann tíma. Létt -------- I»étt -------- Hlýtt Betra en bárujárn og málmar. Endist eins vel og skífuþök. Fæst alstaðar á Islandi. Jens Vílladsens Fabriker, Köbenhavn K. Biðjið um verðskrá vora og sýnishorn. HAVNEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda rúgmjöli og hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.X.S. slciftix ©jjrxg,öixg-Li 'viö oTrlc-uLr Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. T. W. Buch (Iiitasmiðja Bnchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LITTR TIL HEIMALITUNAR: Demantasorti, hrafnssvart, kaatorsorti, Parísarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta“, eggjaduft, ávartadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökoxiom“-skóavertan, sjáf- vinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-bl»sódinn, „Dixin'‘-sápuduftið, ,,Ata“-akúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduoiia o. fL Brúmpdan. LITARVÖRUR: Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnapónalitir. GLJÁLAKK: „Unioum“ á gólf og húsgögn. þoxmar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandi. fullkomnasta einstaklings-bóka- safn af íslenskum bókum hér á landi. í vetur var gerður samningur um kaup á þessu bókasafni Jón- asar Sveinssonar handa Lauga- skóla; og eru bækumar nú komn- ar þangaö. Skólanum er mikill fengur að þessu safni, því að eins og kunnugt er, leggur hann mesta áhei-slu á að fræða nem- endur sína um íslensku, íslenskar bókmentir og sögu þjóðarinnar að fornu og nýju; en á Laugum er engin aðstaða til þess að nota almenn bókasöfn. Að vísu gæti skólinn haft einhver not af sýslu- bókasafninu á Húsavík, að því er snertir erlendar bækur um félags- fræðileg efni. — 1 bókasafni þessu, sem skólinn hefir nú eignast, eru c. 700 bindi; um einstakar bækur í safninu þýðir ekki að geta, en í því er fjöldi merkra bóka frá 18. og 19. öld, sem nú eru ófáanlegar nema á stærri bókasöfnum, auk þeirra bóka, sem gefnar hafa verið út hér á landi og af Vestur-íslend- ingum á síðari árum. Eins og áður er getið hafði Jónas Sveinsson varið mikilli vinnu og fé til þess að gera þetta bókasafn sitt sem bezt úr garði. Á tímabili gerði hann ráð fyrir að selja það til útlanda, en áður en það réðist, gerði hann þó Laugaskóla kost á bókasafninu ( lægra verði en það var áður met- ið og góðum greiðsluskilmálum. — Sjó- og bruna- vátryggingar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri 300 Vátryggið hjá íslensku íélagi. Söluvei’ð bókasafnsins er 5000 eða 5500 krónui’, eftir því á hve löng- um tíma það verður greitt. Vænt- anlega verður bókasafniði að fjöl- breyttum notum við skólann og hlýtur þess vegna að auka hylli hans og vinsældir meðal almenn- ings. Þ. S. Ritstjóri Trywrvi ÞórhaBaaon. Prentsxniðjan Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.