Tíminn - 14.05.1927, Page 3

Tíminn - 14.05.1927, Page 3
TfXINN 81 tókst hérfileg-a og varð bændum í Árnessýslu að eftirminnilegu tjóni Þeg'ar Englendingar bönn- uðu geymslu innfluttra sauða laust fyrir aldamótin urðu geysi- leg vandræði með markað fyrir sveitavörur. Fullorðinn sauður, sem áður hafði selst fyrir 24 kr. féll niður í 8 kr. Landauðn virt- ist blasa við í sveitinni. Kaupmannastétt landsins sat hjá og hafðist ekki að. En „mennimir frá orfinu“ björguðu málinu. Þeir fundu nýja aðferð við að gera kjötið að söluvöru, og þeir unnu því nýjan markað. Samvinnufélögin komu upp slát- urhúsunum, gerbreyttu meðferð kjötsins og fengu um stund auk- inn markað í Danmörku og að mestu nýja viðbót í Noregi. Nú um stund hefir það verið aðal- markaður landsins. Kaupmenn hafa þar um verslunaraðferðir og markað orðið sporgöngumenn „mannanna frá orfinu“. Kringumstæður hafa enn breyst. Linsaltaða kjötið og Noregsmarkaðurinn fullnægir ekki lengur þörf bændanna. Ný úrræði eru fundin og nýjar leiðir. Nú vita menn að framtíðarmark- aðurinn er í stórborgum iðnaðar- landanna. Kjötið verður að flytj- ast þangað nýtt. Nú rísa kælihús við hverja höfn. Hannes Jónsson, bændasonur úr Vatnsdal og kaup- félagsstjóri á Hvammstanga gekst fyrir framkvæmdum um hið fyrsta kælihús er smíðað var við flutning kjöts á erlendan markað, en kaupmenn þar á staðnum létu sér fátt um finnast. I kæliskipsnefndinni, sem lagði grundvöll þessara framkvæmda vildu bæjamennimir frá Versl- unarráðinu og Fiskifélaginu ekki aðhafast. Sagan endurtekur sig. „Menn- imir frá orfinu“ hafa verið brautryðjendur um allar nýtileg- ar framkvæmdir í þessu efni, en „mennimir frá búðarborðinu“ fylgt dræmt í slóðina, þegar hún var fulltroðin. ---o—•— Búnaðarbálkur. Nú í vor tekur til starfa fyrsti húsmæðraskóli, sem starfar í sveit hér á landi. Það er Staðar- fellsskólinn. Saga þess máls er kunn flestum landsmanna. Hjón- in á Staðarfelli, Magnús Frið- riksson og kona hans urðu fyrir þeirri miklu sorg, að sonur þeirra fullvaxinn og mesti efnismaður, druknaði á ferð milli lands og eyja á Staðarfelli. Foreldramir gáfu þá landinu jörðina til minn- ingar um hinn látna mann, með því skilyrði, að þar risi kvenna- eða húsmæðraskóli. Jörðin er eitt stjómmálaskörungs Norðmanna“ saman við orðbragð Áma frá Múla. Minkaði málstaður Áma þá enn, svo smár sem hann þó var áður orðinn. Meginþorri bænda landsins á enga reynslu um tilbúinn áburð. Þeim er því hin mesta nauðsyn, að þeir sem um málið rita eða ræða, geri það fláttskaparlaust og af einlægum vilja á að gefa holl ráð. Hlaupastelpur og úr- vænismenn eiga ekkert erindi á þann vettvang. Afdráttarlaust verða bændur að fá að vita hvort þeim er ráðlegt að nota tilbúinn áburð eða ekki. Tímiinn heldur fram nauðsyn tilbúins áburðar og bendir á reynslu hinna fremstu landbúnaðarþjóða. En hvað gerir Vörður? 12. tbl. hans þ. á. er eitt hið fullkomnasta sýnishorn af heilindum Ihaldsins við landbún- aðinn. Á 2. síðu blaðsins er ræða Árna, prentuð neðanmáls til frek- ari áréttingar, full af hinum and- stæðustu staðhæfingum sitt á hvað, eins og áður er sýnt. Á 3. síðu eru ummæli G. Knudsens, af frægustu höfuðbólum landsins að fornu og nýju. Staðarfell er við Hvammsfjörð norðanverðan. Þar er skýlt mjög, allhátt kletta- belti bak við bæinn, og túnið i hallanum niður undir sjó. Fram undan sést allur Hvammsfjörð- ur með óteljandi eyjum, yfir Dalaundirlendi og norðurhlið Snæfellsness. í hlíðunum austur frá bænum, er skóglendi, eitt af hinum meiri á Vesturlandi. Magnús Friðriksson hafði reist á Staðarfelli mikið og vandað steinhús, svo rúmgott, að þar mun fyrst um sinn hægt að taka á móti, 12—14 stúlkum, og hafa auk þess allmargt heimafólk. Nú hefir Sigurborg Kristjáns- dóttir frá Múla við ísafjarðar- djúp tekið jörðina á leigu frá landsjóði, til að starfrækja þar húsmæðraskóla. Sigurborg er nú mjög kunn víða um landið af námsskeiðum þeim er hún hefir starfað við um undanfarin ár. Hún hefir fengið hinn besta und- irbúning fyrir starf sitt, bæði innan lands og utan, enda munu flestir, er til þekkja, gera sér miklar vonir um að Staðarfells- skólinn marki spor í sögu verk- legrar húsmæðrafræðslu í land- inu. Bústjóri á Staðarfelli verð- ur Magnús bróðir Sigurborgar, mikill dugnaðarmaður. Magnús Friðriksson hefir ekki gert endaslept við hina fyrstu gjöf. Hann hefir síðar gefið landinu 10 þús. kr. til að kaupa bústofn á jörðina og ganga vext- ir af því fé í bústofnsauka á Staðarfelli, meðan við þarf. Auk þess mun hann þar fyrir utan hafa á annan hátt greitt til muna fyrir því að skólinn gæti nú tek- ið til starfa. Er vonandi að svo mikil og óvenjuleg fórnfýsi, sein þau hjón hafa sýnt, beri árang- ur eins og til er stofnað. Sigurbjörg Kristjánsdóttir ætl- ast til að nemendur séu á skól- anum haustið, veturinn og vorið. Með því móti geta námsmeyjam- ar tekið þátt í fjölbreyttu verk- legu námi, ekki síst garðyrkju vor og haust, sem of víða er van- rækt enn. Tilgangur forstöðukon- unnar er að Staðarfell verði heimili fyrst og fremst, og nám- ið líkast uppeldi á hinum gömlu góðu sveitaheimilum, þar sem bókleg fræðsla og vinna fór saman. Þrátt fyrir það, að námstím- inn á Staðarfelli verður lengri en við aðra skóla, þá mun mega fullyrða, að kostnaður verður þar ekki meiri við veturvistina, held- ur en hálfur vetur kostar að- komustúlkur í höfuðstaðnum. ----o---- Þingi verður vafalaust slitið í næstu viku. prentuð smáu letri, í minkunar- skyni við málstaðinn, enda eru þau töluð af skilningi á ræktunar- málum Islendinga. Hvorri blaðsíðunni eiga nú bændur að trúa? Hvorum er betur treystandi til að fara með rétt mál: Gunnari Knudsen, ' „merkasta stjórnmála- skörungi Norðmanna“, eða Árna Jónssyni, sem blaðið minnist ekki vitund á, að sé neitt merkur stjómmálamaður, sem ekki er heldur von? Er notkun tilbúins áburðar aukaatriði í ræktunarmálunum og ekki mál bænda í landinu, eða mundi notkun hans auka fram- leiðsluna stórum, þó að fjölgaði ekki? Þessum spumingum er beint til ritstjóra Varðar og þess vænst að hann sjái sér fært að svara þeim refjalaust. Er ritsjóra nú gefið sérstakt tækifæri til þess að æfa sig í bersögli, sem hann jafnan hefir verið í mesta hraki með, í umræðum sínum um landsmál. H. B. Helgi Hjörvar: Ferðabrjef. Mussolini. Jeg kom til Rómaborgar snemma dags, um mið- morgunsskeið. Við ókum suður yfir Appennínafjöll um hánótt í tunglskini, dimma og milda júlínótt. Það var gluggþykni og far á skýjunum,og lestin æddi áfram gegnum þröngar kleifar og djúpa dali, en suðrænn vindur þaut í snarbröttum skógarhlíðum á báðar hendur. En er sól reis, vorum við komin á sljett land, skóglítið og skrælnað og raunar alt ann- að en fallegt; það var vestur við Toskanahaf, skamt fyrir norðan Róm. En vel var landið ræktað og stór- búskapur að sjá um allar sveitir, slegið og bundið með stóreflis vjelum og mannafla. Kom mjer þá í hug, hvort hjer mundi enn vera eins og mannkyns- sögukverin segja um foma tíð, að „auðmenn í Róma- borg áttu allar jarðirnar og ljetu þræla sína yrkja landið“. Jeg svaf öðruhvoru um nóttina. En jeg veitti því eftirtekt, að einkennisbúinn maður var á vakki í vagnagöngunum. Þá er leiðin sóttist og skamt var til Rómar, gekk hann um og leit eftir farmiða hjá hverjum manni, en annars voru lestarþjónar búnir að því. Þessi maður var í gráum einkennis- klæðum, með sverð við hlið — „Garpur var geiri snörpum girtur, i silkiskyrtu —“ og skyrtan var úr hrafnsvörtu silki. Hjer var kominu einn af svartliðum Mussolinis. Hann var ungur maður, þeldökkur Itali, fráneygur og svipfastur, einhver fríðasti og drengilegasti mað- ur, sem jeg hef sjeð. Hann var strangur og ná- kvæmur í öllu eftirliti, en ljúfur og kurteis um leið, einkum við útlendinga, sem skildu hann illa, en ör- tröð mikil var í lestinni og margar þjóðir. Hann kvaddi okkur hermannakveðju, og fanst öllum til um manninn, sem sáu hann. En hvaða erindi átti þessi vopnaði maður, og um hvað var hann að fást? — Við vorum komið í nýtt land og í nýtt ríki, þar sem stjómað er með nöktu sverði, en þó með stolti og hæversku sigurvegarans. Það er mælt, að fyrir daga Mussolinis hafi varla þriðji hver maður greitt far á járnbrautum ríkis- ins; hinir laumuðust með í annara flóði eða með smámútum til lestarþjóna. Sel jeg það ekki dýrara en keypt var, en sannorðir menn og kunnugir í Ítalíu höfðu þetta fyrir satt, og enn sá jeg til þessa nokk- ur merki. En eftir þessu var margt annað 1 stjóm og framkvæmdum, sem nú er alt á aðra lund. Nú fór t. d. hver lest á tilsettu augnabliki, en slíkt þyk- ir ferðamönnum í Italíu mikil nýlunda. Mussolini hefur sti-angan aga í ríki sínu og reglu í hverjum hlut, og í þessum og þvílíkum efnum hefur landið umskapast á fám árum undir stjórn hans, og bera honum þetta vinir hans sem óvinir. Það var heldur tómlegt að aka inn í Róm. Heitt var af sól, alt skrælnað og fult af ryki og rusli eftir steikjandi þurka, nýir og margvíslegir húsahjallar innan um gamla múra og hrundar rústir, en Tífur seig þama fram í milli, kolmórauð og þykk eins og sokkaskólp. Þegar innar kom í borgina, fríkkar alt og verður hreinna og snyrtilegra, en ný og gömul listaverk blasa hvai’vetna við. Róm er vel mönnuð að lögreglu, svo sem vænta má, þar sem róstugt er í landi. Svartklæddir lög- gæslumenn eru þar um alt, með svarta flókahjálma og hvíta kylfu. En þess utan eru þar enn aðrir menn, hvar sem litið er, ungir menn í svörtum ein- kennisbúningi, kjólsniðnum, skornum að framan, með' síðu skautii að aftan, silfurlagður allur búning- urinn og silfurhneptur. Þeir eru með Napóleonshött á höfði, barðastóran þverhött, brotinn upp að aftan og framan. Þeir bera stóra marghleypu í beltinu við hægri hönd sjer, en sverð á vinstri hlið, mikið og biturlegt. Og hver sem fyrstur hreyfir hönd eða fót gegn höfðingja landsins, hann mun finna bragðið að stálinu. Þeir fara venjulega saman tveir og þrír, þessir varðsveitarmenn, einkum þar sem mannaferð er mest. Jeg sá þá hvarvetna, suður í rústum Pompei- borgar og á járnbrautarstöðvum norður í Alpafjöll- um. Þeir vaka yfir öllu í kyrþey og skifta sjer af hverju einu, ef svo ber til. En merkileg hæverska er i allri gæslu þeirra; þeir hoi'fa ekki á neitt, en sjá alt. Þeir skerast í leikinn, ef þeir verða þess áskynja, að slóttugur ökumaður ætlar að fjefletta ókunnan útlending, og ítalskur leiðtogi okkar fjekk alvarlega ofanígjöf fyrir það, að hann fór með okkur í gegn- um fátækrahverfi Napoliborgar, þar sem aumast var alt. Hann sagði, „svartliðinn", skýrt og skorinort, að það væri ilt verk og óþarft, að sýna útlendum mönnum það fyrst, sem lakast væri. — Jeg var hon- um samdóma, og meir en svo. Jeg tel mig ekki glysgjaman, og víst er það', að jeg fór ekki til Rómar til þess að sjá prjál. En við fyrstu sjón sá jeg þar ekkert athyglisverðara en varðsveit Mussolinis. Alt voni þetta menn í blóma æsku sinnar, hver öðrum fríðari og vasklegri. Það er yfir þessari sveit einhver undarleg prýði. Þeir bera það í svip sínum og hæversklegu fasi, að sigur sje unninn, að sigur fari í hönd og að mikil tíðindi sjeu að gerast í landinu. Jeg hef aldrei sjeð glæsi- legri menn. Jeg hirði ekki að ganga um þvera götu til þess að sjá konunga og annað ættborið stóimenni. En er mjer gafst kostur á að ganga fyrir Mussolini, þá þótti mjer harla fróðlegt að sjá augliti til auglitis svo víðfrægan mann og alræmdan. Við vorum saman í Róm allmargir kennarar nor- rænir, flest Svíar, og fengum áheyrn hins volduga manns fyrir meðalgöngu sænska sendiherrans þar. Við gengum til hallar forsætisráðherrans við Súlu- torgið í Róm, laust fyrir kl. 11, og varð nokkur bið í forsölum hallarinnar. Ekki var þar margur vörður, og lítið bar á þeirri varúð um Mussolini, sem jeg hafði heyrt talað um. Engir biðu þar aðrir en við. Þjónar og umsjónarmenn í hversdagsfötum gengu þar um, og var alt mjög látlaust og einfalt að sjá, og sjálfir hallarsalirnir voru gamlir og máðir nokk- uð svo, og viðhafnarlitlir í samanburði við mörg önnur skrauthýsi Rómar. Gestir komu og fóru, og voru margir þeirra í viðhafnarklæðum. Brjefberar og símastrákar gengu þar líka út og inn. Við höfðum tvo leiðtoga, sænskan mann, sem var foringi farar innar, og Dana nokkurn, sem ílendst hefur í Róm og orðinn er ítalskur mjög. Var okkur vitanlega við- taka veitt á ábyrgð forustumanna okkar, en ekki var varúðin meiri en það, að engin tala var höfð á þeim, sem inn gengu. En hvorugur leiðtoganna mun hafa þekt alla í hópnum, því að ítalski leiðtoginn þekti ekki okkur öll að norðan. En nokkrir Skandin- avar, sem bjuggu í sama gistihúsi og við, höfðu fengið að slást í förina, og mun foringi okkar hinn sænski ekki hafa þekt þá alla. Meðan við biðum í for- salnum, vakti einhver athygli foringjans á tveim eða þremur, dökkleitum kvenmönnum, sem þar voru komnar í hópinn. Þær reyndust vera ítalskar, og höfðu ætlað að slæðast með og sjá Mussolini, og mun ekkert annað nje sjerstakt hafa búið undir því. En ekki fengu þær það. Þjónamir skiftu sjer ekkert af þessu og heyrðu þó á þetta, og var talað á ítölsku. Síðan var okkur gert aðvart, og gengum við inn, án frekari rekistefnu, í stóran sal, og biðum þar. Stjórnarráðsmenn komu þar og fóru, og varð manni litið á hvem sem um gekk, hvort þar væri Mussolini. En jeg hugsaði um Rómverjann, sem kom í herbúðir Porsennu konungs og banaði skrifaranum í mis- gripum fyrir konunginn, en rjetti síðan hönd sína í fórnarbálið og horfði á hana brenna til agna. En þó að jeg hugsaði svo, þá var þáð fjari mjer að fremja nokkra hetjudáð eða bera þar vopn að manni1. Eftir stundarbið gekk Mussolini í salinn, og skar hann sig á engan hátt úr við fyrstu sjón. 1 Kapítólsöfnunum í Róm er höfuðmynd af Scipió hinum eldra, brotin og illa leikin, eins og fleiri þar. Samt er þessi mynd engum öðrum lík að lífi og svip. I-Iausinn er mikill, þykkur og kúptur, digur svírinn, en í kjálkunum og dráttunum kringum munninn er þó mest af þeím svip og þeirri ógn viljans, sem ger- ir gestinn hljóðan og furðu lostinn. Þetta er maður- inn, sem gerðist foringi Rómverja, þegar Hannibal strádrap niður allar hersveitir þeirra og ekki var annað fyrir að sjá en hann mundi efna sín hræði- legu heit, jafna Róm við jörðu og alt hennar veldi. En örlagadaginn mikla vildi Scipió engin sátta- boð heyra af mesta herstjórnara veraldarinnar, ekkert nema berjast við hann og sigra hann. Eftir meira en tvöþúsund ár stendur þama lítil stytta af þessum hugumstóra Rómverja, og sál hans ægir manni frá köldum dráttum marmarans. Borg Hannibals er horfin af yfirborði jarðar, og þjóð hans hin auðuga er löngu undir lok liðin. En Rómaborg varð eilíf og óforgengileg, og kom nú þama ljóslifandi hinn nýjasti höfðingi Rómaveldis, fátæki barnakennarinn, múrarinn, landshornamað- urinn. Mussolini er vel meðalmaður á hæð, en þreklegur á vöxt og saman rekinn, geysi þykkur undir hönd og svírihn mikill og digur, vasklegur á velli, hvatlegur og stæltur í hreyfingum. Hann líktist mest fram- gjömum íþróttamanni í öllum limaburði. Hann var í svörtum reiðstígvjelum með granna spora, í gráum stuttbuxum og brúnum jakka hversdagslegum yfir sjer, og heyrði fatnaðurinn ekki saman. Hann var vestislaus, eins og Italir ganga alment í sumarhit- anum, með linan flibba og mjög viðhafnarlaust háls- bindi. Hann mun hafa komið af hesti. Hann er svart- ur á brún og brá, hausinn geysilega mikill og þjett- ur, svart hár og strítt, talsvert sköllóttur, kjálkarn- ir eru afar miklir og munnurinn, svo að andlitið verður ekki frítt; þessir ægilegu, járnhörðu kjálkar bera ofurliði. En ættarmótið með þeim Scipió er auð- sæilegt, langt yfir tímans haf. Eftir tuttugu og eina öld sjer þania greinilega hið sama kyn. Mussolini er hreinn Itali á vöxt og svip. IJann hefur ljósbrún augu, eins og fjöldi ítala; tillitið er fast og skarpt; þessi ljósbrúnu, ítölsku augu eru þrungin af hita, og á hlið að sjá geta þau orðið rauð í sjáaldrið, og svo var um augu Mussolinis. Hann var látlaus og rösklegur í öllu fasi og ljúfmannlegur, ekkert stór- mannlegur fljótt á að líta. En það sást brátt, að yfir honum var festa og öryggi, sem gerði hann fyrir- mannlegan. Hann stóð gleitt og vígamannlega, öðr- um fæti framar, fast og mjúkt í senn, og að öllum álitum var hann raunar hverjum manni glæsilegri. Hann ávai-paði foringja okkar á þýsku og spurði, hvort þeir ættu að talast við á þýsku. En hinn svar- aði á ítölsku og kvaddi Mussolini nokkrum orðum. Mussolini svaraði þá á ítölsku, en sænsk stúlka, sem með okkur var, ritari í sendiráði Svía, snjeri jafn- framt á sænsku. Mussolini talaði lágt og stilt og virtist ekki Hggja hátt rómur; þó mun hann hvergi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.