Tíminn - 21.05.1927, Blaðsíða 3
TfMINN
85
Tæpir 1000 skrokkar seldust
strax fyrstu dagana og alt kjöt-
ið seldist fyrir áramót, en með
þeim samningum þó, að síðustu
5000 skrokkamir voru teknir
smátt og smátt og greiddir um
miðjan febrúar.
Söluverð kjötsins var sem hér
segir:
1 skr. 8 5/8 d pr. lb.
56 — 8 1/2 d pr. lb.
109 __ 8 3/g d pr. Ib.
895 — 8 1/4 d pr. lb.
1466 — 7 a/4 d pr. lb.
15 — 7 5/8 d pr. lb.
295 — 7 Yz d pr. lb.
1352 — 7 1/4 d pr. lb.
965 — 7 V8 d pr. lb.
6007 — 7 d pr. lb.
10 — 6 1/2 d pr. lb.
25 — 6 V4 d pr. lb.
10 — 5 5/8 d pr. Ib.
Meðalverðið er sem næst 7V4
d. pr. lb. Uppskipun, húsaleiga og
annar geymslukostnaður var um
V4 d. pr. lb. Sölukostnaður (um-
boðslaun) um V6 pr. lb. Kjötið
var alt selt í London.
Meðalverð yfir árið 1926 fyrir
frosið lambakjöt frá neðangreind-
um löndum, samkvæmt verð-
skráningu á Smithfield markaði í
London, var sem hér segir:
Nýja Sjáland . . 9 7/8 d. pr. lb.
Ástralía.......8 3/4 d. pr. lb.
Argentína . . . . 8 V& d. pr. lb.
Verðskráning í síðastl. apríl-
mánuði var:
Nýja Sjáland 8—9 Y% d. pr. lb.
Ástralía 6 3/4—7 s/4 d. pr. Ib.
Argentína . . 7—7 1/2 d. pr. lb.
Verðskráning er venjulega
heldur hærri en raunverulegt
söluverð. Félögin, sem fluttu út
kjötið fá greitt fyrir það kr.
0,981/2 pr. kg. Er þá frádreginn
flutnings- og sölukostnaður og
frysting, en ekki annar kostnað-
ur svo sem útskipun, vinna, slátr-
un 0. fl.
Það er nokkumveginn víst að
verðið fyrir frosna kjötið er
heldur hærra, en meðalverð á því
kjöti, sem flutt var út saltað.
Enn er ekki búið að gera endan-
lega reikninga um saltkjöt Sam-
bandsfélaganna, svo ekki verður
með vissu sagt, hvaða verð fé-
lögin geta borgað til bænda fyrir
það kjöt, sem saltað var til út-
flutnings, en líklega nær það tæp-
lega 90 aurum pr. kg.
Auk frosna kjötsins vora einn-
ig fluttir út 1800 skrokkar af
nýju kjöti í kælirúmi á „Gull-
foss“. Þetta kjöt var sent til
London og féll því á það mikill
kostnaður. Skipið kom til Bret-
lands um miðja viku, svo ekki
varð komist hjá að selja kjötið
strax, þar sem það mundi hafa
skemst, ef eitthvað hefði orðið
að geymast fram yfir helgi.
Fylgir sá ókostur útflutningi á
kældu kjöti, að annaðhvort verð-
ur að' frysta það strax þegar
það er tekið úr skipi, eða selja
samstundis, því nýtt dilkakjöt
þolir illa geymslu. Telja kjötinn-
flytjendur í Bretlandi mjög var-
hugavert að flytja héðan kælt
kjöt, nema þá í mjög smáum stíl,
aðeins fáein hundrað skrokka í
einu. Kjötið frá Reyðarfirði lík-
aði ágætlega og seldist fyrir hátt
verð, eða frá 7V4 d. til 93/4 d.
pr. lb., enda var kjötverðið held-
ur hærra í Bretlandi framan af
haustinu.
Frosna kjötið líkaði mjög vel.
I bréfi sem hr. Guðm. Vilhjálms- !
son skrifaði frá London, þegar |
kjötið kom, farast honum svo |
orð: „Öllum kemur saman um að ]
kjötið líti mjög vel út og sé góð
vara. Þó er því fundið það til
foráttu að lítil fita sé á lærum
og bógum. Telur W. W. & Co.
engan vafa leika á, að kjötið
muni ryðja sér til rúms á mark-
aðnum, ef hægt verður í fram-
tíðinni að senda kjötið reglulega
á markaðinn nokkra mánuði á
árinu“.
Á meðan útflutningur frosna
kjötsins . er á tilraunastigi mun
rétt að fara gætilega. Þó þær til-
raunir, sem þegar hafa verið
gerðar, bendi ótvírætt í þá átt,
að hægt sé að vinna kjötinu
markað í Bretlandi, þá er kjöt-
verð lágt þar sem stendur og ó-
víst hvenær breyting verður á
því. Hefir verið harðvítug sam-
kepni um markaðinn milli nokk-
urra voldugra kjöthringa undan-
farin ár og ekki séð fyrir endann
á þeirri samkepni enn.
Á næsta hausti eru líkur til að
hægt verði að flytja út kjöt frá
3 frystihúsum. Séu húsin notuð
eins og hægt er, ætti að mega
haga svo til að frysta mætti í
þeim um 20—25000 skrokka.
Þetta kjötmagn ætti að nægja til
árlegra tilrauna í 2—3 ár og þá
varhugavert að ráðast í bygging-
ar á fleiri frystihúsum að svo
komnu. j. Á.
-----o----
Helgi Hjörvar: Ferðabrjef.
Mussolini.
Niðurl. -----
Jeg hef nú lýst því nokkuð, hversu Mussolini kom
mjer fyrir sjónir. En víst mun hann þar ekki allur,
sem hann er sjeður.
Tveir eða þrír eru þeir þjóða-foringjar, sem hæst
ber á ölduföldum síðustu ára: Lenin, Mustafa Ke-
mal og Mussolini. Hörðum höndum hafa þeir allir
tekið á fjöndum sínum, og blóði drifinn er stjóm-
völurinn í greipum allra þeirra. Víst hefur Lenin
átt flesta afbragðsmenn í flokki sínum, og verk
hans verður langvíðtækast að afleiðingum. Hann og
hans menn ætluðu sjer ekki Rússland eitt, heldur
gervallan heiminn. Þar var geysileg sókn hafin.
Mussolini hefur meir snúist til vamar. Hann ætlar
sjer Italíu og það, sem ítalskt er. En sjálfur læst
hann munu segja til um það, hvað Ítalía á og hvað
henni ber.
Mussolini reis að lokum hvað helst gegn Lenin og
liði hans, gegn öldum rússnesku byltingarinnar. Sú
viðureign hefur enginn gamanleikur oi’ðið, og víst
hafa ítalir ekki sjeð fyrir endann þar á. Margir líta
nú á þessa tvo menn og verk þeirra eins og bardag-
ann mikla í Opinberunarbókinni, þar sem guð og
djöfullinn eigast við um velferð heimsins. Sumir sjá
nú djöfulinn sjálfan, þar sem Lenin var, og þeir eru
margir og brynjaðir sterkri brynju trúarinnar; öðr-
um þykir Mussolini vera sem dýrið mikla og höfð-
ingi alls hins illa. En eins og sterktrúaðir menn
hafa óvart hugsað sjer guð og djöfulinn býsna líka
í mörgu, svo mun raunar vera um Lenin og Musso-
lini. Allir slíkir menn eru í mörgu líkir. Enginn mað-
ur hefði verið vísari til þess en Mussolini að rísa
gegn gamla tímanum í Rússlandi, skjóta keisai’ann
og alla hans ætt. Eðli mannsins ræður u?n það, hvort
hann vinnur afrek nokkur, en atvikin ráða miklu um
hitt, hvers háttar afrekin verða, hvert verkefni
maðurinn velur sjer. Það er einhver hin almennasta
og hvemleiðasta heimska, er menn halda það, að
hver maður mundi vera einn og samur í skoðunum
og gerðum, hvenær á tímum og hvar í landi sem
væri. Þetta halda menn, bæði um sjálfa sig og aðra,
og er þetta undirrót margra hinna verstu hleypi-
dóma.
Ekki veit jeg það, hvert álit jeg hefði á Mussolini,
ef jeg væri italskur þegn og undir hans stjóm gef-
inn. Mig grunar, að jeg hefði orðið fylgismaður
Lenins, væri jeg Rússi, en jeg efast nokkuð um
fylgi mitt við Mussolini, og ekM hef jeg hjer til
óskað honum gengis svo mjög. Jeg kom raunar til
Ítalíu með megnustu óbeit á harðstjórn og illvirkj-
um fasista. En jeg fór þaðan aftur með alt öðrum
hug. Nú má enginn ætla, að mikið sje byggjandi á
stuttri dvöl útlends manns í svo framandi landi sem
Italía er fyrir norrænan mann. En mjer fanst það á
öllu, að fasistar væru ekki fámennur flokkur, sem
kúgaði mikinn hluta þjóðarinnar, heldur væri hinn
veg farið, að fasisminn er mikil og almenn þjóðar-
vakning, þar sem undiraldan er hrein og sterk þjóð-
ernistilfinning og þj óðannetnaður, ekki síður nú en
á dögum Garibalda. Mussolini safnaði í fyrstu um
sig flokki og sigldi ýmissa skauta byr, en nú hefur
hann orðið eins og kjörinn frumherji mikillar vakn-
ingar, stórkostlegra þjóðarvona. Þetta fanst mjer.
Ekki gat jeg annað en fundið til með ítölum, hinni
glæsilegu fornfrægu þjóð.
Einu sinni voru þeir, Rómverjarnir, öndvegisþjóð
heims, ekki rjett í bili, heldur öld eftir öld. Þeir
fluttu menningu mörgum þjóðum, mörgum löndum:
vegi,' vatnsleiðslur, fagrar borgir, skóla, nýtt mál,
nýja siði. Snillingar þeirra endursköpuðu alla hina
vestrænu menningu á miðöldunum. En nú hafa þeir
öld eftir öld verið sundraðir og kúgaðir, land þeirra
fótaskinn útlendra yfirgangsmanna, sem hafa prang-
að með borgir þeirra og ríkisvöld, barist um þá sjálfa
í þeirra eigin landi. Og þetta er ein sú þjóð, sem
fjölmennust er í heimi og best af guði ger. Loks
þykjast þeir varskiftir og sviknir af hinum vold-
ugri bandamönnum sínum, sem gintu þá með sjer í
styrjöldina með fögram loforðum.
Hvað vilja fasistar? — Þeir vilja halda uppi veldi
og virðingu þjóðar sinnar. Þeir vilja skipa henni sess
meðal öndvegisþjóða heims, þar sem hún hefur
löngum sæti átt. Þeir vilja byggja endurreisnina og
framtíðina á hinum gömlu rómversku dygðum: lög-
hlýðni, sparneytni, iðjusemi og þrautseigju, á
skyldurækni, á trúmenskunni, sem fyr meir gerði
Róm að heimsveldi. Þeir vilja gera alla þjóðina eitt,
einn flokk, sem ekkert vill annað en þetta. Það er
sagt, að þeir fari hart fram. En mjer fanst jeg al-
staðar hafa veður af þessum hugsjónum, og mjer
fanst, að Eggert og Baldvin Einarsson og Bjami frá
Vogi hefðu raunar verið fasistar okkar Islendinga.
En þetta var hugboð mitt og tilfinning, fremur en
niðurstaða af rannsókn og rökum. Jeg gerði mjer
far um að sjá alt hið betra, og jeg svalg sem jeg
mátti allan unaðsleik þessa fræga lands.
Jeg horfði á hendur Mussolinis, hvort þær væru
blóðugar. Ekki var það. Aldrei mun hann þó af sjer
þvo blóðblettina, hver sem dómur sögunnar verður
um hann og hversu mikill, sem hann kann að þykja í
framtíðinni, en því um síðm’, ef sagan og framtíðin
snúast gegn honum.
Rómverska þjóðarfleytan vai' komin á rek og lá
flöt fyrir hverjum sjó, sem að hefði borið.- Musso-
lini tók stjómina, mikið lá við, 0g ekki hefur hann
verið mjúkhentur. Hryðjusamt hefur verið um-
hverfis hann. Hann hefur látið vinna ill verk, og
með illvirkjum hefur hann verið talinn.
„En hvað var það hjá hugarangri
hverja stund á vegferð langri,
sem jeg fyrir land mitt leið? —“
Þetta gæti hann kanski með sanni sagt. Og þar er
kjarni málsins. Berst hann af heilum hug fyrir vel-
ferð landsins, eða er hann að fleyta sjálfum sjer?
Hver sem sjálfan sig upphefur, hann mun niður-
lægjast. Sannist það um Mussolini, þá mun hann um
eilífð verða ljettvægur fundinn.
Lögmál lífsins rekast á og kremja mannskepnum-
ar milli sín eins og hafísjakar mylja veika fleytu. En
sumir reisa rönd við örlögunum, brjóta annað lög-
málið, en halda hitt. Þetta gera byltingamennimir,
þeir sem ærlegir eru. Þeir fremja óguðleg verk í
krafti sinnar heilögu köllunar. Það sje fjarri mjer,
að viðhafa slíka líMngu um sum þau verk, sem bor-
in era á Mussolini. En engan byltingamann, engan
stórhuga stjórnmálamann má dæma út fró sjónar-
að keyptu ísl. saltkjöt, og jafn-
vel síðar, því auk söluumleitana
í Danmörku og Svíþjóð voru
einnig gerðar ítrekaðar tilraunir
til sölu í Þýskalandi, Finnlandi
og síðari hluta vetrar einnig í
Rússlandi.
Vegna þess að horfur um kjöt-
sölu voru slæmar, lögðum við
meiri alúð við að auglýsa kjötið
í Noregi, en undanfarið, reyndar
kosta blaðaauglýsingar nokkurt
fé, en við teljum þó að þessum
peningum hafi verið rétt varið.
Þegar ekkert traflar eðlilegan
gang kjötsölunnar í Noregi,
kaupa innflytjendur venjulega all-
mikið í byrjun kauptíðar og leggja
áherslu á, að fá það kjöt út sem
allra fyrst, eða frá 15. til 20. okt.
Eftir að fyrsta kjötið kemur út
verður venjulega hlé á kaupum
þangað til í byrjun nóvember, en
þegar kemur fram í þann mánuð
fara fyrstu birgðimar að minka
og markaðurinn getur tekið á
móti nýjum birgðum til sölu 1
nóvembermánuði. I desember-
mánuði er jafnan lítil kjötsala
Þá birgja kjötkaupmenn sig með
nýmeti til jólanna. Sala á ís-
lenska saltkjötinu byrjar svo
venjulega ekki aftur fyr en í fe-
brúar eða marsbyrjun. Sé þá eft-
ir óselt saltkjöt er venjulega góð
sala allan marsmánuð og fyrri
hluta aprílmán. Þá fer að hitna
í veðri og dregur þá úr sölunni
einkum austan fjalls 'í Noregi.
Á vestur- og norðurlandinu má
selja ísl. saltkjöt fram eftir
sumri.
Hin mikla sölutregða framan af
vetri stafaði af ýmsum ástæðum.
Á meðan verið var að ferma
fyrstu kjötskipin til Noregs var
veðrátta mjög óhagstæð og töfð-
ust skipin svo miMð vegna óveð-
urs, að í stað þess að koma til
Noregs 15. til 20. okt. eins og
venja er til, komu þau ekM þang-
að fyr en um mánaðamót. Á þenn-
an hátt tapaðist um hálfur mán-
uður af besta sölutímanum í
Noregi og orsakaði þessi dráttur
líka, að kjötsalan í nóvember
varð mjög lítil, vegna þess að
ætíð verður að líða nókkur tími
frá komu fyrstu kjötfarmanna,
þangað til inflytjendur og smá-
salar geta farið að kaupa á ný.
Vegna gengishækkunar norsku
krónunnar varð kjötið alt of dýrt
miðað við nýtt kjöt. Sala ísl.
kjötsins til almennings var því
með allra minsta móti, enda
kaupgeta lítil vegna fjárhags-
örðugleika almennings.
Norskir bændur höfðu við
mikla örðugleika að búa og urðu
að slátra með mesta móti af bú-
stofni sínum í fyrrahaust. Slátr-
un byrjar í Noregi um svipað
leyti og á Islandi, en stendur
lengur fram eftir hausti. Vegna
þess hve mikið barst af innlendu
kjöti á markaðinn, einkum í
Vestur- og Norður-Noregi seldist
þar sama sem ekkert af ísl. kjöti.
Kjötverðið var þar líka mjög
lágt. I nóvembermánuði var verð
á nýju nautakjöti í 10 kg. stykkj-
um selt á torgi í Bergen kr. 1,30
pr. kg.
Sambandið hafði alls til sölu-
meðferðar 13.521 tn. af dilka-
kjöti og 1265 tn. af kjöti af
rosknu fé, sem saltað hafði verið
til útflutnings.
Alls var saltað til útflutnings
á landinu, eftir skýrslu yfirkjöts-
manna og öðrum upplýsingum
sem eg hefi aflað mér, um 22.500
tn. Kaupmenn og félög utan Sam-
bandsins hafa þá haft um 7700
tn. af útflutningskjöti.
Um áramót var óselt af kjöti
Sambandsfélaganna 5300 tn. af
dilkakjöti og 1050 tn. af ærkjöti,
en ekki er mér kunnugt um, hve
miMð kaupmenn og félög utan
Sambandsins hafa átt óselt, en
eg hygg það hafi ekki verið undir
3.000 tunnum, því um miðjan
marsmánuð lá óselt í Bergen,
Oslo og Kaupmannahöfn fullar
2.000 tunnur, sem taldar voru
eign ísl. útflytjenda og erlendra
kaupmanna, sem reka verslanir
hér. Eitthvað var þá óselt hér á
landi og frá áramótum og fram
að miðjum mars seldist eitthvað
af útflutningskjöti bæði hér
heima og erlendis.
Eg bendi á þetta af því reynt
hefir verið að bera út meðal al-
mennings, að Sambandið væri eini
útflytjandinn, sem ekM hefði
„viljað“ selja áður en markaðs-
verðið féll.
Nokkra eftir áramót byrjaði
kjötsala lítilsháttar. Verðið var
þá fallið niður í n.kr. 115—120
pr. tn. og salan var ákaflega
dræm. Var það mest því að
kenna, að innflytjendur og smá-
salar í Noregi lágu enn með dýr-
ar birgðir frá haustinu, sem þeir
voru tregir að fella í verði og
eftirspum á íslensku kjöti meðal
almennings var því ákaflega
lítil.
Umboðsmenn Sambandsins við
kjötsöluna í Noregi eru allir
duglegir menn og búnir að
vinna fyrir Sambandið í mörg
ár, einn þeirra síðan Sam-
bandið byrjaði kjötsölu fyrir fé-
lögin. Er hann þektur dugnaðar
maður bæði hér á landi og í
Noregi. Umboðsmennirnir töldu
vonlaust að hægt yrði að selja
alt það kjöt, sem við áttum óselt
um áramót.
I byrjun mars fór eg til Noregs
til að hitta umboðsmenn okkar
og viðsMftavini að máli og at-
huga hvað hægt væri að gera til
að selja eftirstöðvar kjötsins.
Þegar eg kom til Noregs reyndi
eg fyrst að gera mér grein fyrir
hve mikið væri óselt af íslensku
kjöti, sem líkur væru til að boð-
ið yrði út í Noregi. Áttu þá Sam-
bandsfélögin óseldar um 5000 tn.,
ýmsir aðrir ísl. og danskir út-
flytjendur, eftir því sem næst
varð komist, um 2000—2500 tn.
i Kbhvn, Bergen og Osló og eitt-
hvað hér heima, sem eg þó gerði
ráð fyrir að seldist í landinu að
mestu. Samtals var þetta um
7000—7500 tn. og á höndum
norskra innflytjenda giskaði eg á
að lægju óseldar um 1500 tn. og
studdist sú skoðun mín við við-
tal við fjölda þeirra. Þetta vora
þá alls um 8500—9000 tn. og þó
ekki meðtalið það sem lá óselt
hjá smásölum. Nú var mér ljóst,
að til þess að koma meginhlutan-
um af kjöti út, áður en hitnaði
til muna í veðri, varð umsetning-
in að verða mjög ör.
Jafnframt þessu athugaði eg
útsöluverð íslenska kjötsins 'hjá
smásölunum, strax eftir að eg
kom til Noregs. Það vai’ mjög
breytilegt. I einum bæ spurði eg
eftir verðinu í 5 sölubúðum, sem
seldu íslenskt saltkjöt. Verðið
var, í einni búðinni kr. 1.30, í
tveimur kr. 1.40, í einni kr. 1.80
og einni kr. 1.90 pr. kg. Allsstað-
ar var salan dræm. I öðram bæj-
um var verðið mjög svipað, eða
frá kr. 1.30—1.70 pr. kg.
Um leið athugaði eg til saman-
burðar smásöluverð á nýju kjöti
og fleski í Osló. Nýtt flesk kost-
aði kr. 1. 20, 1.40, 1.60 og 1.80
pr. kg. eftir gæðum. „Skinke“
kr. 2.00 pr. kg. Besta nautakjöt
um kr. 2.00, súpukjöt kr. 1.20
pr. kg. og ungkálfakjöt frá kr.
1.00 pr. kg. Kjötverðið á Vestur-
landinu og í Norður-Noregi var
þó lægra, því þar átti fólk kost