Tíminn - 28.05.1927, Page 3

Tíminn - 28.05.1927, Page 3
TlMINN 89 þýðingarmestu málum þeirra. Heima í sveitinni hafa hlaðist á hann störfin og út á við hefir hann borið hita og þunga dagsins í mestu velferðamálum héraðsins. Formaður Kaupfélags Skaftfell- inga hefir hann verið óslitið síð- an 1911, í stjóm Sláturfélags Suðurlands síðan 1916 og síðan slátrun hófst í Vík útbússtjóri þess þar. Formaður hlutafélags- ins „Skaftfellingur" frá upphafi, en á því hvíla aðallega sam- göngumar á sjó til héraðsins. Hann bauð sig fyrst fram til þings við aukakosningarnar 1922 og var þá kosinn með miklum meirihluta. Sótti þó þá á móti honum mætur bóndi úr héraðinu. En við kosningamar 1923 féll hann, héraðshöfðinginn, sá er starfað hefir farsælast allra að mestu nauðsynjamálum bænd- anna — hann féll fyrir lögfræð- ingi úr Rvík, lífsreynslulausum manni og það manni sem síðan gekk á mála hjá kaupmönnum, útlendum og innlendum, við rit- stjóm Morgunblaðsins. Er það ekki ofmælt, að engin kosning hafi það haust mælst eins illa l'yrir um öll sveitahéröð á land- inu. Þeir munu nú aftur heyja bar- áttuna saman, bændaleiðtoginn á Kirkjubæjarklaustri og þjónninn kaupmannanna og íhaldsins við Morgunblaðið. Hvíla mörg augu á þeirri kosningu. Kvæntur er Láms Elínu Sig- urðardóttur bónda á Breiðabóls- stað á Síðu Sigurðssonar. Halldór Stefánsson 1. þm. N.-Múl. Halldór Stefánsson er fimtugur í dag, þegar þetta er skrifað, fæddur 26. maí 1877 á Desjar- mýri, sonur Stefáns prests þar (d. 1887) Péturssonar prests á Valþjófsstað, Jónssonar vefara á Kóreksstöðum, Þorsteinssonar prests á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar spítalahaldara í Hörgsdal, Bjömssonar prests í Hörgsdal, Ásgrímssonar, Guð- mundssonar. En móðir síra Stef- áns á Hjaltastað, Anna, var dóttir Bjöms prests á Eiðum, Vigfússonar prests í Garði, Bjömssonar prests á Grenjaðar- stað, Magnússonar bónda á Eyr- arlandi, Bjömssonar sýslumanns á Espihóli, Pálssonar, Guðbrands- sonar biskups. — Móðir Hall- dórs var Ragnhildur (d. 1922) dóttir Metúsalems bónda í Möðrudal, sem ótal sögur lifa um enn, um afl hans og karlmensku, Jónssonar bónda í Möðrudal, Sigurðarsonar „tugga“ á Haugs- stöðum á Jökuldal, Sveinssonar bónda á Hofi í Fellum, Sigurðs- sonar, en Aðalbjörg hét móðir Metúsalems sterka, Ámadóttir bónda á Bustarfelli, Sigurðs- sonar „tugga“ — en móðir Aðal- bjargar, Ragnheiður, var í móð- urætt komin af Bustarfells- mönnum, en faðir hennar var síra Einar á Skinnastað, Jónsson- ar prests „greipaglennis“, Ein- arssonar „galdrameistara". — Kona Metúsalems sterka, móðir frú Ragnhildar, hét Kristbjörg og var dóttir Þórðar bónda Pálsson- ar á Kjama í Eyjafirði og Bjargar Halldórsdóttur konu hans og er sú ætt alkunn og af- arfjölmenn. Halldór útskrifaðist af Möðm- vallaskóla 1897, með ágætis ein- kunn. Kvæntist um aldamót Björgu, dóttur Halldórs bónda Benediktssonar á Skriðuklaustri, misti hana 1921 og hefir ekki kvænst aftur. Fyrstu árin eftir aldamót var han verkstjóri á Skriðuklaustri, síðan, til 1909, starfsmaður hjá Pöntunarfélagi Fljótsdalshéraðs á Seyðisfh’ði. Þá byrjaði hann búskap í Ham- borg í Fljótsdal, bjó þar til 1921, fluttist þá að Torfastöðum í Vopnafirði og hefir búið þar síð- an. Sveitarstjórnarstörf hefir hann lengstum haft á hendi, meir og minna, en einkum hefir hann gefið sig mjög að félags- málum bænda á verslunarsviðinu. Var í stjóm Kaupfélags Héraðs- búa frá 1911 og þangað til hann fluttist burt af héraði, þar af formaður þess frá 1918 og í stjóm Búnaðarsambands Austur- lands átti hann sæti 1918—1921. Halldór bauð sig fyrsta sinni fram til þings 1923 og varð þá 1. þingmaður Norð-Mýlinga. Hann hefir getið sér ágætt orð á Al- þingi, átt öll þingin sæti bæði í fjárhagsnefnd og landbúnaðar- nefnd, og lagt mjög mikla rækt við þingstörfin. Halldór er ó- venjulega skýr maður og mjög frumlegur í hugsun og athugun- um. Hann hefir borið fram ýms- ar mjög frumlegar og merkar tillögur, bæði í landbúnaðar- og fjárhagsmálum og það bregst ekki, að það mál sem Halldór ber fram, það hefir hann þrauthugs- að og skoðað vandlega frá öllum hliðum. í lagasmíði má vænta frá hon- um þarfra og frumlegra til- lagna og í baráttunni fyrir al- hliða viðreisn landbúnaðarins og verðfesting peninganna atvinnu- lífinu til viðreisnar, má búast við að hann verði einn hinn lið- gengasti af þingmönnum, því að um þau mál hefir hann hugsað flestum meir og frumlegar. Halldór Stefánsson á mikið og gott erindi aftur til Alþingis, enda verður það ekki í efa dreg- ið, að Norð-Mýlingar feli honum aftur umboð sitt. i 1 Sigurður Einarsson prestur i Flatey ú BreiSafirði. Síra Sigurður er fæddur 29. okt. 1898 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, Einarssonar bónda á Amgeirsstöðum Sigurðssonar, en María Jónsdóttir móðir hans. Skólanám stundaði hann fyrst \ Flensborg; fór síðan á Menta- skólann og útskrifaðist úr honum 1922. Tók embættispróf, í guð- fræði við háskólann í febrúar 1926. En samhliða náminu varð hann að stunda kenslu sjálfur, t. d. bæði í Keflavík og í Vík í Mýrdal. Samkvæmt kosningu safnaða fékk hann veitingu fyrir Flat- eyjarprestakalli á Breiðafirði í fardögum í fyrra. Hefir honum þegar tekist að ná trausti hér- aðsbúa. Þó að svo stutt sé um lið- ið síðan hann kom vestur hefir hann þegar verið kosinn form. kaupfélagsins í Flatey og sömu- leiðis formaður félags þess er annast samgöngumar á Breiða- firði. Og nú er það ráðið, eigi alls fyrir löngu að hann verður fram- bjóðandi Framsóknarflokksins við kosningamar, sem í hönd fara. Getur engum, sem þekkir síra Sigurð, blandast hugur um að hann hefir mikla hæfileika til þingmensku. Hann er skarpgáf- aður, mælskur og ötull að hverju verki sem hann gengur. Er þess og full þörf að Barðastrandar- sýsla fái ötulan fulltnia því að um margt hefir sú sýsla verið homreka á undanfömum árum. T. d. má þess minnast, og ekki verður fyrverandi þingfulltrúi Barðstrendinga fríkendur í því efni, að sú sýsla mun hafa allra erfiðastar samgöngur allra sýslna landsins. Kvæntur er síra Sigurður Guð- nýju Jónsdóttur hjúkrunarkonu úr Hafnarfirði. Páll Hermannsson bústjóri á Eiðum. Páll er fæddur á Þorgerðar- stöðum í Fljótshlíð 28. apríl 1880. Hermann (d. 1894) faðir hans var sonur Jóns bónda á Reykjum í Mjóafirði, Hennannssohar hins alkunna bónda í Firði í Mjóafirði, Jónssonar, en Soffía móðir Páls er Guðbrandsdóttir smiðs, þing- eyskrar ættar. Páll fór að búa 1909 á Vífils- stöðum í Hróarstungu og bjó þar til 1923, tók þá við forstöðu bús- ins á Eiðum fyrir síra Ásmund skólastjóra og hefir verið þar síðan. Oddviti Hróarstungumanna var hann, sýslunefndarmaður, og löngum í stjóm Búnaðarsam- bands Austfjarða. Þá hefir hann átt sæti í stjórn Kaupfélags Hér- aðsbúa, síðan 1911, verið lengst af varaformaður þess og tvisvar verið fulltrúi þess á aðalfund S. I. S. Við Eiðaskólann hefir hann verið prófdómari síðan hann fluttist þangað. Páll Hermannsson er glæsileg- ur maður í framkomu allri og vex þó enn við kynningu. Hann er orðinn margreyndur starfs- maður í opinberu lífi, ræðumaður ágætur, hinn ákveðnasti sam- vinnumaður og framsóknarmaður í bestu merkingu í viðreisnarmál- um landbúnaðarins. Var þar borið niður á réttum stað er bændur og samvinnumenn eystra sneru sér til hans um framboð í Norður-Múlasýslu. Um alt er hann hinn sjálfsagðasti fulltrúi fyrir hið nálega einlita landbúnaðark j ördæmi. Er óhætt að segja að vel sé séð fyrir Norður-Múlasýslu er þeir bjóða sig þar fram saman Halldór og Páll. Fyrir því sam- eiginlega átaki ætti sýslan að liggja laus fyrir, fyrir bænda- flokkinn. Pál! er tvikvæntur. Fyrri kon- an: Þórey, - Eiríksdóttir frá Bót, látin, systir Hólmfríðar fyrri konu Bjöms á Rangá. Síðari konan: Dagbjört Guðjónsdóttir frá Saurum í Helgafellssveit. Hannes Jónsson kaupfélagsstjúri á Hvammstanga. Hannes er fæddur í Þórorms- tungu í Vatnsdal 17. nóv. 1893. Faðir hans er Jón bóndi, nú á Undirfelli í Vatnsdal, Hannesson- ar bónda á Haukagili í Vatnsdal, Þorvarðssonar, Jónssonar prests á Breiðabólstað í Vesturhópi Þor- varðssonar, en móðir Jóns á Undirfelli var Hólmfríður, Jóns- dóttir stjörnuspámanns í Þór- ormstungu, Bjamasonar ríka í Þórormstungu, Steindórssonar. Móðir Hannesar, Ásta, er Bjama- dóttir bónda í Þórormstungu, Snæbjarnarsonar bónda á Gils- stöðum, Snæbjamarsonar prests í Grímstungum, Halldórssonar biskups á Hólum Brynj ólfssonar. Hannes stundaði nám fyrst við Gagnfræðaskólann á Akureyri og síðan við Samvinnuskólann. Tók svo við forstöðu Sláturfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi 1919 til ársloka 1922, en varð þá kaupfélagsstj óri Vestur-Húnvetn- | inga á Hvammstanga og gegnir þeirri stöðu enn. Hefir Hannes, í þessum ábyrgðarmiklu stöðum, áunnið sér alment traust. Og þó að hann sé enn ungur þá mun það lengi halda nafni hans á lofti i að hann fyrstur gekst fyrir því , þýðingarmikla spori, fyrir afurða- sölu bændanna, að komið yrði upp fullkomnu kælihúsi, á Hvamms- tanga og hefh- það verið notað síðan á hverju hausti. Er það nú að verða mönnum enn ljósara en áður hve sú tilraun var þýðingar- j mikil. Vestur-Húnvetningar, Fram- sóknannennimir í sýslunni, hafa nú ákveðið að fela Hannesi enn meiri vanda í hendur, með þing- menskunni og hann hefir orðið við ósk þeirra og gefur kost á sér til þess. Mun lítill vafi á leika að hann nær kosningu, enda er af samherjum hans hugsað til þess með mikilli ánægju að fá hann í hópinn. Hann gengur óskiftur að hverju verki. Hann hefir og flestum betur gert sér grein fyrir gengismálinu og er þess ekki þörfin minst að fá slíka menn kosna á hið nýja þing, því að úrlausn gengismálsins, við- reisn atvinnuveganna, verður aðalverkefni þess. Kvæntur er Hannes Hólmfríðri Jónsdóttur, Jónatanssonar frá Húsavík á Tjömesi. Jón Guðnason þm. Dalam. Síra Jón er fæddur á óspaks- stöðum við Hrútafjörð í Húna- vatnssýslu 12. júlí 1889. Faðir hans var Guðni (d. 1916) bóndi á Óspaksstöðum, Einarssonar (d. 1886) bónda á Borðeyri í Strandasýslu, Guðnasonar frá Hellnum undir Jökli Einarssonar, en Margrét (d. 1902) hét móðir Guðna bónda á Óspaksstöðum, Magnúsdóttir (f. 1798) bónda á Óspaksstöðum, Magnússonar (f. 1766) bónda í Laxárdal, Magn- ússonar (f. 1734) bónda á Stóru- Ilvalsá, Bjarnasonar. — Móðir síra Jóns, Guðrún (d. 1906) var dóttir Jóns (f. 1825) bónda í Hvítuhlíð í Bitrufirði, Jónssonar (f. 1800) bónda á Fögrubrekku í Bitru, Bjarnasonar (f. 1770) bónda í Hrafnadal, Halldórssonar. Hann útskrifaðist úr Flens- borgarskólanum 1908; tók stú- dentspróf 1912 og embættispróf í guðfræði hér við háskólann 1915. Iiafði þá fyrst á eftir kenslustörf á hendi bæði í Reykjavík og við Flensborgarskólann. Árið 1916 vai- lionum veitt Staðarhóls- prestakall í Saurbæ. Þjónaði hann því brauði til 1918 og bjó á Stað- i arhóli, en þá fékk hann veitingu j fyrir Suðurdalaþingum, hefir þjónað þeim síðan og búið á Kvennabrekku. Síra Jón er eini þjónandi presturinn, sem sæti átti á síðasta Alþingi. Síra Jón Guðnason er einn þeirra manna, sem segja má um að séu eins og fyrirhugaðir til þess að starfa að opinberum mál- um. Frá því að hann var mjög ungur, hefir hann fylgst afburða- vel með í stjórnmálum og tekið afstöðu til þeirra. Mun vera leit- un á manni, þeirra, sem ekki hafa tekið beinan þátt í stjórn- málunum, sem er eins minnugur á einstaka stjórnmálaviðburði síðan um aldamót eins og hann. Er það vitanlega einn hinn allra þarfasti undirbúning- ur undir þingmannsstarfið, að hafa svo rækilega kynt sér und- anfama sögu stjórnmálanna. Dalamenn kusu síra Jón á þing á síðastliðnu hausti, þó að í móti sækti annarsvegar einn hinn vin- sælasti innanhéraðsmaður og hinsvegar fyrverandi forsætisráð- herra og núverandi bankastjóri. Um alt hefir þingsaga síra Jóns, þótt stutt sé, sýnt, að Dalamönn- um var rétt að sýna honum þetta traust. Hann átti sæti í tveim þýðingarmiklum nefndum, mentamála- og allsherjamefnd og vann í þeim báðum mikið starf. Hann bar og gæfu til að koma fram einhverju þýðingar- mesta máli héraðsins: að ákveð- ið er að leggja akveg úr Borgar- firði vestur í Dali og byrjað er að veita allmyndarlega til þeirr- ar vegalagningar; og á fleiri sviðum tókst honum mjög far- sællega að reka erindi héraðsins. Af síra Jóni Guðnasyni má vænta mikils og farsæls starfs á Alþingi. Hann hefir alt til að bera til þess að geta talist í hóp hinna nýtustu þingmanna, far- sæll arftaki hinna mörgu sveita- presta, sem hafa átt sæti á Al- þingi íslendinga og lagt þar til málanna svo margt þarft. Kvæntur er síra Jón, Guðlaugu Bjartmarsdóttur bónda á Neðri- Brunná í Saurbæ (nú í Reykja- vík), Kristjánssonar bónda á Neðri-Brunná.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.