Tíminn - 04.06.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1927, Blaðsíða 1
 (öfaíMert og afgrd&sluma6ur Cimans er Hannoeig £>orstein$tóttir, Samfaanboljúsmu, JRfgzetiteía limons er i SambanfasfaÓBtnu. 0ptn öagUga 9—(2 f, 4> fihni 996. XL ár. Reykjavík, 4. júní 1927. 29. blað. Utain lírheiini „Besti fimleikaflokkur NorfSur- landa“. Islendingar eru af langri ein- angrun og niðurlægingu orðnir því vanir, að lítið tillit sé tekið til þeirra meðal hinna stærri þjóða. Því meiri og réttmætari er gleðin þegar Islendingar geta sér þann hróður, í samkepni við stærri þjóðir, að þeir hafi í ein- hverri tiltekinni igrein, áberandi yfirburði. Sá atburður hefir orðið nú í vor. Björn Jakobsson leikfimis- kennari við tvo landsskólana hér í bænum hefir farið með tvo fim- leikaflokka, unga menn og ungar konur, til Noregs og Gautaborg- ar og sýnt þar ment þein-a. Flokkur hinna ungu manna þótti góður, en flokkur hinna ungu kvenna fékk þann dóm, að hann væri fullkomnastur allra slíkra flokka á Norðurlöndum. Flokkarnir höfðu sýningu í mörgum helstu bæjum Noregs austan og vestanfjalis. Þá vildi til að í Gautaborg var haldin leikfimissýning fyrir öll Norður- lönd, til minningar um Ling upp- hafsmann nútíma leikfimi. Þar voru samankomnir hinir bestu flokkar af öllum Norðurlöndum. En að dómi Gautaborgarblaðanna var íslenski kvenflokkurinn best- ur. Sýning hans þótti aðalvið- burður hátíðarinnar. Áhorfandi einn kemst svo að orði, að meðan íslensku stúlkumar sýndu, hefði mátt heyra flugu anda á hinu mikla leiksviði, þar sem þúsundir áhorfenda sátu. Að lokinni sýn- ingu ætluðu fagnaðarlætin aldrei að enda. Frægasti leikfimiskenn- ari Dana, Niels frá Ollerup, sagði að þessi flokkur þyrfti að sýna íþrótt sína í Kaupmannahöfn. List hans væri í samanburði við kvenleikfimi í höfuðstað Dana eins og frumlegt málverk við hliðina á prentuðum gljámyndum. Til að skilja hvemig leikfimis- flokki héðan að heiman tókst að ná slíkum yfirburðum, verður að líta á forsögu hans. Bjöm Jak- obsson hefir starfað hér 1 bæn- um sem fimleikakennari síðan 1909. Hann hefir eingöngu unnið að starfi sínu. Ár eftir ár hefir hann notað sumarleyfi sitt er- lendis til að kynnast nýjungum í íþróttamenningu. Enginn annai- íslenskur kennari hefir með jafn- mikilli kostgæfni bætt úr ein- angrun sinni, með stöðugum u.tan- ferðum, og sífeldri leit eftir full- komnustu þekkingu. Smátt og smátt beygði Bjöm Jakobsson af alfaraveginum og mótaði nýtt kerfi, gaf kvenleik- fiminni nýjan blæ, þar sem mjúk- leikur hreyfinganna og yndis- þokki eru hið eftirsótta aðalat- riði. Og þar var einmitt þessi ferski blær, þessi frumlega ný- sköpun, sem vaikti mesta aðdáun. Sýning þessi hefir orðið Islandi til mikillar sæmdar hjá grann- þjóðunum. En hin varanlega þýð- ing hennar er sú, að nú hafa Is- lendingar kept í alþjóðlegri raun og haldið sínum hlut. Fátæktin og fámennið eru nú ekki lengur nægilegar afsakanir fyrir því að vera eftirbátar annara þjóða. Bjöm Jakobsson og fimleikakon- urnar hafa vísað öðrum á leiðina til sigurs. Efniviður Islendinga iö f ÍRS í G-ullbringu- og Kjósarsýslu. Björn B. Birnir bóndi í Graiarholti. Björn B. Bimir bóndi í Grafar- holti er fæddur að Reykjanhvoli í Mosfellssveit 18. júlí 1892, son- ur Bjöms hreppstjóra í Grafar- holti, Bjamarsonar hreppstjóra í Vatnshomi, Eyvindssonar, Hjart- arsonai' er bændur vom í Gríms- nesi, og er ætt þeirra fjölmenn meðal merkra bænda í Ámes- sýslu. Kona Bjarnar Eyvindssonar móðir Bjöms hreppstjóra x Grafarholti var Solveig Bjai’nar- dóttir, prests á Þingvöllum, Páls- sonar er líka var prestur á Þing- völlum Þorlákssonar, en haxm var bróðir Jóns skálds Þorlákssonar á Bægisá. Kona Bjöms í Grafai’- holti, móðir Bjöms Bimis er Kristrún Eyjólfsdóttir læknis á Stuðlum í Reyðarfirði Þorsteins- sonar, en kona Eyjólfs Þorsteins- sonar, móðir Kristrúnar var Guð- rún Jónsdóttir Pálssonar, bróður Sveins læknir Pálssonar. Móðir Eyjólfs á Stuðlum var Freygerð- ur dóttir Eyjólfs Isfelds smiðs, hins framsýna og þykir sem sú gáfa hafi nokkuð haldist í þeirri ætt. Bjöm Bimir ólst upp hjá for- eldrum sínum í Grafarholti við hin bestu þroskaskilyrði: Var heimilið í þjóðbraut og eitt hið myndarlegasta í héraðinu. Var Jónas Björnsson bóndi í Gufunesi. Bjöm hi-eppstjóri í Grafarholti einn af öndvegishöldum bænda- stéttarinnar urn sína tíð, einn af áhrifamestu forgöngumönnum samvinnuhreyfingai’innar á Suð- ui’landi, einn af stofnendum slát- urfélags Suðurlands og lengst af í stjórn þess. Bjöm var um nokk- urt skeið þingmaður Borgfirðinga og myndi áreiðanlega hafa lengi gegnt þeim trúnaðarstörfum fyrir bændakjördæmi, ef hann hefði verið þar búsettur. Bjöm Bimir tók mikinn þátt í ungmennafé- lagsmálum bæði heima í sveit sinni og heildarstörfum allsherj- arsambandsins. Árið 1918 fór hann utan og dvaldi árlangt við verklegt búnaðamám víðsvegar á Norðurlöndum, en lengst af í Sviþjóð. Hann kynti sér þá sér- staklega rafmagnsnotkun við í-æktun og landbúnaðarlöggjöf Svia. Síðan Bjöm kom heim hefir hann stjómað búi í Grafarholti með mesta myndarskap, m. a. gert mjög miklar jarðabætur. Þó að hann sé enn tiltölulega ungur maður hafa honum nú þegar vei> ið falin mörg félagaleg trúnaðar- störf. Jónas Bjömsson bóndi í Gufu- ' nesi er fæddur 27. febr. 1881 að Stóru-Brekku í Möðruvallasveit í Hörgárdal. Faðir hans var Björn Bjömsson bóndi að Brita á Þela- mörk, en móðirin Margrét Vig- fúsdóttir hreppstjóra að Myrká. Sá Vigfús er líka afi Bemharðs Stefánssonar alþm. að Þv^rá. Mai'grét Vtgfúsdóttir var í móð- ui’ætt komin af hiimi alkunnu Ski’iðuætt í Hörgárdal. Bjöm faðir Jónasar var sonur Bjöms hreppstjói-a á Gih í Öxnadal, en hann var alkunnur atgervismað- ur noi’ður þar. Kona Bjöms Jóns- sonar var Helga Sveinsdóttir frá Enni í Skagagfirði. Jónas Bjömsson óx upp í föður- garði þar til hann vai’ nær full- vaxta. Fór hann þá fyrst á Möðruvailaskólann 1902—03, en þaðan á búnaðarskólann á Hólum og lauk þar námi 1906. Litlu síð- ar fór Jónas til Danmerkur og Noregs og dvaldi þar við alls- konar búnaðarnám frá 1907— 1910. Jónas var alllengi á þessum ámm í Hesselvig öðm höfuðtil- xaunabýli Heiðafélagsins. Þá hvarf hann heim og var 5 ár í-áðsmaður hjá Björgvin Vigfús- syni sýslumanni á Efrahvoh og giftist þar Guðbjörgu Andrés- dóttur úr Mýrdal eystra. Frá 1916—1923 var Jónas enn ráðs- maður ihjá Eggert Jónssyni frá Nautabúi og Eggert Briem í Viðey, lengst af í Gufunesi og Viðey. Síðustu 4 árin hefir hann búið ágætisbúi í Gufunesi. Hann byrjaði með htil efni, því að æskuárin höfðu gengið til að búa sig vel undir bændastöðuna, en nú hefir hann um 20 kýr og 200 fjár. Bjöm Bimir og Jónas Bjöms- son em á líkum aldri og hafa átt við lík þroksaskilyrði að búa 1 uppvextinum. Þeir tilheyra báðir þeii-ri ungu og þróttmiklu kyn- slóð, sem er að gerbreyta íslensk- um landbúnaði og veit vel hvert stefnir. Báðir hafa þeir búið sig vel undir starfið. Báðir em vel gefnir, vel mentir áhugamenn og njóta fylsta trausts allra er þá þekkja bæði fyrir gáfur og skapgerð. Um mörg undanfarin ár hafa bændur í Gullbringusýslu ekki átt völ á öðmm fulltrúaefnum, en kaupmönnum eða verkamanna- leiðtogum úr Reykjavík og Hafnarfirði. Hafa bændur þess vegna sem að líkindum lætur sum- part setið hjá, sumpart kastað atkvæðum sínum á annan livom þessara flokka. Nú í fyrsta skifti eftir mai’gi’a ára hvíld fá bændur í kjördæminu tækifæri til að styðja með atkvæði sínu menn úr sinni stétt. Mun mörgum bænd- um í sýslunni vei’a það gleðiefni. Séi’stök ástæða væri til fyrir bændur í Gullbringu og Kjósar- fýslu að sýna fyrverandi þing- mönnum sínum að það hafi ekki verið menn að þeirra skapi. B. Kr. er nú nálega kominn að fót- um fi’am. Hann hefir sjálfur lýst yfir að hann væri öreigi, þrátt fyrii' allálitlega aðstöðu til fjár- söfnunar, og lifir nú á eftirlaun- um. Hann hefir öll sín starfsár verið einlægur andstæðingur sveitanna, og allrar sjálfbjargar- viðleitni bænda. Og nú er hon- um svo förlað yfirleitt, að síð- asta starfsdag þingsins lýsti hann yfir á fundi í Ed. að sjálfsagt væii að lögbanna þingmönnum að að vera bankaráðsmenn, sökum spillingar er af því leiddi. Það var kl. 10y2 fyrir hádegi. En kl. 11/2 sama dag kaus hann sjálfan sig í bankaráð Islandsbanka. Þegar slík hrömun bætist ofan á áður þekta eiginleika mundi mega fullyrða, að hyíldin hæfði best slíkum manni. Um aðstöðu Ólafs Thors til málefna sveitanna má segja hið sama. Hann er eiginlega alt af stór kaupstaðardrengur. Áhuga mun hann hafa fyrir því að græða á togaraútgerð, en ekki virðast forstjórastarf hans hafa borið vel góðan árangur, því að skattur Kveldúlfs er enginn í ár eða fyrra, alveg eins og skattur B. Kr. ætti að vera samkvæmt framtali hans 1918 er hann bað um eftirlaunin. Þá er það alkuxm- ugt að ólafur lítur með engri vel- þóknun, samúð eða skilningi á bú- skap föður hans í Mosfellssveit. Um aðra frambjóðendur en þessa fjóra er ekki kunnugt, og er auð- séð að bændur kjördæmisins ættu að fylkja sér fast um þá Bjöm í Grafarholti 0g Jónas í Gufunesi. er nægilega mikill og góður. Kvenflokkurinn hefir sýnt dæma- lausa elju og ástundun, að ná sannxi fullkomnun í Ust siimi. Ár- um saman hafa þær æft með frá- bærurn áhuga og samviskusemi. En þeir eigmleikar hefðu þó eklci leitt til sigurs ef forstöðu hefði vantað. Björn Jakobsson hefir sannað, að séifi’æðingar á Islandi þurfa ekki að forpokast. En þeir verða að fylgja heimsþróuninni: Og á gi-undvelli hennar skapa hið nýja verðmæti. J. J. Framtíðin. Þó að Framsóknarflokkurinn hafi veiið í minni hluta á undan- fömu kjörtímabili hefir hann mótað alla framfaraviðleitni landsins. Svo hlýtur það og að vera. Fi’amsóknin sér, hugsar, skapar. íhaJdið er hemillinn, drag- bíturinn. Þar þarf litla innri sjón, og enn minni framkvæmdir. Þess vegna er það að Fram- (sóknin íslenska hefir orðið að skapa úrræðin fyrir alla þjóðina. Þegai’ Jón Magnússon og M. Guðm. voru búnir að sökkva landi og þjóð í botnlaust skulda- fen 1922, varð Framsókn að grípa í taumana. Þjóðin var vak- in gegn hættunni. Ný tekjuauka- lög borin fram og samþykt. Rík- isskuldimar minkaðar. Sama er sagan um kæliskipið, íshúsin, strandfei’ðaskipin, vegina, ung- mennaskólana, húsmæðrafræðsl- una, vei-slunarmálin. Alstaðar hefir orðið að leiða hið þunga, sljóa íhald, sem ekki gat annað en stritað á móti, sem sauður til slátmnar dreginn. Viðhoifið sést glögglega á blöð- unum. Við blöð íhaldsins hefir verið safnað saman ábyrgðar- lausum, ómentuðum, áhugalaus- um leigðum strákafans. Síðan Þorsteinn Gíslason var látinn fara frá Mbl., hefir enginn ment- aður eða greindur maður unnið við blöð íhaldsins. Berum svo á hinn bóginn sam- an ritstjóra Tímans og Dags, Tr. Þórhallsson og Jónas Þor- bergsson, gáfaða, víðsýna og vel menta hugsjónamenn. Tryggvi hefir gert meira en nokkur annar íslendingur fyr eða síðar til að safna íslensku bændastéttinni um sjálfsvöm sína. Hann hefir gert Búnaðarfélag Islands að stórveldi í landinu. Hann hefir skapað ræktunarsjóðinn. Hann og annar samvinnumaður til hafa opnað heimsmarkaðinn fyrir ís- lensku kjöti. Hann er á góðri leið méð að gera erlendan áburð not- hæfa nytjavöru fyrir mikinn hluta bændastéttarinnar. Jónas Þorbergsson hefir með litlu blaði í smákaupstað í land- inu, með þeim yfirburðum sem gáfur og hugsjónir einar veita, hrint áleiðis mesta heilbrigðis- máli Norðurlands. En hvað liggur eftir ritstjóra íhaldsblaðanna? Ekki neitt nema dálítið af sljóu persónunarti til umbótamanna landsins. Þegar Valtýr er af tilviljun staddur á Sauðárkróki um leið og Tr. Þ. byrjar almennan pólitískan fund í þorpinu, þá leggur hann á hest sinn og flýr. Hann veit að hann hefir ekkert nýtt að segja, og fortíð að verja, fortíð sem helst þarf að afsaka. Litlu áður er Kr. Albertson á fundi í Borgamesi, hélt þar eina ræðu viðvanings- lega flutta, efnislausa þynku, sem gleymdist strax. Hinir blaða- menn íhaldsins munu þó enn aumari. Engin viðreisn getur stafað af þessum flokki, með þvílíku hjúa- haldi. Slíkur flokkur getlr ekkert annað en verið hemill, fjötur um fót hins leitandi umbótaanda I landinu. Hvort sem Framsóknarmenn verða í meirihluta eða minni- hluta, þá verður stefna þeirra beint áframhald af því sem er undangengið. Fyrst er að vinna móti skuldafarganinu, hætta að taka eyðslulán eins og enska lán M. Guðm. eða 9 milj. Jóns Þorl. í vetur. Ef landið heldur áfram að taka slík lán er frelsi þess glatað. Þjóðin verður þá fjár- hagsleg undirlægja annara þjóða. M. Guðm. og Jón Þorl. hafa tek- ið stærri, verri og meiri lán upp á samábyrgð allra Islendinga Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.