Tíminn - 04.06.1927, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1927, Blaðsíða 2
TlMJNN Frá útlöndum. Chamberlain utariríkisráðherra Breta hefir lýst því yfir að hann vilji láta hefja rannsókn út af þvi að tiltekinn enskur togari muni saklaus hafa verið sektað- ur fyrir landhelgisbrot við Vest- manneyjar í fyrra mánuði. — Utanríkisráðherra Rússa stefnir sendiheri’um landsins í Evrópu vestanverðri á fund í Berlín næstu daga. Búast menn við að það sé út af deilu Rússa við Breta. — Sjálfstæðismenn í Egipta- landi una illa yfirumsjón Breta með málefnum landsins. Hafa þeir nýlega heimtað að innlend- um mörmum yrði falin yfirráð hersins. Ensk blöð óttast hina vaxandi þjóðemishreyfingu í E- giptalandi, og telja hættulegt, að sleppa yfirráðum hersins í hendur innlendra manna. Bera því við að þá geti völd þeirra yfir Sues-skurðinum verið í hættu. — Frá Kína berast þær fregn- ir að Bretar og Japanar sendi her saman inn í landið til að vama framgangi sjálfstæðis- manna. Ætla þessar tvær stór- þjóðir þannig að gera bandalag með sér til að verja yfirgangs- hlunnindi þau er áður voru feng- in í landinu. — Englendingar hafa falið Norðmönnum að gæta hagsmuna sinna í Rússlandi, meðan slitið er stjómmálasambandi ríkjanna. Hins vegar fara Þjóðverjar með umboð Rússa í Englandi. ■ 'O" ■■ Frétttr Sama veðurblíðan um alt land. óvenjuleg árgæska til lands og sjávar. Tryggvi Þórhallsson ritstjóri heldur nú framboðsfundi á Ströndum. Bjöm símstjóri mætir ekki þrátt fyrir áskomn. Hins vegar er talið að Jón Þorl. ætli að fara norður á Strandir og hjálpa Birni til að deyja. Verður þessi framkoma varla misskilin. Hefir slíkur kjarkleysingi ekki áð- ur verið boðinn fram til þings sem ekki þorir að mæta andstæð- ingi sínum á leikvelli, enda hefir maður þessi á tsafirði lengi verið hafður að orðtaki fyrir greindar- leysi og vöntun á þekkingu. Dómur reynslunnar. Forganga Framsóknarflokks- ins í umbótamálum á síðasta kjörtímabili. 1. Fjármál. Á kjörtímabilinu 1919—23 höfðu Jón M. og M. G. markað stjórnarleiðina. Rík- ið var komið í botnlausar skuldir, Deilur nokkrar hafa staðið um skáldskap Kristínax' Sigfús- dóttui’. Var tilefnið að í dönsku biaði,, einu hina stærsta, voru enduiprentuð þau orð úr grein eftir J. J., að Kristín væri Selma Lagerlöf Islendinga, þ. e. mesti skáldsagnahöfundur af ísl. kon- um. Sveinstaula sem vinnur við Mbl. varð hverft við að sjá frægð skáldkonunnar bergmálaða í stórblaði. Hafði ritdómari þessi áður sýnt sig í því að stæla Ein- ar Benediktsson og ýms önnur góð skáld og hlotið jafnar virð- ingar af þvi eins og eymastórt dýr, sem íklæddist ljónshúð til að láta alla halda að þai- færi kon- ungur dýranna. Hefir þessi gjald- þrotamaðui- í skáldlegum efnum farið með staðlaus hrópyrði um skáldskap Kristínar, en ýmsir ritað á móti, og sem vænta mátti hallast á hinn öfundsjúka rit- dómara. Iiins vegar fer hróður Kristínar vaxandi meðal ment- aðra manna. Hefir nýlega birst um hana lofsamleg grein í heims- blaðinu Times. Stjórn Listvinafélagsins hefir sent út greinargerð þar sem gert er grein fyrir því að sökum ó- samrýmanlegra skoðana hjá lista- mönnum um það, hversu slík sýn- ing skuh vera, muni stjómin láta hinar árlegu listsýningar niður falla. Var nokkur óánægja út af því að sumir listamenn vildu enga dómnefnd hafa, og aðrir vildu ekki sýna, ef dómnefnd lokaði ekki fyrir viðvaningum. Er mikið miður að svo skyldi fara, því að félagið gat gert mik- ið gagn. Hestamannafélagið Fákur hef- ir áður látið gera góðan reiðveg frá Reykjavík og upp fyrir Bald- urshaga. Nú lætur það gera veg kringum Elliðavatn og er þetta mikil framför fyrir hestaeigend- ur í bænum. Þvílíkir reiðvegir þyrftu að koma meðfram öllum akvegum í landinu. Leiðarþing héldu þingmeim Ár- nesinga við ölfusárbrú síðastlið- inn sunnudag. Veður var hið besta. Guðm. hreppstjóri í Sand- vík og Kristinn á Þórustöðum voru fundarstjórar. Þar töluðu fimm væntanlegir frambjóðendur í sýslunni í þessari röð: Magnús Torfason og Jörundur Brynjólfs- son, Einar Amórsson prófessor og Valdemar bóndi í Ölvesholti. Þessir tveir síðasttöldu eru fyrir íhaldsmenn. Af hálfu verka- manna lýsti Ingimar prestur á Mosfelli framboði. Af innanhér- aðs manna hálfu töluðu (fyrir báru Framsóknarmenn fram frv. um bann gegn innflutningi óhófs- vöru. Þannig átti að draga úr þjóðareyðslunni. Vegna kaupm.- stéttarinnar eyddi íhaldið þessu máli, enda hafa skuldimar út á við aukist úr hófi fram, og hrun sýnist blasa við framundan, Framsóknarmenn börðust fyrir að halda tóbakseinkasölunni, sem var farin að gefa 450 þús. í stað 200 Kvennaskólínn í Reykjavík. Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skólans sem fyrst eiginhandar umsóknir í umboði foreldra eða forráðamanns. í umsókn- inni skal tekið fram fult nafn, aldur og heimilisfang umsækjanda og foreldra. Umsóknuu nýrra námsmeyja fylgi bóluvottorð ásamt kunn- áttuvottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Stúlkur þær, er ætla að sækja um heimavist í skólanum, tilkynni það um leið og þær sækja um skólann. Upptökuskilyrði í 1. bekk eru þessi: 1. að umsækjandi sé fullra 14 ára og tiafi góða kunnáttu í þeim greinum, sem heimtaðar eru samsvæmt lögum 22. nóvember 1907 um fræðslu barna til fullnaðar- prófs. 2. að umsækjandi sé ekki haldinn af neinurn næmum kvilla og 3. að siðferði umsækjanda sé óspilt. Skólaárið byrjar 1. október n. k. Inntökupróf fyrir nýjar nám s meyjar fer fram 3.—4. okt. Kenslan í húsmæðradeild skólans hefst 1. október. Námsskeið- in verða tvö: hið fyrra frá 1. okt. febrúarloka 1928, en híð síðara frá 1. marts til júníloka. Umsóknir sendist sem fyrst. Stúlkur þær, sem voru í skólanum sl. vetur og ætla að halda áfram námi þar, þurfa nauðsynlega að gefa sig fram sem fyrst, vegna hinna mörgu umsókna, sem skólanum hafa þegar borist. Umsóknarfrestur er til júlíloka, og verður öllum umsóknum svarað með pósti í ágúst, eða fyr, sé þess sérstaklega óskað. Reykjavík, 31. maí 1927. Ingibjörg H. Bjarnason. enska lanið tekið og mörg önnur eyðslulán, Miljónahalli var á hverjum fjárlögum. Þá birti Tím- inn gagngerða „kritik“ á óstand- inu („fjáraukalögin miklu“) og fjármálaráðherra Framsóknar hélt áfram sömu stefnu í verki, neitaði að framkvæma tekjuhalla- framkvæmdir með lánum. Upp frá þessum aðgerðum spretta úrræði þingsins 1924. Það samþykkiv gengisauka Kl. J. og verðtoll Möll- ers. Þessir tveir tollar hafa borg- að það sem greitt er af gamla hallanum frá sukktíma fjárauka- laganna. Jón Þorl. hafði sagt á þingi að stjóm S. Egg. verðskuld- aði ekki tekjuhallalaus fjárlög. Andstæðingar núverandi stjómar hafa í þess stað skapað tekjuauk- ann, og björguðu auk þess 600 þús. úr Reykjavík árið 1925, sem J. Þorl. ætláði beint að kasta úr ríkissjóði. 2. Verslunarmál. Á þingi 1924 þús. sem M. G. áætlaði. Sömu átök voru um steinolíuna. Fram- sókn hefir þar bjargað mótor- bátaútveginum frá hörmungum þeim er hann bjó við með olíu- kaupin, áður en landsverslun kom til sögunnar. Landsverslun í frjálsri samkepni undir stjóm M. Kr. heldur en nú 90% af olíuversl- uninni, þrátt fyrir alla þá óvild og rangsleitni, sem margir í- haldsmenn hafa sýnt þessu bjargræði. — Merkilegasta fyrir- brigðið er þó það, að samkepnis- menn hafa á þessu kjörtímabili neyðst til að afneita trú sinni bæði um síldar- og fiskverslun og byrja af veikum mætti að líkja eftir samvinnufélagsskap bænda. Er þar átt við síldarsamlagið, sem Framsókn bjargaði fyrir Líndal og Ólaf Thórs, og fisk- sölufélag Kveldúlfs. Með þessu hafa andstæðingar Framsóknar sýnt að þeir vierða líka að taka kl. 9) Eiríkur Einarsson útibús- stjóri og Ingólfur Þorsteinsson frá Langholti, en af Reykvíking- um, þingmennimir Jón Baldvins- son, Magnús Guðmundsson og Jónas n'á Hriflu. Ræðu Ingólfs Þorsteinssonar var fagnað með lófataki. Þykir sennilegt að hann muni síðar fá gott hljóð hjá Ár- nesingum, eins og Sigurður ráðu- nautur föðurbróðir hans fékk framan af æfi. Ingólfur er ein- dreginn Framsóknarmaður. Minst þótti kveða að ræðum og frammi- stöðu Einars og Valdemars, og var sá geigur í íhaldinu eftir þennan fund, að Mbl. hefir ekki á hann minst. Er talið að þeir séu mjög jafnfærir til víga frambjóð- bjóðendur íhaldsins austan og vestan Þjórsár, þeir Skúli á Mó- eiðarhvoli og Valdemar. Kunnug- ir telja að Valdemar hafi ekki hlotið nema eitt trúnaðarstarf hjá sveitungum sínum, og það óvenjulega ábyrgðarlítið. Með Lyra kom frá Noregi Bjöm Jakobsson fimleikakennari og leikfimisflokkar hans. Hafa þeir farið um Noreg sunnanverð- an til Osló og til Gautaborgar. Hef ir flokkur kvennanna getið sér ó- venjulegan hróður. Létu hinir færustu íþróttamenn þá skoðun í ljósi að sá flokkur myndi nú fremstur allra slíkra flokka á Norðurlöndum. ----o---- stefnu Framsóknar í verslunar- málum sér til fyrirmyndar. 3. Búnaðarmál. Þar hefir mikið áunnist fyrir forgöngu Fram- sóknarmanna. Á þingi 1924 kom Tr. Þ. með frv. um Búnaðarlánar- deildina. Það var fyrsti vísir til einskonar bændabanka. Jón Þ. beitti ofbeldi gagnvart lögunum. Á fyrri hluta vetrar 1925 skor- uðu bændur í nálega öllum kjör- dæmum á þingið að knýja stjóm- ina til að hætta mótstöðunni. Þá fékk Tr. Þ. skipaða 3. manna nefnd í búnaðarfélaginu til að gera tillögur um stærri bænda- banka. Þær tillögur voru í aðal- atriðum samþyktar á þingi 1925. Var þar spor stigið áfram, en þó þarf meira fé og betri kjör og bíður það næsta kjörtímabils, ef verulega tekst að lama íhald- ið. Þá hefir Tr. Þ. í þrjú þing flutt frv. um að flytja erlendan áburð bændum kostnaðarlaust á aðalhafnir. thaldið hefir í öll skiftin eytt málinu. 1 fyrra féll það með jöfnu í Ed. — Láta í- haldsmenn þar hagsmuni Fengers og Mbl. leiða sig á glapstigu. Stærsti sigur kjörtímabilsins er kæliskips- og kælihúsmálið. Sam- bandið hafði gert tilraunir um að flytja kælt kjöt til Englands síðan 1922. Tíminn barðist árum saman fyrir byggingu kæliskips. Búnaðarbálkur. Að rækta rnelana. Fyrir löngu hafa búfræðing- arnir sýnt fram á að mýrarjörð- in hér á landi er víða frægasta túnstæði, með framræslu og slétt- un. Kring um Reykjavík er nú búið að fullrækta mikið af mýr- lendi, einkum síðan þúfnabaninn kom til sögunnar. En upp úr túnunum rísa í nánd við höfuð- staðinn berir og blásnir melar meir eða minna grýttir. Jens Eyjólfsson trésmíðameist- ari í Reykjavík heldur því fram að melana megi engu síður gera að túnum, heldur en mýrlendið. Hefir hann gert merkilega til- raun við Rauðavatn, 10 km. austan við Reykjavík. Jens keypti allmikið af beitilandi, girti það, og sérstaklega 10 dagslátt- ur á hæsta melnum. Síðan lét hann ryðja af melnum öllu grjóti, smáu og stóru, bar síðan vel á landið bæði húsdýra- og tilbúinn áburð, sáði í fyrra höfrum í sumt en grasfræi annarsstaðar. Spratt allvel og nú er blettur þessi al- grænn mitt í eyðimörkinni. Mest er þörf á húsdýraáburði til að auká jarðvegsmyndunina, enda hefir Jens látið flytja þangað mikið með æmum kostnaði. Má vænta hins besta um að honum takist að sanna að melamir séu líka túnstæði. Vel fer á því að Á þingi 1924 fékk Tr. Þ. til vegar komið að milliþinganefnd var skipuð í málið. Fulltniar kaup- manna og stónútgerðar töldu málið ótímabært og héldu að sér höndum. Tr. Þ. og Jón Ámason þaulrannsökuðu málið, mæltu með að flytja kjötið aðallega fryst og byggja smátt og smátt íshús við útflutningshafnir. Síð- an að byggja kæliskip með at- beina landssjóðs, en nota það jafnframt til almennra siglinga. Hvorttveggja er komið í fram- kvæmd. Hannes Jónsson kaup- stjóri á Hvammstanga beitti sér fyrir fyrstu kælihússstofnun- inni. Tr. Þ. og J. Á. settu hvor upp 500 kr. fyrir starfa sinn. Ef landið fengi oft slíka vinnu fyrir jafnlítið fé myndi hagur þess annar en nú er. Eitt stórmálið, sem Fram- sókn hefir beitt sér fyrir síðustu 3 þing, er byggingar- og land- námssjóður. Jón Þorl. hefir frá upphafi og til þessa dags beitt sér á móti með seigri, sljórri þrjósku. Tilgangurinn er sá að láta landnám gerast smátt og smátt í öllum sveitum landsins, láta heimilin fijölga eins og fólk- ið. Láta sem flestar fjölskyldur geta lifað af ræktun frjálsu, ó- háðu lífi, í hollum húsakynnum. Hugmyndinni hefir nú aukist svo þessi tilraun er gerð við fjölfam- asta þjóðveg á íslandi. Géta því margir séð með eigin augum hvernig farið er að því á tslandi, „að klæða melinn“. ----o----- Síðastliðið vor voru liðin 40 ár frá því samvinna hófst í Eyja- firði, og 20 ár frá því að Hall- grímur Kristinsson gerbreytti fé- laginu í nútímahorf og gerði það að einu stærsta og sterkasta verslunarfyrirtæki, sem nú er til hér á landi. Stjóm kaupfélags Eyfirðinga ákvað þá að igera minningarrit um starf og þróun félagsins, og fól Jónasi Þorbergs- syni ritstjóra að gera ritið. Hef- ir þess áður verið minst hér í blaðinu. En þetta minningarrit virðist ætla að verða mjór vísir til ann- ars miklu meira. Alstaðar þar sem ritið kom vakti það eftirtekt og umhugsun. Samvinnumenn víðsvegar um land vöknuðu til umhugsunar um það að hver sveit og hvert hérað hefir sína sögu að segja. Samvinnuhreyf- ingin hefir víða komið við, þó að hægt hafi farið. Hví ekki skrifa minningarsögu allra fé- laga, þ. e. sögu samvinnunnar á Islandi. Á fundi í vetur tók stjórn S. í. S. málið til meðferðar og eins og skýrsla aðalfundar ber með sér, hefir stjómin ákveðið að láta hefjast handa og fela manni að safna drögum og heimildum til almennrar samvinnusögu um land alt. Starfið er falið þeim manni, sem hafði leyst samskon- ar verk svo vel af hendi fyrir Eyfirðinga, Jónasi Þorbergssyni ritstjóra. Og svo skemtilega vill til að „Minningarsjóður Hall- gríms Kristinssonar“ lætur það vera sitt fyrsta verk, að hrinda þessu merkilega máli af stað. Hlutverk þess manns er safn- ar þessum drögum hlýtur að verða það, að standa í bréfa- skriftum við fjölda manna út um alt land. Síðan að ferðast um landið, hitta marga menn að máli og rita frásagnir þeirra, afrita fundarbækur, reikninga og fjöl- mörg skjöl. Eitt sem eftir rek- ur með framkvæmdir í þessu efni, er það, að margir af braut- ryðjendum félagsskaparins eru nú gamlir menn, og týna tölunni með ári hverju. Því lengur sem fylgi, að íhaldsmenn þora ekki annað en slaka á klónni, og yfir- gefa hina illviljuðu mótstöðu for- manns síns. En hitt er öllum ljóst, sem þekkja gang málsins, að það nær ekki fram að ganga í nokkurri viðunanlegri mynd nema íhaldið sé í minni hluta í báðum deildum. 4. Samgöngumál. Fyrir atbeina Framsóknar var Esjan bygð til strandferða sem gott mannflutn- ingaskip. Jón Þorl. vildi að strandferðaskipið væri fyrst og fremst vörudallur, og almenning- ur fluttur í lest. En strandferða- skipin þurfa að vera tvö. Sveinn í Firði hefir einkum barist fyrir þessu kjörtímabilinu, og allir stjómarandstæðingar fylgt leið- sögn hans, en allir íhaldsmenn á möti. t vetur svæfði íhaldið málið í Ed., enda hafði þar öruggan meirihl. Fyrir Framsóknarmönn- um vakir sú hugsjón,að geta tekið strandferðimar úr höndum út- lendinga eins og allar siðaðar þjóðir gera. Þeir vilja að Esjan fari 3 ferðir á mánuði um vor og sumartímann, fari fyrst og fremst með fólk, póst og búpen- ing, og vömr eftir því sem við verður komið. Póstar fluttir um undirlendin frá aðalhöfnum. Reynt að ná í hverri ferð til alls þorrans af færum höfnum. Esjan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.