Tíminn - 16.06.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.06.1928, Blaðsíða 2
106 TlMINN ^pmtrm kemnr út elnn sinnl í vikn, á lang- ardðgnm, — og aukablfið fiðrn hverjn. Árgangurinn kostar kr. 10.00. GJald- dagi er i Júni. — Skilvislr áskrlf- endnr fá í kanpbsti smásfignsafn eftir frœga erlenda hfifnnda. við Sís á árinu öðrum en koluxn og salti um 42500,00. d. Til Vara- sjóðs 8500,00. e. Til Menningar- sjóðs 5100,00. f. Til næsta árs færist um 15345,28. Samtals kr. 91541,85“. 15. önnur mál. Arnór Árnason o g Sigurður Bjömsson á Veðramóti báru fram svohljóðandi tillögu: „Fundurirm skorar á ríkis- stjóm og Alþingi að samþykkja í aðalatriðum á næsta Alþingi frumvarp það um atvinnureksti> arlán, sem fram var borið á síð- asta þingi“. Um tillögu þessa urðu nokkrar umræður og tóku ýmsir til máls. Var að lokum samþykt svohljóð- andi rökstudd dagskrá með at- kvæðum alls þorra fundarmanna gegn einu: Með því að ríkisstjóm- in hefir þegar lýst því yfir, að hún muni leggja fyrir næsta þing frumvarp um landbúnaðar- banka og með því að fundurinn telur það hagfeldari lausn á láns- fjárþörf bænda heldur en hug- mynd þá um atvinnurekstrarlán, sem fram kom á síðasta Alþingi, þá samþykkir hann að taka fyrir næsta mál á dagskrá“. 16. Skýrsla ferðakostnaðar- nefndar. Ferðakostnaðaraefnd lagði fram skrá yfir ferðakostnað og fæðispeninga fulltrúanna á aðal- fund. Var skráin lesin upp og samþykt í einu hljóði. Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð ,lesin upp og sam- þykt. Sagði svo fundarstjóri fundi slitið og óskaði fundarmönnum góðrar heimferðar. Fundarmenn þökkuðu fundar- stjóra röggsamlega fundarstjóm með lófataki. Sigurður S. Bjarklind. Jónas B. Bjamason. Stefán Jónssoru Á víðavangí. Sigurður Eggerz og Danir. Sigurður Eggerz hefir nokkr- um sinnum í einskonar prentuðu bréfi, sem hann nú um stund hefir dreift út meðal kunningja sinna á stöku stað á landinu, flutt hverja staðleysuna eftir aðra um varðskipið danska, sem vinnur að landhelgisgæslu hér við land. Dylgjar hann um, að starf varðskipsins sé lítils virði. En veit S. E., að þann tímann, sem veður voru verst á vertíðinni í vetur var „Fylla“ dag og nótt á ferli við Reykjanes, Snæfellsnes og Vestfjörðu og tókst að halda lög- brjótum frá landhelginni? Er hon- um kunnugt um að í fyrra sumar vann varðskipið heilan mánuð við sprengingar í þágu íslenskra sigl- inga norður við Siglufjörð? S. E. í veit líka, að milll íslensku varð- J skipanna og hins danska hefir : jafnan verið gott samkomulag um j skiftingu landhelgisgæslunnar, og j foringjar dönsku skipanna gera ! ; aldrei neina tilraun til að halla j á hina íslensku samstarfsmenn i sína. Telur hann sæmilegt að ráð- | j ast með dylgjum og óréttmætum j : getsökum á hlutlausa starfsmenn ; erlenda, sem vinna gott verk fyrir íslensku þjóðina?Hafi hann á ann- j að borð nent að kynna sér árang- ur landhelgisgæslunnar, ætti hann að vita, að fyrir utan alt annað : gagn, sem varðskip Dana hafa unnið hér við land, hafa þau á tveim árum aflað sektarfjár, sem nærri nemur kaupverði óðins. — Væri S. E. og sæmra að gæta betur samræmis í gerðum sínum. Einu sinni til tvisvar á ári kemur hann sem hálfgerður ölmusumað- ur til Danmerkur til að biðja griða og líknar banka þeim, er hann skipaði sjálfan sig til að stjóma. Þá gengur S. E. fyrir kné hverjum valdamanni í Khöfn, sem hann vonast eftir að geti hjálpað til að fá framlengingu á skuldum bankans. En jafnskjótt og hann er kominn svo langt frá fjármálamönnunum dönsku, að honum þykir óhætt að rétta úr bakinu, byrjar hann að skrifa nafnlausar skammagreinar um Dani þá, sem vinna endurgjalds- laust í þarfir „þessaxar þjóðar“. A. Bfll tvífari! Ný tegund dularfullra fyrir- brigða virðist nýlega hafa átt sér stað. Morgunblaðið skýrir frá því að stjómarbíllinn hafi sést standa við hús það hér í bænum, þar sem háð var þing jafnaðarmanna, á sama tíma sem hann var aust- ur í Árnessýslu með skrifstofu- stjórann úr atvinnumálaráðuneyt- inu íslenska og deildarforstjóra úr utanríkisráðuneytinu danska, sem hér er á ferð. Skeð gæti þó að einhverjir hölluðust fremur að þeirri skýringu, að ritstjórunum „væri ekki sjálfrátt" um allan söguburð. Og þótt vitanlegt sé að það hendi suma menn að sjá flug- ur, þá vita menn engin dæmi þess, að menn hafi af sömu orsökum séð bíla. .. Fra utiöMum. — Verkfall er hafið meðal hafnar- verkamanna í Finnlandi. Taka 12 þús. verkamanna þátt í því. — Jarðskjálftarnir í Búlgaríu í vor haía valdið íeikna tjóni. Borgin Pliilippopolis, sem hafði 100 þús. íbúa, er gere.yðilögð. Tvær aðrar stórar borgir eru að mestu leyti í rústum. 80 þús. heimilislausra manna eru nú í landinu. Er þjóðin mjög illa stödd, því að landið hefir verið hrjáð af stöðugum ófriði að heita má síðan Balkanstríðið hófst 1912. þar við bæt- ist, að fjöldi erlendra flóttamanna hefir leitað þar hælis t. d. um 30 þús. Rússa, og fjöldi Armeninga, er flúðu ofsóknir Tyrkja. Hefir rikið mikil þyngsli af þessu fólki. Fjársöfnun er víða hafin meðal erlendra þjóöa, til þess að draga úr hinum hörmulegu afleiðingum jarðskjálftanna. — Enskar konur hafa skipað nefnd- ir, sem vinna aö því að útvega ung- um stúlkum sjálfstæða atvinnu. þyk- ir það vera í samræmi við hin póli- tísku réttindi, er konur hafa nýlega öðiast i Englandi, að þær taki þátt í sem flestum störftun innan þjóðfé- lagsins. En ýmsar merkilegar hindr- anir kona i ljós, þegar konumar ætla að fara að seilast inn á verk- svið karlamannanna. Stúlka sótti t. d. fyrir nokkm um stööu á skrifstofu, þar sem unnið var að því að gera uppdætti að húsum. Hún reyndist ágætlega íær til starfans. En forstjór- inn lýsti því hreinskilnislega yfir, að hún væri altoí falleg til þess aö til mála kæmi aítoeita henni atvinnuna, því aö nærvera heimar mundi leiða athygli starísmannanna frá vinnunni. — Fegurðin íer að veröa nokkuð vafa- söm guðs gjöf íyrir enskar konurl — Maður er nefndur Mr. Pyle, og á heima i Bandarikjunum, auðmað- ur mikill. Hann stofnaði í vor til kappgöngu yfir þvera Ameríku, írá Los Angelos til New York. Hófst það 4. mars og voru þátttakendur um 200, ýmsra þjóða. Auövitað tekur förin óratíma, og ræður hver göngumaður sinum háttum og hvíldarstöðum. All- margir heltust fijótlega úr lestinni, urðu sárfættir eða kvefaðir eins og geta má nærri, og um miðjan mai voru aðeins 73 eftir. Er úrslitanna biðið með eftirvæntingu, enda eru þau mjög óviss, því að ýmsir þeirra er fremstir voru í upphafi ferðar, eru nú fallnir i valinn. — Samkvæmt enskum lögum er eiginmönnum heimilt að ráðstafa eignum sínum eftir vild, að sér iátn- um. Ber þeim engin skylda til aö ætla konum eða bömum nokkurn hluta þeirra. Hafi maðurinn aftur á móti enga arfleiðsluskrá gert, ber konu og bömum arfur eftir hann. Eru þess dæmi, að auðugir menn hafi neytt þessa frelsis um arfskipun og með þvi hmndið ekkjum sinum og bömum á vonarvöl. í flestum öðmm löndum, ber konu og börnum látins mann lífsviðurværi af eignum hans, og em Englendingar nú að undirbúa bre.ytingu á hinum gömlu ákvæðum. — Ástralskur flugmaður, Smith að nafni, hefir flogið frá Hawaieyjum til Fijdieyja á 34 klukkustundum. Hefir aldrei áður verið flogið svo langa ieið yfir haf. Hvorartveggja eyjarnar eru í Kyrrahafinu. Sprengikúia sprakk undir vagni Chang Tso-lins, foringja Norðurhers- ins kínverska á leið sinni frá Peking til Mukden í Mansjúríu. Chang Tso- lin særðist lítils háttar, en margir förunautar hans alvarlega. Sagt er, að þrjátíu Norðurhermenn hafi biðið bana, er sprengingin varð. Kínverskir Mukdenbúar eru mjög æstir í garð Japana, þvi að þeir halda að þeir séu valdir að sprengingunni. Japanar reyna að sefa æsingamar. Til þess að vera til öllu búnir hafa þeir sett gaddavírsgirðingar kringum japanska hverfið í Mukden. Herstjórn Japana segir, að kínverskir þjóðemissinnar hafi varpað sprengikúlunni. Nokkrir þjóðemissinnar hafa veriö skotnir. — Stjómin í Ítalíu hefir krafist skaðabóta af Jugoslöfum fyrir rán og skemdir í ítölskum búðum í Dalma- tíu. Heimtar hún ennfremur, að em- bættismönnum, sem beri ábyrgð á óspektunum, verði refsað. Stjórnin í Jugoslafíu hefir orðið við kröfunum. — Öiium fulltiða mönrtum mun í fersku minni, er enska farþegaskipið Titanic fórst í Atlantshafi árið 1913. Titanic var þá stærsta skip heimsins, nýbygt og búið hverskonar þægind- um og öryggistækjum. það rakst á hafísjaka og sökk með 1500 manna. Síðan er haft stöðugt eftirlit með ís- reki á skipaleiðum í Atlantshafinu. 2 amerísk skip hafa þann starfa með höndum. Fylgja þau ísjökunum eftir og vara önnur skip við þeim. En jakar þessir eru engin amáamlði, því að oft ná þeir mörg hundruð metra upp úr yfirborði sævar og er þó mest- ur hluti þeirra niðri i sjónum. Starf varðskipanna hefir borið þann árangur, að um margra ára skeið liafa ekki orðið nein slys að ráði, af völdum hafiss í Atlantshafinu. — En þeir, sem leggja leið sina yfir djúpið eru en» minnugir hins skelfilega at- burðar. Og árlega fer fram sorgar- athöfn á staðnum, þar sem Tltanic hvarf i hafið. — Látinn er nýlega Thöger Larsen í Limvík á Jótlandi, eitt hið besta ljóðskáld Dana á seinni tímum og frœðimaður mikillö Hin síðustu ár fékst hann mikið við rannsóknir á Eddukvæðunum og mun bráðlega koma út þriðja og siðasta bindið og þýðingu lians og skýringum við Sæ- mundar-Eddu. Hann varð rúmlega fimtugur að aldri. — Bændafundur mikill var nýlega haldinn í Prag í Tékkó-Slóvakíu. Sóttu hann bændur úr flestum lönd- um Mið-Evrópu. Hefir forsætisráð- herrann í Tékkó-Slóvakiu gengist fyr- ir því, að koma á sambandi og sam- starfi meðal bænda í ýmsum löndum álfunnar, svipuðum þeim félagsskap, er verkamenn viðsvegar um heim hufa með sér. Er ætlast til að bœnda- sambandið starfi i samvinnu við póli- tíska flokka bænda í einstökum lönd- um. Nú sem stendur er aðalstefna sambandsins sú að vinna gegn stór- eignafyrirkomulaginu í Mið-Evrópu, en efla jafnframt landbúnaðinn i álf- unni. — Alþjóðasamtök þessi hafa verið nefnd „græna bandalagið", og er Tékkó-Slóvakía miðstöð þeirra. — Jugóslavar eru nú í þann veg- inn að taka 50 milj. sterl. punda lán i London. — Samband bresku samvinnufélag- anna hefir nýlega ákveðið að setja á stofn smásölu á ýmsum stöðum f landinu, þar sem ekki eru kaupfé- lög. Er gert ráð fyrir, að samvinnu- heildsalan sjálf, reki hana fyrstu ár- in, en smámsaman myndist félags- skapur i nágrenni við útsölumar, og taki þær í sínar hendur. — Vex ðam- vinnustefnunni nú stöðugt íylgi í Bretlandi, og samstarfið milli ein- stakra félaga eykst meö ári hverju. — Alþjóðasamband námumanna vinnur nú að þvi að koma á sam- tökum og samstarfi i námurekstri viðsvegar um heim í því skyni að greiða fyrir nýjum vinnuaðferðum og koma skipulagi á kolamarkaðinn. Kolanámureksturinn einkum i Eng- landi, á nú örðugt uppdráttar og veldur bæði úrelt fyrirkomulag og samkepnin milli kolanna og olíunn- ar. Hefir því verið hreyft í enskum blöðum, að þjóðabandalagið ætti að taka kolamálið til meðferðar. — Galdra-Lottur hefir verið leikinn á ísafirði i ver, undir stjóm Haralds Bjömssonar. Heítir og kaldr héraðsskólar Um nokkur undanfarin ár hefir staðið þrálát barátta um héraðs- skólana í landinu. Framfaramenn- imir hafa beitt sér fyrir að koma á fót góðum ungmennaskólum víða um land, þar sem skilyrði em best, og að fá til starfa við þessar stofnanir úrvalsmenn að gáfum, mentun og áhuga. Kyr- stöðumennimir hafa staðið á móti þessum skólastofnunum, og að því er virðist helst óskað að steinrunnir miðlungsmexm hefðu með höndum uppeldisstarfið við þá skóla, sem ekki yrði komist hjá að stofna og starfrækja. Baráttan milli þessara aðila, umbóta og afturhaldsmanna landsins í uppeldismálum landsins hefir verið löng og hörð. Og henni hefir nálega ætíð lyktað með hægfara undanhaldi kyr- stöðustefnunnar. En til að gera aðstöðu alla ljósari, skulu hér rakin nokkur aðalatriði málsins. Elstur af hinum góðu héraðs- skólum landsins þeirra er nú starfa, er skólinn á Núpi í Dýra- firði. Gengi sitt á hann að lang- mestu leyti að þakka fómfýsi og ágætum kennarahæfileikum stofn- andans sr. Sigtryggs Guðlaugs- sonar og samstarfsmanns hans Björas kennara Guðmundssonar. Nemendur frá Núpi bera flestir með sér einkenni góðrar og far- sællar skólagöngu. Að áliti manna sem best eru færir að dæma um þá hluti, er andlegt ættarmót með öllum þorra þeirra manna er þar hafa numið, og mun það tæp- lega verða sagt um nokkurn ann- an skóla landsins. Núpsskólinn liggur í miðjum Dýrafirði, hinni blómlegustu sveit, og vel settri á Vesturlandi. Þrátt fyrir einróma lofsamlegt álit manna er til þekkja um skólann og áhrif hans, er haxm þó ekki nærri ætíð fullskipaður. Háværar raddir hafa komið fram víða um að það yrði að flytja skólann á góða hverajörð, t. d. innarlega að Isafj.djúpi. Menn vita að hvera hitinn, og það íþróttalíf, sem fylg- ir þeirri aðstöðu er jarðhitinn veitir ungmennaskólunum, myndi gera Núpsskólann exmþá stærri og fjölsóttari en nú. Sennilegt er að Núpsskólixm verði ekki fluttur, meðal aimars af virðingu fyrir starfi þeirra maxma, er skapað hafa skólaxm. En um það er alls ekki deiit, að vöntun jarðhita er mesta mein skólans þar sem hann er nú. Þingeyingar höfðu lengi verið bókhneigðir mexm, en enginn skóli verið í héraðinu. Um og eft- ir styrjöldina miklu kom upp mikil hreyfing að stofna héraðs- skóla í Reykjadal eða Aðaldal. Gjöfum og vinnuloforðum var safnað. Alþingi 1923 veitti til skólans liðug 30 þús. kr. — En baráttulaust gekk það ekki. For- ingi kyrstöðumanna í þinginu, Jón Magnússon, gerði alt sem hann gat til að spilla fyrir mál- inu og nálegá allir samherjar hans nema Ingibjörg H. Bjarna- son. Jón Magnússon hélt langa og þrautundirbúna ræðu um að landið gæti ekki risið undir þeim kostnaði að reisa og viðhalda héraðsskólum. Heima fyrir 1 Þingeyjarsýslu fór hinu sama fram. Kyrstöðumenn gerðu sitt ítrasta til að eyða málinu. Fá- tækir bamamenn, sem allra mesta þörf höfðu slíkrar stofnunar, gengu í blindni fremstir í flokki mótgangsmanna héraðsskólanna. Mikil deila reis um það hvort reisa ætti skólann á gömlu, engja- ríku höfuðbóli eða reisa nýbýh fyrir skólann, þar sem hveraorku naut við. Niðurstaðan varð sú, að hverastaðurinn sigraði. Síðan var bygt vandað skólahús, hitað með hveravatni. Ári síðar lagði Alþingi, fyrir forgöngu framfara- mannanna, 6000 kr. í yfirbygða sundþró við Laugaskóla. Kyr- stöðumennimir risu enn á móti í þinginu en biðu ósigur. Laugin var bygð áföst skólahúsinu. 1 hana rennur heita vatnið úr mið- stöð hússins. Nálega hver nem- andi syndir í þessari yfirbygðu sundlaug daglega allan veturinn. Alt skólahúsið er dúnheitt dag og nótt, án þess að kynda eld, þó að allir gluggar séu opnir. Hitinn skapar fjör, starfsþrek og lífsgleði. Vitaskuld eru óvenju- lega góðir kennarar á Laugum og kenslusnið frumlegt. En gengi sitt á skólinn þó fyrst og fremst jarðhitanum að þakka. Hitinn dregur fólk að skólanum úr fjar- lægum landshlutum. Eiginlega er ekki rúm á Laugum nema fyrir 50—60 nemendur. En aðsóknin er gífurlega mikil. Seint í fyrravet- ur voru umsóknir fyrir næsta vetur 130. Þrem vikum síðar vom þær orðnar 150. Enginn annar skóli á landinu hefir þekt svo mikla aðsókn, í hlutfalli við stærð og húsrúm. Þingeyingar kunna að meta yf- irburði þessa skólaseturs. Nú í sumar bæta þeir nýrri álmu við héraðsskólabygginguna. Konur í sýslunni byggja um leið sérstakt hús nokkur fet frá aðalbygging- unni, fyrir gjafir úr héraði og framlög úr landssjóði. Þar verður húsmæðraskóli sýslunnar. Bjöm Jakobsson íþróttakennari í Rvík yfirgefur hina glæsilegustu stöðu fyrir fimleikamann, sem unt er að fá í höfuðstaðnum og flytur norður að Lajjgum til að stofna þar íþróttaskóla fyrir Norður- og Austurland. Allar þessar umbæt- ur, allur þessi vöxtur er beinlínis bundinn við jarðhitann á skóla- staðnum í Reykjadal. Væri jarð- hitinn tekinn burtu, myndi eftir fásóttur ungmennaskóli, í basli, með litlu fjöri og daufum fram- tíðarskilyrðum. Þingeyingar hafa skilið hve mikils virði jarðhitinn er. Þeir ætla að nota þessi skilyrði til fullnustu. Þeir byggja á Laugum höfuðvirki líkamlegrar, verklegrar og andlegrar menningar í sýsl- unni. Stofnun Laugaskólans er mesta afrek Þingeyinga síðan þeir hófu samvinnustefnuna hér á landi fyrir nálega hálfri öld. Austfirðingar höfðu lengi haft búnaðarskóla á Eiðum. Staðurinn lá vel við í héraðinu, en þar voru engin sérstök skilyrði önnur til að gera garðinn frægan. Jarðhiti var þar enginn, og ekki heldur skóg- ur. Búnaðarskólinn bjó árnrn sam- an við fremur daufa aðsókn. Þá var honum breytt í einskonar héraðsskóla. Aðsóknin varð meiri, en þó hvergi nærri lík og á Laug- um. Á þingi 1925 tekst Fram- sóknarmönnum að fá nálega 60 þús. kr. framlag úr landssjóði til að bæta húsakost skólans. AJlir andstæðíngar íhaldsins í neðri deild studdu málið, en allir íhalds- menn voru á móti nema einn, sem var þá þingmaður Norðmýlinga. Sennilega hefir honum verið jafn- lítið um það gefið að bæta hér- aðsskólann á Eiðum eins og sam- herjum hans. En óttinn við kjós- endur gaf honum í það sinn augu og sjón, sem flokksbræður hans vantaði. Fyrir samhug og ötula framgöngu Framsóknarmanna var Eiðamálinu bjargað. Nú em þar glæsilegar byggingar og vel ment- ir og dugandi kennarar. Þ6 hefir hið nýja hús hvergi nærri orðið fult síðastliðinn vetur. Landið eyðir þúsundum króna til að hita bygginguna. En skólinn er á köldum stað. Hinn innri aflgjafa vantar. Þess vegna streymir unga fólkið ekki jafn einhuga þangað eins og að Laugum. Mikill til- kostnaður þjóðfélagsins getur skapað á Eiðum góðan skóla. En þar vantar jafnan höfuðvaxtar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.