Tíminn - 23.07.1927, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1927, Blaðsíða 1
Reykjavík, 23. júlí 1927. ©íaíbfeti og afgreiðsluma&ur QTímans er Rannueig J? o r s t e i n sðó tiir, Sambanösfyúsinu, Srffjanif. XL ár. Kosningarnar. Þá eru komnar fréttir um úr- slit kosninganna í öllum kjör- dæmum landsins nema Suður- Þingeyjarsýslu. Kosnir hafa ver- ið: 1 Borgarfjarðarsýslu Pétur Ottesen 1. með 566 atkvæðum. Björn Þórðarson U. fékk 367 atkv. 1923 var Pétur Ottesen kosinn án atkvæðagreiðslu. í Vestur-Húnavatnssýslu var kosinn Hannes Jónsson F. með 315 atkv. Eggert Levy I. fékk 295 atkv. 1923 var Þórarinn Jónsson B. kosinn með 262 atkv., en Jakob Líndal F. fékk 235 atkv. í Eyjafjarðarsýslu eru kosnir Einar Árnason F. með 1031 atkv. og Bernhard Stefánsson F. með 1030 atkv. Steingrímur Jónsson 1. fékk 644, Sigurjón Jónsson I. 554, Steinþór Guðmundsson A. 206 og Halldór Friðjónsson A. 185 atkv. 1923 var Einar Árnason F. kosinn með 1093 atkv. og Bem- hard Stefánsson F. með 900 atkv. Stefán Stefánsson B. fjekk 895, Sigurður Hlíðar B. 682 og Stefán J. Stefánsson A. 304 atkv. I Norður-Þingeyjarsýslu er Benedikt Sveinsson F. kosinn með 433 atkv. Pétur Zophoniasson 1. fékk 62 atkv. 1923 var Ben. Sveinsson kos- inn án atkvæðagreiðslu. I S.-Múlas. voru kosnir Sveinn Ólafsson F. með 839 og Ingvar Pálmason F. með 817 atkvæðum. Jónas Guðmundsson A. fékk 416, Amfinnur Jónsson A. 274, Þor- steinn Stefánsson I. 325 og Sig- urður Amgrímsson í. 306 atkv. 1923 voru kosnir Sveinn ólafs- son með 893 atkv. og Ingvar Pálmason með 838 atkv. Magnús Gíslason B. fékk 610 og Sig. H. Kvaran 467 atkv. I Barðastrandarsýslu er Hákon Kristófersson I. kosinn með 340 atkv. Sigurður Einarsson F. fékk 289, Pétur Ólafsson S. 201 og Andrés Straumland A. 109 atkv. 1923 var Hákon kosinn með 331 atkv., en Andrés Straum- land A. fékk 148 atkv. Það má telja víst að Ingólfur Bjamason verði endurkosixm í Suður-Þingeyjarsýslu. Verður flokkaskipun þingsins því þannig, að Framsóknarmenn verða 19, Ihaldsmenn 16, Jafnaðarmenn 5, og svo einn utanflokkamaður og einn úr frjálslynda flokknum. Framsóknarflokkurinn verður því stærsti flokkur þingsins, en vantar samt 3 sæti til þess að hafa meirihluta í þinginu. Engu að síður mun hann þó verða að taka við stjóminni, því ekki er sjáanlegt að íhaldsmenn geti fengið nægilegan stuðning hjá þingmönnum utan flokksins, til þess að stjórnin geti setið. Heyrst hefir að stjómin muni ekki bíða reglulegs þings, heldur biðja um lausn bráðlega. Mun það yfirleitt siður í þingræðislöndum, að stjórnarskifti verði sem næst kosningum, þegar breytingar verða á þingmeirihluta. Ihaldsflokkurinn hefir tapað fimm þingsætum og margir af þingmönnum hans em nú kosnir með færri atkvæðum en 1923. Þjóðin hefir kveðið upp þungan dóm yfir pólitík Ihaldsins. Kosningamar voru yfirleitt vel sóttar og sumstaðar ágætlega. Það er auðséð, að hér sækir í sama horf, og hjá flestum ná- grannaþjóðum vomm, um að það er að verða nálega ókleift að kom- ast á þing utan stóru flokkanna — I flestum kjördæmum hef- ir flokkaskiftingin orðið enn skýrari en áður. Það eru aðeins örfá kjördæmi, eins og Rangár- vallasýsla, þar sem utanflokka- menn hafa haft teljandi fylgi. Kosningin í Eyjafirði sýnir einna best hve fast skipulag er komið á flokkana, einkum Framsóknar- flokkinn. Bráðlega verður skýrt nánar frá kosningaþátttökunni og at- kvæðámagni flokkanna í hlut- falli við síðustu kosningar. Hér skal aðeins minst á það, að kjós- endatala Ihaldsflokksins hefir lækkað að miklum mun, og Jafn- aðarmenn hafa utan Isafjarðar og Akureyrar, yfirleitt staðið í stað, og sumstaðar tapað fylgi. I sumum kjördæmum, einkum þar sem átti að kjósa tvo þing- menn, hefir fjöldi atkvæðaseðla orðið ógildur. I einu tveggja manna kjördæmi urðu til dæmis hátt á annað hundrað atkvæði ógild, flest af því að aðeins einn maður var kosinn. Þetta mun vera að kenna hinni tvöföldu kosninga- aðferð. Við landskjör og aðrar hlutbundnar kosningar er kosið með blýanti, þannig að kjósandi gerir kross við þann lista, er hann vill kjósa, en við almennar kjör- dæmakosningax er notaður stimp- ill, og verður að stimpla við nöfn- þeirra manna er kjósandi vill velja. Nú eru nýafstaðnar tvenn- ar landskosningar og lítur svo út, sem þetta hafi ruglað (marga kjósendur, svo þeir hafi haldið það væri nóg, að stimpla við eitt nafn, þó kjósa skyldi tvo þing- menn. Það er mesta ólán að hafa tvennskonar kosningaaðferð. — Ætti því að breyta þessu hið bráðasta og láta stimpilinn hverfa úr sögunni. Atkvæðatölur úr Skagafjarðar- sýslu, sem birtust í blöðunum voru ekki réttar. Atkvæðin féllu þannig, að Magnús Guðmundsson fékk 740, Jón Sigurðsson 687, Brynleifur Tobíasson 610 og Sig- urður Þórðarson 513 atkvæði. ----o---- Kjðtstríðið breska. I nýlega komnum enskum blöð- um (Manchester Guardian), er skýrt frá því, að hinu svokallaða „kjötstríði“, sem staðið hefir í meira en tvö ár, sé bráðum lok- ið. „Kjötstríð“ þetta hefir verið milli breskra og amerískra inn- flytjenda á kældu Argentínu nautakjöti og er talið að þau 8 félög, sem tekið hafa þátt í kapphlaupi þessu hafi tapað um 15.000.000 sterlingpundum, eða um 330 milj. króna, á þessum rúmlega tveimur árum. Ef af sætt verður, verður hún með þeim hætti, að umrædd átta félög skifta breska markaðnum milli sín eftir ákveðnum reglum. Þrjú stærstu félögin fá í sinn hlut 69% af innflutningnum, en fimm hin smærri aðeins 31% samtals. Sérfræðingar álíta að þetta samkomulag muni án efa hækka verð á innfluttu kældu nauta- kjöti í Bretlandi um 1—2 d. pr. lb. (20—40 au. pr. kg.). Nokkur vafi er talinn leika á því, hvort þetta muni hafa nokk- ur veruleg áhrif á verðlag kinda- kjöts í Bretlandi. þó ætti að mega gera ráð fyrir, að 10— 20% hækkun á einni kjöttegund sem mjög mikið er notuð, hljóti að hafa hækkandi áhrif á verð- lag annara kjöttegunda, sem seldar eru þar í landi. ----o---- Vonirnar bregðast. I Morgunblaðinu á fimtudaginn er grein sem heitir „Vonimar rætast“, og er alt í senn: harma- grátur yfir óförum íhaldsins við nýáfstaðnar kosningar og skamm- ir um Jónas Jónsson alþingismann og Samband ísl. samvinnufélaga. Vikapiltar íhaldsins eru fullir öf- undar og úlfúðar út af því, að húsbændur þeirra verði nú að láta af stjóm og allar trúnaðar- stöður þings og landsstjómar skuli ekki falla þeim í skaut. Fjandskapast þeir mest við Jónas Jónsson, sem eðlilegt er, því þeir vita að ófarir íhaldsins eru engum einum manni meira að kenna. Og þeim svíður það sárt, að flokksbræður Jónasar á þingi bera óbilandi traust tií hans og fela honum mestu trún- aðarstörf fyrir flokkinn utan þings og innan. J. J. er nú í utanför til að vera á fundi lögjafnaðarnefndarinnar. Er hann til þess kjörinn af Al- þingi íslendinga ásamt þeim Jóh. bæjarfógeta, Jóni Baldvinssyni og Einari Amórssyni. Um þetta ferðalag J. J. segir Morgunblað- ið: „. . . hann flatmagar á er- lendum baðstöðum á kostnað rík- isins“. En hvar „flatmaga“ þeir Einar, Jóhannes og Jón og á hvers kostnað? Vonbrigði og öfundsýki hins nýfallna Morgunblaðsritstjóra hafa sett mark sitt á áðumefnd- an samsetning Morgunblaðsins. Og í bræðiskastinu svífast rit- stjóramir þess ekki að viðhafa ihin verstu rógmæli um starf J. J. fyrir Samband ísl. samvinnu- félaga. Svo sem almenningi er kunnugt er J. J. skólastjóri við Samvinnuskólann og ritstjóri Samvinnunnar. Nú dylgjar Mbl. um það, að Jónas láti ganga að skuldum kaupfélaganna með að- stoð dómstólanna. Ritstjórar Mbl. vita vel að þetta eru ósannindi, J. J. hefir engin afskifti af versl- unarrekstri kaupfélaganna eða Sambandsins. I hvaða tilgangi era þá ritstjórarnir að dylgja um þetta? Er það til að rægja af J. J. atvinnu þá, sem hann hefir hjá samvinnufélögunum ? Það er næsta einkennilegt, að Mbl. skuli vera að blanda skuld- heimtum kaupfélaganna og Sam- bandsins inn í þennan vonbrigða- vaðal um úrslit kosninganna. Kaupfélögin og Sambandið hafa eftir föngum réynt að berjast á móti skuldafarganinu. Sá flokkur manna, sem að Mbl. stendur, virðist telja það hina mestu goð- gá, ef lánardrotnar innheimta skuldir sínar, enda virðist sú skoðun vera að verða ískyggilega algeng meðal margra hinna stærri atvinnurekenda þjóðarinnar, að skuldaeftirgjafir séu alveg sjálf- sagðar. Þessi skaðlegi hugsunar- háttur grípur svo um sig, að skuldakóngar og „eftirgjafa- gemsar“ hfa auðmannalífi og njóta óskertra virðinga „yfir- stéttarinnar“ í höfuðstaðnum. íhaldsblöðin halda hlífisskildi yf- ir þessum ófarnaði og gera sitt til að sljófga sómatilfinningu al- mennings í viðskiftamálum. Sam- bandið hefir orðið fyrir sífeldum árásum íihaldsblaðanna út af því, að það hefir eftir megni unnið á móti skuldafarganinu og trygt sig gagnvart, skuldunautum sín- um. Kosningaósigur Ihaldsmanna hefir það í för með sér að stjóm- in verður að láta sér nægja að fara frá. Líklega harma þeir það ekki svo mjög J. Þorl. og M. G. eins og horfumar era nú eftir alt „endurreisnarstarf“ þeirra. Vonbrigðin eru sárast fyrir hjú- in á Ihaldsheimilinu. Þau búast sennilega við að minki í öskum sínum, þegar Ihaldið lætur af stjórn. Og allir draumarnir, sem skósveina Ihaldsins var farið að dreyma um veislur og krossa 1930, ætla þeir líka að bregðast? Hverjir fara með stjóm 1930? kveður við í hverju íhaldshomi. Svarið er ókomið enn, en hverjir sem það verða, þá er eitt víst: Dagar Ihaldsins eru taldir sem meirihlutaflokks um ófyrirsjáan- legan tíma. Þess vegna eru von- brigðin svo sár fyrir smámenni þau, sem eiga alt sitt undir gengi Ihaldsflokksins. N. (Tekið eftir Félagsblaði I. R.). Þann 5. þ. m. lögðu fimleika- flokkamir, 13 stúlkur og 8 karl- menn, af stað til Noregs með e.s. Lyru, eins og ákveðið var. Einn af fimleikamönnunum, Ásbjöm Jónsson, sneri við í Vestmanna- eyjum. Bjöm Jakobsson, kennari félagsins, stjórnar flokkunum, en Bertelsen er fararstjóri. Þó svo væri gert ráð fyrir, gat hvorki form. félagsins, Har. Johannes- sen, eða Ilelgi Jónasson farið með. Eftir sæmilega góða sjóferð komu félagar okkar til Bergen þriðjudag'inn 10. maí. Vai’ tekið vel á móti þeim og sá Bergens Turnforening um alt, sem að dvöl og sýningum í Bergen laut. Að kvöldi sama dags, sem komið var til Bergen, var sýning í Tum- hallen. Tókst sýningin vel og fylgja hér ummæli mn hana úr bréfum og blöðum, sem hingað komu nú með e.s. Lyra (17. maí). Bjöm Jakobsson skrifar for- manni 11. maí: „Við komum hingað í gær van- svefna og sjólasnir. Æfing kl. 12, sýning kl. 8. Dynjandi lófaklapp þegar við gengum inn, og meira þegar gengið var út. Stúlkumar með sjóriðu, svo að húsið hring- snerist og gólfið raggaði. Engin datt af slánni. Iíefðu þó gert alt betur vel upplagðar. Strákamir stóðu sig í besta lagi. Staðæfing- ar geng-u betur en nokkru sinni fyrr. ... I fáum orðum sagt: Hér höfum við sigrað . . .“ „Bergens Tidende“ skrifar 11. maí (með mynd af flokkunum): „. . . Jafnvægisæfingamar á slánni vora svo prýðilegar, að ^fgrei&sla (Timans er i Sambanösþúsmu. ©pin öaglega 9—[2 f. 4. 496. \ 33. blað. þeim verður ekki hrósað um of. I þessum ágætu æfingum vora hinar ungu stúlkur ótrúlega viss- ar, þrátt fyrir sjóriðuna. . . . Stökkin vora einnig góð, en sér- staklega vakti hið ágæta svif- stökk yfir kassann aðdáun . . . Þegar stúlkumar gengu út, með lítinn, hrífandi ljósálf á undan, höfðu þær lagt fimleikamenn okk- ar fyrir fætur sér. Og þær höfðu áunnið sér virðingu stallsystra sinna í Bergen . . . Karlflokkn- um stjómaði Bjöm Jakobsson einnig. Æfingar flokksins eru þróttmiklar og gerðar mjög rösk- lega, nærri of fljótt ... I stökk- unum sýndu íslendingamir góða liæfileika, stökkin á hestum voru ágæt, og í öðram stökkum sýndu þeir „god Kropsföring“. Sömu- leiðis í þeirra ágæta flik-flakki. Æfingar á svifslá voru betri en búist var við, og enduðu með tveimur ágætum stórsveiflum". „Bergens Aftenblad" skrifar 11. maí: „. . . Stúlkumar sýndu fyrst. Sýningin tókst mjög vel, og bæði í gólfæfingum og áhalda- æfingum vora góð samtök og vissa. Sýning karlflokksins tókst einnig mjög vel og þeir voru jafnvel enn betur samtaka og vissari en stúlkumar. Gólfæfing- arnar vora mjög góðar, og bæði í stökkum og áhaldaæfingum vora fimleikamennirnir framúr- skarandi vissir. Piltamir eru sterkir og vel æfðir og þeim mis- tókst aldrei......‘ Helgi Jónasson fékk svohljóð- andi skeyti frá Skúla Skúlasyni, blaðamanni, Bergen: „Fimleika- flokkamir sýndu í kvöld fyrir fullu húsi og tókst ágætlega. Sérstaka aðdáun vöktu hinar stíl- fögru og mjúku æfingar kven- flokk'sins. Engin mistök vora hjá karlflokknum og hin þróttmikla leikfimi og stökkin vöktu at- hygli, sérstaklega flikflakkið". Hér ér aðeins tekið upp það sem sagt er um leikfimi flokk- anna. En blöðin flytja langar greinir um komu þeirra og dvöl og fara öll mjög hlýjum orðum um flokkana og Isleondinga yfir- leitt. Eftir sýningu 10. maí voru flokkamir gestir Bergens Tum- forening í samsæti í leikfimissal félagsins. Vora þar margar ræð- ur haldnar. I. R. gaf Bergens Turnforening málverk af Dyr- hólaey, eftir Jón Stefánsson. Eftir að borð voru upp tekin, var dans stiginn. Daginn eftir sáu félagar okkar sig um í Bergen, heimsóttu Hansa-bryggeri, og skoðuðu feg- urstu staðina í nágrenni Bergen. Síðan var farið upp á „Flöjen“, og voru þeir gestir „Bergens Aftenblad“ við borðhald þar. Þannig voru hinar fyrstu við- tökur flokkanna í Noregi. En ekki vöktu sýningamar minni eftirtekt í öðrum bæjum, þar sem flokkamir komu, og þó langmesta í Gautaborg. Stærsti sigurinn var unninn þar, vegna þess, i fyrsta lagi, að Svíar eru mjög framarlega í öllu því, sem að lík- amsment lýtur, og í öðru lagi af því, að þar vora saman komnir fimleikaflokkar frá öllum Norð- urlöndum, og samanburður því mjög auðveldur. Æfingakerfi Bjöms Jakobsson- ar er eftir þessa utanför flokk- anna orðið þekt og — frægt. Og Framh. 4 4. aí&u.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.