Tíminn - 23.07.1927, Blaðsíða 2
124
TlMlNN
P.W.Jacobsen&Sön
Timburverslun.
Símnefni: Granfuru.
Stofnað 1824.
Carl Lundsgade
Köbenhavn
Afgreiðum frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarmu frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir.
Eik og efni i þilfar til skipa.
Frá útlöDduin.
— í Vínarborg hafa orðið róst-
ur allmiklar út af sýknunardómi
á þrem keisarasinnum, sem skot-
ið höfðu á lýðveldissinna og drep-
ið tvo þeirra. Hófust fyrst verk-
föll og samgöngur stöðvuðust.
Var ráðist ,á háskólann og þing-
húsið og kveikt í dómkirkjunni.
Lýðurinn óð inn á skrifstofur
íhaldsblaðaxma og prentsmiðjur
og braut og bramlaði. Kommun-
istar reyndu að koma af stað
byltingu í sambandi við óeirð-
imar, en mistókst. í götubardög-
um féllu nokkur hundruð manna.
Gerðu jafnaðarmenn þá kröfu,
að stjórnin færi frá völdum, en
stjómin var hin stæltasta og
taldi sig færa um að sefa óeirð-
irnar. Tókst það og að lokum.
Handteknir voru tvö hundruð og
fimmtíu menn, þar á meðai
tveir starfsmenn Soviet-Rúss-
lands.
— Uppreisnarmenn í Nicaragua
hafa ráðist á nokkra tugi amer-
ískra hermanna. Flugvélar voru
sendar til hjálpar og skutu á
uppreistarmenn. Féllu af þeim
þrjú hundruð.
----o---
, Vefnaðarnámsskeið
Heimilisiðnaðarfélags Talands,
Heimilisiðnaðarfélag Islands
hefir nú um nokkur undanfarin
ár á hverju hausti haldið uppi
námsskeiði í vefnaði, og hafa
þau verið eins vel sótt og hægt
hefir verið að taka á móti, og er
því enn í ráði að halda náms-
skeið á hausti komandi.
Tilgangur námsskeiðanna er
vitanlega sá, að kenna til fulln-
ustu allskonar vefnað, svo að
nemendurnir séu fullfærir í vefn-
aði til heimilisþarfa og heimilis-
prýði fyrir sjálfa sig og aðra.
Til þess að þessum tilgangi
verði náð eru auðvitað fyrstu
skilyrðin þau, að nemendurnu'
færi sjer kensluna vel í nyt og
geti svo keypt sjer vefstól og
hafi önnur skilyrði til að geta
stundað vefnað, þegar heim kem-
ur. En þetta hefir því miður
enganveginn verið svo með alla
nemendur, sem námskeiðin hafa
sótt. Margir þeirra hafa verið
svo fátækir, að þeir hafa varla
getað kostað sig á námsskeiðin,
auk heldur keypt vefstól eða haft
nokkrar ástæður til að geta
stundað vefnað, þegar heim kom.
Fyrir þessa nemendur er nám-
ið því tiltölulega lítils virði. Vefn-
aður er vandasamt og margbrot-
ið starf, svo að þótt þetta fólk
geti ef til vill einhvem tíma eign-
ast vefstól, þá er hætt við, að
það hafi svo týnt niður sinni
kunnáttu, að það þurfi aftur að
fara á námsskeið til þess að hafa
hans full not.
Þessi námsskeið eru mjög dýr
fyrir Heimilisiðnaðarfélag Is-
lands. Það stendur mikið fé í 10
—15 vefstólum með öllum útbún-
aði. Húsaleiga er líka dýr. En
félagið fær iítinn styrk, svo að
það getur því miður hvergi nærri
boðið eins góð kjör og vera
þyrfti. Nemendumir þurfa að
kosta sig að öllu leyti, leggja
sér til alt efrd og greiða auk þess
nokkurt gjald til félagsins, og
svo þurfa þeii' síðast en ekki
síst, að kaupa sér vefstól, ef vei
á að vera. Þetta verður fátæku
fólki alveg um megn. Nú eru
auðvitað margir af þeim, sem ár
huga hafa á vefnaði og æskilegt
væri að lærðu hann, íátækir;
þess vegna væri mjög æskilegt,
að hægt væri að koma því svo
fyrir, að þetta fólk gæti notið
styrks einhvers staðar að. Hefir
stjóm Heimihsiðnaðarfél. Isl. í
því efni helst dottið í ihug ung-
mennafélögin. Þau hafa helst tek-
ið heimilisiðnað á $ína arma úti
um sveitir landsins. Ættu því
þeir, sem áhuga hafa á að læra
vefnað og lítil efni hafa á að
kosta sig af eigin ramleik, að
reyna að snúa sér til þeirra. Hitt
væri þó enn betra, ef ungmenna-
félögin vildu sjálf beinlínis beit-
ast fyrir því, að efnilegt og á-
hugasamt fólk lærði þessa þörfu
iðn, styrktu það til þess, ef
þyríti, og sæju um, að það gæti
keypt sjer vefstól og hefði að-
stæður til að geta unnið að vefn-
aði, þegar heim kæmi. Fólk, sem
kæmi með styrk og meðmæh eða
á vegum ungmennafélaga eða
annara fjelaga, t. d. kvenfjelaga,
yrði þá látið ganga fyrir, ef
fleiri sæktu en hægt væri að taka
á móti, en það geta í mesta lagi
verið 15 á sama námskeiði. Væri
mjög æskilegt, að slík samvinna
milli ungmennafélaga eða annara
félaga út um land og Heim. Isl.
gæti tekist. Yrði það mikil
trygging fyrir góðum árangri af
námskeiðunum, og félögin gætu á
þennan hátt fengið góða kennara
aftur handa sér fyrir minni
heimanámskeið. Á þetta þó eink-
um við um annan heimihsiðnað
en vefnað.
Vefstóla hefir félagið ætíð til
sölu. Surnir virðast halda, að
þeir geti fengið vefstóla með
ódýrara móti sjálfir, en þetta er
hinn mesti misskilningnr. Fé-
lagið kaupir svo marga vefstóla
á ári hverju, að það nær engri
átt, að einstakhngar geti komist
að betri kjörum. Svo er mjög
áríðandi, að vefstólarnir sjeu úr
völdu efni, og sambönd Heim. IsL
eru einmitt valin með þetta fyrir
augum, svo að betri vefstólar
verða ekki fengnir.
Heim. Isl. hefir ágætum kenslu-
konum á að skipa, og fullyrða
þær, að tveggja mánaða náms-
tími sé fylhlega nógur, ef nem-
endur leggi sig vel fram og hafi
áhuga fyrir náminu. En á það
hefir þótt nokkuð bresta hjá ýms-
um nemendum á hinum síðari
námskeiðum, og er það, auk þess,
sem áður er á minst, ástæðan til,
að stjórn Heim. Isl. óskar að
beina þessum athugasemdum til
almennings. M. J. M.
fai \m\i öijBluaiiúilr.
Þó að jeg sje ekki búinn að
vera lengi farkennari, þá geng
jeg þess ekki dulimi, að sumt er
öðruvísi í kensluaðbúnaði og
skilningi á starfi farkennarans en
vera ber. Jeg drep nú á það
helsta.
Með kensluaðbúnaði á jeg eink-
um við skólastofumar og hitun
þeirra, en á kensluáhöldin ætla
jeg lítið að minnast. Kenslustof-
umar eru nær ávalt of litlar,
sem von er, því að þær eru til
annars reistar en að vera skóla-
stofur. Það er mikill bagi, er
börnin hafa tæpast svigrúm til
að ganga frá sætum sínum að
benda á landabréf eða veggtöflu
sé hún til. Allir kennarar munu
skilja, hve þetta tefur og skemm-
skemmir kensluna. Þó er annað
verra, en það er hitunin. Tíðast
er að hita stofur þessar með
glaslausum olíuofnum. Venjuleg-
ir kolaofnar eru fágætir í stof-
unum, því að þær eru einkum
ætlaðar til sumamotkunar. Hiti
af olíuofnum þessum gerir loft-
ið meinþrungið og skaðvænt
heilsunni. Þó þarf að hita stof-
urnar oftlega í frostum, þótt
litlar séu, og er leitt að vita af
tæru fjallaloftinu úti.
Þetta þarf að breytast. Gasvél-
ar svonefndar, taka olíuofnunum
lítið fram, en glasofnar eru vel
viðundandi. Kolaofnar koma ekki
til greina, þar sem kent er á
mörgum stöðum. Þeir þættu of
dýrir. En hitun með rafmagni
eða rafljós í farkenslustofum,
verður nú að telja til draumóra
enn lengi.
Þá sný eg mér að öðru. Eg
talaði við bónda einn hér í sveit-
inni um þessi tíðu kennaraskifti
hér, sem víðar, og spurði eg hann
hvort þeim bændunum þætti þau
ekki leið. „Nei“, sagði hann, „það
þykir okkur bara tilbreyting, að
fá nýjan kennara". Eg varð
bráðforvita, og því meir, sem eg
vissi að þetta var gildur bóndi
og orðin í alvöru töluð. En þetta
er reginmisskilningur, nema skift
sé til batnaðar, og hvemig á það
vera, þegar tíð eru skiftin? Að
vísu dettur mér ekki í hug að
halda, að orðið „okkur“ í setningu
bóndans eigi við um marga. Það
á bara við fáa eina, en það á
ekki að eiga heima um neinn.
Með nýjum kennara koma undan-
tekningariaust einhverjar nýjar
aðferðir eða breyttar, ýmist betri
eða verri en þær, sem bömin
hafa vanið sig á. Séu aðferðim-
ar betri, er þetta gott, en þær
verða þá að vera vani hjá böm-
unum lengur en eitt ár eða tvö.
Þegar eg tók við bömunum
hér í haust, var búið að kenna
þeim, að til þess að skrifa vel,
þyrfti einungis að skrifa fljótt.
Eg skyldi þegar að þessi kenn-
ing var ættuð frá Steingrími
Arasyni, kennara við kehnara-
skólann, en til hans komin frá
Ameríku. Jeg tek þó fram, að
ekki segi eg Steingrími þetta til
lasts og því síður kennaraskólan-
um. En við þetta gat eg ekki
felt mig og lét bömin skifta, því
að það er íslensk reynsla, gömul
og góð, að fyrst er að vanda sig
við skriftamám, en svo að láta
hraðann koma og verður þá fall-
eg skriftin. Vera kann, að næsti
kennari hér venji bömin á út-
lendu aðferðina, og sjá þá allir
ringulreiðina, þótt í smáu sé.
Þetta, með öðm, getur valdið
losi í kenslunni og haft ósjálf-
rátt áhrif á fleira en námsgrein-
arnar, svo sem uppeldisfræðin
segir. Og tíðu kennaraskiftin
snerta annan streng viðkvæmari,
en hann er hlýleiki barnanna til
kennarans. Geti kennari orðið
umkomulausum börnum það, sem
Magnús Helgason best' til ætlast,
og nefnt er í „Uppeldismálum“,
þá er það hæpið með umræddum
skiftum. Þar með er ekki sagt að
við gætum það allir, þótt við
fasta skóla væri, en þó meiri
líkui-nar. Annars myndi margt
það, sem miður fer í fræðslu-
málunum minka eða hverfa, ef
Uppeldismál væru alment lesin og
breytt eftir þeim.
Öllum er líka ljóst, að mein
mikið er að kenna á mörgum
bæjum, því að þá nema bömin
svo lítið og farkennurum stór-
leiðist að vera víða. Orsakar
þetta, meðal annars, að hæfustu
farkennararnir sækja til sjávai'-
skólanna, þar sem kjörin eru
betri, og ættu þó sveitimar engu
síður skilið að njóta þeirra, því
að þær hafa fóstrað þá flesta.
— Eg vil þó nefna, að hér í
1 Nauthúsagili.
Núna í sumar em hðin 30 ár
síðan frú Guðbjörg Þorleifsdóttir
í Múlakoti gróðursetti fyrsta
reynirinn í garðinum sínum
heima við bæiim. Og þar naut
reynirinn ungi góðrar umhyggju
og þreifst ágætlega, enda mun
óvíða vera eins veðursælt eins og
í Fljótshlíðinni. En Guðbjörg lét
ekki staðar numið, heldur gróður-
setti fleiri smáplöntur í garðinum
og hjónin í austurbænum í Múla-
koti fóra að dæmi hennar og
gróðursettu einnig smá reyni-
plöntur heima við húsið.
En smáplöntur þessar vóru
sóttar austur í Nauthúsagil.
Hve vel þessi nýlunda hepnað-
ist, sést best þegar maður kemur
austur að Múlakoti, — því nú
standa aðeins þökin af húsunum
upp úr skógarviðnum. Og margir
era þeir orðnir sem komið hafa
að Múlakoti og skoðað og dást að
hinum fögra trjágörðum hjá
þedm Múlakotshjónum.
Síðan orð fór að fara af Múla-
kotsgarðinum hafa ýmsir farið
að útbúa skrautgarða á öðrum
bæjum þar eystra og mikið þakk-
læti og viðurkenningu eiga þau
Múlakotshjónin skilið og þá eink-
anlega frú Guðbjöig Þorleifsdótt-
ir, sem fyrst allra þar tók smá-
plöntur og flutti heim í garð. —
Víða hér mætti skreyta og fegra
kringum bæina, svo miklu meira
en nú er gert, og víða geta tré
eða runnar þrifist, þó að hins-
vegar sé óvíst að gróðurinn myndi
ná eins miklum þroska eins og
í Múlakoti, því vaxtarskilyrði
virðast vera einstök þar eystra
og einkum þó góð í Innhlíðinni.
óvíða er fegurra en í Fljóts-
hlíð. Að vestan heiðin með
hamrabeltum og fossum. Þar inn
af Þórólfsfell og Þórsmerkur-
fjöllin, en fyrir austan er hiim
tignarlegi Eyjafjallajökúll. En
milli jökulsins og Fljótshlíðar-
innar leika stórfljótin lausum
hala. Þverá hefir sem kunnugt er
leikið Hlíðina hart og skorið hið
frjósama undirlendi miskunnar-
laust burt. Og þar sem áður voru
grænir móar er nú víða grýtt og
gróðurlaust. En það eru fleiri lit-
ir fagrir en græni liturinn og oft
slær undursamlega bláum lit á
hin gróðurlitlu svæði, „aurana“,
og sjaldan er fegurra í Fljóts-
hlíð en á kvöldin, þegar litið er
yfir græn tún og bláa aura og
sólroða slær á jökulinn. Eg fjöl-
yrði ekki um það, en víst er, að
það landslag hefir hepnast hjá
skaparanum.
Þið sem komið austur í Fljóts-
hlíð og á Innhlíðarbæina — horf-
ið þið um stund yfir að jöklin-
um. Takið þið vel eftir hinum
hrikalegu giljum og skorum sem
ganga inn í jökulinn að norðan-
verðu.
Ein af þessum dökku skorum
er Nauthúsagil.
Það mun láta nærri að það sé
ein dönsk míla frá Múlakoti og
yfir að Nauthúsagili. Ef þið gáið
vel að þá sjáið þið að sunnan við
Nauthúsagil er allstórt moldar-
flag, en aftur norðan við það —
og neðarlega í gilinu sjáið þið
dálítinn grænan blett. Það er
reyniviðurinn í Nauthúsagili sem
margir hafa heyrt getið um en
færri hafa séð. Þetta er ekki
nein smáræðishrísla eins og þið
getið getið nærri, þar sem hún
sést alla leið frá Múlakoti, og
efalaust er hér að ræða um
langstærsta reynirinn á íslandi
— og sennilegt að jafnstór og
gild reynitré séu sjaldgæf annars-
staðar á Norðurlöndum. öll þau
ár, sem eg dvaldi í Danmörku,
og fór eg víða um þar og athug-
aði gróður, sá eg engan reynir,
sem mér finst jafnast á við þenn-
an.
Síðan eg fekk vitneskju um
reynirinn í Nauthúsagili hefi eg
nokkrum sinnum farið að skoða
hann og því meira finst mér til
hans koma sem eg hefi séð hann
oftar. | ;
í Nauthúsagil sókti Guðbjörg
í Múlakoti fyrstu smáplöntumar
í garðinn sinn og er því hinn
aldraði reynir faðir trjánna í
Múlakotsgarðinum.
Og nú þegar minst er á 30 ára
afmæli elstu trjánna í Múlakoti
vildi eg nota tækifærið til þess
að segja frá ýmsu af því sem eg
veit um gamla tréð í gilinu.
Þó stutt sé frá Múlakoti og yfir
í Nauthúsagil, þá skyldi þó eng-
inn ókunnugur fara það fylgdar-
laust, því straumvötnin eru oft
viðsjárverð og sandbleytur sum-
staðar. En með kunnugum fylgd-
armanni er það leikur einn.
Nauthúsagilið er ekki stórt
borið saman við sum önnur gil-
in þama 1 jöklinum, en þó er
það tilkomumikið og hrikalegt
og víða yndisfagurt sökum gróð-
ursins sem þar er á gilbörmun-
um. Og víða eru gilveggirnir
einnig algrónir burknategundum
og er þetta alleinkennilegt að sjá
í hálfrökkri því sem þar er. I
gilinu rennur allstór lækur stall