Tíminn - 23.07.1927, Síða 3

Tíminn - 23.07.1927, Síða 3
TtMINN 126 . W. Buch (liitasmidja Bnchs) Tietgensgade 64. Köbenhavn B. LTTIR TIL HEJMALITUNAJR: Demantssorti, hrafnssvart, kastorsorti, Parísaraorti og allir litir, fallegir og sterkir. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerdnft „Fermenta", egsjaduft, ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skÓ8vertan, „ökonom“-ak6svertan, ajif- vinnandi þvottaefniB „Persil", „Henko“-blaeaódinn, „Dixin"-eápaduftið, „Ata“-akúridufti8, kryddvörur, blimi, aMlvinduoila o. fL Brúuspónn. LITAR VÖRUR: Anilinlítir Catachu, blástainn, bránspónalitir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á yólf og húsgögn. þomar vel. Ágœt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT: Besta tegund. hreint kaffibragð og ilmur. Fæst alstaðar á íslandLi. HAVHEM0LLEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkenda r úgmj öli o g hveiti. Meiri vörugæði ófáanleg. S.I.S. elsziftij? ©ÍXLg-ÖIXg'U. -við nlrlmT Seljum og mörgum öðrum íslenskum verslunum. sveit er bara kent á tveimur bæjum, en slíkt er fágætt. Eg hefi þá drepið á þetta femt, sem mér finst að: stof- urnar, hitunina, kennaraskiftin og bæjafjöldann. Eg býst við, að ekki sé nema eitt ráð óyggjandi til að bæta úr þessu, en það er að reisa skólahús í sveitum. Áhrif kennarans á börnin, ættu að vera sem þjóðlegust í skólum þessum, og það eitt tekið til íyrirmyndar úr kaupstöðum eða öðrum löndum, sem betra er en hitt, sem fyrir er. Eg er þó ekki að berjast fyrir slíkum skólum, farkennarinn, því að það mætti virðast af eigingimi og yrði þannig til að spilla fyrir góðu máli. íjannarlega yrðu umrædd skólahús ekki síður reist fyrir börnin en kennarana. En eg skrifa þessa grein til íhugunar hinum nýja fræðslumálastjóra eða öðrum hv. þingmönnum sem ekki halla réttu máli á hv. Al- þingi. Vera kann, að þeim séu sakirnar ljósari, en það sakar ekki þótt þeir viti betur. Hraungerðishreppi. Einar Guðmundsson. Athugasemd. Út af grein, sem fyrverandi verkfæraráðunautur Árni G. Ey- lands skrifar í Tímann 4. des. f. á., vil eg gera lítilsháttar at- hugasemd. Fyrv. verkfæraráðunautur ger- ir þar að umtalsefni grein, sem eg skrifaði í Frey um votheys- tóftir úr jámþynnum. Þar segir hann: „Telur greinarhöfundur það nýjung, sem hér eigi við. Telur þær ódýrari en steinsteypt- ar o. v. frv.“. — Síðar í greininni segir hann ennfremur: „I Frey er haft eftir próf. Isaksen að jámtættur sjeu ódýrari en úr steinsteypu“. Gæti maður haldið, að þar væri um annan greinar- höfund að ræða en mig. Virðist sem fyrv. verkfæraráðunautur vilji skella allri „skuldinni“ á ritstjóra Freys, og jafnvel at- yrðir hann í byrjun greinarinnar fyrir að birta slíka grein athuga- semdalaust, „og segist því vilja bæta nokkrum orðum við grein- ina bændum til leiðbeiningar". Og er það ekki nema gott og blessað og samkvæmt því sem eg óskaði eftir í grein minni. En jafnframt því hefir fyrv. verk- færaráðunautur rangfært grein mína allmikið og dregið skakkar ályktanir út af henni. Eg sé mig því knúðan til þess, að gefa lítinn útdrátt úr grein- inni, svo að bændur, sem ekki hafa lesið nefnda grein í Frey, geti séð hverju eg er að „ota“ að þeim. Eg byrja á því að tala um nauðsyn súrheysverkunar, og get um að í óþurkum hafi bændur stundum grafið gryfjur í ösku- hóla, og hafi oft hepnast vel súr- heysverkun í þeim. Get um að slíkar súrheystóftir séu ekki varanlegar, jafnvel þótt þær séu hlaðnar innan úr streng. Segi að steyptar súrheystóftir séu þær einu varanlegu. Get síðan um að á ferð minni erlendis hafi eg séð súrheystóftir úr járnþynnum, en segi jafnframt, að eg geti ekki gefið neina nákvæma lýsingu á þeim, „enda er það tæplega hægt, fyr en reynsla er komin um, hvort þær eigi við hér á landi eða ekki“. En það sé trúa mín, að þær eigi við hér, eg hefi eftir próf. Isaksen, Ási, að þær séu ó- dýrari en steinsteyptar. (Sjálfur legg eg engan dóm á það). — Síðan kemur stutt lýsing á gerð þeira. Þar næst tel eg heppileg- ast að Búnaðarfél. Islands hafi forgöngu í þessu máli og geri til- raunir þar að lútandi. Bendi síð- an á þýðingu súrheysverkunar, og segi að við megum ekki láta nein meðul ónotuð, sem finnast, til að gera hana sem vissasta. Og vonast eftir að súrheystóft verði bygð á hverjum bæ og það fleiri en ein. Getur enginn skyngóður maður dregið þá ályktun, að eg ætlist til' að þær séu allar bygðar úr jámþynnum, enda sé eg ekki, að grein mín gefi tilefni til þess. Tilgangurinn með grein minni var sá, að eg vildi að athuganir væru gerðar með þessa gerð súr- heystófta, og vildi vekja athygli á þessu, þar sem mér var ekki kunnugt um, að það hefði verið gert fyr. Tel eg ekki nema heil- brigt að nýjungai- séu gerðar kunnar, enda þótt eg sem ferða- maður gæti ekki aflað mér fullra upplýsinga um málið. Eg hafði sérstaklega Flóann í huganum í sambandi við þessar súrheystóftir, enda þótt það komi ef til vill ekki skýrt fram í grein minni. Þó get eg um, að erfitt sé um steypuefni í Flóan- um. Og mér finst að fyrv. verk- færaráðunautur hafi einmitt skil- ið rétt hvað eg átti þar við. En hann segir, að hann sé ekki sambærilegur byggingar- kostnaðurinn í Flóanum' og á Ási í Noregi, vegna þess að á Ási verði að flytja alt steypuefni að „með jámbraut o. s. frv.“, og þess vegna muni vafalaust ódýr- ara að byggja votheystóftir úr steinsteypu í Flóanum, enda þótt ilt sé um steypuefni. Nú er mjög óákveðið hvað felast á 1 þessu „o. s. frv.“. En væri þetta rétt ályktun, ætti það ekki að mæla með auknum samgöngubótum á Suðurlandsundirlendinu. Eg þykist nú talsvert kunnug- ur í Flóanum og get fullyrt, að víða eru þar nú miklir erfiðleik- ar á flutningum, og langir flutn- ingar á steypuefni, og er ekki víst nema sumum bændum þar finnist „að alveg sérstaklega miklir örðugleikar séu að ná í steypuefni“, eins og fyrv. verk- færaráðunautur kemst að orði. Eg vil því spyrja: Hví mega þeir menn, sem kynnu við slík skilyrði að búa, ekki kynnast þessari nýjung? Er ekki rétt- mætt að gera þeim einnig kleift að verka súrhey á sem haganleg- astan hátt? Mér finst margt koma til at- hugunar, þegar dæma á um, hvað sé heppilegast í þessu máli. Eng- inn vafi er á því, að súrheys- verkun eykst í framtíðinni að miklum mun, einkanlega á á- veitusvæðunum. Finn eg því enga ástæðu til þess, að halda leynd- um nýjungum á þessu sviði. , Að lokum segist fyrv. verk- íæraráðunautur gefa upplýsingav um þessar súrheystóftir ef óskað verði. Vildi eg því nota tæki- færið, og biðja hann að svara eft- irfylgjandi spurningum: 1. Hvað kosta 50—100—200— 300—400—500-hesta súrheystóft- ir úr jámþynnum, og hvað úr steinsteypu? (Ekki sé tekið tillit til flutningskostnaðar úr höfn eða kaupstað). 2. Hvað eru járnþynnurnar þungar í fymefndum súrheys- tóftum, og hvað þarf mikið aí' steinlími, séu þær steyptar? 3. Eru mikil brögð að frost- skemdum og á hvern hátt lýsa þær sér? 4. Væri ekki heppilegast að þessar súrheystóftir væru bygð- ar inni í þurheyshlöðum, vegna frostskemda og eins jafnvel vegna hita í heyjum? 5. Hvaða staðhættir þurfa að vera hér á landi, til þess að rétt- mætt sé að hans áliti að byggja súrheystóftir úr járnþynnum? Vigfús Helgason. Aths. Dregist hefir að birta grein þessa. Ritstj. -o——■ Heimaleikfími. Jón Þorsteinsson íþróttakenn- ari frá Hofstöðum er þegar orð- inn landskunnur fyrir íþrótta- starfsemi sína og á nú lærisveina í hverri sýslu. Þegar Jón fór utan til íþrótta- náms, fóru sumir að geta sér til, hvaða stöðu hann mundi hafa von um, að loknu námi. Þeir, sem kunnugir voru, vissu að hann átti enga stöðu, og að hann mundi ekki vilja binda sig í neinni þótt þess væri kostur; hann hafði iökaö iþróttir hér um mörg ár, og a þeirn árum iæröi hann að meta þá blessun, sem íþróttaiðkamr geta veitt mann- inum, hann íór utan tii þess að fullkomna sig, svo hann yröi færari um aö boða iöndum sín- um þau sannindi, aö líkamsæí- íngai' eru þjóoai-nauðsyn, og aö ekki er hægt að hugsa sér neina verulega framsókn, an þess að mikil stuncl sé lögð á iíkams- þroskun. Jón heíir verið athafnaxnikiii íþróttakennari, og er óþaríi að skrifa um þaö, sem íjöldanum er kunnugt, utan lands og innan. En nú byrjar hann á nýju starfi, sbr. auglýsingu í síðasta tbl. Tím- ans, og sýnist víst flestum gott eitt inn það. Um mörg ár heíir þaó verið J óni áhyggj ueí'ni, hvernig ætti að ná til þeirra manna, sem bundnir eru viö heimih sitt, alia daga og aldrei eiga kost á að í'ara að heirnan tii íþróttanáms. Engir þurfa þess meir með aó iðka létta leikíimi en þeir, sem vinna baki brotnu alla daga árs- ins. Þá vantar leikí'imina, til þess að hrekja lúann úr líkamanum. Þess vegna eru svo margir orðn- ir stirðir og gigtveikir á unga aldri, þungir í spori og þreytu- legir, þó lífið liggi svo að segja alt framundan, og gæti verið glæsilegt og bjart. Iþróttir lyfta huganum hærra og gefa annað útsýni, æskan fylgir íþrótta- manninum alla leið til grafar, og þó að stundum sé dimt fyrir dyr- um þá minnist íþróttamaðurinn alla jafna þess sígilda sannleika, að það er karlmannlegt að lifa lífinu, eins fyrir því þó á móti biási. Það líta margir svo á, að í»- ienska þjóðin sé nú stödd á al- varlegum tímamótum; gamli tím- inn er að víkja af stóli, nýtt tíma- bil er að byrja, æskunnar lið gengur djarflega fram, og ber merkið hátt, vaskir sveinar eru vel til fallnir að vera merkisber- ar hins nýja tíma. „Allir íslend- ingar eru höfðingjar“, sagði Bemhard við Danann á Þingvöll- um 1907. Allir íslendingar eiga að vera íþróttamenn svo sem áður var. Vakið sveinar, það er vor í lofti. Hergeir. Iþróttamót K. F. U. M. Á al- þjóðamóti K. F. U. M. 1 Kaup- mannahöfn, er nokkrir Islending- ar sóttu, vann Helgi Eiríksson 2. úrslitaverðlaun í hástökki; stökk hann 1.80 m. og er það íslenskt met. Geir Gígja rann 800 m. skeið á 2 mín. 2.4 sek. og er það einnig íslenskt met. Þá hlaut hann öimur verðlaun í 1500 m. hlaupi, rann hann akeiðið á 4 mín. 1 sek. af stalli um stórgrýttan botninn, og inst inni er hár foss. Er þó ógreiðfært inn að honum. Fremst á gilbarminum stend- ur reynirinn á klettasnös og slút- ir fram yfir gilið. Hefir það bjargað hríslunni í æsku að hún stendur svo tæpt að engin kind hefir komist svo nálægt henni að hún hafi getað gert henni skaða. En þar sem hríslan stendur er gilið sennilega 15—20 m. á dýpt. Hríslan er margstofna en þó eru tveir aðalstofnar. — Síðast þegar eg kom þangað tókst mér að fá nokkum veginn glögga hug- mynd um stærð hríslunnar, en var þó erfið aðstaða við að mæla, þar sem reynirinn allur hangir út yfir gilið. Annar aðalstofninn vex upp á við, dálítið á ská, útyfir gilið, og hæð hans er um 91/2 m., en niður við gilbarminn er ihann 150 cm. að ummáli.. Hann er þróttmikill en talsvert veður- barinn og sést að sumar greinar hans hafa brotnað undan stormi og snjóþyngslum. Hinn aðalstofninn hefir senni- lega einnig bognað undan snjó- þyngslum og hefir lagst niður þvers yfir gilið, og er hann 10 m. á lengd, en gildieiki hans nið- ur við er 140 cm. Þessi stofn nýtur skjólsins í gilinu og eru greinar haps gríðar þroskamiklar og að því er eg gat komist næst, þá er breidd reyniviðarkrónunn- ar 15 m. Þriðji bolurinn er 90 cm. að ummáli við rót og einir 3—4 aðrir frá 30—60 cm. En hvemig liggur í því að reynirinn í Nauthúsagili hefir náð þessum feikna þroska? Og það á þessum stað, — í gilskoru norðan í jökli! — Ráðning þeirrar gátu er ekki fjarri, því nokkra metra frá snösinni, þar sem reynirinn er, þar er fjárból, þar sem fé leitar skjóls í óveðr- um. Þar hefir safnast fyrir mikið af áburði og þangað hafa reyni- ræturnar seilst eftir næringu — og þar er það forðabúr, sem seint mun tæmast. Síðan reynirinn varð svo stór að rætumar náðu inn í fjárbólið, hefir hann hvorki þekt sult né seyru. Um aldur reynisins veit eng- inn neitt með vissu, en sennilegt hygg eg að hann sé hátt á ann- að hundrað ára gamall. En slíkt er alveg óvenjuhár aidur á reyni- tré. Ámi Einarsson bóndi í Múla- koti hefir sagt mér, að þegar faðir hans bjó í Mörk, sem er næsti bær við Nauthúsagil, þá hafi reynirinn verið gríðarstór og þroskamikill, en þá voru báðir stofnamir uppréttir. Einar hafði þá enga hugmynd um aldur hans. En Koefod-Hansen skóg- ræktarstjóri telur sennilegt að i’eynirinn sé 200 ára gamall og telur miklar líkur fyrir að reynir geti náð hærri aldri hér heldur en í nágrannalöndunum. Margt er undarlegt í náttúr- unnar ríki; —. og mig hefir oft furðað á því, að stærsti og elsti reynirinn á Islandi skuli standa í gilskoru norðan í Eyjafjallajökli. j Fleiri fagrar og sjaldgæfar jurtir vaxa í Nauthúsagili, til dæmis eru þar margar snotrar birkihríslur á gilbörmunum fyrir ofan reynirinn. Og eitt sinn er eg kom þar benti Sæmundur Ein- arsson bóndi í Mörk mér á heila breiðu of fjögra laufa smára (Paris quadrifolia), sem, vex þar á klettasillu niðri í gilinu, fögur og þroskamikil. Og á sumrin sjást þar oft smáar reyniplönt- ur, nýkomnar upp úr moldinni. Varlega verður að fara í gil- inu, og oft er sleipt í blautu grasinu á gilbörmunum. Eitt sinn lá við slysi í Nauthúsagili. Drenghnokki frá Mörk ætlaði að ganga yfir gilið á hríslunni en misti fótanna og datt niður í stórgrýtið á gilbotninum. En svo gæfulega fór það þó í það sinn, að hann slapp ómeiddur að öðm leyti en því, að litli fingurinn fór úr liði. Óvíst að fleiri myndu sleppa svo vel frá þeirri heljar- för, en þettað ætti að verða öðr- um til viðvörunar. Eg hefi komið í Nauthúsagil um vor, sumar og vetur, og altaf er reynirinn fagur. Skemtilegt er þar fyrri part sumars, þegar hann er alblómgaður. Þegar blóm- in visna, þá hvítnar gilbotninn af krónublöðum. — Þó held eg að mér þyki þar skemtilegast seinni part sumars, um það leiti sem reyniberin eru að roðna. Þá eru þar hópar af skógarþröstum og þar er glaumur og gleði, og ber- in etin jafnóðum og þau þrosk- ast. Og þrestirnir fljúga burtu í allar áttir og með þeim berast frækornin víða um sveitir. Senni- lega gætu margar reynihríslur hér sunanlands rakið ætt sína til öldungsins. En línur þessar vildi eg enda með þeirri ósk, að kommgur hins íslenska jurtaríkis — reynirinn í Nauthúsagili — eigi eftir að lifa í marga áratugi enn og ríkja við góðan orðstír. Ragnar Áflgatrasan.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.