Tíminn - 23.07.1927, Síða 4

Tíminn - 23.07.1927, Síða 4
126 TlMINN Fnunh. af 1. alðu. sjálfsagt hafa ekki margir búist við að frá Islandi kæmi fimleika- kennari með flokka, sem jafnvel sýndi þjóðum, sem álitnar eru að hafa líkamlegt uppeldi ein- stakhnganna í allra besta lagi, nýjar og betri leiðir til að halda við mýkt, fegurð og hreysti lík- amans. En þannig varð það samt, og þeim mun meiri er sigur Bjöms Jakobssonar og fimleika- flokkanna. Frá Bergen fóru flokkamir að kvöldi 11. maí, til Haugasunds, og voru þar einn dag. Móttöku þeirra þar annaðist „Haugesunds Tumforening“ með hinni mestu prýði. Deginum var varið til að skoða nágrenni bæjarins. — Á Haraldshaugi var haldinn fyiir- lestur, sögulegs efnis, og á Har- aldsvangi var miðdegisveisla, og voru þar margar ræður fluttar og full drukkin. Kl. 6Va um kvöldið hófst sýningin. „Haugesunds Avis“ skrifar 13. maí um sýn- inguna: Sýningin færði okkur heim saxminn um það, að íslensk leikfimi er mjög svo langt á veg komin, og að unnið er að ákveðnu marki. Karlmennirnir voru ekki margir, en þeir voru þróttmiklir og jafnir, og gerðu æfingarnar vel og ömgt. Og hvað stúlkunum viðvíkur, hefir áreið- anlega aldrei sést neitt líkt hér. Kennarinn, Bjöm Jakobsson, hef- ir myndað sérstakt kerfi og hefir hann tekið úr ýmsum þektum kerfum það, sem hann álítur heppilegast fyrir konur. Það eru óefað heppilega valdar æfingar, og fallegar em þær. Og að sjá hvernig þær voru gerðar! Það var nákvæmni, öryggi og fegurð, aem maður sjaldan sér. . . . Á- horfendumir létu líka mjög á- kveðið í ljósi hrifningu sína yfir hinum rösku íslensku stúlkum, og kennarinn átti líka sinn hluta, fyrir ágæta stjóm ....“. „Haugesunds Dagblad“ skrifar 13. maí: „Stúlkumar byrjuðu. Og það er best að segja það straks, að þær unnu áhorfend- uma alveg. Hinar fögru æfingar voru þrungnar hrífandi yndisleik, og hinar vandasömu, en yfirleitt ágætlega gerðu jafnvægisæfingar á slánni vöktu afarmikla hrifn- ingu. .. Karlmennirnir voru að- eins 7. En þó að þeir væru ekki fleiri, var ánægjulegt að sjá þá. Það vakti líka straks sérstaka at- hygli, að æfingar þeirra em mjög frábrugðnar því, sem vér eigum að venjast, en annars var hrifn- ingin ef til vill einna mest yfir þeirri nákvæmni og öryggi, sem einkendi flokkinn ....“. Eftir sýningu í Haugasundi var veisla haldin, og fór hún prýði- lega fram. E?i það sama kvöld (12. maí) fóm flokkamir aftur til Bergen, og þaðan daginn eftir til Osló. „Oslo Turnforening“ tók á móti flokkunum, og hefir félagið sjálf- sagt viljað hafa móttökumar sem bestar, enda má óhætt segja, að svo hafi verið. En á vissan hátt mistókst þetta samt, því blöðin í Osló kvörtuðu yfir því, að ekki hafi verið auglýst nóg á undan sýningunni. En það var eðhlega mjög mikilsvert atriði, enda hefndi það sín þannig, að sýning- in, sem haldin var 16. maí, var ekki svo vel sótt, sem annars hefði verið, eftir því sem Oslóar- blöðin segja. Áhorfendapallarair voru ekki fullskipaðir. Um sýninguna í Osló skrifar Georg Bmstad 1 „Idrettsliv" 19. maí: „. . . Gólfæfingar kven- flokksins voru „rvtmisk-plastisk- ar“, einmitt eins og maður getur hugsað sér leikfimi, sem er gagn- stæð því, sem menn hingað til hafa séð í hinum stuttu og af- mældu æfingum Lings. Það get- ur verið, að hraði og endurtekn- ingar sé dálítið tilbreytingarlítið, en sem æfingaflokkar vom þær ágætar og sem sérstakt kerfi varð náttúrlega að fylgja æfingatöfl- Kjöttunnur, L. Jacobsen, Köbenhavn Simn.: Cooperage Valby alt til beykisíönar, smjörkvartel o. s. frv. frá stærstu beykissmiðjum i Danmörku, Höfum í mörg ár selt tunnur til Sambandsins og margra kaupmanna. unni með fullkominni nákvæmni. — Einstöku æfingar og stelhngar eru teknai' úr frjálsum íþróttum, eins og t. d. kúluvarpið — mjög faheg æfing. — Áhorfendur voru hljóðir og athugulir meðan á sýn- ingunum stóð, og kexmarinn stýrði flokkunum fixllkomlega, án margra eða hávaðasamra fyrir- skipana. Æfingamar á slánni voru í fullkomnu samræmi við gólfæfingamar. Sérstaklega i jafnvægisgangi á hárri slá var ekki einungis haldið við hinu fagra látbragði, heldur einnig heilnæmri ró. Stúlkurnar snem sér við, beygðu sig aftur á bak, tyltu sér á tá og kmpu á kné á slánni, með snild, sem gaf hug- rnynd um ágæti æfingakeríisins. — Eftir þexman æfingaflokk, sem áhrofendurnir voru afar hrifnir af, voru sýnd stökk á tvöfaldii slá og keðja, og því næst stökk á tvíslá með sveiflu, og stökk. á hesti. I öfugri sveiflu yfir hest, afsveiflu og hinu skemtilega og stórfenglega tígrisdýrsstökki sýndu stúlkumar, að þær skortir hvorki léttleik, þor eða þrótt . . . Þegar sýning kvenflokksins tókst svona ágætlega, var eríitt fyrir fimleikamennina sjö að sýna fim- leika, sem væm hhðstæðir leik- fimi stúlknanna. Það þarf ekki svo lítið meixi hpurð, leikixi og þjálfun, til þess að vera hvort- tveggja í senn: mjúkur fimleika- maður og góðux’ í áhaldaæfing- um. Ef of mikih þróttur er lagð- ur í æíingarnar, er hætt við að mýktin verði minni. En það er óhætt að segja, að hinir sjö fim- leikamenn gengu ótrauðir að verkefni sínu og í æfingum þeirra var þróttur, hraði og mjúkleiki. Æfingai’nar voru algex-lega Niels Bukh’s kerfi, og að því leyti til hefir heimsókn norsku fimleika- mannanna ekki haft sýnileg áhrif. Það var því „den primitive Gynmastik“, en gerð svo fljótt, að áhoríendur stóðu á öndinni. . . . Stökkin vom þeirra stei’ka hlið. Straumstökkin mjög góð, og bæði á löngurn og htlum hesti var sýnt ýmislegt, bæði tilþrifa- mikið og ömgt. — Á svifslá var flokkurinn ahgóður, og ýmsar æf- ingar ágætlega gerðai’. Að lok- um voru æfingar á mottu. I þeim voru íslendingarnir ekki langt á eftir Dönum, en hjá okkur eru þær mjög vanræktar . . .“ — Sama blað flytur eftirfarandi um- mæli tveggja annara sérfróðra manna. Gymnastiklærer Christof- fersen: „Kvenflokkuriim hefir yndislegt látbragð, og jafnframt var ágæt leikfimni í æfingunum. Táp og fjör var í karlflokknum; takið t. d. eftir hvemig þeir flytja til áhöldin. Það getum við aldrei látið ganga nógu fljótt“. Tuminspektör Gröner: „Ljómandi frammistaða! Verulega ágæt feg- urðar og látbrags sýning. Skoð- að sem kerfi getur það ef til vill verið vafasamt og erfitt að koma því inn í æfingar hjá okkur, en sem sýning er það glæsilegt . . .“ Af ummælum þessara séríróðu manna, sem áreiðanlega best geta dæmt um getu flokkanna, verð- ur best séð hversu mikla athygli fimleikar þeirra hafa vakið. 17. maí er þjóðhátíðardagur Norðmaima. Þann dag áttu flokk- arnir að sýna á Bakkelaget, sem er íþróttavöllur utarlega í Osló, en vegna óveðurs gat ekki orðið úr því. En gleriðjuhöldur þar í borg, Larsen að nafni, sem var mjög velviljaður íslendingum, bauð kennara, fararstj. og báð- um flokkum til miðdegisverðar heima hjá sér, og voru þeir þar þann dag í góðu yfirlæti. 19. maí fór fram í Osló keppni í fimleikjum milli Norðmanna og Dana. Norðmenn sigruðu. Við þetta tækifæri sýndi kvenflokkur- inn fimleika. Áhorfendur voru þá afarmargir, — hvert sæti skipað í Tumhallen, sem tekur um 1000 manns. Létu áhorfendur ótvírætt í ljósi aðdáun sína yfir sýning- unni, að því er Oslóarblöðin herma. Sunudaginn 15. maí fóru flokk- arnir frá Osló til Drammen, snögga ferð, og til Oslóar aftur sama dag. 1 Drammen var þeim tekið afarvel af íþróttamönnum bæjarins. Var farið um bæinn í skrúðgöngu, með lúðrasveit í fylkingarbrjósti, og var afskap- legur mannfjöldi saman safnaður á öllum götum, sem um var farið. Sýning fór fram undir berum himni, í blíðasta veðri, og var ágætlega tekið af þeim, sem á horfðu. Yfirleitt var þessi heim- sókn í Drammen hin prýðilegasta, og ógleymanleg þátttakendunum. í Osló var dvalið nærri heila viku. Skoðuðu félagsmenn okkar alt það merkilegasta og fegursta í bænum og grendinni. Osló Tum- forening hélt veislu, og var fé- laginu afhent málverk af Flosa- gjá, eftir Jón Stefánsson málara, sem minningargjöf frá í. R. Fréttir. Tryggvi Þórhallsson hefir legið þungt haldinn á aðra viku, en er nú á batavegi. Ensk leikkona, Dorothea Spin- ney, hefir lesið hér upp tvö leikrit, Alcestis eftir Evripedes og Hamlet eftir Shakespeare. Má fermur kalla það leik en upplest- ur. Leikur hún öll hlutverk sjálf, skiftir um burði, svip og róm svo aðdáanlega að ekki er minm ánægja að en þegar margir leika. Mun sumum þykja meira til um að hlýða á slíkan upplestur en þegar margir leika, og sumir þá misjafnlega, enda er slíkur leik- ur líkari því að lesa sjálfur og þó með miklum leiðbeiningum um einstaklingseðli persónanna og gang leiksins. Líkams- og lima- burðir leikkonunnar voru með af- brigðum fallegir, röddin tamin og svipbrigðin aðdáanleg. Má hik- laust telja að leikur konu þess- arar sé í röð hins besta, sem Reykvíkingum hefir gefist kost- ur á að sjá, og leitt hve fásótt þessi skemtun hefir verið. Er það þó kanske nokkur vorkunn þar sem fáir skilja hér þunga ensku til fullnustu. Var þó málið á gríska leikritinu auðskilið.. Það er ekki altaf ástæða til að hvetja menn til að sækja sýningar er- lendra listamanna, sem hingað sækja, en svo göfug list sem hér er um að ræða á mikla aðsókn skilið, ekki leikkonunnar vegna heldur áheyrendanna. Hún sýnir mönnum inn í nýjan heim, fagr- an og glæsilegan. Sundþraut. Ungfrú Ruth Han- son synti í vikunni sem leið frá Engey að steinbryggjunni á I klst. og 8i/2 mín. Jón Dúason hefir sent háskól- anum í Osló ritgerð um réttar- stöðu Grænlands og mun síðar verja hana við doktorspróf. Pétm- Jónsson óperusöngvari er gestur í bænum, góður gestur hvenær sem hann kemur. Hann er mestur söngvari íslenskra manna, sem gefa sig við þeirri list, og hefir hann skemt bæjar- búum nokkrum sinnum með söng sínum. Hefir honum verið tekið forkunnaivel eins og jafnan áður og þykir söngur hans ekki með minni afbrigðum en áður. Tyrkjaránið. Vestmanneyingar héldu á sunnudaginn var hátíð til minningar um Tyrkraránið fyrir þrem öldum. Hófst hátíðin með guðsþjónustu. Að því loknu voru blómsveigar lagðir á leiði síra Ólafs Egilssonar og síra Jóns píslarvotts. Voru sungnir sálmar eftir síra Jón og lék hljómsveit sorgargöngulög þegar gengið var til leiða prestanna. Síra Jes A. Gíslason hélt um kvöldið fyrirlestur um Tyrkjarán- ið. Fánar voru í hálfa stöng um allar Eyjar. Síldveiði gengur vel fyrir Norð- urlandi, og er mikill afli kominn á land, bæði til söltunar og verk- smiðjuiðnaðar. Stunda nú óvénju mörg íslensk skip veiðarnar, þar á meðal milli 20 og 30 bátar frá Vestmannaeyjum, og er vonandi að síldin flytji nú meiri gæfu í búið, en oft hefir áður verið, enda er þess nú full þörf. Reglulegar bflferðir til sund- lauganna hefjast nú um helgina frá B. S. R. við Lækjartorg. Er þess full þörf. Laugarnar eru nú mikið sóttar, einkum síðan sól- skýlin, fyrir karla og konur, voru gerð. Er þar um heilsubrunn Reykjavíkur að ræða, og gleðilegt hvað aðsókn hefir aukist í seinni tíð. Hvað mun þá, þegar sund- höllin rís upp inni í bænum? Reykjavíkurbúar hafa ekki ráð á að nota sér ekki heita vatnið til fullnustu. Sund þarf að verða skyldugrein skólabarna, og full- orðna fólkið hefir ekki síður þörf fyrir að baða sig og sóla í hverri viltu. Fræðslumálastjórastaðan. Um hana sækja: Ásgeir Ásgeirsson. síra Guðm. Einarsson, Halldóra Bjamadóttir, síra Magnús Bl. Jónsson og Vilhj. Þ. Gíslason. Umsóknarfrestur er útrunninn. Nefnd til að annast úttekt á Landsbankanum nú þegar hin nýju bankalög ganga í gildi, hef- ir ráðuneytið skipað, og eru þess- ir í nefndinni: Björn Árnason endurskoðari, Bjöm Kristjánsson fyi’v. bankastjóri, Einar Amórs- son prófessor, Jakob Möller bankaeftirlitsmaður og Ólafur Johnson stórkaupmaður. Mannslát. Vilhjálmur hrepp- stjóri Hjálmarsson í Mjóafirði lést 18. þ. m. eftir stutta legu. Hann var ágætur maður og með mestu búnaðarfrömuðum þar um slóðir. Verður hans nánar minst síðar hér í blaðinu. Árni Sigurðsson fríkirkjuprest- ur fór austur á land með Esju í gær og kona hans. Þór fór í gær um miðjan dag til landhelgisgæslu fyrir norðan land um síldveiðitímann. Með honum fór Hallgrímur Hallgríms- son magister til Akureyrar. Kem- ur hann aftur um miðja næstu viku. Hnífsdalsmálið. Rannsókn mun nú langt komin í því máli. Verð- ur ekki frekar af því sagt hér í blaðinu fyr en henni er lokið. Guðmundur Guðjónsson (Gama- líelssonar) hefir lokið prófi í hús- byggingafræði við „akademíið" í Wismar á Þýskalandi. Dvelur hann erlendis í sumar til frekara náms, en kemur heim með haust- inu. Guðmundur er hinn mesti efnismaður. Hetjuverðlaun úr sjóði Carne- gies hafa tveir bræður í Svarfað- ardal fengið fyrir að bjarga lít- illi stúlku frá druknun. Þingvellir. Að tilhlutun Þing- vallanefndar hefir verið unnið að sléttun á væntanlegum tjaldstæð- Ehf. Jón Sigmimdam ft Oo. Millur og alt til upphluts sérl. ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkröfu út um land, ef óskað er. Jón Sigmundsson guUsmiDur. Sími 388. — Laugaveg 8. Sjó- og bruna- vátryggingar. Símar: Sjótrygging .... 542 Brunatrygging . . . 254 Framkvæmdarstjóri 309 Vátryggið hjá íslensku félagi. L SKILVINDAN er smíðuð af stærstu og elstu skilvindu- verksmiðju í heimi og hefir náð fá- dæma útbreiðslu. Eru yfir 3.500.000 Alfa-Laval skilvindur í notkun víðsvegar um heim. Látið ekki dragast að kaupa ALFA-LAVAL skilvindu. Fást hjá Sambandskaupfélögunum. I heildsölu hjá Sambandi ísl. Samvinnufélaga. um fyrir þúsundára-hátíðina. Hafa ungmennafélögin lagt fram töluverðan vinnukraft ókeypis og munu halda því áfram fram að hátíðaárinu. Er það þakklætis- vert, að ungmennafélögin hafa boðið fram þessa vinnu. Með slíkum hætti verður undirbúning- urinn undir háhíðina miklu á- nægjulegastur. Má og vænta þess að svona starfsemi hafi gildi fyr- ir ungmennafélögin sjálf og þá einkum þá ungmennafélaga, sem til starfsins bjóðast. Ritstjóri Tryggvi Þórhallsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.