Tíminn - 01.10.1927, Qupperneq 3

Tíminn - 01.10.1927, Qupperneq 3
TlMINN 165 'W""W W'-W- W' ^ JW~W' Munið hin skýru orð Vestur-íslendingsins Ásmundar Jóhannssonar á síðasta aðalfundi Eimskipafélagsins: „Sú króna, sem fer út úr iandinu, er kvödd í síöasta sinn“. Kveðjið þér ekki ydar krónu í síðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með. Vátryggiö alt, á sjó og landi, lyá Sjóvátryggingarféiagi Islands. Kafíibætirinn ,Sóley6 Efnarannsókn hefir sannað, að hann stendur í engu að baki þeim ! kaffibæti, sem bestur hefir þótt á landi sér. Atvik hafa sýnt, að vand- látustu kaffineytendur þekkja ekki tegundirnar í sundur á öðru en um- búðunum. Plógar, herfi og síeing álg av í ' .V ■ ■ ■ ’ ■■'• "■.. ■ . - - - —■- i- ; v ■ ■ •■'A - eru altaf til hjá okkur. Sambaud íslenskra samvinnufélaga. fulls lofs vert. En þegar eg las grein ráðheiTans í Tímanum 17. þ. m. og sá hversu honum hefir ofboðið hvernig einföldustu heil- brigðisreglur eru brotnar í menta- skólanum, með því að ætla blaut- um yfirhöínum og höfuðfötum nemendanna geymslu í sjálfum kenslustofunum, þá gat eg ekki varist þeirri hugsun: Skyldi hann ekki eiga eftir að „sjá hann svai'tari“ ef hann heldur svo fram steínunni og skoðar víðar? Síðastliðinn vetur mestallan hafði eg á hendi kenslu í efna- fræði fyrir læknanemendur há- skólans hér, í fjarveru forstöðu- manns efnarannsóknastofu ríkis- ins, sem að undanförnu hefir haft kenslu þessa á hendi. Nemendur hafa haft æfingar í efnafræði á rannsóknarstofunni, þó að hún raunar sé háskólanum óviðkom- andi stofnun og alls ekki útbúin til kenslu. Eg áleit þá þegar að ástandið og aðbúð öll væri ger- samlega óviðunandi og háskól- anum til skammar og hafði hugs- að mér að vekja máls á því opin- berlega við tækifæri. Þetta hefir þó dregist og olli því mest von- leysi um að það mundi nokkum árangur bera, þangað til nú að mér virtist grein ráðherrans bera vott um að nokkur áhugi á slík- um efnum muni vakandi á „hærri stöðum“. Nemendafjöldi læknadeildarinn- ar hefir á síðari árum stöðugt farið vaxandi. I fyrra voru efna- fræðisnemendur 17, næsta ár þar á undan 12 að mig minnir, og þar áður víst aldrei meira en 8—9. Þessi hópur hefir orðið að hafast við í æfingunum í tveim litlum herbergjum. í öðru herberginu (því minna) eru geymd ýms áhöld, sem eru kenslunni óvið- komandi en taka upp mikið rúm og hvergi er hægt að koma fyrir annarsstaðar. í því geta tveir unnið, í hæsta lagi. í hinu her- berginu sem er nokkru stærra, geta máske 7 menn haft sæmilegt olbogarúm við borðin, en gólf- rými er þó alt of lítið fyrir þá. Alt rúmið ætti að duga handa 9 nemendum, ef ekki er hugsað um annað en olnbogarúm. En hér kemur fleira til greina. óvíða mun brýnni þörf á góðri loftræst- ingu, en í herbergum þai' sem margir menn vinna að efnagrein- ingu. Lokaðir skápar með góðri loftrás, þar sem hægt er að vera með alla þá mörgu hluti sem gefa frá sér óþef og eitraðai- ioftteg- unair eru á slikum stað meö öliu óhjákvæmiiegir eí vinnan á ekki aö verða Deinlínis hfshættuieg. í þessum stoíum er aö vísu einn slikur skápur en bæði er hann alc of litih (í'yrir svo sem 4 menn) og ioftrásin í honum svo ófuh nægjandi að guí'ur í'ara ekki síð- ur ur honum út í herbergið en ut um strompinn. AÓ secja upp rieiri skapa steiur auðvitað vinnu- piássi og þó loítrásina úr þessum eina kynni að mega bæta eitt- hvað, þá þýddi það lítið, ef helm- ingur nemenda eða meira þyrfti eftir sem áður að vera með alia sína „eitursuðu“ úti í herberg- inu, skáplaust. Hver sá, sem einhverja nasa- sjón hefir af verki því sem hér er unnið, mun geta gert sér í hugarlund hvíhk hollusta mum fylgja því í shku húsrúmi. Enda er það ýkjulaust, að htið má út af bera svo að nemendur verði ekki beinlínis að fíýja út undir bert loít, til þess að forða sér við köfnun. Þann tíma sem eg hafði kensluna á hendi kom slíkt hvað eftir annað fyrir,varþó sann- ariega setið meðan sætt var, og aldrei voru fleiri nemendur í einu að æfingum en 9, því eg neyddist til þess að tvískifta kenslunni vegna nemendafjöldans. Það hefir ekki verið gert fyr, enda aldrei verið eins margir nemendur, og varla von að kennarinn sé mjög fíkinn í að leggja á sig auka- vinnu, sem það óhjákvæmilega kostar, fyrir jafn illa launað starf. En það verð eg þó að segja fyrir mitt leyti, að heldur vildi eg hafa shka kenslu 4 sinnum á viku fyrir ekkert á almennilegri vinnustofu en tvisvar á viku, á slíkum stað sem hingað til, fyrir 1000 kr. á ári. Einu sinni í fyrra átti eg tal um þetta við „dekanus“ lækna- deildarinnar og benti honum á hversu andhæhslegt það væri, að læknadeildin (einmitt læknadeild- in!) skyldi ganga á undan öllum öðrum í því, að halda nemendum sínum og kennurum í slíkri heilsuspillandi vistarveru. Hann var heldur sagnafár um málið, játaði að vísu að ástandið væri ótækt, en virtist annars helst taka því með rósemi örlagatrúar- mannsins. Eg hefi hingað til aðeins minst á þetta mál frá sjónarmiði há- skólans. Eftir er að líta á það frá sjónarmiði rannsóknarstofunnar og verður þar ekki betra uppi á teningnum. Þegar búið er að leggja hin tvö áðurnefndu her- bergi undir kensluna, eru önnur ; tvö eftir. Þau eru með öllu ónóg | fyrir áhöld stofuimar og afleið- I ingin verður sú, að þar hrúgast hlutir upp í óreiðu og vei’ður ill- vinnandi. Stofan á nú þegar svo mikið af áhöldum að henni veitir alls ekki af öllu því plássi sem til er í húsinu og dugar þó varla lengi, því alt af bætist nokkuð við. Auk þess er húsaskipan þann- ig háttað, að ómögulegt er að verjast því, að sýrugufur og brennisteinsvatnsefni, frá æfinga- stofunum, fari um alt húsið, en þar af leiðir, að áhöld stofunnar, einkum hin viðkvæmustu og dýr- ustu, liggja sífelt undir skemd- um. Enda er mér kunnugt um, að forstöðumaður stofunnar hefir tilkynt læknadeildinni, að ekki muni hægt að hafa kensluna þarna framvegis, en ekki er mér kunnugt um, að neitt hafi ennþá verið gert til þess að koma mál- inu í viðunandi horf. Nú kynni einhver að hugsa sem svo: „Látum oss laga herbergin, sem notuð hafa verið, bæta loft- rásina og bæta við skápum þó rúmið minki við það, hafa svo æfingar alla daga vikunnai- með fáum mönnum í hvert sinn, og bæta upp a laununum þá fyrir- höfn, sem af því leiddi“. En sam- kvæmt því sem áður er sagt um húsnæðisþörf stofunnar sjálfrar, þá dugar slíkt ekki. Rannsókna- stofan má ekki missa einn þuml ung af því húsrúmi sem hún hefir. Eina leiðin út úr vandræð- unum er sú að háskólinn fái sína eigin efnarannsóknarstofu, þar sem hann hafi jafnan trygt rúm fyrir sitt fólk, — nemendur og kennara. Vitanlega gæti komið til mála að hafa það undir sama þaki og efnarannsóknarstofu ríkisins, en það verður þó að vera þannig að ekki flækist alt hvað fyrir öðru og það verður ékki í því húsi sem rannsóknastofan hefir nú. Líka gæti komið til mála, að slá báðum stofunum saman í eina stofnun undir einni stjórn (há- skólans), en þar bæri að sama brunni, því sú stofnun yrði þá að vera í tveim (eða fleiri) deildum, sem gætu starfað óhindraðar hvor af annari. Eg er alls ekki frá því að þessi leið myndi einna tiltæki- legust. Mörgum mun vaxa í augum kostnaður sá sem slíkar breyting- ar hefðu í för með sér. Þar til er því að svara, að of snemt er að vísa málinu á bug vegna kostn- aðar, meðan enginn hefir hug- mynd um hvað breytingin myndi kosta, en það hefir, mér vitan- lega, aldrei verið rannsakað neitt. Auðvitað kostar alt af nokkuð að reisa það við sem í rústum er. En að búa áfram í rústinni verður varla ábati né vegsauki til lengd- ar. Bjarni Jósefsson. um staka umhyggju og dugnað þess manns, sem fyrir nálega aldarfjórðungi byrjaði á ræktun- inni. Mörg tré eru þar þroska- mikil nú orðið — sum á þriðju mannshæð — og verður því þó ekki haldið fram með réttu af neinum, að ræktunarskilyrði séu góð á staðnum. Jarðvegur hefir verið í grynnra lagi og grýttur mjög og séra Sigtryggur hefir víða orðið að flytja mold að ann- arsstaðar frá, og áburð allan. Alt hefir það verið reitt í kláf- um. Ósléttur var jarðvegurinn í byrjun, en er nú prýðilega jafn. Á einum stað er smáhóll meter á hæð. En jafnhátt honum var yfirborð garðsins þar áður. Á hól þessum eru margir smásteinar, af ýmsum bergtegundum, sem finnast á Vestfjörðum. Snjó- þungt er víða vestra og eitt ár var ekki allur snjór horfinn úr „Skrúð“ fyr en 2. júlí. Hart myndi okkur þykja það hér syðra. 1 „Skrúð“ stundar séra Sig- tryggur bæði trjárækt og blóma og einnig töluvert fjölbreytta matjurtarækt. Reyniviðurinn setur svip á garðinn og þrífst vel; verður því ekki hægt að segja að garðurinn hafi skrýðst útlendum „lánuðum fjöðrum“, því reynirinn er góður Islending- ur. En björk var þama einnig, þó þroskaminni, og íslenskan víði sá eg þar vaxa til mikillar prýði. Rauðberjarunnurinn þroskast vel og sólberjarunna sá eg þar líka. Barrfellir, greni og fura eru þar til, en miklu síðri innlendu trján- um að þroska. Mikið úrval var þar af blóm- jurtum, þó flestar væru fallnar þá er eg kom. Bæði voru þær íslenskar og erlendar. Eina jurt sá eg þar, sem eg aldrei hefi séð áður hér á landi, þyrnalausan þistil, meterháan með bláum blómum. Er hann þann veg þang- að kominn, að séra Sigtryggur hafði tekið fræ af honum, er hann kom eitt sinn til Imatra á Finnlandi. Sáði hann því heima á Núpi og síðan hefir þistillinn blómgast þar árlega. Milli 80— 100 blómjurðategundir voru rækt- aðar í Skrúð í sumar. En séra Sigtryggur ræktar ekki eingöngu skrautjurtir í Skrúð sínum; hann hefir einnig gert tilraunir með nokkur gul- rófna- og kartöfluafbrigði og ýmsar káltegundir. Sá eg þar bæði blómkál, grænkál, sumar- hvitkál og blöðrukál, þroskað. salat, spinat o. fl. þessháttar smávegis var þar ennfremur. Vei'mihús úr steinsteypu, með glerþaki, og gleri í framhlið og endum hefir verið bygt þar. Voru þar ræktaðar blómjurtir margar í sumar og jarðarber. Við vegg- inn inni í húsinu er eitt tré gróðursett. Er það Platanviður, sennilega einasta tréð af þeirri tegund á Islandi. Ekki mundi hún úti þrífast. Vatn hefir orðið að leiða ofan úr fjalli í Skrúð, og ofarlega í garðinum hefir séra Sigtryggur látið útbúa lítinn gos- brunn. I stuttu máli er ekki hægt að segja frá öllu sem í Skrúð finst af jurtum — en mikið þrek og viljafestu hlýtur sá maður að hafa, sem gert hefir þetta að sínu lífsstarfi. Og þessi litli blettur af okkar landi, sem Sigtryggur á, verður margfalt fegurri þegai- hann skilur við hann en þegar hann tók við honum. Þetta er í sannleika að skrýða landið. Á sumrin kemur fólk í hópum að Núpi, til að skoða Skrúð. Á þann hátt getur slíkur garður orð- ið lyftistöng fyrir garðyrkju í heilum landsfjórðungi, eða á öllu landinu. Og þegar eg hugsa til þeirra sem standa fremst í garðyrkju á þeim slóðum, sem eg þekki til, þá hugsa eg til þeirra Guðbjarg- ar í Múlakoti í Fljótshlíð og séra Sigtryggs á Núpi í Dýrafirði. Trén eru að vísu hærri í Múla- koti, en Múlakot er líka í veður- sælustu sveit landsins, en Núpur svo að segja norður á útkjálka. Báðir garðarnir eru til fyrirmynd- ar. Mikið verk er að hirða garð eins og Skrúð og ágæta aðstoð til þess hefir séra Sigtryggur hjá konu sinni, frú Hjaltlínu. Bæði hafa þau mesta yndi garðyrkju- störfum. En frú Hjaltlína hefir verið á garðyrkjunámsskeiði í Gróðrarstöðinni í Reykjavík, hjá Einari Helgasyni. Frá Núpi fór eg inn að Hjarð- ardal og heimsótti þá bræður, Kristján og Jóhannes Davíðs- syni, sem þar búa. Eni þeir snyrtimenn í búskapnum og garð- ræktin hjá þeim í besta lagi. Sagði Jóhannes mér, að í haust myndu fást þar í Hjarðardals- hverfinu um 50 tunnur af kart- öflum, en það eru 2 tn. á nef hvert — stór og smá. Væri þá vel ef svo væri á öllu landinu. Alstaðar sá eg hve ánægjai; var mikil yfir hinni ágætu upp- skeru úr görðunum. Að Höfða kom eg til Gunnlaugs Þorsteinssonar héraðslæknis, er tekið hefir þá jörð til ábúðar ný- lega. Var þar unnið að jarðabót- um og sauðfjárrækt og þótt það sé fyrir utan minn verkahring leist mér svo á, að það myndi í góðu lagi vera hvorttveggja. Garðstæði er fallegt á Framnesi og eru þar bæði tré og runnar. Rétt hjá Framnesi er Höfði, þar sem Sighvatur Grímsson Boi'gfirðingur býr, og eg notaði tækifærið til að heilsa upp á gamla manninn. Enn iðkar hann sagnfræðina, þótt sjónin sé döp- ur og höndin óstyrk. Eg fór frá Höfða með Gunnl. lækni yfir að Þingeyri og leist mér svo á, að þar vestra myndi vera einn fjörður öðrum fegri. — Eru „fellin“ sérkennileg fyrir • Dýrafjörð; Mýrafell, Sauða- fell og Höfðinn, öll svipuð að lögun, alt út við sjó. Norðan í Sauðafelli er Þingeyri. Sýnist liggja illa við til ræktunar, en ekki ber þó á öðru en hægt sé að fá þar ágæta uppskeru úr görðunum. Sýnir það hve varlega má fara í það að trúa eingöngu því, sem er á bókina lært. Pró- fasturinn á Þingeyri, Þórður G. Ólafsson og kona hans frú María eiga þai- ágætan garð. Eg kom um kvöld að Þingeyri en fór aftur um morguninn og gafst því miður ekki tími til að heim- sækja prófastshjónin, en er eg kom til Reykjavíkur aftur, 1 á fyrir mér bréf frá prófastinum. Hafði prófasturinn fengið frá mér Eyvindarkartöflur og hafði í haust fengið 160 kg. Mest var undir einu grasi 15 kart., sem vógu 1550 gr. (3 pd. 10 kvint). Á Þingeyri sá eg snotra blóma- garða. En tíminn var naumur og eg varð að hraða ferð minni. Eg fékk flutning yfir fjörðinn, yfir að Gemlufjalli, en þar beið frú Iljaltlína frá Núpi með hesta, og fylgdi mér yfir Gemlufalls- heiðina milli Dýra- og önundar- fjarðar. En Gemlufallsheiðin er ein hin hægasta heiðin vestra. Við dvöldum litla stund á Vöðl- um, en héldu svo áleiðis út að Þórustöðum, því eg þurfti að hitta bóndann þar, Hólmgeir Jensson dýralækni. Var Hólm- geir bóndi að taka upp gulrófur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.