Tíminn - 12.11.1927, Qupperneq 3
TlMINN
187
komið ofan úr kjós, af Akranesi,
Eskifirði, Siglufirði, úr Mývatns-
sveit. Af Seltjamarnesi hafa bor-
ist 85 kr.; frá fjórum vinkonum
þeirra bárust 100 kr. frá hverri,
en 50 kr., 25 kr. og 10 kr. hafa
margar gefið. Bandalag kvenna
gaf 100 kr. og Hið ísl. kvenfél.
200 kr. — Péð, sem safnast hefir,
er nokkru meira en minnisvarð-
inn hefir kostað. Þvi, sem um-
fram er, ætlar nefndin að verja
til kaups á brjóstlíkneski af öl-
afíu, sem Kristinn Pétursson hef-
ir gert. Þykir myndin listasmíði
og er henni ætlað veglegt sæti á
Hallveigarstöðum, þegar stundir
líða fram. — Kann nefndin hinar
bestu þakkir öllum þeim, er með
fégjöfum eða á annan hátt hafa
stutt hana í þessu verki.
---o----
Frá útlöiidum.
Nýlega varð uppþot á þingi
Pólverja. Þegar þingið kom sam-
an til þess að ræða fjárlögin lýsti
Pilsudski því yfir, að þingfund-
um yrði frestað um óákveðinn
tíma. Er talið, að tilgangur hans
hafi verið sá, að hamla afskift-
um þingsins af fjármálum. Urðu
þingmenn æfir út af tiltækinu og
gerðu aðsúg að stjóminni. Flýðu
þá ráðherramir af fundi.
— Fyrir nokkru var Trotsky
vikið úr miðstjórn kommúnista-
flokksins. Hefir lengi verið uppi
ágreiningur í miðstjóminni milli
hans og samherja hans og ann-
ara. Virðist sú deila hama stöð-
ugt og verða víðtækari. Nýlega
hefir miðstöð Kommúnista lagt til
að þeir Trotsky, Sineovev og
Kamenev verðt gerðir rækir úr
flokknum. Tillagan hefir verið
lögð fyrir miðstjóm flokksins.
— Mussolini hefir að nýju gert
róttækar ráðstafanir, til þess að
aga flokk sinn og hreinsa þar til.
Hefir hann ákveðið að útnefna
sjálfur framvegis trúnaðarmenn
Fascistaflokksins, sem hingað til
hafa verið kosnir. Þrjú þúsund
manns hafa verið reknir úr
flokknum og tvö þúsund trúnað-
menn flokksins hafa verið settir
af.
— Úfar hafa risið milli Suður-
Evrópuþjóðanna út af Tangier.
Hafa Spánverjar og Frakkar ný-
lega gert með sér samning um
framan heldur Mbl. því fram, að
stefna Tímans í sjálfstæðismálum
sé sú, ,,að alt landið, með öllum
gögnum og gæðum, verði gert
að sameign íslendinga og Dana“.
Gierir blaðið Tímanum upp þau
orð, „að vegna þess að „hugsjón-
in“ sé fögur, þá sé ekki rétt við
henni að amast“. — Þetta er
bein álýgi og rakalaus uppspuni
blaðsins. Stefna Tímans og Fram-
sóknarflokksins 1 sjálfstæðismál-
um Islendinga er vel kunn. Mun
sá flokkur spoma fastast gegn
hverskonar erlendri ásælni. Flokk-
urinn og blöð hans hafa að vísu
lítið hirt um að vaða sífeldan elg
um sjálfstæðismálefnin. Honum
hefir verið allra flokka ljósast, að
þjóðarsjálfstæði Islendinga verð-
ur ekki trygt með pappírsgögnum
og auglýsingabrölti frammi fyrir
öðrum þjóðum, heldur með innan-
lands viðreisn, blómlegum at-
vinnuvegum, sterkum fjárhag
þegna og ríkis, sjálfstæði í versl-
un og siglingum, þjóðlegri ment-
un og háttum. Alt eru þetta
meginskilyrði fyrir tilveru þjóð-
arinnar og sjálfstæðisrétti hexm-
ar. Hið ytra form reynist harla
lítils virði, ef þjóðin örmagnast
undir skuldbindingum sínum og
reynist ófær, til þess að tryggja
hag, heilbrigt uppeldi og mentun
barna sinna.
Tíminn hefir áður lýst afstöðu
sinni til þess sérstaka deilu-
máls, sem valdið hefir svo miklu
moldviðri milli Mbl. og Alþbl.:
Hann hefir lýst því yfir, að hann
Tangier og eru ítalir óánægðir
yfir þeirri samningagerð og telja
hana óvinsamlega í garð Itala.
— Mælt er að Frakkar og
Jugoslafar undirriti bráðlega her-
vamarsamning sín á milli þess
efnis að hvort landið veiti öðru í
vamarstríði. Er talið að samning-
ur þessi sé gerður með vitund og
samþykki Chamberlains og
Mussolinis. En blöðin í Ítalíu em
þó að sögn æst út af samningn-
um. Óttast þau aukin afskifti
Frakka af Balkanmálum.
— Ráðstefna þjóðabandalangs-
ins hefir nýlega samþykt tillög-
ur um alþjóðasamning, þar sem
eru ákvæði um að afnema inn-
flutnings og útflutningsböxm.
Nokkur slík bönn em þó undan-
tekin og hafa ýms ríki áskilið sér
rétt til fleiri undantekninga.
— Vatnavextir ixnklir hafa orð-
ið í Nýja Englandi norðaustur-
hluta Bandaríkjanna og valdið
stórkostlegu tjóni. Bærinn Mont-
pelier í ríkinu Vermont er yfir-
flæddur og hafa farist þar um
140 manns..
----o----
Frétttr,
Dómsmálaráðherrann kom a8 norð-
an með Goðafossi á miðvikudaginn.
Brá hann af up'phaflegri áætlun
vegna illveðra og tafa.
Framsóknarfél. Rvíbur. Fundur
verður haldinn í næstu viku og
auglýstur í Vísi. Athugið það þér
sem viljið gerast meðlimir félagsins.
Hnífsdalsmálið. Eftir fregnum að
dæma mun rannsókn í málinu brátt
lokið. Samkvæmt ummælum rann-
sóknardómarans sjálfs í fyrrakvöld,
telur hann að yfirheyrsla hreppstjór-
ans í Bolungavík hafi orðið fullnægj-
andi. Eftir eru þar óbættar sakir
Péturs Oddssonar og annara upp-
reistarmanna. Eftir því sem næst
verður komist mun rannsóknardóm-
ardómarinn hafa gengið röggsamlega
og samviskulega fram í rannsókn
málsins.
Bjarni Ásgeirsson alþm. fór utan
með Fálkanum um miðja vikuna af
hálfu atvinnumálaráðuneytisins og
Búnaðarfélags íslands. Aðalerindið
er að undirbúa væntanlega löggjöf
um tilbúinn áburð á líkum grund-
velli og Tr. J>. hefir lagt til á undan-
fömum þingum, en ekki hefir náð
fram að ganga. Stendur svo á ytra
nú að þýsku og norsku köfnunar-
kynni illa erlendum fjárgreiðslum
í kosningaþarfir hér á landi.
Hinsvegar mun Mbl. ekki takast
að villa lesendum Tímans sýn um
rétt rök í þessu máli. Heilskygnir
menn munu ekki leggja trúnað
á þann uppaustur blaðsins, að
danskir verkamenn leggi fram
féð, til þess að hnekkja þjóðar-
sjálfstæði Islendinga, heldur að-
eins til þess að styrkja skoðana-
bræður sína í baráttu þeirra við
andstæða flokka iiman lands. —
Hitt er sérstakt deilumál, hversu
æskileg eða hversu skaðsamleg
er stefna Jafnaðarmanna í þjóð- ;
sldpulagsmálum. Um það eru !
Framsóknarflokksmenn Ihalds-
mönnum sammála í sumum grein-
um en í öðrum ósammála. Geta
þau efni ekki orðið frekar rædd
í þessari grein.
IV.
I eftinnælum um Jón sál.
Magnússon forsætisráðherra, í
Mbl. og öðrum blöðum Ihaldsins,
,var því mjög á lofti haldið sem |
einu af afreksverkum hans, að j
honum hefði tekist að leiða Sam- ;
bandsmálið til happsælla lykta I
1918. Hér skal enginn dómur lagð-
ur á þessa ályktun Ihaldsblað-
anna, heldur aðeins bent á, að
þetta hefir verið helsta skraut-
fjöðrin í höfuðfati Ihaldsins.
- Ekki hefði það þótt sennilega
spáð sumarið 1926, þegar Mbl.
mælti eftir Jón Magnússon með
þessum forsendum, að það myndi
1927 svifta hann látinn þessum
efnisverksmiðjumar eru í þann veg-
inn, eða hafa þegar myndað hring
um þá framleiðslu. Eru miklar von-
ir reistar á för B. Á. um að takast
muni með opinberum ráðstöfunum
að lækka þessa miklu nauðsynja-
vöru stórkostlega í verði.
Að norðan komu með Óðni á
þriðjudaginn landlæknirinn og húsa-
meistari frá vígslu og úttekt Krist-
neshælis. Dagur á Akureyri fljrtur
ræður þær er haldnar voru við
vígsluathöfnina. Mun síðar verða
vikið nánar að ræðunum hér í blað-
inu.
Svar við grein um Thorkillisjóð-
inn í síðasta blaði, frá formanni
reglunnar, biður næsta blaðs.
Bruni. Bærinn Melrakkadalur í
Víðidal í Húnvatnssýslu brann til
kaldra kola aðfaranótt 1. nóv. síðastl.
Komst fólk nauðulega úr eldinum á
nærklæðum einum. Brann þar búslóð
bóndans og vetrarforði og alt óvá-
trygt.
Dýpkunarskipið. Frá því hefir ver-
ið -skýrt áður hér í blaðinu að mikill
ágreiningur reis út af dýpkunar-
skipinu „Uffe“, sem starfað hefir í
Vestmannaeyjum og á Akureyri.
Neitaði Akureyrarbær að borga nema
nokkum hluta af kröfum hins ei>
lenda fjelags, sem á skipið og þá
krafði félagið ríkið um greiðsluna,
þar sem það var fyrverandi atvinnu-
málaráðherra, sem af ríkisins hálfu
hafði samið við félagið. Núverandi
atvinnumálaráðherra neitaði að
greiða féð úr ríkissjóði þar sem heim
ild var engin til þess og krafðist
gerðardóms um ágreiningsatriðin.
Jafnframt fól hann Magnúsi Guð-
mundssyni fyrirrennara sínum, sem
nú stundar málaflutningsmannsstörf
hér í bænum, að flytja málið fyrir
stjórnarinnar hönd. Fóru M. G. og
vitamálastjóri norður um daginn til
samninga við Akureyrarbæ og einn
eigandi skipsins sem þar er staddur.
Fóru svo leikar að fult samkomulag
náðist. Gekk Akureyrarbær að því að
greiða meirihluta fjárhæöarinnar,
sem á milli bar, en eigendur skips-
ins slógu af kröfunum c. 17 þús. kr.
Er rikissjóðurinn þannig alveg leyst-
ur frá áhættu af þessu.
Orðasafn. Orðanefnd Verkfræðinga-
félagsins hefir tekið saman orðasafn
úr viðskiftamáli. Birtist orðasafn
þetta í Lesbók Morgunblaðsins 3.
okt. 1926, en hefir nú verið gefið út
sérprentað í litlu vasakveri. Eru
þar um 650 erlend orð og orðskrípi
ýmist þýdd að nýju eða eldri þýð-
ingum snúið til betri vegar. Tilraun
heiðri. Nú er það samt komið á
daginn. Samkvæmt margendur-
teknum staðhæfingum Mbl. fengu
forsprakkar Jafnaðarmanna því
ráðið 1918, að hinu hættulega
jafnréttisákvæði var smeigt inn
í Sambandslögin. Jafnaðarmenn-
irnir sviku í sjálfstæðismálinu,
segir Mbl. Við fengum hin hættu-
legustu lög og Jón Magnússon
réði ekki við neitt!
Að Tímans áliti er Sambands-
málið of alvarlegt mál til þess að
stjórnmálaflokkarnir íslensku fari |
að kasta því á milli sín í árása- 1 2 3 4 5 6
og blekkingaskyni. Um það eiga J
allir flokkar að geta verið sam- j
mála. Hér er einungis bent á
þetta gönuskeið Mbl., til þess að
sýna, hvert óráðvendnin leiðir.
Fer svo jafnan, þar sem margar
tungur mæla úr einum hvofti og
engin þeirra af einlægni.
V.
Niðurstaðan af óviturlegum
vaðli Morgunbl. um sjálfstæðis-
málefnin er sú spuming, til ís-
lenskra bænda, hvað sé nú orðið
af víkingablóðinu, sem runnið
hafi í æðum þeirra, ef þeir ætli
hér eftir að fylgja Framsóknar-
flokknum að málum.
Fer ekki á milli mála, á hvem
hátt Mbl. vill að bændur votti nú
víkingseðli sitt. Þeir munu eiga
að gera það meðal annars á þann
hátt, er nú skal greina:
1. Þeir eiga að ganga berhöfðaðir
fram fyrir Fenger hinn
danska, höfuðpaur hins ís-
Heimilisiðnaðarfélag Islands
heldur námskeið í vefnaði frá 5 jan. til 14. mars 1925. 8 eða 4
stúlkur geta enn komist að.
Umsðknir sendist til undirritaðrar er gefur allar upplýsingar.
Guðrún Pétursdóttir
Skólavörðustíg 11 a — Sími 345
þessi er þörf og athyglisverð. Má
telja að á síðustu árum hafi erlend
og innlend orðskripi og bögumæii
flætt yfir landið. Efalaust er tilraun-
inni áfátt, en stendur til bóta. Kaup-
sýslumenn og húsmæður þurfa eink-
um að gefa gaum þessari tilraun og
ráðfæra sig við orðasafn þetta.
Kristneshæli. Gert er ráð fyrir að
það taki til starfa um miðjan þenn-
an mánuð. Hælið er bygt fyrir 50
sjúklinga en getur tekið nokkru
fleiri. það er hitað með vatni úr
Kristnes- og Reykhúsalaugum og
raflýst með orku úr rafveitu Akur-
eyrar. Alls kostar það nú % milj.
kr. og er fénu að hálfu leyti safnað
með samskotum. Mestur hluti sam-
skotafjárins er fenginn á Akureyri
og Eyjafjarðarsýslu. Læknir hælisins
er Jónas Rafnar. yfirhjúkrunarkona
er Sólborg Bogadóttir, ráðskona Ása
Jóhannesdóttir frá Fjalli og reikn-
ingshaldari er Eiríkur Brynjólfsson
frá Stokkahlöðum.
Stykkishólms-læknlshérað er laust
til umsóknar og er umsóknarfrestur
til 1. mars n. k.
Bmbættisrannsókn. Dómsmálaráðu-
neytið hefir skipað þá Stefán Jóh.
Stefánsson hæstaréttarlögmann og
þorlák Einarsson starfsmann á lög-
reglustjóraskrifstofunni til þess að
rannsaka embættisfærslu Einars Jón-
assonar sýslumanns í Barðastrand-
arsýslu. Fóru þeir vestur í fyrri viku.
Slysfarir. Umferðarslys gerast nú
tíð í Reykjavík. Fyrir skömmu varð
Jón Bergsson frá Dufþekju í Hvol-
hreppi í Rangárvallasýslu fyrir bif-
reið og beið bana af. — Sighvatur
Bjarnason fyrv. bankastj. varð fyrir
hjólreiðarmanni í Bankastræti. Fór
sá allgeist. Féllu þeir báðir sinn veg
hvor. Hjólreiðarmanninn sakaði ekki,
en Sighvatur slasaðist stórkostlega.
þykir tvísýnt um líf hans. Enn urðu
tvær konur fyrir bifreið á Lauga-
veginum og meiddust allmikið.
Gestir i bæmim. Staddur er hér i
bænum, í því skyni að leita sér
lækninga, einn af merkustu bænd-
um í Strandasýslu. Sigurður þórðar-
son á Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði.
lenska þjóðræknismálgagns
Berlémes og votta honum holl-
ustu sína og fylgi.
2. Þeir eiga að sundra kaupfé-
lögum landsins og versla við
Berléme, Garðar og aðra
danska og íslenska kaupmenn.
3. Þeir eiga að láta sér ant um
hagsmuni danskra hluthafa í
íslandsbanka og erlenda stein-
olíuhringa.
4. Þeir eiga að trúa Valtý, sem
hljóp úr liði þeirra, til þess
að ganga á mála hjá innlend-
um og erlendum kaupsýslu-
mönnum.
5. Þeir eiga að hjálpa honum til
að sjá um pólitiska útför Jón-
asar Jónssonar ráðherra.
6. Þeir eiga að trúa því, að mál-
gagn danskra fjáraflamanna
hér á landi beri íslenskan
þjóðarhag og þjóðréttindi fyr-
ir brjósti!
Takist þeim að komast á þetta
menningarstig munu þeir vera,
samkvæmt dómi Mbl., sannir af-
komendur víkinganna fomu, sem
sóttu hingað til lands á ofan-
verðri 9. öld og stofnsettu hér
íslenskt ríki og íslenska þjóð-
menningu!
Hugleiðið þetta, bændur!
Góð jörð
Hálf jörðin Syðra-Langholt £
Árnessýslu er til sölu og ábúðar
í næstu fardögum. — Jörðin er
vel hýst og tún í góðri rækt.
Upplýsingar gefur ábúandi
jaiðarinnar, og í Reykjavík
Hjalti Jónsson fi'amkv.stjóri og
Gestur Oddleifsson, Lokastig 23.
— Bjarni bóndi Jensson í Asgarði er
nýlega farinn heim aftur og hafði
ekki fengið bata á meini sínu. —
Enn hafa þessir verið nýlega á ferð.
þorleifur bóndi Guðmundsson frá
Háeyri, Bjarni Eggertsson hrepps-
nefndarm. á Eyrarbakka, Sigurgrím-
ur bóndi Jónsson í Holti, Guðmund-
ur bóndi Jónsson á Hvítárbakki og
Jón kaupm. Guðmundsson á Borgar-
nesi.
Krishnamurti. Frú Aðaibjörg Sig-
urðurdóttir flutti fyrirlestur í Nýja
Bíó siðastliðinn sunnudag kl. 3%.
Kallaðist hann: „Krishnamurti.
— Er hann mannkynsfræðari. Áhrif
og kynni". Aðsókn var svo mikil að
margir urðu frá að hverfa. Verður
síðar vikið nánar að fyrirlestrinum.
Dánardægur. Látinn er á Hurðar-
baki í Reykholtsdal þiðrik þorsteins-
son á tíræöisaldri, áður bóndi á Háa-
íelli á Hvítársíðu. Bjó haxm þar
rausnarbúi fimm tugi vetra; var gest-
risinn maður og höfðingi heim að
sækja. — þá er og nýlega látinn á
Seyðisfirði Kristján Kristjánsson hér-
aðslæknir þar eftir langa vanheilsu.
Hann var þingeyingur að ætt og
uppruna.
Milliþinganefndin í landbúnaðar-
málum er nú að byrja starf sitt
Eru allir nefndarmenn komnir. —
Neíndin byrjar á endurskoðun jarð-
ræktarlaganna.
Bækur.
Upton Sinclair: Smiður er
eg nefndur. — Ragnar E.
Kvaran þýddi. Rvik 1926.
Eitt af einkennum nútímans er
það, hve mjög' hefir brytt á því
í flokki skálda og rithöfunda, að
þeir veldi sér endurkomu Krisls
að sögu- og umræðuefni. Skáld-
sögur hafa úr komið, með áhrifa-
miklum lýsingum af viðureign
þeirra, meistarans og nútíma-
menningarinnar. En einhver
veigamesta sagan, af þessu tæi,
mun sú eftir Upton Sinclair, er
hér getur um. Er vel að íslensk
alþýða á ná kost á því, að kynn-
ast henni.
Ekki er ytri frágangur bókar-
innar jafngóður og skyldi. Prent-
un og prófarkalestur er að vísu í
góðu lagi. En pappírinn er illur
og myndin af Sinclair afleit, sú,
sem er framan við bókina.
En þetta gleymist skjótt þegar
fai’ið er að lesa söguna. Þegar
hún -fárað koma út í Alþýðublað-
inu, varð mér eitt sinn að líta í
hana. Eftir það gat eg engu blaði
slept, án þess að lesa söguna. Get
eg þess til, að líkt fari fleirum,
og verði þeir ófúsir að hætta
lestrinum, fyr en sögunni er lok-
ið. Ber margt til þess. Efnið er
að sínu leyti óvenjulegt. Og á
hinn bóginn er þrifið fast til
þeirra mála, sem mesta hræring
hafa vakið í hugum manna, hin
síðari ár, þjóðfélagsmálanna. Höf-
undurinn skrifar af skerpu og
þrótti og linar varla á, frá upp-
hafi til enda. Ofan á gneÍ3tar
sumstaðar af gamni. En undir-
straumurinn er alvöruþungur
sannleikur.
Efni sögunnar er í örstuttu
máli á þessa leið:
Ungur auðmaður, Billy að
nafni, á heima í einni af stóiv
borgum Bandaríkjanna. Hann fer