Tíminn - 26.11.1927, Qupperneq 1

Tíminn - 26.11.1927, Qupperneq 1
©jaíbfert 09 afgrctðsluma&ur Címans er Hannreig þorsteins&ótlir, Samban&sljúsinu, ReyfjaDÍf. JZ^fgreifcsía Cimans er i Samban&sfyúsinu. ©pm öagkga 9—\2 f. I}. Shni 490. XL ár. Reykjavík, 26. nóvember 1927. 52. blað. Skuldir samYinnumanna Samvinnublöðin hafa orðið að eyða talsverðu af of litlu rúmi sínu í neikvæða baráttu við að hrinda af samvinnufélögum lands- ins rógi andstæðinga. Minnast allir herfarar sauðasalans Ámes- inga, uppaustri íhaldsblaðanna út af skuldum nokkurra bænda á Rauðasandi við Samband ísl. samvinnufélaga og fleira af líku tæi. Hefir nú um stund orðið hlé á þessum árásum. Mun mega líta á það eins og logn milli bylja. Virðast uppaustursmennimir bún- ir til nýrrar atlögu og fara fram tveimur fylkingum. Stendur að baki annarar hinn sjálfkjömi foringi árásanna, sauðasali Ár- nesinga, en fyrir hinni sjálfskip- aður bankastjóri, sem mun telja sig eiga pólitískar vonir komnar undir vinfengi kaupmanna. Uppistaðan í árásunum er hin sama 0g jafnan áður. Era skuldir bænda taldar viðsjárverðasti þjóðarháskinn. Þá er og haldið á lofti gömlu illmæli um Hallgrím Kristinsson og aðra fremstu for- ystumenn í samvinnumálinu. Eru þeir taldir hafa, á uppgangs- áram félaganna, kappkostað að fá sem flesta í félögin, til þess að leggja á bændur pólitískan fjöt- ur með verslunarskuldunum! Hafa Valtý, sem kreisti tár úr augum sér yfir líkböram Hall- gríms, þótt slík eftirmæli fara yel í dálkum Morgunblaðsins. Og hinn sjálfskipaði bankastjóri, sjálf- stæðisgasprarinn Sigurður Egg- erz, vinnur það til vinfengis þröngsýnustu manna í kaup- mannastétt, að smána þannig lát- inn þann mann, sem hefir unnið eitt hið merkasta þrekvirki í við- reisn landsins. Má af slíku marka einlægni og drengskap beggja þessara náníðinga. Nokkrir pennadrættir verða að sinni látnir nægja, til þess að skygnast um eftir meginorsökum þeirrar furðulegu dirfsku, að samkepnismenn virðast kjósa nýjar umræður um skuldamál landsins. Nýlega mun annar bankinn hafa gefið tveimur af eigendum Morgunblaðsins eftir um 500 þús. kr. skuld. Ef á ann- að þúsund samvinnumenn í Eyja- firði leggja saman verslunar- skuldir sínar, sem þeir munu að vísu greiða, verða þeir samt ekki hálfdrættingar á móti þess- um tveimur stórþiggjendum í hópi samkepnismanna. Og þó er þessi 500 þús. kr. eftirgjöf aðeins lítilfjörlegt brot af öllu vanskila- sukki, prettum og eftirgjöfum skulda í liði Ihaldsmanna. Samt sem áður þykjast málsvarar þiggjendanna eiga erindi til bænda, til þess að koma þeim í skilning um, að verslunarskuldir þeirra séu mesti þjóðarháskinn! Ábyrgðafjötrað óreiðumanna- benda, sem brýst um í skulda- feni samkepnismanna og á í vit- um sínum vanskil, er nema munu tugum miljóna, vilja gerast svo djarfir að snúa vopnum sínum gegn verslunarstofnun bænda, sem hefir enn staðið í fullum skilum við alla lánardrotna! Slíkt er svo lýgilegt, að það verður ekki skihð án aukaskýringa. Tvent mun einkum valda þessu nýja herhlaupi í Uði skuldakong- anna. 1 fyrsta lagi sjá þessir kumpánar ofsjónum yfir gengi Framsóknarflokksins í landinu. Nú er það kunn staðreynd, að Framsóknarflokkurinn og sam- vinnufélög bænda eru tvær stofn- anir risnar af sama granni og studdar af sömu lífsskoðunum. Ala samkepnismenn í brjósti þær vonir, að ef takast mætti að vinna verslunarsamtökum bænda verulegan geig þá muni og póli- tískum samtökum þeirra verða hætt. I öðra lagi munu árásimar eiga rætur sínar í afvegaleiddri sekt- armeðvitund. Ihaldsflokknum má í þessu falli líkja við aumkunar- verðan óreiðumann, sem finnur einskonar fróun í því, að telja sér trú um samskonar ófamað annara og jafnvel óska eftir hon- um. Mennimir, sem standa á rúst- unum, sem þeir hafa skapað í viðskifta- og atvinnulífi landsins myndu fúslega vilja geta bent ] almenningi á, að bær náungans stæði í björtu báli! Bændur landsins hafa að vísu búið við tekjuhalla á undanföm- um árum. Með litlum undantekn- ingum vinna þeir kappsamlega að því, að rétta við efnahag sinn og verjast vanskilum. Þeir munu helst kjósa að fá að vinna störf sín og leita sameiginlegra úrræða óáreittir af skuldakóngum Rvík- ur. Þeir munu seint trúa á það, að þeim komi heil ráð frá þeim mönnum, sem hafa sólundað fé bankanna og skapað öldum og óbomum skilamönnum landsins sligandi vaxtakjör. Og ef þeir menn gerast svo djarfir að kjósa nýja ritstyrjöld út af ábyrgðum og skuldamálum landsins, þá munu þeir eiga í mörgu að snú- ast um það að mál þau era rædd til þrautar. ----o---- Bækur og listir. „Minningar“. Svo nefnast þrjár smásögur eftir Einar Þorkelsson. Greinir hin fyrsta, „Fósturbömin", frá konu, er missir ástvini sína, eig- inmann og fósturböm. Hún leit- ar þá tilfinningum sínum útrás- ar og lífi sínu festu á þann hátt að gerast einbúi og kasta ást sinni og umhyggju á fugla, mýs og ánamaðka, auk þess að greiða för þeirra, er viltir fara í hríð- um og kaffenni. — önnur sagan, „Svörtu göngin“ greinir frá hjá- trúarfullri stúlku, einfeldning, sem á í miklu stímabraki við að reka drauga og ára út úr bæn- um. Veður hún oftlega með beitta hnífa móti þeim ófögnuði uns slys hlýst af og hún skaðar mann, sem hún mætir í göngun- um. Fær hún upp úr því leið- rétting villu sinnar. — Þriðja sagan, „Bjargað úr einstigi“, er reyndar önnur saga Rannveigar í annari umgerð. — Þannig era allar sögumar til þess gerðar að varpa ljósi á mjög sérstæðar per- sónur, og fágæta þætti í sálarlífi manna. Fer hér sem víðar, að tvímælis orkar um hversu vel er stilt í hóf langsækni höfundarins. — Stíll Einars og málfar er afar sérlegt og um of á stundum. Hann á fágæta orðkyngi og er brothljóð í setningunum. Verða margar lýsingar hans sterkar, glöggar og eftirminnilegar. Utan úr heimi. Norsku kosningamar. Kosningamar í Noregi í haust gengu svo sem kunnugt er mjög á móti íhaldsstefnunni þar í landi. Bændur og þó einkum verkamenn, unnu mikið á. íhalds- stjómin, sem nú fer með völd, hlýtur að fara frá þegar þing kemur saman eftir áramótin. Hinsvegar er ekki auðvelt að spá hverju fram muni vinda í Noregi. Verkamannaflokkurinn er stærstur af flokkunum og að sjálfsögðu verður honum boðið að reyna að mynda nýju stjóm- ina. En til að geta það, þarf flokkurinn stuðning eða hlutleysi frá vinstrimönnum eða bænda- flokknum. I vissum málum eiga þessir flokkar samleið, en í öðr- um er allmikil andstaða. Auk þess munu verkamenn ófúsir að taka við stjórn, en vera samt í minnihluta. Vinstrimannaflokkurinn er ekki stór, en hefir á að skipa mörgum þektum mönnum er verið hafa í stjórn áður. Kveður þar einna mest að Mowinckel fyrram stjóm- arforseta. Hann er mikill maður vexti, fríður og karlmannlegur og hinn skörulegasti í allri fram- komu. Hann er einhver auðugasti maður í Iandinu, en lætur ekki fjársafnið binda sig íhaldinu. Hann hefir áður verið stjórnar- forseti og notið þá hlutleysis frá hálfu jafnaðarmanna. Mestur skörangur í liði verka- manna heitir Tranmæl. Hann er fæddur ræðumaður, viljasterkur og skapmikill. Ekki er talið lík- legt að verkamenn myndu fela honum stjómarmyndun, ef til þeirra kasta kæmi, fremur ein- hverjum sem meira er hægfara. Ihaldsmenn eiga ósigur sinn mjög að kenna Bergehneykslinu nafntogaða. Forkólfur þeirra, Berge, sem mest bar á í kosning- unum 1924 hafði þá sólundað 25 miljónum af ríkisfé til að halda uppi fjárglæfrabanka einum í þágu norskra fjárbrallsmanna. Lét hann hvorki þingið eða hina ráðherrana vita um þessa aðgerð sína. Andstæðingar íhaldsins létu svo sem kunnugt er draga Berge fyrir landsdóm. Sannaðist sekt hans margfaldlega, en íhalds- menn beittu flokksfylgi til að vemda ráðherra sína frá eðlilegri dómfellingu. Tókst þeim að formi til að eyða málinu, en landsfólkið dæmdi nú sektardóm sinn yfir framferði Berges og íhaldsmann- anna norsku, með því að hrinda þeim stórlega við kosningamar og kjósa mest heitustu andstæð- inga þeirra. Er helst að sjá sem flokkar bænda og verkamanna muni nú um stund eiga mestu gengi að fagna í Noregi og fer það að líkum að stærstu stéttir landsins láti mest til sín taka um stjórn landsins. Hitt er ann- að mál, að í Noregi sem annars- staðar mun oft hlaupa snurða á í sambúð stéttarflokkanna. J. J. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda hjálp og hluttekningu við frá- fall og jarðarför mannsins míns, Þorsteins hreppstjóra Tómas- sonar frá Skarði í Lundarreykjadal. Ámý Árnadóttir. Utan af landi. Sigurður Kristinsson forstjóri Sís hefir legið veikur, en er nú á batavegi. Mun þó að líkindum verða á því nokkur dráttur að hann geti gengið að störfum sín- um að nýju. Vestur-Eyjafjöllum, síðasta sumardag 1927: Sumarið er liðið og fær þau eftirmæli, að það hafi verið besta og blíðasta sumar í manna minnum. Veðurfar hefir verið óvenjulega hlýtt og stilt; mátti heita, að aldrei hvesti svo um sláttinn, að töf væri að við heyvinnu, en það er óvenju- legt hér í sveit, að ekki fari meira og minna hey „út í veður og vind“. Rétt í sláttarlokin misti samt presturinn í Holti 60—70 hesta af heyi, og nokkrir menn aðrir lítið eitt. — Heyfengur er í minna lagi, vegna þess að spretta var rýr, einkum á túnum, en nýtingin bætir það upp. Mat- jurtagarðar gáfu fádæma góða uppskeru, sennilega alt að Vs meira en í meðalári. Kartöflusýki hefir stungið sér niður á nokkrum bæjum og ger- spilt uppskeranni. Á stöku stað hefir líka orðið vart við sýki í gulrófum. Mun hennar ekki hafa orðið vart hér fyrr en nú. Tvö íbúðarhús hafa verið bygð í sumar hér í sveit, bæði úr stein- steypu. Annað er á Seljalandi, bygt í venjulegu sniði, en hitt á prestssetrinu í Holti, og er það bygt í sveitabæjasniði, með tveim bustum, svipað húsinu á Berg- þórshvoli, en þó að ýmsu frá- bragðið því, og era þær breyting- ar til bóta. — Er það fyrsta steinhús af þessari gerð, sem bygt hefir verið hér í sveitinni, en nokkur steinhús hafa verið bygð hér á síðari árum og gef- ast vel. Fyrsta rafmagnsstöðin í Rang- árvallasýslu var bygð í sumar í Hamragörðum hér í sveit. Fær hún afl sitt úr litlum læk og er leiðslan frá stöðinni heim að bæn- um 180 m. löng. Stöðin hefir 6% hestafl og nægir það til suðu, ljósa og hitunar. Bræðurnir Ormssynir í Reykjavík bygðu stöðina, og virðist hún vera mjög vönduð að öllu, en alldýr mun hún vera orðin. I Hamragörðum er umgengni hin besta utan bæjar og innan. Vatnsleiðsla var þar gerð fyrir skömmu, nær 200 m. löng. Þar er fagurt frá náttúrannar hendi, hátt hamrabelti fyrir ofan bæinn og sinn fossinn til hvorrar hand- ar, Gljúfrabúi og Seljalandsfoss. En Markarfljót rennur við tún- fótinn og er illur nágranni. Spill- ir það engjum jarðarinnar, sem era mjög litlar, og má búast við að þær eyðist þá og þegar. En þeim Hamragarðafeðgum er fjarri skapi að hopa af hólmi. Ætla þeir að rækta nýtt tún í heiðinni ofan við bæinn, þó það sé allmiklum erfiðleikum bundið, og nota til þess áburðinn, sem rafmagnið bjargar frá eldinum. Á öðrum bæ hér í sveit, Mold- núpi, verður rafmagsstöð fullgerð í haust. Era á nokkuð mörgum bæjum hér sæmilega góð skilyrði til rafmagnsnotkunar, en menn hafa til þessa tíma séð í kostnað- inn, sem eðlilegt er. Þó býst eg við að fleiri fari nú á eftir, þeg- ar ísinn er brotinn, enda er hér um að ræða eina bestu lyftistöng- ina að aukinni ræktun landsins, sem búnaðinum er lífsnauðsyn. Ný landssímastöð, 3. flokks, verður sett á Seljalandi í haust. S. V. ----o---- Á víðavangi. Aðstaða Framsóknar. Framsóknar- og samvinnumenn er staddir mitt á milli tveggja stríðandi öfgaflokka. Um lífs- skoðun og skipulagsviðleitni fara þeir bil beggja. Þeir eru Jafnað- armönnum sammála um að brjóta öfgar og yfirtroðslur fjárvaldsins á bak aftur. En þeir vilja ekki taka fram fyrir hendur einstakl- ingsframtakinu, heldur fella það í skorður skipulags og bróður- legrar samvinnu. Þeir hugsa sér skipulagið einskonar þjóðmála- skóla og uppeldisstofnun, sem el- ur í brjóstum frjálsra framtaks- manna hæfileikann, til þess að búa saman á jörðunni eins og siðaðir menn. Samkvæmt lífs- skoðun samvinnumanna, verða skipulagsumbætumar og einstakl- ingsþroskunin að fara saman, því að skipulag, sem ekki á stuðn- ing í almennum þroska, liggur undir áföllum og fer í mola. Þessi hófsama viðurkenning þróunar- lögmálsins er eitur í beinum öfgamannanna beggja megin. 1- haldsmenn vilja engar skipulags- umbætur, heldur skipulagslaust rupl og áníðslu fépúka heimsins eins og verið hefir. Jafnaðar- menn hyggjast aftur á móti að snögglækna meinsemdir mannfé- lagsskipunarinnar með lagasetn- ingum og bráðuni umbyltingum. Þykir þeim hófsemi samvinnu- manna illur þröskuldur á vegi, með því að hún dragi úr og skyggi á öfgamar hinum megin. Líta þeir á samvinnumenn svip- uðum augum eins og ofstækis- fullir vínhatarar á hófdrykkju- menn. — Þannig sitja samvinnu- menn fyrir ádeilum úr tveimur áttum og þurfa að vega á báðar hendur jafnframt því að þoka fram viðleitni sixmi. Ihaldsmenn brigsla þeim um að þeir séu grímuklæddir byltingamenn. — Jafnaðarmenn saka þá um, að þeir séu ekkert axmað en Ihalds- meim númer tvö, sem hafi á sér yfirskyn réttlætisins en svíki það í flestum greinum. — Urræði Framsóknar verður vitanlega, að láta sér fátt um fixmast geip hvorratveggja, en fara sínu fram. i , Skátahreyfingin. Tímanum hefir borist nýútkom- in skátasaga, sem nefnist „Eg lofa . . . .!“, eftir Vilh. Bjerre- gaard. Þýðinguna hefir gert Ei- ríkur J. Eiríksson, 16 ára gamall piltur á Eyrarbakka og er hún eftir atvikum prýðilega af hendi leyst. Sagan gerist á upphafstím- um skátahreyfingariimar í Dan- mörku. Hún er fjörlega skrifuð, skemtileg og göfgandi fyrir ung- lingana. Sagan er prýdd myndum og er 156 bls. á stærð. Kostnað- armaður er Aðalst. Sigmundsson skólastjóri. Er hann einn af for- ystumönnum skátahreyfingarinn-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.