Tíminn - 10.12.1927, Page 1
(ÖJaíbfeti
09 afgretðsluma&ur Címans er
Xanncei® or s t ei n söó11ir,
Sambanösíjúsinu, Srffjapíf.
XL ár.
Hlutverk
mí ðflokka
Einn af merkustu verkamanna-
foring-jum Breta hefir nýlega í
viðtali við danska blaðamenn lýst
því, hversu kolaverkfallið mikla
hafi orðið deiluaðilum lærdóms-
rík reynsla. Telur hann Breta
skilja nú betur en áður, að at-
vinnudeilur beri að jafna á þann
hátt að þoka saman deiluaðilum,
bæta kjör verkamannanna og
gera þá hluttakandi í halla og
ábata atvinnuvegarins sjálfs.
Kveður hann vera miklar vonir
um að á þessari leið muni finn-
ast úrræði er geti til langframa
afstýrt samskonar óhamingju og
verið hafi hið umrædda verkfall.
Meginhætta hverrar þjóðar er
sú, að atvinnufylkingar hennar
skipast í stríðandi sveitir. Um
leið og vinnandi stéttir landanna
risu gegn æfafomri rangsleitni í
skiftum þeirra við einvalda, aðal
og síðast auðherra nútímans,
hafa auðvaldssinnar skipast til
harðvítugrar mótstöðu. Hafa í
fari og háttum þessara andstæð-
inga skapast mótsettar öfgar.
Spoma aðrir af alefli gegn allri
viðleitni til skipulagsumbóta.
Hinir vilja kippa öllu skipulagi
svo langt úr fomu fari að engu
gegnir. Á milli öfganna skapast
geigvænlegt djúp, sem verður því
breiðara, sem deilur harðna.
Hlutverk miðflokka er að brúa
þetta bil og afstýra bylting-
um þeim, sem þjóðunum em bún-
ar af þverúð og ofurkappi áður-
nefndra öfgaflokka. Þeir eiga að
verða farvegur þeirrar þróunar,
sem ein er í samræmi við sein-
breytilegt manneðli. Höfuðlífs-
regla miðflokkamannsins í skipu-
lagsmálum er þessi: Samstarfi
manna og sambúð á jörðunni ber
að finna það form, að hver og
einn beri úr býtum réttan skerf
í hlutfalli við atorku sína, fram-
tak og verðleika. Ber því ekki að
hefta framtakið, heldur spoma
gegn yfirstoðslum, auðkúgun og
rangsleitai í skiftum manna.
Þessar eru meginreglur samvinnu-
skipulagsins, þar sem það er rétt
skilið og réttilega hagnýtt.
Af þessum ástæðum leggja
miðflokksmenn höfuðáherslu á
alþýðufræðslu, samvinnufélags-
skap og margvíslega félagsmenn-
ingu. Þeim er ljóst, að þroskuð,
réttsýn 0g samstarfshæf alþýða
er það bjarg, sem menning þjóð-
anna verður að byggjast á. Af
sömu ástæðu verða miðflokkar
alt af málsvarar lýðræðisskipun-
ar í stjómarfari. Þar sem mið-
flokkar hafa fengið næði til þess
að starfa að félagsmenningu, lýð-
fræðslu og skipulagsmálum verð-
ur stórslysum á sambúð manna
helst afstýrt. Af þessum ástæðum
eru Bretar manna líklegastir, til
þess að geta brúað djúpið milli
öfganna. Lýðræði og samvinna
stendur þar á gömlum merg
og er alþýðumenning þar 1
landi gömul og rótgróin. Vegna
þeirrar almennu þroskunnar stóð-
ust Bretar þá þjóðfélagsraun,
sem kolaverkfallið var í raun og
veru.
Blind fastheldni við æfagömul
skipulagsform og ranglætishug-
myndir annarsvegar, og blind trú
á hjálpræði snöggra og stórfeldra
umbyltinga hinsvegar er hvort-
tveggja jafnmikil fjarstæða, Var-
anlegar úrlausnir liggja þar á
milli, þar sem hófsamir menn
leita úrræða með félagsskipun og
þar sem umbætumar vaxa upp af
innri þörf og þroskun manna í
réttlátu og bróðurlegu samstarfi.
----0--
Utan úr heimi.
Rússar í Genf.
Um þetta leyti er haldinn í höf-
uðborg þjóðabandalagsins einn af
hinum mörgu afvopnunarfundum,
sem stórþjóðirnar reyna að halda
stundum oft á ári, án þess að sú
viðleitni beri nokkum sýnilegan
árangur. Þjóðverjar eru að nafni
til nálega vopnlausir, en aðrar Ev-
rópuþjóðir eru vígbúnar betur en
nokkru sinni fyr. Hinar tíðu af-
vopnunarumleitanir sanna þó eitt:
Löngun stórþjóðanna til að létta
af sér hemaðarbyrðinni. En erfið-
leikarnir eru miklir. Hver þjóðin
er kvíðafull um framtíðaröryggi
sitt. Víðast hvar fjölgar fólkinu
ótt og lífsbaráttan er hörð. Sú
þjóð sem lendir undir hæl nábú-
ans í styrjöld eða viðskiftasam-
kepni er hnept í varanlega
hlekki.
Vafalaust verður enginn beinn
árangur af þessum fundi fremur
en hinum sem á undan eru gengn-
ir. En dropinn holar steininn þó
hægt fari, og svo mun verða hér.
Smátt og smátt mun neyðin og
hin fengna viðurkenning um skað-
semi herbúnaðarins verða til þess
að afvopnun verður við komið, en
vera má að þess verði langt að
bíða.
En einn þáttur friðarstefnunn-
ar í Genf vekur mikla eftirtekt og
umtal erlendis. Rússar eru þar
með mikla sveit sinna fremstu
stjórnmálamanna og taka nokk-
um þátt í meðferð málanna. Mönn-
um verður að spyrja: Hvað vilja
Rússar á afvopnunarfund Vestur-
þjóðanna?
Fram að þessu hafa Rússar
ekki gengið í Þjóðabandalagið og
ekki farið dult með að þeir teldu
þann fjelagsskap aðeins grímu-
klæddan hring auðvaldskúgaðra
þjóða, er meðfram væri stofnað-
ur og haldið við til sóknar gegn
sameignarstefnu verkamanna.
I sjálfu sér er þess vegna furðu-
legt að Rússastjóm skuli senda
fulltrúa á slíkan fund og þykjast
menn vita að eitthvað annað muni
undir búa en af er látið.
Kemur þar sennilega tvent til
greina. Annarsvegar viðskiftaslit
milli Englands og Rússlands, er
bæði beint og óbeint skaðar báðar
þjóðirnar og þó einkum Rússa, en
á hinn bóginn tvískifting sú,
er meir og meir gætir í stiórnar-
flokknum rússneska. Hafa þeir at-
burðir gerst þar, er vel geta haft
mikla þýðingu síðar meir, að Trot-
sky og nokkrir aðrir af þektustu
og áhrifamestu mönnum bolsevika
hafa verið útilokaðir frá að geta
haft bein stjórnmálaáhrif í land-
inu. Bak við þá sprengingu í
flokknum eru tvær andstæðar
stefnur. Annarsvegar voru þeir
sameignarmenn er vildu sækja
sem mest fram, og ganga að því
með oddi og egg að koma á verk-
lýðsbyltingu í öðmm löndum. Hins
vegar voru hinir varasamari leið-
togar, sem vildu fyrst og fremst
gæta þess valds er fengið var í
Rússlandi, en töldu lítið sigurvæn-
Reykjavík, 10. desember 1927.
legt að hætta á að sækja fram í
öllum löndum. Þessi skoðunarhátt-
ur hefir orðið ofan á í Rússlandi,
og þá um leið sú stefna að nálg-
ast meir vesturþjóðimar og með
vinsamlegum afskiftum. Var það
líka hægara, því að undirstaða
viðskiftaslitanna frá hálfu Eng-
lendinga var hin ákafa sókn rúss-
neskra sameignarsinna víðsvegar í
heimsveldinu breska.
Það þykir því sýnu næst að full-
trúar Rússa á friðarfundinum í
Genf ætli sér ekki fremur en leið-
togar annarra þjóða að undirbúa
bráða afvopnun, heldur sé tilgang-
urinn sá, að hitta þar að máli leið-
toga vesturþjóðanna og undirbúa
friðsamleg skifti í verslun og fjár-
málum. Er þetta því auðveldara
fyrir rússnesku stjómina sem hún
hefir ekki félagsskap við hina
byltingagjömu samherja sína. —
Stjóm Rússa hefir því meiri
ástæðu til að leita aukins friðar
út á við þar sem hún vitanlega
stendur nokkuð höllum fæti inn-
anlands vegna ósamheldni hinna
fornu samherja.
J. J.
----O----r-
Bælcur og listir.
Sýning Gunnlaugs Blöndals.
Gunnlaugur Blöndal er einn
hinn efnilegasti af íslenskum
listamönnum. Hann nam fyrst
tréskurð hjá Stefáni Eiríkssyni
og fékk þá þegar orð á sig í
þeirri grein. Síðan fór hann til
útlanda og hefir stundað málara-
nám árum saman í mörgum
löndum og nú síðast í Frakklandi
um alllanga stund. Hann mun
vera eini íslenski listamaðurinn,
sem hefir kynst franskri list svo
ítarlega, að andi latnesku list-
menningarinnar hafi í sál hans
runnið saman við norrænt lund-
arlag.
Blöndal hefir fengið allmikla
viðurkenningu erlendis bæði í
Frakklandi og á Norðurlöndum.
Eitt af málverkum hans er það
sem að áliti sumra landa hans er
síst af þeim bestu er hann hefir
gert, lenti í úrvali af nýustu Par-
ísarlist á farandsýningu til Japan.
Blöndal hélt sýningu í sumar í
Kaupmannahöfn og þótti mikið að
henni kveða. Var ein af myndum
hans keypt á Carlsberg-safnið og
er það fyrsta íslenska listaverkið,
sem þangað fer.
Gunnlaugur Blöndal fylgir, svo
sem við er að búast, samtíð sinni,
en sneiðir langoftast hjá öfgum.
Hann hefir geisimikið vald yfir
litum og fágaðan smekk. Sumar
mannamyndir hans eru í einu bet-
ur gerðar, og ná dýpt skapgerðar
og gáfna betur en þekst hefir áð-
ur í íslenskri málaralist.
Á útmánuðum hverfur Gunn-
laugur aftur til Parísar og mun
hafa í hyggju að ílendast þar. Fer
vel á stórhug þeirra Jóns Þorleifs-
sonar að reyna að vernda betur
eld listarinnar með búsetu í stærri
löndum, heldur en líklegt er að
takast megi hér heima. En hörð
barátta bíður listamanna er nema
vilja land hjá framandi þjóð, því
að hver þjóð hlynnir mest að sín-
um mönnum. Mun sú verða reynd-
in um íslenska listamenn er búa
erlendis, að þeim munu endast
best yrkisefni frá íslandi og mark-
aður hér heima þótt lítill sé. Geta
slíkir menn verið engu síður þjóð-
legir og þjóð sinni til gagns og
sóma, þótt þeir vegna listar sinn-
ar dvelji í fjarlægum löndum.
J. J.
Ritsafn Gests Pálssonar.
Þorsteinn Gíslason hefir nýlega
gefið út ritsafn Gests Pálssonar.
Er þar mikill sómi og greiði
unninn íslenskum bókmentum.
Fylgir safninu skilmerkileg og á-
gæt ritgerð um Gest eftir Einar
H. Kvaran skáld, samtíðarmann
skáldsins. 1 bókinni eru skáldsög-
ur Gests, kvæði hans, fyrirlestr-
ar og úrval af blaðagreinum, alt
á nærfelt 500 bls. Frágangur er
góður. Af kvæðunum er aðeins
lítill hluti og er það vel farið, því
Gestur var lítið ljóðskáld. Aftur
á móti ritaði hann frábærlega vel
gerðar sögur. Fyrirlestrar hans,
ritdómur hans um Ijóðmæli
Matth. Jochumssonar eru einstæð
verk sinnar tíðar og bera vott um
frábæra siðferðislega karimensku.
Gestur hefir verið einhver mesti
ritsnillingur Islendinga á síðari
öldum. Hann beitti háðinu í ræðu
og riti á þann hátt að enginn
hefir leikið það eftir. Var það að
vísu nokkuð sárbeitt stundum.
En það var höfuðþáttur í list
hans. I niðurlagi greinar sinnar
um Gest segir Kvaran, að við
fráfall hans hafi ekki nema ör-
fáir menn með þjóð hans haft
„nokkra hugmynd um, hvílíkir
fjársjóðir af íslensku, listrænu
mannviti fluttu sig af jörðinni
með honum“.
---o---
Vínnautnin
á strandferðaskipunum.
Fá nýmæli hafa vakið meiri á-
nægju hjá mér en fyrirskipun
dómsmálaráðherrans um meðferð
ölvaðra manna á strandferða-
skipinu „Esju“.
Reynsla sjálfs mín á ferðalög-
um með strandferðaskipunum
stendur mér greinilega fyrir aug-
um. Seint í september s. 1. kom
eg með einu þeirra að norðan,
austan um land til Rvíkur. Fjöldic
farþega var með, svo að hvert
rúm var skipað og meira en það.
Eins og nærri má geta leið mörg-
um illa, bæði vegna þrengslanna
og sjóveikinnar, sem ávalt gerir
meira og minna vart við sig. Við
slíku verður ekki gert. En hitt
tók út yfir, að er á leið ferðina,
var naumast vært í skipinu fyr-
ir drykkjulátum. Um nætur voru
oft þvílík óp og óhljóð, að svefn-
friður var með öllu bannaður.
Og ölvaðir menn gengu berserks-
gang um þiljur og farrými, og
röskuðu ró friðsamra farþega. Eg
varð fyrir því eina nótt, að einn
þessara ferðalanga vakti mig úr
fastasvefni og firtist við í meira
lagi, er honum var gefið í skyn,
að nærveru hans hefði ekki verið
óskað.
Það má sjálfsagt segja, að far-
kostur landsmanna með ströndum
fram sé ónógur, og ferðafólki líði
því oft ver en skyldi. En fátæk
þjóð verður að þola þau óþæg-
indi, sem fjárskortur orsakar.
En hitt er með öllu óþolandi, að
þjösnamenni þau, sem hvorki
bera nógu mikla virðingu fyrir
sjálfum sér eða öðrum, til þess
að þeir reyni að halda viti sínu
óskertu, hafi leyfi til að vaða
uppi og gera friðsömum mönnum
óskunda.
Mér er eigi kunnugt, hver hef-
iS.fgtcifcöía
límans er i Sambanösþúsinu.
©pin baglega 9—\2 f. Ij.
^ími 496.
54. blað.
ir orðið árangur af tilskipun
dómsmálaráðherrans. Því miður
hafa sum blöðin tekið svo í þetta
mál, að full vansæmd er að. En
það traust vil eg bera til skip-
stjórans á „Esju“, að honum sé
kærkominn sá stuðningur, er
stjórnin hefir veitt honum til að
vernda þá farþega á skipi hans,
sem hegða sér eins og siðuðum
mönnum ber. Farþegi.
----0----
Leiðréttíng
Ut af ummælum í greininni
„Óbilgjarna klöppin“ í 52. tölu-
blaði Tímans um tillögur Flóa-
nefndarinnar, vildi eg biðja yður,
herra ritstjóri, fyrir eftirgreinda
leiðréttingu:
I grein þessari er talið, að
nefndinni hafi farist illa úr hendi
að velja stað væntanlegu mjólk-
urbúi, sem hugsað er að stofna
til í sambandi við Flóaáveituna,
en nefndin hefir bent á að reisa
búið í Flóanum í nágrenni ölfus-
árbrúar. Telur greinarhöfundur
nefndina hafa vilst framhjá „stað
1 nærsveit Flóans (væntanlega
Reykjum í ölfusi), þar sem sé
„nógur hverahiti, hentugt vatns-
afl til virkjunar og gnægð af góðu
lindarvatni“, en valið annan stað,
þar sem muni vera „fremur lé-
legt brunnvatn og engin leið að ná
i lindarvatn úr fjöllum nema með
afarmiklum kostnaði“.
I áliti nefndarinnar á bls. 40—
45 eru færð rök fyrir því, hvers
vegna Reykir í ölfusi er óheppi-
legur staður fyrir mjólkurbúið.
Hverahitinn hjá Reykjum vegur
alt of lítið móti auknum flutnings-
kostnaði á aðalmjólkurmagni bús-
ins. Aukinn flutningskostnaður er
talinn fullar 14 þús. kr. á ári, en
kola eða eldneytisspamaður hjá
Reykjum aðeins um 4000 kr., þó
geri sé ráð fyrir, að nægileg gufa
eða heitt vatn fáist úr jörðu til
þess að gerilsneyða mjólkina og
hita vatn og íbúðir og fáist að
öllu leyti ókeypis. Er því síst hall-
að á Reyki. Er m. a. einnig bent
á, að bændum í Flóanum er með
öllu ókleift vegna fjarlægðar að
nota eigin hestakerrur til mjólk-
urflutninga út að Reykjum og
muni því verða að kaupa flutning
þangað með bifreiðum.
Sýnt er og fram á í álitinu, að
búið hefir mjög litla orkuþörf,
1100—1250 kr. á ári, og gæti því
sparnaður við rafvirkjun, aðeins
orðið nokkur hluti þessarar upp-
hæðar, jafnvel þó virkjunin yrði
mjög ódýr. Þessi spamaður, ef
nokkur yrði, myndi því hrökkva
lítið upp í aukna flutningskostn-
aðinn.
Nefndin hefði vissulega heldur
óskað þess, að rannsókn þessa
rnáls hefði leitt í ljós, að unt
hefði verið með hagnaði, að nota
hverahitann, en því miður verða
ekki færðar gildar ástæður fyrir
því að svo sé.
Nefndin hefir þá trú á aukinni
mjólkurframleiðslu austur í Ár-
nessýslu, að hún skoðar bú Flóa-
manna sem fyrsta sporið til víð-
tækrar mjólkurvinslu þar og muni
áður mjög langt um líður rísa
upp fleiri mjólkurbú á Suður-
landsundirlendinu. Verði því að
velja þessu búi stað sérstaklega
með tiliti til hagsmuna þeirra,
sem að því eiga að sitja til fram-
búðar, en það eru íbúar Flóans.
Með hliðsjón af þessari megin-