Tíminn - 17.12.1927, Side 2

Tíminn - 17.12.1927, Side 2
206 TlMINN brcnt kJUrplaggið ofan i hrákadall I lœknishúsinu í Hólmavík. Sama dag, þann 19. júlí, setti dóm- ! arinn rétt í Hólmavík. Mœtir þá fyrir réttinum Karl G. Jffagnússon ' lœknir. Skýrir yfirheyrður svo frá, aö hann hafi hitt Jens AÖalsteinsson á „planinu" í Hólmavlk kjördags- morguninn. Hefði Jens skýrt sér frá hver ljóður heíði orðið á kjörplaggi sinu fyrir vestan. — Kveðst yfir- heyrður hafa hitt Jens siðari hluta sama dags og int hann þá eftir hvort hann vœri búinn að kjósa og hefði hann kveðið já við því. Hefði hanri ennfremur int eftir hvort Jens hefði tekið kjörplagg sitt og hefði Jens þá sagt: „Já, það er héma“ og dregið það upp úr vasa sínum. Kveðst yfir- heyrður hafa spurt hvort hann (Jens) vildi sýna sér það og hefði hann sagt það velkomið og rifið opið stóra umslagið, en „óupprifið hefði það komið upp úr vasa hans“. Kveðst yfirheyrður þá hafa rifið upp innra umslagið, skoðað seðilinn „og þá strax sagt við Jens: „þér hafið kosið rétt“ og sýnt Jens seðilinn; hafi þá Jens sagt: „þetta er ekki mín bendl. petta er falsað". Kveðst þá yfirheyrður hafa spurt Jens, hvort hann hugsaði sér að gera nokkuð í þessu, en Jens aftekið það, „seðill- inn vœri ónýtur“. Kveðst yfirheyrður þá hafa sagt: „Eg eyðilegg það þá“ og Jens hafi jankað því og farið, með þvi að hestur hans hafi beðið órór fyrir utan, og skilið kjörplöggin eftir. Kveðst yfirheyrður þá hafa farið að skoða kjörplöggin nánar. Aðspurður kveðst hann ekki muna, hvaða .vítundarvottar hafi staðið á vottorðinu né heldur nafn hrepp- stjóra, en ætlar það hafa verið úr ögurnesshreppi. — Kveðst yfirheyrð- ur einkum hafa borið saman rithönd Jens undir vottorðinu og rithöndina á seðlinum og hafi „komist að þeirri niðurstöðu, að vafasamt myndi þykja að sama rithönd væri á báð- um“. Út af þessu kveðst hann svo hafa hugsað með sjálfum sér „að það væri ekki hans að eyöileggja seðilinn og ákvað því að afhenda Jens hann“. — Hafi hann síðan dag- inn eftir afhent Jens kjörplöggin og hann brent þau ofan i hrákadall í lorstoíunni, að sér ásjáandL Framburði þeirra læknisins og Jens Aðalsteinssonar um atvik, er kjörplaggið var brent, ber saman. Aðspurður skýrir Jens frá því að hann hafi kveykt í kjörplagginu með eldspýtu upp úr sínum eigin vasa. Rannsókn dómarans laut að því, meðal annars, með hverjum hætti umræddir atkvæðaseðlar þeirra manna er greiddu atkv. utan kjör- staðar hefðu borist úr fsaíjarðar- sýslu á Strandir. Fékst um það vitnisburður tveggja manna. Kristinn Friðrik Benediktsson skýrir svo frá fyrir rétti í Hólmavík 20. júlí að hann haíi „tekið á móti þeim sem prívat maður úr höndum frambjóð- andans Bjöms Magnússonar, að því er hann frekast minnir, þegar Bjöm var hér á ferð (þ. e. í Strandasýslu) með ráðherra Magnúsi Guðmunds- syni“. Kveðst vitnið hafa geymt bréfín í peningaskáp póstsjóðsins kyrrum kjörum þangað til á kjör- degi. — Jón Halldór Jónsson bóndi í Tröllatungu skýrir svo frá fyrir rétti þar 20. júli, að hann hafi ver- íð umboðsmaður Bjöms Magnússon- ar á kjörfundinum að Heydalsá og haft með sér þangað kjörplögg þeirra Runólfs og Aðalsteins. En ,4 sínar hendur segir vitniö þessi bréf kom- in frá Bimi Magnússyni, og þau sér afhent á Hólmavik, þegar hann (B. M.) ásamt Magnúsi Guðmundssyni ráðherra hafi haldið fund þar“. Er þá hér með lokið yfirliti um Strandaprófin. Niðurstaða þeirra virðist í aðalatriðum vera þessi: 1. Lagður fram falsaður seðill AÖal- steins Aðalsteinssonar. 2. Tveír menn aðrir, Jens og Run- ólfur, bera það undir eiðstilboð, að seðlar sinir haíi verið íals- aðir. Og er framburður Jens studdur af framburði Karls G. Magnússonar læknis í Hólmavik. 3. Bjöm Magnússon hefir flutt seðl- ana norður á Strandir. Rannsókn Steindórs Gunnlaug'ssonar Með skipunarbréfi dags. 14. júlí 1927 var Steindór Gunnlaugsson full- trúi í dómsmálaráðuneytinu skipað- ur, „í forföllum hins reglulega dóm- ara“ í ísafjarðarsýslu, til þess að halda áfram rannsókn málsins. Hinn setti dómari þingaði fyrsta sinn í málinu á ísafirði 15. júlí. Mætir fyrstur fyrir réttinum Hálf- dán Hálfdánarson. Gaf hann skýrslu, spm að öllu leyti er samhljóða fyrri skýrslu hans. Neitar þverlega „að geta geíið upplýsingar um hvemig standi á hinum meintu nafnabreyt- ingum, en sjálfur kveðst hann ekki vera valdur að því, né heldur vita til að aðrir séu valdir að því“. — Skýrir yfirheyrður frá því, „að eftir því sem hann muni best, þá hafi samtals 12 kosið hjá sér fyrir kjör- dag af þeim, sem staðið hafi á kjör- skrá í Hnífsdal“. Auk þess hafi kos- ið hjá sér 4 úr Strandasýslu, og „hafi þeir allir tekið atkvæðaumslög sín með sér“. Sama máli sé að gegna um 1 kjósanda úr Barðastrandar- sýslu, 6 af ísafirði og 1 úr Skagafirði. „Mættur var fyrir rsttinum frjáls og óhindraður gæslufanginn Eggert Halldórsson frá Hnífsdal og var al- varlega ámintur um sannsögli. Dómarinn gekk á yfirheyrðan um hríð og spurði hann ítarlega um málið, en hann kvaðst engar upp- lýsingar geta gefið frekari en áður og neitaði að hann væri að nokkru leyti valdur að nafnabreytingum þeim, sem kært hefir verið yfir. Upplesið, staðfest, farið með gæslu- fangann aftur í fangahúsið“. Tveimur dögum síðar yfirheyrir dómarinn gæslufangana aftur. Er framburður þeirra nær eingöngu end- urtekning á fyrri skýrslum. Hálfdán Hálfdánarson skýrir svo frá, að hann minni að hann hafi fengið 35 utan- kjörstaðaratkvæöisgögn hjá sýslu- manni um það leyti sem framboðs- frestur var úti og hefði hann skilað sýslumanni 10 stykkjum aftur af þeim, en hefði ekki haft nein slík kjörgögn fyrir“. í þessu réttarhaldi og hinu næsta þann 18. júlí mættu fyrir réttinum, að tilhlutun dómarans, Haraldur Guðmundsson alþingismaður, Finnur Jónsson póstmeistari og Ingólfur Jónsson bæjargjaldkeri. Voru þeir yfirheyrðir um atvik þau er gerst hefðu, þegar hinir 4 kærendur komu til ísafjarðar með kjörplögg sín og báru fram kærur sínar. Hafði Hall- dór Kristjánsson opnað atkvæðaum- slag sitt í viðurvist þeirra. Hafði Ingólfur ritað fyrir þá uppkast að kærunum en Vilmundur héraðslækn- ir Jónsson hafði hreinskrifað þær. — Var framburður þeirra um öll atvik samhljóða framburði kærendanna. — Ingólfur Jónsson bar það fyrir rétt- inum „að Sæm. Sæmundsson skip- stjóri í Hnífsdal hafi nokkrum dög- um eftir að þetta gerðist sagt sér, að Hálfdán Hálfdánarson hreppstjóri hefði gert tilraun til þess á þriðju- dagsmorguninn 5. þ. m. (þ. e. júlí) að ná 2 atkvæðum, er greidd höfðu verið hjá honum og hann beðið Krlstján Jónsson frá Nesi í Grunna- víkurhreppi fyrir, en það hefði mis- tekist að fá þau, og Kristján farið með þau norður". þessum fram- burði neitaði nefndur Sæmundur síðar undir rannsókn málsins. En gæslufanginn Hálfdán Hálfdánarson neitaði honum eindregið í réttarhaldi sama dag. Næstu daga þingaði dómarinn í málinu. Kallaði hann þá fyrir rétt, meðal annara kærenduma fjóra. Eft- ir allítarlega yfirheyrslu feldi hann úrskurði um, að þeir skyldu allir settir í gæsluvarðhald. Forsendur fyrir úrskurði um fangelsun Sumar- liða Hjálmarssonar voru „að nokkuð ósamræmi væri í framburði" hans og „að hans framburður er ekki að öllu leyti samhljóöa framburði nokk- urra vitna í málinu". Að öðru leyti eru forsendur úrskurðanna þær, að „framburður kærendanna sé ekki í fullu samræmi við framburð vitnis" og „að rannsókn málsins sé skamt á veg komið“. þykir mega ráða af for- sendum dómarans, að þær séu bygð- ar á eftirgreindum atriðum: Sumar- liði man ekki eftir, að aðrir hafi verið viðstaddir, er gengið var frá atkvæði hans i Hnífsdal, en þeir Hálfdán og Eggert. En Kristinn Pét- ursson var vottur að atkvæðagreiðslu hans. Hann neitar því að hafa þuklað á umslagi sínu, áður það var brotið upp í votta viðurvist á ísafirði, 5. júli. En það bar vitnið Ingólfur Jónsson í réttinum. Og hann kveðst ekki þekkja rithönd á nöfnum, er hann hafði sjálfur skrif- að í réttinum. — Halldór Kristjáns- son þekkir rithöndina á tveimur seðlum, er hann heíir skrifað í rétt- inum, en er óviss um þann þriðja og hann man ekki hvaða dag kosn- ingin fór fram í Hnífsdal. „Kveðst vera búinn að gleyma því“. — Fram- burður þeirra Kristins Péturssonar og Sigurðar Guðm. Sigurðssonar er ekki í fullri samhljóðan við fram- burð vitnisins Ingimars Bjamasonar um orð er fallið hafi á ákveðnum stað og stundu milli þeirra og vitn- isins um kosninguna í Hnífsdal. Meðal þeirra er mættu fyrir rétti að tilhlutun dómarans voru þessir menn: Sigurður Kristóbert Sigurðsson, Árni Jónsson, Gisli Jón Hjaltason, Bæring Einarsson og Einar Ólafur Eyjólfsson. Höfðu þessir menn allir kosið í Hnífsdal hjá Hálfdáni hreppstjóra 4. júlí. Lagði dómarinn fyrir þá að finna seðla sína í seðlafúlgu Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Kristóbert „kveðst ekki fyllilega treysta sér til að þekkja sína ríthönd á atkvæðaseðlin- um, en telur þó rithendina á ein- um atkvæðaseðli, er dómarinn sýndi honum, líkjast mikið sinni rithendi, án þess þó að það (vitnið) treysti sér til að fullyrða, að það sé sín rit- hönd“. — Seðillinn var ekki þing- merktur. — Ámi „kveðst þekkja rit- hönd sína á einum atkvæðaseðli, er þingmerktist sem rskj. nr. 16“. Sjá prentm. nr. 19. — Gísli „telur sig þekkja rithönd sína á einum at- kvæðaseðli, er þingmerktist sem rskj. nr. 17“. Sjá prentm. nr. 14. Bæring „kveðst þekkja fyrir víst rithönd sína á einum seðli með nafni Finns Jónssonar og þingmerktist hann sem rskj. nr. 19“. Sjá prentm. nr. 16. — Og Einar O. Eyjólfsson „kveðst þekkja fyrir víst sinn atkvæðamiða með nafrri Finns Jónssonar á og þingmerkist hann sem rskj. nr. 20". Prentm. nr. 11. — Ekki tók dómar- inn rithandarsýnishom þessara manna í réttinum til samanburðar við þá seðla, er þeir töldu myndu vera sína seðla. Kristján Jónsson bóndi í Nesi mæt- ir fyrir rétti á ísafirði 22. júlí. Ber hann það, að Bæring Einarsson hafi beðið sig fyrir 2 atkvæðaumslög til fyrirgreiðslu norður í Grunnavíkur- hrepp. Hafi hann, rétt áður en hann fór norður, „hitt hreppstjórann i Hnífsdal og hefðu þá kosningarnar komið til tals og sömuleiðis kosn- ingaumslög þau, sem vitnið geymdi og segir það (vitnið) að hreppstjór- anum hafi farið orð á þá leið, að það væri nógu gaman að sjá utan á umslögin, en svo hefði það tal fallið niður og hreppstjórinn ekki frekar á það minst“. Dómaranum höfðu borist símskeyti frá Halldóri Júlíussyni sýslumanni, er fór með rannsókn málsins í Strandasýslu. Út af þeim skeytum kallaði hann fyrir rétt Gisla Sæ- mundsson ráðsmann á Ögri og Vem- harð Einarsson hreppstjóra í Hvitá- nesi, til þess að taka af þeim skýrslu um hversu til hafi háttað um at- kvæðisgreiðslu Jens Aðalsteinssonar er hann greiddi atkvæði á Ögri og um getur i Strandaþætti málsins. — Bar skýrslum um það algerlega sam- an við framburð nefnds Jens Aðal- steinssonar. þá bar og Gísli ráðs- maður á Ögri, að atkvæðið hefði ver- ið sent með símareikningum til Björns Magnússonar á ísafirði. Er hérmeð lokið yfirliti um rann- sókn Steindórs Gunnlaugssonar. Ef leitað er eftir niðurstöðu af rann- sókninni, er hún helst sú, að fjórir af fimm mönnum, er atkv. greiddu hjá Hálfdáni hreppstjóra í Hnífsdal og grunur lék á um, að kynnu að eiga falsaða seðla í seðlabunka Norð- ; ur-ísafjarðarsýslu álíta sig finna sína | réttu seðla. Hinn fimti, Sig. Kristó- ' bert, er svo óviss, að seðill hans er | ekki þingmerktur. Ekki verður hér getum leitt að því i hvaða ályktanir rannsóknardómarinn : hefir dregið af rannsókn sinni. Hér | að framan hefir verið gefið nokkurt yfirlit um rannsóknaraðferðir hans. Meðal annars var tekin í heilu lagi fyrsta prófun hans á gæslufanganum Eggert Halldórssyni. Til viðbótar má benda á, að fyrir rétti 20. júlí, kveðst Eggert muna „að „elnhverjir“ kjós- endur, er stóðu á kjörskrá í Stranda- sýslu, hafi greitt atkvæði hjá hrepp- stjóranum í Hnífsdal“. Lætur dóm- arinn þetta nægja og innir ekki frek- ar e.ftir því, hvorki þá né síðar, hverjir þessir „einhverjir" hafi ver- ið. Virðist aí þessu mega ráða að dómarinn hafi litið svo á, að um- ræddar atkvæðagreiðslur í Hnífsdal muni ekki hafa verið athugaverðar. — ,Enn má benda á það, að er hann leysir úr gæsluvarðhaldi þá Hálf- dán og Eggert, lætur hann svo um mælt um hvorn þeirra, að hann á- líti „ekki nauðsynlegt að halda fang- anum lengur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, enda þótt henni kunni eitthvað að verða hald- ið áfram ennþá". í samræmi við þetta álit dómarans er sú ráðstöfun hans, að leysa alla úr gæsluvarð- haldi, áður en hann lætur af rann- sóknarstarfinu. Önnur rannsókn Odds Gíslasonar. Næst þingar Oddur Gíslason i mál- inu 1. september. Var rannsókn sú risin af Strandaprófum og laut að því að rekja feril atkvæða þeirra manna af Ströndum, er atkvæði greiddu í ísafjarðarsýslu, eigi síst i Hnlfsdal. Var einkum yfirheyrður Björn Magnússon símastjóri, er ját- aði að hafa flutt atkvæðin norður. Að öðru leyti upplýstist ekkert um þetta -efni. Hálfdán og Eggert mót- mæltu framburði þeirra Aðalsteins og Runólfs; kváðu þá hafa tekið með sér atkvæðin, þegar er þau voru greidd og Birni Magnússyni er alger- lega varnað minnis um, hver hafi fært honum atkvæði þeirra Aðal steins og Runólfs. Hitt man hann að atkvæði Jens Aðalsteinssonar var honum sent með símareikningum. Rannsókn Halldórs Kr. Júlíussonar. Með konunglegri umboðsskrá dags. 11. okt. 1927 var Halldór Kr. Júlíus- son sýslumaður í Strandasýslu skip- aður rannsóknardómari í málinu. Er honum gefið vald til þess að þinga í málinu hvar á landinu, sem hann telur henta, hefta frelsi manna, ef hann telur nauðsyn til bera og kalla menn til vitnisburðar og yfirheyrslu án tillits til dómþinghár þeirra, er stefndir kynnu að verða innan þriggja mílna. þingaði Halldór Júlíusson íyrsta sinn í málinu í Hnifsdal 13. októ- ber og yfirheyrði mjög ítarlega þá Hálfdán Hálfdánarson og Eggert Halldórsson. Hafði dómarinn þann hátt að taka af mönnum æfiferils- skýrslur. Héldu yfirheyrðir fast og eindregið við fyrri framburð og þvemeituðu allri hlutdeild eður vitn- eskju um fölsun atkvæða á síðast- liðnu sumri. Var lagður fyrir þá framburður Aðalsteins og Runólfs um eftirgangsmuni yfirheyrðra við nefnd vitni um að greiða atkvæði í Hnífsdal og lýsa þeir það alt til- hæfulausan uppspuna. — Dómarinn sýndi Hálfdáni Hálfdán- arsyni „þá 5 kjörseðla, sem telja verður falsaða og heldur yfirheyrður því eindregið og einarðlega fram, að hvað sem um það sé, þá sé hann alsaklaus af þeim fölsunum og hafi slíkt átt sér stað, þá sé það sömu- leiðis án allrar sinnar vitundar og gagnstætt vilja sínum að öllu leyti hafi það komið fyrir á sínu heimili. Yfirheyrður játar það að ónotaðar birgðir af utankjörstaðar kjörgögn- um hafi ekki verið lokaðar niður og Eggert vitað af þeim og því haft að- gang að þeim — — —“. þann 15. okt. kveður dómarinn upp þann úrskurð að „þar sem bein sönnun virðist vera fengin íyrir því bæði með vitnisburði fjögurra eið- festra vitna og framkomu 5 kjör- gagna að atkvæðafölsun hafi átt sér stað á skrifstofu Hálfdánar Hálf- dánarsonar o. s. frv.“ „og alt, sem fram er komið í málinu hnígur f þá átt, að téður fyrrv. hreppstjóri og Eggert Halldórsson séu valdir að fyrgreindum fölsunum11 þá beri að setja Hálfdán í gæsluvarðhald en einangra Eggert í sjúkrahúsl ísa- fjarðar, þar sem hann, að dómi hér- aðslæknis, ekki þoli vist í fanga- húsinu heilsunnar vegna. Næsta dag fór dómarinn til Hnífs- dals, til þess að framkvæma varð- haldsúrskurðinn og voru í fylgd með honum lögregluþjónn og réttarvitni. En er þangað kom, neituðu þeir Hálfdán*) og Eggert að hlýða dómar- anum. Höfðu þeir og menn þar fyr- ir, er voru viðbúnir að hindra fram- kvæmd úrskurðarins. þetta votta þeir, er úrskurðinn birtu, með svo- feldum orðum: „— — en þeír voru með liðsafnað fyrlr, til þess að hindra fangelsunina og hafði rannsóknardómarinn ekki liðsafnað, til þess að framkvæma kvæma hana“. Rskj. nr. 5. Hvarf dómarinn frá við svo búið að því sinni, en 27. okt. fór hann að nýju til Hnífsdals og framkvæmdi úrskuröinn. Á réttarhaldi á ísafirði 17. okt. mætir meðal annars Jóna Jóhanna Jónsdóttir til heimilis á ísafirði. Hún kveðst hafa greitt atkvæði í Hnífs- dal, þar sem hún var í fiskvinnu síðastliðið vor. Staðhæfir hún „að Hálfdán hafi margsinnis oft beöið sig um að kjósa í Hnífsdal" og sagt, er hún skoraðist undan því, að það myndi verða svo mikil vinna 9. júlí, „að hún gæti ekki farið inn á ísafjörð, en hún aftur á móti ekki talið það lengri spöl en svo, að hún gæti fengiö frí til þess“. Með þessum framburði hefst nýx þáttur í Hnífsdalsmálinu. það upp- lýstist i næstu réttarhöldum að nokkrir kjósendur, búsettir á ísa- firði, fóru eða voru fluttir út í Hnífsdal, til þess að greiða þar ut- ankjörstaðaratkvæði. Gerði dómarinn sér far um að grenslast eftir ástæð- um til þeirrar ráðabreytni, þar sem virðast mátti, að nefndir kjósendur hefðu eigi síður getað greitt atkvæði hjá bæjarfógetanum á ísafirði. Fer mismunandi sögum um ástæðumar. Jakob Rósinkar Eliasson og Er- lendur Simonarson sjómenn á ísa- firði, kveðast báðir hafa kosið í Hnifsdal. Sem ástæðu greina þeir hvor um sig að þeir hafi kosið 1 Hnífsdal af því að þeir hafi orðið hinum samferða og hann hafi ætlað að kjósa þar. pó ber Jakob að Er- lendur hafi „verið beðinn að kjósa út í Hnífsdal af Bjama Bjamasyni keyrara“ og „að bílferðina út í Hnífsdal hefði Bjami Bjamason kostað“. Atkvæði þessara kjósenda mislögð- ust í umslögin, þannig að Jakob fer með atkvæðaseðil Erlends í sínu um- slagi en Erlendur með Jakobs. Báðir bera þeir að Bjami Bjamason hafi mælst til þess að þeir afhentu sér atkvæðin til geymslu en þeir neitað og skilið þau eftir í vörslum kvenna sinna, er þeir fóru á sjó. Hvoragu kjörplagginu var framvísað á kjör- degi og telja báðir að það hafi senni- lega verið af því, aö kvittur var kominn upp um atkvæðafölsun í Hnífsdal og brendi kona Erlends kjörplagg manns síns, en atkvæða- *) þegar dómarinn kom, til að framkvæma úrskurðinn, sagði Hálf- dán við hann: „þér hafið ekkert lögregluvald hér í Hnífsdal" og svaraði dómarinn: „í þessu máli hefi eg lögregluvald um land alt“. — í frásögu sinni kleip „Vestur- land“ framan af ummælum dómar- ans, svo frásögnin yrði boðlegur „Vesturlands-sannleikur" 1

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.