Tíminn - 21.12.1927, Side 1

Tíminn - 21.12.1927, Side 1
©jaíbfert 99 afgrei&slumaður í i m a n s er Kannaeig þor'stemsöóttir, Sambanöst)úsinu, SeYfjaDÍf. 2^.fgtei5sía (T i m a n s er í Samban&sfjúsinu. ©pin baglega 9—\2 f. i). Simi 496. XI. 4r. Reykjavík, 21. desember 1927. 56. blað. Ofvöxtur kaupstaðanna Dagblöðin í Reykjavík hafa undanfama daga vakið athygli manna á vörusýningum kaup- manna núna fyrir jólin. Ekki er torskilin viðleitni manna að selja vöru sína og í vörusýningum þessum kemur 1 ljós talsvert mik- ið af listrænu viti og smekkvísi, sem út af fyrir sig er til mikill- ar prýði. — En vörusýningar þess- ar eru önnur hliðin á andstæð- um í þjóðlífi fslendinga, sem vert er að benda á og hugleiða. — Eru annarsvegar atvinnufyrir- tæki landsmanna, landbúnaður og sjávarútgerð, hlaðin skuldum og aðkrept margvíslega. Hinsvegar glæsilíf oddborgara og vörusýn- ingar, sem vel má ætla að standi fyllilega á sporði samskonar sýn- ingum í höfuðborgum álfunnar. Eru þar saman komin þvílík kynstur af glysvamingi og ó- hófsvörum, að því líkast er sem íslendingar viti ekki aura sinna tal. Tvær em meginorsakir til fjár- hagsvandræða íslendinga þessi síðustu ár. önnur er sú að þjóð- in eyðir, þegar á alt er litið, langt um efni fram. Verð fram- leiðslunnar svarar ekki til eyðsl- unnar í landinu. Hin er sú að ó- viturlegar og óvægilegar ráðstaf- anir fjármálastjómarinnar árið 1925 íþyngdu öllum framleiðend- um afskaplega og bundu lands- mönnum byrðar, sem núlifandi kynslóð verður að skila að mestu yfir á bak þeirrar næstu. Það ár nam tap samvinnubænda einna saman, orsakað af gengishækk- uninni, um miljón króna eða ná- lega þriðjungi sameiginlegra við- skiftaskulda þeirra. Og sum stærstu framleiðslufyrirtæki þjóð- arinnar greiddu minni tekjuskatt en meðalvinnukona.Að sama skapi hækkuðu krónur fjáreignamanna, sem þeir höfðu grætt á verslun lággengisáranna. Hringrás veltufjárins hefir far- ið fram nær eingöngu við sjó- inn. Afli þess hefir verið beitt til að skapa nýmyndun á mölinni. Mikill hluti fjárins er sokkinn í töp og reksturshalla, án þess að grundvöllurinn undir framtíð bæjanna sé að traustari. Flótti af fornum stöðvum þjóðarinnar og forsjárlaust rányrkjukapp hef- ir farið saman. Og nú blasa við ömurlegar andstæður. Annars- vegar vanhirtar sveitir, þar sem mjög dregst í efa, jafnvel í bestu héruðum, hvort bændur fái haldist við bú. Hinsvegar glys- vörusýningar í Reykjavík þvílík- ar sem í stórborgum álfunnar og óhófslíf, þar sem verkalýður víðsvegar að af landinu eyðir verkkaupi sínu og efnum þjóðar- innar er varpað í svelg eyðsl- unnar. Þjóðin hefir í bili yfirbygt landið að borgum. Reykjavík er eins og risavaxið höfuð á þeim vanþroska líkama, sem kiknar undir þunganum. Örlög bæjanna eru óráðin. Framtíð þeirra velt- ur á vonum og ástæðum, sem Is- lendingar fá litlu ráðið um, þ. e. markaði og fiskigöngum. Hins- vegar er að engu að hverfa, ef þjóðin vildi að nýju leita á forn- ar stöðvar. Með áframhaldandi vanhirslu tekur bygðin að falla í dölum inni og hálfgrónar mold- arþústir drúpa þar yfir gleymdri sögu. Við höfum unnið mikil þrek- virki við sjóinn. En við erum að slitna upp úr fornum jarðvegi áður en við festum rætur í nýj- um. Og við erum í blindu veiði- kappi að brjóta brýrnar að baki okkar, áður en vegur er fær inn í nýja framtíð. Enginn, sem skil- ur framskrið hinnar hagnýtu menningar, heldur því fram, að íslendingar eigi ekki að sækja á d.júpmiðin með breyttum og bættum tækjum. En þeir sem skilja lögmál sögulegrar þróunar og tengsli þau, er binda óspilta menn við ættarstöðvar, vita, að hætta er á ferðum, þegar þjóðin tekur að sækja öll á hafið. Islendingar hafa fómað mjög mörgum miljónum króna á altari þjóðframfaranna. Þær eru sokn- ar í mishepnuð veiðibrögð. Samt er framtíð bæjanna ótrygð. Bjargráð þeirra verður: aukin ræktun og iðja samfara hófsam- legri veiðibrögðum. En meginbjargráð þjóðarinnar verður aukið landnám í sveitum landsins. Sjávarafli getur orðið svipull og markaðsvonir svikular. En vel ræktuð jörð bregst aldrei með öllu. Hinn lífssækni gróður, sem rís móti vaxandi degi á hverju vori, skilar átökum kyn- slóðanna með vöxtum og vaxta- vöxtum. Snúi þjóðin orku sinni meir en verið hefir um skeið frá rányrkju til ræktunar, munu al- grónar blómlegar sveitir vottá) að þjóðin hefir lagt fjármuni sína og handtök á tryggan stað. ----o----- Hnífsdalsmálið og Mbl. „Bölvaður dóni er N. N., hann drekkur „koges“! — og svo er hann svo nískur á hann“, sagði karl einn um stéttarbróður sinn! Líkt fer Mbl., er það ámælir Tím- anum fyrir að birta skýrslu um Hnífsdalsmálið, af því að það sjálft fékk ekki aðgang að rann- sóknarplöggum málsins.Læst Mbl. hafa verið hlutlaust í málinu og getur ekki fjarstæðara öfugmæli. Blaðið kostaði því til, að fá sím- leiðis til birtingar úr „Vesturl.“ þá ósvífnustu grein, sem nokkru sinni hefir birst um nokkurn fulltrúa réttvísinnar hér á landi. Hví skyldi rannsóknardómarinn leyfa aðgang að rannsóknarskjöl- um málsins því blaði, sem hafði aðhafst þá óhæfu. — Það er al- veg tilhæfulaust, sem Mbl. segir, að skýrsla Tímans sé „lituð“. Hún er, eins og tilvitnanir sýna berlega, algerlega nákvæm og í samræmi við gögn málsins. Mbl. á það við sjálft sig, ef því þykir málstaður hinna grunuðu manna vera „hömulega“ kominn. Það segir: „Hörmulegast er ástandið gagnvart þeim sem ákærðir eru“, því að þeir virðast „réttlausir" á meðan á rannsókninni stendur. — En höfuðgögn málsins hafa verið send til Scotland Yard og hinir grunuðu menn eru frjálsir ferða sinna, þó að viðlagðri tryggingu. Þetta „réttleysi" þeirra hlýtur því að felast í þessu, að Mbl. fékk ekki að rang- færa plögg málsins og taka þann- ig svari manna, sem grunur hef- ir fallið á. — Allir, sem fylgst hafa með málinu og afskiftum Mbl. munu fallast á, að því hafi verið sýnd réttmæt og hæfileg lítilsvirðing og má það sjálfu sér um kenna. Utan úr lieimi. Þýskaland og AustuiTíki. Eitt af vandamálum banda- þjóðanna er að hindra samdrátt Austurríkismanna og Þjóðverja og samruna þessara tveggja þjóða í eitt ríki. Þykja Frökkum og Englendingum Þjóðverjar nógu mannmargir og líklegir til harðrar mótstöðu ef til nýrrar styrjaldar kemur, þó ekki sé bætt í við Austurríki, með einni af höf- uðborgum álfunnar, Vínarborg. | Austurríki á í vök að verjast, j ekki síst með hina miklu og frægu höfuðborg. Áður var Vín i miðstöð í stóru keisaradæmi, sem : taldi um 50 miljónir. Þar voru meginstöðvar stjórnarvalds, fjár- mál og verslunar úr öllu hinu j víðlenda en ósamstæða ríki. Með í Versalafriðnum leystist keisara- dæmið upp eftir þjóðerni, og nú er Austurríki ekki nema dálítill landskiki, með nokkrum miljón- um íbúa kringum miljónabæinn Vínarborg. En Austurríki er þýskt að þjóðerni, máli og menn- ingu. Og ef sanngimi og réttlæti réði mestu um líf þjóðanna, þá myndi flestum finnast alveg sjálfsögð réttlætiskrafa að Þýskaland og Austurríki væru eitt ríki með tveim höfuðborg- um: Berlín, sem er mótuð af dugnaði, hörku og smekkleysi Prússa, og Vín, sem er glæsileg- asta heimkynni hinnar mildu, djúpu og fáguðu menningar Suð- ur-Þjóðverja. Fyrir skömmu voru tveir af helstu leiðtogum þýska ríkisins í kurteisisheimsókn í Vínarborg. Það voru þeir Mai*x og Strese- mann. Margar ræður voru haldn- ar við þessa samfundi og stjórn- málamenn og blöð Frakka og Englendinga veittu nákvæmlega eftirtekt hverri hreyfingu Þjóð- verjanna og hverju orði sem sagt var. En bæði Þjóðverjar og Aust- urríkismenn gættu sín vel. Ekk- ert orð féll opinberlega, sem benti á of mikinn samdrátt frændþjóðanna. Marx lét falla orð um þjáningar og böl heimsstyrj- aldarinnar. Stresemann talaði um Locarno og ævarandi frið þjóð- anna. En sum stórblöð íhaldsmann- anna þýsku stiltu miður í hóf í leiknum. Þau töluðu um „þögul- an samruna“, létu ótvírætt á sér skilja, að þýska þjóðin ætlaði sér að ná Austurríki í varanlegt fé- lag við sig. Hlutleysi stjórnar- innar væri aðeins látalæti og yf- irdrepsskapur. Og bandamenn trúa betur þess- um blöðum, um þetta mál, held- ur en skálaræðunum frá Vínar- borg. J. J. ----o----- Grænmetis-námskeið. Kvenréttinda- félag íslands gekst fyrir matreiðslu- námskeiði í sept. s. 1. Var þar kend meðferð og matreiðsla grænmetis og niðursuða berja. Um 80 konur gift- ar og ógiftar tóku þátt í námskeið- inu. Varð það mjög vinsælt, enda stórþarft. I-Iefir heyrst að félagið hafi í liyggju að gefa út matreiðslubækl- . ing, þar sem sagt verður fyrir um meðferð grænmetis og hagnýtingu innlendra ávaxta. ----O----- Minnisblöð „Pólitísk kaupfélög“. 1. Björn Kristjánsson og aðr- ir ofsækjendur kaupfélaganna endurtaka sífelt þá fullyrðingu, að kaupfélögin hafi verið „dregin inn í flokkapólitíkina“. En þéir hafa aldrei fært minstu rök fyrir þeirri staðhæfingu. 2. Hér skal nú staðhæfingu þessari hnekt með rökum og um leið skorað á andstæðingana að færa mótsett rök, ella kyngja fullyrðingum sínum og heita vís- vitandi ósannindamenn í þokka- bót. 3. Því aðeins er félagsskapur pólitískur að hann hafi afskifti af pólitískum málefnum, taki þau til umræðu á fundum sínum og geri um þau ályktanir í gerða- bókum. Þetta hafa íslensku kaup- félögin aldrei gert. 4. Kaupfélögin íslensku hafa hlutast til um aðeins eitt lög- gjafarmálefni. Þau beittu sér fyrir því að samið yrði og lagt fyrir þingið frv. til laga um sam- vinnufélög. Þannig laut þetta eina löggjafarmálefni að þeirra eigin réttarvemd. 5. Þetta munu andstæðingamir vissulega skilja og hafa altaf skilið. Þess vegna hefir. gagn- stæðum fullyrðingum auðsæilega verið haldið fram á móti betri vitund. 6. En nú kemur að því, sem er ofvaxið skilningi þeirra. Þeir fá ekki skilið, hversvegna megin- þorri kaupfélagsmanna hafa jafn- framt með sér samtök um þjóð- málefni yfirleitt. 7. Andstæðingarnir, og þar á meðal Sig. Eggerz, gera stöðugt veður út af fáfræði sinni; kveð- ast á engan hátt fá skilið, að menn „eigi að greiða atkvæði eft- ir þvi, hvort þeir versli í kaupfé- lögum eða hjá kaupmönnum". 8. Mönnum þeim, er halda á- fram að endurtaka slíka vitleysu, er svipað farið og skyldmennum bónda eins í Norðurlandi, er sagði um frændur sína, að þeir væru að vísu sorglega fáfróðir og þverúðarfullir, en hitt væri grát- legt hvað þeir væru sælir í vit- leysunni. 9. Bændur greiða ekki atkvæði með Framsóknarflokknum af því að þeir versla í kaupfélögum held- ur eru þeir kaupfélagsmenn og Framsóknarflokksmenn af sam- eiginlegri ástæðu, af því að þeir eru samvinnumenn í landsmála- skoðunum. 10. Verslunarsamtök bænda annarsvegar og landsmálasamtök þeirra hinsvegar eru tvær sjálf- stæðar greinar á einum stofni eða réttara tiltekið tvær bygging- ar risnar af sama grunni. 11. Kaupfélögin eru ekki póli- pólitísk. Þau hafa slík mál aldrei með höndum. Staðhæfingar þeirra Sig. Eggerz og B. Kr. um það efni eru tilhæfulausar. En kaupfélagsmenn eru pólitískir og hafa með sér pólitísk samtök. Og hverjir vilja reyna að sýna fram á, að þeim sé það óheimilt?! 12. Sig. Eggerz ætti að hætta að vera svo „sæll í vitleysunni" í ritsneplum þeim, sem hann peðr- ar í og lætur dreifa um bæinn við og við. Og B. Kr. ætti úr þessu að geta farið að átta sig á svo gömlu viðfangsefni. Um mat á dún. Það er nú svo komið að flestar útflutningsvörur eru flokkaðar og metnar til útflutnings. Hefir sú ráðstöfun gefið hina bestu raun, bæði um verðaukningu og vísari markað. Þó er það ein verðmikil vörutegund, sem ekkert hefir verið gert til að bæta meðferð og verkun á. Á eg hér við æðar- dúninn. Eins og æðardúnn er alment fluttur út, er hann mjög misjafn að gæðum og misjafnlega hreins- aður. Fer þar hver varpeigandi eftir sínu höfði og sín aðferðin er höfð á hverjum stað, bæði um hirðing og hreinsun. Á nokkrum stöðum er hann „kaldhreinsaður" einkum þar, sem vörp eru lítil. Þessi hreins- unaraðferð er ákaflega seinleg, en mun gefa mestan og bestan dún, ef vandvirkni er beitt. Al- gengast mun vera að „heit- hreinsa“. Það er baka dúninn í potti, á eldavél eða á jámplöt- um. Hreinsunar-aðferð þessi er langtum fljótlegri og getur gefið góða vöru ef vandlega er unnið bæði við bökun og hreinsun. Hér skul u talin nokkur atriði er áhrif hafa á gæði dúnsins og útlit: 1. Tíðarfarið. Ef votviðrasamt er um varptímann sígur vatn undir hreiðrið og dúnninn á botn- inum blotnar. Við að haldast rak- ur og heitur svo vikum skiftir, missir hann sinn hreinstálgráa lit og tapar seigju. Þetta er byrj- un á fúa eins og geitin 1 trjá- viðnum. 2. Þurkunin úti. Áríðandi er að dúnninn sé tekinn úr varpinu jafnóðum og unginn fer út, og þá strax greiddur í sundur, hreið- urbotnar hafðir sér. Þar næst ríður á að þurka hann eins fljótt og auðið er, við sól. Annars á maður víst að hann tapar lit og seigju. Sé dúnninn ekki full- hreinsaður strax að vorinu (sem er langbest) verður að mylja úr honum mesta mslið, geyma hann svo í þurru húsi, helst á lofti eða í hjalli, ekki troðinn í poka heldur lausan í bingjum. 3. Hreinsunin. Á henni veltur afarmikið hvemig vara dúnninn verður. Þýðingarmikið atriði er að hann sé bakaður við hægan hita þar til fisin hrökkva. Alltítt mun vera að baka hann við of biáðan hita, vill þá oft til að brennur það sem næst er pott- inum eða plötunni. Það sem brennur skemmir eigi dúninn, því það hrynur úr sem ryk, en það drýgir ekki vöruna og hitt sem ekki brennur hefir skemst. Hár- fínu krókamir á dúnþráðunum hafa ofhitnað svo þeir hrökkva af og við það missir dúnninn samloðunarkraftinn. Sé dúnninn aftur á móti illa bakaður, gengur mjög seint úr honum ruslið og hann hleypur í hnökra (þófnar) er það einna mesti galli á dún. Langbesta aðferð við bökun á dún er að baka hann við mið- stöðvarhita. Það er troða honum milli rifjanna í ofnunum og kynda svo miðstöðina sem hægt er. Með þessu móti fær dúnninn aldrei meiri hita en hann vel þolir (altaf neðan við 100°). Og hann bakast mjög vel vegna þess hve mikið kemst af dún í einu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.