Tíminn - 23.12.1927, Qupperneq 1

Tíminn - 23.12.1927, Qupperneq 1
(S)aíbferi og afgrei&sluma6ur ÍCimans er Hannueið þorstei nsöóttir, Sambanösijúsinu, KeyfjaDÍf. ^fgrcibsía 11 m a n s er í Sambanösljúsinu. 0pin öaglega 9—\2 f. Ij. Simi ^96. XL ár. Reykjavík, 23. desember 1927. 57. bktf. Móti dööun Úr gamallí ræðu. Jörðin er gengin fyrir ystu firð sporbrautarinnar og snúin á leið til sólar. Við höfum undanfarið átt lækkandi sól að baki. Færri og færri lífgeislar hins máttuga röð- uls hafa náð til okkar. — Nú eig- um við hækkandi daga framund- an. Við hverfum í átt til lífgjaf- ans. Raddir vorsins taka að óma í sálum okkar löngu áður en það rís ungt úr vöggu suðurhafa. 0g framundan rís draumsýn um þá fegurð, sem skín yfir Islandi, þegar suðrænir dagar og norræn- ar nætur mætast yfir fjöllum þess og ströndum. Sólhvörfin eru merkustu tíma- mót ársins í lífi Islendinga. Skammdegið gefur þeim meiri ljósþrá og fyllri vorgleði heldur en þeim er búa við meira jafn- degi. Gangurinn er erfiður fyrri hluta vetrar, jafnvel þó halli und- an fæti niður í dalbotn skamm- degisins. Myrkrið verður eins og versnandi ófærð. Og okkur verð- ur ólíku léttara um gang, þegar myrkrið fer að grynna. Við klif- um léttilega erfiðustu brekkur móti ungum degi, sem er að vaxa að fjalla baki. í fomum sið höfðu forfeður okkar miðsvetrarblót. Þá blót- uðu þeir til gróðrar. Þau blót munu hafa verið sólhvarfahátíð. Þeir fögnuðu vaxandi gangi sól- ar, meira Ijósi. Hver sönn hátíð, sérhver stund, sem leiðir okkur úr Völundarhúsi dagsanna inn í ríki andlegra nautna er hátíð mannshugans til fagnaðar Ijósi og gróðri í einhverri mynd. Við fögnum mest því eftirvænta. Borgir vona okkar eru bygðar á hæðum framtíðarinnar, þar sem gróðurinn baðast í Ijósflóði bjartra himna. Á slíkum stund- um getur okkur hlýnað af ást- ríki bamslegrar gleði. Þær stund- ir bera í sér töframagn æskunn- ar. Þær em mótverkun þreytunn- ar. Þær era gróðrarreitir manns- sálarinnar á leiðinni gegnum lífið. Eg skal minnast á eina tegund gróðrar, sem þróast í þessum reitum. Það er gróður endur- minninganna. Eg ætla fyrst að segja ykkur stutta sögu af henni ömmu minni. Amma gamla sagði okkur drengj- unum sögur. I rökkrinu settumst við hjá henni og hún jós af brunni minnis síns undursamleg- um sögum. Hún var margfróð og minnisgóð, en þó gekk söguforð- inn til þurðar. Og þá var ekki annað ráð fyrir höndum, en að endurtaka sömu sögumar. Okkur var það ekki á móti skapi. Við þreyttumst aldrei. En það kom fyrir að amma þreyttist á endur- tekningunum og hugur hennar hvarflaði frá efninu. Þá kom það fyrir, að hún lagði aftur augun, tautaði eitthvað fyrir munni sér og tugði — að okkur virtist ekki neitt. Og er við höfðum nokkrum sinnum spurt: „Hvað svo meira?" fórum við að veita þessum und- arlega fyrirburði athygli og spurðum: „Hvað ertu að tyggja amma?“ „Eg er að tyggja gaml- an hátíðamat", svaraði hún. Ykkur þykir þetta líklega hlægilegt sem von er. Þó er það ekki hlægilegt nema á yfirborð- inu. 1 orðunum hennar ömmu er falinn djúpur sannleikur, lífsspeki og skáldekaprur. Elkki svo að skilja, að amma væri skáld. En lífssannindin er hvarvetna að finna í einföldustu blæbrigðum lífsins og undir yfirborði gráts og hláturs. Hún amma var að tyggja gaml- an hátíðamat og tauta fyrir munni sér gömul samtöl. Hún var að lifa upp liðna atburði, liðnar hátíðir lífs síns. Hún var að njóta ilms og lita endurminn- ingagróðursins í friðuðum reit- um hugans. Líf okkar verður hraðstreymn- ara með hverju ári sem líður. Við lifum færri og færri stundir í samfélagi við okkar innra mann ef svo mætti að orði kveða. Við erum á síharnandi kapphlaupi til þess að grípa gæðin er við hyggj- um vera framundan: auð og alls- nægtir, lífsgleði og hamingju. Við horfum sjaldan aftur, litumst of sjaldan um í forðabúri reynslu okkar. Við skoðum ekki huga okkar um gildi líðandi stundar. Við keppum fram af alefli. Við flýtum okkur meir og meir í gröfina. En er ekki þetta vaxandi kapp- hlaup bygt á misskilningi ? Eg held við séum að renna gönu- skeið. Gæfan verður ekki hand- sömuð á hlaupi. Gæfan er, eins og guðsríki, innra með okkur. Hún er þar sem við stöndum, hún er í samúð og skilningi ná- ungans við hliðina á okkur, hún er í hversdagslegu starfi, hún er í þögulli fóm, hún er í gleði g’óðs félagsskapar, hún er umfram alt í nægjuseminni. Raunverulegt gildi þeirra hluta, sem við ráðum yfir er breytilegt. Það fer eftir því hversu vel þeir samrýmast smekk okkar og full- nægja þörfum okkar. Sveitabam- inu er eitt kerti jafndýrmætt eins og kaupstaðarbarninu er jólatréð. Það er því auðsætt að kröfur okkar geta vaxið fram úr öllum ráðum, til þess að full- nægja þeim. Vaxandi kröfur era eins og botnlaus hít eða óslökkv- andi eldur. Því meir sem við leitumst við, að handsama lífsá- nægjuna á þann hátt að fullnægja vaxandi kröfum, því meir firr- umst við hana. Heillaráðið verður því ekki það. að gera lífið að eltingaleik við mislynd atvik og ímynduð gæði, heldur að gera hverja líðandi stund að sem ríkustum hamingju- þætti í lífi okkar. Ráðið verður síður það, að brjóta svo og svo mikið af umhverfinu til geðþekni við sig heldur en hitt að samþýð- ast eftir föngum bæði mönnum og málefnum með vakandi við- leitni til umbóta. Á þann hátt verður hver dagur sáðtími í landi endurminninganna. Við þurfum ekki að elta fram- tíðina á röndum. Hún kemur yfir okkur nógu fljótt. Hún er eins og óstöðvandi fljót eða foss í fjalls- hlíð. Hún kemur stundum eins og ofviðri með þrumum og elding- um. Hún kemur vissulega með dauðann í fanginu og það ef til vill í dag eða á morgun. Hitt virðist vera skynsamlegra að lifa hvern dag til fulls og láta hann verða okkur kenslustund í reynslu og í viðbúnaði ókominna, dular- fullra daga. öngþveitið er eins og skollablinda. Við handsömum margt, en við rannsökum það ekki né skiljum; við sleppum því, til þess að geta handsamað það næsta. Á þann hátt verður lífið ekki veruleiki, heldur ósamstæð- ur di’aumur, fullur af vonbrigð- um og blekkingum, meira og minna fánýtur. Ávinningur lífs- ins verður þá sáralítill. Við göng- um loks í greipar dauðans með bundið fyrir augu og með hugann auðan. Raunverulegt takmark jarðlífs- ins er hvorki auður eða völd. Slíkt getur verið góðum mönnum nauðsynleg tæki, til þess að láta gott af sér leiða. En dauðinn slær okkur í duftið, tíminn og eyðingin sundrar efnunum. Glöt- unarkistan gleypir auðæfi mann- anna. — Hinn sanna ávinning lífsins er að finna á leiðum hug- rænna hluta, í þakklátsemi að loknu nýtu starfi í gleði hjartans yfir færðri fórn. Það er ilmur huggróðursins, sem stígur til himna. Það er ljós sálarinnar, sem sundrar myrkrinu. Það er athyglin, sem gefur okkur þekk- inguna. Það er nægjusemin og göfug viðleitni, sem gefur okkur sálarfrið. Þetta alt er eins og vor- regn yfir gróðurinn í landi end- urminninganna. Okkur ber að gera hvern dag að sólskinsstund í þessum gróðr- arreit, svo við getum, þegar dag- ur er að kvöldi liðinn, eignast kyrláta stund í síðasta rökkrinu og látið hugann reika um lauf- skrýdda lundi; svo við getum lit- ið yfir lífið eins og samstæða heild; lesið blóm horfinna há- tíðastunda, en látið sorgimar verða sem visnuð og fallin lauf. Stærsti ávinningurinn er að geta þá, auðugur af göfgandi reynslu, sáttur við lífið og mennina, verið reiðubúinn til þess að hefja göng- una með brekkuna í fangið móti nýrri dögun. ---o---- Landakotskirkja Síðastliðið vor byrjaði kaþólski söfnuðurinn í Reykjavík að í’eisa sér kirkju á Landakotstúni, og er byggingunni nú svo langt kom- ið hið ytra, að ekki er eftir að steypa nema lítið eitt ofan á tuminn. Þó verður kirkjan tæp- lega fullbúin fyr en næsta haust. Fáa myndi gruna að það gæti talist verulegur viðburður í sögu íslenskra bygginga, þó að lítill söfnuður, með erlendum höfuð- presti í broddi fylkingar bætti einni kirkju við þær mörgu, sem áður hafa verið til í landinu. Og þó er þessu svo varið. Kirkjur hafa verið og eru bygð- ar með tvennu móti. Sumar eru í eðli sínu samkomuhús eða fund- arsalur, þar sem prestur safnað- arins heldur einskonar andleg hreppaskilaþing. Tilgangur slíkr- ar kirkju er aðeins sá að rúma söfnuðinn allan eða sem mest af honum á messudögum. Þannig er og hefir verið háttað flestum íslenskum kirkjum. Nytsemi hef- ir verið sett ofar fegurð og smekk. Svo langt hefir gengið athugunarleysi um útlit kirkna, að dugandi menn hafa neglt steinsteyptar vatnsleiðslupípur skáhalt utan á kórgöflum, til að leiða burtu reyk frá ofni. Er lík- ast því sem ormur sé að skríða upp á kirkjuþakið. En til eru önnur hús til trúar- legra athafna, þar sem fegurð og samræmi í formi og línum er aðalatriði, en alls ekki eða að litlu leyti sókst eftir að geta rúmað í húsinu sem allra fjöl- mennastan söfnuð. Þannig var háttað hinum dásamlegu hofum Grikkja. Þau voru íbúð fyrir guðina. Þangað komu prestarnir og færðu goðunum fórnir vegna alþjóðar. En sjálf þjóðin, hinn mikli söfnuður landsins, fyltist andlegu brauði af að horfa á feg- urð og dásemd hofsins, utan frá. Kaþólska kirkjan neyddist til að gerbreyta í þessu efni frá venju Grikkja og Rómvei’ja. Söfnuðurinn varð að komast í kirkjuna til að hlýða þar helgum tíðum. Á fyrsta mannsaldrinum eftir að ísland varð kristið gerðu kirkjubændurnir sér vonir um að geta komið jafnmörgum mönnum þrautalítið inn í himnaríki, eins og rúma mætti í kirkjum þeim. er þeir reistu. En kaþólska kirkj- an erfði frá heiðni Suðurlanda smekkinn fyrir feg’urð í húsgerð- arlist. Á fyrstu öldum kristninn- ar voru bygðar fjölmargar stór- ar og fagrar steinkirkjur í róm- önskum stíl. Hálfboginn róm- verski kom þar í góðar þarfir, spenti yfir geysimikið rúm milli súlna og útveggja. Hreinleiki og göfgi einkendi þann kirkjustíl. Söfnuðuriim gat verið mannmarg- ur í kirkju sinni, þó að húsið væri jafnframt listaverk að stíl og frágangi. En á næstu öldunum, þegar kaþólska kirkjan lagði undir sig hin norðlægari lönd álfunnar, og náði djúpum og föstum tökum á hugum manna, varð til sá bygg- ingarstíll, sem best hæfir kristn- inni, hin gotneska byggingarlist. Háir veggir, brött og há þök, há- ir gluggar og dyr í oddbogaformi, háar súlur og hvolfgöng, líkast því sem stórskógur lokist að ofan með þéttum, samfeldum lauf- krónum. Engar byggingar era betur í samræmi við óró og sárs- auka miðaldakirkjunnar heldur en þær þúsundir af undurfögrum gotneskum kirkjum frá blómaöld kaþólskunnar, sem dreifðar era um álfuna frá syðsta odda ítalíu og norður í Þrándheim. Flóttinn frá jarðlífinu, og löngunin til að breiða opna anna hátt móti fögn- uði hins óþekta en eftirþráða himins, endurspeglast í hverjum steini og hverri línu í hinum gotneska miðaldastíl. íslendingar bygðu margar kirkjur á þessum tíma, og af fornum heimildum sést að síst var til þeirra sparað. En byggingarefnið var haldlaust, timbur og torf, og úrkomur og vindar eyddu hverri byggingu fljótlega. Ef íslendingar hefðu kunnað að byggja úr steini á blómaöld kaþólskunnar myndu nú standa veglegar dómkirkjur í Skálholti og á Hólum og fagrar gotneskar smákirkjur prýða hverja sveit. En hér var hvorki marmari eða hinn mjúki, en hald- góði kalksteinn, sem varð uppi- staðan í kirkjubyggingum hinna suðlægari þjóða. Gotnesku kirkjurnar eru hið varanlega og dýrmætasta þrek- virki kaþólsku kirkjunnar. Þær eru fagur og óafmáanlegur skáld- skapur í steini, eins og Islend- ingasögur eru skáldverk heillar þjóðar, í óbundnu máli. En eins og það er hamingja Islands að þjóðin hefir um nokkurt skeið komist í þann hugblæ, að geta skapað hinar fornu sígildu bók- mentir, svo er það þjóðarólán að sú mikla orka og hrifnin*-, sem þjóðin lagði í kirkjur sínai’ á mið- öldunum skyldi hverfa minjalaust í haf gleymskunnar. Siðabótin hafði djúptæk áhrif á tvennan hátt. Hún leysti Norður- Evrópu beinlínis og allar siðaðar þjóðir óbeinlínis úr deyfandi faðmlögum þröngsýnnar miðalda- guðfræði. En um leið hvarf sá hugblær, sem fæddi af sér fagr- ar kirkjur. Síðan um siðabót hafa verið bygðar ótölulegar kirkjur. margar dýrar, einstaka fallegar, en tiltölulega fáar sem jafnast á við byggingarafrek miðalda-ka- þólskunnar. Örbirgð íslands kemur víða fram, en hvergi fremur en í kirkjubyggingum landsmanna. Vöntun á byggingarefni, auði, verklegri kunnáttu og þroskuðum smekk, hefir alt sameinast þeirri meginstefnu mótmælendahyggj- unnar, að kirkjan ætti að vera f-undarhús safnaðarins, og hvorki list eða andagift í línum stílsins kæmi þar til greina. Fyrsti Islendingurinn sem á seinni tímum sýndi í verki skiln- ing og listasmekk í sambandi við kirkjubyggingar, var Rögnvaldur héitinn Ólafsson. Þrátt fyrir fá- tækt þjóðarinnar og daufan smekk og áhuga samtíðarinnar tókst honum að gera nokkrar kirkjur, sem hafa varanlegt gildi.*) Því miður andaðist Rögn- valdur á miðjum aldri, og síðan hefir verið lítið um ánægjulegar kirkjubyggingar, þangað til í vor sem leið. Kaþólska trúboðið í Reykjavík hafði keypt fyrir alllöngu einhver bestu byggingarstæði í höfuð- staðnum, Landakotshæðina, og reist þar fátæklega kirkju og spítala, en síðar mjög smekkleg- an barnaskóla. Nú í sumar hefir þessi litla trúboðsstöð bygt þar einskonar dómkirkju, úr stein- steypu, í gotneskum stíl. Austur- hlið kirkjunnar veit að bæmrni, þar sem bygðin er mest. en höf- uðdyr og turainn móti höfninni. óbygt tún er austan og norðan við kirkjuna. Hún stendur tyátt og einstök, og er prýði fyrir all- an bæinn. Guðjón Samúelsson hefir teikn- að kirkjuna, en Jens Eyjólfsson staðið fyrir verkinu, og báðir að því er virðist, leyst störf sín prýðilega af hendi. Þá hefir bisk- up kaþólskra manna hér á landi, Meulenberg, verið lífið og sálin í kirkjubyggingunni, vakað yfir hverju handtaki, eins og móðir yfir veiku barni. Tæplega getur hjá því farið að bygging Landakotskirkju verði til að marka djúpt spor í sögu ís- lenskrar byggingarlistar. Þar er 1 fyrsta sinn bygð kirkja úr var- anlegu efni í hinum sanna kirkju- stíl. Byggingarstaðurinn er valinn svo sem best má verða. Þar með eru fengin hin ytri skilyrði. En við þetta hefir Guðjóni Samúels- syni tekist að bæta tveim upp- götvunum, sem eru sérstaklega þýðingarmiklar hér á landi. Eitt af einkennum hins gotn- eska kirkjustíls er það, að af því veggir eru mjög háir, gluggar Frh. á 4. síðu. *) Mestar af kirkjum Rögnvaldar eru á Húsavík nyrðra og í Hafnar- firði. því miður var hin síðari eyði- lögð til hálfs af söfnuðinum, með því að láta hana standa niöur á eyrinni en ekki uppi á hamrinum. J. J.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.