Tíminn - 11.02.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.02.1928, Blaðsíða 1
(S)aíbfcri 00) ofgrei&sluma6ur Cimans er Xannueig þ o r s t e t n s bó tli r, Sambanösfyústnu, Heyfjocíf. ^fgœifcsía <T i m a n s er i Sambanbsljúsinu. ©pm baglega 9—(2 f. íj. Simi 496. xn. <1. Reykjavík, 11. febrúar 1928. 7. blaö. íhaldsiiego á tyngi. Flestir landsmenn eru þess lík- lega minnugir, hvaða mál það voru, sem Ihgldsstjómin barðist ötullegast fyrir þann tíma, sem hún var við völd í landinu: Hún vildi gefa togarafélögunum eftir stórfé í skatti, stofna fjölmennan og dýran lögregluher í þágu út- gjörðarmanna, leggja niður ríkis- verslun og varpa með því frá rík- issjóði hundruðum þúsunda í tekj- um, koma gömlu, úreltu skipulagi á Mentaskólann, en stofna ferlega dýrt skólabákn í Rvík, til þess að sjá fyrir almennri fræðslu. Áfrek hennar á fjármálasviðinu voru m. a. gengishækkunin mikla og heim- ildin til amerísku lántökunn'ar. Nú er Ihaldsflokkurinn í minni- hluta í þinginu. Foringjar hans verða nú að sætta sig við það að aðrir menn en þeir beri fram þau stóru mál, sem líklegust eru til framgangs. Nú er tækifæri fyrir þjóðina allá að gefa gaum að því, hver þau mál voru, sem stjómarflokkurinn fyrverandi fylgdi fastast fram áð- ur, og hver þau mál eru, sem hann berst nú á móti. Eftir margra ára baráttu hefir þjóðinni tekist að fá þingmeiri- hluta og stjóm sem í alvöru vill vinna að umbótamálum landsins. Á þessu þingi hafa því komið fram óvenju margar gagnlegar nýjungar. En afstaða Ihalds- flokksins til þeirra er fljótmörk- uð. Jón Þorláksson og fylgismenn hans flestir eru svo að segja á móti hverri einustu tillögu sem frá stjóminni kemur. Hvað vill nú þjóðin segja um þá menn, sem á undanfömum ár- um hafa lagt á hana byrði á byrði ofan, en þykjast nú hafa leyfi til að standa í gegn hverju framfaramáli? Bændur landsins eiga að veita athygli Ihaldsmönnunum, sem nú gjöra sitt til þess að hindra það að bústofn þeirra sé trygður. Sjómenn og bátaeigendur ættu að muna það, að íhaldsmenn eru á móti því að eftirlit sé haft með skeytasendingum til togara, sem brjóta landhelgislögin. Mentamenn landsins þurfa að hafa vakandi auga á háskólar kennaranum, Ihaldsmanninum Magnúsi Jónssyni, sem nú fer hamförum gegn þeirri sjálfsögðu réttarbót, sem stjómin hefir veitt norðlenskum námsmönnum. öllum borgurum landsins ber að gefa gætur að forsætisráðherr- anum fyrverandi, Ihaldsformann- inum Jóni Þorlákssyni, sem nú gjörir það, sem hann getur til þess að tefja þær breytingar, sem nauðsynlegar em til þess, að full- nægja réttlætinu 1 landinu. Eitt af því, sem Ihaldsmenn hafa hrósað sér mest af, er það, hve ákaflega þeir láti sér ant um sparaað á fé ríkisins. Nú skulu nefnd tvö dæmi til þess að sýna hvemig þeir taka tillögum um að draga úr stofnkostnaði nauð- synlegra fyrirtækja. Stjómin hefir borið fram frv. um betrunarhús og letigarð. Nauðsynin er knýjandi til skjótra aðgjörða. Nýtt hús til þessara af- nota mundi kosta of fjár. En nú vili stjómin létta útgjöldum af ríkissjóði með því að breyta í fangahús hjálfgjörðu sjúkrahúsi, sem ríkið á að mestu leyti, á Eyr- arbakka. Þannig væri ráðið fram úr miklu menningarmáli með til- tölulega litlum kostnaði. En nú vill Jón Þorláksson endilega byggja nýtt fangahús. Fengi hann að ráða yrði annað tveggja, að hegningarmálin yrðu fyrst um sinn þjóðinni til vanvirðu eða út- gjöld ríkisins ykust stórlega. Annað frv. ber stjómin fram : um að bæta úr alþýðufræðsluþörf Rvíkur, án mikilla útgjalda fyrir ríkissjóð. Ætlast hún til þess að notuð séu skólahús þau, sem rík- ið nú á, og komist af með tíma- kenslu að mestu leyti. En fremur hefir andað kalt frá Ihaldsmönn- um til þess frv. Gott dæmi um þverúð Ihalds- manna í þinginu er afstaða þeirra til þingsályktunartill. þeirrar, sem fram kom í Efri deild um að rann- saka bréfaskifti milli stjóma Spánar og íslands út af Spánar- samningnum. Tillagan er flutt samkv. áskorun Stórstúkuþings og tilmælum stórtemplars. En af því að margir íhaldsmenn eiga sæti í Stórstúkunni, treystist þingflokkurinn (í Ed.) eigi til að vera móti tillögunni. En þá tók hann það ráð að sitja hjá og greiða eigi atkvæði. En auðvitað kann hann því illa, að brotin sé sú leynd, sem hann vill láta hvíla yfir sumum athöfnum fyrverandi stjómar. Það var mikil gæfa íslensku þjóðarinnar, þegar henni tókst að fella íhaldsflokkinn frá stjóm á síðastl. sumri. En mennimir, sem hindra framfaramálin í þinginu em of margir. Ihaldsflokkurinn fékk alt af mörg atkvæði við síð- ustu kosningar. Nú þurfa kjósendur að vera vel á verði. Þeir eiga að vaka yfir hverri einustu athöfn Ihalds- mannanna í þinginu. Og þá munu þeir sjá, hversu hollir þeir menn eru henni, sem hún um undanfar- in ár hefir trúað fyrir sinni æðstu stjóm. Hverja ör, sem Ihaldsmenn beina nú gegn nauðsynjamálum þjóðarinnar á hún að senda þeim aftur við næstu kosningar. X. ----0---- Utan úr heirai. England. tJtlendir blaðamenn kalla árið 1928 ár kosninganna. I þremur helstu löndum heimsins eiga að fara fram mikilvægar kosningar. I Bandaríkjum Norður-Ameríku á að kjósa forseta. I Frakklandi fara fram þingkosningar, hinar fyrstu kosningar í nærri hálfan mannsaldur, sem em fullkomlega frjálsar. Nú er franska þjóðin loksins orðin laus við hemaðar- vinnuna ,og enginn getur giskað á hvemig þessar kosningar muni fara. Þá er alment búist við þing- kosningum á Englandi. Að vísu er ekki skylda að kjósa fyr en í janúar næsta ár, en ensk blöð em sammála um að stjómin muni ekki þora að mæta næsta þingi, og muni því láta kosningar fara fram fyrir næstu jól, og er nú mörgu spáð um það hvernig þær muni fara, eins og vonlegt er, því enn- þá ráða Englendingar mestu í stjómmálalífi heimsins. Á Eng- landi em kjördæmakosningar, og þiúr flokkar keppa um völdin. Nú- verandi stjómarflokkur, íhalds- menn, hefur tvo þriðju hluta þingsæta, en ekki helming kjós- enda. Allir búast við því að hann muni tapa stórkostlega við næstu kosningar, og sumir halda jafn- vel að hann muni missa alt að hundrað þingsæti. Þetta er ekki ótrúlegt, því allmargir þingmenn hans áttu kosningu sína að þakka Zinovieff bréfinu fræga, og fæstir þeirra munu verða endurkosnir, og auk þess er mikill hluti ensku þjóðarinnar harla óánægður með aðgerðir stjómarinnar. Einkum þótti mönnum hún standa sig illa í koladeilunum 1926 og verka- mannafélagalögin frá 1 fyrra hafa orið afar óvinsæl meðal alþýð- unnar, og því má ekki gleyma, að tveir þriðju hlutar Englend- inga em verkamenn. I utanríkismálum er vegur stjómarixmar lítill. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefir henni ekki hepnast að ná samkomulagi við önnur stórveldi um takmörk- un vígbúnaðar og herskipasmíða. eru sumir hinna hörðustu íhalds- manna einnig óánægðir yfir því að stjómin skuli ekki hafa látið smíða fleiri herskip, og upp á síð- kastið hefir borið allmikið á sundrung innan stjómarflokksins. Baldwin forsætisráðherra þykir hægfara og aðgerðalítill, þó hann sé hygginn samningamaður og það er alment álitið, að mikilhæf- asti maður ráðuneytisins, Chur- chill fj áimálaráðherra kunni ekki vel við sig í samvinnu við íhalds- menn og sé jafnvel ekki ófús á að ganga í lið með sínum fyrri samherjum. Breytingamar á helgisiðabók ensku þjóðkirkjunnar hefir verið mesta deilumál á Englandi í vet- ur. Um þetta hefir lítið verið skrifað í íslensk blöð, enda er það ekki undarlegt, því Islending- ar virðast ekki hafa mikinn áhuga *á kirkjumálum, og aðeins þeir menn, sem nákunnugir eru hugsunarhæti Englendinga geta skilið, hve mikið vald trúmál og kirkjusiðir hafa yfir hugum ensku þjóðarinnar. I þessu máli klofnuðu tveir stærstu flokkamir, íhaldsmenn og verkamenn því nær til helminga. Frjálslyndi flokkurinn var nálega óskiptur á móti breytingunum, og því verður ekki neitað að gengi hans hefir vaxið afarmikið á síð- asta ári. Haxm hefir mörgum gáfumöimum á að skipa, og hann er eini flokkuxiim, sem berst fyrir ræktun landsins, en það er eitt hið mikilvægasta mál Eng- lands nú á dögum. Kafbátahem- aðurinn í heimsstyrjöldinni sýndi það ljóst, hve hættulegt það er fyrir þjóðina, að verða að kaupa inikinn hluta af matvælum sínum í öðrum heimsálfum. Englending- ar sækja kom til Kanada og kjöt til Argentínu og Ástralíu, en mik- ill hluti af Bretlandseyjum er óræktað haglendi, skógar og lyng- heiðar, og þar sem land á að heita ræktað, er illgresið sumstaðar eins hátt og komið. Þó frjálslyndi flokkurixm sé ber- sýnilega að reisa sig aftur eftir hranið mikla 1916, þá getur haim þó varla fengið meira en 100—150 þingsæti við næstu kosningar. Nokkur ágreiningur er líka innan flokksins milli hinna róttækari, sem fylgja Lloyd George og hinna, sem skemra ganga í kröfum, og hafa þá Simon og Runciman fyrir fyrirliða. Verkamannaflokkurinn er einn- ig í uppgangi, og þó hann sé nokkuð klofinn, en MacDonald þó viðurkendur foringi, og hann er mikils metinn hjá öllum flokkum. Aðalmál flokksins í kosningabar- áttunni er tillaga um að leggja háan skatt á alla þá menn, er lifa af rentufé — og á Englandi eru slíkir menn margir — og ætla þeir að verja því fé til þess að borga íúkisskuldimar. Þetta mál er því vinsælt af mörgum því Englendingar vilja gjaman grynna á skuldum ríkisins, en hinsvegar finst ýmsum, að með þessu sé gengið of nærri frelsi einstakhngsins og slíkt er við- kvæmt mál á Englandi. Það má telja víst að eftir næstu kosningar verði íhaldsmenn stærsti flokkur þingsins, en þá er spumingin. Geta þeir haldið meiri hluta? eða verða verkameim og frjálslyndi flokkurinn til samans liðsterkari ? Ef svo kynni að fara, þá munu verkamenn sennilega taka við stjóminni, með hlutleysi eða stuðningi frjálslynda flokks- ins. Þó þessir tveir flokkar berist á banaspjótum í kosningabarátt- unni, þá er ekki ósennilegt, að eftir kosningar geti þeir vel unn- ið saman, og ef svo fer, má bú- ast við, að algerð stefnubreyting verði í enskum stjórnmálum á næsta ári. Án stuðnings frjáls- lyndra manna getur verkamanna- flokkurinn engu komið í fram- kvæmd, en það er alt útlit fyrir, að þessir tveir flokkar geti átt samleið í mörgum mikilvægum málum. H. H. ----o--- Á víðavangi. „Þetta er dóni“ segir Kristján Albertson í síð- asta tbl. Varðar um ritstjóra Tímans. Svo óheppilega vildi til að grein Kr. A. birtist rétt um það leyti, sem ritstj. Tímans var að hverfa frá starfi sínu um hríð vegna veikinda En hér skulu þó rifjuð upp nokkur dæmi, til þess að sýna, hvemig sá maður ritar, sem leyfir sér að nefna andstæðing sinn dóna: Um blaðið „Tímann“ hefir Kr. A. m. a. haft þessi ummæli: „Eg sannaði ... fádæma skríls- hátt þess í orðbragði, níðingshátt þess í dylgjum, brígsli kjafta- sögubuiði og lygum um menn og málefni og hina botnlausu óráð- vendni þess í staðhæfingum og röksemdafærslu". (Vörður 2. árg., 46 tbl.). Um Jónas Jónsson núverandi dómsmálaráðheira segir Kr. A.: (Nú kem eg að því) „ljótasta, hatursfylsta, ranglátasta, ódrengi- legasta og ógreindarlegasta ... í öllum þínum hugsunarhætti" ... „Þú lýgur vísvitandi og af ásettu ráði“. (Vörður 2. árg. 47. tbl.). Um Tryggva Þórhallsson núv. forsætisráðheira komst Kr. A. svo að orði: „Gerið drengskaparkröfur til sjálfs yöar ... svo að þér getið orðið að „heiðarlegum blaða- manni“. (Vörður 2. árg. 46. tbl.). Hann gefur m. ö. o. í skyn, að Tr. Þ. sé ódrengur og óheiðar- legur blaðamaður. Núv. forsætisráðherra vítti eitt Innilegar þakkir vil eg hér með færa fyrir þær hlýju kveðjur og innilega velvildarvott er eg varð aðnjótandi í tilefni af 40 ára prestsstarfi mínu 4. þ. m. Vil eg þar til fyrst nefna mín kæru fyrverandi sóknarböm 0g núverandi prest þeirra safnaða, síra Sigtrygg Guðlaugssen, sem sæmdu mig með ánægjulegu og mér ógleymanlegu samsæti, eftir að eg hafði flutt prédikun í Mýra- kirkju. Einnig þakka jeg vinsam- legar og hlýjar heillaóskir frá fundarmönnum síðasta þing- og héraðsmálafundar Vestur-lsfirð- inga, vinum mínum úr Súganda- firði, sóknarnefndinni á Þingeyri, kvenfélagi og kristilegu ung- mennafél. sama staðar, og ýms- um nær og fjær. Kærar þakkir fyrir auðsýnda ástúð og velvild. Þingeyri, 30. des. 1927. Þórður ólafsson. sinn ráðstöfun nokkra, sem fyrv. stjóm hafði gjört. Kr. A. skrifar þá grein í blað sitt, og fyrirsögn- in er: „Hvemig fífl geta látið“. (Vörð- ur 3. árg. 41. tbl.). Kemur Kr. A. til hugar, að það sé kurteisi að brígsla andstæðing- um sínum um hatur, ranglæti, ódrengskap og heimsku ? Éða heldur hann, að hann mundi þora að standa frammi fyrir alþjóð manna og segja, að Tryggvi Þór- hallsson væri fífl? Efast Kristján Albertson um það, að óhlutdrægir lesendur, sem séð hafa ofangreind ummæli hans kveði einum rómi: Þetta er d óni. „Óhreina bamið“. Morgunblaðið gjörir sér mat úr því, að Tíminn minnist ekki á ræður tveggja Framsóknarmanna um kosninguna í Norður-Isafjarð- arsýslu, og telur það gjört þeim til óvirðingar. Auðvitað fer blað- ið þama vísvitandi með útúrsnún- ing. I stuttri blaðagrein var ómögulegt að birta útdrátt úr ræðum allra þeirra þingmanna, sem töluðu í málinu. Því var sá kostur tekinn að geta aðeins um mestu andstæðumar. Það er t. d. fullur misskilningur, ef Mbl. held- ur að ræða Einars á Geldingalæk hafi verið lélegri en það, sem Magnús Jónsson sagði, þó að þess sé getið en eigi ræðu Einars. Val- týr Stefánsson 0g Jón Kjartans- son mega vita það, að Magnús Kristjánsson ráðheira og Jörand- ur Brynjólfsson hafa aldrei verið flokki sínum til vansa. En hitt er alkunnugt, að jafnvel fáir Ihalds- menn geta minst á Morgunblaðið án þess að roðna. Það hefir ávalt verið „óhreina bamið“ í Ihalds- flokknum. Morgunblaðið dreymir vöndinn. ótti Mbl. við Jónas Jónsson dómsmálaráðherra er orðinn að sérlega hvimleiðum sjúkleika hjá því og vafalaust mjög óþægileg- um. Hræðslan við J. J. og van- máttartilfinning ritstjóranna hef- ir smámsaman snúist upp í of- sjónir. Það er ekki nóg með það, að þeir skynji sýnileg verk dóms- málaráðherrans margstækkuð. En það er beinlínis orðin íþrótt Mbl. að rekja upptök allra atburða til hans. Ekkert afl hefir annað eins vald á hugum Mbl.-ritstjóranna og „andi Jónasar" sem þeir svo nefna. Meðal síðustu sjúkdóms-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.