Tíminn - 11.02.1928, Blaðsíða 2
24
TlMINN
einkennanna, sem vart hefir orð-
ið má telja það, er Mbl. réðst á
ráðherrann fyrir grein, sem hann
átti ekki einn staf í, um kosning-
una í N.-Isaf jarðarsýslu. — Kunn-
ugir menn skilja sálarástand
blaðsins. Enginn maður hefir hirt
það eins eftirminnilega og núv.
dómsmálaráðherra. Það þolir nú
sömu þjáningar og óþekku bömin,
sem dreymir vöndinn á nóttunni.
Drengskapur Morgunblaðsins.
Mbl. getur þess, að ráðheirar í
Englandi hafi tekið svari íslend-
inga gegn enskum togurum, sem
brjóta landhelgislögin. Blaðið vill
endurgjalda velvild þeirra með
því að taka harðara á lögbrotum
enskra togara en íslenskra. Má
stjómin vel viÖ una, þó að hún
hljóti ámæli Mbl. um þetta. X.
----o----
Frá úílöndum,
Eítir því sem síðustu skeyti herma
eru líkur til að samkomulag muni
nást milli Frakka og þjóðverja um,
að Frakkar kalli heim setulið sitt úr
Rínarlöndunum. Utanríkisráðherrann
frakkneski, Briand, hefir nýlega hald-
ið ræðu, og talið sig reiðubúinn að
ræða heimkvaðningu liðsins við
þjóðverja. En einhverra ívilnana
munu Frakkar ætlast til af þjóð-
verja hálfu, ef samningar takast.
— Gjörðardómssamningur milli
Frakka og Bandaríkjamanna hefir
verið undirritaður.
— Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
hefir borið fram tillögu um að gjörð-
ur yrði alþjóðasamningur um að
banna notkun kafbáta til annars en
vísindastarfsemi. Fórst nýlega kaf-
bátur við strendur Ameríku, og hefir
það slegið óhug á menn þar vestra.
En undirtektir stórveldanna undir
þessa málaleitun munu vera tregar,
og er því m. a. borið við, að kaf-
bátar séu nauðsynlegir þeim ríkjum
sem eigi hafi efni á að byggja stóra
herskipaflota. Hefir þessi skoðun
einkum komið fram hjá Frökkum,
en fremur er talið að ensku blöðin
séu hlynt tillögunni.
— í Indlandi hafa verið talsverðar
óeirðir undanfarið. Orsökin er sú, að
ensk þingnefnd var send austur þang-
að, til þess að undirbúa breytingar
á stjómarfari Indlands, en enginn
Indverji átti sæti í henni. þetta mis-
líkaði indverskum þjóðemissinnum,
og af þeirra völdum urðu óeirðimar.
En nú hafa þær verið bældar niður.
— Jafnaðarmannastjómin norska
varð eigi langær í sessi. Fékk hún
vantraustsyfirlýsingu i Stórþinginu
og sagði þégar af sér. Var það Mo-
wincel, foringi Vinstrimanna, sem
vantraustið flutti. Ný stjóm er enn
eigi mynduð.
Mörg björgunarfélög nota Kel-
vin.
Alþingi
Magnús Jónsson ílytur 2 þings-
ályktunartillögur í Nd. svohljóðandi:
1. „Neðri deild Alþingis ályktar að
fela ríkisstjóminni að breyta tilhög-
| un hins álmenna mentaskóla þannig,
! að hann verði 6 ára óskiftur skóli".
I 2. „Neðri deild Alþingis ályktar að
mótmæla lögleysum riklsstjómarínn-
ar að því er snertir gagnfræðaskól-
ann á Akureyri".
Ingvar Pálmason og Erl. Friðjóns-
son flytja svohljóðandi þál. í Ed.:
„Efri deild Alþingis ályktar að
slcipa þriggja manna nefnd til þess
að rannsaka bréfaskifti, sem farið
hafa milli stjórna Spánar og íslands
út af Spánarsamningnum og öllu,
| sem þar að lýtur, svo að vitað verði
til sanns, hvort eigi er hægt að
leggja niður útsölustaði vínanna, án
þess að það teljist brot á samningn-
um“.
Tillaga þessi er ílutt samkvæmt á-
skorun síðasta stórstúkuþings og til-
mælum frá framkvæmdarnefnd um-
dæmisstúku Austurlands. Einnig
hefi r stórtemplar í bréfi til dóms-
málaráðherra farið fram á þá rann-
sókn sem till. gerir ráð fyrir.
Sveinn Ólafsson flytur frv. um ÍÖB-
glldlng verslunarstaðar á Vattarnesl i
Suðnr-Múlasýsln.
Ingvar Pálmason flytur írv. um
dómsmálastarfa, lögreglustjóm, gjald-
heimtu o. fl. í Reykjavík. Samkv.
því á að skifta þessum störfum milli
þriggja valdsmanna, sem í frv. eru
nefndir lögmaður, lögreglustjóri og
tollstjóri.
Erlingur Friðjónsson flytur frv. um
verkakaupsveð. Er það um það, að
verkafólk, sem vinnur í landi að
síldarútgerð, skuli hafa lögveð í síld-
arafurðum þess atvinnurekanda, sem
það vinnur hjá. Gangi veðréttur
verkafólksins fyrir öllum samnings-
bundnum veðskuldbindingum. þetta
frv. er flutt samkv. tillögu er sam-
þykt var á þingmálafundi á Akur-
eyrí i vetur.
Halldór Stefánsson flytur frv. um
breyting á lögum um fyrnlng skulda
og annara kröfuréttinda. Breytingar
þær, sem frv. fer fram á, eru:
1. Að kröfur út aí sölu eða af-
hendingu á vörum eða lausafé, sem
ekki er afhent sem fylgifé með fast-
eign, fyrnist á einu ári, 1 stað þess,
sem þær nú eftir gildandi lögum
fyrnast á fjórum árum.
2. Að það hefir ekki áhrif á fym-
ingu þessara skulda, hvort viðskifti
halda áfram óslitið milli skuldara
og skuldareiganda.
3. Að viðurkenning um skuld slít-
ur ekki fyrningu hennar, og gildir
það jafnt um allar skuldir.
Bjami Ásgeirsson og Jón Sigurðs-
son flytja frv. um breyting á lögum
um bændaskóla. Er það svipað stj.-
frv. um sama efni, en gerir m. a.
ráð fyrir lögum, þar sem stj.frv. fer
fram á heimild eingöngu til breyt-
inga á skólafyrirkomulaginu.
Ingvar Pálmason og Erlingur Frið-
jónsson flytja frv. um einkasölu á
útfluttri síld. 5 manna nefnd skal
hafa yfirstjóm einkasölunnar. Séu 3
kosnir af Alþingi en hinir af Verka-
lýðssambandi Norðurlands og Út-
gjörðarmannafélagi Akureyrar eða
öðrum víðtækari félagsskap norð-
lenskra útgjörðarmanna. Heimili
einkasölunnar og vamarþing sé á
Akureyri.
Sveinn Ólafsson flytur frv. um
eftlrlit meö loftskeytanotkun ís-
lenskra velBisklpa.
1. gr. hljóðar svo: „Landsstj. skal
heimilt að hafa eftirlit eins og henni
þurfa þykir með því, að loftskeyti
séu ekki notuð til stuðnings ólög-
legum veiðum í landhelgi á nokkum
hátt“. Öll skeyti, sem send em.frá
eða til ísl. fiskiskipa eiga að vera
rituð á sérstök eyðublöð og skipstjóri
eða útgerðarforstjóri að undirrita
drengskaparvottorð um að skeytið
eigi ekki að hjálpa skipinu til þess
að brjóta landhelgislögin eða forð-
ast hegningu. þá, sem grunaöir verða
um að misnota skeyti má svifta rétti
til loftskeytasendinga. Ef útgerðar-
maður verður sannur að sök um að
hafa gengið á svig við lögin sæti
hann alt að 50 þús. kr. sekt, en skip-
stjóri missi skipstjóraréttindi sín i
2 ár eftir 1. brot og að íullu eftir
2. brot. Frv. er flutt í samráði við
dómsmálaráðherra.
Sigurður Eggerz ber fram fyrir-
spurn um, hvort ríkisstjómin viljl
vinna að því að sambandslagasamn-
tngnum verði sagt upp er lög standa
tlL
Hax-aldur Guðmundsson flytur frv.
um breyting á lögum um kosnlngu
utan kjörstaðar.
Halldór Steinsson, Ingvar Pálmason
og Jón Baldvinsson flytja frv. um
hækkun á launum ljósmæðra.
íhaldsmemx í Ed. flytja frv. um, að
rikissjóður ábyrgist alt að 5 mllj. kr.
atvinnurekstrarlán handa Landsbank-
anum.
Stj.frv. um betrunarhús og letigarð
er nú komið i gegnum efri deild.
Urðu um það langar umræður og
mest á milli dómsmálaráðherra og
Jóns þorlákssonar. Lýsti ráðherrann
því átakanlega, hve illa væri ástatt
um meðferð fanga. Fangahúsið í Rvík
væri orðið alt of lítið, og auk þess
væri það svo sett, að ekki væri unt
að hindra að hægt væri að hafa sam-
band við fangana. Veika fanga yrði
ríkið að kaupa niður á sjúkrahúsum.
Kvaðst hann vilja ráða fljóta bót á
þessu með því að ríkið tæki ófull-
gjört sjúkrahús austur á Eyrarbakka,
sem það hefir lagt í rúml. 80 þús.
kr., og breytti því i fangahús. Mætti
þar þá einnig vera hæli fyrir þá
menn, sem eigi nentu að vinna fyrir
sér eða væru öðrum til þyngsla vegna
óreglu o. s. frv. Á Eyrarbakka væri
mikið land og hentugt til ræktunar,
sem hægt mundi að fá með góðum
kjörum og þar ættu fangamir og
þeir, sem á slæpingjahœlinu væru að
vinna að jarðyrkju.
Jóni þorlákssyni þótti frv. lítt
undirbúið og vildi láta framkvæmdir
bíða næsta þings. þá taldi hann
Eyrarbalcka óþeppilegan stað fyrir
fangahús m. a. af því, að hann væri
of langt frá Rvílt og erfitt yrði að
bæla niður fangauppreisn. Viður-
kendi hann að spamaður mundi
vei’ða að því fyrir ríkið að nota
sjúkrahúsið fremur en að byggja nýtt
fangahús, en þótti sá spamaður eigi
borga sig.
Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti
tók undir ummæli dómsmálaráðhei’ra
um að ástandið væri óviðunandi nú
og lýsti yfir fylgi sínu við frv.
Dómsmálaráðherra svaraði J. þorl.
þvi að aðgjörðir í hegningaimálun-
um þyldu enga bið. Hér á landi væri
heldur engin reynsla um nýbreytni í
þessum efnum, og yrði að fela stjói’n-
inni að annast framkvæmdir eftir
erlendum fyrirmyndum. Eigi kvajjat
hann óttast að vanta mundi lið á
Eyrarb. til að halda föngum f skefþ
um, ef þess yrði þörf.
Dagskrá frá J. þorl. um að vísa
málinu til stj. var feld en frv. samþ.
Stjómarskrárfrv. var felt við 2.
umr. í Efri deild, og er þvi úr sög-
unni að þessu sinni.
í umræðum í Ed. um að skipa
nefnd til að athuga bréfaskifti milli
stjórna íslands og Spánar, gjörði
dómsmálaráðheri’ann grein fyrir því,
hversvegna hann hefði ekki lagt nið-
land. Sagðist hann vera þess fullviss,
að einhverjir þeir íhaldsmenn, sem
fastast stæðu með því að leyfa inn-
flutning vfna, mundu tafarlaust hafa
símað til Spánar, að búið væri að
brjóta samninginn. Mundu þeir hafa
notað tækifærið til að hefna ófara
sinna innanlands með því að gjöra
þennan óskunda. Gat hann þess, að
grein hefði birst í Vísi um, að Danir
héldu lélega á utanríkismálum ís-
lands, og óðara hefðu einhverjir orð-
ið til þess að senda útklippur úr
blaðinu til danskra sendiherra úti
um lönd. Svo litil væri samheldni í
landinu.
Jón þoi'láksson kvaðst eigi vilja
taka á sig ábyrgðina af því að sam-
þykkja till. og endirinn varð sá, að
íhaldsmenn 5 sátu hjá við atkv,-
greiösluna. Till. var samþykt, en
nefndin hefir eigi enn verið kosin.
Stj.frv. um búfjártryggingar er
komið í gegnum 2. umr. í Ed. Landb.
nefnd klofnaði um frv. Var Jónas
Iíristjánsson á móti því, og færði þaö
fram aðallega, að það væri of lítið
undirbúið og tryggingarnar, sem far-
ið er fram á væru áhættusamar. For-
sætisráðherra benti honum á, að
naumast væru nokkur lög svo vel
gjörð, að ekki þyrfti einhverntíma
að breyta þeim, og mætti lengi tefja
framgang nauðsynjamála með þvi að
telja undirbúning þeirra of lítinn.
Frv. um að gjöra Hafnarfjörð aö
sérstöku kjördæmi var vísað til 3.
umr. í Nd. í gær. Stóðu um það
langar umræður og heitar. Ólafur
Thors sagöi að með frv. væri verið
að draga vald úr höndum bændanna
í kjördæminu. Bjami Ásgeirsson hélt
þvi aftur á móti fram, að á meðan
Kelvin er örug-gur, spameytinn,
hreinlegur, fljótur í gang, góður í
andófi og kraftmildll.
Hafnfirðingar greiddu atkvæði með
öðrum sýslubúum, gætu bændumir
eigi notið sin. þá varð snörp senna
milli Sigurðar Eggerz og Jafnaðar-
mannanna i deildinni. Kvaðst Sigurð-
ur nú mundu greiða atkv. öðruvísi
en áður um þetta mál, og væri sú
ástæðan, að hann vildi eigi unna
Jafnaðarmönnum þingsætis, því aö
þeir mundu styðja málstað Dana í
landinu. En Jafnaðarmönnum þótti
harfn illa muna atkvæði verkamanna,
er hann hefði þegið fyrrum við
borgarstjórakosningar í Reykjavík.
þá urðu harðar deilur í Nd. um
frv. Sv. Ólafssonar um eftirlit með
lpftskeytanotkun veiðiskipa. Rakti Sv.
Ó. í framsögu ástæður til þess, að
frv. væri fram komið. Kvað hann
j sterkan grun uppi um það, að út-
• gjörðarmenn vömðu togara sína við,
! er varðskipanna væri von. Nefndi
| hann dæmi um það, að togarar hefðu
þrjá daga í röð verið send svohljóð-
andi skeyti úr Rvík: „Ömmu líður
ve.l“ — Ömmu líður ennþá vel“ —
„Amma er að byrja að verða lasin“.
þegar tvö fyrri skeytin voru send lá
varðskipið inni á höfn, en hið þriðja
var sent uni leið og það var að fara
út af höfninni. Sagði hann, að til-
gangur þessara skeyta væri auðsær
að láta togarann vita, hvenær hon-
um væri óhætt að veiða í landhelgi
og hvenær ráðlegt væri fyrir hann
að hætta. — Ólafur Thors lagðist
mjög _í móti þessu frv. og kvað það
koma að litlu haldi, en með umræð-
unum væri vakin tortrygni á land-
helgisgœslunni. Dómsmálaráðherra
vakti .athygli á því, að nauðsynlegt
væri, að útlendingar fengju þá hug-
mynd, að jafn gengi yfir öll skip,
íslensk og erlend sem brytu land-
hélgislögin. það væri ekki, á meðan
ísl. togai’ar hefðu tækifæri til þess
að forða sér úr landhelginni. En auð-
vitað tækju erlendu fiskimennimir
eftir því, að að þeirra skip væm þrá-
sinnis tekin við ólöglegar veiðar, en
ísl. skipin sjaldan. X.
-----o-----
Höggur sá
er hlífa skyldi.
Mbl. hefir nú undanfarið flutt
hverja ádeílugi-einina af annari é nú-
verandi stjórn fyrir að halda ekki
áfram rannsóknum út af meintu
broti í sambandi við uppsögn eins
af fylgiblöðum Mbl. úr Skaftaíells-
sýslu fyrir nokkram árum. þykir
Jóni Kjartanssyni vitaverður ódugn-
aður og hirðuleysi af núverandi
stjóm að halda ekki málinu áfram.
Daginn eftir að fyrsta greinin kom
i Mbl. tilkynti skrifstofustjórinn í
dómsmáladeildinni skriflega, að fyr-
verandi stjórn hefði álitið málið full-
rannsakað og verið búið að leggja
það endanlega á hilluna áður en
stjómarskiftin urðu.
Ræda
Jónasar Jónssonar dómsmálaráðherra
við 2. umr. stjómarskrármálsins í
efrí deild.
Eg vildi segja fáein orð um
stjómarskrána, áður en hún kem-
ur nú til atkvæða, ekki af því, að
eg hafi ekki nú á nokkrum undan-
förnum þingum haft tækifæri til
að skýra frá minni skoðun, heldur
af því, að það er viss hlið á mál-
inu, eins og það hefur verið borið
fram af fyrverandi stjóm, sem eg
ekki sá ástæðu til að gagnrýna fyr
en nú.
I þessu máli em tvö atriði, sem
koma til greina. Annað er sú
breyting, að þingið skuli vera
haldið annaðhvert ár, þangað til
að Alþingi með einföldum lögum
gerir aðra ráðstöfun. Þetta álít
eg að sé ekki heppilegt, og það er
auðsjeð, að fráfarandi stjóm hef-
ir ekki treyst því mjög vel, að
þetta yrði framkvæmt til lengdar,
úr því að hún sló þennan vamagla,
sem hennar lið í báðum deildum
hefir fylgt, að þessu mætti
breyta með einföldum lögum.
Hitt atriðið er það, að breyta
skuli landskjörinu. Það er breyt-
ing, sem jeg álít mikln óheppi-
legri. Eg gæti vel samþykt að
landskjör félli niður, en sú limlest-
ing á landskjörinu, sem hér er
farið fram á, er miklu verri, og
eg hefi gmn um það, að þessi
breyting á landskjörinu hafi ver-
ið aðalatriðið, sem vakti fyrir
fyrverandi stjóm, því að viðvíkj-
andi þessari breytingu lét hún
ekki fylgja nokkum kost gagn-
breytingar, nema þá með stjóm-
arskrárbreytingu.
Eg ætla nú, í svo stuttu máli
sem hægt er, að minna á gang
þess máls síðan þetta umtal hófst.
Eg ætla að sú hríð hafi verið haf-
in í kreppunni sem var árin 1920
—21, þegar menn fóm að átta
sig á vandræðunum. Þá var það
eins og hv. 8. landsk. (J. Þ.) ber
fram, að það blað, sem núverandi
forsætisráðherra var ritstjóri við,
beitti sér fyrir þessari breytingu.
Síðan tók þingið málið til með-
ferðar og hafa margir menn bæði
í Framsóknar- og Ihaldsflokkn-
um viljað að gerð yrði tilraun
með að hafa fjárlagaþing aðeins
annaðhvert ár. En sá er munur á
aðstöðu flokkanna, að Framsókn-
armenn hafa hvað eftir annað
reynt að koma fram þessu aðal-
atriði einu og blanda ekki inn í
það öðrum deiluatriðum. En í-
haldsflokkurinn hefir um leið og
hann fór að sinna þessari gömlu
uppástungu Tímans tengt við það
ýms hættuleg aukaatriði. Ef eg
man rétt, þá var það á þinginu
1922, sem Sigurður heitinn Stef-
ánsson í Vigur beitti sér fyrir
stjórnarskrárbreytingu, en það
var altaf nælt einhverju varhuga-
verðu aukaatriði á þinghaldið
annaðhvert ár. Stundum það, að
ráðherra skyldi ekki vera nema
einn. Stundum að kjörtímabilið
skyldi vera 6 ár, og seinast, að
breyta algerlega landskjörinu. Á
móti þessum breytingum, ráð-
herrafækkuninni og því að lengja
kjörtímabilið, beitti blað Fram-
sóknarmanna sér altaf, þótti það
vera spor aftur á bak og í kyr-
stöðuáttina. Það leiðir af sjálfu
sér að fyrir frjálslynda menn er
það eftirsóknarvert, að kjörtíma-
bilið sé sem styst, en íhaldsmenn
gerðu það að kappsmáli um stund
að hafa það mjög langt, helmingi
lengra en í Noregi. Fyrir þá
menn, sem ráða yfir handbæru
fé og ýmsum meðulum til kosn-
ingakúgunar, er það um að gera
að hafa kosningar sem sjaldnast.
En þegar það var sýnt, að þjóð-
in var á móti þessum fleygum,
fann fyrverandi stjóm upp á þvi
að gera það að höfuðatriði í mál-
inu, að landskjörið skyldi vera
limlest og því gerbreytt, og þá
er komið að þeirri breytingu, sem
eg hygg að hafi verið höfuðat-
riðið fyrir fyrverandi forsætis-
ráðherra, hv. 3. landsk. (J. Þ.),
þegar hann beitti sér fyrir sam-
þykt þessa frv. í fyrra. Það var
tiltölulega kænn útreikningur frá
hans hálfu að bæta flokksaðstöðu
sína og auka kyrstöðu í pólitisku
lífi landsins, með þvi að haga
breytingunni eins og hér er gert
ráð fyrir.
Eg vil þá reyna að útskýra
það, í hverju þessi kæni útreikn-
ingur er fólginn. Eins og til hag-
ar nú, eru landsk. þm. kosnir um
land alt í tvennu lagi. Við. síðustu
kosningar kom það 1 Ijós, að í-
haldsflokkurinn fékk einn full-
trúa, Framsóknarmenn einn og
Alþýðuflokkurinn einn, og ef
þessu heldur áfram, þá fær hver
flokkur tvo fulltrúa í Ed. En nú
stendur s.vo á, að íhaldsflokkur-
inn á þar þrjá fulltrúa lands-
kjöma, en Alþýðuflokkurinn ekki
nema einn, en eftir þeirri reynslu
sem nú er, er íhaldsflokkurinn
nokkru sterkastur, Framsóknar-
flokkurinn næstur honum og Al-
þýðuflokkurinn nokkm minstur.
En það, sem hefir vakað fyrir
hv. 8. landsk. (J. Þ.) með þess-
ari breytingu á landskjörinu, mun
hafa verið það, að undir svipuð-
um kringumstæðum og verið
hafa, myndi íhaldsflokkurinn geta
fengið þrjá menn af sex, ef kosn-
ing fer fram í einu, Framsóknar-
flokkurinn tvo og Alþýðuflokk-
uriim einn, eða verkamenn tvo
og bændur einn. Það er náttúr-
lega ekki hægt að lasta, þó að
hv. þm. (J. Þ.) vilji koma því
svo fyrir, að hans flokkur standi
vel að vígi, vilji helst fá jafn-
tefli á móti hinum tveim flokkun-
um, en eg verð samt nú þegar að
koma að því í hverju það liggur,
að þessi breyting er svo sérstak-
lega óheppileg fyrir bændastétt-
ina.
Eins og kunnugt er, er lögfest-
ur sumardagur fyrir landskjör,
en aftur á móti er fyrsti vetrar-
dagur lögfestur fyrir kjördæma-
kosningu. En með þeirri breyt-
ingu, sem hér er um að ræða,
hverfur landskjör yfir á haustið,
og verða hinir landskjömu þá
kosnir um leið. Nú muna það
margir frá landskjörinu síðasta,
aukakosningu í staðinn fyrir Jón
heitinn Magnússon, að þá var
stórhríð og snjókyngi mikil á
Norður- og Austurlandi, en aftur
á móti gátu menn sótt á kjörstað
í verstöðvum og kaupstöðum,
enda eru þar bifreiðar löngum til
taks, til að safna saman kjós-
endum. Aðstaða sveitamanna er
þess vegna sú, að í ofanálag á
þann óhentuga lögfesta kjördag,
fá þeir landskjörið flutt yfir á
haustið, og þó að þessu kynni að
verða breytt síðar, þá er engin
vissa, máske ekki líkur að það
takist í náinni framtíð. Eg man
vel eftir, að slíkt frv. var stöðv-
að í Ed. fyrir nokkru að flytja
kjördaginn frá haustinu yfir til
sumarsins, af íhaldsmönnum. Nú
skulum við hugsa okkur, að
haustkosning verði líkt sótt og
var haustið 1926. Bæimir safna
öllum sínum kjósendum saman,
en í hálfu landinu getur verið
•tórhríð og fannfergi avo mikil,