Tíminn - 18.02.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.02.1928, Blaðsíða 3
TÍMINN 29 raálaráðuneytinu útskrift úr prófum málsins, og ákveður það, hvort frek- ari rannsókn skuli fram fara og höfða skuli mál gegn einhverjum út af gjaldþrotunum. . . . Reynist gjaldþroti eða stjórnendur gjaldþrota fyrirtœkis sannir að sök uin sviksamlegt atferli í sambandi við gjaldþrotið, skal dœma þá til þess að hafa fyrirgert rétti til þess að reka eða stjórna verslun eða at- vinnufyrirtæki um tiltekið árabil, þó ekki skemur en 5 ár, og œfilángt, ef miklar sakir eru“. „38. gr. Gjaldþroti ber ábyrgð á þeim hluta skulda sinna, er ekki fást greiddar við gjaldþrotaskiftin, 10 ár eftir að skiftum lykur“. Haraldur Guðmundsson, Ásgeir Ás- geirsson og Gunnar Sigurðsson flytja þál.tili. um ríkisprentsmiðju. Héðinn Valdimarsson flytur frv. um elnkasölu á tóbakl. Jón Baldvinsson flytur frv. um að ríkið stotni 50 nýbýli meðfram þjóð veginum í Ölfus- og Holtahreppum. Frv. kom fram á þingi í fyrra. Ingvar Pálmason og Páll Her- mannsson flytja eftir tilmælum stjómarinnar frv. um elnkasölu á á- fengi. í frv. er m. a. fvrirmæli um það að prenta skuli árlega til al- mennra afnota verð algengustu lyfja, til þess að koma í veg fyrir, að þau séu seld óhóflega dýrt. Erlingur Friðjónsson flvtur fr\'. um útflutningsgjald af sildarlýsi, 3% af verði þess auk núv. útflutnings- gjalds. Sami þm. flytur frv. um út- flutningsgjald af síld. Sigurjón Ólafsson flytur frv. um opinber reikningsskil hlutafélaga. Sami þm. flytur frv. um greiðslu verkakaups. Ingvar Pálmason flytur frv. um breyting á lögunum um verðtoll og annað um breyting á lögum um vörutoll. Er þar farið fram á nokkra tekjuaukningu handa ríkissjóði. Erlingur Friðjónsson og Jón Bald- vinsson flytja frv. um atvinnuleysls- tryggingar. X. ----0----- Bréf úr Vatnsdal Framundan virðist þungt fyrir fæti, hagur manna yfirleitt þrðngur. Valda því aðallega tvær höfuðástæður, fyrst fjármissir, sem allmargir sýslu- búar urðu fyrir síðastl. vetur og vor og i öðru lagi hin óhagstæða salt- kjötsverslun frá síðastl. hausti. Slát- urfél. A.-Hún. hefir leitað álits sýslu- búa um byggingu á frystihúsi á Blönduósi. Eftir góðum heimildum virðist sem flestir sýslubúar standi þar sem einn maður, að önnur úr- ræði muni ekki fyrir hendi. þrátt fyrir góðu tíðina eru horfur með fénaðinn ekki góðar, virðist þar koma til greina stórfeld veiklun á fé frá sl. vetri, og nú á ný af léttri og óhollri beit. — Jörðin oftast auð, blásin og moldrokin. — Lungnaveiki í sauðfé er hér allvíða, sumstaðar drepist að mun, og víða ber á las- ; leika í þvi, þótt ekki hafi drepist ] enn. Óhugur var þvi kominn í menn, j hræðsla við yfirvofandi hættu. Eftir ráðstöfun stjórnarráðsins kom hingað i sýsluna seint í fyrra mánuði dýra- læknirinn frá Akureyri, hr. Sigurður Hlíðar. Fór hann hér víða um sveit- | ir og rannsakaði ástandið og að því ; er virðist með mikilli nákvæmni og | samviskusemi. Gaf hann frekar góð- ar vonir um að stöðva mætti veik- ina. Taldi hann flest dauðatilfellin lungnabólgu í eldra fé. Mjög margt fann hann af ám með skemdum lungum. Lungnaorma taldi hann \ íða í lömbum, og gerði tilraunir með innsprautingu og kendi mönn- um að hjálpa sér sjálfir í því efni. Er nú víða búið að innsprauta lömb og mun mest vera notuð resept Jóns dýralæknis Pálssonar. Hvemig þessu öllu reiðir af, er óráðin gáta, en eitt er víst, að þetta dró úr óhugn um og gerði menn öruggari, um leið og það minnir á, að þe.tta mun vera í fyrsta skifti sem landsstjómin fann ástæðu til að láta rannsaka yf- . irvofandi hættu á aðalatvinnuvegi ! oklcar Húnvetninga. það er ekkert l síður eftirtektarvert íyrir það, að enginn af þeim, sem nú fara með völdin, er Húnvetningur. Margt þyrfti að gera, e'n kreppan | mun draga úr framkvæmdum — | óskandi að eitthvað yrði hægt að j halda áfram með flutningabrautir j sýslunnar og að ekki dragist nú ! lengur með símalínuna fram Mið- ; fjörðinn, þar sem í hlut á bæði ! fólksmargt, víðlent og afskekt dala- hérað. • p. K. ----0---- Frá úílöndum. Hinn frægi enski stjómmálamaður Asquith andaðist 10. þ. m. Hann var fæddur 1852 og hefir komið mjög mikið við opinber mál í Englandi um langt skeið. Á þing var hann fyrst kosinn 1886. Varð hann innanríkis- ráðherra í síðasta ráðuneyti Glad- stones. Lengi var hann aðalforvígis- maður Frjálslynda flokksins. Forsæt- isráðherra varð hann 1908 og gengdi þeirri stöðu fram til 1916. í byrjun ófriðarins varð hann hermálaráð- herra, en varð að fara úr stjóminni, af því að ýmsum flokksmönnum hans þótti liann eigi halda á hermálunum með nægum kjarki og festu. þá varð Lloyd George forsætisráðherra. En á síðari árum náði Asquith aftur nokkru fylgi innan Frjálslynda flokksins. — Á þessu ári eiga að fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Hafa risið um það miklar deilur. hvort Coolidge núverandi forseti megi verða í kjöri. það er rótgróin venja í Bandaríkjunum, að enginn skuli halda forsetatign nema tvö kjörtíma- bil. En Coolidge var varamaður Hard- ings og tók við embættinu við and- lát hans, en var svo kosinn forseti 1924. Er þvi haldið fram af mörgum, að hann megi vera i kjöri nú, af þvi að hann hafi eigi gengt forsetastörf- um nema hluta úr fyrra kjörtímabil- inu. Síðastl. sumar lýsti Coolidge sjálfur yfir því, að hann mundi eigi gefa kost sér, en nú hafa honum borist fjölmennar áskoranir um að gera það. Síðustu fregnir herma, að öldungadeild þingsins hafi samþykt ályktun andvíga því að nolckur for- seti gegni embætti þrjú kjörtímabil. það er Replublikanaflokkurinn, sem hefir stutt Coolidge til valda. — Mowincel, foringi Vinstrimanna, hefir myndað stjórn í Noregi. Hann er sjálfur utanríkismálaráðherra. — Mikil snjóflóð hafa orðið nýlega í suðurhluta Noregs. Yfir tuttugu manna hafa farist og skaði orðið á búfénaði. í — Hin furðulega fjarsýnisuppgötv- un Baird’s hins ameriska virðist vera meira en tómur hugarburður. Segir svo í nýkomnu skejdi frá Vestm- heimi, að fjarsýnissamband milli New York og London muni verða opnað fyrir almenning á þessu ári[þá fer nú fólkið að vita jafnlangt nefi sínu!] — þingkosning fór nýlega fram . Lnnchester-kjördæmi í Englandi. Vann Frjálslyndi flokkurinn kjördæmið af íhaldsmönnum. -7 Chamberlain hefir haldið ræðu í lireska þinginu og gert afstöðuna til Bandaríkjanna að umtalsefni. Synjaði liann eigi fyrir það, að til óíriðar mundi geta komið milli Breta og Bandaríkjamanna. ----o----- Fréttir. Snjókoma óvenjumikil var um Suðurland laust fyrir síðustu helgi. Hafa vegir í nágrenni Rvíkur verið ófærir bílum sökum fannfergi. Slys vildi til á Vestfjörðum 12. þ. iii. Fór vélbátur frá ísafirði áleiðis til Bolungarvíkur með farþega æði marga. En af því að þröngt var á bátnum fóru nokkrir menn í land í Hnífsdal og ætluðu að ganga það, sem eftir var til Bolungarvikur. Eu á leiðinni féli á þá snjóflóð og fór- ust fjórir, tvær konur og tveir karl- menn. Annað slys sviplegt varð ný- lega á togaranum „Surprise" úr Hafnarfirði. Lenti einn skipverja í vörpuvírnum og misti báða fætur um hnén. Fór skipið þegar til Hafnar- fjarðar með hann og var hann flutt- ur þar á sjúkrahús, en lést skömmu siðar. Látinn er á Landakotsspítala Frið- finnur Eiríksson, bróðir Aðalsteins Eiríkssonar barnakennara, ungur maður. Örnefni um Skálholtsland í Bisk- upstungum heitir ritgerð, sérprentun úr Árbók hins íslenska Fomleifafé- lags, sem er nýlega komin út, eft- ir Sigurð Skúlason magister. Höf. er fæddur og alinn upp á hinu foma biskupssetri og þar því þaulkunnug- ur. Skálholt á nú raunalega fáar menjar fomrar frægðar, og á höf. þvi meira þakklæti skilið fyrir að forða frá gleymsku þeim sögufróðleik, sem í örnefnunum felst. Væri vel ef nú- lifandi kynslóð tæki sér fyrir hend- ur að bókfesta og skýra öll gömul ör- nefni og fá þau þannig í hendur eftirkomendunum. — Ritgerðinni fylgir uppdráttur af Skálholtslandi. Prófl í stærðfræði hefir Sígurkarl Stefánsson frá Kleifum í Gilsfirði ný- iega lokið við Hafnarháskóla, með góðri I. einkun. Embættlsprófl hafa nýlega lokið j við Háskólann: í guðfræði: Björn Magnússon, Helgi Konráðsson, Jón Pétursson og Sigurður Stefánsson. í lögfræði: Einar B. Guðmundsson. Embættispróf í læknisfræði stendur yfir og ganga undir það 4 stúdentar. Strandarklrkja. Tímanum hefir bor- ist áheit á Strandarkirkju, — 10 kr. j frá N. N. ísafirði. — Blaðið vill mæl- ast til þess að áheitendur sendi fram- ! vegis áheit sín beint til biskups landsins, Jóns Helgasonar. Helga Thorlacius heldur um þessar mundir uppi matreiðslunámskeiði hér í bænum. Kennir hún einkum tilbúning ýmiskonar rétta úr fiski, nýjum og söltum. — Láta húsmæður hið besta af námi þessu. Gjaldþrot urðu hér á landi 22 síð- astl. ár, en 17 árið þar áður. Gj-ald- þrotum hefir fjölgað á síðari árum, því árin 1912—20 voru þau tæplega 6 á ári. ---O---- »Traðirnar« Svo kalla sumir þjóðveginn yfír Skaftáreldahraunið í V.-Skafta- fellssýslu, og datt mér það í hug | er eg 18. þ. m. var á ferð síðast | niður úr Svínahrauni og fékk að | sjá og reyna snjótraðirnar á veg- I inum eftir snjóbílinn, sem svo er kallaður. Þessi snjóbíll ríkisins stóð þar á veginum, á granda, og tveir plógar, sem kalla mætti traðargröfur, fyrir aftan hann í snjóskafli, fast við vegarröndina, svo hætta gat hestum af staðið ef yfir hefði skeflt. Snjóbíll þessi rótar sem sé upp snjótröðum í sköflunum, 1—2 m. djúpum, sem svo verða með öllu ófærar hverri skepnu, næst þeg- ar í þær skeflir nokkuð að ráði; að eg nú ekki tala um hestum og kerrum, sem ekki allsjaldan þurfa að komast eftir veginum, héðan austan yfir fjall, Hellis- heiði til Reykjavíkur. Hér verður sama reyndin á, eins og með Skaftárhraunsveg- inn, að traðimar verða ekki ein- ungis fullar, heldur kúfurinn upp af þeim næst þegar snjór fýkur. Svo snjórinn verður ekki aðeins jafndjúpur snjógörðunum sem upp er rótað, heldur miklu dýpri, og verður því snjórinn miklum mun dýpri við þessi vinnubrögð heldur en hann hefði annars orð- ið ef ekki hefði við honum verið hreyft, verður því þetta í reynd- inni sama sem snjónum væri mokað inn á veginn, mundi þó slíkt þykja óðs manns æði. Það virðist því vera mikill bamaskapur að leggja peninga í slíkan snjómokstur upp til fjalla um hávetur í umhleypinga- og byljatíð. Þegar svo stendur á, er það oft ekki nema fáar kl.st. sem vegurinn helst bílfær þrátt fyrir | moksturinn. í Hitt skiftir meira máli, að stórspilla ekki veginum strax í fyrstu snjóum. Því eins og kunn- ugt er, eru hér úr sveitunum austanfjalls næstum daglegar lestaferðir til Reykjavíkur að ; vetrinum til. Að snjóbíl þessum verður því j lítill ávinningur, heldur tvöfalt tap: peningum kastað í snjóinn og veginum stórspilt. Það hefði því sennilega verið öllu heppilegra að ríkið hefði keypt franska vegleysubílinn — automobílinn — og haldið uppi vissum ferðum hér austur yfír fjall að vetrinum til, meðan mest- ur er snjórinn, heldur en kaupa þennan snjóbíl. Það mundi spara mikið erfiði mönnum og skepnum. Um áramótin 1922—3 var farið á 5 frönsku vegleysubílunum yfir eyðimörkina Sahara á 20 dögum, þar sem úlfaldalestir þurfa til eitt missiri — yfir foksanda- auðnir, grýtta hálsa og öldur, og komust þeir allir heilu og höldnu fram og til baka. Talið er einnig að þeir fari lVfc m. djúpann lausasnjó með 16 km. hraða á kl.st. Hér er líklega fundið besta samgöngutækið sem enn er þekt, til þess að bjóða byrginn íslensku fjöllunum og snjónum. Flugvélar sennilega meira háðar stormum og misvindi loftsins. Mér þykir líklegt að eg tali hér í þakklæti allra þeirra lesta- manpa er lent hafa í „tröðunum". 22. jan. 1928. Jóhann Sigurðsson, Núpum. -----o---- og vamir gegn henni. Eg hefi manna ótrauðlegast barist fyrir því, að gerðar væri fullnægjandi ráðstafanir til þess að girða fyrir að gin og klaufa- veiki geti borist hingað til lands. Og mér hefír veist sú ánægja að komast að því, að meginþorri þjóðarinnar er mér þar fylgjandi að máli, sbr. áskoranir, sem eg lagði fram á Alþingi í fyrra frá þúsundum alþingiskjósenda í flestum hreppum og sýslum lands- ins. Vegna þvergirðingsskapar og skilningsleysis nokkurra þing- manna, komst frumvarpið um vamir gegn gin og klaufaveiki ekki í gegn um þingið í fjnrra, en nú hefir stjómin lagt slíkt frumvarp að nýju fyrir þingið, og er vonandi að það nái fram að ganga. Þingmönnum hefir verið send sérprentun af grein í Búnaðar- ritinu, eftir Hannes Jónsson dýra- læknir, og verður því ekki um kent að þeir viti ekki hver hætta vofir hér yfir íslenskum landbún- aði, ef einhverjir þeirra skyldi enn vilja drepa málið eða svæfa það. Grein dýralæknisins er merki- leg að mörgu leyti, og skal eg leyfa mér að benda hér á ýms atriði úr henni. Um gin og klaufaveikissýkilinn eru gefnar þessar upplýsingar: Hann getur lifað lengi utan við dýrin. án þess að tapa sýkingar- krafti sínum (bls. 170). Kulda þolir hann ágætlega og getur lif- að mjög lengi í frosnu ástandi (bls. 171).- Hann þolir þurk og uppþornun (bls. 176). Hann þolir alt að 90° C. hita (bls. 178). Hann getur lejmst afarlengi hjá dýrum eftir það að þau sýnast algerlega heilbrigð, þess vegna hefir það komið fyrir, að naut hefir breitt út smitun tveim og hálfu ári eftir að það fékk veik- ina (bls. 170). Mjólk getur'verið smitandi nokkru eftir að skepnan sýnist albata (bls. 169). Um það hvað veikin er bráð- næm og getur flust langar leiðir á margan hátt, em nefnd mörg dæmi, þar á meðal þessi: Frá Japan hefir veikin bónst til Norður-Ameríku 1 kúabólu- lymfu, sem notuð var í kálfa (bls. 173).* Hún getur borist með öllum *) þetta er góö upplýsing fyrir þá, sem halda að ísland sé svo langt frá öðrum löndum, að veikin geti ekki borist hingað, enda segir höf. á einum stað: Örar, beinar og hrað- ar ferðir (til og frá nágrannalönd- um) hafa flutt sjúkdóminn mikið nær okkur en nokkru sinni áöur, auk þess sem smithættan er nú jafn mik- il og hún hefir áður verið mest, þar sem sum ríkin eru að gefast upp við sóttvarnarráðstafanir gegn sýkinni (bls. 172). í hálmi og heyi getur sýk- illinn haldið fullu fjöri 5 mánuði eða lengur (bls. 171). þeim vöram, sem nefndar eru í ! frumv. sem smitunarhættar og þar að auki með. rófum, kartöfl- ' um og öðrum hörðum garðávöxt- ^ um, káh og grænmeti (bls. 181). j Eitt einasta tilfelli á - Skáni í fyrrasumar, gerði það að verk- j um að sýkin breiddist út frá mjólkurbúinu og var búin að smita rúmlega 20 býli áður en menn áttuðu sig á því að veikin væri komin aftur til Svíþjóðar (bls. 179). Þegar slakað var á sóttvamar- j ráðstöfunum í Danmörku árið j 1925 varð afleiðingin sú, að eftir j tvo og hálfan mánuð voru sýkt- j ar 14,1% af öllum áhöfnum í j landinu, en vora áður ekki nema 6,6% (bls. 164). Einstöku sinnum ber það við 1 að menn taka veikina, einkum , böm (bls. 165). Á mjólkurbúi á Jótlandi bilaði gerilsneyðingarvélin, svo einn dag vai* ekki hægt að gerilsneyða mjólkina. Forstöðumaður búsins lét líma á föturnar aðvörun um að sjóða þyrfti undanrennuna áður en hún væri gefin kálfum. Flestir skeyttu því ekki, og af- leiðingin varð sú, að veikin gaus upp á 27—28 heimilum. Einn maður tók eftir aðvörunni er hann hafði gefið einum kálfi ’ mjólk. Ljet þá sjóða það sem eft- j ir var. En eftir nokkra daga veiktist kálfurinn og smitaði svo hinar skepnumar (bls. 178—179). Tjónið að gin- og klaufaveikinni er óútreiknanlegt, bæði'beint tjón og óbeint. (Þessi dæmi eru tekin út ritinu). Fyrst og fremst niður- skurður, sóttkvíanir, bólusetning, samgöngubann o. s. frv. Það eru alt bein útgjöld, sem reikna má, eins og gert hefír verið í Svíþjóð og Noregi. En þai* sem ekki er gripið til þeirra ráða verður óbeina tjónið tilfinnanlegast. Veikin strádrepur ungviði, kýrnar hætta að mjólka og horast niður, og era afarlengi að ná sjer. Árin 1911—12 sýktust 338 áhafnir í Danmörku. Af þeim kúm sem hfðu veikina, lét helmingur- inn kálfum, en 75% voru ófrjó- ar (bls. 161). Og svo koma eftirköst veikinn- ar. Árin 1911—12 komu eftirköst fram í 83,7% af sýktum dýrum í Danmörku (bls. 160). Ber þar mest á júgurbólgu, sem er afar- illkjmjuð, eyðileggur einn eða fleiri spena á hverri kú og leiðir þær þráfaldlega til dauða (bls. 161). Alt þetta sem hér er tahð styður það sem eg hefi áður hald- ið fram í þessu máh. En það á aðallega við um kýr. Miklu verri mundi veikin verða sauðfénaði voram. Af þeim þúsundum, sem skrif- uðu undir áskorunina til Alþingis í fyrra var að því helmingur kon- ur — húsfreyjur um land alt. Þær munu hafa hugsað til bam- anna sinna, hvemig fara mundi um þau, ef gin- og klaufaveikin færi að geysa hér, drepa niður kýmar og sýkja aðrar svo, að mjólkin úr þeim yrði banvæn. Is- lenskar húsfreyjur eiga eixm full- trúa í efri deild Alþingis. Til þess fulltrúa beina þær aðahega áskor- unum sínum og treysta því statt og stöðugt að hann sé fylgjandi hinum róttækustu ráðstöfunum, sem unt er að gera til þess að gin- og klaufaveikin berist ekki hing- að. I Þessi þjóðfuhtrúi á framar flestum öðrum þakkir skilið fyx- ir það hvað langt er komið Lands- spítalamáhnu, þessu mikla þjóð- þrifamáli. I því sambandi vil jeg benda á, að einmitt vegna þessa, ætlast aUir sjúkhngar til þess, að einmitt þessi þingfulltrúi verði því harðlega fylgjandi, að tryggja öllum sjúkrahúsum landsins það, að þau geti fengið næga mjólk, heilnæma mjólk, en ekki graftrar ,og blóði blandnar dreggjar úr gripum, sem veikir eru af gin- og klaufaveiki. Reykjavík, 16. febr. 1928. ólafur J. Hvanndal. -----o---- Stórviðri var í Vestmannaeyjuru síðastl. mánudag. Varð „þór“ að hjálpa mörgum bátum til að ná höfn Einn bátinn rak á land upp undir svonefndan Ofanleitishamar í Vest- mannaeyjum. Brotnaði hann, en skipshöfnin komst í land. En þarna eru björg þverhnípt fyrir ofan. Einn skipverja, Jón Vigfússon að nafni, réðst þó til uppgöngu og tókst að klifa bergið, og sækja félögum sínum hjálp. þykir hann hafa sýnt þar mikinn vaskleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.