Tíminn - 05.05.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1928, Blaðsíða 1
©iaíbfcri oð afót«i&*luma6ur Cimans er Kannoeig p o r s t e i n s bó 11 ir, SÆfnbanösíjúsinu, XeYfjaDtf. ^fgrcibaía Ciman s er i Samban&sffúsinu. ©pin öaglega 9—\2 f. íj. Simi ^9®* m Or. Reykjavík, 5. maí 1928. 23. blað. Viðreisn landbúnaðarins Þess eru engin dæmi, að sam- : þykt hafi verið á einu þingi eins ! mörg og merkileg nýmæli til ; stuðnings landbúnaðinum og nú • í vetur. En hinn óvenjulegi á- | hugi þingsins á landbúnaðarmál- \ um er skiljanlegur, þegar þess er j gætt að stjórn landsins er nú í fyrsta sinn í höndum bænda- flokks, og sá maður fer nú með hin æðstu völd, er sýnt hefir mestan áhuga allra stjórnmálamanna nú- ! lifandi á viðreisn landbúnaðarins. j Landbúnaðarlöggjöf síðasta þings er margþætt, enda þarf víða að taka höndum til, ef hefja skal landbúnaðinn til jafns við aðra atvinnuvegi og koma í veg fyrir, að sveitir landsins leggist í auðn. Yerkefnin eru mörg 0g verða að sjálfsögðu ekki leyst í einni svipan. En nú loks hefir þingið hafist handa, svo að um munar. Skal hér stuttlega gerð grein fyrir þeim ráðstöfunum þess, sem landbúnaðinum mega að gagni verða. Byggingar- og landnámssjóður á að hjálpa til að endurreisa hina hálfföllnu sveitabæi og fjölga býlum þar sem skilyrði eru til þess. Lögin um hann hafa áður verið prentuð hér í blaðinu. — Stjóminni er veitt heimild til að taka 5 milj. kr. lán handa sjóðn- um og ríkið leggur fram 200 þús. kr. árlega, til þess að vextimir verði lántakendum ekki ofurefli. Islenskir bændur hafa aldrei átt kost á svipuðum lánskjöram og hér er um að ræða. Lánin verða veitt til langs tíma og greiðast með föstum árlegum afborgunum, sem era minni en vextimir einir af þeim lánum, sem menn hafa hingað til átt kost á til húsabóta 1 sveitum. En jafnframt því sem ríkið veitir bændum aðstoð til að byggja upp landið, setur það sem skilyrði, að söluverð jarð- anna við eigendaskifti fari eigi fram yfir ákveðin takmörk. Er það gjört til að koma í veg fyrir jarðabrask í skjóli sjóðsins og forða sveitunum frá húsa-„speku- lation“ kaupstaðanna. Lánsstofnanir eins og hinn væntanlegi Byggingar- og land- námssjóður era ekkert einsdæmi. Aðrar þjöðir hafa þegar skilið að landbúnaðinum hæfa eigi sömu lánskjör og þeim atvinnuvegum, sem fljótt gefa arð. En með því að bæta landið, myndar ríkið þann höfuðstól, sem stendur um aldur og æfi. Frá því á landnámsöld hefir bú- fénaður íslenskra bænda stöðug- lega verið í hættu vegna fóður- skorts, alidýrasjúkdóma eða slysa af völdum náttúrannar. Sú hefir ósjaldan orðið raunin á, að bjarg- álnamenn hafa flosnað upp frá heimilum sínum eftir fjárskaða- veður eða þvílíkt ófyrirsjáanlegt óhapp. Nú á dögum fer viðleitni þjóðfélagsins hvarvetna í þá átt, að tryggja einstaklinga gegn slíkum óvæntum áföllum. Væri einkennilegt, ef bændur þyrftu síður en aðrar stéttir bóta fyrir eignamissi. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gjörðar á undanfömum áram til að koma í veg fyrir að menn feltu fé sitt vegna fóðurleysis. Nú hefir þingið samþykt lög um búfjártryggingar. Er slík löggjöf ekki síst nauðsynleg nú, þegar skæðir alidýrasjúkdómar geisa úti í löridum og ýmiskonar fjár- pest, svo sem bráðafár og lungna- veiki herja sveitimar. Samkvæmt hinum nýju lögum getur hvert sveitar- eða bæjarfélag stofnað vátryggingarsjóð og samþykt skylduábyrgð fyrir kýr, kynbóta- | naut, kynbótahesta og hrúta. Sé j slík samþykt gjörð, eru allir fjár- I eigendur innan sveitar- eða bæj- | arfélagsins skyldir að vátryggja ! þessar skepnur. Iðgjöld verða á- kveðin samkvæmt vanhaldaskýrsl- um, er atvinnumálaráðherra læt- ur safna, og bætir vátrygginga- sjóður eftir nánari skilyrðum 4/5 skaða þess, S- vátryggjandi verð- ur fyrir. Un næstu áramót verður stofnaður Búfj ártryggingarsj óður íslands með 15 þús. kr. ríkissjóðs- framlagi í 20 ár. I honum skulu einstakir vátryggingarsjóðir end- urtryggja fyrir þeim skaða er þeir verða fyrir umfram venju- leg vanhöld, enda greiði þeir til hans 4/5 af iðgjöldum sínum. Lög þessi eru algert nýmæli hér á landi, en ganga þó skemra en í öðrum löndum. Fyrir stjóminni vakir, að þau verði aðeins upphaf fullkominna búfjártrygginga. Mun og varla langt bíða, þangað til sú skoðun verður almenn, að ekki sá síður ástæða til að tryggja bú- stofn bænda fyrir óvenjulegum vanhöldum en hús fyrir eldi eða skip fyrir sjávarhættu. Þá samþykti síðasta þing lög um kynbætur nautgripa, sem fara í svipaða átt og hrossakynbóta- lögin. I hverjum hreppi verður kosin nefnd til að hafa eftirlit með kynbótunum og velja naut. Er óheimilt að láta naut ganga laus nema með samþykki nefndar- innar. Er ekki vanþörf á að bæta kúakyn landsmanna; því að naum- ast er til meiri eldur í búi en lé- leg kýr. En reynsla þeirra héraða, sem lengst eru komin í nautgripa- ræktinni. sýnir ljóslega að vænta má mikillar aukningar á mjólkur- framleiðslunni án veralegs kostn- aðar. I einni sveit sunnanlands hefir t. d. tekist á skömmum tíma að hækka árlega meðalkýmyt um 400 lítra. Eitt fyrsta skilyrðið til rækt- unar í stórum stíl, er að bændur eigi kost á nægum áburði. Eitt algengasta umkvörtunarefni þeirra, sem mest hafa fært út tún sín hin síðustu ár er áburðar- skorturinn. Á þetta eigi síst við um sauðjarðir, þar sem fénaður gengur mikið úti og tað notast eigi. Það er fyrirsjáanlegt, að ræktunin kemst aldrei í sæmilegt horf fyr en bændum verður kleift að hagnýta sér tilbúinn áburð. Þetta hefir ýmsum helstu bún- aðarfrömuðum landsins verið ljóst í mörg ár, og núv. forsætisráð- herra hefir hvað eftir annað bor- ið fram á Alþingi tillögur um að létta bændum áburðarkaupin. Þær hafa þó eigi náð fram að ganga fyr en nú. Þvert á móti hefir svo óheppilega til tekist, að áburðar- verslunin hefir verið svo að segja eingöngu í höndum eins versl- unarfélags, og er slíkt vitanlega ekki heppilegt um nauðsynjavöra. Á síðasta þingi tókst stjóm- inni að koma fram lögum um einkasölu tilbúins áburðar. Tekur ríkið á næsta hausti’ í sínar hend- ur alla verslun með áburðiim og sér um útvegun hans og sölu í samráði við Búnaðarfél. íslands. Næstu 3 árin (1929—31) er heim- ilt að greiða úr ríkissjóði flutn- ingskostnað áburðarins frá út- löndum til allra þeirra hafna, sem skip Eimskipafél. og ríkissjóðs koma á. Vinst tvent með þessu: Bændur fá áburðinn ódýrari en ella og hægt verður — a. m. k. að nokkru leyti að láta Eimskipafél. sitja fyrir áburðarflutningum. Vafalaust verða lögin til þess, að notkun tilbúins áburðar eykst stórlega á næstu áram. Inn í fjárlögin fyrir árið 1929 voru sett ákvæði, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir mjólkur- framleiðsluna í landinu. En það eru heimildir fyrir stjórnina til að styðja að stofnun osta- og smjör- búa. Má stjómin veita slíkum bú- um beinan styrk, alt að x/4 stofn- kostnaðar og auk þess lán úr Við- lagasjóði, alt að helmingi stofn- kostnaðar. Þurfa stofnendur bús- ins þá eigi að leggja fram nema V4. Lánin á að greiða með jöfn- um afborgunum á 25 árum, auk 6% vaxta, en eru afborgunarlaus fyrsta árið. Er enginn vafi á því, að stofn- un slíkra búa er óhjákvæmilegt skilyrði þess, að sæmilegur mark- aður fáist fyrir mjólkurafurðir í framtíðinni. Til landbúnaðarmála má telja ráðstafanir þingsins um breytingu á kenslu í bændaskólunum. Hafa heyrst um það háværar raddir undanfarin ár, að áfátt væri kunnáttu búfræðinga í vinnu- brögðum, einkum um notkun verk- færa og véla. Er nú gert ráð fyrir að auka verklegt nám að mun í bændaskólunum, einkum á Hólum, en stofna þar jafnframt undir- búningsdéild í þjóðlegum fræðum, ef húsrúm leyfir. Hefir aðsókn að þeim skóla verið lítil undan- farin ár og ætla menn að hið nýja fyrirkomulag muni auka hana, og jafnframt reynast bændaefnunum hagnýtara en núverandi skipulag. Er svo til ætlast, að þeir nemend- ur, sem lokið hafa 8 vikna jarð- yrkjunámi sitji fyrir inngöngu í eldri deild skólans. Frh. Það tilkynnist hjermeð vinum og vandamönnum, að Jón Skúlason bóndi í Fagurey á Breiðafirði, andaðist að heimili sínu 29. fyrra mán. Aðstandendur. Utan úr heimi. Varnir gegn gin- og klaufaveiki. Mbl. reynir á mjög lúalegan hátt að sverta Tr. Þ. forsætis- ráðherra fyrir afstöðu hans til vamarráðstafana Alþingis gegn gin- og klaufaveikinni. Sannleik- urinn er sá, að Tr. Þ. hefir bæði fyr og síðar gert sitt itrasta til að hindra innflutning þeirra vöra- tegunda, sem smitunarhætta get- ur stafar af. Það er að vísu rétt að Framsóknarmenn mundu hafa kosið ákvæði laganna tals- vert strangari heldur en þau eru. — Hins vegar er það ekk- ert annað en venjuleg Morgun- blaðsósvífni að halda því fram, að Tr. Þ. hafi bragðist sinni fyrri stefnu í þessu máli. Þegar frv. var að lokum afgreitt í Neðri deild, var um tvent að velja: Að falla frá nokkram till., sem fóra allra lengst í því að banna inn- flutning eða eiga það víst að frv. alt yrði felt í Efri deild. — En væri hugur Mbl. heill í þessu máli, ætti það að hella úr skálum reiði sinnar yfir Magnús Jónsson og aðra Ihaldsmenn, sem engar vamarráðstafanir vilja. Annars fór eins og við mátti búast, að mótstaðan í þinginu kom frá full- trúum bæjanna. Austurlönd. Svo er alment talið, að mann- kynssaga sé kend í æðri sljólum Vesturlanda. Þa8 er í rauninni rangt. „Sagan" í skólunum hefir aldrei verið mannkynssaga. Hún er saga Norðurálfunnar og nokk- urra annarra landa við Miðjarðar- hafið. Og síðustu aldimar hefir hún fylgt landnámsmönnum úr Norðurálfu út í nýlendumar. Hinna stóru þjóða í Suður- og Austur-Asíu hefir hingað til ver- ið að engu getið. Einstaka sinn- um minnast kenslubækumar á þau með örfáum smáleturslín- um. I Austurvegi era þó fólksflestu og þéttbýlustu lönd jarðarinnar. 1 Kína búa 400 milj. manna. Á Ind- landsskögunum báðum og Ind- landseyjum annað eins og í Japan 70 milj. „Mannkynssagan" hefir alt fram á vora daga þagað um þriðj- ung mannkynsins. En nú hlustar allur hiim vest- ræni heimur eftir tíðindunum frá Austurlöndum. Og blöð stórþjóð- anna ' ílytja daglega nákvæmar fregnir af þeim atburðum, sem þar gerast. Japanar komu fyrstir fram í dagbirtu sögunnar. 1 stríðinu við Rússa rétt eftir síðustu aldamót vöktu þeir á sér eftirtekt alls heimsins og tóku sæti við hlið stórveldanna. En úr Kína var hljótt enn leng- ur. Og sama má segja um Ind- land, þegar frá er talin uppreisnin gegn Englendingum um miðja síðustu öld. 1911 var ldnverska keisaranum steypt af stóli, og landið varð lýð- veldi. Síðan hefir verið óeirða- samt þar. Þjóðin er sjálfri sér sundurþykk. Og nágrannamir, Rússar og Japanar, hafa gerst djarftækir til landa. Hin stór- veldin hafa og leitast við að afla sér ýmiskonar réttinda og neytt þess, að Kínverjar hafa þrátt fyr- ir fólksfjöldann, naumast verið færir um að bera hönd fyrir höf- uð sér. Nú er þar borgarastyrjöld. íbúarnir í norður- og suðurhluta landsins berast á banaspjótum. Hafa Rússar haft erindreka þar eystra og allmjög gætt áhrifa þeirra í flokki sunnanmanna. En talið er senniiegt, að Japanar muni nú blanda sér inn í deilur Kínverja. I Indlandi virðist vera allmögn- uð óánægja með stjóm Englend- inga. Nefnd sú, er send var þang- að austur til skrafs og ráðagerða, fékk káldar viðtökur, og vildu ýmsir stjómmálamenn Indverja í f fyrstu ekkert hafa saman við hana að sælda. En svo er að sjá á síðustu enskum blöðum, að fremur dragi nú til sátta en áður. Indverjar eiga við marga erfið- leika að stríða í sjálfstæðisbar- áttu sinni. Þjóðin hefir lítinn stjómmálaþroska. Gamlar venjur leggja á hana ýmsa óeðlilega fjötra. Og mikið hatur er milli trúarflokka. Indverjar stunda nærri eingöngu landbúnað og búa í sveitum. Aðeins 9% af þjóðinni eru borgarbúar. Samgöngur eru lélegar og örðug framrás nýrra strauma. — Austurlandaþjóðirnar eiga sjálfsagt langa og erfiða leið fyr- ir höndum, ef þær ætla að tileinka sér menningu Vesturlanda. En þær hafa nú þegar vakið á sér athygli. Og vafalaust fylla þær sinn hluta í veraldarsögunni á komandi árum. Á víðavangi. Stjómarráðsbíllinn. Stjórnin hefir nýlega keypt bíl til þess að hafa til taks, þegar ríkið þarf að sjá starfsmönnum sínum fyrir farkosti út um sveit- irnar í nágrenni bæjarins. Kemur það vitanlega mjög oft fyrir, að þeir, sem umsjón hafa með ríkis- fyrirtækjum, t. d. húsameistari ríkisins, vegamálastjóri og jafn- vel ráðherramir sjálfir þurfa út úr bænum til eftirlits. En hingað til hefir ríkið orðið að sæta mjög óhagstæðum kostum, þegar svo hefir staðið á, þar sem ekki hefir verið um annað að gera en leigja bíla hjá einstökum mönnum. Til dæmis um, hve dýr slík ferða- lög hafa orðið ríkissjóði skal þess getið, að bílferð inn að Kleppi eða suður til Vífilstaða kostar 20 kr. En á báðum stöðunum hefir ríkið haft stórfeldar framkvæmdir. ósjaldan þarf að senda menn austur yfir fjall, og er það að sjálfsögðu margfalt dýrara. — Nú telur svo að segja hvert smá- fyrirtæki, sem nokkur tök hefir, á sjálfsagt að eiga bíl til afnota, og væri því hart, að ríkið eitt sætti sig við að vera féþúfa bif- reiðaeigenda. — En besta sönn- unin fyrir því, að þessi ráðstöf- un verði gróði fyrir ríkissjóðinn, er hin sára gremja Morgunblaðs- ins. Reynslan sýnir að aðstand- endur þess blaðs, setja jafnan hagsmuni einstakra manna ofar en hagsmuni ríkisins. Laugavatnsskólinn. Alþýðuskólamál Sunnlendinga hefir eins og kunnugt er tafist ár- um saman vegna ósamkomulags um skólastaðinn. Hafa komið fram tvær meginstefnur í valinu. Talsverður flokkur manna hefir viljað hafa skólann á „köldum" stað í miðju héraði, en aðrir talið sjálfsagt, að hann yrði settur ein- hversstaðar, þar sem hægt væri að nota hveravatn til hitunar. Nefnd sem málið hafði til með- ferðar síðastl. ár og skipuð var 2 mönnum frá Rangárvalla- og Ámessýslu, hvorri um sig, og oddamanni útnefndum af ríkis- stjóminni, valdi kaldan stað, Ár- bæ í Rangárvallasýslu. En ekkert hefir bólað á framkvæmdum í þá átt að reisa skólann þar. Aftur á móti hafa 5 hreppar í Ámessýslu vestanverðri farið þess á leit að fá ríkisstyrk til að reisa skóla á Laugavatni. Hafa þeir nægilegt fé handbært til að fullnægja skilyrð- um fjárlaganna fyrir styrk til að stofna alþýðuskóla. Sá stjómin eigi ástæðu til annars en verða við óskum þessara hreppa, og veita með því Sunnlendingum nokkra f úrlausn skólamálsins. Verður því bygging skólahúss hafin í vor á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.