Tíminn - 05.05.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1928, Blaðsíða 2
TlMINN Laugavatni. — Mbl. er í öngum sínum út af þessum úrslitum — og í ákafa sínum að vega aó stjórninni rangfærir það um- mæli Ásgeirs fræðslumálastjóra. En það vita kunnugir menn, að Mbl.-mennimir í Reykjavík láta sér ekki ant um alþýðufræðslu Sunnlendinga, en afskifti þeirra af skólamálinu eru til þess eins ætluð að vekja óvild og sundrung milli bænda eystra. Er það aðeins einn þátturinn í dulbúinni við- leitni þeirra til að hnekkja bænda- valdinu í landinu. Mbl. og SheU. Mbl. heldur áfram Pílatusar- þvotti sínum á Shell-félaginu. Þó standa enn óhraktar allar þær niðurstöður, sem haldið hefir ver- ið fram hér í blaðinu. Hin langa grein í Mbl. á þriðjud. var er að mestu leyti staðlaus rógur um Magnús Kristjánsson fjármála- ráðherra. Flugumenska Magnúsar Guðmundssonar og félaga hans gagnvart íslenskri löggjöf er jafn- ljós og áður. Tíminn sér ekki ástæðu til að fjölyrða um Shell- félagið, að svo komnu máli, en telur það best falið forsjá rétt- vísinnar fyrst um sinn. En á með- an forráðamenn þess eiga eins erfiða aðstöðu og nú, væri við- kunnanlegast, að þeir létu Morg- unblaðið þegja. Rökvísi Mbl. Morgunblaðið staðhæfir, að Jafnaðarmenn hafi ráðið mestu um gerðir Framsóknarflokksins á þingi. Máli sínu til sönnunar! nefnir blaðið þrjár tillögur (frv. um saltfiskseinkasölu, tóbaks- einkasölu og þáltill. um einkasölu á steinolíu), er Jafnaðarmenn ein- ir báru fram. En engin þessara tillagna náði fram að ganga. Þá þykir Mbl. það ótvírætt sanna áhrifaleysi stjórnarinnar, að sam- þykt var frv. hennar um tilbúinn áburð. Fróðlegt væri að vita, hvort „misheym“ Valtýs getur valdið þessari einkennilegu rök- færslu. Valtýr óvirðir bændur. Eftir kosningamar í fyrrasum- ar hefir Mbl. sífelt brígslað bænd- um um það, að þeir hafi ekk- ert vit á opinberum málum, að þeir láti „teyma“ sig o. s. frv. Morgunblaðið og fjármálin. II. 1 nýlega útkomnu eintaki af Mbl., er reynt að færa sönnur á þær munnlegu rógsögur, sem samherjar blaðsins hafa dreift út um land um „15 manna fjölg- un í stjórnarráðinu" o. s. frv. Skal sú hliðin líka krufin til mergjar. 15. Lög og toUgæslumenn. Mbl. segir stjómina hafa ráðið 8 menn. Einn er í Vestmannaeyjr um, annar á Austurlandi, þriðji á Norðurlandi, og nú um stund hefir maður á Isafirði unnið að löggæslu þar, þegar skip koma. Þannig er þá fréttaburður Mbl. Launin hjá þessum mönnum tel- ur blaðið 300 á mánuði, en þau eru lægri á mánuði, svo að nem- ur mörgum tugum. Úr þrem og hálfum manni í lausastarfi gerir Mbl. fastar átta stöður. Og hvað hefir svo áunnist með þessum fámenna eftirlitshóp? Það hefir tekist að þurka að heita má hinar fljótandi vínbúðir, mannflutningaskipin, íslensk og útlend, hér við land. Það hefir tekist að gerbreyta því skamm- arlega ástandi, sem íhaldið hélt við og vildi hafa, að dauðadrukn- ir farþegar gætu verið slangrandi í tugatali á hverju skipi með ströndum fram, eytt fé sínu í brjálæði og verið landi og þjóð til stórkostlegrar minkunar. Hve marga tugi þúsunda þurkun , skipanna er búin að spara lands- Bændur þá, sem sæti eiga á Al- þingi, kallar það „þingpeð", og fjölyrðir mjög um, hve ósjálf- stæðir þeir séu og fylgi slælega fram málum sínum. En íslenska bændastéttin, sem geymt hefir tungu og menningu feðra sinna í þúsund ár, þarf ekki að roðna frammi fyrir Valtý Stefánssyni, þó hann saki hana um ósjálfstæði. — Sjálfur á hann eitt áhugamál, sem ætla mætti, að honum væn hugstætt. Þegar núverandi stjórn hratt því máli í framkvæmd, lét I hann kúga sig til að ávíta hana j fyrir það. Nú lítilsvirðir Valtýr ! bændur — hann, sem er minsta j „peðið“ á taflborði íslenskra I stjómmála. : Ihaldið og vínverslunin. Mbl. þykist hafa heyrt, að væntanlegur forstöðumaður vín- ! verslunarinnar eigi að fá 7500 kr. laun. Merkilegt mætti heita, ef íhaldsmönnum yxi sú upphæð í ! augum, þó að rétt væri. Hafa þeir gleymt því, að þeir réðu sjálfir mann við verslunina með 18. þús. kr. launum? ----o--- Frá útlöndum. Ný kosningalög eru nú til umræöu í enska þinginu. Eftir þeim eiga kon- ur sem karlar að hafa kosningarétt eftir 21 árs aldur. Nokkur hluti íhaldsmanna vill miða við 25 ár. Aldurstakmarkið er annars nokkuð mismunandi í þingræðislöndum. í þýskalandi er það t. d. 20 ár, í Noregi, Svíþjóð og Hollandi 23 ár, í Dan- mörku 25 ár eins og við kjördæma- kosningar hér. í Tyrklandi er það, eftir hinni nýju stjómarskrá, aðeins 18 ár. - — Ummæli hins mikla ameríska- iðjuhölds, Henry Fords, um framtið iðnaðarins í heiminum, hafa vakið athygli í Englandi. Telur Ford mjög óliklegt, að Bandaríkin geti kept við England um markað fyrir iðnaðar- vörur í Evrópu. Spáir hann góðu um framtíð ensks iðnaðar, og segir að England hafi eftir sem áður besta að- stöðu allra Norðurálfulanda til að standast samkepni um ódýra fram- leiðslu. — En iðnrekendur enskir hafa átt við allmikla örðugleika að stríða undanfarið og rekstur kola- námanna gengið treglega. Ford held- ur því fram, að Englendingar noti úr- eltar vinnuaðferðir, og eigi þeir nú að gera tvent í einu: Auka vélanotk- un og hækka kaup verkamannanna. Er áður kunn kenning hans um „hagnaðinn af því, að borga hátt kaup“. Ýmsir stéttarbræður hans í Englandi eru nokkuð vantrúaðir á heilræði hans. „En“, segir eitt frjáls- lynda blaðið enska nýlega, „annað- hvort eignumst við á næstu árum fleiri menn en nú, sem hugsa eins og Ford, eða þjóðin missir trúna á mátt einstaklinganna til að full- nægja kröfum tímans". — Frönsku kosningunum á sunnu- daginn var lauk svo, að fylgismenn Poincaré fengu 375 þingsæti af 612. Flokkar eru margir í Frakklandi, og er Poincaré studdur af hinum ihalds- samari flokkum og miðflokkum. Heyrst hefir, að stjórnin hafi í hyggju að festa frankann svo fljótt sem hægt er í núverandi gengi. — Friðartillögur þær sem Kellog, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hef- ir sent stórveldunum, vekja mikla at- hygli og umræður í blöðum. Er svo að sjá að Englendingar taki þeim vel, en Frakkar iila. Hafa áður staðið yfir sérstakir samningar milli Frakka og Bandaríkjanna, en virðast nú hafa farið út um þúfur. Telja.sum frönsku ! blöðin tillögurnar herbragð eitt frá hendi Republikanaflokksins til að nota gegn Demokrötum, hinum gömlu samherjum Wilsons, við forsetakosn- ingarnar. Svo er sagt að framkoma Bandarikjastjórninnar hafi vakið mikla hrifningu heima 'fyrir og þakk- arávörpum rigni yfir hana fyrir að hafa rétt stórveldunum hinum'egin hafsins bróðurhönd. — Eftirfarandi atburður, sem átti sér stað um miðjan síðasta mánuð, gefur dálitla hugmynd um samkomu- lagið milli Rússa og sumra Vestur- evrópuþjóðanna: Rússar höfðu sent rúml. 20 milj. kr. virði í gulli til Ameríku og er það í rauninni ekkert nýstárlegt, þvi að ráðstjórnin þarf öðru hverju að greiða háar fjárupp- liæðir vestur um haf, til að jafna verslunarviðskifti sin og Bandaríkj- anna. En svo merkilega fór, að Ame- ríkumennirnir neituðu að veita gull- inu viðtöku. Kendu Rússar það frönskum undirróðri, því að Frakkar halda því fram, að þeir hafi átt mik- ið gull — og þar á meðal það, sem hér er um að ræða — inni í rúss- ne^ka ríkisbankanum, þegar bylting- in hófst, og hafi ráðstjómin ranglega lagt liald á það. Átti ráðstjómin nú ekki annars kost en láta flytja þenn- an dýra varning heim aftur og átti hann fyrst að fara með þýsku skipi til Bremen. En skip þetta þurfti að koma við í franskri höfn á leiðinni, og óttuðust Rússar, að Frakkar mundu grípa tækifærið og fullnægja sjálfir kröfum sínum. Tók þá ráð- stjórnin það til bragðs að senda skip í veg fyrir þýska skipið. Beið það í Ermarsundi milli Englands og Frakklands og var gullinu umskip- að að næturlagi fyrir utan landhelgi Frakklands, í miklum flýti. pykja Rússar hafa sýnt mikið snarræði i athöfnum, en Frakkar neita því, að þeim hafi komið til hugar að róta við gullinu. — Einn af elstu meðlimum enska pailamentisins, Mr. Sidney Webb, sem nú er að láta af þingmensku, hefir birt nokkrar athuganir um parlamentið fyr og síðar. Kemst hann að raun um, að ásakanir ýmsra manna í garð þingsins nú á seinni tímum séu á litlum rökum bygðar. Er eftirtektarvert, að þær ásakanir, sem Mr. Webb talar um, eru einmitt hinar sömu og oft heyrast hér á landi og þá löngum af munni þeirra manna, sem ekki eiga kost á að kynna sér störf þingsins. Mr. Webb segir, að þingmönnum sé borið á brýn, að þeir standi fyrirrennurum sínum að baki að hæfileikum og háttprýði í framkomu. En hann held- ur því fram, þvert á móti, að fram- koma þingipanna sé miklu prúð- mannlegri nú en fyr á tímum og nefnir dæmi máli sínu til sönnunar. Segir hann að Englendingar mundu nú hlygðast sín fyrir þá þingmenn, sem hefðu sömu háttsemi og stétt- arbræður þeirra um 1860. — pá kem- ur það og í ljós hjá Mr. Webb, að ræðulengd þingmanna, er mönnum áhyggjuefni í Englandi ekki síður en hér. — Egiptalandsmenn hafa í svip- inn látið undan kröfum Breta í þeim deilum, sem undanfarið hafa staðið yfir milli þjóðanna. Voru kröfumar um það, að egipska þing- ið feldi lagafrv. nokkurt, sem þar var til umræðíT Voru ensk herskip kom- in á leið austur til áð sýna löggjöf- unum egipsku, að Bretum væri al- vara. Ákvað egipska stjórnin þá að fresta umræðum um frv. fyrst um sinn og voru herskipin jafnskjótt kölluð heim aftur. En í ræðu í enska parlamentinu hefir Chamberlain lýst yfir því, að enska stjórnin muni þegar í stað skerast í leikinn á ný, ef frv. verði aftur tekið til umræðu. — í Ítalíu hefir verið félagsskapur Gyðingavina (Amici Israel), sem hef- ir haft það markmið að snúa Gyð- ingum tii kristinnar trúar. Nýlega sneri félag þetta við blaðinu og hóf árásir á Gyðinga. En af því að í því er fjöldi katólskra presta og kardin- ála, hefir páfinn látið þessi stefnu- hvörf til sín taka og fyrirboðið út- gáfu flugrita, sem stiluð eru móti Gyðingum. Segir í tilkynningunni, að það sé gagnstætt vilja hans og hinnar heilögu kirkju, að reynt sé að „vekja hatur til þess kynþáttar, sem einu sinni var hin útvalda þjóð guðs“. ----o.... Alþingi pingsályktanir: 10. pál. um glldi íslenskra peninga. (Sþ.). 11. pál. um undirbúning ríkisfor- lags. (Sþ.). 12. pál. um ríkisprentsmiðjn. (Nd.). 13. pál. út af ránum erlendra fiski- manna í varplöndum og selverum við strendur landsins. (Nd.). 14. pál. um varnir gegn ránskap og yfirgangi erlendra flsklmanna bér við land. (Nd.). 15. pál. um skipun milliþinganefnd- ar til að rannsaka tolla- og skatta- löggjöí landsins. (Sþ.). 16. pál. um ellitryggingar. (Nd.). 17. pál. um veðurspár. (Nd.). 18. pál. um endurskoðun laga um vátrygging sveitabæja. (Nd.). 19. pál. um raforkuveitu til al- menningsnota. (Nd.). 20. pál. um endurskoðun berkla- varnalaganna. (Nd.). 21. pál. um útvarp. (Nd.). pessi till. kom fram undir þinglok og var flutt af Gunnari Sigurðssyni og Magnúsi Jónssyni og var áskorun til stjómar- innar um að sjá svo um, að útvarps- starfsemi tækist upp aftur sem fyrst. En útvarpsstöðin hér hefir nýlega hætt störfum. 22. pál. um vísindarannsóknir i þágu atvinnuveganna. (Nd.). 23. pál. um vamir gegn gin- og klaufaveiki. (Nd.). Flm. þessarar till. voru Jörundur Brynjólfsson og Pétur Ottesen. Báru þeir hana fram, er frv. um varnir gegn gin og klaufaveiki og öðrum alidýrasjúkdómum hafði náð samþykki með því að ýms- um þótti þar full skamt farið í varúðarráðstöfunum. Tillagan er svohljóðandi: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á atvinnumálaráð- herra að láta haldast áfram bann það gegn innflutningi á mjólkuraf- urðum og eggjum, er felst í auglýs- ingum atvinnumálaráðuneytisins 21. nóv. og 2. des. f. á. og 9. febr. þ. á., svo og aðbanna innflutning á káli og öðru hraðvöxnu grænmeti". Bréf úr Borgarfirðl. Efnahagur manna er sæmilegur hér, þó að margir dragist með erfiða skuldabagga frá lággengisárunum. Krónuhækkunin og óhæfilega háir vextir gera mestu drápsklyfjar úr skuldum, sem ekkert virtust erfiðar viðfangs, þegar til þeirra var stofn- að. Vantar haganlega lánsstofnun, þar sem bændur geta haft lán sin án þess að vera sífelt að borga töp versiunar- og útgerðarlána eins og mönnum, er hægt að giska á, og mættu margir samherjar Mbl. borga landinu drjúgum meira í skatta, fyrir að pjóðfélagið ver fjárhag þeirra fyrir sjálfum þeim. Þingið var þakklátt núverandi : stjóm fyrir þessar aðgerðir og | meiri hlutinn af fylgismönnum ' Mbl. verður að teljast þar til. I áfengislöggjöf, sem stjómin lét undirbúa í samstarfi við helstu menn templara í Reykjavík, og ekki síst stórtemplar Sigurð Jónsson skólastjóra, og sem þing- ið samþykti nálega óbreytt með ! hérumbil öllum atkv. (Hákon og 1 Einar Jónsson beittu sér aðallega gegn málinu) K er svo um mælt, að stjómin má skipa löggæslu- menn þar sem hún telur þurfa. I stað þess að áfella stjómina fyr- ir að halda smyglurum og toll- svikurum niðri, er stjóminni gef- ið, af öllu Alþingi, og þar á með- al af nálega öllum Ihaldsmönnum og einkum af leiðtogum flokks- ins, ótakmarkað umboð til að taka menn í þjónustu landsins til að halda toll- og vínsvikurum í skefjum. Þessi heimild mun verða notuð varlega, þótt formið sé rúmt. M. a. treystir stjómin á sjálfboðavinnu templara til að koma að miklu haldi gegn smygl- un, án vemlegra útgjalda. Á hinn bóginn verður ekki hjá kom- ist að auka löggæsluna eitthvað að sumrinu til, þar sem skipkom- ur em mestar t. d. á Siglufirði o. víðar. En þá vinnu verður að meta eftir niðurstöðu. Takist að halda launsölu, smyglun og opinberum drykkjuskap í skefjum mun meira en áður var og auka tekjur lands- ins með því að tollar greiðist lög- um samkvæmt, þá mun svo verða um dæmt að hið mikla traust sem Alþingi sýndi núverandi stjóm hafi verið vel verðskuldað. 16. Tveir einkaritarar í stjóm- arráðinu með 3000 kr. hvor segir Mbl. Þetta er tilhæfulaust með öllu. Ihaldsstjómin hafði bætt við þrem starfsmönnum í stjómar- ráðinu þegar hún fór. Skrifstofu- stjóri í fjármáladeild hefur legið hættulega veikur síðan um nýjár, en M. Kr. hefir bætt á sig störf- um hans, og ekki bætt manni við í deildina. Aðstoðarkona, vensluð Jóni Þorl., fór um líkt leyti og hann og tók forsætisráðherra í liennar stað mann 2—3 tíma á dag. Ihaldið hafði árið sem leið borgað manni 10 þús. kr. úr landhelgissjóði fyrir að vera gjaldkeri varðskipanna. Núver- andi stjóm tók mann í stjómar- ráðið fyrir 3000 kr. sem gerir þetta verk, og hefir auk þess, án sérborgunar, staðið fyrir útboðum til varðskipanna og landspítalanna þriggja. Mbl. gerði gys að þessum spamaði í fyrstu, en rétt er að segja það íhaldsmönnum í bæn- um til lofs að þeir þoldu Jóni og Valtý þó ekki þá glópsku til lengdar og er»nú alment viður- kent, að útboð þessi spari landinu stórfé. T. d. lækkaði útboð á fiski til spítalanna verðið á nýjum fiski til sjúkrahúsanna um nálega helming. Síðan lækkaði alt fisk- verð í bænum fyrir þessa fram- kvæmd og hefir það haldist síðan. Þess vegna fer svo fjarri að rétt sé um þessa 16 nýju starfs- menn í stjómarráðinu, að sagan er öll tilbúningur. Sá eini maður sem er nýr í stjómarráðinu hefir ekki þriðjung launa á við það sem íhaldið borgaði fyrir sömu vinnu út í bæ, og auk þess sparar sami maður landinu tugi þúsunda ár- lega með annari starfsemi í þágu landsins. I raun og veru sýnir þetta dæmi alt málið. Svona er mismun- urinn á framkvæmdum Fram- sóknarmanna og íhaldsmanna. Og svona er málstaður Mbl. yfirleitt. Hver umbót er í augum Valtýs og Jóns höfuðsynd. Og til að styðja þá kenningu, umsnúa þeir í fréttaburði sínum öllum stað- reyndum. 17. Spamaðamefnd. Aðalskýrsla hennar um meginþátt embætta- eyðslunnar í landinu er nú aðeins óútkomin. Fá landsmenn þá í fyrsta sinn sundurliðað yfirlit um embættakostnaðinn. Mbl. sýnist vera illa við þetta. Það gerir nefndarmönnum 6000 kr. kaup yfir árið, 18 þús. Nú hafa nefnd- armenn aðeins unnið hálft ár, og öllum vitanlegt að nefndin starfar ekki í sumar. Allmikinn hluta undangengins starfstíma hafa að- eins verið tveir í nefndinni. I ofan- álag hefir annar af þeim tveim mönnum, sem er starfsmaður landsins ekki tekið nema nokkum hluta af dagkaupi mest af starfs- tímanum, og er það í fyrsta sinni sem embættismaður landsins vinn- ur í milliþinganefnd og tekið er tillit til þess um kaupgreiðslu, að hann hafi starfslaun frá landssj. Mun mega finna vitnisburð um gagnstætt framferði, tvöföld og þreföld laun og aukalaun hjá mörgum Iháldsmönnum. Sparnað- amefndin mun ekki verða Fram- sóknarflokknum til minkunar. Starf hennar gerir landsmönnum unt að sjá yfir allan sinn sam- eiginlega fjárhag og þá um leið ráð til samfærslu og sparnaðar. 18. Mbl. gerir Bimi presti á Lvergasteini 4800 kr. um árið fyrir að undirbúa hagskýrslur um áfengisútlát. Birni hefir nú tekist að framkvæma það þrekvirki, sem þeim einum er hafði karlmensku- lund hans og þrek var unt að gera. Nú veit almenningur um hvernig lækna- og lyfjabúðar- brennivínið er notað. Það hefir sannast um sakleysi og myndar- skap allra hinna helstu lækna, og um sekt og vesalmensku nokk- urra. Þeir standa nú dæmdir fyrir dómstóli almenningsálitsins. Auk þess hefir starf Bjöms Þorláks- sonar skapað framkvæmdarvald- inu aðstöðu til þess að láta dóm- stólana meta til skaðabóta eitur- sölu hinna brotlegu lækna. Starf hans verður aldrei fullmetið, síst til peninga. Það stendur í öfugu hlutfalli við þá siðspillingu kunn- ingskaparins, sem sett hefir varanlegan blett á heila stétt, þar sem menn sem í almennri fram- komu eru heiðarlegir, hafa með blaðagreinum, og félagslegri yfir- hylmingu breitt yfir eiturverslun nokkurra brotlegra félaga sinna. Það þurfti manndóm hins sterka manns til að feikja burtu blæj- unni sem lítilmenska stéttartil- finningarinnar hafði vafið um eitursölu brennivínslæknanna. Stjórnin þarf ekki að standa Mbl. skil þess hve mikið fé kann að þurfa að nota til að útrýma spillingu læknabrennivínsins. Þau gögn munu lögð fram fyrir rétta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.