Tíminn - 05.05.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.05.1928, Blaðsíða 3
TlMINN 83 Augnlækningaferðalag RI928 um Norður- og Austurland (Helgi Skúlason). Frá Akureyri meö Nova til Austfjarða 28. júní og með Esju til Hvammstanga 28. júlí. Landveg til baka báðar leiðir. Viðstöður verða þessar: Á Seyðisfirði 30. júní — 1. júlí, Eskifirði 3.—4. júlí, Fáskrúðfirði 6.-7. júlí, Egilsstöðum 9. júlí, Hjaltastað 11. júlí, Vopnafirði 13.—14. júlí, þórshöfn 16.—17. júlí, Raufarhöfn 19.—20. júlí, — 1. ágúst, Blönduósi 3.—5. ágúst og Sauðárkróki 7.—9. ágúst. en ríkissjóður það, sem á vainar, samkv. veitingu í fjárlögum. Dr. Knud Rasmussen, hinn irægi danski landkönnuður, er nýkominn hingað. Flytur hann fyrirlestra við Háskólann um lifnaðarháttu og menningu Eskimóa. Hefir hann ferð ast árum saman um Grænland og aðrar bygðir þeirra í Norður-Amer- íku, og getið sér orðstír mikinn fyr- ir rannsóknir sínar. Bæjarbruni. Aðfaranótt 30. f. m. brann bærinn Sandfellshagi í Axar- firði í Norður-þingeyjarsýslu. Varð engu bjargað af innanstokksmunum. Nokkur hluti bæjarins var nýbygður og óvátrygður, og er tjónið því mjög tilfinnanlegt. Flugfélag íslands nefnist hlutafélag, sem stofnað var hér í bænum 1. þ. m. Ætlar það að gangast fyrir flug- ferðum hér á landi. Hefir það þegar gert samning við þýskt félag, um að senda hingað flugvél innan skapams og halda uppi ferðum liéðan í sum- ar út um land. Flugvélin á að geta borið 5 farþega og fara 150—170 km. á klukkustund. þjóðverji, Walter að nafni, stjórnar henni. — Er útlit fyrir, að æfintýrið um ferðalög í loft- inu séu að verða að veruleika, einn- ig hér á íslandi. Er vert að minnast á það í þessu sambandi, að þingið veitti i vetur 8000 kr. til undirbún- ings flugferða. — Formaður félagsins er dr. Alexandcr Jóhannesson. Samvinnuskólanum var slitið 30. apríl og luku 17 nemendur burtfarar- prófi: Aðalsteinn Halldórsson, Skóg- um Mýrum, Dýri Baldvinsson, Eiði Seltjarnarnesi, Eiríkur þorsteinsson, Surtsstöðum Norður-Múlasýslu, Gunnar Jónsson, Eiði Seltjarnarnesi, Helgi þórarinsson, Reykjavík, Helgi þorsteinsson, Seyðisfirði, Jóhann Karlsson, Draflastöðum, Suður-þing- eyjarsýslu, Kristján Guðmundsson, Stykkishólmi, Oigeir Sigurðsson, Vopnafirði, Pétur Halldórsson, Torfa- stöðum Vopnafirði, Rósa þorsteins- dóttir, Reykjavík, Sigurður Helgason, Reykjavík, Sigurður Jónsson, Jarð- brú Eyjafjarðarsýslu, Sigurður Pét- ursson, Rifgirðingum Dalasýslu, Sig- urgeir Bogason, Varmadal Rangár- völlum, Soffía Jónsdóttir, Narfeyri Snæfellsnesýslu, Svei’rir Sigurðsson, Seyðisfirði. Aðallundi Kaupfélags Eyfirðinga er nýlega lokið. Fer hagur félagsins stöðugt batnandi. í sumar ætlar það að láta byggja stórt nýtísku státur- hús á Oddeyrartanga. Bæjarstjórakostning fer fram á Ak- ureyri 16. þ. m. 1 kjöri verða Jón Sveinsson núv. bæjarstjóri og Jón Steingrímsson lögfrœðingur, sonur Steingríms bæjarfógeta. Einar Olgeirsson kennari og Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður fóru utan með Brúarfossi í erindum sildar- einkasölunnar. Samband ungmennafélaganna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum hefir kosið nefnd til að athuga og undir- búa alþýðuskólamálið. Hefir sýslu- nefnd Mýrasýslu kosið af sinni hálfu mann til að starfa með henni, og má ætla, að sýslunefnd Borgarfjarðar- sýslu geri slíkt hið sama. Húsameist- ari ríkisins og Ben. Gröndai verk- fræðingur hafa verið á ferð efra, og m. a. athugað staði fyrir hinn vænt- anlega alþýðuskóla, ef reistur yrði. — Á sýslufundi Mýramanna var einn- ig samþykt 2500 kr. tillag til Stúd- entagarðsins, með því skilyrði, aö Borgfirðingar greiði jafn háa upp- hæð. Siys. Fyrir nokkrum dögum var saknað manns af varðskipinu „Fylla" er lá hér inni. Var, það kyndari, Jörgensen að nafni. Vai- mannsins lengi leitað, en eigi fanst hann, og var alment álitið, að hann hefði fall- ið fyrir borð. En þegar skipið fór að liúast til brottferðar, fanst lík hans í kolarúminu. Hafði hrun úr kola- hlaðanum orðið honum að bana. Sýslufundur Suður-pingeyinga hefir samþykt að veita 5000 kr. til hús- mœðraskóla á Laugum og kaupa her- bergi í stúdentagarðinum. Um Kvennabrekku í Dölum sækja sr. Tryggvi Kvaran á Mælifelli og Ólafur Ólafsson cand. theol. Flokkur fimleikakvenna, sá sem gat sér bestan orðstír á Norðurlöndum í fyrra, fer sennilega héðan á alþjóða fimleikamót, sem haldið verður í Calais á Frakklandi í sumar. Veitt. Alþingi 3000 kr. til fararinnar. Björn Jakobsson leikfimiskennari stjórnar flokknum. Einmunatið, sólskin og blíðviðri, hefir verið hér sunnanlands um lang- an tíma. Eru tún mikið farin að gróa. Minningarorð þann 2. apríl s. 1. andaðist hús- freyjan Sigurlaug Sæmundsdóttir að heimili sínu Lambanesi í Fljótum. Hún var fædd 6. febr. 1860 og því rösklega 68 ára að aldri, er hún lést. Sæmundur (á Heiði) faðir Sigur- laugar var sonur Jóns bónda á Lamban.es-Reykjum (d. 1833) Jóns- sonar pórarinssonar á Lambanes- Reykjum Magnússonar bónda á Kálfsá í Ólafsfirði Jónssonar hrepp- stjóra á Kálfsá, þorsteinssonar Ját- geirssonar. Er framættin góð brandaætt úr Ólaísfirði. Móðir Sigurlaugar og kona Sœ- mundar, var Björg Jónsdóttir bónda að Bolagrund Eiríkssonar prests að Undirfelli (d. 1859) Bjarnasonar prests að Staðarbakka Bjarnasonar bónda í Djúpadal Eiríkssonar hrepp- stjóra í Djúpadal Bjamasonar. Er það hin alkunna DjúpadalsætL Árið 1878 giftist Sigurlaug eftirlif- andi manni sínum, Kristjáni Jónssyni Jónssonar frá Brúnastöðum. Hófu þau búskap á Syðsta-Mói í Fljótum; en um aldamótin keyptu þau Lamba- nes og bjuggu þar siðan. Varð þeim tólf barna auðið; eru sjö þeirra á lífi og öll uppkomin: Björg húsfreyja á Grímsstöðum við Mývatn, Jón, Ámi og Gunnhildur gift á Siglufirði, Jórunn verslunarmær í Rvík, Valgarður og Gunnlaugur í íöðurhúsum. Látin eru: Iíristín, gift Páli bónda á Illugastöðum, Sæmund- ur, síðast bóndi á Laugalandi. — Druknaði með sviplegum hætti við annan mann. Björgvin, lóst á besta aldursskeiði; tvö dóu ung. Æfistarf Sigurlaugar sál. var unnið i kyrð innan vébanda heimilisins. En þeir, sem gerst þekkja til, vita, að með henni er horfin merk kona og góð. það, sem einkendi hana mest, vai’ dugnaðurinn og stjómsemin, gestrisnin og glaðværðin. Bar heim- iiið glögg merki þess. pað var henni lieilagur reitur, sem hún hlúði að og prýddi. Sýndi hún þar myndarskap og hagsýni. það var engin tilviljun, að Sigurlaug fékk eina af fyrstu prjónavéiunum, er fluttust til lands- ins. — í búskapnum reyndist hún manni sinum ágæt aðstoð. Gestrisni var viðbrugðið í Lambanesi. Voru þar allir aufúsugestir. Siðustu árin átti Sigurlaug við mikla vanheiisu að striða og lá löngum rúmfösL Húu þekti alvöru lifsins. þrjú börnin voru tekin frá henni í blóma aldurs. Hún þekti lika sæiu lífsins, eins og allir þeir, sem vel hafa starfað. Og var sá þátturinn sterkari í sálarlífi hennar. Lifið var henni reynslu- og skilningsskóli; þvi gat hún horft ör- ugg og ókvíðin út yfir landamærin. — Merk kona er látin. Minning hennar geymist. Kr. F. SL hefir verið undanfarin ár og er enn- þá. Verð útlendrar vöru er hér svipað og í Rvík. Hrossasala sem engin. Ullarverð i kaupfél. s. 1. sumar I. fl. 3 kr. kg., II. fl. kr. 2,50 kg. Auk þessa dálítil uppbót í vetur. Slátur- fjárverð áætlað í Sláturfél. kr. 1,10 I. fl. betri, kr. 1.00 I. fl. lakari. En tæplega svo mikið útborgað. Slátrað var hjá Sláturfél. yfir 16000 fjár. Auk þessa slátra „Jónamir" í Borg- ainesi allmiklu. Ganga þeir ötullega að sláturfjársmalamensku á haustin og draga allmikið frá Sláturfélaginu. Og auk þeirra náði Ottesen dáiitlu ai fé fyrir húsbændur sína: kaupmenn- ina á Akranesi. þykir mörgum það vel viðeigandi(i) af íhaldsþingmanni að vera sendill kaupmannanna í markaðssnapi upp um héruð til að draga frá sjálfbjargarfélagsskap bændanna. Framsóknarfélag Borgfirðinga hélt nýlega aðalfund sinn og kaus Jón í Deildartungu fyrir formann í stað Steingríms kennara á Hvanneyri, sem verið hefir formaður að undan- fömu, en er nú á fömm úr hérað- inu. Var fundurinn mjög ánægju- legur og stóð yfir í h. u. b. 8 klukku- tíma. í félaginu eru nú 130 manns úr flestöllum hreppum beggja sýsln- anna. Síðastl. ár fékk félagið Sigurð bónda á Arnarvatni til að ferðast um alt héraðið til að flytja fræðandi fyrirlestra um samvinnumál. — Ýms- ir ákveðnir Framsóknarmenn í hér- áðinu standa ennþá fyrir utan fé- lagið og sumum kann að virðast að ekki sé þörf á svona félagsskap. En meðan bæði íhaldsmenn og Jafnaðar- menn í kaupstöðunum hafa með sér harðsnúin sttjómmálafélög, er tæp- lega óþarft að Framsóknarmenn i sveitunum hafi samtök sín á milli, þótt ekki væri nema til að vita hverir af öðrum og bera saman ráð sín. Samgöngur eru líklega betri hér en í flestöllum öðrum sveitahéruðum iandsins. Nú eru akvegir komnir frá Borgamesi í Norðurárdal nær því að Hvammi, þverárhlíð, Hvítársíðu, Reykholtsdal, alllangt vestur í Hnappadalssýslu, og þegar Hvítár- brúin hjá Ferjukoti er komin, sem reisa á í mynni Lundareykjadals og Skorradals. Er vöru- og fólksflutn- ingur um héraðið að mjög miklu leyti með bifreiðum. Samgöngur frá Reykjavík eru líka allgreiðar, en vöru- og fólksflutning- ar eru óhæfilega dýrir. Fargjöld aðra leiðina milli Borgarness og Rvíkur, sem er um 3kl.tíma ferð á sæmi- legum gufubát eru 8 kr. á 2 far- rými og 12 kr. á svokölluðu 1 far- rými á „Suðurlandi". þetta er sama fargjald og var meðan dýrtíð var allra mest. þó.er „Suðurland11 styrkt af almannafé — þ. e. úr ríkissjóði. — þá er alveg óþolandi að fá póst úr Reykjavík og annarsstaðar frá um- heiminum sendan aðeins einu sinni í mánuði upp í sveitimar. Snemma vetrar lést bændaöldung- urinn Björn þorsteinsson í Bæ, kom- inn um áttrætt. Var hann frábær dugnaðarmaður og búhöldur hinn mesti, brautryðjandi í bændastétt um alllangan tíma og að mörgu hinn merkasti maður. Fæddur var hann og uppalinn á Húsafelli. Kominn í bein- an karllegg af séra Snorra. Fór Bjöm ungur að búa í Bæ og tókþar við öllu í mestu niðurníðslu, en húsaði svo vel garð sinn, bætti og jók ræktar- landið, að Bær var um langt skeið ein af best setnu jörðum þessa lands. Skólarnir í héraðinu hafa starfað í vetur svipað og að undanförnu. Um hálfur fimti tugur nemenda í hvor- um — Hvanneyri og Hvítárbakka. Á Hvítárbakka hefir — undir stjórn hins ötula skólastjóra — að nokkru .verið breytt um starfshætti. Hefir orð farið af því hve fjörugt og heil- brigt skólalífið hafi verið, þrátt fyrir ófullnægjandi húsakynni. Nú er mikill hugur í héraðsbúuni að endurreisa alþýðuskólann og flytja hann að jarðhita. Telja flestir Reyk- holt æskilegt sem skólasétur. Hafa ungmennaféiögin hafist handa í mál- inu og er almennur áhugi innau þeirra og margt góðra manna utan félaganna styður málið af alhuga. liru bjartsýnni menn héraðsins fam- ir að gera sér góðar vonir um að Borgfirðingar verði búnir að eignast mvndarlégan alþýðuskóla 1930. ----0---- + Fréttir. Jónas Jónsson dómsmálaráðherra og frú hans fóru til útlanda með Brúar- fossi 1. þ. m. Er för ráðherrans aðal- lega heitið til Danmerkur, til þess að undirbúa byggingu strandvarna- skips. Dómmálaráðuneytið hefir nú fyrir- skipað rannsókn á Shell-félaginu. Prófessor í guðfræði við Háskólann í stað Haralds sál. Níelssonar er settur Magnús Jónsson docent. Sr. Ásmundur Guðmundsson skólastjóri á Eiðum er settur dócent í stað M. J. Er sr. Ásmundur þegar tekinn við kenslu. Eiríkur Brynjólfsson cand. theol. hefir verið skipaður prestur á Út- skálum. Skákþinginu er fyrir nokkru lokið. Hlutskarpastur varð Einar þorvalds- son úr Rvík, en næstur Ari Guð- mundsson frá Akureyri. þegar kepp- endur allir höfðu reynt sig einu sinni, voru þeir Einar og Ari jafnir og urðu því að tefla á ný til úrslita. Skólahús verður bygt í sumar á Laugavatni í Árnessýslu. Leggja 5 hreppar í sýslunni vestanverðri fé fram að lielmingi til byggingarinnar, Stefán munu endurskoða í vor, sumar og haust hjá öllum sýslu- mönnum landsins. Báðir eru mennirnir prýðileg-a til starfsins fallnir, og hafa nú þegar fram- kvæmt fullkomnari og betri end- urskoðun en nokkumtíma hefir verið framkvæmd áður. Báðir stilla vel í hóf með kaupkröfur, einkum ef miðað er við saming Jóns Þorl. við Einar Arnórsson og B. Kr. Mun það sannast er því verki er lokið.að með því byrjar nýr þáttur í sögu sýslumensk- unnar hér á landi. Fram að þessu hefir öll endurskoðun hjá sýslu- mönnum verið ill og lítil, sjaldan framkvæmd, venjulega af mönn- um, sem ekki voru vel til þess færir, eða lögðu í það nægilega vinnu. Stjómir undanfarandi tíma hafa með illu og ónógu eftirliti frcistað sýslumannanna til að standa illa í stöðu sinni. Er það sýslumannastéttinni til sóma hvernig innheimta þeirra og önn- ur embættisstörf hafa slampast af, jafnilla og stjórnirnar hafa búið þeim í hendur. Gott sýnis- horn af eftirliti undanfarandi stjóma er það, að Jón Þorl. sendi seint á stjórnartíð sinni sérstak- an trúnaðarmann, er hann hafði valið í stjórnarráðið til að endur- skoða á Patreksfirði. Sendimanni og ráðherra hefir hlotið að koma saman um að alt væri í góðu lagi hjá sýslumanni, því að ekki var blakað við honum, og Einar studdi íhaldið við kosningar svo sem vera bar. En hvað kemur svo upp þegar núverandi stjóm lætur hæfa menn skoða ? Stórkostleg- asta sjóðþurð, sem þekst hefir í sögu landsins hjá nokkrum sýslu- manni. Nú er sannað um 140 þús. en getur vel verið meira. Það þarf nokkuð mikið af óskamfeilni hjá Ihaldsmönnum til að telja eftir hin óhjákvæmilegu útgjöld við að bæta úr þeirri van- sæmandi, dýru og spillandi van- rækslu, sem fram hefir komið hjá íhaldsmönnum um alt embættis- eftirlit. Ef sú vanræksla yrði metin til peninga, þá yrði hvert dagsverk þeirra sem framkvæmdu hið sleifarlega eftirlit Ihalds- manna áreiðanlega nokkuð dýrt fyrir land og þjóð. Þá kemur Mbl. með nýja út- gáfu af dagkaupi Halldórs Júlíus- sonar. Fyrst var kaupið í munni íhaldsmanna 100 kr. á dag. Þá var því lýst yfir í þessu blaði,, að sýslumaður Strandamanna væri mjög miklu ódýrari, að hann kost- aði ekki einu sinni þriðjung þess- arar tilgreindu upphæðar og það þótt hann hefði tvö og þrjú stór- mál til rannsóknar í einu. Nú breytir Mbl. 100 kr. í 60 kr. en það er ósatt líka og miklu meira en það. Halldór Júlíusson hefir fram- kvæmt sínar erfiðu og glæsilegu gjörðarrannsóknir fyrir kaup, sem Ihaldsmenn hljóta að telja skammarlega lágt. Dugnaður hvers við starfið, og hófsemi hans í kaupgjaldi er honum hvort- tveggja til mikils sóma. En hvort- tveggja er víst talið honum til syndar á hinum bænum. Vegna hinna þrálátu og ósvífnu ósann- inda íhaldsmanna um kostnað við lokarannsókn Hnífsdalsmálsins verður ekki hjá því komist að sýna fram á vinnubrögð og eyðslu íhaldsmanna — einmitt við sama mál. íhaldsstjómin sendi starfsmenn í landsins þjónustu vestur til að rannsaka Hnífsdalsmálið. Árang- urinn er áður kunnur. En kostn- aðurinn við þessa vesturför var 100 kr. á dag. Kaupið var reikn- að 50 kr. á dag samkvæmt taxta málfærslumannafélagsins, og ann- ar kostnaður aðrar 50 kr. Auk þess hélt maðurinn kaupi sínu heima fyrir. Mbl. hefir áður áfelt núverandi stjórn fyrir að nota ekki starfsmenn úr stjómarráð- inu til slíkra verka, og bar við sparnaði. En hvernig gafst Jóni Þorl. þetta ráð Mbl.? Ekki vel á Patreksfirði, og ekki vel í Hnífs- dal, hvorki að því er snerti niður- stöðu eða kostnað. Nú skal það þá endurtekið enn einu sinni svo að þess þurfi ekki oftar, að hver dag- ur í Hnífsdalsrannsókn trúnaðar- manns Ihaldsins kostaði landið eitt hundrað krónur, en Halldór Júlíusson hefir ekki gert kröfu til svo mikið sem eins þriðjungs af þeirri upphæð í dagkaup, þó að hann hafi unnið að mörgum mál- um samhliða. Mbl. er auðsýnilega illa við að rúnir Hnífsdalsmálsins verði ráðnar, og því lætur það gremju sína bitna á hinum ráðslynga og ötula sýslumanni Strandamanna, sem leysti gátuna, að því er virð- ist, á nokkrum vikum, eftir að núverandi stjóm fól honum starf- ið. Mbl. finst stundum að úr því að núverandi stjóm og samstarfs- mönnum hennar hafi tekist svo prýðilega að leysa Hnífsdalsmálið- sem var óútgert um stjómar- aðila á sínum tíma. En úr því að Mbl. fer út í dýrar stjórnarráð- stafanir, þá er gott að minnast á fleira. Jón Þorl. skipaði eftir kosningaósigur sinn í fyrra 4 menn til að meta fjárhag Lands- bankans, þá Einar Amórsson, Bjöm Ámason, starfsmann í stjómarráðinu, B. Kr. og ólaf Johnson kaupmann. Þessir hinir fyrstnefndu eru á meira og minna háum framfærslulaunum hjá landinu. Allir unnu þeir starf sitt í hjáverkum, part úr ári. Hver þeirra gerði reikning fyrir 6000 — sex þúsund — krónu kaupi, fyrir þetta hjáverk, sem þar að auki var þannig unnið að það er ekki eyrisvirði fyrir bankann eða landið, því að nefndin hefir hvorki skilað bankaráðinu eða landstjóm nokkuru rökstuddu áliti. Sé litið á aðra launasamninga Ihaldsmanna má nefna fáein dæmi um sparsemina. Jón Magnússon semur við E. Claessen um þá fá- tæklegu þóknun 40 þús. kr. á ári fyrir að vera bankastjóra í Is- landsbanka. Samningur þessi dró eftir sér hin háu laun annara ísl. bankastjóra. Ihaldsmenn sömdu við Mogensen um 18 þús. kr. árs- laun við áfengisverslunina og vörðu þau laun meðan þeir höfðu þingfylgi til. Núverandi land- stjóm kom í vetur gegn laga- breytingu sem lækkar forstjóra- launin um helming. íhaldsmenn hafa samið við Sig. Briem póst- meistara um 4000 kr. aukaupp- bót á póstmeistaralaun og stendur svo, síðan um 1920. Ihaldsstjómin borgaði Vestmanneyingum 25 þús. kr. úr landhelgissjóði án sam- þyktar Alþingis, af því að varð- skipið sem landið þá kostaði að miklu leýti, brá sér frá 2—3 daga. Ihaldsstjómin útborgaði sendiherra landsins í Khöfn 24 ísl. krónur í risnu, en telur eftir að núverandi forsætisráðherra hafi 8000 kr. og er þó risnukostn- aður síst minni hjá forsætisráð- herra landsins og dýrtíð meiri í Reykjavík en Kaupmannahöfn. Þegar Hannes Jónsson á Hvamms- tanga flutti frv. í vetur um að leggja niður sendiherraembættið sameinuðust Ihaldsmenn, Socia- listar, Sigurður Eggerz og Gunnar á Selalæk um að halda við em- bættinu. Mikill meirihluti Fram- sóknarmanna myndi hafa viljað spara á þessum lið, en flokkurinn var þar borinn ofurliði af kaup- staðarflokkunum tveim, og þeim tveim mönnum, sem teljast standa utan flokka. Mbl. klykkir út með því að segja að Halldór Júlíusson og Stefán Jóhann Stefánsson taki að launum 50 kr. á dag er þeir vinni að sérstökum dómara- eða eftir- litsstörfum fyrir núverandi stjóm. En hvers vegna gerir Mbl. ekki upp laun hins ágæta endur- skoðanda, Bjöms Steffensen? Er það af því að hann er sonur eins ákveðnasta Ihaldsmanns á Akur- eyri? Eða er það af því að hann er alinn upp í húsi B. Kr. og ber máske nafn hans ? Finst Mbl. jafnerfitt að nefna það, er núver- andi stjórn velur menn úr íhalds- heimilum til trúnaðarstarfa, eins og blaðinu er tamt, að skrökva um launagreiðslur til trúnaðarmanna úr öðrum stjómmálaflokkum? En Mbl. til huggunar er best að geta þess að þeir Bjöm og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.