Tíminn - 12.05.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.05.1928, Blaðsíða 1
I ©Jalbfeti 09 afgrei&slumaður íimans er XannDetg p or s í e i n s bó 11 i r, 5<JTnf>anösfyúsinu, Keyfjaríf. ^fgtei&sCa C i m a n s er t Sambanþsíjúsinu. ©pin öaglega 9—{2 f. I}. 5imi 496. xn. ár. Reykjavík, 12. maí 1928. 24. blað. Viðreisn landbúnaðarins Á j arðræktarlögunum frá 1928 gjörði þingið allverulegar breyt- ingar. Svo var fyrir mælt í þeim lögum, að þau skyldi endur- skoða innan 5 ára frá því að þau gengju í gildi. Milliþinganefndin í landbúnaðarmálum, sem skipuð var samkv. fyrirmælum Alþingis 1927, framkvæmdi þessa endur- skoðun. I samræmi við tillögur hennar og Búnaðarfélags Islands bar svo stjórnin fram frv. um breytingar á jarðræktarlögunum. Breytingar þessar eru aðallega þrennskonar. Sumar gjöra á- kvæði laganna réttlátari og jafn- framt greinilegri en áður. Aðrar miða að því, að styrkja búnað- arsamtök bænda og tryggja sem ' almennastar jarðræktarfram- j kvæmdir. Loks er tekin upp af hálfu hins opinbera ný starfsemi ' í þágu jarðræktarinnar með því að greiða fyrir útbreiðslu jarð- yrkjuverkfæra. Ákvæði 10. gr. jarðræktarlag- anna, um að undanskilja jarða- bótastyrk 10 dagsverk fyrir hvem verkfæran mann á heimili, eru niður feld. Þá er því og sleg- ið föstu í lögunum, að styrkur skuli vera kr. 1.00 fyrir hvert dagsverk í túnum og matjurta- görðum, en kr. 1.50 fyrir dags- verk í áburðarhúsum og safn- þróm. Ennfremur er upp tekinn styrkur til votheysgryfja, kr. 0.50 fyrir hvert dagsverk. Samkvæmt hinum nýju lögum verður hver sá, sem styrks vill njóta til jarðabóta, að vera félagi í búnaðarfélagi ixman hrepps eða bæjar. Áður gátu bændur fengið styrk, þó að þeir stæðu utan bún- aðarfélaga. En ákvæðið er sett inn í lögin til þess að styrkja starfsemi hreppa-búnaðarfélaga og hvetja bændur til að ganga í þau. — Bæjar- og hreppsfélög hafa nú sama rétt til jarðabóta- styrks og’ einstakir menn. Merkasta nýmælið er stofnun verkfærakaupasjóðs. Leggur ríkið fram fé til hans eftir nánari fyr- irmælum: Ríkissjóður greiðir hreppabúnaðarfélögunum fjár- upphæð, sem svarar 10 aurum á hvert styrkhæft dagsverk. Auk þess greiðir hann þeim fasta upp- hæð, 20 þús. kr. alls, árlega. Báð- um þessum fjárupphæðum verð- ur skift milli hreppa-búnaðarfé- laganna í hlutfalli við tölu jarða- bótamanna í hverju félagi. Er skiftingunni hagað svo, til að hvetja til almennra framkvæmda í jarðrækt, en koma í veg fyrir, að félögin geti notið örfárra manna, sem mikið vinna, þó að allur fjöldinn hafist ekkert að. Fó það, sem ríkissjóður greiðir á þennan hátt, verður séreign hreppa-búnaðarfélaganna, og skál verja því til að styrkja bændur, einstaka eða fleiri í félagi, til að eignast hestaverkfæri til jarð- ræktar. Nemur styrkurinn helm- ingi af andvirði verkfæranna, en þó aldrei meira en 300 kr. til handa hverjum bónda. Annast Búnaðarfél. Islands útvegun verk- færanna. Með stofnun verkfærakaupa- sjóðs er stefnt að því, að hverj- um bónda í landinu verði kleift að afla sér hinna nauðsynlegustu jarðyrkjuverkfæra og að ræktun landsins geti orðið stöðug heimil- isvinna á ákveðnum tímum árs, ---- Nl. eins og t. d. heyskapurinn á sumrin og fjárhirðingin á vet- uma. Er slíkt fyrirkomulag ef- laust fyrsta skilyrðið fyrir veru- legum túnauka, a. m. k. þar sem svo hagar til, að ræktanlegt land er á víð og dreif og vélayrkju í stórum stíl verður ekki við komið. Með jarðræktarlögunum 1923 var stofnaður svonefndur véla- sjóður. Átti ríkið að leggja hon- um nokkurt fé, en auk þess átti að renna til hans arður af vinnu þúrfnabananna. Tilgangur þess sjóðs var að útvega landbúnaðar- vélar og gjöra tilraunir með notk- un þeirra hér á landi. Á síðastl. ári tókst fyrir milligöngu Bún- aðarfélags Islands að festa kaup á 4 þúfnabönum í Svíþjóð fyrir mjög lágt verð eða 2500 sænskar kr. hverjum. Hefir þeim nú verið ráðstafað svo, að jarðræktarfélag á Akureyri kaupir tvo, jarðrækt- arfélag á Eyrarbakka einn, en sá fjórði er seldur einstökum manni í Rvík, sem rekið hefir ræktun í stórum stíl. Gamla þúfnabanann, sem unnið hefir í nágrenni Rvík- ur kaupir maður sá, er undanfar- ið hefir stjómað honum. Norð- lenski þúfnabaninn mun nú vera mjög af sér genginn, en er nú seldur áðumefndu jarðræktarfé- lagi á Akureyri. Verður nú tek- ið til óspiltra mála að brjóta hin óræktuðu landflæmi kringum stærstu kaupstaði landsins. I ársbyrjun voru um 20 þús. kr. fyrirliggjandi í vélasjóði. Stjórniii hefir ákveðið að lána þetta fé mestalt til kaupa á drátt- arvélum. Fá 6 búnaðarsambönd og búnaðarfélög lán úr sjóðnum, 3 þús. kr. hvert. Þá hefir stjómin ákveðið að veita lán til þriggja nýrra frysti- húsa, Kaupfélags Norðurþingey- inga á Kópaskeri, Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki og Kaupfélags Húnvetninga á Blönduósi. Ennfremur verða veitt lán upp í byggingarkostnað frystihúsanna á Akureyri og á Reyðarfirði. Hvert þessara lána nemur frá 75—100 þús. kr. I sambandi við frystihúsin má geta þess, að þingið veitti stjóminni heimild til að láta byggja strand- ferðaskip með kælirúmi, og er með því reynt að greiða fyrir bændum úti um land að koma ný- meti á markað í kauptúnunum og afla sér á þann hátt betri mark- aðar en áður fyrir afurðir sínar. til heimilisnotkunar. Með núver- andi fyrirkomulagi verður þeim lítið úr þeirri framleiðslu. Reyn- ist Flóaáveitan sæmilega, sem gera má ráð fyrir og verði full- notuð, margfaldast framleiðslan. Er óhjákvæmilegt að gera stór- feldar ráðstafanir til að gera mjólkina markaðshæfa, og vinna upp hið mikla fé, sem búið er að verja til áveitunnar. Framlög til Flóaáveitunnar nema nú rúml. 1 milj. kr. og til Skeiðaáveitunn- ar þriðjung miljónar. Má gera ráð fyrir að reist verði stórt mjólkur- bú með nýtísku sniði fyrir áveitu- löndin, en ekki er fullráðið um staðinn. I sumar verður byrjað á vegalagningux um Flóann og er áætlað, að henni verði lokið á 3—4 árum. Á áveitusvæðunum í Árnes- sýslu, Flóa, Skeiðum og Mikla- vatnsmýri, eru nú aðeins 150 býli. Veitir þeim auðvitað erfitt að rísa undir hinum mikla kostnaði. En vitanlega verður að gera það, sem unt er til þess að hindra að frjósamasta hérað landsins legg- ist í auðn. Stjórnin hefir skipað nefnd til að rannsaka og gera tillögur um áveitumálin eystra og stofnun mjólkurbúsins. I henni eru Sig- urður Sigurðsson búnaðannála- stjóri, og verkfræðingarnir Guðm. Hlíðdal og Steinn Steinsen. Má sennilega vænta frekari fram- kvæmda, áður en langt líður. Utan úr heimi, Eins og áður er getið samþykti þingið að greiða fyrir stofnun osta- og smjörbúa með styrkjum og hagkvæmum lánum. Er hafin nokkur viðleitni til þess að koma skipulagi á mjólkurframleiðslu landsmanna og meðferð mjólkur- innar. Eyfirðingar hafa nú þegar stofnað nýtísku mjólkurbú. For- stöðumaður þess er Jónas Krist- jánsson frá Víðigerði, ungur mað- ur, er kynt hefir sér meðferð mjólkur erlendis. Er góðs að vænta af Eyfirðingum, vegna fé- lagslegs þroska þeirra. En mikið vandamál er enn óleyst í sam- bandi við hinar stóru áveitur á Suðurlandsundirlendinu. Það er álit sérfróðra manna, að Ámes- ingar og Rangæingar muni nú þegar framleiða rúml. 1 milj. kr. virði mjólkur auk þess sem þarf Islenska þjóðin stendur á kross- götum. Síðustu áratugina hefur unga kynslóðin jafnt og þétt flú- ið sveitimar. Landinu sjálfu, hinni einu varanlegu eign þjóð- arinnar, hefir hnignað með án hverju. Ef sveitirnar ættu eftir að eyð- ast að fullu og þjóðin öll hyrfi á vald verstöðvanna úti við sjóinn, myndi hún komast að raun um að hún hefði bygt á sandi og það meir en bókstaflega. Ræktun landsins og efling sveitabúskaparins er langbesta tryggingin fyrir efnalegu sjálf- stæði þjóðarinnar. En fleiri á- stæður eru til þess, að landbúnað- inn ber að hefja til foms vegs og virðingar. íslensk menning er tengd órjúf- anlegum böndum við landið sjálft. Sveitimar hafa ómetanlegt hult- verk í þjóðlegu uppeldi lands- manna. Kauptúnin eiga vegna að- stöðu sinnar hægt með að veita viðtöku erlendum áhrifum. En hin ungu heimili við sjóinn skortir afl. Þau láta hrífast mótstöðu- laust með erlendum straumum. Viðnámið á áð koma innan að. Sá andlegi styrkur, sem þjóðin á í sveitunum, á • að gera henni mögulegt að hagnýta sér hið besta í erlendri menningu án þess að glata sjálfri sér. Það er lítill vafi á því, að sá maður, sem síð- astur sneri baki við sveitunum, yrði jafnframt hinn síðasti Is- lendingur. Nú hafa þeir menn forráð með þjóðinni, sem skilja, að viðreisn landbúnaðarins er mál málanna. Er hægt að snúa við? Þetta er hin alvarlegasta spuming líðandi stundar. Er hægt að fækka spor- unum, sem liggja frá afdalabæn- um, út á strðndina — út úr land- inu — og aldrei þangað aftur? Það þarf sameinað átak allra góðra Islendinga, til að nema landið á ný. Olíuhneykslið í Bandaríkjunum. Um fátt er nú meir talað í sambandi- við forsetakosningam- ar í Bandaríkjunum en olíu- hneykslið mikla, sem átti sér stað í stjórnartíð Hardings og enn er ekki að fullu rannsakað. Skal hér freistað að rekja helstu drög þess flókna máls, eftir því sem kostur er á. Þegar Harding tók við forseta- völdum í mars 1921 valdi hann sér nýtt ráðuneyti. Virðist hon- um hafa tekist það mjög ógæfu- samlega. Koma tveir ráðherramir sérstaklega mikið við sögu olíu- málsins, innanríkisráðherrann Fall og dómsmálaráðherrann Daugherty. Er framkoma þeirra og misnotkun á trúnaðarstörfum sínum með fádæmum. Forsetinn, sem var veikgeðja og ósjálfstæð- ur, varð aðeins verkfæri í hönd- um þeirra. Til þess að geta komið fram launráðum sínum, fékk Fall því til leiðar komið við flotamálaráðherr- ann, sem lítt sýnist hafa verið starfi sínu vaxinn, að miklar olíu- lendur í vesturríkjunum, sem rík- ið á, og ætlar til að sjá flotanum fyrir olíubirgðum, skyldi falla undir stjóm innanríkisráðuneyt- isins. Slík ráðstöfun var ólögleg nema samþykki þingsins kæmi til, en forsetinn var fenginn til að viðurkenna hana án þess að það væri að spurt. Á þennan hátt trygði Fall sér yfirráð olíunám- anna. Nú urðu ýmsir einkennilegir at- burðir. Fall fór að fá miklar fjár- hæðir að „láni“ hjá formönnum tveggja stórra olíufélaga. Síðar reyndust lán þessi mútur og ann- að ekki. En svo var látið heita, að hann tæki þau til atvinnu- reksturs síns suður í New Mexi- co. Olíukóngar þeir, sem hér ræð- ir um, voru Doheny, stofnandi Mexican Petroleum Company, sem lagði fram eigi minni upphæð en 100 þús. dollara, og Harry Sin- clair, formaður olíufélags þess, sem við hann er kent, er lét af mörkum ríflega annað eins. Fjár- greiðslur þessar þóttu grunsam- legar, og rannsókn var hafin, en, ekkert glæpsamlegt athæfi sann- aðist. Fall mótmælti því, að nokk- ur undirmál fylgdu greiðasemi þessara auðugu manna. En í apríl 1922 fengu þeir laun sín. Þá vom áðumefndum tveim olíufélögum seldar á leigu bestu olíulindir ríkisins. Félag Sin- clair’s fékk hin ágætu olíulönd í Wyoming ríkinu en Mexican Petroleum Company fékk stórar námur í Califomíu. I rauninni var leiga á olíunám- um ríkisins ekki ólögleg. En lög- um samkvæmt átti að bjóða hana út og ákveðin takmörk eru sett fyrir stærð þess lands, sem heim- ilt er að leigja. En bæði þessi ákvæði voru brotin. Afhendingu námanna var haldið vendilega léyndri. Og leigumálinn var með þeim hætti, að þinginu hefði aldrei komið í hug að samþykkja hann En svo stórfeldum ráð- stöfunum, sem hér höfðu verið gerðar, var auðvitað ekki hægt að halda leyndum til lengdar. Þingmaðurinn, La Folette reis upp og krafðist rannsóknar á meðferð olíunámanna. Þá fékk Fall Harding forseta til að lýsa yfir í þinginu, að hann legði samþykki sitt á allar gerðir inn- anríkisráðuneytisins. Þessi yfir- lýsing forsetans frestaði rann- sókninni um hríð. Fall lagði nið- ur stjórnarstörf og notaði tím- ann til að forða sér til Evrópu. Haustið 1923 hófst rannsóknin í alvöru. I fyrstu kom fátt fram. En svo voru færðar líkur fyrir því, að Fall hefði þegið mútur. Hann neitaði sjálfur að koma á fund rannsóknamefndarinnar og standa fyrir máli sínu, en kvaðst hafa fengið 100 þús. dollara að láni hjá blaðeiganda í New-York, McLean að nafni, nákomnum vini Hardings forseta. McLean játaði að hafa greitt féð af höndum, en bar þó ekki alveg saman við Fall. En Doheny, sem ekkert vissi um framburð þeirra félaga, gaf þær upplýsingar fyrir réttin- um, að þessir 100 þús. dollarar hefðu verið frá sér. Fall og Mc- Lean voru þannig uppvísir að ó- sannindum. En nú kom fleira til sögunnar. Dómsmálaráðherrann, Daugherty, drógst inn í málið, og það sann- aðist, að hann hafði engar smá- ræðis syndir á samviskunni. Mál voru höfðuð gegn fjölda hátt- settra manna og margt af þeim sakamál. Sinclair varð uppvís að því, að hafa reynt á óleyfilegan hátt að hafa áhrif á kviðdómend- urna sér í vil. Stjómin höfðaði mál gegn olíufélögunum út af hinum rangfengnu réttindum þeirra. Féll loks dómur í hæsta- rétti Bandaríkjanna síðastliðið haust. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að félögin hefðu feng- ið yfináð yfir námunum með svikum og á ólöglegan hátt. Voru leigusamningamir þar með ó- nýttir. Rökrétt afleiðing þessa dóms virðist hefði átt að vera sakfelling þeirra manna, sem höfðu öðlast réttindin á sviksam- legan hátt. Fall er nú hlíft fyrir aldurs sakir og lasleika. A. m. k. tveir þeirra, sem þyngstar sakir hvíla á, eru landflótta, og verða eigi hafðar hendur í hári þeirra. — En almenna athygli vekur það, að Sinclair sjálfur var af kvið- dómi í Washington sýknaður af öllum aðalákærunum í síðastl. mánuði. Raunar er hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir ósæmi- lega framkomu gagnvart réttin- um. Þykir mörgum þessi nýfallni dómur styrkja það orðtak, sem alment er orðið á síðustu árum, að í Bandaríkjunum sé ekki hægt að sakfella þann mann, sem eigi milj. dollara. En saga þessa hneykslismáls er ekki enn öll sögð. Nýlega hafa komið fram gögn, sem sýna, að málið er enn alvarlegra en menn hafði áður grunað. Það er nú tal- ið fullsannað, að olíufélögin hafi lagt fram stórfé til kosningabar- áttu fyrir Republikanaflokkinn. Eitt hinna merkilegustu fyrir- brigða, sem urðu í sambandi við afhendingu námanna, var stofn- un olíuverslunarfélags, sem var látið kaupa geysimiklar birgðir af olíu og seldi þær jafnskjótt með stórkostlegum hagnaði. Þegar að því loknu leystist félagsskap- ur þessi upp. Til þess að erfiðara væri að festa hendur á honum, var hann skrásettur í Canada, og ekki er annað sjáanlegtpn stjóm- in hafi slept honum við að greiða tekjuskatt. Er nú verið að rann- saka, hvað orðið hafi af gróða þessa félags. Hefir sannast, að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.