Tíminn - 12.05.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1928, Blaðsíða 2
86 TtttWK 800 þús. dollarar muni hafa runnið í vasa Fall’s, sem að öllu samanlögðu hefir ekki haft neitt smáræði fyrir snúð sinn, og önn- ur eins upphæð til kosningastarf- semi Republikanaflokksins. En nú sem stendur fer sá flokkur með völdin í Bandaríkjunum. ---o--- Á viðavangi. Víða er pottur brotinn. Mbl. fárast yfir því, að stjóm- in hafi skipað í skattanefndir menn, sem varla kunni einfald- asta reikning. Margföldunartafl- an mun hingað til hafa verið tal- in með „einfaldasta reikningi“. En thaldsflokkurinn gerði þann mann að f jármálaráðherra, sem ekki tókst að nota sér þennan handhæga leiðarvísi skólabama. ósvífni Mbl. 1 rúmlega dálkslangri grein á sunnudaginn var fer Mbl. átta sinnum rangt með orð Tímans. Ýmist er því haldið fram, að Tíminn hafi viðurkent staðleysur Mbl. eða ummælum er beinlínis snúið við. Lengra verður tæplega komist í óvandaðri blaðamensku. Sjálfsagt treysta ritstjórarair því, að lesendur Mbl. sjái ekki Tímann. Annars væri atferli þeirra jafn grunnfæmislegt og það er ódrengilegt. Er hart að þurfa að eiga orðastað við þá menn, sem einskis svífast í við- ureign við pólitíska andstæðinga. Hvar á að spara? Tíminn hefir áður hvað eftir annað sýnt fram á hina einkenni- legu afstöðu Mbl. gagnvart rétt- vísinni í landinu. Verður hún ljós, þó að ekki sé annað athugað, en vamir blaðsins fyrir hina ákærðu menn í Hnífsdalsmálinu, andúð þess gegn Halldóri Júlíussyni, er manna rækilegast hefir unnið að rannsókn sakamála í seinni tíð. Það er og alkunna, að engan mann leggur blaðið eins í einelti og dómsmálaráðherrann. Nú kem- ur það í ljós, að svo að segja sú eina fjáreyðsla til starfsmannar halds, sem Mbl. vill láta spara, eru laun tollþjóna. Þá embættis- menn telur blaðið altof marga. Starf tollþjónanna er, að sjá svo um, að menn svíkist ekki um að greiða ríkissjóði lögmæt gjöld. Vitanlega græðir ríkið á því, að tolleftirlitið sé sem best. En smyglarar og þeirra liðar tapa. ókunnugur maður hefði ástæðu til að spyrja, hvort Mbl. væri í raun og veru málgagn lögbrjóta hér á landi. Misskilningur. Mishermt er það hjá Valtý Stef- ánssyni, að núverandi ritstjóri Tímans hafi farið þess á leit við Mbl., að það hætti að birta grein- ar um olíumálið. Þar væri líka til of mikils mælst, því að Mbl. verð- ur sjálfsagt að birta þær greinar, hvort sem V. St. líkar betur eða ver. Tíminn vildi aðeins benda forráðamönnum Shellfélagsins á þá sjálfsögðu hæversku, að hafa hljótt um sig, meðan félagið er undir opinberri rannsókn, gmnað um að hafa brotið lög landsins. Því fer fjarri, að Tíminn hafi gefið upp nokkra vöm. Valtýr mætti vita, að frá Tímans hálfu hefir ávalt verið sókn í olíumál- inu og eins hitt, að óvölduð peð gera aldrei mát. Málum blandað. Mbl. heldur því fram, að laun forsætisráðherrans hafi verið hækkuð um 6000 kr. Blaðið hlýt- ur að vita, að þetta er ósatt. Fé þetta er alls engin hækkun á launum forsætisráðherra, heldur er það ætlað til að halda uppi risnu fyrir hönd ríkisins. Ihalds- stjómin greiddi sendiherranum í Kaupmannahöfn 24 þús. kr. í sama tilgangi. Þá þagði Mbl. óvíst er, að þjóðin hefði hag af því, að þeir einir gætu orðið for- sætisráðherrar, sem era nógu auðugir, til að greiða risnuféð úr eigin vasa. ----o-— M útlöndum. Japanar hafa, eftir því sem síðustu fregnir herma, sent herlið til Kína. Er látið í veðri vaka, að það eigi að vernda líf og eignir japanskra borg- ara þar í landi. En Kínverjar taka afskifti Japana mjög óstint upp. Er jafnvel útlit fyrir, að þau muni verða til að sameina hina stríðandi flokka. Slegið hefir i bardaga með Japönum og Kínverjum. Síðasta frétt segir að foringi norðurhersins, Chang Tso-lin, hafi gefið hermönnum sínum skipun um, að hætta ófriði gegn suðurhern- um, en snúast gegn hinum sameigin- lega erlenda óvini. — Rússneski hershöfðinginn Wran- gel, sem fyrrum var foringi „hvíta hersins" í Suður-Rússlandi, er lengst barðist gegn ráðstjórninni, er nýlega látinn. Með honum hafa hinir út- lægu rússnesku stjórnarandstæðingar mist sinn helsta forvígismann. Wran- gel var upphaflega námuverkfræð- ingur, en gerðist hermaður í stríð- inu milli Rússa og Japana 1904—5. Eftir að ófriðurinn mikli hófst komst hann til hárra metorða i hemum, en þegar keisaradæmið hrundi, gekk hann í her Denikins í Suðui^Rúss- landi. Með frábærum dugnaði kom hann skipulagi á „hvíta herinn". En mótstaða hans var vonlaus, og end- aði með ósigri. — Samkomulagið milli hinna mörgu þjóðflokka í hinum nýju ríkj- um við Dóná og á Balkanskaga hef- ir hingað til verið mjög bágborið. En nú sýnist útlit fyrir, að það sé eitt- hvað að lagast, a. m. k. sumstaðar. í Tékkó-Slóvakíu kom nýlega fyrir atburður, sem vakti athygli. þar í landi eru aðallega 3 þjóðflokkar, Tékkar, Slóvakar og þjóðverjar. Tékkar eru hinn ráðandi þjóðflokk- ur. En nú kom það fyrir, að yfir- völdin í þýskri borg rituðu bréf til yfirvaldanna í annari borg, þar sem Tékkar eru fjölmennastir. Bréfið var á þýsku, en tékknesku embættis- mennirnir vildu ekki taka það til greina nema það væri ritað á tékk- nesku. Ríkisstjórnin skar úr ágrein- ingnum Tékkunum í vil. En málinu var skotið til hæstaréttar og þar unnu þjóðverjarnir það. Hefir sá dómur þá þýðingu, að þýska verður opinbert mól i þeim héröðum, þar sem þjóðverjar eru í meirihluta. Una nú þjóðverjar miklu betur sínum hlut en áður og samlyndi þeirra við Tékka hefir batnað að mun. Segja þýsk blöð í Bæhcimi, að mikill mun- ur sé á meðferð þjóðverja í Tékkó- Slóvakíu og Ungverjalandi. — þá er það talið til merkis um að frænd- semin sé að batna þarna syðra, að til sátta virðist nú draga með Búlg- urum og Jugó-Slövum. í Búlgaríu hefir nýlega orðið mikið tjón af völdum jarðskjólfta og hafa Jugó- Slavar brugðist vel við til hjólpar. — Enska gufuskipafélagið White Star hefir keypt skip af Ástralíu- stjórn fyrir 40 milj. kr, sem eiga að greiðast á uæstu 10 árum. Er sagt, að White Star eigi að njóta sömu hlunninda í Ástralíu og innlenda út- gerðin áður, en skuldbindi sig jafn- framt til að halda farmgjöldum í hófi. Ástralíustjóm lét byggja skip þessi á ófriðarárunum og áttu þau mikinn þátt í að halda niðri farm- gjöldum. Verkamannaflokkurinn þar í landi er mjög mótfallinn sölunni, og er búist við miklum deilum út af henni. Stjómin hefir hótað að beita hörðu við sjómannafélögin, ef þau reyni til að hindra afgreiðslu skip- anna undir stjórn hinna nýju eig- enda. — Augu alls heimsins hvíla nú á undirbúningi forsetakosninganna í Bandarikjunum. Er útlit fyrir, að kosningabaráttan verði enn harðari en 1912, þegar Wilson var kosinn í hið fyrra sinn. Mesta æsingamólið og það, sem vafalaust verður hættu- legast Republikanaflokknum, er olíu- hneykslið mikla. Sá eini af leiðandi mönnum flokksins, sem hefir, að þvi er talið er, hreinar hendur í því máli, er verslunarmólaráðherrann, Herbert Hoover, enda er hann líkleg- astur til að verða í kjöri af hálfu flokksins. Annars er honum m. a. fundið það til foráttu, að hann er mjög lélegur ræðumaður, og lítið glæsimenni að öðru leyti. — Af hálfu Demokrata verður sennilega í kjöri Alfred Smith borgarstjóri í New- York. Hefir honum farist borgar- stjórnin vel úr hendi og nýtur ókaf- lega mikilla vinsælda. Talið er, að hann mundi eiga vísa forsetakosn- ingu, ef eigi spilti það gengi hans, að hann er katólskrar trúar. Einnig öllum þeim hinum mörgu, sem sýnt hafa mér hluttekningu í orði og verki við fráfall mannsins míns, Jóhanns Kr. Guðmunds- sonar á Iðu, sem lést á Landakotsspítala 9. mars, færi eg hjartans þakkir og bið guð að launa velvildarhugina, sem eg hefi alstað- ar fundið. Iðu í Biskupstungum, 29. apríl 1928. r | Bríet Þórólfsdóttir. Hólaskóli starfar frá 15. okt. til aprílloka á komandi vetri. Samkvæmt heimildarlögum frá síðasta Alþingi verða nokkrar breytingar á fyrirkomulagi skólans. Lýðskóladeild verður starfrækt, bæði fyrir karla og konur. Verður það til undirbúnings þeim búfræðinemum, er eigi hafa hlotið hliðstæða fræðslu annarstaðar, en sem sjálfstætt nám fyrir þá, er ekki hafa hug á frekara námi. Búfræðinám verður bæði verklegt og bóklegt og stendur yfir einn eða tvo vetur eftir undirbúningsfræðslu og þroska nemenda. Umsóknir sendist til undirritaðs fyrir ágústlok n. k., sem gef- ur allar nánari upplýsingar ef óskað er eftir. Steingr. Steinþórsson settur skólastjóri Hólum, Hjaltadal. mun það heldur draga úr fylgi hans, að hann er andstæðingur bannlag anna, en raunar getur forsetinn eng- in bein áhrif haft til að draga úr á- hrifum þeirra. Fréítir. Tryggvi þórhallsson íorsætisráð- herra hefir tekið boði konungs um að taka þátt í opinberri heimsókn til Finnlands. Leggur konungur og föru- neyti hans af stað í dag. Bændaskólanum á Hvannoyri var sagt upp núna um mánaðamótin. Tuttugu og tveir nemendur útskrif- uðust og var Kristjón Karlsson frá Veisu í Fnjóskadal efstur með 1. ógætiseinkun. í vor stunda 12 nem- endur verklegt nám við skólann. Auk þess hafa allmargir fengið vinnu hjá búnaðarsamböndum og tveir eru á Blikastöðum við verklegt nóm. Guð- mundur Jónsson frá Torfalæk er ráð- inn kennari við verklega námið. Kennaraskólanum var sagt upp 30. fyrra mán. Bernharð Stefánsson alþm. og fríi hans fóru með Goðafossi norður 5. þessa mán. Doktorsritgerð hefir Gunnlaugur Claessen læknir samið um Röntgens- geislaskoðun á sullaveikum sjúkling- um. Ver hann hana í haust við Karolinska Institut í Stokkhólmi. Rit- gerðin er á ensku. Lendlngabætur er i ráði að gera í þorlókshöfn. Hefir verið kosin nefnd til að athuga mólið og sitja í henni fulltrúar frá rikisstjórninni, Fiskifé- laginu og sýslunefnd Árneseýslu. Stýrimannaskólanum lauk 26. f. m. 12 nemendur tóku burtfararpróf. Kosningu i síldarútflutningsnefnd er lokið. Eins og áður er getið kaus Alþingi Böðvar Bjarkan, Erling Frið- jónsson og Björn Lindal. Verkalýðs- samband Norðurlands hefir kosið Steinþór Guðmundsson skólastjóra en síldarútgerðarmenn Ásgeir Pétursson kaupmann. Úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði útskrifuðust að þessu sinni 16 nem- endur. Prestskosningin á Möðruvöllum fór svo, að Sigurður Stefónsson cand. theol. hlaut flest atkvæði (138). Alls voru greidd 307 atkv. og hlaut þvi enginn umsækjenda helming at- kvæða. Útsvör á Siglufirði eru að þessu sinni tæpl. 120 þús. kr. Mest er lagt á síldarverksmiðjueigenduma, Goos og dr. Paul, 31 þús. á annan og 12 þús. á hinn. Dr. Alexander Jóhannesson tók sér nýlega far til Akureyrar ásamt þýskum flugmanni, er Walter heitir, til að rannsaka lendingarstaði fyrir flugvélar norðanlands og vestan. Eru þeir nú komnir úr þeirri för. Flug- félagið mun gera ráð fyrir tveim ferðum vikulega í sumar til Akur- eyrar og verður komið við ó ísa- íirði og Siglufirði í annari hverri ferð. Flogið verður með ströndum að nestu leyti. Er gert ráð fyrir, aö iengri ferðin, þegar komið verður við á ísafirði og Siglufirði, taki 4^-5 tíma. Ennfremur er í ráði að halda uppi ferðum til þingvalla og Vest- mannaeyja. — Yfirleitt verður lent á sjó. Sumir erlendir menn fullyrða, að engu hættulegra sé nú að íerðast með flugvélum en skipum. þó þykir ekki annað fært en farþegar í flugvélum séu líftrygðir, og í þýskalandi nem- ur venjuleg trygging að sögn 25 þús. mörkum. Er sagt að flugfélagið ætli .að koma á jafnháum tryggingum fyrir farþega sína hér. Lög síðasta Alþíngis hlutu konungs- staðfestinu 7. þ. m. Lík Jóns Pálssonar kennara frá Abypgð ríkissjóðs fyrir Samvinnuíelag: lsfirðinga. Áður hefir verið athuguð hin almenna hlið málsins, fjárhættu- hliðin gagnvart ríkissjóðnum, og sannað, að flestum öðrum kaup- stöðum landsins hafa iðulega verið veittar og eru árlega veittar auk beinna fjárframlaga, ábyrgð- ir og lán, engu áhættuminni en þetta, svo að í því falli er ekki um neitt nýtt að ræða, enga áð- ur óþekta hættu, engann fjár- hagsvoða fyrir ríkissjóðinn fram yfir það, sem telja má að stafi af ábyrgðum ríkisins yfirleitt. Og þó munu hér fremur en oft áð- ur mega telja jafnvel meiri hættu fyrir landið að veita ábyrgðina ekki. En það er önnur nýjung sem hér er á ferðinni, og hún er þess eðlis, að það hlaut að vera alveg sérstök ástæða fyrir Framsóknar- flokkinn að veita máli þessu lið sitt. Hér er sem sé í fyrsta skifti gerð alvarleg og merkileg tilraun til þess að koma fullkomnu sam- vinnuskipulagi á nútímaútveg landsmanna. 1 sjálfu sér er ekki samvinnu- snið á útgerð nýtt hér á landi, heldur má segja, að það hafi tíðkast hér öldum saman og er því í rauninni íslenska fyrir- komulagið á sjávarútveginum. Hluta fyrirkomulagið gamla, sem enn þekkist hér sumstaðar við smábátaútvegixm, þar sem til- kostnaði og afla er skift bróður- ! lega á milli allra, er að aflabrögð- unum vinna og sömuleiðis á milli skipshafnar og skips eftir föst- um en réttlátum reglum, var hið einfaldasta en þó fullkomnasta samvinnuform, sem fengist gat fyrir útveginn á því stigi. Hið gamla samvinnusnið á skiftingu aflans á milli skipseig- anda og skipshafnar, þefir að vísu verið yfirfært á mótorbáta- útveginn sumstaðar á landinu, t. d. á Akranesi. Hefir það mikla yfirburði yfir önnur ráðninga- kjör eins og þau tíðkast víðast hvar í útgerðinni. En eftir því sem fjármagnið verður stærri þáttur í framleiðslunni, eftir því verður örðugra að láta þesskonar fyrirkomulag njóta sín til fulls, án þess að gjöra framleiðslutækin sjálf að sameign skipshafnarinn- ar og að hafa verkun og sölu afl- ans einnig sameiginlegá. Þetta hafa Isfirðingar séð og halda samvinnuþræðinum óskiftum frá byrjun til enda, alt frá kaupum skipa og veiðarfæra til sölu fiskj- arins. Á síðari árum eftir að útveg- urinn tók að breytast í núverandi form, skipin stækkuðu og fjár- magnsþörfin jókst, raskaðist hið forna samræmi á milli skipseig- anda og skipshafnar. Utgerðar fyrirkomulagið færðist meir og meir yfir á gmndvöll útlendrai* stóriðju. Vald og yfirráð skips- eigandans, útgerðárstjórans, varð brátt yfirgnæfandi, en áhrif fjöldans, sem að þessu vann og á því lifði, fóm að sama skapi þverrandi. Á þennan hátt klofn- uðu smátt og smátt hagsmunir og áhugamál þessara tveggja að- ila, skipseigandans og sjómann- anna, og hefir hver vaxið frá öðrum lengra og lengra og klofn- ingurinn náð hámarki sínu í hin- um tveim harðvítugustu andstæð- um, sem sprottið hafa upp úr togaraútgerðinni í Reykjavík, þar sem er félag togaraeigenda annarsvegar og félag togarahá- seta hinsvegar. I kjölfar þessa skipulags sigla svo einlægar þræt- ur um smátt og stórt; einlægir árekstrar út af andstæðum hags- munum, þ. e. hagsmunum, sem skipulagið á yfirborðinu gerir andstæða, þó að þeir eftir sínu insta eðli altaf hljóti að vera sameiginlegir. — Ávextimir: úlfúð og tortrygni á báða bóga, verkföll og verkbönn, alt eftir er- lendri stóriðjufyrirmynd. Sú jafnvægisröskun á atvinnu- lífinu, sem stórútgerðin þannig hefir hér af sér leitt, er ekki nema lítil mynd af því mikla böli, sem hinn skipulagslausi rekstur einstaklinganna hefir skapað um allan heim. Er því líkast, sem heimurinn nötri allur af átökunum á milli hinna miklu flokka, er hið alvalda auðmagns-skipulag hefir skipað sér til hægri og vinstri handar. Hið mesta þjóðmálaverkefni allra landa, er því það að leita úr- lausnar á þessu stærsta vanda- máli þeirra, skipun atvinnumál- anna. — Sú nauðsyn knýr á hjá hverri þjóð og æ fastar með hverju árinu. Lausnin, sem mest er barist fyrir og fastast haldið fram af miljónum manna um all- an heim, er hin svonefnda þjóð- nýting atvinnufyrirtækjanna. For- göngumenn þeirrar stefnu eygja enga leið út úr því öngþveiti, sem atvinnuréksturinn er kominn í á milli hinna áðumefndu and- stöðuflokka aðra en þá, að ríkis- valdið taki hann að sér og reki hann með hagsmuní allra fyrir augum, á ábyrgð allra og fyrir reikning allra. Þessi stefna er kunn hér og þarf ekki um hana að ræða. Milli hennar, með sína óreyndu kosti og hins gamla skipulags, með sína íeyndu galla, er barátt- an nú hörðust um allan heim. Þar eru átökin á milli hiima ystu and- stæðna. En sannleikurinn liggur sjaldn- ast í útjöðrum kenninganna held- ur einhversstaðar þar á milli, Og nú vill svo vel til, að uppi er stefna, sem fer bil beggja á milli þessara stefna, sem byggir jöfnum höndum á framtaki ein- staklingsins í atvinnurekstrinum og skipulagsbundnu samstarfi, þ. e. samvinnustefnan. Þó að ekki beri á henni jafn mikið og hin- um, víðast hvar, þá hefir hún marga formælendur og eykst mikið fylgi út um heiminn.- Allar þessar stefnur eru nú orðnar vel kunnar hér á landi. Stefnu samkepninnar og stóriðj- unnar gætir mest í verslun og út- gerð, einkum hinni stærri. Stefna jafnaðarmanna (þjóðnýtingin) hefir aðalfylgið meðal verkafólks- ins í kaupstöðunum. Samvinnu- stefnan aftur á móti hefir höfuð- fylgi sitt meðal bændanna og á grundvelli hennar starfar sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.