Tíminn - 12.05.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1928, Blaðsíða 3
TIMINN §7 Svínafelli í Öræfum, sem fórst í jök- ulsprungu í Breiðamerkurjökli síð- astliðið haust, er nú fundið. í sprung- una hröpuðu auk mannsins 4 hestar með póstflutningi, og fanst þetta alt ásamt likinu. Hefir það komið fram við umrót í jöklinum. Líkið var eigi mikið skaddað, og hyggja sumir, að maðurinn hafi eigi dáið þegar af fallinu. Póstflutningurinn mun vera lítið skemdur. Leikhússlóðin ákveðin. 30. f. m., á 77. afmælisdegi Indriða Einarssonar rithöf., var honum af hendi lands- stjórnarinnar afhent gjafabréf að lóð undir væntanlegt þjóðleikhús. Er lóð sú á milli Landsbókasafnsins og húss Jóns heit. Magnússonar fyrv. forsætisráðherra. — Talið er víst að byrjað verði á byggingu þess á þessu ári, en vart mun henni lokið á skemri tima en 6 árum. Félafl útvarpsnotenda á íslandi var stofnað hér i bænum 8. þ. m. Ætlar það að hafa deildir úti um land. Annað félag útvarpsnotenda var hér fyrir. í stjóm hins nýja félags eru: Jakob Möller bankaeftirlitsm. Ágúst H. Bjamason prófessor, sr. Friðrik Hallgrímsson, Otto Amar, Jón__ívars, þorst. þorsteinsson og Gunnar Bach- mann. Félagið mun ætla að vinna að því, að útvarpsstarfsemi takist sem fyrst upp á ný, en hún hefir legið niðri um nokkurn tíma, af því að útvarpsfélagið hefir eigi þóst fært um að halda henni uppi. Vega- og brúagerð verður á þessu ári með mesta móti. Verður senni- iega unnið fyrir um eða yfir 1 milj. kiónur. ,Til brúargerða verðúr varið um 300 þús. kr. Er áformað að gera um 20 nýjar brýr og er Hvítárbrúin i Borgarfirði þeirra langmest. Er hún bygð rétt hjá Ferjukoti, og verður reynt að fullgera hana í haust. Áætl- aður kostn. er 200 þús. kr.Aðrar helstu framkvæmdir eru þessar: Norðurár- dalsvegur í Borgarfirði kemst senni- lega fram fyrir Sveinatungu í sum- ar. Verður gerð brú á Sanddalsá. í Húnavatnssýslu verður haldið áfrarn nýja veginn fyrir vestan Víðidalsá. Er þó hæpið að lokið verði í ár við allan kaflann vestur á svonefndan Múlaveg, en þaðan er akbraut á Hvammstanga. í Skagafirði er áform- að að ljúka við veginn yfir Vallhólm- inn og verður þá komin akbraut að nýju brúnni yíir Héraðsvötn á þjóð- veginum skamt fyrir utan Akra. í Vallhólminum verða bygðar 2 brýr, yfir Húseyjarkvísl og Affall. í Eyja- firði verður unnið að akveginum inn þelamörk, sem verður fullgerður inn undir Bægisá. þá verður og lagt kapp á, að koma Vaðlaheiðarveginum upp undir Steinsskarð. í Axarfirði verður fullgerð brúin á Brunná. 1 Hróars- tungu eystra mun akvegurinn kom- ast langleiðis að Jökulsá, hjá Foss- völlum. í Vopnafirði verður byrjað á akvegi úr kauptúninu inn i Hofs- árdalinn. Á Fljótsdalshéraði verður bygð brú yfir Grímsá á Völlum, 50 metra bogabrú úr járnbentri steypu. Vestur i Hnappadalssýslu verða gerð- ar brýr á Laxá og 2 smáár og jafn- framt fullgerður akvegurinn vestur undir Hjarðarfell. Áformað er að byrja þegar í þessum mánuði á nýj- um akvegi til þingvalla úr Mosfells- dalnum um Gullbringur, norðan Leir- vogsvatns og þaðan á núverandi þingvallaveg nokkuð fyrir austan svonefndar þrívörður nyrst á Mos- fellsheiði. Er svo til ætlast, að þessi nýi vegur, sem er um 15 km. verði fullgerður á næsta ári. Biskups- tungnavegurinn verður fullgerður norður fyrir Vatnsleysu. Kemst hann sennilega að Geysi 1930—31. Flóaáveituvegarins er getið á öðrum stað í blaðinu. Af sýsluvegum verður í ár unnið með langmesta móti. Nema framlög til þeirra úr ríkissjóði, lík- lega fram undir 100 þús. kr. samtals. þýskur vislndamaSur, dr. Lotz, dvelur nú á Hvanneyri og hefir með höndum rannsókn hinnar svonefndu „Hvanneyrarveiki" i sauðfé. Hefir hann ósamt Halldóri skólastjóra gert ýmsar tilraunir á sauðfé og marsvín um. Skepnur, sem drepist hafa lir vekinni eru krufðar og rannsakaðar nákvæmlega. þá hafa og farið frarn i margskonar fóðurtilraunir á sauðfé. Er tilraunaféð flokkað niður, sumu geiiö vothey eingöngu, öðru þurliey og loks reynt hvorttveggja í einu. Iiingað til hafa margir álitið, að yot- heysfóðrunin væri orsök veikinnar. En við tilraunirnar hefir það fé he.lst i veikst, sem fóðrað er á illa verkuðu i þurheyi ósamt votheyinu. — Tíminn væntir, að geta síðar skýrt nónar frá árangri þessara rannsókna. í Vestmannaeyjum er nú hafin mik- il nýræktun, og hefir Sigurður Sigurðsson nýlega verið þar á ferð til eftirlits. Eyjamar em ríkiseign. Frá fornu fari eru þar nál. 50 býli, sem höfðu jarðarafnot. En alt fram á síðustu ár hafa þau haft sam- eiginlegar landsnytjar.í Heimaey voru fyrir stuttu síðan rúml. 170 nautgrip- ir, 60 hross og 600 fjár. Nú hefir alt ræktanlegt land í eynni verið mælt og skift niður í reiti, sem eru leigð- ir út með erfðafestu. Fær hvert hinna gömlu býla 7 hektara, en auk þess er mælt út land handa 60 nýj- um býlum, sem hvert fær 1—2 hekt- ara. Eru blettir þessir leigðir með því skilyrði, að þeir verði fullrækt- aðir eftir 5 ár. Eru þeir afgjalda- lausir þann tíma, en að honum liðn- um greiða leigjendur 15 kr. eftir hvern hektara. Vegur hefir verið lagður frá kauptúninu út á eyna í gegnum land það, sem brjóta á. Með því er þeim mönnum, sem blettina hafa á leigu, gert hægt fyrir, að koma þangað fiskiúrgangi til áburð- ar. — Sigurður búnaðarmálastjórí áætlar að, ef alt ræktanlegt land í eyjunum yrði gert að túni, mundi það fóðra alt að 800 kýr. Væri þá séð fyrir mjólkurþörf kaupstaðarins fyrst um sinn. — þetta er eyjar- skeggjum ljóst og ganga nú með kappi að ræktuninni. Sigurður Thorlacius kennari frá Búlandsnesi var meðal farþega á Esju austur í gærkveldi. Er Sigurð- | ur á leið til útlanda, til Frakklands og Sviss og mun dvelja þar í sumar og e. t. v. lengur. Ætlar hann að sækja þar háskólanámsskeið. Leiðrétting. í síðasta tbl. Tímans féll niður lína 1 Bréfi úr Borgarflrði. þar átti að standa: „þegar Hvítór- brúin hjá Ferjukoti er komin, sem reisa á í sumar, verður akvegur í mynni Lundareykjadals og Skorra- dals“. þetta eru lesendur vinsamlega beðnir að athuga. -----O- ... flokkur, sem að þeasu blaði stendur, eins og lesendum þess mun kuxmugt. 1 stórútgerðinni hefir stefna þessi ekkert fylgi haft til þessa heldur hefir það eftir tillögum. manna í þeim málum, skifst ein- göngu á milli einkareksturs og þjóðnýtingar. Þegar því að sá gleðilegi atburður gerist, að sjó- mannastéttin í einum stærsta kaupstað landsins gerir jafn eft- irtektaverða tilraun og hér til að reisa sinn fallna atvinnuveg úr rústum, á grundvelli samvinn- unnar, þá hlaut það að verða samvinnuflokk þingsins bæði Ijúft'og skylt að ljá þeirri hreyf- ingu sitt óskifta fylgi. Síðasta þing var á ýmsan hátt merkisatburður í sögu samvinnu- stefnunnar á Islandi. Þá fór í fyrsta skifti með völd, stjóm sem mynduð var af sam- vinnuflokk þingsins. En þar gerð- ust og atburðir, sem ef til vill eru engu ómerkari fyrir þá hreyf- ingu. Annar er sá, sem hér hefir verið gerður að umræðuefni, og stendur í sambandi við myndun Samvinnufélags Isfirðinga. Isa- fjörður hefir nú um skeið verið eitthvert sterkasta vígi jafnað- arstefnuxmar í landinu, þó að þetta sé í fyrsta skifti að sú stefna fær sinn fulltrúa þaðan á löggjafarþingið. Því eftirtektar- verðara er það, að í fyrsta skifti er Isfirðingar gera alvarlegar til- raunir til þess að endurreisa at- vinnulíf kaupstaðarins, eftir hrun samkepnisstefnunnar þar, þá byggja þeir það á grundvellí samvinnunnar. Hinn atburðurinn, sem minnast má á í þessu sambandi, er það, að þegar að rædd voru lögin um stofnun síldarmjölsverksmiðj- unnar, komu fram ákveðnar til- lögur frá ýmsum helstu fulltrú- um samkepnisstefnunnar, um það að stofna og starfrækja verk- smiðjuna á samvinnugrundvelli. Þetta er þeim mun gleðilegra fyr- ir það, að síldar-atvinnuvegurinn hefir til þessa verið uppáhalds- leikvöllur hinnar skipulagslaus- ustu samkepni. Þessir tveir at- burðir gætu verið fyrirboði þess, að samvinnustefnan ætti eftir að sameina hina harðsvíruðu and- stæðinga til beggja handa um ýmislegt, sem þá ekki órar fyrir enn og leiða málefni þjóðarinnar til betra skipulags og friðgam- legra en áhorfist stundum. b. Eftirmæli 24. mai 1927 andaðist í sjúkraskýl- inu i Hólmavík, Grímur Benedikts- son á Kirkjubóli í Tungusveit við Steingrímsfjörð, eftir fimm vikna legu þar, af afleiðingum af brjóst- himnubólgu, er hann lá mjög þungt í fyrir nokkrum árum. Grímur var fæddur 29. maí 1865 á Kirkjubóli, for- eldrar hans voru Benedikt hrepp- stjóri Jónsson, hreppstjóra á Kleifum í Gilsfirði Ormssonar. Kona Jóns var Kristín Eggertsdóttir Ólafssonar merkisbónda í Hergilsey. Móðir Gríms var Valgerður Grímsdóttir hreppstj. ó Kirkjubóli (og konu hans Guðrúnar) Jónssonor presta Hjálm- arssonar prests i Tz'öllatungu. Eftir að íaðir lians dó í árslok 1884, varð hann fyri'rvinna hjá móður sinni, þar til hann fór sjólfur að búa vorið 1887, og giftist þó um haustið eftir- lifandi ekkju sinni Sigríði Guð- mundsdóttur og þorbjargar Björns- dóttur, hún ólst upp ó Broddanesi hjá móðursystur sinni Guðbjörgu Bjöms- dóttur og manni hennar Jóni Magnús- syni. Af 12 börnum þeirra hjóna lifa nú sjö — fimm dætur og tveir synir, þrjár eru giftar og annar bræðranna, Benedikt, sem tók við jöi’ðinni af föð- ur sínum vorið 1925. það mun mörgum finnast skarð fyrir skildi, sem kom að Kirkjubóli við frófall Gríms, því þar var evo mikii gestrisnin, glaðværðin og al- úðin, að flestum varð að víkja af þjóðveginum, sem liggur með túninu og lzeim að bænum, þó ekki væri alt- af mikið erindið, því æfinlega var húsbóndinn reiðubúinn að taka á móti gestum. Grimur sál. var skarpgreindur, bók- hneigður og orðvar um aðra menn, félagslyndur og frjálslyndur. Hann var ástríkur og umhyggjusamur fað- ir og eiginmaður, sem til hinstu stundar hugsaði um að gera fyrir sína það, sem hann áleit þeim fyrir bestu. Geðró sinni og sálarþreki hjelt hann til síðustu stundar. Eg hefi svo að segja frá bernsku átt heima d næstu bæjum við Kirkjuból, og mér er hugstæð sú eindrægni og ástúð, sem þar rikti í allri framkomu milli foreldra og bama. Og það voru fleiri en. bömin, sem nutu kærleik- ans og samúðarinnar á Kirkjubóls- heimilinu. Gamalmennin sem komust þangað, en þau voru mörg, höfðu því lóni að fagna, að þurfa ekki að hrekj ast burt þaðan fyr en likfjalimar huldu þau, og þau vom flutt til hinstu hvíldar. Blessuð sje minning þessa bjartsýna góða manns. Núgrannakona. Höfundur eftirmœla þessara er beð- inn velvirðingar á hve lengi hefir dregist að birta þau. Ritsj. -----o----- Nokkrar vfsur Eftirfarandi vísur eru eftir konu á áttræðisaldri, Önnu Sigurðardóttur á Fjöllum í Kelduhverfi í Norðui^þing- eyjarsýslu, greinda og hagorða: Afturolding. Nú um síðir sveit er fríð, sumarbliðan fengin, fönnin þýð, og flúið atríö, fjöllit prýði um engin. Gleðitárin vorsins við vökvast brór á gróðri, opnar smórinn andlítið fyr eyglór þára fóðri. Skúrir brjóta skýjamót, en skuggi' í gjótu sefur, þar ljúflings fótur leiö mn grjót fyr löngu mótað hefur. Heim það sendir horfna fró, og hjartans tendrar blýBln, er geislavendi eópar sjó sólin endurrisin. þá er yndi er alda’ og strind óma fyndnum kvœðum, geislar á tind en tjöra og lind taka mynd af hæðum. ÁttxaOlMlðnrliuv Lundin döpur, leið og köng, lífs er nöpur senna, elliglöpin ærið mörg, ei má sköpum renna. Oft var i heimi indœl dvöl, andanum verk Guðs lýsti. þar fanst llka blóðugt böl, er broddum hjartað nÍBti. ----O—.- Adalfundur Radiumsjóðs lslands verður haldinn á Ingólfshvoli í Reykjavík mánudaginn 18. ágúst næstk. kl. 5 e. h. Dagskrá samkvæmt lögnm sjóðsins, en auk þess munu verða lagðar fyrir fundinn tillögur til breytinga á lögum sjóðsins. Stjórain. er algerlega laust við klór, og hefir Efnarannsóknarstofa rík- isins vottað að svo sé. Persil er notað um heim allan og er hvarvetna þarfasti þjónn hús- móðurinnar í að viðhalda þrifnaði og heilbrigðí og draga úr erfíði þvottadaganna........ Kaupfélög! Sendid pantanir yöar til S. I. S. KvenmaSur óskar eftir að kom- ast á rólegt og gott heimili í sveit. Vill vinna fyrir uppihald- inu. Tilboð merkt 100, sendist afgr. þessa blaðs. Passíusálmarnír á kínversku Nú er búið að þýða útdrótt úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á kínverska tungu. Býst eg við að öllum Islendingum þyki það góðar fréttir. Kínverskan er mál fjórða hluta mannkynsins. Engum mun þykja óviðeigandi, að Passíusálmamir verði fyrsta íslenska ritið, sem snúið er á kinversku. þarf ekkl að færa ástœður fyrir þvi þýðingu þessa hefir amerÍBkur maður, prófessor Harry Price, annast að mestu leyti fyrir tilstilli undir- ritaðs. Treysti eg Mr. Price manna best til að inna þetta vandaverk viðunanlega af hendi. Hann heíir unnið að þýðingum í Kína í fjöl- mörg ór og hefir marga mjög vel íæra kínverska samverkamenn. þarf ekki að efa, að þýðing hans á Passiu- Bálmunum er ágæt Mun eg segja nánar íré henni seinna. — Mr. Price hefir að mestu leyti fylgt hinni ágætu ensku þýðingu, prófessore Pilchers. Stuttur formáli og all-itar- leg æfisaga sálmaskáldsins á að fylgja kínversku útgáfunni. Nú ar ekkert annað eftlr, an að i koma kinvereka þýðlngn Passlasálm- j anna út Abyggilegur maður í Han- j kow hefir tekið að sér að sjá um 1 úlgáfuna í íjarveru undirritaðs. En i eg hefi lofað að kosta hana að öllu j leyti. það hefi eg gert í því trausti, ! að landar mínir myndu ekki skorast : undan að hlaupa undir bagga með i mér og styrkja útgáfuna fjárbags- • lega. j Eg hefi hugs&ð mér að gefa sálm- ana út i litlu broti, og selja þá svo eins ódýrt og hægt or, á meðan menn eru að kynnast þeim, en stækkn svo útgáfuna, auka hana og vanda seinna, eftir getu. Hr. bankaritari Ámi Jóhannsson, Br&gagötu 31, Reykjavlk, hefir lofað að t&ka 6 móti fégjöfum til þessa | fyrirtækís. Fyrsta útgáfan heíi eg hugsað mér að yrði 2000 eintök; mun hún kosta hér um bil 1000 kr. Gefins langar mig til að geta sent mörgum kristniboöum i Kina sitt eintakið hverjum. þeim hér á landi, sem bregðast nú fljótt við og leggja eitt- hvað af mörkum til útgáfunnar, lofa eg að senda eitt eintak ókeypis. En þá veröa menn að láta n&fns sins og áritunar getið. Staddur í þrándheimi, 2. apríl 1928. Ólafur ólafason, krístniboði. 70 ára reynsla og' vísíngalegar rantisóknlr tryggja ga;ði kaffibætisins \VE RO/ enda erghann Iielmsfrægnr og hefir 9 sinnum hlotlð gull- ogsilfurmedallur vegna framúrskarandi gæöa sinna. Hér á landi hefir reynslau sannaö að VERO er mibln betri og drýgri en nokknr annar kaffibætir. Notlð að eins YERO, það inarg borgar sig. í heildsiilu hjá: Halldórl Elríkssyui Hafnarstræti 22 - Reykjavik Fél. Hvítbekklngur Aðalfundur á Hvítárbakka 28. júní kl. 6 e. h. Stjórnin. Fjallkonu- M skó; svertan m Hlf. 1: fnagerð Réþhjainkur. er best. H.f. Jón Sigmundsson & Ca Áhersla lögö á ábyggileg viðsldfti. Millur, svuntu- spennur og belti évalt fyrirliggjandi. Sent með póstkröfu um alt land. Jón Signumdsson, gullsmiður Sími 888 — Laugaveg 8. “t\. : »

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.