Alþýðublaðið - 19.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.05.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ. YÐuÖLaÐjíö ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ 3 kemur út á hverjum virkum degi. ► i Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við l Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► l til kl. 7 síðd. ► ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9V3—ÍOVa árd. og kl. 8—9 síðd. i Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► í (skrifstofan). í ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í hver mm. eindálfea. ( i Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan l (í sama húsi, sömu simar). [ Alþingl. Neðri rieiltl. Stjórnarskrárbreytingin sam- pykt. Kosningar í júlí. Faðmlög íhalds- og „Framsókn- ar“-flokkanna. Stjörnarskrárbreytingin var sampykt í gær í n. d., eins og e. d. hafði gengið frá henni, þ. e. þannig: Reglulegt alþingi annað hvert ár, en þó má ákveða með einföldum lögum, að það sé hald- ið árlega. Tveggja ára fjárlög, er setja megi þegar á næsta þingi. Landskjörnir þingmenn séu kosn- ir til 4 ára og verða þá kosnir állir í senn. — Mun íhaldið telja sér hag að því, eins og stendur, að þsir séu allir kosnir í einu. — Pingrof nái til þeirra. Ákveða má varaþingmannakosningar fyr- ir Reykjavík. Kosningaréttur o.g kjörgengi við landskjör sé frá 30 ára aldri. Hækkað frá fyrri sam- þykt n. d. úr 25 ára aldri og kosningaréttur styrkþcga tekinn aftur. Umboð landskjörinna þing- manna falli niður við naestu al- mennar kosningar eftir 9. júlí árið 1930. Þar af getur leitt, að þing- seta Ingibjargar, Jónasar Kr. eða varamanns hans og Jónasar fra Hriflu verði framlengd, án þess kjósendur séu að því spurðir, — að þrír „konungkjörnir" þingmenn verði aftur settir um stund. — Og svo eru langmestar líkur til, að þetta sé skrípaleikur einn, og sé svo til ætlast, að breytingarnar verði feldar á næsta þingi. Við lokaumræðu stjórnarskrár- málsins á þessu þingi í n. d. í gær benti Héðinn Valdimarsson á, að stjórnin hefði stilt svo til, að e. d., þar sem íhaldsflokkurinn er magnaðri en í n. d., væri látinn ráða því, hvernig stjórnarskrár- breytingin er úr garði gerð, eins og hún fékk að ráða fjárlö'gunum, þótt það sé andsíætt réttum þing- ræðisreglum. „Framsóknar“- flokksmenn haíi hampað þing- haldi annað hvert ár svo mikið, jað þeir séu búnir að telja kjós- endum sínum trú um, að það sé æskilegt, og þess vegna áræði flokkurinn ekki annað en að samþykkja það,. þótt m&íri hluti þingmanna hans sé þvi andstæð- ur. Jón Þorl. og íhaldsfélagar hans vilji gjarnan fá tveggja ára fjárlög og þinghald að eins annað hvert ár, svo að stjórnin verði einráðari og fjáraukalagasetning magnist. Aðalatriðið hjá Ihalds- flokknum sé þó að véla ^ram sum- árkosningar í ár. Til pess sé leik- urinn ger að færa kosningarnar á þann tíma, sem aðalandstæðin.g- um íbaldsins, alþýðunni, hentar verst. Sama bragð geti auðvalds- liðið og notað við aðrar alþingis- kosningar og dregið þannig kjör- daginn til sumarsins í eitt og eitt skifti í senn á lævíslegasta hátt. Sýndi Héðinn fram á, að Jón Þorl. hugsar að eins um að hafa kjör- . daginn eins og íhaldsflokknum hentar, en ætlar að níðast á verka- lýðnurn með því að gera fjölda hans ógerlegt að neyta kosninga- ’ réttar síns. Benti hann jafnframt á, að þótt þing sé rofið vegna stjóm- arskrárbreytingar, þá er ekki ann- að fyrin mælt í stjórnarskránni um, hve nær kosningar skuli fara fram, en að „stofnað skuli til þeirra“ áður en 2 mánuðir eru liðnir frá þingrofi, en þvi megi fullnægja á þann hátt að auglýsa Jyrir þann tíma, hve nær kosn- ingarnar skuli fram fara. Skor- aði hann á Jón Þorláksson að segja til, hve nær kosningamar færu fram, ef stjórnarskrárbreyt- ingin yrði samþykt. Kosnlnga- smalar íhaldsins segi, að þær verði 2. júlí, en óhæfa sé, að þeim sé sagt til um það á undan þing- ■ mönnunum. Jakob tók undir þá áskorun, og kvaðst einnig hafa heyrt þann dag nefndan til. Með þessu móti væri frestur til fram- boðs markaður óhæfilega skamm- ur og væri slík aðferð um ákvörð- un alþingiskosninga einsdæmi í þingsögu vorri. — Jón Þorláks- son vildi í fyrstu sverja fyrir kosningadrauginn, þvert ofan í vitnisburð Ingibjargar, en varð svo að játa, að kosningarnar myndu verða látnar fara fram i júlí, þótt ekki vseri víst, hvort það yrði fyrstu daga hans, og væri par með jafnframt tekið tillit til óska „Framsöknar“-flokksins, en það kvaðst Jón vilja gera, því að hann væri sér hjálplegur við stjórnarskráibreytinguna, en ósk- um Alþýðuflokksins vildi hann ekki sinna, því að hann fylgdi sér ekki að málum. Var auðheyrt, að „Framsóknar“-flokliurinn hafði gengið að því að vera góða barn- iö lians. Gaf hann að lokmn í skyn, að hann vildi flýta kosning- unni til að forða þjóðinni frá ein- veldi hans sjálfs(l). Jón Þorláksson vissi, að undir- mál þau, er hann hafði nú orðið að kanna”st við, myndu mælast illa fyrir, og greip þá til þess ör- þrifaráðs að brigzla þingmönnum Alþýðuflokksins um ógætni í f jármálum; en þegar Héðinn skor- aði á hann að nefna dæmi, þá uröu það þau, að þeir væru á móti gengisviðauka og sykurtolli. Héðinn sýndi þá fram á, að ein- mitt í tollamálunum kæmi mun- urinn á stefnu Alþýðuflokksmanna og íhaldsmanna hve greinilegast í ljös. Jón Þorláksson hafi sýnt, að honum er nákvæmlega sama um afkomu alþýðunnar. Hana hef- ir hann og íhaldslið hans sogið út með tollaálögum, enda hafi Jón kannast við, að stjórn hans væri atvinnurekendastjórn. Og það væru aðrir en smábændurnir, sem hún bæri fyrir brjósti. Markmið hans væri að hlífa eignamönnun- um sem mcst við greiðslu tii al- menningsþarfa. Alþýðufulltrúarnir reyndu hins vegar að létta tolla- þunganum af alþýðunni. Það ætti Jón Þorl. þó að geta skilið. Sera fjármálaráðherra vildi Jón ekki láta hallast úm íáein þúsund á fjárhagsáætluninni, en léti það gott heita, þó að milljónahalli væri á reikningunum. — Eítir það kvaðst Jón ekki vilja fara mikið lút í tollmál, sagði að eins, að toll- ar væru víðar þungir en á Islandi. Hann hefði heldur ekki getað dáðst að Mussolini, ef íhalds- stjórn væri hvergi til nema bráða- birgðastjórnin hér á landi. — Áður en gengið væri til at- kvæða, þurftu sumir þingmenn að „þvo sér“, svo sem til að afsaka íhaldsþjónustuna. Björn Líndal hafði nú lagt sig alveg á vald Jóns Þorl. og greiddi atkv. gagn- stætt þvi, sem hann hafði gert við fyrri umr„ en kvaðst þó ekki vera trúaður á, að þessi samþykt yrði til þess að festa þinghald annaðhvert ár að eins, og margir aðrir þingmenn væm ekki síður en hann vantrúaðir á þýðingu þess- arar samþyktar fyrir framtíðina. Tr. Þ. þurfti líka að þvo sér. Hann vildi þó geta bent á einhvern mun á „Framsóknar“-flokknum og í- haldsflokknum þrátt fyrir festar- ráeðuna, sem J. Þorl. var þá ný- lokinn við. Svo illa tókst þó til, að hann datt ofan á samskólamál- ið, landsspítalann og heimavist- irnar við mentaskólann og sór þar með af sér hið sárfáa gagn- lega, sem íhaldsflokkurinn hafði lagt liðsyrði, a. m. k. í orði kveðnu, á þessu þingi. — Svo fer stundum, þegar benda þarf á mun, sem erfitt er að finna. Eftir þetta var stjórnarskrár- breytingin samþykt með 18 at- kvæðum gcg.'i 6. Já sögðu: Árni, Bj. Línd., Hákon, J. A. J., J. Kjart, Jón á Reynistað, Magn. Guðm., Magn. dós.,*Ól. Th., P. Ott., Sig- urj., Þórarinn, Ásgeir, Jörundur, Klemenz, P. Þórð., Tr. Þ- og Þorl. Nei sögðu: Héðinn, Ben. Sv., H. Stef., Jakob, Jón Ól. og Sveinn. M. Torf. greiddi ekki atkv. Aðrir eru ekki eftir í deildinni. Þar með hefir þetta þing Iagt samþyklá sitt á stjórnarskrár- breytinguna. Varðskipverja-launafrumvarpið samþykt. Sigurjón Jónsson brýtur þing- sköpin. Frv. um laim varðskipverja kom óá til 3. umr. Héðinn einn greiddi atkv. gegn því að veita afbrigði til að taka það svo fljótt til um- ræðu, því að samkvæmt þing- sköpum iskulu líða minst tvær nætur milli umræðna um hvert 'frv. 16 leyfðu afbrigðin. — Hákon flutti breytingatillögur um hækk- un á launum skipstjóra, stýri- manna, vélstjóra og kyndara, og á starfsárauppbót há'seta, en nú verandi skipstjórar varðskipanna skyldu hafa sömu laun og eftir- mönnurn þeirra væru ætluð. Það vildi Jón Þorl. ekki heyra, — þeir sem væru einu herlærðu mennirnir á landinu. Aftur á móti lagðist hann mjög gegn launahækkun skipverja og lagði að Hákoni að semja við sig um að bera fram dálitla launahækkun handa yfir- stýrimönnunum einurn. Hákon lét þá tilleiðast að ganga til samn- inga við hann, og fengu þe,r íundarhlé til þeirra í nokkrar míh- útur. Eftir það kom Hákon með varatillögu, sem var að eins 200 kr. hækkun á byrjunarárslaunum yfirstýTimanna, í stað 500 kr. hækkunar í aðaltillögunni, og þó munaði drjúgum meira á hækk- un starfsárauppbótarinnar frá því, sem aðaltillagan fór fram á. En eftir að aðalbreytingatillagan um laun yfirstýrimannanna hafði ver- ið feld, var varatillagan borin upp, og greiddu 10 atkvæði gegn henni, en 8 með. Á fundi voru, 22. Sigurjón var þá í forsetastóli og lýsti tillöguna fallna, þótt svo standi skýlaust í þingsköpunum. (44. gr.): „Engin ályktun er lög- mæt, nema meira en helmingur fundarmanna, þeirra, er atkvæðis- bærir eru, greiði atkvæði með henni.“ Skal grípa til náfnakalls, ef með þarf; en því skeytti Sigur- jón engu og þverbraut þingsköpin. Við þetta tók Hákon hinar íil- lögurnar aftur, og varð sá árang- urinn af eintali þeirra J. Þorl. Voru þá að eins fallnar tillög- urnar um launahækkun skipstjóra og yfirstýrimanna. Héðinn tók þá upp hinar tillögurnar og óskaði nafnakalls um þær, en Sigurjón neitaði að verða við þeim tilmæl- um, þvert ofan í venju þá, sem verið hefir í deildinni, og bætti því við úr forsetastóli, að Héð- 'inn óskaði nafnakalls að eins til að tefja fyrir afgreiðslu málsins. Héðinn mótmælti þvi. Áuðvitaö var tilgangur hans sá að Iofa þvl að ltoma í .ljós, hverjir greiddu atkvæði með tillögunni og hverjir á móti. Var og ekki vanþörf á þvi. Hákon hætti jafnvel í fyrstu. að greiða atkvæði um fyrri til- lögur sínar, en áttaði sig í þriðja sinni og greiddi eftir það atkvæði með þeim. Áður hafði Sigurjón neitað að verða við ósk um að hringja til viðvörunar þingmönn- um, sem ekki voru inni, en slíkt er jafnan vani að gera, ef þess er óskað. Hann sagði að eins: Þess þarf ekki. Við erum nógu margir. — Br.tiJl. voru allar feldar og frv. síöan samþ. og afgr. sem lög með 15 atkv. gegn 7. Þá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.