Alþýðublaðið - 19.05.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1927, Blaðsíða 3
ALI> VSUBLAÐIÐ komst Sigurjón ekki undan því að vi'ðhafa nafnakall. Já sögðu allir í'haldsfiokksmenn nema Hákon og auk þeirra Jakob, Ben. Sv. og Klemenz. Nei sögðu: Héðinn, Há- kon, Ásg., P. Þ., Sveinn, Tr. Þ. og Þorleifur, en H. Stef., Jörundur og M. Torf. voru ekki við. — Sigurjón endar þannig þingsetu sína eins og hann byrjaði. Hann 'komst ólöglega inn í þingið og endaði með því að brjóta þing- sköpin. E£rl deild. Þar var frv. um sölu á Mos- feilsheiðarlandi til 2. umr.; var það sþ. og vísað til 3. umr. Frv. iim greiðslu verkakaups var til 2. umr. og sþ. með nokkrum breytingum frá allsherjarn. og J. Baldv. Fylgdu þau skilaboð, að stjórnin ætti — þó þetta frumv. gengi fram — að leggja sams konar frv. fyrir næsta þing, þar sem grafið væri betur fyrir efni þess. TiII- um lánsstofnun handa bátaútvegi landsins var til einnar umr. Mælti J. Baldv. fram með henni fyrir hönd sjávarútvnd., og var hún síðan sþ. Till. til þings- ályktunar um sandgræðslugirðingu í Gunnarsholti var vísað frá með rökstuddri dagskr. frá nefnd- inni. Frumv. um gin- og klaufa- veiki — eins og alþingi og „Mg- bl.“ alt af kalla það — var vísað til stjórnarinnar. Frv. um heimild til" að undanþiggja Islandsbanka inndráttarskyldu seðla árið 1927 var vísað til 2. umr. Samskólinn var tekinn út af dagskrá. Kl. 8 e. h. var skotið á nýjum fundi. Átti frv. um sölu á Mos- fellsheiðarlandi að koma til 3. itmr, en deildin synjaði um að veita afbrigði 'frá þingsköpunum tU að það gæti orðið. Frv. um heimild til að undanþiggja Is- landsbanka inndráttarskyldu seðla 1927 var sþ. og vísað tO 3. umr. Frv. um samskólann var til 2. umr., en deildin synjaði um þingskapa- afbrigði. Frv. um stofnun nýbýla var felt með rökstuddri dagskrá, «em vísar málinu til milliþinga- nefndarinnar, sem skipuð var í iandbúnaðarmálum. Frv. um brt á lögum um umboð þjóðjarða var sþ. og vísað til 3. mnr. Frv. um greiðsiu verkakaups var tekið af dagskrá. Sparar fé tfima ®n ©rflll. Maírósaföt, verð frá kr. 25.00 settið, sportföt, frá 22.00 settið. Di*englapeysar, sérlega góðar. Verð frá 5,50 stk. Hvitu Jakkarnir, tvíhneptu, á búðarmenn og bakara, komnir aftur i Austurstræti 1, Asg. 6. Gunnlaugsson & Co. Sala hafnarlóðanna. Það tiltæki vekur undrun allra, sem láta sér ant nm hag bæjar- félagsins. Síðan sagt var frá tillögu auð- valdsmeirihlutans í hafnamefnd um að selja hafnarlóðirnar við Tryggvagötu, hafa allmargir bæj- arbúar, sem láta sér ant um, aÖ eignum bæjarfélagsins sé ekki glutrað í einstaka menn, átt tal við Alþýðublaðið og látið í ljós undran sína yfir þessu tiltæki. Meðal þessaxa manna er Guð- mundur Björnson landlæknir, sem mikil og heillavænleg afskifti hef- ir haft af mörgum félagsmálum og hefir því reynslu og þekkingu til að dæma um hag og óhag í samfélagsmálefnum, og kvað hann mega hafa eftir sér, að hann teldi þetta ráðlag hina mestu fásinnu um hag bæjarfélagsins. Likt er álit annará. Enguln blandast hug- ur um, að þetta eru og einkum verðá einWerjar allra verðmæt- ustu lóðir bæjaTins, og þaÖ ber vitni um alveg dæmalaust hirðu- leysi bæjarfulltrúa um eignir, sem þeim er trúaö fyrir, ef allir full- frúarnir í meiri hluta bæjarstjórn- arinnar láta klíku fasteignaeig- enda í borginni kúga sig til að brjóta þá reglu, sem upp hefir verið tekin, að afhenda ekki verð- mætar eignir bæjarins einstakling- um undir einhverju sölunafni fyrir sama sem ekki neitt. Allir hugs- andi bæjarbúar ætlast til þess, að eignir bæjarins séu ekki látnar af hendi til einstaklinga öðru vísi en á leigu, sem hins vegar er sjálfsagt að sanngjarnlega sé á- kveðin. Snnlend tfidindi. Sandgerði, FB., 19. maí. Sjósókn og heilsufar. Héðan róa nú að eins 1—2 bát- ar. Hinir eru í útilegu og ófrétt um afla þeirra. Þessir tveir bát- ar, sem héðan róa, hafa fiskað vel þangað til í dag, 10 og upp í 14 skpd. í róðri, í gær 8—9, en í morgun nokkra minna. — Kik- hóstinn í rénun; kvefpest sömu- leiðis. KJm daglnM ©n vegims. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181. I þingfréttum i gær átti að standa á 2. s. 1. d., að Ben. Sv. virtist telja það mikið sjálfstæðismál, að nefndarmennirn- ir væru þrir, en ekki fjórir. Gifting. Á laugardagínn var voru gefin saman í hjónaband Lovisa Eyj- ólfsdóttir og Gunnar Guðjónsson húsgagnasmiður, bæði til heimilis á Laugavegi 59. Togararnir. »KarJsefnil kom i morgun af veiðum með 101 tn. lifrar og „Snorri goði“ með um 105 tn. „Hilmir" er á ieið hingað. Bæjarstjórnarfundur er 1 dag kl. 5. A dagskrá eru 10 mál, þar á meðal 2. Umræða um sölu hafnarlóðanna við Tryggvagötu og umsóknir um veitingaleyfi. Veðrið. Hiti 7—3 stig. Kyrt veður, átt suðlæg suðvestan íands, en norð- læg norðaustan. Grunn loftvægis- Drengjanærföt, allar stærðir, Janus»s0kkarnir fyrir börn og fuilorðna, komið aftur. Ásg. G. Gunnlaugsson & Go. lyjablaðið, míálgagn alþýðu í Vestmanneyjum fæst við Grundarstíg 17. Útsölu- maður Meyvant Ó. Hallgrímsson. Simi 1384. lægð fyrir vestan land á austur- leið. Gtlit: Suðlæg og suðvest- læg átt og rigning í nótt við Suð- vesturland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Leiksýningnm Guðmundar Kambans er frest- « að til þriðjudagskvölds. Afmæli. 74 ára er í dag ekkjan Þórlaug Sigurðardóttir frá Reyni, nú til heimilis á Urðarstíg 6. Einn á báti. Heyrst hefir, að Benedikt Sveinsson og Magnús Torfason hafi nú undir þinglokin gengið í „Framsóknar“-flokkiriú. Sé það rétt, sem talið er, þá er Jakob Möller orðinn einn þingmanna eft- ir í „Sjálfstæðis“-ílokknum. Ekki bagar hann þá margmennið. Skipafréttir. „Kristín 1“ er komin aftur frá Borgarnesi, og var dálítið eftir af sementsfarmi hennar. „Bene- dicte“, er tekur fisk fyrir Cop- land, er og komið úr hringferð um landið. „Lyra“ fer í kvöld kl. 6. „Nova“ er á Akureyri í dag, kemur hingað um hslgina, „Skaftfellingur" fer til Víkur o. fl. hafna sunnan lands upp úr helginni. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Katrín Sigurðardótt- ir (Guðmundssonar), Laugavegi 71, og Loftur Ólafsson, vélstjóri á „Otri“. •j 'I jKS ili -1 Undarlegt fyrirbrigði. „Lokin voru í Vestmannaeyjum í gær“, stóð .í „Verði“ 14. þ. m. Skýringin á þessu undri er sú, að setnlngin er tekin orðrétt upp úr „Mgbl.“ . Flestlp eins* Að búa td lög handa landi og þjóð við „langbeztu mennina“ veljum. En flestir, sem labba þá launháu slóð, líkjast mest nautúm og beljum. Þá fáu, sem vinna með föðurlandshug og fara’ eftir mannúðar-hvötum, með hornum og klaufum þeir hrekja á bug og hrinda’ út af kærleikans götum. Þeir fást ekki mikið um fátækra-böf, en „fussa" við ahnúgans keipum. Ég veit, að í helvíti verður ei kvöl verri’ en í harðstjórans greipum. Þeir halda við eldgömlum heiðingjasið, en hrúga upp spánnýjum lögum, sem e.nginn af landsmönnum líta mun við á líðandi framtíðardögum. Ég held, þeim sé langbezt að hætta við þing og hýlja’ á sér lögfræði-skottin, en setjast með ánægju saman í hrág við sjóðandi, kjötfulla pottmn. Á. Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.