Tíminn - 19.05.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.05.1928, Blaðsíða 1
©Jaíbferi o® afgrei6sluma6ur tEímans er HðnnDeig o r s I e i n söó t tir, Sdffn&an&sljústnu, HeYfjarif. Clmatis er í Sambanbðíjústnu. ©pín baglega 9—\2 f. lj. Stmi ^96. XH. ér. Reykjavík, 19. maí 1928. X 25. blað. Mentamál 1 eftirfarandi grein verður nokkuð skýrt frá meðferð menta- mála í höndum núverandi stjóm- ar og þings. Er þar, um mörg og merk nýmæli að ræða: Mentamálaráð. Með stofnun mentamálaráðs er gjörð tilraun til að koma skipulagi á nokkrar helstu framkvæmdir í mentamál- um með því að fela forsjá þeirra sérstökum mönnum, sem ætla má að hafi hæfileika og aðstöðu til að sjá þeim vel borgið. Menta- málaráð er kosið af Alþingi með hlutbundinni kosningu í byrjun hvers kjörtímabils. Skipa það 5 menn og gildir kosning þeirra út kjörtímabilið. Störf mentamála- ráðsins eru: 1. að úthluta styrk til skálda 0g listamanna. 2. að sjá um kaup listaverka fyrir hönd ríkisins og hafa yfir- umsjón með þeim. 3. að úthluta námsstyrk til stúdenta og annara þeirra manna, sem ríkið styrkir til náms er- lendis, og hafa eftirlit með því, að þeir stundi nám sitt sæmilega. 4. að úthluta ókeypis fari til manna, sem fara utan í þágu al- þjóðar. 5. að leggja samþykki á teikn- ingar að kirkjum þjóðkirkju- safnaða og káupa handa þeim alt- aristöflur. Ennfremur er mentamálaráð- inu ætlað að hafa á hendi yfir- stjóm Menningarsjóðs og annara slíkra sjóða, sem kunna að verða stofnaðir til eflingar listum og vísindum. Á úthlutun skálda- og lista- mannastyrks hefir hingað til ver- ið mesta óreiða. Stundum hefir þingið sjálft ráðið skiftingunni og ákveðið_ hana í fjárlögum. Stundum hefir stjómin haft hana með höndum. En það liggur í augum uppi, að þing og stjóm, sem fjölda ólíkra starfa á að inna af hendi, hefir ekki aðstöðu til að kynna sér sem vera ber verðleika þeirra manna, sem styrks beiðast. Sama er að segja um námsstyrkina. Þjóðfélagið á heimtingu á, að þeim sé úthlutað svo, að þeir komi að sem mestum notum. Er því eðlilegast að styrkja menn til náms í þeim fræðum, sem brýnust þörf er á hér á landi. Hefir þessa naumast verið gætt sem skyldi, og verð- ur t. d. eigi annað séð en óþarf- lega margir hafi verið kostaðir til verkfræðináms á undanfömum árum, þegar miðað er við þörf þjóðarinnar. Sömuleiðis er sjálf- sagt, að þeir, sem eigi verja styrknum í þeim tilgangi, sem til er ætlast, verði að víkja fyrir öðrum er betur nota hann. Mentamálaráðinu er ætlað að sjá svo um, að altaristöflur þeirra kirkna, sem ríkinu koma við, verði eigi keyptar frá út- löndum, þegar völ er annara jafn vel gerðra eftir íslenska lista- menn. Ríkið á nú þegar nokkurt safn málverka, sem flest hafa verið geymd í Alþingishúsinu hér .í Reykjavík. Nú hefir verið byrjað á að koma sumum þeirra fyrir í ýmsum skólum ríkisins, og mun því verða haldið áfram. Er og ó- hætt að segja, að listaverk eigi hvergi betur heima en meðal gáf- aðra og áhrifanæmra æskumanna. íslensk málaralist er nú í mikilli framför. En því miður hefir málverkakaupum ríkisins hingað til eigi verið hagað að öllu leyti sem skyldi. Er það einkennilegt, að árum saman hefir ekkert mál- ; verk verið keypt eftir þektasta málara landsins. Slíkar misfellur er mentamálaráðinu ætlað að lagfæra. | Það hefir lengi verið mikið mein íslenskum menta- og lista- mönnum, hve lítinn kost þeir . I eiga á að fara utan til að j j kynnast erlendum þjóðum og j j menningu þeirra. Á því er nú j : nokkur bót ráðin. Vegna erfiðs ; j fjárhags, veitti þingið Eimskipa- j j félagi Islands skattfrelsi tvö j næstu ár. En skattfrelsið er i bundið því skilyrði, að félagið : sjái 60 mönnum árlega fyrir fari ókeypis til útlanda og heim aftur. j Mentamálaráðinu er falið að úr- j skurða, hverjir njóta skuli þess- 1 ara hlunninda. Fræðslumálanefndir. — Mjög skortir enn á, að samræmi sé í kenslu í barnaskólum landsins. Valda staðhættir þar nokkru um j en sumu skipulagsleysi. Nú setti 1 þingið lög um að stofna fræðslu- j málanefnd, er taki bamáfræðsl- | una til rækilegrar meðferðar. Á hún að gera tillögur um náms- skrár bamaskólanna, löggildingu kenslubóka, tilhögun prófa og kenslustundafjölda. Kenslumála- ráðherra staðfestir tillögur nefnd- arinnar og auglýsir með hæfileg- um fyrirvara. I nefndinni eiga sæti: fræðslumálastjóri, forstöðu- maður Kennaraskólans og stjóm bamakennarafélagsins, enda sé hún kosin skriflega um land alt, og allir starfandi bamakennarar hafi rétt til að vera félagsmenn. Með reglugerð er og heimilt að skipa 3 manna fræðslunefnd fyr- ir ungmennaskóla, og sé fræðslu- málastjóri sjálfkjörinn í hana, en hinir 2 stjórnskipaðir en. valdir úr hópi starfsmanna skólanna. Nefndir þessar fá engin laun fyrir starfa sinn. Hér er því ein- göngu um fyrirkomulagsatriði að ræða án útgjalda fyrir ríkissjóð. Kennurum bamaskólanna, sem gerst mega um vita, hverra um- bóta er þörf í skólanum, er gef- inn íhlutunarréttur um fyrir- komulag þeirra. Er þess að vænta, að það efli áhuga þeirra og viðleitni, að láta verða sem bestan árangur af starfi sínu. Menningarsjóður. Hann er vafa- laust eitt merkasta nýmæli síð- asta þings í mentamálum lands- ins. Til hans á að renna alt það fé, sem hið opinbera fær umráð yfir vegna brota á áfengislög- gjöfinni. Er þar talið andvirði ó- löglegs víns, sem gert er upptækt af réttvísinni og komið í verð, skipa, sem upptæk verða fyrir á- fengissmyglun og sektir einstakra manna. Gilda lögin fyrst um það fé, sem komið hefir á þennan hátt 1 ríkissjóð árið 1927. Árlegum tekjum sjóðsins á að skifta í þrjá hluta. Verður ein- um þriðjungnum varið til útgáfu góðra alþýðlegra fræðibóka, og úrvals skáldrita, frumsaminna eða þýddra. Með öðrum þriðj- ungnum á að kosta vísindalegar rannsóknir á náttúru landsins og útgáfu vísindalegra xitgerða um íslenska náttúrufræði. Þriðja hlutanum verður varið til að kaupa listaverk fyrir landið og til að verðlauna og gefa út upp- drætti af byggingum, húsbúnaði og fyrirmyndum fyrir íslenskan heimilisiðnað í þjóðlegum stfl. Einnig má verja fé úr þessum hluta sjóðsins til að gefa út veggmyndir, sem gerðar eru eft- ir íslenskum listaverkum. Er þetta ákvæði þáttur í viðleitni núverandi stjómar og þings, til að styrkja innlenda listamenn. Mentamálaráðið hefir yfirstjóm sjóðsins og ráðstafar þeim hluta hans, sem varíð er til lista. Bóka- útgáfunni stjóma þrír menn ; sjálfkjörnir: Prófessoramir í ís- : lenskum bókmentum og sögu við ; háskólann og íslenskukennari i Kennaraskólans. Sá hlutinn, sem ; varið er til náttúruvísinda, er j undir stjórn kennaranna í nátt- j úrufræði við mentaskólana á Ak- ; ■ ureyn og í Reykjavík og for- j stöðumanns náttúrugripasafnsins j í Rvík. Sú slcipun, sem gerð er með stofnun Menningarsjóðs hefir tvo meginkosti: Með henni er séð a. m. k. fyrst um sinn, fyrir sér- stökum tekjustofni árlega til að styðja listir og vísindi. En löng- um hafa fjárframlög til þeirra orðið af skornum skamti, og vik- ið fyrir hinni knýjandi þörf til annara útgjalda. Er þingmönnum oft vorkunn, þó að þeir grípi til þess að skera niður þær fjárveit- ingar, sem eigi eru lögboðnar, þegar tekjuhalli vofir yfir. En með því að ráðstafa með lögum ákveðnum hluta teknanna til menningar fyrirtækja, er komið í veg fyrir að löggjafamir gleymi andlegum þörfum þjóðarinnar. Þá verður það að teljast mjög vel við eigandi ráðstöfun að verja einmitt því fé, sem inn kemur fyrir brot á áfengislöggjöfinni til að styðja menningu í landinu. Með því er spillingin sjálf, sem af áfenginu leiðir, látin skapa nokkurskonai' mótvægi gegn sjálfri sér. Og það er fullkomlega réttlátt, og í samræmi við lífs- ins harða lögmál, að mennimir, sem brjóta lög og siðferðisreglur, greiði fé til að ala upp mentaða og listelska borgara í þjóðfélag- inu. öllum bestu mentamönnum landsins er nú orðið það ljóst, að ríkið verði að sjá svo um, að al- menningur eigi kost góðra og ó- dýrra bóka. Er örvænt um, að það geti orðið meðan bókaút- gáfa og bókaval er alt í höndum einstakra manna, sem eins og eðlilegt er, gefa bækurnar út fyrst og fremst í hagnaðarskyni. Augu þingsins, eða a. m. k. meirihluta þéss, hafa og opnast fyrir þessum sannleika. Var í vetur samþykt þingsályktunar- tillaga um að vinna að því að ríkið tæki að sér bókaútgáfu og önnur um stofnun ríkisprent- smiðju. Ríkið greiðir nú stórfé fyrir prentun Alþingistíðinda og annars, sem út þarf að gefa af hálfu hins opinbera, og mundi sennilega hafa hag af því að láta vinna verkið fyrir eigin reikning. Hér á landi eru kjör rithöfunda ærið erfið samanborið við það, sem nú er í öðrum löndum. Veld- ur fámenni þjóðarinnar og lítil kaupgeta. Með stofnun menning- arsjóðs og opinberra útgáfufyrir- tækja má vænta, að takast megí að greiða fyrir efnilegum rithöf- undum og jafnframt sjá þjóðinni fyrir nokkrum kosti ódýrra bóka, frumsamdra og þýddra. Nl. ----o—.— Utan úr heimi, Kosningamar í Frakklandi. I Frakklandi eru nú kosningar nýafstaðnar. Úrslitin eru þau, að hinir íhaldssamari flokkar og mið- flokkar hafa unnið á en róttækir Vinstri menn og Jafnaðarmenn tapað, einkum hinir fymefndu. Hinir svæsnustu íhaldsmenn hafa einnig tapað nokkrum þingsætum. Sama er að segja um Kommún- ista. Þeir voru áður um 80, en nú aðeins 13. En tap þeirra er aðal- lega af þeim orsökum, að annari kosningaaðferð var beitt nú en síðast, og nutu þeir ekki fullkom- lega atkvæðamagns síns nú. Mannaskifti í þinginu eru mjög mikil. Af þeim 612 þingmönnum, sem kosnir voru, eru 307, eða fullur helmingur, sem ekki áttu þar sæti á síðasta kjörtímabili. Það er erfitt að gefa greinilega hugmynd um flokkaskipunina í Frakklandi. Flokkarnir eru marg- ir og ágreiningur innan þeirra sjálfra um ýms mál. En talið er, að í stuðningsflokki Poincaré og núverandi ráðuneytis séu 325 þingmenn. En það er allsundur- leitur hópur, bæði íhaldsmenn og hinir kyrlátari menn úr frjáls- lyndu flokkunum. Eru Ihalds- mennirnir þar þó í meirihluta nú eftir kosningamar. Andstaðan gegn stjóminni kemur frá Jafn- aðarmönnum og róttækara hluta frjálslyndu flokkanna, auk Kom- múnista. Jafnaðarmannaflokkur- inn hefir nú 102 þingsæti. En af sumum er talið, að meirihluti frjálslyndra maxma muni snúast til fylgis við Poincaré og hafi hann þá 400—460 atkv. að baki sér. Annars er aðstaða Poincaré og ráðuneytis hans mjög viðsjár- verð. Sjálfur telur hann sig naum- ast til neins sérstaks flokks, en er studdur af hægfara flokkunum, af því að enginn einn flokkur er nógu sterkur til að mynda stjóm af eigin ramleik. Og vegna þess að Ihaldsmenn og frjálslyndir hafa verið nokkuð jafnir að at- kvæðum innan stjómarflokksins, hafa hvorugir getað neytt sín að fullu og stjómin því verið sjálf- ráðari en ella. Talið er, að Poin- caré líti óhýru auga til þess liðs- auka, sem Ihaldsflokkamir hafa nú fengið og óttist, að þeir verði sér ofjarlar. Mun og óhjákvæmi- legt, að einhver mannaskifti verði í ráðuneyti hans vegna kosninga- úrslitanna. Milli Jafnaðarmanna og Kom- múnista var engin samvinna í kosningum. Vom frambjóðendur frá hvorumtveggja í mörgum kjördæmum, og varð til þess að aðrir flokkar unnu þau, þó að þau hefðu verið Jafnaðarmönnum eða Kommúnistum vís, ef þeir hefðu dregið frambjóðendur sína til baka á víxl. En reynslan er sú í Frakklandi eins og víðar, að hinir byltingarsinnuðu Kommún- istar og Jafnaðarmennimir, sem vinna á þingræðisgrundvelli, geta ekki átt samleið. Það hefir vakið athygli og ótta meðal ráðandi manna, að kosnir voru nokkrir þingmenn úr Sjálf- stæðisflokknum í Elsass-Lothrin- gen. Það hefir komið í ljós á síð- ustu ámm, að íbúar þessara hér- aða, eða a. m. k. hluti þeirra, em ekki fullkomlega ánægðir með stjóra Frakka. Hefir nýlega verið höfðað mál gegn 15 merkum mönnum þar og þeir sakaðir um landráð, og nokkrir em flúnir úr landi. Er það eftirtektarvert, að sumir þeirra, sem ákærðir em, hafa nú verið kosnir til þings. — 1926 stofnaði maður að nafni Georges Ricklin blað, sem hann nefndi Die Zukunft (Framtíðin). Þar hélt hann því fram, að Elsass- Lothringen ætti að vera sérstakt lýðveldi og stjóma sínum eigin málum. Síðar hafa verið stofn- uð fleiri blöð í sama augnamiði, og síðastliðið ár, var svo stofn- aður sérstakur Sjálfstæðisflokkur. Grunur leikur á, að hreyfingin sé styrkt bæði með rússnesku og þýsku fé og sjálfstæðismennirnir í Elsass-Lothringen hafi einhvers- konar samvinnu við Kommúnista. En líklegt er talið, að sú stefna, sem þar er farið að bóla á, muni vekja samskonar hreyfingu í öðr- um héröðum Frakklands, sem líkt stendur á um. Em þegar uppi ráddir um að losa bæði Bretagne og Corsicu frá franska ríkinu. I Bretagne búa Keltar með sérstakt mál og siðu og Corsicumenn em líka annarar ættar og að tungu og háttum frábmgðnir megin- hluta frönsku þjóðarinnar. Þingið og stjómin, hver sem hún verður, á mikil og erfið verk- efni fyrir höndum. En stærstu viðfangsefnin eru: innanlands meðferð gengismálsins og út á við afstaðan til friðarmálanna og til- lagna þeirra, er fram hafa komið frá Bandaríkjamönnum. — Sagt hefir verið, að Poincaré mundi hallast að því að festa frankann nú þegar í núverandi gildi. Á víðavangi. Girðingin um Amarhólstún. Eitt dæmi af mörgum um hirðu- leysi Ihaldsstjómarinnar um opin- berar eignir em meðferðin á Amarhólstúninu. Á Amarhóli stendur eitt af fegurstu listaverk- um þjóðarinnar, líkneskja Ingólfs Arnarsonar, er Einar Jónsson hefir gert, og hið opinbera hlaut að gjöf frá félagi hér í bænum. Mynd hins fyrsta landnámsmanns blasir þama við komumönnum erlendum sem veglegt tákn ís- lensks sjálfstæðis og þjóðemis. En af fyrverandi stjóm hefir hinn fallegi staður, sem líkneskjan stendur á, verið hraparlega van- ræktur. Hefir hann verið illa og ósmekklega girtur, enda lítið gagn orðið að. Mega menn geta nærri, hversu gefast muni að hafa gró- inn blett óvarinn inni í fjölmenn- um bæ, enda hefir löngum farið svo, að túnið hefir verið hálf- eyðilagt á vorin meðan jarðveg- ur er gljúpur. Mættu erlendir menn ráða af líkum, að Islend- ingar bæru litla virðingu fyrir minningu feðra sinna og fögrum listaverkum. — Núverandi stjóm hefir nú leitast við að nema brott þetta ómenningarmerki af þjóð- inni með því að láta setja nýja og viðunandi girðingu um Amar- hólstúnið. Fulltrúi íslenskra kvenna. Ein af merkari konum þessa bæjar, frú Ragnhildur Pétursdótt- ir í Háteygi, hefir nýlega skilfað greinar í dagblaðið Vísi, þar sem hún gagnrýnir allrækilega fram- komu kvennafulltrúans á þingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.