Tíminn - 19.05.1928, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1928, Blaðsíða 3
TlfSINN n eg heldur „kvartað um“, að greinar inínar vœru geröar að umtalsefni. Ætti V. St. að sanna þessar staðhæf- inga.r sinar eða beiðast afsökunar á þeim ella. Eg get heldur ekki mun- að það, að eg hafi nokkumtíma minst á „yfirskattanefndir" í grein- um mínum í Tímanum. Var því 6- þarft að nota það orð sem tilefni til að bera fram lúalegar og óskiljan- legar dylgjur um Jónas Jónsson dómsmálaráðherra. Eg læt mér í léttu rúmi liggja, þó að Mbl. bregði mér um æsku. Aldur verður oft til lítillar fremdar. Eg þykist vita, að V. St. sé alt að ára- tug eldri en eg. Á þeim áratug er hann írægur orðinn um land alt — að endemum. V. St. talar með lítilsvirðingu um „þann skóla“ er eg hafi fengið. þessu skeyti hlýtur að vera beint að þeim mönnum, sem eg hefi notið fræðslu lijá, en það eru kennararnir við Gagnfræðaskólann á Akureyri og Mentaskólann og Háskólann hér. En þó að mentun minni sé ábótavant, — sem eg veit vel, — er það sjálf- sagt ekki þeirra sök. Og óneitanlega er það broslegt, að maður, sem hvar- vetna er að háði hafður fyrir fárán- legustu vanþekkingu á islensku máli, skuli setja sig á háan hest yfir þeim. a. a. ----«---- Frá útlðndnm. Japanskur blaðamaður, Araki að nafni, hefír nýlega farið kríngum hnöttinn á 33 dögum. Setti hann með því met i slíkum ferðalögum. — Forsetaefni Jafnaðarmanna í Bandaríkjunum heitir Thomas og er frá New York. Hann var fyrrum prestur, en tók að gefa sig við stjórnmálum á stríðsárunum. Um tíma var hann ritstjóri blaðsins The World To-Morrow og meðritstjóri vikuritsins, The Nation. Hann er 44 ára. — Deilap milli Mussolini og páf- ans hefir nú fallið niður í bili. Páf- inn hefir dregið nokkuð úr ummæl- um sinum um Facista, og Mussolini hefir í staðinn fengið katólsku kirkj- unni aftur yfirráðin í skólunum. — Japanar auka smámsaman her sinn í Kína, og virðast til alls búnir. Hafa þeir æskt samþykkis stórveld- anna tj} að mega taka nokkurt land- svæði herskildi og halda því fyrst um. sinn, til að geta gætt öryggis japanskra borgara í Kina. — Talið er, að Bandaríkjamenn séu því mót- fallnir að veita slíkt leyfi. — Snjóflóð hafa í vor gert stór- kostlegt tjón í suðurhluta Noregs. Stór svæði eru hulin is og leir og fjöldi manna flosnaður upp frá heim- ilum sínum, á því svæði þar, sem flóðin hafa fallið. — Carol prins í Rúmeníu, sem und- anfarið hefir dvalið í Englandi, hefir gert mjög ákveðnar tilraunir til að komast til valda. f Rúmeníu er nú alt á tjá og tundri og ósamkomulag um stjórnina. Bændur fara í stórum flokkum til höfuðborgarinnar til að heimta kröfum sínum fullnægt. — Nýlega leigði Carol prins tvær ensk- ar flugvélar til að fljúga austur til Riimeníu og varpa niður flugritum með loforðum prinsins um bætt stjórnarfar, ef hann kæmist til valda. En enska stjórnin komst að þessari ráðagerð og lagði farbann á flugvél- amar. Og nú hefir hún vísað Carol úr landi. — Bela Kun, sem stóð fyrir upp- reisn Bolsévika í Ungverjalandi fyrir nokkrum árum, hefir nýlega verið handtekinn í Vín og er grunaður um pólitískan undirróður í Dónárlönd- unum af hálfu Rússa. Hefir hann ekkert játað fyrir réttinum, og er af sumum talið vafasamt, að hann standi i sambandi við Bolsévikann rússnesku. — Stórkostleg verkföll standa nú yfir í Indlandi. í Bengal hafa 20 þús. manna lagt niður vinnu. — Verðfesting peninga hefir verið samþykt í Grikklandi. — Breskur flugmaður flaug nýlega 1000 km. á 1 klukkutíma 58 mín. það flug er heimsmet. — 80 þús. fjölskyldur hafa orðið heimilislausar og 100 menn biðið bana vegna jarðskjálftanna í Búlg- aríu. — Stærstu brú heimsins er nú ver- ið að byggja í Frakklandi. Hún verð- ur 1200 metra löng. ----— Fréttir Sr. Jakob Kristinsson er settur skólastjóri á Eiðum, Konungur og föruneyti hans kom til Helsingfors á þriðjud. síðastl. Tvö finsk herskip komu móti konungs- flotanum, en vígið í Sveaborg heilsaði gestunum með fallbyssuskotum. Borg- in var skreytt finskum, dönskum og íslenskum fánum. Við móttökuna var „Ó, guð vors lands“ spilað ásamt danska þjóðsöngnum. — Eins og áður var um getið hér í blaðinu, var Tryggvi þórhallsson forsætisráð- herra með í förinni. Jón H. porbergssoc bóndi á Bessa stöðum hefir keypt Laxamýri í Suð- ur-þingeyjarsýslu og flyst þangað norður í vor. Kosninfl prests að Kvennabrekku í Dölum fór fram 6. þ. m. Var Ólafur Ólafsson cand. theol. löglega kosinn með 276 atkv. Sr. Tryggvi Kvaran á Mælifelli hlaut 66 atkv. Bæjarstjórakosning fór fram á Ak- ureyri 16. þ. m. Var Jón Sveinsson endurkosinn með 804 atkv. Jón Steingrímsson fékk 393. — 21 seðill var ógildur. Elns og aaglýst var í síðasta blaði hafa Hvítbekkingar, kennarar og nemendur, ársmót sitt á Hvítárbakka þ. 23. júní. Verður þar ýmislegt til skemtunar. Sýslufnndur Borgflrðlnga, sem haldinn var á Hvitárvðllum 6.—9. þ. m., lýsti því yfir sem vilja sínum, að alþýðuskóli yrði reistur í Reyk- holti, ef horfið yrði frá Hvítárbakka. þá samþykti sýslunefndin að verja 1000 kr. til sundlaugar hjá Hrepps- laug við Andalúlsá og kaupa her- bergi i Stúdentagarðinum í félagi við Mýrasýslu. Finnur Jónsson prófessor hefir nú látið af kenslu í norr. fræðum við háskólann í Kaupmannahöfn. Heíir hann nú gegnt þar störfum í 40 ár. Síðasta fyrirlestur sinn flutti hann 11. þ. m. Var salurinn fullskipaður háskólakennurum og stúdentum, er þangað komu til að heiðra hinn aldna fræðimann. Nemendur hans færðu honum að skilnaði silfurbikar með blómum og próf. Vilhelm Ander- sen flutti ræðu og þakkaði starf hans í þágu háskólans og norrænna málvísinda. — Munu allir einhuga um að telja Finn prófessor mjög merkan fræðimann og starfsmann með afbrigðum. Látin er hér i bænum 14. þ. m. frú Kristín Ólafsdóttir frá Kálfsholti, kona Ásgeirs Ólafsonar frá Lindarbœ í Rangárvallasýslu, ung kona. Varð heilablóðfall henni að bana. Aífa-Javal 18 7 8—1928. í 50 ár hafa Alfa-Laval skilvindur verið bestu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum. Al FA-lAVAI ver^8m^íurnar kafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með nýungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yör 1300 heiðursverðlaun og fyratu verðlaun auk annara verðlauna. Heynslan sem fengiu er við smíði á yfir 3,500.000 Aifu-Larai skllrindum tryggir það að ALFA~ 1AVAL verði framvegis ðllnm Héðinn Valdemarsson alþm. hefir af fjármálaráðherra verið skipaður í yfirskattanefnd i Rvík í stað þórðar Sveinssonar. Fyrir voru í nefndinni Björn þórðarson hæstaréttarritari og Sighvatur Bjarnason bankastjóri. Dr. Knud Rasmussen hefir nú lokið háskólafyrirlestrum sínum um lifn- aðarháttu og menningu Eskimóa. Flutti hann 5 alls. Aðsókn var mjög mikil, enda er Knud Rasmussen með snjöllustu ræðumönnum. Er eigi rúm hér til að rekja efni fyrirlestranna, sem mjög var merkilegt. Lýsti ræðu- maður greinilega guðdómshugmynd- um Eskimóanna og töfratrú, og er hvorttveggja mjög einkennilegt. — Um íslendinga hyggur hann, að þeir hafi hafst við í Grænlandi fram á 15. öld, en ætlar að þeim hafi þá mjög verið aftur farið að líkamlegu at- gjörvi. Styður hann þá skoðun við tnenjar, er fundist hafa í kirkjugörð- um á Grænlandi. Fimleikaflokkur kvenna lagði af stað með Gullfossi 15. þ. m. áleiðis til íþróttamótsins í Calais á Frakk- landi, er hefst 26. þ. m. Norrænt stúdentamót verður haldið í Stokkhólmi og Uppsölum 1.—5. júní n. k., að tilhlutan sænskra stúd- enta. Héðan eru famir til þátttöku kandidatamir þorkell Jóhannesson skólastjóri og Einar B. Guðmundsson og stúdentarnir Pétur Benediktsson, Sigurjón Guðjónsson, Sveinn Ing- varsson og þorsteinn Stephensen. Auk þeirra taka nokkrir íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn þátt í mótinu. Fjórir guðfræðingar voru vígðir í Ðómkirkjunni á sunnudaginn var: Bjöm Magnússon-- aðstoðarprestur að Prestsbakka, Eiríkur Brynjólfsson skipaður prestur að Útskálum, Jón Pétursson settur prestur að Kálfa- fellsstað og Sigurður Stefánsson skip- aður prestur að Möðmvöllum. — Sr. ððrum skilvinduni fi'emri að gerð og gæðum. MjéUnrbú og bsenduv, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólk- urmaöferðar og mjólkurvinslu kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar skilvindur, strokka, smjörhnoóara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband ísl. samvinnuféL Bjami Jónsson lýsti víxlu, en sr. j Eirikur Brynjólfsson steig í stólinn, j að víxluathöfniriöi lokinni. í nýútkomnu Stúdentablaði er m. a. þýðing á kafla úr Faust, eftir Magnús Ásgeirsson. Dansk-islðnska ráðgjafamefndfn heldur að þessu sinni fund á íslandi og kemur saman í Rvík í byrjun júnímánaðar. Jóhannes Patursson foringi sjálf- stæðismannanna færeysku, er hér var á ferð í vetur, hefir ritað grein í blaðið Tingakros8ur um viðtökumar hér. Rómar hann mjög þá velvild, | er hann hafi mætt hér og hvetur ! Færeyinga til að koma vel fram hér við land og senda böm sín til náms í íslenskum skólum. — Er vel, ef ís- lendingum heíir tekist aö láta i ljós samhug sinn meö nágranna- og bróð- urþjóðinni færeysku. .o- -- Nantnir (Höfundur greinar þesearar er bamakennari 1 Austur-Skaftafells- sýslu). það mun ekki ofmœlt, þó að sagt væri, að mennimir kynnu, að sumu leyti, síður listina aö liía en dýrin. Ekki höfum vór neinar sagnir af því, að skepnumar venji sig á að neyta eitraðra nautnalyíja, sem spilli heilsu þeirra, og stytti þeim aldur. En þetta gera mennimir, enda þótt þá skorti ekki þekkingu i þessu efni. þeir neyta tóbaks og áfengis af slíkri græðgi, að sjálfsagt verður ekki með tölum talið alt það tjón, sem af því leiðir. það má að vísu reikna út verðið á þessum vöruteg- undum, þó að sennilega þurfi menn, sem vel eru að sér í talnafræði, til að lesa úr þeim tðlum, þótt ekki sé nú tekið meira en það, sem jarðar- búar eyða á þann hátt á einu ári. En alt, sem mennirnir líða, bæði á sál og líkama, fyrir ne.yslu þessara nautnalyfja, eru víst fáir færir um að reikna. Sjálfsagt mun reynast erfitt, að lækna tóbaks- og áfengisástríðuna hjá hinum eldri mönnum. En það er grátlegt að sjá saklaus bömin líða fyrir syndir feðra sinna, eins og á sér stað hvað þetta snertir. Eg meina ekki einungis það, að feðumir geta ekki látið bömum sínum i té það, sem þau þurfa með, jafnvel ekki nægilegt fæði, vegna þess, að: þeir eyða miklu af fé sínu fyrir nautnalyf. En eg á lika við það, að feðumir kenna eiginlega bömum sínum að neyta þessara lyfja, ef ekki beinlinis þá óbeinlínis. Yngri kynslóðin lærir það beinlínis af þeirri eldri. það, sem helst er hægt að gera, til að ráða einhverja bót á þessu böli og það, sem helst má búast við, að beri einhvem árangur, hygg jeg, aö gengur „til reikningsskapar við guð almáttugan og „leyfir sér að deila við guð sinn og herra“, eigi geta trúað að guð sé til (bls. 5). Hvað finst hr. Eggert Levy. Mundi hann fara að deila við ný- guðfræðingana, ef hann héldi, að þeir væri ekki til?. Ályktunin er gróflega skarpskygn og hitt þá eigi síður að tala um „guðlast“ hjá þeim manni, sem hann er rétt báinn að komast að þeirri niður- stöðu um, að ekki trúi á neinn guð. Það er aftur skiljanlegt, að höf. skírskotar skoðun sinni til stuðnings til „örgustu heið- ingja“ og þýlynds hugsunarhátt- ar þeirra gagnvart „ímynduðum og vanmáttugum guðum“. Því að einmitt úr heiðinni bemsku mannkyrisins er mönnum runninn þessi sífeldi ótti og vesældardóm- ur hugsunarháttarins. Það er erfðasyndin, sem þeir menn rog- ast með á bakinu, sem hyggja það guði þóknanlegast, að skríða svo lengi á fjórum fótum upp að hásæti hans sem mögulegt er. Ef hr. Eggert Levy hugsar málið betur, þá held eg að hann mundi ef til vill sjá það, að marg- ir deila á guð sinn og herra á verri hátt en það, að dirfast að nota skynsemi sína, þegar því er að skifta. Það getur verið alvar- legra að grafa pund sitt í jörðu af hugleysi og þýlyndi.Eigi er það nein höfuðsynd, að ganga til reiknssjcapar við guð sinn, heldur hlýtur hver skynsemi gædd vera að gera það fyrr eða síðar. Ef til vill rekur hr. Eggert Levy minni til að þetta gerði d. d. Jakob ætt- faðir ísraelsmanna og endirinn varð sá,' að guð blessaði hann. Sama saga er sögð af Job og fleir- um mestu trúmönnum. Umburðar- lyndi guðs í trúmálum hygg eg að ekki sé minna en Eggerts Levy. Engan þarf að undra á því þótt höf. skilji ekki guðssonar hugtak samstofna guðspjallanna né Páls, eða skorti þekkingu á sögu „logos“-hugmyndarinnar í Jó- hannesarguðspj alli og flaski hvað. eftir annað á hugtakinu „ein- getinn sonur“ hjá Jóh.*). Það væri of langt mál að fara að út- skýra hér alla Jóhannesar guð- fræðina fyrir honum. En það er leiðinlegt, að sjá hr. Eggert Levy kveða upp ókvæðisdóma um sæmi- lega klerka, bygða á gersamlegri fávisku sjálfs hans um þau efni, sem hann tekur sér til umræðu. Hann byggir þann dóm sinn um séra Gunnar Benediktsson, að hann beri fram villutrúarkenn- ingu mót betri vitund (bls. 17.), á því, að í spumingu æðsta prests- ins (Mark. 14, 61) komi fram full sönnun þess, að hann hafi átt við *) Eingetinn sonur þýðir, samkv. griska textanum, aðeins einkasonur og á alls ekkert skylt við það, að Jóh. vilji halda þvi fram að Jesús hafi aðeins átt eitt jarðneskt for- .eldri. En á þessu flaska menn iðu lega af þekkingarleyai. sérstakan getnað Jesú með spura- ingu sinni, en eigi konungstign (þ. e. Messíasartign). Spurning æðsta prestsins byrjar nú einmitt þannig: Ertu Kristur (í nýjustu þýð,: hinn Smurði) — en Kristur er grísk þýðing á orðinu Messías. Þannig er beinlínis spurt að því, sem hr. Eggert Levy telur í van- þekkingu sinni sannað að ekki sé spurt um. Sýnir þetta dæmi, hve fáfræðin getur orðið mönnum ákaflega hættuleg, þegar þeir fara að ræða um þau efni, sem þeir bera ekki skynbragð á. En líkleg- ast er hr. Eggert Levy einnig ofurlítil vorkunn í þessu, því að hann setur sennilega traust sitt til ritgerðar eftir guðfræðing (S. Á. Gíslason: „Sonur hins bless- aða“). Þar er þetta víst þann- fg skýrt, og það er engin fjar- stæða af ókunnugum mönnum, að ímynda sér, að sú ritgerð kynni að hafa eitthvert vísindalegt gildi. Furðu spekingsleg er og út- skýring höf. á orðum Páls í Gal. 4, 4. Hann heldur að „enginn maður með óbrjálaðri skynsemi“ geti skilið þau á annan veg, en verið sé sama sem með berum orðurn að segja að Jesús hafi engan mannlegan föður átt. (bls. 18—19) Ef þessa væri nú þann- ig háttað, þá hefði höfundur gert þá merkilegu uppgötvun í guð- fræðinni, að svo hefði einnig ver- ið háttað um Jóhannes skírara og fjölda marga aðra, því að í Matt. 11, 11 kemst Jesús sjálfur þannig að orði, er hann er að tala um Skírarann: „Eigi hefir komið fram meðal þeirra, sem af konum eru fæddir, meiri maður en Jóhannes". Sannleikurinn er sá, að orðtækið þýðir alveg öfugt við það, sem höf. hyggur. „Fædd- ur af konu“ þýðir aðeins fæddur á mannlegan hátt og afsannar því það, sem höf. hyggur að það sannL Konan var yfirleitt í litl- um metum með fomþjóðunum og þótti þess vegna þá ekkert sæmi- iegra ætterni né nein sérstök upp- hefð að því að eiga aðeins þær að foreldri. Þannig er allur lestur hr. Egg- erts Levy bygður á grunnfæmi og misskilningi frá upphafi til enda. Sálarfræði hans er jafnlé- leg og guðfræðin. Honum finst því aðeins mögulegt að taka sér Jes- úm til fyrirmyndar, að hann hafi verið af öðru eðli en vór. Gæti þá hákarlinn tekið sér hunangs- flugu til fyrirmyndar eða músar- rindill kolkrabba á sextugu dýpi? Og þó er eðlismunur þessara skepna minni en gamla gufræðin vildi vera láta á guði og manni, þar sem guð var í hennar augum alheilagur, en maðurinn gerspilt- ur. Eimnitt með því að svifta Jesú hinu mannlega er tekin burt fyrir- myndin og ekkert sett í staðinn nema fornheiðin blóðfóraarkenn- ing. En hitt er engin hæfa að nýguðfræðin geri Jesú jafnan hverjum meðalmanni, því að hún heldur honum einmitt fram sem hinum fullkomna manni, sem þannig hljóti að verða mannkyn- inu hin sannasta ímynd guðs (sbr. Strauma I., 6. tbl.). Þessvegna er dæmið með verkstjórann og þjón- inn (bls. 21) á skökkum stað hjá höf. og á jafnt við ef Jesús er tal- inn hinn fullkomni maður, því að hálf er öld hvar. Ekki ristir held- ur djúpt sú sálarfræði að menn hlýði frekar því „leynda" og „yfiraáttúrlega“ (bls. 21) en sinni ekki því „mannlega og opinbera". Hvernig eiga menn yfirleitt að hlýða því „leynda", þ. e. því sem menn hvorki skilja eða hafa hug- mynd um hvað er? Og hverju sinnir hr. Eggert Levy, ef hann sinnir ekki því maimlega og opin- bera? Er raunar ekki alt, sem mennirnir hugsa og aðhafast, mannlegt og hlýtur ekki hver fyrirmynd, sem á annað borð get- ur gefið hvöt til eftirbreytni, að verða mannleg um leið? Og hver sinnir öðru en því sem opinberast vitund hans á einhvera hátt? Hr. Eggert Levy hefði haft gott af að reyna að hugsa ein- hverja hugsun til enda, áður en hann fór að hlaupa á önnur lands hom með vísku sína. Og vel hefði það verið gert af sóknarpreBti hans eða einhverjum fallega hugs- andi manni að tala við hann í góðu tómi, áður en hann fór að þykjast nauðsynlegur til að koma fram opinberlega sem „lærimeist- ari í Israel". Benjamín Kristjánaaon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.