Tíminn - 19.05.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.05.1928, Blaðsíða 2
90 TlMINN Ritstjóra Tímans er nú að hitta á Laugavegi 44, kl. 10—12 f. h. — Sími 2219. Telur R. P. að Irigibjörg H. Bjamason hafi gersamlega brugð- ist áhugamálum kvenna og nefnir ýms dæmi máli sínu til sönnunar, svo sem afstöðu I. H. B. til Stað- arfellsskólans, Blönduóssskólans og húsmæðrafræðslu á Austur landi, þar sem hún hefir beinlínis sýnt sig andvíga aukinni mentun kvenna úti um land, en hinsvegar eingöngu barist fyrir að hlynna að sínum eigin skóla í Rvík. Greinarhöf. spáir því, að þing- saga I. H. B. muni hafa þau á- hrif, að konur eignist ekki full- trúa á þingi aftur fyrst um sinn. Tíminn er frúnni sammála um, að kosning I. H. B. hafi verið hið mesta óhappaverk, Ekki verður heldur annað séð en konur og karlar ættu að geta átt sameigin- leg áhugamál í löggjafarefnum. Þetta mun nú mikill meirihluti kvenna hafa látið sér skiljast, eins og glögt mátti sjá af land- kjörinu 1926. Nemendaf jöldi í Mentaskólanum. Ritfífl Mbl. eru með mikinn bæxlagang út af því að kenslu- málaráðherrann hefir skipað svo fyrir, að ekki yrðu teknir fleiri nemendur en 25 inn í 1. bekk mentaskólans hér, á þessu vori. Kennarar skólans hafa undanfar- in ár kvartað mjög undan hús- næðisvandræðunum í skólanum og óþægilega mikilli aðsókn En hing- að til hefir verið daufheyrst við kvörtunum þeirra, enda var skiln- ingur íhaldsstjórnarinnar á mentamálum af mjög skomum skamti. Mbl. gefur í skyn, að með ráðstöfun stjórnarinnar, sé Reyk- víkingum meinað að njóta aiþýðu- fræðslu. Þetta er rangt, eins og hver getur séð, sem kynnir sér löggjöf þingsins um ungmenna- skóla Reykjavíkur. Sannleikurinn er sá að stjórn og þing hefir einmitt gert sitt ítrasta til að sjá unglingum í höfuðstaðnum fyrir almennri mentun á þann hátt, að ekki yrði ríkinu ofviða. — Ann- ars er það mjög vel viðeigandi af Mbl.-ritstjórunum og þeim fyllilega samboðið, að halda uppi vöm fyrir fatasnagana í kenslu- stofum mentaskólans. Er skömm að tala við verkamenn? Mbl. er stórhneykslað yfir því að dómsmálaráðherrann skuli hafa átt tal við nokkra verka- menn í Vestmannaeyjum, er hann kom þangað á leiðinni til útlanda um daginn. Undarlegur er hugs- unarháttur þeirra Mbl.-ritstjór- anna. Hingað til hefir það verið álitið að ráðhermm væri heimilt að tala við þá menn, er þeir vildu. Og Jónas Jónsson dómsmálráð- herra telur enga vanvirðu í því að tala við alþýðumenn. En hitt er vafalaust að Mbl.-ritstjóramir mundu ekki hafa séð ástæðu til að tala við alþýðumenn, ef þeir hefðu komið til Vestmannaeyja. Þeir mundu hafa heimsótt ein- hverja „fína“ menn þar, sem þeim hefði fundist vera „félags- skapur við sitt hæfi“. — Það er vel að hinn sanni hugur þessa braskarablaðs til vinnandi stétt- anna í landinu komi einstaka sinnum fram gegnum blæju smjaðurs og hræsni. * Risnuféð enn. Morgunblaðið ætti að sjá sóma sinn í því að hætta að minnast á risnufé forsætisráðherrans. Að öðrum kosti stendur því næst að snúa vopnum sínum gegn þeim thaldsmönnum í þinginu, sem mótmælalaust samþyktu þessa fjárveitingu. Dragi Mbl. ekki saman seglin, skal atkvæða- greiðslan verða birt því til sönn- unar, að hér er farið með rétt mál. En Mbl.-mennimir hefðu gott af því að lesa landsreikning- inn 1926, því að þar kennir margra grasa frá dögum fyrver- andi stjómar. Þar stendur m. a. skýrum stöfum, að íhaldsstjómin varði í heimildarleysi 1500 kr. fyrir vín handa sjálfri sér. Hví dirfast slíkir menn að tala um eyðslu? Vindlingarnir í Vestm.eyjum. Þeir fara að verða frægir, vindlingamir sælu úr Vestmanna- eyjum, sem Tíminn gat um í vet- ur. 1 Mbl. á sunnudaginn var birtist grein um þá eftir einhvem kaupsýslumann, sem væntanlega er þó ekki sjálfur viðtakandi hinnar margumtöluðu sendingar. Greinarhöf. þessi virðist hafa ríkari skáldskaparhneigð en al- gengt er um menn í hans stétt, og kveður svo mjög að henni, að meirihluti þess, sem hann hefir eftir Tímanum, innan tilvitnunar- merkja, hefir aldrei 1 blaðinu staðið. Aðalefni greinarinnar er að telja mönnum trú um, að fjár- málaráðuneytið hafi fyrirskipað nýjan skilning á ákvæðunum um toll af vindlingum, sem muni skaða ríkissjóð um 100 þús. kr. á ári. Það skal nú tekið fram, til að koma í veg fyrir allan mis- skilning, að vindlingamir vom i litlum blikkdósum, þ. e. a. s. sölu- umbúðum úr blikki. Það sem kaupsýslumaðurinn fór fram á, var því ekki einungis að láta taka toll af þeim í söluumbúðum, heldur að fá að skifta um sölu- umbúðir. Þegar þetta er aðgætt, sést, að höf. sannar einmitt alt annað en hann ætlaði að sanna, því að væri á annað borð leyft að skifta um söluumbúðir, gætu kaupmenn fundið upp á að taka vindlingana úr pappaumbúðunum og setja þær t. d. í bréfumbúðir. Hér í Rvík er mjög lítið af vind- lingum flutt inn í blikkumbúð- um, og stafar það vafalaust af því, að kaupmenn vita, að toll þarf að greiða af þeim samkv. lögum, og hann er hærri en af öðrum umbúðum. — Nart grein- arhöf. í Jónas Jónsson dóms- málaráðherra, sem engin afskifti hefir haft af þessu máli, verður að skoða sem eðlilega geðvonsku þess manns, sem tekið hefir að sér að verja ljótan málstað. ómerkingar. Árum saman hafa íhaldsmenn í Rvík og sveinar þeirra úti um land unnið að því, að dreifa út níði um Framsóknarflokkinn og forystumenn hans. Við þessa iðju hafa þeir beitt meiri ósannsögli en annarsstaðar mun þekkjast í siðuðum heimi. Með fullkomnu blygðunai-leysi hefir Mbl. og þess aumustu fylgifiskar leyft sér að bera það fram, að foringjar Framsóknarflokksins væm bylt- ingamenn, sem virtu eignarrétt manna og öryggi að engu. — Aldrei hefir blaðið þreyst á að sýna þjóðinni fram á hvílíkur voði vofði yfir henni, ef slíkir menn færu með völd í landinu. — Nú hefir Framsóknarflokkur- inn fengið stjómina í sínar hend- ur. Hversu hafa nú ræst aðvar- anir Ihaldsmanna, þær er þeir hrópu í eyru almenningi fyrir kosningar? Hvar hafa jarðimar verið teknar af bændum, eins og Mbl. sagði að verða mundi? — Nú ber Mbl. hlutskifti ómerkings- ins, þegjandi fyrirlitning alþjóðar. Bændaveiðar Morgunblaðsins. Mbl. er sífelt á bændaveiðum Samvinnuskólinn 1928—29 Skólatíminn 7 mánuðir frá 1. okt. til aprílloku. — Kenslugreinar: Samvinnusaga, félagsfræði, hagfræði, verslunarsaga, verslunarlöggjöf, verslunarlandafræði, bókfærsla, reikningur, verslunarreikningur, skrift, vélritun, íslenska, danska, enska og fyrir þá sem þess ósku sérstak- lega byrjunarkensla í þýsku og frönsku. Rannveig Þorsteinsdóttir, Sambandshúsinu tekur á móti umsóknum og svarar fyrirspurnum skólanum viðvikjandi. fyrir Ihaldsflokkinn. I grein, sem nefnist „Hvað skilur“, er það talin algild sönnun fyrir bænda- og landbúnaðarást flokksins, að bændumir Jón á Reynistað og Pétur Ottesen séu þingmenn hans. Lofar blaðið þá mjög fyrir gáfur og mannkosti og segir að naumast „þori nokkur að halda fram, að þessir bændur fylgi flokki, sem þeir viti að sé óvin- ur stéttar þeirra“. En því nefnir blaðið ekki Hákon og Einar á Geldingalæk? Em þessir tveir dánumenn ekki nógu fínir til að skreyta með Ihaldsflokkinn í aug- um bænda? Mun mörgum finnast þetta illmannleg lítilsvirðing við þá Hákon og Einar og ómakleg í alla staði, því þó að þeir kunni að vera eitthvað lítilsháttar miður gefnir en Pétur og Jón, bá hafa þeir einmitt í því nokkra afsök- un fyrir fylgi sitt við íhaldið. Og atkvæði þeirra Einars og Hákon- ar hafa verið jafn þung á metun- um og gagnleg forkólfum Ihalds- flokksins eins og atkvæði Jóns og Péturs. — Annað og meira hafa svo þessar villuráfandi sálir ekki gert á þingi, en að greiða atkvæði eftir skipun húsbænda sina og þurfti JMorgunbl. þess vegna ekki að gera upp á mili þeirra. — I sömu grein kennir Mbl. Tímanum um að hafa felt þá frá þing- mensku Þórarinn og Guðjón. Rétt er það að Tíminn hefir að sjálf- sögðu átt sinn þátt í því, að þess- ir menn náðu ekki kjöri í bænda- kjördæmum, þó að það hafi ver- ið með nokkuð öðrum hætti en Mbl. skýrir frá, því fyrsta og helsta ástæðan til þess, að þeir náðu ekki kosningu, var fylgi þeirra við íhaldsflokkinn. Ætti Mbl. að geta skilist, — þó gáfna- far ritstjóranna virðist æði þung- lamalegt, — að úr því þessir tveir hæfileikamenn náðu ékki kosningu í eindregnum bænda- kjördæmum, þá muni fylgi I- haldsflokksins hjá bændum vera nauðalítið. * ■■■■■■ Tófuyrðlinga kaupir hflMta vwffi JmL refamktarfj tlaglð*' hJ. K. SttfÉnaMB, Lftagarr. 10. SK-mt ICgl - HEREÚLES sláttuvélarnar og rakstrarvólarnar eru komnar Morgunblaðsáveitan Áveitufræðingur Mbl. opnar venju- lega flóðgáttirnar á hverjum sunnu- aegi til að dreypa á hið pólitíska góðgresi íhaldsflokksins! Um síðustu helgi varpaði hann að mér nokkrum hnausum úr stíflunni, og báru handtökin þess merki, að maðurinn er vanur moldarverkinu. Sé sjón V. St. ekki jafn illa farið og heyrn hans var i sölum Alþingis í vetur, vildi eg mælast til þess, að hann reyndi að fara rétt með þau orð, er hann tilfærir eftir mér, og eignaði mér ekki ummæli, sem eg hefi áldrei haft. það er hugsmíð V. St., að eg hafi kent Mbl. um, að Jón þorláksson kynni ekki margföldunartöfluna. Eg býst satt að segja við, að hann kunni hapa á við V. St. Aldrei hefi »Árásírnar á krístíndóminn« Erindi flutt á trúmála- íundi á Blönduósi 7. mars 1928 og i Rvík 22. apríi s. á., eftir Eggert Levy frá Ósum. Ýmsir munu minnast þess, að út kom í fyrra vetur ritlingur, sem hét „Dæmalaus kirkja“ og frægur varð fyrir það hversu hann var dæmalaust góð spegil- mynd af hógværð, prúðmensku, röksemdafræslum og yfirleitt hugsunarhætti „rétt-trúaðra“ manna. Höfundurinn var Sig- mundur Sveinsson, dyravörður í Barnaskóla Reykjavíkur. Virtist hann telja Big „trúaðan" mann. Ekki vissu menn til að hann hefði guðfræðimentun hlotið — enda telja slíkir menn enga þörf á því, til þess að geta dæmt um trúar-skoðanir. Þeir dæma „út frá trúnni“ og verður „trú“ og „guðfræði“ altaf að einu og sama hugtaki í höfði þeirra. Nú hefir annar „trúvarnarmað- ur“ ráðist fram á orustuvöll guð- fræðinnar,sem stríðshetja kristin- dómsins og slagar hann talsvert upp eftir Sigmundi, enda þótt ritl- ingur hans sé þó sýnu lakari að allri þekkingu og röksemdafærsl- um. Þó að höf. gangi fram með páfavaldi og dæmi villu ýmsar trúarkenningar, sem honum geðj- -ast ekki að, þá er ekki deilandi við hann sjálfs hans vegna, af því að litlar líkur virðast til þess að | hann tilheyri þeirri tegund manna, sem enn telur sér vera | áfátt í dómum og þekkingu. Ekki svarar það heldur fyrirhöfn, að bera hönd fyrir höfuð þeirra manna, sem höf dæmir að verá i heimska, blygðunarlausa, guð- lastara, sjálfbyrginga, falsara ; gegn betri vitund, vantrúarmenn I o. s. frv. af því að þeir hafa öðru- ! vísi trúarskoðanir en hann. Slík- j ir dómar eru aðeins þýðingarlaus | lýsingarorð um einstaka menn og I það skiftir ekki miklu máli í bú- | skap tilveruxmar, hvort þau falla ! á einn veg eða annan. Hefði þó i verið skynsamlegt af höf. að fara ! að ráðum biblíu sinnar og fela drotni dóminn um slík efni, því að vafalaust hefir hann engu minni dómgreind á því en höfundurinn, enda ætti hann mest til þeirra saka að svara. Hver maður hefir og sinn dóm í sjálfum sér og stendur og fellur eftir öðrum lög- málum en lýsingarorðum Eggerts Levy. Hitt skiftir máli, að reynt ! sé að girða fyrir það að örgeðja ■ menn og skammsýnir æsi upp sér I fávísara fólk með vanþekkingu sinni og ofstopa. Að vísu er mönn- um, sem ekki hafa haft aðstöðu eða tækifæri til að kynna sér þessi fræði, stór vorkunn þótt víða kunni að vera áfátt skilningi þeirra á biblíunni — en þvi merki- legra er sjálfsálit þeirra, að þeir skuli hætta sér út ó þann hóla ís, að fara að deila ó menn með stórum orðum, sem einhverja sér- þekkingu hafa hlotið í því efni, sem um er að ræða. Hr. Eggert Levy „játar“ það og „fyllilega", að hann geti ekki „fró eigin brjósti" lagt mikið til mólanna ef meta eigi á vísindalegan hátt gildi guðspjallanna til stuðnings eða falls trúarkenningu þeirri, er hann vill halda fram. En ekki er hlaupið að því að botna í þessari hógværu jótning hans, því að í sömu andránni telur híann sig færan um að meta rökfærslur vísindamanna, er um mólið hafa ritað (sbr. bls. 7). Enda sýnir allur fyrirlesturinn það, að hann telur sig eigi aðeins bæran dóm- ara frá fræðilegri hlið, heldur og yfir hjörtum og nýrum skoðana andstæðinga sinna. Krefjast hefði mátt þess af höf., að hann færi nokkumveginn rétt með skoðanir þeirra manna, sem hann deilir á og væri það ekki nema sjálfsögð kurteisi. Enda hefði hann þá getað sparað sér sum ádeiluefnin. En þetta gerir hann ekki og stafar það vafa- laust af misskilningi hans og at- hugaleysi frekar en yfirlögðu ráði. En slík fljótfærni er einkum víta- verð af því, að hann notar skoð- anadeiluna jafnframt til a8 ófell- ast náunga sína fyrir ýmsa sið- ferðilega lesti. Aðalhneykslunar- hella hr. Eggerts Levy og höfuð- ásakanaefni á hendur þessum „árósar“ eða niðurrifsmönnum I guðfræðinni hér, er það, að þeir neiti „guðdómseðli" Jesú. Eg hygg nú að ef höfundurinn athugaði dá- lítið gaumgæfilegar rit þeirra manna, er hann vitnar til sem sérstakra villukennenda, þá mætti hann leita með logandi ljósi og mundi hann hvergi finna dregið í efa „guðdómseðli" Jesú. Þeir hafa hvergi dregið í efa, að Jesús sé sannarlegur „guðssonur" (sbr. Strauma, 6. tbl.).Þeir eru aðeins það minni efnishyggjumenn, en hr. Eggert Levy og skoðanabræð- ur hans, að þeir telja hann „guðs- son“ á andlegan hátt, en ekki lík- amlegan. Telja þeir það sam- rímanlegra þeirri hugmynd, að guð sé andi (sbr. Jóh. 4, 24), held- ur en skoðunin um líkamlega bameign guðs, enda eiga þær sögur margar hliðstæður í goða- fræðum ýmsra heiðinna þjóða og væru þá allar þær sögur jafn trúanlegar. Munurinn verður þá þessi, að nýrri guðfræðin telur guðdóms- eðlið ekkert takmarkað við neinn sérstakan upprnna eins manns- líkama, né við það, sem kallað er „yfirnáttúrlegt", heldur reynir hún að koma mönnum í skilning um, að einmitt hið „náttúrlega" er guðdómlegt. Hún nemur ný lönd undir „guðríki“ sem áður voru eigi talin tilheyra því fyrir oftrú á andskotanum og hans skylduliði.Hún reynir að vekjatrú manna á því, að þeir sé allir guðssynir, enda þótt oft sé í þung- um álögum óvits og vanþekking- ar, og leiðir þá kenningu út frá skoðunum Jesú sjálfs, eins og oss er frá þeim sagt í nýja testa- mentinu. Því að það er Jesús frá Nasaret, sem mesta áherslu hefir lagt á það, að kenna mönnunum að nefna gnð eigi aðeins skapara heldur föður sinn og mennina nefndi hann guðssyni eigi síður en sjálfan sig (sbr. Matt. 5, 45; Lúk. 6, 35). Hann benti mönnun- um á ómetanlegt gildi mannssál- arinnar (Mark. 8, 86) og guðdóm- legt eðli (Jóh. 10, 34, sbr. Sálm. 82, 6) og hvatti þá til að leitast við að verða fullkomnir eins og þeirra himneski faðir væri full- kominn (Matt. 5, 48). Hér bæri því hr. Eggert Levy frekar að áfella „nýguðfræðing- ana“ Pál postula og Jesús Krist sjálfan fyrir það, að þeir rómuðu of mjög veldi guðs og teldu of marga guðs ættar (Post. 17, 18 n.),.of marga „guðs syni“ (Gal. 3, 26), of mikið af guðdómlegu eðli í heiminum. Og þetta gera reyndar allir þessir menn óbein- línis, sem sjálfir þykjast vera fyrirmyndartrúmenn og takmarka svo ríki guðs við sig og sína líka, en halda um leið uppi vegsemd djöfulsins með þeirri þröngsýni sinni. Annars eru röksemdafærslur hr. Eggerts Levy flestar þannig vaxnar að ekki kemur til mála að eyða mörgnm orðum um þær. T. d. telur hann þann mann, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.