Tíminn - 21.07.1928, Blaðsíða 3
TIMINN
129
byggingar- og landnámssjóður fé
til varanlegra húsbygginga á
sveitabýlum og til að byggja upp
nýbýli, nálega vaxtalaust, en lán-
in afborgast á 42—50 árum. Upp-
hafsmaður þessarar sjóðshug-
myndar, Jónas Jónsson ráðherra,
hafði, eins og ýmsir aðrir, veitt
því eftirtekt, að vegna féleysis
gátu bændur alment ekki bygt
vandaðri og varanlegri hús á
jörðum sínum en svo, að þau ent-
ust aðeins um einn mannsaldur og
það með stöðugu og dýru við-
haldi.J. J.. benti á leiðina út úr
ógöngum þessum, með frumvörp-
um sínum um byggingar- og land-
námssjóð. íhaldsmenn brugðust
mjög illa við, töldu þessar vaxta-
lausu lánveitingar ölmusugjafir
til bænda og bændur þá, er þægju,
ölmusulýð. Var þeim oft bent á
að svo væri ekki, að vísu væri
bændum hjálpað til að koma upp
varanlegum byggingum með mjög
hagstæðum kjörum, en það væri
engu síður gert vegna afkomend-
anna, en þeirra er verkið fram-
kvæmdu. Og þó þeir nytu hinna
góðu lánskjara eða vaxtaeftir-
gjafanna, þann hluta æfinnar,
sem þeir ættu ólifað þegar þeir
framkvæmdu þær húsa- og jarða-
bætur, sem sjóðurinn veitti lán til,
þá borguðu þeir óbeinlínis styrk
þann, sem þeim væri veittur, með
því að afsala sjer verðhækkun
jarðanna, sem beinlínis stafaði af
hinum hagkvæmu lánskjörum
byggingar- og landnámssjóðsins.
Þessar ástæður, sem hér hafa ver-
ið tilfærðar, létu Ihaldsmenn eins
og vind um eyru þjóta. Lán úr
sjóðnum væru ölmusugjafir og
bændumir, sem lánin tækju, öhn-
usulýður.
Nú er komið annað hljóð í
Ihaldsstrokkinn. Þeir Pétur og Jón
telja það „voðalegan galla“, að í
lögin um sjóðinn eru sett
ákvæði, sem koma í veg fyrir það,
að jarðimar lendi í braski, sem
hækki þær svo í verði, að óbú-
andi verði á þeim.
Ekki bendir Jón beinlínis á
neitt ráð til að forðast þennan
voða, en Pétur er það slingari, að
hann sér „eitt ráð fyrir bændur
út úr þessum ógöngum“ og það
sé að kjósa íhaldsmenn á þing við
næstu kosningar. Þeir muni
breyta 9. gr. laganna. Þetta er
líklega rétt hjá Pétri, en hann
hefði eins vel getað bætt því við,
að þeir mundu breyta öllum lög-
unum, því það er eins víst og
tveir og tveir eru fjórir að þeir
mundu ekki einasta breyta þess-
um lögum, ef þeir kæmust í al-
gerðan meirihluta, heldur afnema
þau með öllu. Fjandskapur Ihalds-
flokksins gegn byggingar- og
landnámssjóðnum frá byrjun,
réttlætir þessa staðhæfingu fylli-
lega. Þráinn.
Frá útHindmn.
— Miklar steinolíulindir hafa fund-
ist á eyjunni Sakalin við austur-
Asíu. Sú eyja er áður alkunn vegna
þess, að keisarastjómin rússneska
geymdi þar fanga sina. Unnu þeir í
kolanámum og sœttu hræðilegri með-
ferð. — Sagt er að olíumagn þessara
nýju linda sé eigi minna en í hinum
miklu Bakulindum í Kákasus.
— pjóðverjar tveir, Ristic og Zim-
mermann, flugu nýlega hvíldarlaust
í 65 klukkustundir og settu með því
heimsmet í þolflugi.
— Stórt flutningaskip fórst fyrir
skömmu við Chilestrendur í Suður-
Ameríku. Með því var fjöldi verka-
manna og fjölskyldur þeirra. Ofviðri
var á, er skipið fórst. 286 menn
druknuðu en einir 4 björguðust.
— Amerísk stúlka, Miss Earhart,
fór nýlega í flugvél yfir Atlantshafið.
þykir það tíðindum sæta, enda er
hún eina konan, sem hefir leyst þá
þraut af hendi. Hafði önnur amerísk
stúlka reynt það skömmu áður, en
fórst ásamt manni þeim, sem flug-
vélinni stýrði.
— Á sléttunum miklu í Norður-
Ameríku verða oft ákaflega snöggar
hitabreytingar. Orsökin er, að þær
eru opnar fyrir loftstraumum bæði
norðan úr íshafi og sunnan frá mið-
jarðarlínu. Nýlega gekk „hitabylgja"
yfir mið- og austurhluta Bandaríkj-
anna og fórust 53 menn af völdum
hennar.
Giovanni Giolitti, frægur ítalskur
stjórnmálamaður og fyrverandi for-
sætisráðherra er nýlega látinn. Hann
var liáaldraður, fæddur 1842. Fékk
hann snemma orð á sig fyrir stjórn-
málakænsku og mælskuhæfileika
sina. Hann varð fyrst ráðherra 1890,
i ráðuneyti Crispi. Sagði hann af sér
í árslok 1890 og vann síðan á móti
Crispistj órninni. 1892 myndaði Giolitti
sjáifur stjórn. Vann hann að ýms-
um sparnaðarráðstöfunum til þess að
bæta fjárhag ítala, og vann mikinn
sigur í kosningunum í nóv. það ár,
en varð að fara frá í nóv. 1893 vegna
bankahruns (Banca Romana), er
hann var eitthvað bendlaður við. Ár-
ið 1901 varð hann innanríkisráðherra
i ráðuneyti Zanardelli’s og frá því
um haustið það ár þangað til i mars
1905 forsætisráðherra. Árin 1901—14
var Giolitti talinn aðalstjórnmálaleið-
togi Ítalíu. Hann var vinveittur pjóð-
verjum, endurnýjaði 1912 þrívelda-
samninginn og 1913 leynilegan flota-
samning við miðveldin. Hann kom
þó í veg fyrir, að Austurríki réðist á
Serbíu 1913. Árið 1914 tók Salandra
við stjórnartaumunum, en Giolitti gaf
sig þó enn að stjórnmálum um hríð
og vann að því, að Ítalía varðveitti
hlutleysi sitt í heimsstyrjöldinni, en
er stefna hans var ofurliði borin, dró
hann sig í hlé, þegar Orlando lét af
völdum 1919 fór hann að gefa sig að
stjórnmálum á ný og myndaði fimta
ráðuneyti sitt í júní 1920. Síðan
Mussolini kom til valda 1922 hefir
verið hljótt um nafn Giolitti.
---«---
Fréttir.
Skýrsla um störf Landssímans áriö
1927 er nýkomin út. Á árinu voru
lagðar 10 landssímalínur, 344% km.
að lengd. Lengst þeirra er Barða-
strandarlínan — frá Króksfjarðamesi
til Patreksfjarðar — rúml. 140 km.
Sumstaðar voru staurar fyrir en að-
eins lögð ný leiðsla. — Tekjur sím-
ans voru kr. 1506022,25 en gjöldin kr.
1033385,32. Gjaldskyld símskeyti voru
246282 og símtöl (viðtalsbil) 465090.
Morðtilraun sannaðist fyrir fám
dögum hér í bænum. Maður nokkur
ætlaði að fyrirfara barni sínu tæp-
lega ársgömlu með því að gefa því
inn eitur. Sem betur fór mistókst
að fá barnið til að renna eitrinu nið-
ur og varð því ekki meint af. Ódæðis-
maðurinn er naumast talinn með
réttu ráði.
Aðvörun svohljóðandi tilkynti at-
\ innumálaráðuneytið 14. þessa mán-
aðar: „Út af því að ýmsar sendingar
flytjast enn hingað í hálmumbúðum,
þrátt fyrir skýlaust bann gegn inn-
flutningi á hálmi í lögum nr. 11, 23.
apríl 1928, eru menn hér með aðvar-
aðir um það, að frá 1. ágúst næst-
komandi verður sektarákvæðum téðra
laga stranglega beitt, jafnframt því
sem bannvaran verður gerð upptæk
samkvæmt 6. grein laganna".
Vatnsaíl á íslandi nemur — eftir
því sem skýrt er frá í nýútkomnu
hefti Verkfræðingatímaritsins — um
4 milj. hestöflum alls. þar af eru
2% milj. hestöfl í stórum vatnsföll-
um og Vel fallin til stóriðju. Um 1
milj. hestafia er í litlum vatnsföllum,
smáám og lækjum, sem auðveit er
að virkja til heimilisnotkunar. —
Elsta rafstöðin, þar sem vatnsafl er
notað hér á landi, var reist af Jó-
liannesi Reykdal i Hafnarfirði árið
1902. Var sú stöð notuð til að lýsa
kaupstaðinn til 1926. Nú eru rafstöðv-
ar — með vatnsorku — í 9 kauptún-
um og rúml. 50 sveitabæjum, og
vatnsaflið, sem þær nota, um 3600
hestöfl. Mikið er eftir!
Skýrsla um Kennaraskólann hefir
Timanum borist. 59 nemendur nutu
kenslu í skólanum síðastl. vetur og
20 luku kennaraprófi. Skólinn er nú
20 ára. þann tíma allan hefir sr.
Magnús Helgason haft á hendi stjórn
hans, en mannaskifti hafa orðið í
öllum föstum kennarastöðum öðrum
en hans, og sumum oftar en einu
sinni. Tveir af fyrri kennurum skól-
ans, dr. Björn Bjamarson og dr.
H'elgi Jónsson eru látnir. Hinir hafa
horfið að öðrum störfum. Ásgeir
Asgeirsson fræðslumálastjóri, Jónas
Jónsson í-áðherra, dr. Ólafur Daníels-
son og Sigurður Guðmundsson skóla
meistari liafa allir verið fastir kenn-
arar við skólann áður fyr. — Á fyr-
irkomulagi skólans var gerð nokkur
breyting árið 1924. Námstíminn var
lengdur um einn mánuð árlega og
bætt við kenslu í ensku, efnafræði og
jarðfræði. Alls hafa 353 nemendur
lokið kennaraprófi við skólann þau
20 ár, sem liðin eru frá stofnun hans.
Mánaðarritið „Straumar", 6.—7. tbl.,
L J A I R
„Góðir einjámungar með
hörðu seigu stáli í miðju blaði,
bestu ljáir". Halldór Vilhjálms-
son skólastjóri. Handbók fyrir
bændur. Rvík 1926, bls. 144.
Fimm síðustu árin hafa
verið gerðar ítarlegar til-
raunir til þess að útvega
bændum bitgóða ljái. Hafa
verið reyndar ýmsar gerðir
af einjárnungum. Þeir ljáir
er best hafa reynst eru tví-
mælalaust hinir svokölluðu
Eylandsljáir. Þeir eru handsmiðaðir úr völdu og dýru efni ogtaka
öllum öðrum ljáum fram að bitgæðum og bitþoli. Gleymið því
ekki, að það er mikill munur á þessum ljáum og vélsmíðuðum
ljáum, þótt útlitið sé svipað. Á Eylandsljáunum stendur: R.
Brusletto & Sönner og nafnið Bi’usletto er mótað á þjóið á ljánum.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA.
er nýkomið út. í 6. tbl. er prófræðu
Jakobs Jónssonar cand. theol., sem nú •
er meðal umsækjenda um Húsavíkur- !
prestakall. Vakti ræða þessi sérstaka I
athygli vegna þess, að biskupinn dr. !
Jón Helgason, sem er prófdómandi í
við guðfræðipróf háskólans, fór þess j
á leit, að kafli úr henni yrði feldur
niður og eigi fluttur í dómkirkjunni,
svo sem venja er til. En Jakob flutti
ræðukafla þennan eigi að síður. í
tilefni þessa atviks ritar Luðvig Guð-
mundsson skólastjóri í sama tbl.
Stiauma grein, er hann nefnir „Kirk- J
juvaldið og skoðanafrelsi”. Áfellir
iiann þar mjög framkomu biskups.
- Verður og naunmst séð, að í ræðu
þessari sé haldið fram öðrum kenn-
ingum en þeim, sem daglega eru við-
urkendar manna á meðal. En um
þaö geta þeir dæmt, sem Strauma
iesa. — í 7. tbl. er m. a. mjög góð
grein, „Trú og vani", eftir Lúðvig
Guðmundsson, ennfremur „Hamar og
sigð eftir sr. Sigurð Einarsson i
i’iatey, „Vor" eltir sr. Pál þorleiís-
son og „uómai'" eítir sr. Björn Magn-
usson.
Búnaðarsamband Austurlands hélt
aðalfund sinn á Egilsstöðum 22. og
23. júní. þar var minst 25 ára af-
mælis sambandsins. Eru nú í því 30
búnaðarfélög, og starfa flest með á-
huga og dugnaði. Pálmi Hannesson
fJutti erindi um laxaklak og var
sprenging laxastiga í Lagarfoss og
klak í fljótinu mikið rætt. Var stjóm-
inni falið að rannsaka það mál enn
ítarlegar og leggja það fyrir næsta
fund, og var þá búist við að byrja
mætti að klekja að vori eða sumri
1929. Páll Zóphoníasson hélt fyrirlest-
ur um nautgripi og var ákveðið að
reyna að koma sem víðast upp naut-
griparæktarfélögum, og ákvað fund-
urinn að styrkja þau til nautakaupa
Úr stjórninni gekk Hallgrímur þórar-
insson og var endurkosinn. Benedikt
Blöndal var' kosinn fulltrúi á Bún-
aðarþing til næstu 4 ára. — Slæmt
útlit með grassprettu á Austur- og
Norðurlandi. Sifeldir kuldar og þurk-
ar. Óhreysti víða í sauðfé á Austur-
landi siðari hluta vetrar og í vor.
Athygli skal vakin á auglýsingunni
hér í blaðinu, viðvíkjandi lýðháskó!
anum í Voss. Skólinn er orðinn mjög
þektur og það að góðu einu, enda
hefir hann oftast verið fjölsóttur.
Skólinn hefir ágætum kennurum á að
skipa t. d. þeim feðgum Öystein Eske-
land skólastjóra og Lars Eskeland
fyrverandi skólastjóra o. fl. þeir feðg-
ar eru mjög hjálpsamir og góðir nem-
endum sínum. þeir eru miklir fs-
landsvinir, svo þeim er mjög að skapi
að fá íslenska nemendur í skólann á
hverjum vetri. Heimavist er í skól-
anum. Síðastliðinn vetur kostaði
fæði, húsnæði, ljós og hiti 60 norskar
krónur um mánuðinn.
Sr. Hálfdán Helgason hefir verið
settur til að þjóna þingvallapresta-
kalli. Síðasta Alþingi samþykti að
ieggja niður prestse.tur á þingvöllum
vegna þeirra breytinga, sem friðun
staðarins hefir í för með sér.
Lyfjabúð er nýstofnuð á Siglufirði.
Eigandi hennar er Aage Schiöth frá
Akureyri.
Bær brann að Hurðarbaki í Ámes-
sýslu aðfaranótt 6. m. Voru húsin úr
timbri. Nokkru var bjargað af innan-
stokksmunum. Sennilega hefir kvikn-
að út frá ofnpípu. Bærinn var vá-
trygður að einhverju leyti. — Bónd-
inn að Hurðarbaki heitir Guðmund-
ur Gíslason, ungur maður, og á átta
böm í ómegð.
Frá Borgarnesi til Akureyrar var
nýlega farið í bíl á 22 klukkustund-
um. Vegalendin er rúml. 320 km.
Bifreiðarstjórinn var þorkell Teitsson
í Borgarnesi.
Úr Minningarsjóði Eggerts Ólafs-
sonar verður veitt fé á þessu ári til
útgáfu vísindalegra ritgerða um ís-
lenska náttúrufræði. Eiga þær að
birtast á víðlesnu erlendu tungumáli.
þeir, sem ætla sér að sækja um út-
gáfustyrk úr sjóðnum eiga að senda
umsóknir til Guðm. Bárðarsonar
kennara Rvík fyrir 1. ágúst næst-
komanda.
Foreldrar mega aldrei herða á eða
ofbjóða eðlilegri þróun barnanna.
Kaupið Mæðrabókina eftir prófessor
Monrad. Kostar kr. 4,75. (Augl.).
Nú vakna menn við vondan
draum, alt er í óefni með mjólkur-
söluna og afurðir hennar. Nýjar
umbætur og nýtt starf þarf að
hefja. Umbrot í þessa átt hafa
átt sér stað hin síðari árin. Til-
raunir með ostagerð, einkum
gráðaosta hafa verið gerðar all-
víða. Möguleikamir eru sannaðir,
en mistökin hafa verið of mörg
til þess að þetta sé komið á fast-
an fót. Mysuostagerð við hvera-
hita er nýung, sem gefur góðar
vonir. Jón Guðmundsson er þar
brautryðjandi.
Niðursuðuverksmiðjan á Beig-
alda og í Borgamesi hefir getað
framleitt ágæta vöru, en mistök-
in hafa einnig gert þar stórt tjón.
Síðustu tilþrifin í mjólkurmál-
inu er stofnun mjólkursamlagsins
á Akureyri. Kaupfélag Eyfirðinga
hefir haft þar forgöngu. Máhð er
vel undirbúið. Fyrst sendur maður
— Jónas Kristjánsson — utan, til
að læra mjólkuriðnað og kynna
sér alt er að því lítur. Hann dvaldi
3 ár erlendis.
Þegar heim kom var farið að
byggja mjólkurbúið og síðastlið-
inn vetur tekur það til starfa. Að
mjólkurbúi Akureyrar er flutt
mjólk úr öllum Eyjafirði, Kræk-
lingahlíð, Hörgárdal, Amames-
hreppi og Svalbarðsströnd. Dag-
legt mjólkurmagn hefir verið
2500 til 3000 1. Nokkuð af mjólk-
inni er selt í Akureyrarbæ, úr
hinu er gert smjör, ostur (einnig
mysuostur) og skyr.
Allur útbúnaður hússins er eft-
ir nýjustu tísku og til alls vel
vandað. Mjólkurmálum Eyfirð-
inga er því komið í gott horf.
Lengi er búið að tala um stofn-
un mjólkurbús í Flóanum í sam-
við hinar miklu áveitur, sem byrj-
að var að starfa að 1912, enda
er hér brýnni nauðsyn en víðast
hvar annarsstaðar, vegna hinna
þungu byrða, er áveiturnar leggja
mönnum á herðar. Á Alþingi 1926
voru Flóamönnum veitt sérstök
hlunnindi til framkvæmda mjólk-
urbúsmálinu o. fl. Síðan hefir ver-
ið unnið að undirbúningi málsins
og nú dregur að framkvæmdum.
Á síðasta Alþingi var stjóm-
inni veitt sérstök heimild til að
lána fé og styrkja til stofnunar
smjör- og ostabúa. Þessar heim-
ildir hljóða svo:
„Heimilt er stjóminni að lána
úr Viðlagasjóði, ef fé er fyrir
hendi í honum:
2) Til þess að koma á stofn
osta- og smjörbúum alt að helm-
ingi stofnkostnaðar, gegn þeim
tryggingum, er stjómin metur
gildar. Búin séu rekin á samvinnu-
grundvelli og reist á þeim stað,
sem af Búnaðarfélagi Islands
telst hentugastur fyrir hlutaðeig-
andi hérað. Vextir séu 6%, lánin
afborgunarlaus fyrsta árið, en
greiðast svo með jafnum afborg-
unum á 25 árum“.
„Stjórninni er heimilt:
III) Að veita styrk í eitt skifti
fyrir öll til þess að koma á stofn
osta- og smjörbúum (sbr. 22. gr.
2), sem nemi alt að XA stofnkostn-
aðar. Styrkurinn sé því aðeins
greiddur, að fyrirtækið sé fullbúið
til starfrækslu“.
Með þessum ályktunum hefir
Alþingi viðurkent nauðsyn þessa
máls, enda hafa menn nú víða
hug á því að hefjast handa í þess-
uhi efnum.
1 vetur var skipuð sérstök
nefnd, er nefnist Flóa- og Skeiða-
nefnd, og átti hún meðal annars
að athuga um og koma með tii-
lögur um mjólkurbúsmál Sunn-
lendinga. Sæti í þessari nefnd eiga
þeir verkfræðingarnir Guðmund-
ur Hlíðdal og Steinn Steinson og
höfundur þessarar greinar. Um
mjólkurbúsmálið hefir nefndin nú
gefið álit. Út í það verður eigi
farið, en tillögur nefndarinnar eru
þessar:
1. Að kostur verði gefixm á, að
þegar á þessu sumri verði farið
að undirbúa og byrja byggingu
smjör- og ostabús í nágrenni Ölf-
usár og annars á Reykjum í ölf-
usi. Ríkissjóður veitir lán og styrk
til þessara búa eftir þeim lögum
og reglum, sem þar til standa.
2. Stærð nefndra búa verður
ákveðin af hlutaðeigendum í sam-
ráði við ríkisstjómina. Bæði búin
verði gerð þannig, að þau, auk
venjulegrar mjólkurvinslu til
smjör- og ostagerðar, geti tekið
í-jóma til smjörvinslu úr fjarliggj-
andi sveitum, er þess kynnu að
óska, og á Reykjabúinu verði
sérstakur útbúnaður til mysuosta-
gerðar með hverahita.
3. Mjólkurbúin séu rekin sem
sjálfstæð samvinnufélög.
4. Að forstöðumenn búanna
verði ráðnir, svo fljótt sem unt er,
og að þeir hafi umsjón með bygg-
ingu og útbúnaði búanna.
5. Að ríkissjóður veiti hlutfalls-
legan styrk, eins og til stofnkostn-
aðar mjólkurbúa, til endurbóta
rjómabúa, sem ætlast er til að
starfi alt árið.
6. Að leitast verði við að koma
á samvinnu og föstum reglum um
sölu mjólkurafurða á Suðurlandi
og helst um lands alt.
7. Að opinberu mati verði kom-
ið á smjör.
Þann 10. þ. m. var haldinn
fundur um málið við ölfusárbrú.
Þar var mættur atvinnumálaráð-
herra, nefndarmenn og fulltrúar
fyrir alla hreppa í Flóanum,
Skeiðum, ölfusi og tveir menn úr
Rangárvallasýslu. Á fundinum
voru tillögur nefndarmanna rædd-
ar og þar samdist svo um milli
Flóamanna og atvinnumálaráð-
herra, að þegar yrði hafinn undir-
búningur og framkvæmd með
byggingu mjólkurbús við Ölfus-
árbrú. Mjólkurbúsfélagið skyldi
vera sjálfstætt samvinnufélag,
sem fengi lán og styrk með lík-
um afborgunar- og vaxtakjörum
og önnur lán verða, sem veitt eru
til áveitunnar.
Fundur með ölfusingum út af
Reykjabúinu er ráðgerður á næst-
unni.
Nú kemur því loks til fram-
kvæmda með þetta margumtalaða
mjólkurbú í Flóanum. Með þeirri
framkvæmd er stigið nýtt spor
til að gera áveituna arðsama. En
því má eigi gleyma, að við bygg-
ingu bús þessa og starfrækslu
þarf mikla hagsýni, samhug og
félagsþroska.
Vér væntum að reynslan sýni að
svo verði og þá mun öllu vel farn-
ast.