Tíminn - 28.07.1928, Page 2

Tíminn - 28.07.1928, Page 2
132 TlMINN i fara um garð. Hér annaðist ung- mennafélagið „Velvakandi" mót- tökurnar. Sama dagixm og skipið kom hingað var farið í bifreiðum til Þingvalla. Þoka var í Rvík þann dag en bjart veður og sól- skin eystra og fanst gestunum mikið til um fegurð hins foma þingstaðar. Benedikt Sveinsson forseti flutti erindi um upphaf Alþingis og skipun. Á sunnudag efndi ungmennafé- lagið til samkomu í Nýja Bíó og bauð þangað farþegunum af „Mira“. Helgi Valtýsson bauð gestina velkomna. Næstur talaði Benedikt Sveinsson forseti, en hann var með í förinni frá Nor- egi. Sagði hann frá brottförinni þaðan og viðtökum á leiðinni. Af hálfu Norðmanna töluðu próf. Hannaas, L. Eskeland og Massige dýralæknir úr Sogni. Mintist próf Hannaas dvalar sinnar hér fyrir 25 árum og ýmsra mætra manna íslenskra, er látist hafa síðan. Þótti honum miklar fram- farir hafa orðið í Rvík og kvaðst vænta, að sveitir landsins hefðu eigi orðið eftirbátar höfuðstaðar- ins. Mælti hann af miklum hlý- leik í garð íslenskrar bændamenn- ingar. Erindi Eskelands var prýðilega flutt, enda er hann frábær ræðu- maður. Talaði hann um menning- argildi máls og sögu og flutning fólksins úr sveitunum til bæj- anna, ennfremur hættuna, sem smáþjóðum gæti stafað af er- lendu fjármagni. Verður ræðu hans nánar getið síðar. Djurhus skáld frá Færeyjum, sem einnig var með í förinni, flutti kveðju frá frændþjóðinni færeysku og mælti á móðurmáli sínu. Er færeyskan hverjum Is- lendingi auðskilin. Ennfremur lék Norðmaðurinn Pétur Berge nokkur lög á hina svonefndu Harðangursfiðlu, ein- kennilegt hljóðfæri og fornt, og Karlakór K. F. U. M. skemti á- heyrendum með söng. A mánudag fór flokkurinn í bifreiðum austur í Fljótshlíð og kom aftur um kvöldið. Á þriðju- dagsnótt lagði Mira frá bryggju vestur og norður um land á leið heim. Aldrei hefir, síðan á landnáms- öld, annar eins leiðangur verið gerður út hingað frá Noregi sem þetta sinn. En vér Islendingar megum minnast heimsóknarinnar með ánægju og harma það eitt, að frændur vorir skyldu eigi hafa tíma til að dvelja hér lengur en í'aun varð á. Á því er enginn vafi að á meðál þeirra sem hingað komu á „Mira“ voru flestir þeir menn norskir, sem Islendingum eru vinveittast- ir. En hitt er og víst, að vér eig- um marga fleiri vini meðal frænda vorra í Noregi. Tíminn væntir þess, að slíkir leiðangrar verði fleiri famir og megi verða til þess að efla samhug með nor- rænum þjóðum. ----o--- Á víðavangí. Þvættingur Morgunblaðsins. Mbl. segir 25. þ. m., að auk lögmæltra launa muni Hannes dýralæknir „hafa sérstök laun sem spamaðarnefndarmaður og ráðunautur stjórharinnar". Þegar dýralæknisembættið var auglýst til umsóknar var tekið fram í auglýsingunni, að sá, sem em- bættið fengi, yrð,i að vera ráðu- nautur stjórnarinnar, án sérstaks ondurgjalds. Hefir Hannes gegnt þessum starfa síðan hann tók við embættinu án nokkurrar auka- þóknunar. En Mbl. getur þess ekki, að Ihaldsstjórnin greiddi án allrar lagaheimildar Magnúsi heitnum dýral. 1500 kr. á ári fyr- ir þetta starf. Var þetta eitt af hinum mörgu „beinum“ hennar. Fé þessu, ásamt fjölmörgum öðr- um upphæðum svipaðs eðlis, hefir núverandi stjórn sparað ríkis- sjóði. Haraldur Guðmundsson al- þingismaður lýsti því yfir í AI- þýðublaðinu í vetur, að stjómin hefði samið svo við nefndarmenn ríkisgjaldanefndarinnar, að þeir fengju einungis kaup fyrir þann tíma, sem þeir ynnu. Eins og skýrsla nefndarinnar ber með sér hefir Hannes ekki unnið í nefnd- inni síðan um miðjan apríl þ. á. og auk þess hefir hann einungis tekið hálft kaup frá nýári og til þess tíma, sökum þess, að hann var bundinn við störf sem em- bættismaður ríkisins. Er slíkt ein- stætt og engin fordæmi fyrir því áður. Er vert að menn veiti því eftirtekt, að Mbl. telur sjálfsag-t að mönnum í milliþinganefndum sé greitt fult kaup allan þann tíma, er þeir eiga sæti í nefnd- inni, hvort heldur þeir vinna að nefndarstörfum eða ekki og án tillits til þess, þótt. þeir séu laun- aðir starfsmenn ríkisins. Á þenn- an hátt „bjargaði“ íhaldsstjómin sál. fjárhag ríkisins. Síðasta nefndin sem Jón Þorláksson skip- aði var landsbankanefndin fræga. Hún átti sæti í 7 mánuði, vann stundum nokkra tíma á dag og stundum ekki. Allir voru menn- imir öðram störfum hlaðnir. Nefndin skilaði engri skýrslu. En fyrir þetta starf tók hver nefnd- armanna kr. 6000,00 eða samtals 24000 kr. auk ferðakostnaðar. — Enginn kippir sér upp við það lengur, þó að Mbl. segi ósatt. Hitt er líka alkunna, að íhaldsmenn hafa farið allra manna óráðvand- legast með landsfé. En það er fífl- dirfska af þeim að láta Mbl. tala um bitlinga. * Fyrirspurnir. Með því að ritstjórar Morgun- blaðsins hafa enn eigi svarað spurningum þeim, sem beint var til þeirra í síðasta tbl. Tímans, skulu þær hér með endurteknar: 1. Hvaða ný embætti eru það, sem núverand stjórn „stofnaði handa spökustu pólitísku íylgis- mönnum og hirðir ekkerfc um, hvort þessir menn hafi minstu þekkingu á starfinu“? 2. Hvaða þingmenn „afsökuðu sig með því, að stjórnarmyndunin hefði borið svo brátt að, og þess- vegna hefði hún farið í handa- skolum“? Tíminn skorar á ritstjóra Morgunblaðsins að svara fyrir- spurnum þessum tafarlaust. Ihaldið „brúkar munn“. í fíflslegri skætingsgrein reyn- ir Mbl. í dag, að draga athygli þjóðarinnar frá afglöpum íhalds- ins í mentaskólamálinu m. a. með þjösnalegri árás á húsameistara ríkisins, hr. Guðjón Samúelsson. Það er eftirtektarvert að blaðið gerir eigi hina minstu tilraun til að verja hirðuleysi samherja sinna. Af viðtali því, sem blaðið birtir, við dyravörð skólans verð- ur ekki annað ráðið en það, að núverandi stjóm vildi eigi eyða fé ríkisins í gagnslitla bráða- birgðaviðgerð, þar sem miklar breytingar voru óhjákvæmilegar, hvort eð var. En það má Mbl. vita, að meðferðin á stærstu mentastofnun landsins er alvar- legra mál en svo, að ráðlegt sje að hafa það í flimtingum. Hvers- vegna laumast Jón Kjartansson einsamall upp i mentaskóla til að spyrja dyravörðinn nokk- urra þýðingarlausra spurninga, en þorir ekki að mæta þar ásamt öðrum blaðamönnum, þegar kost- ur gefst á að kynnast til hlítar ástandi skólans? Skýringin er engin önnur en sú, að málstaður íhaldsmanna er óverjandi, og að þeir kjósa fremur að rifja upp ólán sitt í einrúmi en í viðurvist margra manna. „Reisupassi“. Með því að Guðni Jónsson er nú horfinn frá ritstjórn Varðar og farinn af landi brott og með því að Tíminn telur hann, enn sem komið er, óskaðlegan íslensk- um stjórnmálum, verður hann látinn í friði fyrst um sinn. Reiðilestri hans um „Falsspá- menn“, í síðasta tbl. Varðar, skal því látið ósvarað nú, enda þótt hann gefi tilefni til ýmsra nýti- legra athugasemdá viðvíkjandi pólitísku sköpulagi höfundarins. Athygli skal þó vakin á því, að Guðni játar sjálfur að hafa skrif- að nafnlausar blaðagreinar og á því óhægt með að áfella aðra fyr- ir að gera slíkt hið sama. Mun honum ráðlegt að halda sér frem- ur við það „evangelium“, sem liann fyrrum nam í prestadeild háskólans en siðfræði Morgun- blaðsins og lærimeistaranna í I- haldsflokknum. ---«--- Frá úílöndnm. — Mustapha Komal forseti tyrk- neska lýðveldisins nýja, er breyt- ingagjarn og vill semja Tyrki mjög að siðum Vesturlandabúa. Hefir verið skýrt frá sumum nýmælum hans hér í blaðinu. Nú í vor hefir hann komið fram með tvær tillögur, sem vekja feikna athygli af því að með þeim er raskað fornum trúar- venjum Muhamedsmanna. Önnur er um það að gera sunnudaginn fram vegis að hvíldardegi í stað föstu- dagsins, sem Muhamedstrúannenn hafa hingað til haldið helgan. þykir þessi breyting mikilsverð vegna verslunarviðskifta við kristnar þjóðir. Hin tillagan er um ýmsar nýjungar við guðsþjónustuna svo sem það að taka upp söng og hljóðfæraslátt og liætta að skilja eftir skó sína utan við kirkjudyr eins og Tyrkir gera nú. — Annars eru Tyrkir ákaflega fastheldnir við trúarvenjur sínar og lítur mikill hluti þjóðarinnar með skelfingu á aðfarir forsetans, en þingið er honum mjög háð og má því gera ráð fyrir, að hann hafi mál sitt fram. — Be lgiski auðmaðurinn Löwen- stein fórst nýlega í loftferð yfir Erm- arsundið. Eigi er fullvíst með hverj- um hætti slysið viidi til. þegar hans varð síðast vart var hann einn í far- þegar rými loftfarsins, en er litið var inn þangað, að lítilli stundu liðinni var hann horfinn. þess er getið til, að liann hafi ætlað út úr klefanum en opnað rangar dyr og stigið út í loft- ið fyrir utan.. Einnig var giskað á, að hann hefði fengið aðsvif og fallið á hurðina, en hún opnast við það. Jafn- framt laust ujjp þeim orðrómi, að Löwenstein væri alls ekki dauður, heldur væru brögð í tafli og hann liefði aldrei í loftfarinu verið. Voru erfingjar hans í mestu klípu, því að lög Belgja lieimta strangar sannanir fyrir dauða manns, áður en aðrir fá umráð yfir eignum hans. En nú er lík hans fundið. — Bretlandseyjar eru ákaflega auð- ugar að veiðivötnum. Laxveiðin í bresku ánum er eins mikil og í öll- um öðrum löndum Norðurálfunnar til samans. — Á stríðsárunum bygði franska líkið geysistórt frystihús á eyju við Nýfundnaland og varði til þess of Mentaskóhnn Síðastliðiim mánudag bauð ríkisstjómin blaðamönnum að skoða húsakynni mentaskólans hér. Er nú verið að hefja endur- bætur nokkrar á húsum skólans og mun hafa þótt rétt af ýmsum ástæðum, að sem flestum gæfist kostur á að sjá, hvemig þau líta út nú áður en aðgerðin er fram- kvæmd. Eins og kunnugt er, hafa orðið í vor talsverðar blaðaum- ræður um ástand mentaskólans og þann aðbúnað, sem honum hefir verið í té látinn af hálfu fyrver- andi stjómarvalda. Mentaskólahúsið er eitt af elstu húsum þessa bæjar. Það var bygt árið 1846, þegar skólinn fluttist frá Bessastöðum og er jíví 82 ára gamalt. Það er stór; tvílyft timburbygging með risi og kvisti á vesturhlið, járnvarin. Upphaf- lega hefir verið mjög til hússins vandað. Aflviðir em sterkir og enn ófúnir og þiljur lítið skemd- ar. Þótti. það og veglegt í fyrri daga. Það stendur á lágri brekku- brún austanvert við Lækjargötu, og er óbygður grasi gróiirn flötur framundan og hallar niður að göt- unni. Er útsýn frá skólanum suð- ur yfir „tjömina“. Húsakynni skólans em auk aðalbyggingar- innar, bókhlaða úr steini, sem út- lendur mentafrömuður gaf skól- anum fyrir löngu síðan, leikfimis- hús úr timbri og loks lágt bakhús úr timbri. Er það og notað til kennslu. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, sem hefir umsjón með viðgjörð þeirri, sem fram fer í sumar, var viðstaddur, er full- trúar blaðanna komu í skólann. Fylgdi hann þeim um húsin öll og gaf skýringar á þeim umbótum, sem nauðsynlegar væru og stjóm- in hefir nú í hyggju. 1 skólahúsinu sjálfu eru 12 kenslustofur, 6 á fyrstu hæð 4 á annari hæð og tvær á efsta lofti. Fyrrum var heimavist í húsinu. En er nemendum f jölgaði var hún lögð niður. Var það til mikils tjóns fyrir sveitamenn, er skól- ann vildu sækja og upphaf þess, að Reykvíkingar legðu hann und- ir sig eins og nú er raun á orðin. Einnig höfðu nemendur þar lestr- arstofu til afnota en hún er fyrir- löngu afnumin og tekin til kenslu. í norðurenda annarar hæðar er samkomusalur, sem mundi vera hinn prýðilegasti, ef veggimir væru málaðir. í suðurenda sömu hæðar er íbúð rektors. Á neðstu hæð býr dyravörður skólans. Þar er einnig herbergi, sem kennur- um er ætlað að hafast við í milli kenslustunda. Bert er það við fyrstu yfirsýn, að umhyggjan fyrir aðbúnaði nemenda og útliti kenslustofanna hefir verið í lakasta lagi. Veggir og loft hafa eigi verið máluð í 8 ár. Og eigi mun umhyggja fyrir nemendum hafa ráðið, er sú híbýlaprýði var síðast gerð heldur hitt að konungur var þá væntan- legur hingað til lands og var hon- um búin gisting í skólanum. Svo er frá hermt af manni, sem ná- kunnugur er skólanum, að ekki hafi heldur verið „kíttuð“ nokkur rúða á þessum 8 árum. Með því hefir verið séð fyrir einskonar loftræstingu á ódýran hátt, þó að varla verði lokið á hana lofsorði frá sjónarmiði heilsufræðinnar. Veggir og loft í kenslustofun- um em með margskonar gerð. Sumstaðar er málaður (eða ómál- aður) „panel“. Á öðmm stöðum eru veggirnir fóðraðir, en alstað- ar er fóðrið meira og minna rifið, eins og eðlilegt er, þegar ekki er gert við það árum saman. En ekki hvetur slíkur aðbúnaður nemend- ur til snyrtilegrar umgengni. Sumstaðar eru þiljumar í gömlum hlerastíl, skift í smáa reiti með listum í kross. Er þetta ákaflega óheppileg „innrétting“, enda víð- asthvar lögð niður. Einn aðal ó- kostur hennar er, að svo að segja ómögulegt er að þvo þilin. Verður henni breytt í sumar. í sumum kenslustofunum ægir öllum þess- um „innréttingum“ saman og mættu ókunnugir ætla að þar væri verið að halda sýningu á húsgerðarlist fyrri tíma. 1 einni stofunni er t. d. helmingurinn af loftinu þiljaður með máluðum „panel“, er hinn helmingurinn fóðraður með striga. Sennilega hefir þarna verið tekið burtu þil en eigi hirt um að samræmi feng- ist í hinni nýju kenslustofu! Borð þau sem nemendur nota í kenslustofunum, em herfilega út- leikin. Á þau eru ristar hvers- konar kynjamyndir og áletranir og fékk sá, er þetta ritar eigi betur séð en sumar þeirra væru óþvegin ummæli um kennara skólans. Þessi meðferð á borðun- um er skólanum til vansæmdar auk þess,sem hún bakar ríkissjóði talsverðan kostnað árlega. Og skemdir þessar eru meiri og minni í hverri kenslustofu, einnig þar sem efstu bekkir skólans haf- ast við. Væri það elstu nemend- um skólans til lítils sóma, ef þeir væru valdir að eingöngu. En skýr- ingin á þessari meðferð er naum- ast sú, að allir nemendur skólans séu gjamir til skemdarverka, heldur hitt, að enginn bekkur er einn um sína kenslustofu. Síðan skólinn var offyltur, eiga sumir bekkir enga fasta kenslustofu, en fá kenslustofur annara bekkja til afnota á víxl. Væm hæfilega margir í skólanum, svo að hver bekkur hefði sérstaka stofu, mætti tölusetja borðin og láta hvern nemanda bera ábyrgð á sínu. 1 flestum kenslustofunum eru hornskápar þar, sem nemendum er ætlað að geyma yfirhafnir og skóhlífar. Er þetta fyrirkomulag sóðalegt í meira lagi. Eins og gef- ur að skilja koma nemendur oft í skólann blautir og snjóugir og forugir um fætur. En allur sá ófögnuður, bleytan og forin, er vistaður inni í kenslustofunum all- an daginn, meðan kennarar og nemendur hafast þar við. Stór- spillir það vitanlega andrúmsloft- inu og veldur hinum mesta óþrifn- aði. Skápamir hafa þó þann kost að þeir hindra framrás leysinga- vatnsins, þegar snjórinn bráðnar úr fötunum. En í 4 kenslustofum a. m. k. eru engir skápar. Þar hanga blautu fötin á veggjunum og vatnið, sem úr þeim rennur, getur óhindrað fylt lægðimar í hinu gamla gatslitna gólfi, sem mentamálaforsjón íhaldsins hefir láðst að dúkleggja. í skólanum eru þrjú salerni, ætluð nemendum, konum og körl- um! Þau þyrftu a. m. k. að vera helmingi fleiri. Er hér eitt glegsta dæmi þess, hve lítið stjórnarvöldin hafa hirt um mannasiði í skólanum. — Kennarastofa skólans, sú sem áður var nefnd, er mjög aum- leg vistarvera. Er mikið lang- lundargeð þeirra frómu menta- vina, er þar hafa hafst við, ef þeir hafa eigi farið fram á endur- bætur á því húsnæði. Núverandi stjórn sýndi þessum mætu mönn- um þegar í stað þá viðurkenningu að láta leggja dúk á gólfið, svo að auðveldara yrði að þrífa það. En fleiri umbóta er þörf þar. Kennurunum er ekki ætlað sér- stakt handlaugaherbergi. En í einu horni kennarastofunnar, er útbúnaður, geysihaglegur, sem kemur í þess stað. Er það blikk- kassi einn eigi fyrirferðarmikill, sem opna má með lítilli fyrirhöfn og reynist þá að „innihalda" mundlaug og vatnshana. En það höfum vér fyrir satt, að ekki eigi stjórn Ihaldsmanna heiðurinn af uppgötvun þessari, heldur einn af kennurum skólans, mjög hagsýnn maður. Iiinsvegai’ mun hið opin- bera hafa lagt til skólpfötu þá, er stendur undir kassanum og kem- ur í stað framræslu, sem nútíma- menn nota í húsum sínum. En eftir því, sem húsameistari sagði, á nú að útrýma kassanum og skólpfötunni og setja nýtískuút- búirnð í staðinn. Um íbúð dyra- varðar er svipað að segja og vist- arverur kennara og nemenda. Hún er mjög illa útleikin. — Rétt sunnan við mentaskóla- skólahúsið stendur lítið en ram- byggilegt hús úr steini. Það er nokkru yngra en skólahúsið, bygt árið 1866. — Þetta hús er bók- hlaða skólans, sem nú nefnist Iþaka eftir bókasafni nemenda, sem þar er geymt. Skólinn hlaut bókhlöðuna að gjöf frá enskum mentamanni, sem hét Charles Kelsall. 1 bókhlöðunni eru geymd 2 söfn: Bókasafn skólans, sem á uppruna sinn að rekja til Bessa- staðaskóla og bókasafn nemenda, sem stofnað er með árlegum fjár- framlögum þeirra, sem skólann sækja, en Klaut auk þess mikla

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.