Tíminn - 04.08.1928, Side 3

Tíminn - 04.08.1928, Side 3
TIMINN 187 næstu kosningar, má það búast við að njóta góðs af þessari ráð- stöfun. En íhaldinu skjátlast, ef það heldur að það sé skaði fyrir landið að eiga bíl. Hinir ýmsu starfsmenn landsins þurfa þrá- sinnis að bregða sér bæjarleið vegna starfa sinna. Ef húsameist- ari eða landlæknir þurfa inn að Kleppi eða upp að Vífilsstöðum og það fara þeir oft, þá kostar leigubíll 20 kr. Ef fræðslumála- stjóri þarf austur á Eyrarbakka kostar bíll 90 kr. fram og aftur einn dag. Þann stutta tíma sem landið hefir átt bíl hefir hann verið notaðar margar ferðir með gesti landsins. Eina vikuna þurfti að fara þrjár eða fjórar ferðir úr Reykjavík austur yfir fjall í bíl landsins með sérfræðinga, er unnu að undirbúningi hinna nýju smjörbúa í Ámessýslu. Húsa- meistari, landlæknir, skrifstofu- stjórar Stjómarráðsins, fræðslu- málastjóri og ráðherramir hafa allir þurft að fá nýja bílinn í em- bættiserindum þann stutta tíma sem landið hefir átt hann. Annars hefði orðið að taka rándýra leigu- bíla í allar þessar ferðir, til skaða fyrir landið en til gróða fyrir bif- reiðaeigendur. Gott dæmi um til- efnið í rógmælgi íhaldsins um stjómarbílinn, er yfirreið bisk- ups í Árnessýslu þessa dagana. Venjulega fer biskup með fylgd- armann og 6 leiguhesta í yfir- reiðir. Nú fer hann í bíl landsins um nálega alla Árnessýslu á helm- ingi styttri tíma en áður með hestana. Kostnaðarmuninn sjá allir. Það að kaupa mannflutninga- bifreið til handa landinu var sjálfsagt bæði af fjárhagsástæð- um og sökum velsæmi. En Mið- stjórn íhaldsins skilur hvomgt. Ihaldsmenn hafa eytt mörgum bíl- verðum úr landssjóði í bílaleigu. Mega þeir sjálfum sér um kenna að hafa ekki fundið upp það snjallræði að spara landinu óþörf útgjöld í þessu efni. Viðvíkjandi löggæslubílnum er rétt að geta þess, að án hans hefðu eftirlitsmenn bifreiða alls ekki getað framkvæmt starf sitt. En með því að vera á öllum tím- um sólarhringsins til staðar á fjölfömustu vegunum hefir þeim tekist að bæta stórmikið umferð- ina kring um höfuðstaðinn. — Drykkjuskapur bílstjóra er að hverfa. Þeir keyra gætilegar. Þeir offylla bílana síður en áður. Öryggið á vegunum hefir aukist. Þessu hafa eftirlitsmennirnir komið til leiðar. Þeim var ó- mögulegt að framkvæma eftirlit- ið nema með því að hafa bíl til afnota. En auk þessara nota, er löggæslubílnum ætlað að flytja fanga og frjálsa mexm til og frá betrunarhúsinu á Eyrar- bakka. Og þar sem sú stofnun tekur væntanlega til starfa í haust, fær bíllinn bráðlega nýtt verkefni. En af öllum hinum lúalegu slúð- ursögum sem miðstjómin laumar út um sveitir ber sagan um danska varðskipið og risnuna. Jón Þorláksson leyfir sér að fullyrða það sem hann sjálfur veit með vissu að eru ómenguð ósannindi, að forsætisráðherra hafi beðið danska varðskipið hér við land að liggja inni á höfn til að taka á móti útlendum gestum fyrir landsins hönd, meðan hann var erlendis. Ennfremur bætrr miðstj. við að skrifstofustjóramir hefðu getað komið fram fyrir landsins hönd gagnvart þessum gestum. Ósannindi Jóns Þorlákssonar eru hér tvöföld. Hafi skipstjórinn á Fyllu tekið á móti einhverjum gestum, þá hefir hann gert það með sama fulla húsbóndarétti eins og þegar ólafur Thors gefur þyrstum kosningasmölum svölun , er þá ber að garði. Stjómin hefir hvorki rétt eða löngun til að blanda sér í vinafagnað ólafs. Stjómin lætur sér líka á sama. standa, hve mikinn eða lítixm vinafagnað erlend skip hafa hvert gagnvart öðra. En íhaldið mun hafa ætlast til að íslensku varð- skipin héldu uppi veislufagnaði, og þess vegna barðist það fyrir háum launum handa skipstjóran- um. Ofan á ósannindi Jóns Þor- lákssonar um Fyllu og stjóm hennar á landinu, koma ósannind- in um skrifstofustjórana. Áður en tveir af ráðherrunum fóra úr landi höfðu þeir gert ráðstafanir til að skrifstofustjórar Stjómar- ráðsins færu með yfirmenn af fjórum eða fimm erlendum skip- um í bílum austur yfir heiði til að sýna þeim fegurð landsins. För þessi var undirbúin af lands- stjóminni að öllu leyti og fram- kvæmd af trúnaðarmönnum landsins. Og meðal gestanna var svo sem að sjálfsögðu foringinn af Fyllu og skipstjórar íslensku varðskipanna. Mun það vera í fyrsta sinn, en ekki síðasta, sem íslenska stjómin hefir sett yfir- menn landsins eigin skipa við hlið foringja erlendra varðskipa í veislum. Það þarf meira en með- al greymensku til að lauma öðr- um eins ósannindum og þessari sögu „miðstjórnarinnar“ inn á heimili ókunnugra manna. 13. Þá er sagan um Gyðingana og síldina í Khöfn. Hún hefir reynst ósönn líka. Fulltrúi um- rædds félags í Khöfn lýsti því yfir við danskan þingmann, er aftur bókfesti það á fundi í lög- jafnaðarnefndinni, að Levy-bræð- ur hefðu ekki einkaumboð fyrir síldarsöluna íslensku. Formaður síldarútflutningsnefndar staðfesti það sama í viðtali við Tímann. Enginn nema stjóm einkasölunn- ar á Islandi hefir einkaumboð í ár til að selja íslenska saltsíld. Þessi saga miðstjómarinnar er því ósönn líka. 14. Að lokum hefir M. Guðm. ætlað að má af sér mark Shellfé- lagsins með því að lýsa því yfir að ekki þyrfti að óttast hættu fyrir landið af hinum miklu olíu- geymum við Skerjafjörð. Þeir væru nú tómir, þó að í þá væri látið í desember síðastliðnum. Þessi yfirlýsing sýnir margt. Hún sannar fyrst að Magnús Guðmundsson hefir vonda sam- visku út af Shellfélaginu og er það honum út af fyrir sig frem- ur til sóma. En staðhæfingin sýnir jafnframt hina óvönduðu málfærslu Magnúsar. Hann segir, að birgðir hafi komið í geymana í desember og nú séu þær þrotn- ar. Menn eiga að fá þá hugmynd að geymamir hafi verið fullir í des. og séu nú tómir. En í des. var ekki látinn í þá nema lítill hluti þess sem þeir geta rúmað í einu. Þessi sjálfsvörn M. G. er því líka ósannindi og blekkingar af versta tægi. Hefir nú verið hrakið meginmál rógsins í þessum tveim auðvirði- legu leynibréfum miðstjómarinn- ar. Ber sýnilega nauðsyn til að hindra, að almenningur leggi eyru við þeim fölsku frásögnum, sem þar eru fram bomar. Stefnuskrárbirting Ihalds- manna verður tekin til athugunar síðar sér í lagi. Landbúnaðar- stefnan er ekki annað en ofur- lítið af stolnum fjöðram frá Framsókn, og sjávarmannadag- skráin er varla bygð á heilind- um, þar sem stórútgerðarmenn minnast ekki á hin sönnu áhuga- mál sín, þ. e. að gleypa hina smærri og féfletta þá sem mest. Miðstjóm Ihaldsins hefir við blöð sín menn sem era frábærir fyrir vöntun á þeim hæfileikum, sem skapa traust og álit hjá dug- andi mönnum. Það er alkunna að það dregur sig saman sem dám- líkast er. Bréfaskriftir íhalds- miðstjómarinnar sýna að yfir- menn flokksins eru alveg ná- kvæmlega úr samskonar mannlegu efni eins og undirmenn þeirra, sem tala við landslýðinn fyrir munn Mbl. og dilka þess. J. J. Hoover og Smith — Afstaðan til bannlaganna. „Bandaríkin kjósa konung til ! 4 ára, en Noregur kýs forseta æfi- langt“, sagði Hákon VII. Noregs- konungur, að því er mælt er, við amerískan sendiherra í Osló fyrir nokkrum árum. Þessi orð má til sanns vegar færa. ðandarík j af orsetinn hefir rniklu meira vald en flestir kon- ungar nú á dögum. Og eftir að j heimsstyrjöldinni lauk hefir Ev- j rópa eigi síður en aðrar heims- álfur komist í kynni við vald ' Bandaríkjanna meir en nokkra I sinni áður. Það liggur því í aug- i um uppi, að forsetakosning í hinu ! mikla lýðveldi hlýtur að draga til sín áhuga allra þeirra, sem vilja fylgjast með atburðum vorra tíma. I eftirfarandi grein mun jeg leitast við að gera grein fyrir, hvernig útlitið er með tilliti til kosninganna, sem nú fara í hönd. Aðalflokkarnir tveir, Republik- anar og Demokratar, hafa nú hvor um sig, komið sér saman um frambjóðendur. Á flokksþinginu í Kansas City urðu Republikanar svo einhuga að furðu sætir um það að velja núverandi verslunar- málaráðherra, Herbert Hoover, sem forsetaefni sitt. Og nærri eins einhuga urðu Demokratar í því að sameinast um frambjóð- anda sinn, Alfred Smith ríkis- stjóra í Nevr York. Bæði flokks- þingin voru haldin í júní síðast- liðnum. Republikanar héldu sitt dagana 12.—14. júní og Demo- kratar(í Houston í ríkinu Texas) 26.—28. júní. Kosningin sjálf á að fara fram 13. nóvember í vetur. Nýi for- setinn tekur við embætti sínu 4. mars 1929 og gegnir því til 4. mars 1933. Núverandi forseti Calvin Coo- lidge, hefir setið að völdum síðan 2. ágúst 1923. Warren Harding, sem var kosinn forseti 1920, lést sem kunnugt er 2. ágúst 1923, og Coolidge, sem þá var varaforseti, gegndi því embættinu frá þeim degi til 4. mars 1925. Af þvi að Coolidge var ekki kjörinn forseti á venjulegan hátt fyr en 1924, héldu margir, að hann mundi gefa kost á sér eitt kjörtímabil enn1). En hann hefir tekið þvert fyrir það, hvað eftir annað. Til þess að fá hugmynd um afstöðu Bandaríkjaþjóðarinnar til kosninganna er nauðsynlegt, að þekkja nokkuð til þess, hverjir með völdin hafa farið um nokkurt árabil. Skal eg því gefa yfirlit yfir atkvæðatölu flokkanna við forsetakosningar frá 1900—1924: Ár Republ. Demokr. Prog. Soc.2 1900 7,219,530 6,358,071 94,768 1904 7,628,834 4,084,491 402,400 1908 7,679,006 6,409,106 420,820 1912 3,483,922 6,286,214 5,023,031 1916 8,538,221 9,129,606 585,113 1920 16,152,200 9,147,353 919,799 1924 15,725,016 8,386,503 4,822,856 Forsetar urðu: 1900 McKinley, 1904 Roosevelt, 1908 Taft, 1912 Wilson, 1916 Wilson (endurkos- inn), 1920 Harding og 1924 Coo- lidge. Síðan um aldamót hefir aðeins einn forseti verið úr flokki Demo- krata, þ. e. Woodrow Wilson, og hann náði kosningu eingöngu vegna þess, að foringjar Repu- blikana, Roosevelt og Taft, deildu um völdin (1912). 1916 var Wil- son endurkosinn. Yfirráð stjórn- málanna fengu Republikanar 1860. Abraham Lincoln var fyrsti for- seti þeirra, og ástsælastur allra þeirra, sem setið hafa á forseta- stóli Bandaríkjanna. Af þeim 40 árum, sem liðu frá kosningu Lincolns til aldamóta, fóru Demo- 1) það er föst venja í Bandaríkjun- uin, að endurkjósa forseta ekki nema einu. þ ý ð. 2) Progressive (Framfaraflokkur) og Socialistar. kratar aðeins 12 ár með stjóm: 1876—1880 (Tilden), 1884—1888 (Cleveland) og 1892—1896 (Cleve land), Síðustu 68 árin hafa þeir því aðeins farið með völd í 20 ár, en Republikanar 48 ár. Síðan á dögum þrælastríðsins hefir Republikanaflokkurinn ávalt haft mun meira fylgi en Demo- kratar. 1 Norðurríkjunum, sem börðust gegn þrælasölunni, hafa Republikanar jafnan átt aðalvígi sitt en fylgi Demokrata hefir að- allega verið í Suðurríkjunum. Og svo er enn. Því má bæta við að 12 árin af þeim 20, sem Demokratar fóra með völd, fengu þeir þau í hend- ur meir af tilviljun en af því að þeir ættu í raun og veru meirahl.- fylgi með þjóðinni. Eins og áður er sagt gerði deilan milli foringj- anna tveggja í Republikaflokknum kosningu Wilsons mögulega 1912. Og endurkosning hans 1916 átti orsök í ýmsum óvæntum at- vikum. Það, að Wilson náði end- urkosningu 1916 kom fyrst og fremst af því að hann hafði gefið þjóðinni greinilega í skyn, að hann væri ekki hlyntur þátt- töku Bandaríkjanna í ófriðnum. „Hlutleysið er honum að þakka“ (He kept us out of war) var hið mikla heróp Demokrata í kosning- unum, og það gaf Wilson sigur. En hið furðulegasta í framkomu Wilsons er það, að áður en missiri var liðið frá kosningu hans gerð- ist hann talsmaður ófriðarins. Og á föstudaginn langa 1917 var á- kveðið að Bandaríkin skyldu ganga út í heimsstyrjöldina, „til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna“. Óhætt er að segja, að hin arfgenga friðarhneigð Banda- ríkjanna, sem kemur fram í hinni svonefndu Monroekenningu, þ. e. að „Bandaríkin óska ekki að skifta sér af málefnum Norð- urálfuþjóða“, sé nægileg skýring á ósigri Wilsons í senatinu 1919, þegar það neitaði að samþykkja þátttöku Bandaríkjanna í myndun þjóðabandalagsins. Og afleiðingin varð sú, að flokkur Wilsons varð undir í kosningunum 1920. I Það er eftirtektarvert, að við forsetakosninguna 1920 er at- | kvæðamagn Republikana nærri ’nelmingi meira en við næstu kosningu á undan. Fylgi þeirra ! hefir aukist um rúmar 7 milj. atkv., en fylgi Demokrata aðeins ; um 3 milj. Rétt eftir að bann- lagaákvæðunum var bætt inn í | stjómarskrána 1919, var sam- ; þykt stjórnarskrárákvæðið um ; kosningarrétt kvenna. Og árið ; eftir taka konumar í fyrsta sinn þátt í forsetakosningu. Það er þessi mikla aukning kjósenda- J fjöldans, sem kemur fram í kosn- ingunum 1920. Sé spurt um, hversvegna þessi rýmkun kosningarréttarins hafi aukið svo miklu meir atkvæðatölu Republikana en Demokrata, er sennilegasta svarið það, að menn- ing Norðurríkjanna eigi aðalþátt- inn í því, að konumar þar, sem yfirleitt fylgja Republikönum að málum, höfðu meiri áhuga á stjómmálum en konumar í Suð- urríkjunum, þar sem Demokratar eiga fylgi sitt. Ekki virðast miklar líkur til að Demokratar vinni kosningamar í haust, þegar þess er gætt að þeir fengu 1924 nærri helmingi færri atkvæði en Republikanar, enn- fremur, að stjóm Coolidge hefir reynst farsæl og síðast en ekki síst, að skattar hafa á stjórnar- árum Republikana lækkað um helming eða meira. Einu sinni lækkuðu þeir í einu um 25%. Fyrir tveim árum var samþykt skattalækkun, sem nam 350 milj. dollara og á þessu ári önnur, sem líka nemur hundruðum miljóna. Þegar þessa er gætt, er tæplega hægt að búast við því að Demo- kratar sigri í nóvember í vetur. Demokratar gera sér vonir um stuðning frá bændum, sem óá- nægðir eru með gerðir stjómar- innar. Þó að stjóm Coolidge hafi yfirieitt reynst vel, er þó talsverð óánægja með hann og flokk hans. Fyrir ári síðan fluttu tveir bænd- ur í Republikanaflokknum, Mo Nary og Haugen (Norðmaður), lagafrumvarp, sem fór fram á að vernda bændurna fyrir svo- nefndum „milliliðum“, sem oft taka alt of mikinn ágóðahluta af landbúnaðarafurðum þeim, sem þeir versla með. Coolidge forseti neitaði frumvarpi þessu um sam- þykki sitt. Neitun forsetans vakti óánægju bændanna eins og við mátti búast. Einkum hefir óá- nægjan komið fram í landbúnað- arríkjunum Norður- og Suður Dakota, Wisconsin, Michigan og Iowa. En eftir því sem næst verð- ur komist vora það einmitt bænd- umir í þessum ríkjum, sem 1924 gengu undir flokksheitinu Pro- gressive og hlíttu leiðsögu hins aldna stjórnmálamanns La Fol- lette og nú sonar hans með sama nafni. Þessi flokkur nýtur stuðn- ings bændasamtaka þeirra, sem stofnuð voru fyrir 10 árum undir nafninu „Non Partisan League“ (félag utanflokkamanna), og enn- fremur nokkurra Socialista, en þeir eru mun róttækari en Social- Demokratar á Norðurlöndum. Varla er ástæða til að ætla, að þessi samtök verði öflugri nú en 1924. Hoover hefir nú í sam- ræmi við loforð flokks síns lýst yfir því, að frumvörp um allvera- legan stuðning við bændur muni verða lagt fyrir næsta þing. Þess er og vert að geta, að bændafull- trúinn Haugen, sem eins og áður er sagt, var annar flutningsmað- ur frv. þess, er Coolidge neitaði að samþykkja, hefir nú lýst yfir því, að hann muni vinna að kosn- ingu Hoovers, með því að hann treysti loforðum hans og flokks- ins um að leysa vandræði bænd- J anna. Afstaða Haugens dregur vafalaust nokkuð úr mótstöðu bændanna gegn Hoover. ! Þá er að athuga afstöðu fram- bjóðenda og flokka til bannlag- anna. Fyrir mörgum vakir nú spurningin: Er það mögulegt, að andbanningur geti orðið forseti í Bandaríkjunum? Svarið virðist liggja í augum uppi, að slíkt geti alls ekki komið fyrir. 1 Banda- ríkjunum deila menn raunar um hvernig framkvæmd bannlaganna hafi tekist, en sjaldan um það hvort eigi að framkvæma þau í raun og veru. Demokratar hafa aldrei þorað að setja ákvæði á móti bannlögunum inn í stefnu- skrá sína. Nokkrir menn innan flokksins reyndu að gera það 1924, en þá kom í ljós, að flokk- urinn vildi ekki eiga það á hættu. ; William Jennings Bryan (the grand old man of the party) vildi j að flokkurinn lýsti yfir fylgi við | bannlögin, en endirinn varð sá, að ekkert var látið uppi um af- stöðu flokksins. Eftir lát hins á- kveðna bannmanns, Bryans, vildu margir, þar á meðal Alfred Smith sjálfur að flokkurinn tæki afstöðu I gegn banninu, og Smith hefir ' ekki farið dult með það, að hann vilji afnema bannlögin. En á fiokksþinginu í Houston kom það skýrt fram, að Demokratar þorðu ekki að standa gegn banninu á nokkum hátt. Mönnum þótti ekki rétt að flokkurinn tæki neina lieildarafstöðu, hvorki með né móti bannlögunum. En það einkennilegasta sem gerðist á þessu flokksþingi var | það, að sá maður, sem kepti móti Smith um að verða frambjóðandi flokksins (Reed senator frá Mis- souri), en undanfarin ár hefir ver- ið ákveðnasti andbanningurinn í þinginu, kom nú fram með til- lögu um það, að flokkurinn skyldi lýsa yfir fylgi við bannlögin! — auðvitað til að halda flokknum saman.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.