Tíminn - 25.08.1928, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1928, Blaðsíða 1
©laíbfcri c»g afetei69lumaður Cimans er Jlijnnpeig |? o r s t e i n s bó t li r, Sámbanösíjteinu, Krpíja»íf. ^fgrefösía Cimans er i Sambanós^úetou. 0pin Öaglega 9—(2 f. 4» Stmi %9®- XII. ár. Reykjavík, 25. ágóst 1928. 41. blaS. Afengismálið. Útrýming áfengisnautnarinnar í heiminum er eitt af mestu menn- ingarmálum nútímans. Fyrir henni hefir verið barist ósleitilega í öllum siðuðum löndum. Fyrir tveim áratugum stóðu Is- lendingar framarlega í þeirri bar- áttu. Með alþjóðaratkvæði var þá samþykt að banna innflutning áfengra drykkja. En útlent stórveldi kúgaði smá- þjóðina íslensku til að leyfa áfenginu aftur inngöngu í landið. | Ætla mætti, að hverjum Islend- ingi hefði fallið þungt að hopa á hæli fyrir ofríki Spánverja. Vel hefði á því farið að stjómarvöld landsins hefðu talið sér það metn- aðarmál að sjá svo um að undan- þágunnar gætti sem allra minst. Þess hefði mátt krefjast af þeim, að þau hefðu talið sér skylt að efla meir en nokkm sinni áður viðnám þjóðarinnar gegn áfengis- nautninni. En ríkisstjómin — stjórn fhaldsmanna — taldi sér það ekki skylt. Hún virðist þvert á móti hafa tekið spánska víninu tveim höndum. Áfengisverslun ríkisins var lát- in kaupa miklu meiri birgðir af víni en þörf var á til að fullnægja eftirspurninni*). Útibúin styrktu einstaka menn til áfengiskaupa með því að lána þeim andvirðið. Á sama tíma taldi Jón Þorláksson ekki fé fyrir hendi í aðalpeninga- stofnun ríkisins til að veita bænd- um lán til jarðræktar og húsa- bóta. Útsölumennimir komust í botnlausar skuldir við einkasöluna í Rvík. Munu þeir heldur ekki hafa verið valdir með tilliti til þess, að þeir gættu hófsemi um sína eigin úttekt. Dæmi em til þess, að mesti drykkjumaður í kaupstað varð áfengisvörður rík- isins. Þegar stjómarskiftin urðu og byrjað var að koma sæmilegri reglu á rekstur verslunarinnar, varð að láta flesta útsölumenn fyrv. stjórnar hætta störfum, af því að þeir gátu ekki staðið í skilum. Við aðalverslunina í Rvík gengu launagreiðslur til starfsmanna úr hófi fram. Árið 1926 varð rekst- urskostnaðurinn þar um 190 þús. kr. Forstjórinn fjekk 18 þús. Sig- urður Eggerz kom þar að alveg óþörfum manni og lét greiða hon- um á 8. þús. kr. Af launagreiðsl- um þessum verður ekki annað séð en að stjórn landsins hafi verið algerlega hirðulaus um fjárhag verslunarinnar. Það er ekki ofmælt, að skipin, sem haldið hafa uppi ferðum með ströndum landsins undanfarin ár, hafi oft og einatt líkst drykkju- krám af lakara tagi. Vínsala fór þar fram í stórum stíl og var á almannavitorði. Dæmi þess eru ófá, að ölvaðir menn óðu í tuga- tali um farrými og röskuðu svefn- friði farþega. Erlendir ferðamenn, sem voru vottar þessa atferlis, létu oft í ljós undrun sína yfir því, að önnur eins óhæfa skyldi eiga sér stað í bannlandi. Áfengissala lækna og lyfjabúða var fullkomlega eftirlitslaus af hálfu fyrverandi stjórnar. Hvert mannsbam í landinu vissi, að fjöldi lækna gerði sér það að at- *) Var fé ríkisins þannig bundiö að nauðsynjalausu. vinnu að selja ólöglegt áfengi. Almenningur talaði hátt og í hljóði um samstarf milli lækna og lyfjabúða í þessu efni. En yfir- stjórn áfengismálanna lét slíka starfsemi jafnaðarlega í friði. Jafn mjúkhend hefir löggjöf und- anfarinna ára verið á athæfi þeirra manna, sem það hafa ástundað að hafast við ölóðir á götum úti eða raska ró friðsamra ; borgara á mannfundum. Á skemti- samkomum í sveitunum í ná- grenni Rvíkur. Kvað svo ramt að uppvöðslusemi drukkinna manna j úr bænum að naumast var unt að halda uppi heiðarlegum mann- I fagnaði. Eitt af fyrstu verkum Jónasar ; Jónssonar dómsmálaráðherra þeg- ar hann fékk í sínar hendur yfir- stjórn áfengismálanna var að ' skipa óvenju duglegan og áhuga- ■ saman mann, sr. Bjöm Þorláks- ; son frá Dvergasteini til að rann- j saka og gera skrá yfir áfengis- útlát lækna og lyfjabúða. Gekk sr. Bjöm að verki þessu með mik- illi atorku. Rannsókn hans leiddi það í ljós, að ýmsir læknar höfðu misnotað gífurlega rétt sinn til að gefa út ávísanir á vínanda til lækninga. Hefir stjómin nú látið höfða mál gegn nokkrum læknum óg einni lyfjabúð. Þá tók stjómin upp þá ný- breytni í fyrrahaust að senda lög- j reglumenn til eftirlits í Skeiða- réttir eystra, til þess að koma í veg fyrir að ölvaðir menn úr Rvík lékju þar lausum hala. Mælt- ist sú ráðstöfun hvarvetna vel fyrir í sveitum þeim, er hlut eiga að máli og þótti stinga í stúf við tómlæti það, er menn áttu áður að venjast. Um svipað leyti tilkynti stjóm- in skipstjóranum á Esju, að hún ætlaði sér eigi að láta það við- gangast lengur, að ölvuðum mönn- um héldist uppi að raska ró far- þega á skipinu. Var skipstjóran- um boðið að láta þegar á næstu höfn setja í land hvern þann mann, er gerði sig sekan í slíku. Síðan hafa eigi borist kvartanir frá farþegum um óskunda af völd- um ölvaðra manna á strandferða- skipi ríkisins. í stjómarráðsúrskurði skömmu fyrir hátíðax síðastl. vetur var gerð ný skýring á áfengislögun- um frá 1925. Með henni var full- komlega bönnuð áfengissala á skipum hér við land. Sagt var fyrir hlutaðeigandi valdsmenn að innsigla áfengisbirgðir hvers skips þegar á fyrstu höfn, að ákveðnum forða undanteknum handa skips- höfninni sjálfri. Skyldi eigi heim- ilt að brjóta innsiglið fyr en skip- i, væri alfarið frá landinu. Áður var iltið svo á, að skipstjóri mætti láta brjóta innsiglið á hverri höfn og láta úthluta sér nýjan skipsforða og jafnvel að hann mætti sjálfur brjóta inn- siglið ,ef skipið færi út fyrir land- helgi. Með þessari nýju ráðstöfun tókst að mestu að „þurka“ er- lendu skipin. Með lögum frá síðasta þingi tókst stjóminni að koma fram verulegum breytingum á áfengis- versluninni. Laun forstjórans voru færð niður um helming og kaupi annara starfsmanna stilt í hóf. Starfsfólkinu var fækkað og eigi aðrir ráðnir en þeir, sem þótti mega treysta til reglu- semi. Forstöðumönnum útibúanna flestra var sagt upp starfi sínu vegna skulda við verslunina eða óhæfilega mikillar vínnautnar, en nýir menn ráðnir í þeirra stað. Jafnframt var hinum nýju út- sölumönnum stranglega bannað að lána áfengi. Með öllum þessum breytingum sparast ríkinu þús- undir króna á mánuði hverjum, og enginn starfsmaður einkasöl- unnar er nú óreglumaður um vín- nautn. Eitt það merkasta, sem gert hefir verið til að útrýma vín- nautninni, er áfengislöggjöfin ; nýja. Um áfengi og meðferð þess j giltu, þegar stjórnarskiftin urðu, j aðallega tvenn lög. Lög frá 1915, j um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja, og lög frá 1925, um að- flutningsbann á áfengi. Báðum þessum lagabálkum var mjög ábótavant, enda náðu þeir hvergi nærri sæmilegum árangri. Þrá- sinnis hefir verið reynt að koma j fram nauðsynlegum endurbótum á lögunum. En þær, hafa ávalt strandað á mótstöðu íhaldsmanna í þinginu — þangað til nú, er flokkur þeirra var kominn í minnahluta. Snemma á síðastliðnum vetri hófst samvinna milli ríkisstjómar- innar og templara um undirbún- ing nýrra áfengislaga. Fylgdi nú- verandi stórtemplar, Sigurðxu’ Jónsson skólastjóri, málinu fram með festu og áhuga. Hann og fleiri templarar unnu að frumvarpinu í samráði við stjórnina, en hún fékk þeim til aðstoðar reyndan lögfræðing. Að tilhlutan stjómar- innar fluttu svo tveir þingmenn, Ingvar Pálmason og Erlingur Friðjónsson, frumvarpið í efri deild. Aðstaða Ihaldsmanna var nú önnur en hún hafði verið á fyrri þingum. Atkvæðamagn þeirra var nú þorrið svo, að vonlaust var fyrir þá að koma frumvarpinu fyrir kattamef. Jafnframt var þeim kunnugt, að stórstúkan stóð að baki því ásamt stjórninni og lagði kapp á, að það næði fram að ganga. En við kosningar hefir Ihaldsflokkurinn jafnan seilst eft- ir atkvæðum templara og heitið þeim trúnaði, þótt litlar hafi efnd- ið orðið. Nú þótti honum eigi ráð- legt að viima sér til óhelgi hjá Stórstúkunni með fjandsamlegri atkvæðagreiðslu en geta þó eigi felt frumvarpið. Endirinn varð því sá, að frumvarpið gekk gegnum þingið á tiltölulega skömmum tíma og var samþykt með öllum þorra atkvæða. Kátleg er sú staðreynd, að AI- þingistíðindi fyrri ára sanna það, að Ihaldsflokkurhm, svo að segja óskiftur, hefir áður greitt atkvæði móti flestum nýmælum áfengis- laganna, hverju í sínu lagi. 1 nýju lögunum eru t. d. bannaðar áfengisauglýsingar og samþyktu íhaldsmenn það með mesta jafn- aðargeði. En á fyrri þingum hefir ekki verið við það komandi að fá þá til að fallast á slíkt bann. Sama er að segja um sérstök hegningar- ákvæði fyrir ölvun embættis- manna. Ekkert annað en ótti íhaldsmanna og vanmáttur gat knúið þá til að skifta svo um af- stöðu. I greininni Réttarfar, í 27. tbl. Tímans þ. á., er gerð grein fyrir nokkrum helstu atriðum áfengis- laganna. En nýmælin eru þessi í aðaldráttum: Erlend sldp hafa ekki meiri rétt en innlend til að flytja ófengi með ströndum landsins. Heimilt er að gera húsrannsókn án dóms hjá mönnum, sem grun- aðir eru um að selja áfengi í hagnaðarskyni. Hreppstjórar hafa vald til máls- rannsóknar, ef eigi næst til sýslu- manns eða bæjarfógeta. Áfengisauglýsingar eru bann- aðar. Lágmark sekta er stórum hækk- að. Ennfremur skal greiða 40 kr. fyrir hvem lítra áfengis, sem inn er fluttur ólöglega. Loks er ótalið merkasta nýmæl- ið, en það eru sektir fyrir að vera ölvaður á almannafæri, opinberum samkomum eða skipum. Þær sekt- ir nema 50—500 kr. Sá, sem ölv- aður er á farþegaskipi, skal auk þess settur í land á fyrstu höfn. Sérstaklega ströng sektarákvæði gilda um ölæði manna í ábyrgðar- stöðum og getur slíkt brot varð- að embættismissi. Áféngislögin nýju gengu í gildi 1. júlí síðastliðinn. Sérstaka reglu- gerð um meðferð Spánarvínanna er nú verið að semja og birtist hún innan skamms. Stjómin hefir samkvæmt fyrir- mælum laganna sett nokkra gæslumenn á ýmsum stöðum á landinu til þess að hafa eftirlit með því að ákvæðum laganna sé fram fylgt. Óhætt mun að fullyrða, að hin nýja löggjöf eigi óskifta samúð allra sæmilegra borgara í landinu. Jafnvel andbanningar viðurkenna, að sjálfsagt sé að draga menn til ábyrgðar fyrir ósæmilegt fram- ferði af völdum áfengisnautnar. Framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar hefir opinberlega farið þess á leit, að templarar veiti löggæslu- mönnunum aðstoð við starf sitt. Er og útlit fyrir að þeir séu ein- huga um að stuðla að góðum árangri laganna. Og árangurinn er þegar sýni- legur. Á tæpum tveim mánuðum hefir tekist að friða skemtisam- komur sveitanna á Suðurlandi að mestu leyti fyrir druknum að- komumönnum. Og ölæði á götum höfuðstaðarins hefir þorrið svo að furðu sætir. En eins og gefur að skilja eru ekki allir jafn ánægðir með það, sem gert er til að draga úr of- drykkjunni. Ýmsir eru óánægðir. Það eru fyrst og fremst þeir, sem búast við að kenna á hinum nýju ákvæðum. Og sumir eru með þeim ósköpum fæddir að líta upp til þeirra ólánssömu manna, sem gera sig vitstola með áfengis- nautn. Það eru þessir menn, sem vinna að því að breiða út misskiln- ing á áfengislögunum. Vitanlega ætlast lögin ekki til þess að menn sjeu látnir sæta ábyrgð fyrir ölv- un, ef framkoma þeirra er lýta- laus. En hitt þarf engan að undra, þó að trúnaðarmenn áfengissal- anna láti sér fátt um þau finnast og kalli löggæslumennina „þef- ara“. „Það, sem kallað er drykkju- skapur, á hvergi að sjást opin- berlega“, stóð í dagblaðinu Vísi í gær. Þessi orð voru þar höfð eftir andbanningi. Um þau ættu allir góðir borgarar að geta sam- einast, hver sem aðstaða þeirra er í sjálfu bannmálinu. Utan úr heimi. Frá Englandi. 1 Englandi standa kosningar fyrir dyrum. Baráttan verður milli Ihaldsmanna annarsvegar en Frjálslynda flokksins og Verka- mannaflokksins hinsvegar. Einn af aðalmönnum núverandi stjórnar, utanríkisráðh. Chamber- lain er veikur og farinn af landi brott sér til heilsubótar. Chusen- dun lávarður gegnir nú starfi hans. Það verður því hann en ekki Chamberlain, sem undirritar samninginn um afnám ófriðar fyrir hönd Englendinga. En gert er ráð fyrir, að undirskriftimar fari fram í París 27. þ. m. 14 þjóðir hafa lofað að undirrita. Iðnaðarkreppan og atvinnuleys- ið eru nú þau mál, er mestur styr stendur um milli stjórnmálaflokk- anna. Ríkið hefir hlaupið undir bagga með námueigendum. Hörð barátta um kolamarkaðinn er væntanleg milli Englendinga og Þjóðverja. Stjómin hefir gert ýmsar ráð- stafanir til að draga úr atvinnu- leysinu, en misjafnlega mælast þær nú fyrir. Hún hefir m. a. lát- ið flytja verkamenn úr einum landshluta í annan í von um að þeir fengju þar fremur atvinnu. Nú þykjast ýmsir leiðandi menn þjóðarinnar sjá lausn þessa máls í nýlendunum. Sjálft England er ekki nema lítill hluti breska heimsveldisins. Sumir segja að enska þjóðin sé nú stærri en svo að landið geti fætt hana. En úti í nýlendunum séu ótæmandi skil- yrði góðrar afkomu. Straum at- vinnuleysingjanna vilja þeir veita til Ástralíu, Canada og Suður- Afríku. En sannleikurixm er sá, að ný- lendurnar kæra sig alls ekki um ótakmarkaðan innflutning, jafn- vel ekki frá móðurlandinu. Eink- um gæta Ástralíumenn mikillar vai’úðar í þessu efni. „Við erum að byggja upp nýja þjóð“, segja þeir. „Við höfum úr nógu efni að velja og þá teljum við skyldu okk- ar að veita aðeins viðtöku þeim aðkomumönnum, sem líklegir eru til að reynast góðir borgarar". Svo langt gengur ótti Ástralíu- manna við innflytjendastrauminn, að þeir gera jafnvel minna úr kostum landsins en rétt er, aðeins til að beina athygh útlendinga frá því. En um síðustu mánaðamót varð að samningum, að 10 þús. enskir verkamenn skyldu fá atvinnu við hveitiuppskeruna í Canada. Vitan- lega eru þar ekki um langa at- vinnu að ræða og erfitt að þurfa að leita hennar í aðra heimsálfu, enda spá margir illu um árangur þess. En ekki mun þó hafa reynst hörgull manna, sem freista vildu gæfunnar á þennan hátt. Mestur hluti þeirra eru námumenn frá Norður-Englandi. Er þeim séð fyi-ir ókeypis fari vestur og nokkrum afslætti á fargjaldi heim aftur að uppskerunni lok- inni. Verkamennirnir og Frjálslýndi flokkurinn eru einhuga um það að breytingar á skipulagi iðnaðar og námureksturs séu óhjákvæmi- legar og að ríkið verði að hafa þar hönd í bagga með meir en hingað til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.