Tíminn - 20.10.1928, Side 1
©faíbfcri
o$ afgrei&sluma&ur Cimans er
Sannpeig p o r s I e i n s bó t ii r,
Sambanöstjúsinu, Seyfjopif.
2^.fgrei£>sía
Cimans er í Sambanösijúsinu.
®pin öaglega 9—[2 f. 4.
Simi ^96.
XII. ár. | Reykjavík, 20. október 1928.
Verkefni Framsóknarflokksins
I.
f baksýn allra þeirra mála, sem
uppi eru á baugi og um er deilt,
gnæfa tvö meginverkefni þjóðar-
innar næstu árin. Annað og fyrr
talið verkefni er viðreisn land-
búnaðarins og efling sveitanna.
Hitt er, að koma nýmyndun
þeirri, sem á síðustu áratugum
hefir risið upp á ströndum lands-
ins, á fastari grunn.
í stjórnmálabaráttu þjóðarinn-
ar síðustu kjörtímabilin hefir í
raun réttri verið tekist á um
þetta. Þarf ekki að orðlengja um
það, að úrslit þeirra mála, er
mestu skifta fyrir tvo höfuðat-
vinnuvegi íslendinga, hafa hnigið
til eflingar sjávarútveginum og
þeirrai- nýbygðar, sem hann hefir
skapað. Stórútgerðarmenn og
kaupsýslumenn hafa haft nálega
alt handbært fé landsins á milJi
handa og beitt því til aukinnar
sóknar á djúpmiðin, marghátt-
aðri kaupsýslubragða og þess óð-
íluga vaxtar bæja og sjávar-
þorpa, sem orðið hefir í fari áð-
urnefndrar þróunar.
Á þessum slóðum hefir orðið
allur þjóðvöxtur íslendinga síðan
nokkru fyrir aldamót. Þomnn af
æskulýð sveitanna hefir orðið að
hverfa til sjávar í leit að nýjum
heimilum og hamingju.
II.
Til skilningsglögg”vunar um
þetta mál má líkja þróunarorku
þjóðai'innar við straumelfi. Alt
frá því er vesturflutningar hóf-
ust, hefir þessi straumur fallið
stöðugt úr sveitum, fyrst lengi
til annarar heimsálfu, en síðar til
sjávar og því miður oft í sjóinn.
Þróun sjávarútvegsins hefir
reyndar leyst háskasamlegasta
vandamál Islendinga, þar sem var
hið sorglega þjóðartap, samfara
vesturflutningunum. En eigi að
síður hefir íslenskum sveitum
stöðugt blætt og horfir til fullrar
útblæðingar, ef ekki er að gert.
Avalt síðan er Framsóknar-
flokkurinn hófst af rústum eldri
stjómmálaflokka, hefir viðfangs-
efni hans verið, að fá stöðvað
þennan straum. Flokkurinn átti
upptök sín meðal yngri sam-
vinnumanna í sveitum landsins,
sem við úrlausn sambandsmálsins
opnaðist sýn um hin vanræktu
býli og lítt grónu sveitir. Allur
þorri landsmanna hafði um langt
skeið beitt orku sinni í stórdeil-
um um réttarstöðu Islands. Mót-
hreyfing sú, er reis til vamar
fullri eyðingu sveitanna, hlaut
því að verða frá grunni meðal
hinna yngri manna, sem fundu
hvar skórinn krepti og skildu
hinn þunga straum, er bar í fari
sínu nýgræðinginn burt úr hálf-
eyddum sveitunum.
Eins og raun ber vitni, hefir
straumurinn verið þungur í fangi.
Hefir þar verið um að ræða and-
lega sókn gegn fésýsluvaldi kaup-
staðanna. Verkefnið hefir verið
að opna bændum útsýn um þessa
meginatburði í lífi þjóðarinnar,
fylkja þeim til samstarfs, póli-
tískrar samheldni og andstöðu
gegn fullri eyðingu sveitanna. Til
mótstöðu þessari viðleitni hefir
risið kaupstaðavaldið með nálega
alt fjármagn landsins eins og
tromp í spilinu. Jafnframt því,
sem þetta vald hefir fært út at-
vinnuvegi sína við sjóinn og sog*
ið blóð og merg úr sveitunum,
hafa forgöngumennimir ausið ó-
mældum upphæðum af lánsfénu í
sívaxandi blaðakost, sem þeir
hafa troðið gefins inn á heimilin
í landinu. Ætlunarverk blaðanna
hefir verið að bera eld í herbúðir
bænda og tortryggja forystumenn
þeirra. Og því miður hafa of
margir bændur verið auðunnir til
tortrygni gegn sínum eigin sam-
herjum en til fylgis við oddborg-
ara og kaupsýslulýð í bæjum
landsins og aukið þannig far hins
þunga straums. Og í skjóli þess-
arar auðsveipni bænda færa for-
ingjar Ihaldsflokksins sig upp á
skaftið. Þeir hafa dregið undir
umráð sín og not alt fjánnagn
landsins og uppvaxandi verkalýð,
Nú vilja þeir einnig svifta bænd-
ur pólitísku valdi með breyttri
k j ördæmaskipun.
III.
Framsóknarflokkurinn mun,
meðan honum er falin stjóm og
völd í landinu, halda fast á við-
fangsefni sínu um varnir gegn
hnignun sveitanna og sókn þeim
til viðreisnar og aukinna þrifa.
Flokknum hefir þegar unnisc
nokkuð á og að vísu furðulega
mikið um viðnám. Verulegt sókn-
arskref er þegar stigið með stofn-
un Byggingar- og landnámssjóðs,
sem J. J. ráðherra hefir barist
fyrir á undangengnum árum.
Næsta verulegt sóknarskref
verður væntanlegur Landbúnaðar-
banki, sem atvinnumálaráðherr-
ann, Tr. Þ., hefir nú í undirbún-
ingi. Verkefnið blasir við, mikið
og margþætt. Á næsta manns-
aldri verða reist varánleg hýbýli
á jörðunum, túnin grædd út, ný-
býli stofnuð, bygðin raflýst, út-
varp stofnað, samgöngum og
póstferðum komið í kring með
örum sjósamgöngum og þéttu
vegakerfi um sveitir landsins, al-
þýðuskólar stofnaðir og fleira
gert það, er getur fært sveitirnar
hverja nær annari, aukið birtu og
hlýindi sveitalífsins og gert lífs-
baráttu fólksins sigurvænlegri.
Meginstefnan er að fá komið því
til leiöar, að þjóðvöxturinn geti
að nokkru farið fram í sveitun-
um þannig, að unga fólkinu, sem
þai- verður borið og barnfætt á
næstu mannsöldrum, opnist leiðir
til aukins landnáms í skauti bygð-
anna. — Menn þeir, er fyrir hafa
beist í samtökum bænda, ala þá
von í brjósti, að geta, í sinni tíð,
lagt grundvöllinn að þessu lang-
samlega mest um verða viðreisn-
arstarfi íslendinga.
IV.
Jafnvel þótt Framsóknarflokk-
urinn geri viðreisn sveitanna að
áherslumáli, eins og nú horfir í
landi hér, mun hann ekki missa
sjónar á alhliða framförum lands
og þjóðar. Flestir gætnir menn
og framsýnir, hvaða stjórnmála-
flokk sem þeir fylla, munu líta
svo á, að hagkvæmara væri fyrir
þjóðina, að vöxtur bæjanna yrði
ekki jafnör og verið hefir á síð-
ustu áratugum, en að orkunni
verði nú framvegis beitt að
nokkuru.til þess að tryggja fram-
tíð bæjanna og koma þessari
miklu nýmyndun á fastari grunn,
en nú hvílir hún á, fjárhagslega
og' þjóðernislega skoðað.
Nýbygðin við sjóinn er að
mestu leyti reist á sjávarútvegi.
Eins og framfarirnar og atvinnu-
byltingin, sem liggur að rótum
hennar, var af erlendum toga
spunnin, eins er nýmyndunin
sniðin að mestu eftir erlendum
fyrirmyndum og lítt mótuð af ís-
lenskri hugsun. Áhrifin hafa síð-
an borist frá kaupstöðunum upp
í sveitir landsins. Verður það ekki
af Islendingum skafið, að þeir
hafa verið mjög ístöðulitlir í
þjóðemismálum og óhugkvæmir í
þeim efnum. Þjóðhættir okkar
hafa reyndar margir verið lítt
eftirsjárverðir. En við eigum
feiknarmikið starf óunnið, um að
færa hýbýlishætti okkar, hús-
búnað, mataræði, samkvæmislíf
og hugsunarhátt í íslenskt horf
þannig að ekki slitni með öllu
samhengið í þjóðlífinu með
breyttum þjóðhagsástæðum.
Þessi hlið á framtíðarverkefn-
um bæjanna liggur mönnum síð-
ur í augum uppi, heldur en sú
fjárhagslega. Það er hverjum
manni ljóst, að kaupstaðir lands-
ins og sjávarþoi-p standa að
mestu leyti og falla með fiski-
veiðunum. Ef að höndum bæri
meginbreytingar í fiskigöngum
eða aðrai' ástæður bönnuðu að
atvinnuvegurinn yrði rekinn með
þeim hagnaði, er svarar atvinnu-
þörfum þeim er á honum hvíla,
myndi þegar horfa til stórvand-
ræða og jafnvel hungursneyðar í
bæjunum. Það má því með réttu
telja, að óvarlega sé bygt, þegar
grunnurinn undir framtíð og lífs-
vonum mikils hluta þjóðarinnar
eru hvikular fiskitorfur. Ætti
að mega vænta, að sjálfir útgerð-
armenn litu á þessa hlið málsins
með meiri alvörugefni en svo, að
þeir láti skip sín sitja um að
plægja landhelgina með botn-
vörpum.
En á þessum tryggingarbresti
verður ekki ráðin full bót með
neinum tryggingarsjóðum, hversu
rammauknir sem þeir væru. Bæ-
irnir þurfa að hvíla á fleiri meg-
instoðum. Kemur þar til greina
ræktun og iðnaður. Verður síðar
komið inn á þær greinir í þeim
margháttuðu verkefnum, sem
til þess miða, að gera landið
byggilegra framgjamri þjóð og
batnandi.
Brúailandsfundurinn.
Ólafur Thors átti þar ekki
sjö dagana sæla. — Hann var
orðinn dauðleiður á fundahaldi
því er hann hafði vakið upp.
Enginn íhaldsmaður úr Rvík vildi
koma með honum á fundiim og
enginn úr Mosfellssveit eða Kjal-
amesi lagði honum liðsyrði. Hann
bað Magnús á Blikastöðum að tala
með sér, en Magnúsi mun full-
kunnugt um að ólafur er að reyna
að grafa undan Jóni innan Ihalds-
flokksins og sat hjá. Þegar sann-
að hafði verið að ólafur hefði ekk-
ert gert fyrir kjördæmið á þingi,
lagst á móti áhugamálum bænda,
svikið málstað er hann þóttist
fylgja bæði í gengismálinu og
landhelgisvömum, þá var ólafur
svo heillum horfinn, er hann
reyndi að verja sig, að enginn
fundarmaður fagnaði ræðu hans
með lófataki. Því var slegið föstu
á fundinum að ólafur væri
„sprellukarl“ í landsmálum, og
dygði til þess eins að leika í lé-
legum „grínmllum“ fyrir hálf-
þroskuðum tilheyrendum. Nánari
frásögn í næsta blaði. *
Utan iír heimi.
Hudsonsflóabrautin.
B yggingu Hudsonsflóa j ám-
brautarinnar í Kanada verður
væntanlega lokið seint á næsta
ári. Jafnframt er unnið að hafn-
argerð í bænum Churchill við
flóann og verður því verki lokið
á árinu 1930. Hefjast þá sigling-
ar um Hudsonsflóann og ný
skipaleið opnast um Atlantshaf,
milli Ameríku og Evrópu, á
nyrðri slóðum en fyrri. Má kalla
að sú leið liggi meðfram strönd-
um íslands.
Bygging þessarar járnbrautar
hefir verið lengi á döfinni. Mætti
hún allmikilli mótspymu Austur-
fylkjanna í Kanada. Var verkinu
nokkuð fram miðað um þær
mundir, er heimsstyrj öldin skall
á, en stöðvaðist þá og lá niðri um
langt skeið. Mótstaða Austur-
fylkjanna bygðist á þjóðhagsleg-
um ástæðum þar í landi. Austur-
fylkin bygðust fyrst og síðan hin
nafntoguðu komlönd Sléttufylkj-
anna, Manitoba, Saskatchewan og ■
Alberta. Austurfylkin hafa því
til þessa verið farvegur fyrir alla
hina miklu kornverslun landsins.
Hafnarbæirnir, Port Arthur og
Fort William, við strendur hinna
stóru vatna Norður-Ameríku
hafa tekið á móti kominu úr
járnbrautarlestunum og skipin
síðan flutt það áleiðis til Evrópu.
Nú óttast Austurfylkin, sem
vonlegt er, að þessi nýja farleið,
sem við byggingu Hudsonflóa-
brautarinnar opnast út til hafs-
ins, muni draga mjög úr sam-
göngum gegnum Austurfylkin og
valda þeim hnekki. Eigi að síður
hafa þau orðið að láta undan
síga í málinu. Og er nú skamt
þess að bíða, að Sléttufylkin og
norðurhémð Kanada fái þessa
miklu samgöngubót.
Vegna ísreks og vetrarríkis er
ekki gert ráð fyrir að þessi nýja
siglingaleið verði fær nema nokk-
urn hluta ársins. Má af því ráða
að mikilvægar ástæður knýja til
þessara framkvæmda. Kemur þar
fleira en eitt til greina. I fyrsta
lagi opnast ný leið úr Sléttufylkj-
unum til sjávar og til Evrópu. I
öðru lagi verður jámbrautin ó-
beinlínis lykill að ónumdum lönd-
um nyrst í Kanada, þar sem
talin eru vera stórkostleg fram-
tíðarskilyrði fyrir kvikfjárrækt,
skógarhögg 0. fl. I þriðja lagi
munu fiskiveiðai' aukast stór-
kostlega í Hudsonsflóa og víðar
þar í Norðurhöfum um leið og
þannig' opnast leið beint á ótæm-
andi maj^tað í borgum Sléttu-
fylkjanna í Kanada og Norður-
ríkjanna í Bandaríkjum. — Vil-
hjálmur Stefánsson landkönnuður
hefir ritað bók um heimskautar
löndin á norðurströndum Kanada
og telur að landnám á þeim slóð-
um muni ekki einungis opna
nýjar, víðáttumiklar mannabygð-
ir, heldur hafa meginþýðingu
fyrir kjötframleiðslu í heiminum.
Hvaða þýðingu kynni Hudsons-
flóabrautin að hafa fyrir okkur
Islendinga? öi'ðugt myndi vera
að svara því fyrirfram, enda
verður skamt að bíða svars
reynslunnar. En á það má benda,
að mjög styttist leið milli Islands
og Vesturálfu heims og að við
komumst í hagvænlegri sam-
50. blað.
gönguaðstöðu við komyrkjuhér-
uðin og skógarhöggssvæðin þar í
landi. Loks má benda á það, að
vegna siglingateppu á þessari leið
mikinn hluta árs, stendur ísland
vel og landa best að vígi, til þess
að verða áfangastaður, er stytti
siglingaleiðina um helming þann
tíma árs, er mestu myndi skifta,
að siglingamar yrðu sóttar kapp-
samlega. Mætti þá svo til takast,
að hér risu upp kornforðabúr og
ef til vildi einhverjar mestu
kornmylnur í heimi.
Opið bréf
til
Árna bókavarðar Pálssonar.
Háttvirti herra!
Þér hafið nýlega á landsmála-
fundum hér í grendinni látið uppi
þá skoðun yðar, að stjómmála-
flokkur sá, er þér veitið fylgi,
hafi valið sér óviðunandi rang-
nefni, er hann tók sér nafnið
„íhaidsflokkur“. Um rök yðar
fyrir þessari staðhæfingu er mér
og öðrum, er ekki hlýddu á mál
yðar, ókunnugt. Eg lít svo á, að
umrætt nafn á flokknum sé rétt-
nefni, að það sé í samræmi við
nauðsynlega stjómmálahrein-
skilni og að breyting á nafninu
— að grundvallarstefnu og
stai'fsháttum flokksins óbreyttum
-— væri ekki til bóta.
Okkur mun því hér greina mjög
á í skoðunum k mikilsverðu mál-
efni. Nafn á stjórnmálaflokki á,
að réttu lagi, að vera sönn yfir-
lýsing um þjóðmálastefnu flokks-
ins. En þjóðmálastefnu kalla eg
viðhorf stjómmálaflokks, eins eða
annars, til skipulagsmálanna, sem
eru í raun réttri undirstaða allra
þeirra mála, sem uppi em á baugi
í almennri landsmálabaráttu.
Þessi skipulagsmál em hinn al-
menni ágreiningur um stjórn*
skipulag, almenn réttindi og
atvinnuskipuiag. Til þess að
æskja breytingar á flokksheiti,
þarf að vera unt að sýna fram á,
að það sé í ósamræmi við stefnu
hans í þjóðskipulagsmálum. Af
þessu munuð þér sjá, hverskonar
verkefni eg tel að þér eigið fyr-
ir höndum, til þess að rökstudd
verði fyrgreind staðhæfing um
rangnefni á íhaldsflokknum: Þér
þurfið að sanna, að hann sé ekki
íhaldssamur í þjóðskipulagsmál-
um.
Eg teldi mjög æskilegt og vil
hér með mælast til þess, að þér
birtið rök yðai' á prenti. Mætti
svo til takast, að af umræðum
okkar í milli og ef til vill fleiri
manna, mætti hljótast nokkur
fróðleikur um efni, sem mjög
vefst í þoku dægurmálanna.
Virðingarfylst.
Jónas Þoibergsson.
----«—
Veitingahús mjög veglegt ætlar Jó-
hannes Jósefsson íþróttakappi að láta
reisa hér i bænum við Austurvöll.
Verður bráðlega hafist handa um
framkvæmdir. Verður þessa mikil
þörf eigi síst fyrir 1930 og árin þar
á eftir, því að þá mun aukast ferða-
mannastraumur. En gistihúsmál bæj-
arins eru i algerlega óviðunandi lagi.