Tíminn - 08.12.1928, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.12.1928, Blaðsíða 2
216 TÍMINN samtaka, vegna þesa að þeím hafi ekki geðjast að landsmálaskoðun- um þorrans af félagsmönnum Kf. Skagf.? — Mun nú prófast málstaður þeirra félaga og at- burðir þessir verða jafnframt prófsteinn á félagsþroska Skag- firðinga. J'údasar-kossamir í Skagafirði. Fært hefir verið í frásögur og þótt broslegt, að á leiðarþingum síðastliðið sumar gerðu þeir Magnús Guðmundsson og Jón á Reynistað sér far um, jafnvel meira en áður, að kyssa kjósend- ur sína í Skagafirði og klappa þeim á bakið! Þykir Jón hafa gengið enn lengra í þessu en Magnús. Kemur þetta til íhugun- ar við nýjar fregnir af göngum Jóns um Skagafjörð í þeim erind- um að telja bændur á félagssvik. Þykir ein tegund af kossum að- eins geta samrýmst þesskonar er- indagerðum. Snjallræði. 1 nýkomnu blaði af Degi birt- ist eftirfarandi smágrein með ofanskráðri fyrirsögn: „Konur í Rvík, sem telja sig stjórn- vitrar, vilja láta lögbjóða, að annar þingmaður i hverju tvímennings- kjördœmi skuli ávalt vera kona. Tíminn hefir krufið þessa uppá- stungu kvennanna til mergjar og sýnt fram á, að þessu geti ekki orðið til vegar komið á annan hátt en þann, að ríkið yrði klofið i tvent, og að konur kysu konur eíngöngu, en karlmenn kysu karlmenn eða öfugt. Út af þessu hafa konumar komist' í óþægilega sjálfheldu. Nú hefir gam- ansamur náungi hér norðanlands fundið upp nýtt snjallræði, hínum stjómvitru konum til hjálpar. Er það á þessa leið: í hverju tvímennings- kjördæmi ska) aðeins annar þing- maðurinn kosinn af almenningi og skulu þá eingöngu karlmenn vera í kjöri. Sá, er kosningu nær, skal síð- an sjálfur velja sér fylgikonu til þingfarar. Með þessari aðferð yrði konu ávalt trygt annað þingsætið, án þess að rlkisheildin þyrfti að rofna. Er liér frá þessu skýrt, hinum stjórn \ítru konum til umþenkingar". Tíminn leyfir sér að skila þess- ari úrlausn áleiðis til kvennanna og' þakkar hinum snjallráða og gamansama manni fyrir að hafa komið þeim til hjálpar á tímum þrenginganna. Aðeins þykir Tím- anum sennilegt að hinar „stjóm- vitru“ kysu fremur, að konur yrðn í kjöri og tækju með sér Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 8V2 e. h. í Sambandshúsinu. Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra flytur erindi um afstöðuDa til stjórnmálaflokkanna. Stjórnixi karlmann. Er það meira í sam- hljóðan við kröfur þeirra um, að kynferði skuli ráða um þingfarir kvenna, jafnvel þótt karlmenn yrðu þeim hlutskarpari um at- kvæðatölu! Skyssa. I miklum umræðum, sem orðið hafa í blöðunum á tíu ára full- veldisafmæli landsins, hefir margt verið vel sagt og sumi merkilegt. Þó hefir þar orðið skyssa, sem ástæða er til að vekja athygli á. — Árni Pálsson bóka- vörður skrifar í Mbl. Hann tek- ur sér dómaravald yfir íslenskum stjórnmálaflokkum og þeim er um landsmál rita um þessar mundir. Skrifar hann af þvílíkum rembingi, eins og þar sé í fyrsta sinn sagt satt í umræðum um landsmálin! Hann ámælir þjóð- inni fyrir vanstillingu í umræðum urn stjóramál, eitraða flokka- drætti o. s. frv. — Nú mun það, því betur, vera nokkuð alment á- lit þjóðarinnar, að „hversu sem stríðið þá og þá er blandið" í landsmálabaráttu hennar inn á við, beri henni að standa sem einn maður út á við og að full- veldisdagurinn eigi að verða há- tíð samhugans í landinu! En hvernig tekst Áma Pálssyni sið- bótarstarfið og friðstillingin á fullveldisdaginn? Hann villist svo hrapallega af þeirri leið, er hann þykist ganga, að hann grefur upp úr fortíðinni eitthvert hið ófrægilegasta mál íhaldsflokks- ins og mishepnaðasta og jafn- framt eitthvert hið æsilegasta ágreiningsmál úr stjórnmálabar- áttunni og veitir „eitri“ þess í dálka greinar sinar. — Slík klaufabrögð eru sjálfssnoppungar meiri en ætla mætti að henti jafn vitiborinn mann og Ámi Pálsson er talinn vera. ----o---- í þeírrí leit. Honum var sannleik- urinn jafnkær, hvort sem hann birtist honum í guðlegum opin- berunum heilagrar ritningar eða í dásamlegum opinberunum nútíð- arvísinda. Alt prédikunarstarf hans hneig til þess að leiða menn- ina fram á leið í áttina til guðs og stytta fjarlægðirnar milli ást- vinanna, sem fluttir eru yfir landamæri lífs og dauða og hinna, sem enn bíða farar. Prédikanim- ar eru mikilsverðasti hluti árang- ursins af þessari sannleiksleit Haralds og þessu andlega kær- leiksstarfi, enda eru þær snildar- verk bæði að efni og formi. Jafn- vel yfir fyrirsögnum prédikan- anna vakir sérkennilegur og skáldlegur blær fegurðar og til- beiðslu. I niðurlagi formálans segir frú Aðalbjörg Sigurðardóttir: „Ýmsir béru manninum minum á brýn, að hann drægi úr Kristsdýrk- unínni í landinu. Eg, sem þekti hann svo vel, veít, að sú ósk, sem h a n n m u n lóta fylgja þessari bók út til landsmanna er: að hún megi verða að einskonar alabasturs-buðk, fullum dýrindis smyrsla, sem verði brotinn', Kristitil dýrðar, hvar sem bókin er lesin, svo að ilmur smyrslanna fylli húsin". Tíminn mælir með því, að þessi dýrmæta bók komist inn á sem flest heimili í landinu nú fyrir næstu jól „svo ilmur smyrslanna fylli húsin“. -----o----- FullvsldlsafmæliS. Forsætisráðherra íslands bárust, ó tíu óra fullveldis- afmæli landsins, samfagnaðarskeyti frá eftirtöldum mönnum: Frá Hans Hátign konunginum svo- hljóðandi: „Bestu óskir mínar um framhald á velgengni íslands og ís- lendihga, Christian R.“. Frá Jónasl Jónssyni dómsmálaróð- herra og Guðm. Vilhjálmssyni fram- kvæmdastj. Samb. ísl. samvinnufél. í Edinborg. Frá Zahle íyrv. forsætisráðherra Dana. Frá Madsen-Mygdahl fyrir hönd róðuneytisins danska. Frá Lindman forsætisróðherra Svía. Frá Jóannesí Patursson sjálfstæðis- íoringja i Færeyjum.' Frá de Rappard sendiherra Hol- lands í Khöfn. Fró Ragnarl Lundborg fyrir hönd Sænsk-íslenska félagsins. Frá Böggild aðalkonsul í Montreal og Stefáni porvaldssyni starfsmanni í utanríkisróðuneytinu danska. Frá Martin Bartels íyrir hönd ís- lendinga i Khöfn. um V.-Skaftafells- og Rangárvallasýslur. Yfirlit. . Nú hefir hér að framan verið gerð tilraun að færa kjama nokk- urra mála úr umbúðum þras- mælginnar. Einstök.mál eiga sér venjulega tímabundinn aldur. En að baki þeirra er hið mikla mál- efni: Lif þjóðarinnar og saga. — Skai nú að lokum gerð tilraun að opna víðara sjónarsvið um höf- uðmálefni þjóðarinnar, stefnu- breytingar þær, sem orðið hafa og orsakir stefnubreytinganna. Á það má benda, að framsókn þjóðanna í andlegum og verkleg- um eínum stendur jafnan í beinu hlutfalli við sjálfsforræði þeirra. Verður þetta skiljanlegt í ljósi þeirrar ótvíræðu staðreyndar, að orsakir til undirokunar þjóða eru jafnan fégirni og valdasókn á- gangsþjóðanna. En á það má jafnframt benda, að barátta þjóð- anna til sjálfsforræðis og gróður- inn ■ í lífi þeirra að öðru leyti munu eiga sér sameiginlega rót í djúptæku lögmáli og að miklu leyti óskýrðu enn í dag. Svo virð- ist sem þroski þjóðanna eigi sér tímabundinn aldur og takmörkuð stig. Sögulegar rannsóknir votta að mikil og fom menningarríki eru með öllu horfin af yfirborði jarðar. Þjóðir hafa faxdst á há- . Á víðavangi. * - Ofsóknin gegn Kf. Skagf. Jón Sigurðsson alþm. á Reyni- stað og Sigurður Bjömsson bóndi á Veðramóti hafa lehgi verið grímuklæddir fjandmenn sam- vinnustefnunnar í landinu. Hafa þeir löngum átt hlut að undir- róðri gegn Sambandinu heima í héraði og tortrygt skipulag þess í verulegu atriði. Nú hafa þessir menn nýlega kastað grímunni og gerst opinberir ofsóknarmenn Kaupfélags Skagfirðinga. — At- burðirnir, sem gerst hafa í Skaga- firði, eru í stuttu máli þeir, er nú skal greina: 1. I fyrra var þar á döfinni stofnun fi’ystifélags. Skyldu standa þar að þrír aðilar: Kf. Skagf., Sláturfél. Skagf. og kaup- menn á Sauðái'króki. En er ljóst varð, að Sambandið myndi fara með sölu hins frysta kjöts, gengu kaupmenn frá. Og er á skyldi herða reyndist áhuginn fyrir stofnun félagsins sama sem eng- ixm. 2. Landstjómin kaus að eiga um frystihúslán við aðeins einn aðila og hlaut Kf. Skagf. lánið. Enda hefir það með höndum mestan hluta af afurðasölu bænda í héraðinu. 3. Jón Sigurðsson og Sigurður á Veðramóti hafa um langt skeið setið í stjóm Kf. Skagf. En er þessi varð niðurstaða frystihús- málsins og það kom í ljós, að fé- lagið, sem þeir hafa stjómað, naut trausts landstjómarinnar og var látið xxjóta sömu hlunninda og mörg önnur félög, umhverfðust þessir menn og neituðu að starfa í félaginu framvegis! 4. Nú hafa þeir Jón og Sigurð- ur hafið ofsókn á hendur Kf. Skagf. á þann hátt að efna til stofnunar pöntunaríélags við hlið- ina á því. Er þegar ákveðið að opna bráðlega sölubúð þessa nýja félags. Síðan ganga þeir um, Jón og Sigurður, og leitast við að telja viðskif tamenn Kaupfél. Skagf. á, að svíkja sitt eigið fé- íag og gerast viðskiftamenn pönt- unaxíélagsins! 5. Þessa einstöku iramkomu reyna þeir félagar síðan að aí- saka með því, að þeim hafi verið sparkað úr félaginu. Eins og aðal- fundargerð Kf. Skagf. frá síðasta tindi frægðar sinnar og sjálfsfor- ræðis (Rómverjar) . Segja má, að hið sama hafi með nokkrum hætti gerst á íslandi á Sturlunga- öld. Hvað veldur slíkum örlögum? Yfix-borðsskýring felst í íslenska málshættinum: „Það þarf sterk bein til að þola góða daga“. En lögmálið sjálft er óskýrt. Hvers vegna í-ísa þjóðimar og falla eins og öldur á hafi tímans? Hvers- vegna fer innri veiklun í kjölfar glæsilegrar ytri menningar og gerir þjóðimar óhæfar, til þess að verja sjálfstæði sitt og halda fast á menningu sinni og afrek- um? Um það bil er Islendingar náðu hámarki andlegrar fi'ægðar og ritlistar, hófst hnignun þeixra og þjóðin steypist í hörmulega á- þján undir erlendu valdi, svo að nærri stappar fullri eyðingu hennar. Og þegar þjóðin er að bana komin og lögmáli hnignun- arinar virðist fullnægt, hefst við- reisnin að nýju. Má telja, að síð- an hafi orðið samfara: barátta þjóðarinnar fyrir sjálfsforræði sínu og baráttan fyrir andlegri og fjárhagslegri viðreisn. Þúsund ára afmæli Alþingis Isendinga verður jafnframt aldarafmæli viðreisnarbaráttu þjóðarinnar. En hún hófst árið 1830 með kröfu Baldvins Einarssonar um endur- reisn Alþingis. Síðan hafa í við- reisnarstarfinu og sjálfsforræðis- baráttunni verið uimin einhver hin glæsilegustu þrekvirki í sögu þjóða, Eiga þar átök sín fjöl- vori vottar, vonx þeir báðir end- urkosnir í stjóm félagsins, en neituðu að sitja í stjórninni framvegis. Nú gerast þeir svo djarfir, að afsaka óheyrilega framkomu sína með vísvitandi ó- sannindum þvert ofan í f jölmarga votta og skjalfesta heimild! 6. Ennfremur láta þeir félagar Mbl. 5. des. síðastl. flytja þá skýringu á atferli þeirra, að þeifn hafi „ekki líkað kaupfélagið und- ir stjóm Sigfúsar Jónssonar og því tekið það i’áð, að stofna þetta nýja félag“. Mun sú skýring þykja betur hæfa lesendum Mbl. í Reykjavík heldur en viðskifta- mönnum kaupfélagsins heima í Skagafirði, eigi síst, þegar þess er gætt, að þeir Jón og Sigurður hafa, eins og fyr var sagt, setið í stjórn Kf. Skagfirðinga um langt skeið, haft þar meirihluta- ráð og ráðið framkvæmdastjóra féiagsins! 7. Slátui-félag Skagf. hefir tek- ið höndum saman við þá Jón og Sigurð. Var nýlega samþykt á fundi Sláturfél. að reisa nýtt frystihús á Sauðárkróki við hlið- ina á frystihúsi kaupfélagsins. Og þessar í-áðstafanir eru gerðar þrátt fyrir það, að kaupfélagið hefir í undirbúningi frystihúss- málsins lýst yíir því, að öllum yröi leyfðux- aðgangur og not af húsi félagsins með sömu kjörum og féiaginu sjálfu! Samandregið yíirlit þessara at- burða verður þá svona: Þegar Kí. Skagí. fær frystihússlánið, úthverfast þeir Jón og Sigurður, gerast iiðhlaupar, láta rægja séra Sigíus í Reykjavík, en félag hans heima 1 Skagafirði, hlaupa um héraðið og reyna að lokka meun tii félagssvika, taka hönd- um saman við Sláturfél. Skagf. og efna til þess að stofnað verði bæði félag og frystihús til höfuðs Kaupíéiagi Skagfirðinga, sem þeir hafa sjáifir stjómað um langt skeið. — Mun ekki slík framkoma vera einsdæmi í sögu íélagsmálanna hér á landi ? Flest- um mun vii’ðast að framkoman sé torskiiin og þarfnist viðbótar- skýiingar. Tíminn vill hér með beina eftix-farandi spumingu til hlutaðeigandi manna: Væri það hugsardegt, að þeir, sem hæst haía galað um, að „ekki mætti draga kaupfélagsskapinn inn í pólitík“ hafi stoínað til þessara max-gir ágætismenn, alt frá Bald- vini Einarssyni og til þeirra maima, er nú sækja fastast fram um eínalega, andlega og siðferð- islega þi’óun Islendinga. Um það verður ekki deilt, að við höfum, íslendingar, lifað um skeið og lifum emi á einhverju því gróskumesta þjóðarvori, sem verða má. Fjárhagslegar og verk- legar framfarir munu óvíða eða hvergi hafa orðið tiltölulega jafnmiklar síðustu áratugina. Við höfum bygt stærstu höfuðborg í heimi, þegar litið er á fólksfjölda, auk margi’a annara bæja og þorpa, mikil mannvirki í hafna- gerðum, vitum, vegum og brúm, eignast að tiltölu öflugan flota, tekið siglingamar og strandvarn- imar að mestu í eigin hendur. Þarf eigi í grafgötur að leita, til þess að sjá, hvert horfir: Hugur þjóðarinnar stefnir að fullu og óskoruðu sjálfsforræði jafnframt efnalegu sjálfstæði. En við Islendingar munum verða að hlíta þeim algildu sköp- um, að snöggum umbyltingum og nýmyndunum fylgja miklir ann- markar og að eigi verða unnin ný verðmæti án nokkurra fórna. Nýmyndun þjóðlífsins á strönd- um landsins fylgja miklir ann- markar enn sem komið er. Hún er að mestu spunnin af erlendum toga og lítt mótuð af íslenskum þjóðháttum og erfðavenjum. Byggingar hverrar þjóðar eru vé erfðavenja hennar. En byggingar Islendinga hafa fallið með: hverri kynslóð, af því að þeir lærðu um seinan að byggja úr haldgóðu efni. Af þessum sökum eiga Is- lendingai' fyrir höndum það feiknarlega viðfangsefni, að færa á þjóðlegan grunn nýbygðinavið sjóinn og alt sitt þjóðlíf. Við eigum enn ógert það, sem mestu skiftir: að bjarga íslensku þjóð- arsálinni og skapa þjóðemi okk- ai' vígi í íslenskum húsakynnum við íslenskan hýbýlabúnað, borð- siði, samkvæmislíf, þjóðskemtan- ir, íþróttir, klæðaburð, mataræði og hverskonar þjóðsiði. Auk þess eigum við eftir að byggja undir bæi okkai' haldbetri frambúðar- grunn en hvikular veiðivonir og Spánaimarkað. Þó má telja alls viðsjárverð- ast, hverjai' fómir. atvinnubylt- ingin og hin fjárhagslega þróun hefir heimtað. Atburðir síðustu áratuga hafa dregið til mikils misvægis í þjóðlífinu. Fólksfjölg- un öll fer fram á ströndum lands- ins og fullur helmingur bam- anna fer á mis við uppeldisáhrif og þroskunarskilyrði gróðrarlífs- ins í sambúð við dýr og grös jarðar. I stað gróðraruppeldis þjóðarinnar um allan aldur, er nú að mikíu leyti komið rányi’kju- uppeldi við veiðibrögð á hafinu og fiskverkunarvinnu í meira og minna óhollu bæjalífi og óþrifa- legum sjávarþoi’pum, þar sem siðferði þjóðarinnar, tungu henn- ar og þjóðerni er stofnað í mik- inn háslca. Það hefir orðið hlutskifti sveit- amia, að ala upp mestan hluta þeirrar kynslóðai', sem nú stax-far og fer með völdin í landinu. Þeg- ar æskuiýður sveitanna hefir náð þroska- og fullorðinsárum, hefir hami horfið burt af slóðum æsku sinnar, af því að sveitunum hafa ekki verið búin þjóðvaxtarskil- yrði þvílík sem bæjunum. Heim- ilin í sveitunum hafa færst sam- an en mörg fallið með öllu niður í þustir. Lífið þar hefir orðið einhæft einyrkjasti’it með fáum ljósglömpum tilbreytni, sam- kvæma eða andlegra nautna. Bóklestri fer hnignandi og upp- eldisháttum sjálfra heimilanna. Borgir allra þjóða endumýjast að vísu og fá lífsviðurhald af sí- feldu aðstreymi fólks úr sveitun- um. En blóðtaka íslenskra sveita til nýmyndar stórra bæja á fáum áratugum mun vera gífurlegri en áður séu dæmi til. Enda horfir nú til þess, að sveitunum blæði víða til ólífis, ef ekki verður að gert. — Ofan á slíkar búsifjar hafa síðan bæst þung áföll af völdum verðlagsbyltinga og breytinga á gjaldeyrisgengi, sem fór í slóð heimsstyrjaldarinnar. Mikil og stórstíg atvinnusókn Islendinga á ströndum landsins hefir um skipulag og fram- kvæmdahætti verið háð á gmnd- velli frjálsrar samkepni, að ná- lega öllu leyti. Um það eins og fleira hefir hún verið skilborinn afspringur erlendra hátta. Skipu- lagi því hafa og oi’ðið samfara annmai’kar þeir, er jafnan fylgja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.