Tíminn - 08.12.1928, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1928, Blaðsíða 4
ffigiff'iv 2XS< Prjónavélar Það er ekki nóg að spyrja um prjónavélar. Spyrjið um: Britannia prjónavélar Þær eru með viðauka og öll- um nýjustu endurbótum, og samt eru þær ódýrastar. Samband ísl. Moniö hln skýru orð featar-islœdlngflbu ÁatBtsndftr JðtumB»»onw á flíðaflta aðaUxmdl Enasklpafélagalaflt „Sú króna, lem fer út úr landinu, er kvödd i síðasta sinn“. Kveðjið þér ekki yðar krónu í sfðasta sinn, þar sem þess þarf ekki með. Vátryggið alt, á sjó og landi, bjá SJóvátryggingarfélagi Islands. vinnufól. Síldarmj öl Treystið ekki um of á heyin, þótt þau séu góð. Gelið síldarmjöl með beitinni. Samband ísl. samvinnufélaga. GERPÚLVER rnflð þ«wu merkí trjrggtr jHBw fyrata flokki vöru. KiiupiÖ ftðftins þftð H.f. Efoeg«rO ReykjarQrui. fslenska ölið heflr hlottð «tnrðma krf ftHrm neytftÐd* Fwt 1 ðHun voatai- um o% vdttogBhdsam ii ii iiiiihiihi^B SniORLÍKl IESIa.-u.pfélagsstj óraj? I Munið eftir því að haldbest og smjörí líkast er „Smára“ - smjörlíki Sendið því pantanir yðar til: H.í. Smjörlíkisgerðin, Reykjavík. H.f. Jón Sigmundsaon & Co. m Millur og alt til upphlut* sérlega ódýrt. Skúfhólkar úr gulli og silfri. Sent með póstkr. út um land ef óskað er. NÝ BÓK. GÓÐ BÓK. Hagalagdar níu smásögur um ýmisleg efni eftir Einar Þorkelsson, iyrv. gkrif- stofustjóra Alþingis, eru komnir á bókamarkaðinn. Höf. er þegar orðinn landsþektur fyrir ágæti sinna fyrri bóka: „Ferfætlingar4" og „Minningar“, en ekki standa „Hagalagðar“ þeim að baki um efni og frásagnarstíl. — Verð kr. 5,00 og 6,50 í bandi. Fást hjá öllum bóksölum. *..... Aðalútsala: Prentsm. Acta I heildsðlu hji Tóbaksverslun lslands h. f. Stanley Meiax: f f alt ástarsögur. Verð aðeins krónur 4.00 Fást hjá öllum bóksiHum. Jón Sigmundsson. gullsmiður Sími 383. — Laugaveg 8. FÁLKA- KAFFIBÆTIRINN hflíir á rðmu ári áunaiO uir «ro alxaeuuk hylii, ftO Mlftn á honum « orOln V« hluti ftí allri kaftib«tiflftölu þMfla Iftnds. Kaupíélagmatjórar, aftndlO pantanir yðar gflgnwn Sam- bandiðl SlHtitiiitiHiiitiiatiHcttiixiniiiiiiiiniiiC 1 Veðdeildarbrjef. § iiihiiiihihih íiiniiniiiiiiiiiniinminnininniimni “ Sankavaxtarbrjttf (vað- deildarbrjttf) 8. flokke v«fl- delldar Landsbankana fást kaypt í Landsbankanum og útbúum hane. VttXtlr af bankavaxta- brjttfum þessa flokks sru 5%, «r grsiðast I tvsnnu lagi, 2. janúar og 1. Júlt ár hvttrt. Sbluvsrfl brjefanna or 89 krónur fyrir 100 krðna brjef að nafnverðl. Brjefin hljófla á 100 kr., 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. | Landsbanki ÍSLANDS| •HiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii Rítstjóri: Jónas Þorbergeson. Sími 2219. Laugaveg 44. Prentsm. Acta. handa. Félög og einstakir menn hafa vaðið í fénu upp í axlir. Lán- in mörg lítt trygð og sum þau stærstu alls ekki. Töp og uppgjaf- ir nema yfir 20 milljónir króna. Fiskhringurinn einn, sem var brasksamtök nokkurra manna í Rvík, tapaði 1900 þús. kr. Síðan tekin lán á lán ofan á ábyrgð landsins, til þess að fleygja í botnlausa hít fjársukksins, þar á meðal ókjaralánið enska. sem hvarf að mestu til þessara nota. Þar voru tolltekjur hins unga ríkis veðsettar, til þess að máttar- stólpar Ihaldsflokksins gætu hald- ið áfram að leika teningskast með fjáimuni landsins og framleiðslu. Síðan greiða skilamenn landsins, aldir og óbomir, syndagjöld þess- ara tíma í okurvöxtum bankanna. 6. Einn af merkustu útgerðar- mönnum landsins, Ágúst Flygen- ring, hefir á Alþingi borið þung- ar sakir á stéttarbræður sína, togaraeigendur og staðhæft, að þeir rækju skipstjórana óbeinlín- is, til þess að ræna í landhelginni og að þeir stjórnuðu slíkum veið- uð úr landi með því að senda skipstjórunum aðvaranir um hreyfingar varðskípanna. Væri og vitanlegt að loftskeytatæki hefðu verið sett í togarana með það aðallega fyrir augum. — Þrír aðrir af þingmönnum Ihalds- manna, Hákon, Ottesen og Stein- sen hafa vottað mjög sterklega á Alþingi um stórkostlegan yfir- gang og ránskap íslenskra togara í landhelginni. Eigi að síður risu lhaidsmenn öndverðir gegn til- raunum núverandi dómsmálaráð- herra á síðasta þingi að fá hefta misnotkun loftskeytanna. 7. 1 skjóli samkepnis- og yfir- troðslustefnunnar hafa þróast kosningasvik og falsanir í Vestur- Isafjarðarsýslu. Það hneykslismál lognaðist út af í höndum fyrver- andi stjóraar en var rannsakað ítariega fyrir atbeina núverandi stjóraar. En rannsóknin mætti fylstu andúð og uppvöðslu lhalds- manna. StaiT rannsóknardómar- ans var hindrað, hann uppnefnd- ur og ofsóttur í blöðum flokksins og honum jafnvel hótað. Mbl. birti mynd af þeim manni, sem lengst gekk í ósvífninni, eins og þjóð- hetju! Verður nú, sökum rúmleysis, látið hér staðar numið, enda þótt fátt eitt sé talið. Hefir verið bent á þessar sttaðreyndir, til þess að sýna fram á, að framförum þjóð- arinnar fylgir háski, sem henni ber á hverjum tíma að gjalda var- huga við. Felst sá háski annars- vegar í misvægi atvinnuveganna, hnignun og falli sveitanna; hins- vegar í siðíerðislegu og andlegu tjóni, sem hvarvetna fylgir sér- drægnisviðleitni og samkepnis- háttum auðvaldshyggjunnar. Kosningarnar 1927 munu í framtíðinni verða taldar merkur atburður í sögu Islendinga, af því að þær marka stefnuhvörf á þeim sviðum, þar sem háski þjóð- arinnar var mestur. Þá var dýrk- endum samkepnis- og auðhyggju- stefnunnai- Immdið af stóli, en til valda settir menn, er áður höfðu haldið uppi andstöðu gegn fyrr nefndum öfgum og ófarnaðarstefn um. Tryggvi Þórhallsson hefir, síðan hann hóf stjórnmálastarf- semi, haldið uppi látlausri bar- áttu íyrir málstað sveitanna. Jón- as Jónsson hefir barist gegn þjóð- mála- og fjármálaspillingu Ihalds- flokksins en fyrir alhliða menn- ingarframförum þjóðarinnar í verklegum, andlegum og heil- brigðislegum efnum. Nú er hvor- um tveggja þessara manna skap- að starfssvið, til þess að fá unnið að hugsjónum sínum. Ef þjóðin veitir þessum mönnum og Fram- sóknarflokknum ótrauða fylgd, er mikil von um að frá verði bægt um sinn þeim tvenskonar þjóðar- háska, sem að framan hefir verið lýst. Greinarlok. Eg hefi, í framanskráðri rit- gerð, notað tilefni það, er Ihalds- menn gáfu með fundahöldum sín- um, til þess að gefa allítarlegt yfirlit um ferðalagið, viðureign manna á fundunum, kjarna flestra mála, er til umræðu komu og loks meginstefnur í þjóðmál- unum. — Eg hefi til verksparn- aðar leitast við að gera sem mest einróið að þessum málum. Er ætl- ast til, að með riti þessu verði svarað og hnekt nokkuð miklu af þeim árásum og endurtekna nuddi, sem Ihaldsblöðín hafa haldið uppi á hendur núverandi stjórn ávalt, síðan hún tók við völdum. Gegn tveimur blöðum Framsóknarflokksins standa nú eigi færri en fimtán blöð Ihalds- manna. Hefir þeim fjölgað drjúg- um í seinni tíð. Mættí því þykja eigi um skör fram, að hafðir séu í frammi nokkrir tilburðir um að hamla upp á móti slíkum blaða- sæg og þvi þjóðmálamoldviðri, er þau skapa. Liðsmunur þessi er Framsóknarstefnunni ekki jafn- háskalegur og virðast mætti í fljótu bragði. Orkar þar um gagn- gerður munur á málstað og að æskumenn landsins spretta upp til fylgdai- við Framsóknarflokkinn og forystumenn hans. „Ungir Ihaldsmenn“ munu verða því tor- skildari og fágætari fyrirburðir í ríki náttúrunnar, sem stundir líða fram. — Blaðamenska Ihalds- flokksins vottar skýrast og ótví- ræðast um málstað hans. Til rit- stjóraar við blöðin veljast nær eingöngu mjög veigalitlir menn. Hvergi eru í blöðum flokkains hafin merki nýrra mála eða hug- s j ó n a, heldur er þar eingöngu haldið uppi slitalausri niðurrifs- pólitík og ársum á þá menn, sem fyrir beitast í tilhreinsunarstarf- inu og alhliða framsókn þjóðar- innar. Með f jölgun blaðanna f jölg- ar ekki málum eða árásarefnum, heldur aðeins orðum og endui- tekningum. Eg hefi um nærfelt 9 ára skeið ritað fyrir málstað samvinnu- stefnunnar og Framsóknarfl. Hefir mér í margháttuðum deil- um og rökræðum sífelt aukist sannfæring um það, að samvinnu- stefnan er í höfuðatriðum rétt og heillavænlegust í landsmálum eins og nú er háttað þroska mann- anna, — og að sá flokkur, sem hefir hana ásamt viðreisn sveit- anna efst á stefnuskrá, er á „framtíðarvegi". — Jafnframt hefir mér sífelt aukist beigur af landsmálastefnu Ihaldsmanna, sín- girni og hófleysi auðvaldshyggj- unnai-, yfirtroðslum samkepninn- ar og bruðlunarsemi hennar á orku lífsins, kaldrifjuðum aðferð- um hennar og lítilsvirðingu á lífi og málstað almúgans og þess van- mátta gróðurs, sem hvarvetna berst til lífsins og ljóssins. —• Eignist eg ráð á óskum fyrir hönd þjóðar minnar, er þeim fyr- ir löngu ráðstafað: Eg mun óska að þjóðin hverfi aldrei framar til þess ráðs, að fá auðborgurum og burgeisum Reykjavíkur forsjá mála sinna í hendur. Og eg mun óska þess, að þjóð- in eignist jafnan gnægð stórra. göfugra mála og sterka, ósín- gjarna hugsjónamenn. Jónas Þorbergsson. ----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.