Tíminn - 08.12.1928, Blaðsíða 3
T'IMÍNN
fit
t
Sigtryggur Snorrason, fyr
bóndi að Þórisstöðum, andað-
ist þ. 2. des. að heimili sínu
Ingunnarstöðum í Kjós. Lík
hans verður jarðsungið að
Saurbæ á, Hvalfjarðarströnd
þ. 12. þ. m.
Fyrir hönd aðstandenda.
Ingunnarstöðum 4. des.-1928
Lúther Lárusson
Afengisverslunin
og íhaldið.
Enn sem komið er hefir lítið
orðið úr því höggi sem hr. Jón
Þorláksson reiddi að núverandi
stjóm fyrir að hafa skift um
forstjórn Áfengisverslunarinnar.
Hefir ekkert bólað á því, að Jón
hafi fundið þeim orðum sínum
stað, sem hann lét falla á fund-
inum að Sauðhúsvelli. Hinsvegar
hefir því verið lýst að nokkru
hversu farnast hafði um stjóm
þessarai stofnunar undir yfirum-
sjón og eftirliti íhaldsstjórnar-
innar, og alt um það þegir
flokksformaðurinn, sem sjálfur
hafði þó innleitt umræður um
þetta sérstaka mái.
En út af ritstjómargrein sem
birtist í Morgunblaðinu nýlega,
skal hér bætt við nokkrum hug-
leiðingmn til viðbótar því sem
áður hefir verið frá greint.
Hr. stórkaupmaður Garðar
Gíslason sneri sér til mín á dög-
unum og spurðist fyrir um það,
hvort Áfengisverslunina vantaði
ekki eitthvað frá „sínum firm-
um“*) fyrir jólin. Eg kvað nei
viö því. Sagði honum eins og var,
að við ættum enn mjög mikið frá
„hans firmum“ og meðan birgð-
irnar væru jafnmiklar og fjöl-
skrúðugar mundi maður koma sér
sem mest hjá kaupum. Garðar
taldi þann kost við það að eiga
miklar birgðir, að vínin bötnuðu
með aldrinum. Eg spurði hann
að því, hvort hann liti ekki svo
á, að hyggilegra væri að kaupa
þá heldur þeim mun eldri vín,
heldur en að fara að geyma vín
’) þa8 er firmum sem hann hefði
umboð fyrir.
hér heima i húsakynnum þeim
sem Áfengisverslunin hefir yfir
að ráða, í þeim tilgangi að bæta
vínin. Virtist mér hann ekki vera
frá því, að slíkt mundi hyggi-
legra.
Því er svo farið, að helmingur-
inn af því húsnæðí sem notað
hefír verið til víngeymslunnar
mun sæmilegt, en vistarverur
þær sem notaðar hafa verið til
þess ,að geyma allan..hebning- af
birgðunum munu enganveginn
fullnægja þeim kröfum sem til
slíks húsnæðis þarf að gjöra, og
er þarna enn ein sönnunin fyrir
því, hversu óhóflegar birgðirnar
voru.
Þá hélt eg því fram við hr.
Garðar Gíslason, að eigi bæri að
líta svo á, að höfuðtilgangur þess-
arar stofnunar væri sá, að full-
nægja „vissum smekk“ manna
hér á landi. Höfuðtilgangur henn-
ar væri að fullnægja settum
kröfum þeirrar erlendu þjóðar,
sem hafði í hendi sér líf og af-
komu sjávarútvegsins íslenska.
En eg teldi að þetta yrði að
gera á þann hátt að af því hlyt-
ist sem minst fjárhagstjón fyrir
ríkissjóð,
Á þetta félst stórkaupmaður-
inn, að því er mér skildist.
Nú vita það allir menn, að
birgðirnar voru svo miklar og
óliaganlega valdar, að af því
hefir hlotist stórfelt tjón, t. d. má
geta þess að portvín ein voru til
fyrir hálfa miljón króna og mjög
mikið af því illseljanlegt eins og
það kom fyrir. Til samanburðar
má geta þess að Vermuth það,
sem Morgunblaðið hyggur að hafi
valdið mestum baganum, nam þó
eígi samtals méir en 130 þúsund-
um króna. Fyrir þá fjármuni,
sem árlega hefðu farið forgörðum
við það að liggja með það, sem
lagst vai' fyrir, hefði niátt brúa
meðalfljót á hverju ári, til dæmis
að taka.
Til þess að minka þessar birgð-
ir voru tvær leiðir.
önnur sú, að kaupa ekkert,
svelta menn yfir þessu eins og
það var, unz það var þrotið,
ellegar gera það, sem gert hefir
verið, bæta þetta hvað með öðru,
þótt af því hlytist nokkurt fjár-
hagstjón.
Fyrirrennari minn á af því
heiðurinn að hafa fundið þetta
úrræði. Hann var byrjaður á því
sem mörgum bóndanum hefir orð-
ið að góðu liði þegar heyin hafa
jetist illa. Hann var byrjaður að
hrista þetta saman, en með svo
mikilli varfærni að það hefði vís-
ast tekið hann mörg ár að koma
í ló því sem með þurfti. Eg hefi
fetað mig áfram á sörnu braut-
inni, í stað þess að hella tveim
dýrari tegundum saman við eina
édýrari, þá hefi eg helt þrem
dýrum tegundum, í eina ódýra.
Og í stað þess að vera að kjótla
þessu í 10 lítra mælikeri, þá hefi
eg útvegað ámu, sem tekur fimm
„uxahöfuð“ 1 senn, og svo hefir
verið mikil eftirspúrn eftir þess-
um nýja „cocktail“ Áfengisversl-
unarinnar, að engin leið hefði ver-
ið að fullnægja eftirspurninni, ef
ekki hefði verið gripið til þessa
úrræðis.
Eg hefi vikið að þessu vegna
þess að Morgunblaðið tæpti eitt-
hvað á „spillingu“, sem mér skild-
ist að það sæi í þessu úrræði okk-
ar forstjóranna.
Með því hversu eg hefi sjálf-
ur litla þekkingu á víni eða vín-
gæðum, þá fór eg svo varlega, að
eg bað fyrirrennara minn að
bragða á þeirri samsetningu, sem
eg hafði sagt fyrir um. Eg hafði
hugsað mér að gera þyrfti sér-
stakan nýjan flöskumiða á þessa
nýju blöndu, en að ráði fyrir-
rennarans notaði eg sama flösku-
miðann og hann hafði notað á sína
blöndu, en sá „mjöður“ var þegar
orðinn mun vinsælli heldur en
drykkur sá hinn óbætti, sem um
langt skeið hafði verið fluttur til
landsins og mest hafði verið selt
af áður.
Skal nú hlerað eftir því hvað
um þessi mál verður ritað og sagt
í herbúðum íhaldsins, áður en
nýjum atriðum verður hreyft
sem skifta stjórn Áfengisverslun-
arinnar í nútíð og fortíð.
En í þetta sinn get eg þó ekki
stilt mig um að geta þess, að eg
hefi alveg nýlega rekist á ný og
átakanleg dæmi þess, hversu veldi
milliliðanna hefir verið mikið í
viðskiftum við Áfengisverslunina,
og að því er virðist æ því meir,
sem þeir vóru hærra metnir sem
liðsmenn í íhaldsflokknum. Kem-
ur mér helst í hug að líkja fram-
ferðinu við það, þegar skepnur
„standa í stálinu“ og eftirlitið á
bænum hefir verið líkast því að
húsbóndinn, Ihaldsstj órnin, hall-
aði aftur hlöðuhurðinni til þess
að gestir og gangandi ekki rækju
augun í „umgengnina", í stað
þess að reka þær út.
Guðbrandur Magnússon.
----o---
Fréttir.
Magnás Kristiánsson fjármálaráð-
herra, sem nú er staddur í Kaup-
mannahöfn, var skorinn upp við inn-
vortiskvilla 1. des. síðastl. þegar síð-
ast fréttist voru vænlegar horfur um
bata hans.
Embxtií. Um lögmannsembættið í
Reykjavík sækja þeir dr. Bjðrn
jJórSarson hæstaréttarritari og Magn-
ús Guðmunctsson alþm. Embættið
verður veitt frá næstu áramótum og
hefir lögmaður með höndum flest þau
störf er nú heyra undir bæjarfóget-
ann, nema meðferð opinberra mála.
— Um lögreglustjóraembættið í
Reykjavik sækir Hermann Jónasson,
fulltrúi bæjarfógeta. Hefir hann lagt
sérstaka stund á þær greinar í lög-
fræði ér þar að lúta. Ilefir hann dval-
ið í þýskalandi síðastl. sumar og
íiaust til þess að kynna sér lögreglu-,
stjórn í smábæjum. — Um bæjar-
fógetastöðuna í Neskaupstað í Norð-
firði sækja Kristinn Ólafsson bæjar-
stjóri í Vestmannaeyjum og Jón Hall-
varðsson cand. jur.
Húsbruni. Nýlega brann á Akureyri
hús það, er séra Geir heitinn Sæ-
mundsson átti og bjó í. Varð brun-
inn hastarlegur og er helst álitið að
kviknað hafi út frá rafmagnsleiðslu
í kjallara.
Dánardægur, Nýlega er látinn
Auglýsing'
Ilappdrætti Sjúkrasjóðs Stykkis-
hólms, sem draga átti um 1. des.,
verður trestað til sumardagsins
fyrsta 1929.
Brynjólíur BJamason fyrrum bóndi i
þverárdal en bróðir Páls sýslumanns
í Stykkishólmi. Brynjólfur var við-
kunnur maður fyrir gestrisni og höfð-
ingsskap er hann bjó i þverárdal.
Hjónaband. þann 1. des. siðastl.
voru gefín saman í hjónaband ung-
frú Laufey Böðvarsdóttir að Laugar-
vatni og Pál Diðriksson bóndi á Búr-
felli i Grímsnesi. Brúðkaupsveislan
fór fram í Laugarvatnsskóla.
Málverkasýningu halda þeir Ólafur
Túbals og S. E. Vignir á Laugaveg 1
hér i bænum, hinu nýja bakhúsi
Guðm. Ásbjörnssonar kaupm. Eru þar
sýnd 62 málverk og 5 pennateikníng-
ar eftir Túbals og 54 málverk eftir
Vignir.
JarSræktarframkvæmdir miklar
hafa bændur í þingeyjarsýslum,
einkum Norður-þingeyjarsýslu haft
með höndum undanfarin vor. í
Núpasveit, Öxarfirði og Kelduhverfl
hafa bæði vorin 1927 og 1928 unnið
tveir vinnuflokkar að plægingu og
herfingu og hafa í hvorum verið tveir
menn með 10—12 hesta. Hafa alls
verið brotnar til nýræktunar um 100
dagsl. — í Suðurþingeyjarsýslu hefír
á síðastliðnu vori verið brotið land til
ræktunar viða í Aðaldal og Reykja-
dal. Eigendur vélarinnar eru Sigurð-
ur Guðmundsson bóndi í Fagranesl
og bræðurnir Bjarni og Karl á Hellu-
landi.
Mentamáiaráðið hefir ákveöið að
kaupa 50 andlitsmyndir er Kjarval
málari hefir gert af bændum á Aust-
fjörðum. Kaupverðið er 5000 kr.
Svar frá Guðm. prófessor Finnboga-
syni til Jóns bónda Sigurðssonar í
Ystafelli kemur i næsta blaði.
Forelárar. það er mikilsvert fyrir
barnið, að þvi sé séð fyrir viðeig-
andi skemtunum. Kaupið Mæðrabók-
ina eítir prófessor Monrad. Kostar
4.75.
Við höfum fengið auðhyggjandi
burgeisastétt á aðra hönd, en
íjölmenna stétt öreigalýðs*) á
hina. Við höfum fengið oddborg-
arahátterni og óhófseyðslu svo-
nefndra „yfirstétta“ samfara
skorti og úrræðaleysi nokkurs
hluta alþýðunnar í bæjunum, Við
höfum fengið atvinnudeilur og
róstur milli þeirra aðilja, er að
framleiðslunni starfa, þar sem
annarsvegar stendur fámenn
stétt atvinnurekenda, með veltu-
féð alt og atvinnutækin í sínum
höndum; hinsvegar tómhentir
öreigar, atvinnulega ósjálfbjarga,
sem selja lifandi orku sína á
ieigu eins og vinnudýr eða vélar.
Slíkt er vitanlega aðeins eitt stig
af þrældómi. Sannvirði vinnunnar
er aldrei fundið, enda aldrei eftir
því leitað, heldur er vinnan met-
in af handahófi, eftir því sem
verða niðurstöðurnar af sífeldum
deilum og þjarki fjandsamlegra
aðila.
Með samkepnisháttum í at-
vinnu og viðskiftum hafa þjóð-
irnar að vísu náð til mjög hárra
marka í framkvæmdum og upp-
götvunum. Samkepnin er vel fall-
in, til þess að stæla einstaklinga
til ítrustu átaka. En samkepnin
er bruðlunarsöm á lífsorkuna.
Sigrar hennar eru mjög oft á-
‘) „Öreigai-" nefnast í stjórnmála-
umræðum þeir menn, sem eiga eng-
in atvinnutæki, eru öðrum gerháðir
um atvinnu og lifa af launum fyrir
vinnu sína.
vöxtur tilsvarandi ósigra á öðr-
um stöðum. Leið auðkýfingsins
liggur yfir blóðug bök þúsunda
manna, sem troðast undir í hinni
almennu baráttu um lífsviður-
værið og heimsgæðin. Samkepnín
er yfirgangsstefna, sérgóð, hóf-
laus og rangsleitin. Hún er því í
sjálfri sér og með þeim ann-
möikum, sem henni fylgja, frum-
stig á sambúðarháttum mann-
anna. Samkepnismaðurinn er um
hugarfar og lífsskoðun arftaki
frumþjóða með þeim einum mun,
að feimulaus og skefjalaus hnefa-
réttur er í viðskiftum nútíðar-
manna færður í umgerð löghelg
aðra rána, bakferlis og þjófnað-
ar. En í viðskiftum þjóða á milli
ræður óheftur hnefarétturinn
enn síðustu úrslitum og hefir
tekið í þjónustu sína fremstu
vitsmuni mannanna og vald yfir
öflum náttúrunnar.
Mun eigi vera hér komið í
i námunda hins rétta svars við
spumingunum hér að framan?
' Eru ekki ósigrar þjóðana rétt-
mæt og óbrigðul sjálfsvíti, vegna
þess að mennimir hafa frá önd-
verðu og fram á þennan dag bygt
sambúðarhætti sína á sérdrægni,
yfirtroðslum og rangsleitni ?
Er þá komið að kjarna þessara
hugleiðinga. En hann er sá, að
benda þjóðinni á þær háskasemd-
ir, sem felast i reynslu hennar
síðustu árin. Hið réttvísa lögmál
i ' viðreisnar og hnignunar er enn
að verki. Samfara mikilli sókn og
glæsilegum framförum í verkleg-
um efnum, hafa hin innri öfl
þjóðskemdanna gripið um sig
með ískyggilegum hætti. —
Greiðslubrigði, viðskiftahrekkir,
grunsamleg gjaldþrot og jafnvel
bein sviksemi eru alt daglegir
fylgifiskar frjálsrár samkepni í
viðskiftum og þykja á umráða-
sviðum hennar eðlilegur hluti
þeirrar viðleitni, að „hafa sig á-
fram“ í veröldinni! Sífeldur á-
greiningur og erjur milli marma
út af því, hvað hverjum beri í
viðskiftum, vekja ekki sérstaka
athygli þó fjöldi dómstóla í land-
inu séu á kafi í viðskiftaþrasi
manna og illdeilum út af þeim
málum. — Hitt liggur mönnum
fremur í augum uppi, þegar flett
er ofan af þjóðmálaspillingunni:
Vanrækslu, sviksemi og fjár-
drætti í opinberri starfrækslu.
iSíðan fjárhagsleg viðreisn Is-
lendinga hófst, hafa með mjög
litlum undantekningum setið á
valdastólum hér á landi þeir
menn, sem hafa alist upp við
lífsskoðanir og viðskiftakenning-
ar frjálsrar samkepni, hafa trú-
að á yfirburði þess skipulags og
verið studdir til valda af fylgis-
mönnum þeirrar stefnu. I skjóli
þessara stjórnarvalda hefir gerst
þetta þrent:
1. Að sveitirnar hafa orðið að
þola blóðtöku slíka, sem fyrr var
lýst, án þess að kjörum þeirra
og horfurn væri verulegur gaum-
ur gefinn.
2. Að orku þjóðarinnar hefir
verið einbeitt til rányrkjunnar á
djúpmiðum hafsins og óðfluga
vaxtar bæjanna.
3. Að samfara stóriðjuháttun-
um, auðliyggjumenningunni og
samkepninni hefir þróast sér-
drægni, yfirtroðslur í viðskiftum,
sviksemi, vanræksla og f járdrátt-
ur í opinberri starfrækslu, van-
geymsla tungunnar og þjóðlegra
verðmæta, hófiaus dýrkun og
eyðsia ‘ efnislegra verðmæta og
ioks hin megnasta blindni og
brestur á skilningi þess, að nokk-
uð sé athugavert við framferði
þjóðarinnar!
Um fyrst talda tvo liðina er
ekki ágreiningur. Og eigi skal
hinum þriðja á bug vikið, vegna
þess að rök bresti. Skulu því hér,
í sem stystu máli, nefndir nokkr-
ir þeir kvistir, sem íhaldsmenn
hafa á undanförnum árum snúið
í kransinn á hið pólitíska leiði
flokks síns:
1. I einni mikilsverðri ríkis-
stofnun hefir átt sér stað fjár-
dráttur um 7 ára skeið. Tapið
nemur 70 þús. kr. Til yfirstjóm-
ar hafa verið settir þrír af póli-
tískum venslamönnum Ihalds-
flokksins hver af öðrum. Staðan
hefir verið bytlingur og eitt sinn
hjáverkastarf eins af ritstjórum
flokksins. Ekki eru forstöðumenn-
irnir sjálfir grunaðir um fjár-
dráttinn.
2. Eftirlit með embættisrekstri
opinberra starfsmanna hefir verið
vanrækt stórkostlega. Hjá sum-
um sýslumönnum hefir ekki ver-
ið skoðað um 10 ára skeið. Bók-
færsla hefir verið í ólagi víða
og allsstaðar ósamræmd. Meðferð
dánarbúa hefir verið hneykslan-
leg sumstaðar og munu ekki öll
þau kurl komin til grafar. — Mála-
myndarkákskoðun var fram-
kvæmd hjá Einari M. Jónassyni
Barðstrendingasýslumanni og
þótti ekki athugaverð embættis-
færsla hans ári áður en hann var
af núverandi stjórn settur af em-
bætti og upp kom hjá honum 140
þús. kr. sjóðþurð.
3. Rekstur Áfengisverslunar
ríkisins hefir verið í hneykslan-
legu ólagi. Óhemjubirgðir fluttar
inn fyrir áleitni sumra pólitískra
máttarstólpa fyrv. stjómar, sem
voru umboðsmenn erlendra versi-
unarhúsa og höfðu gróða af því
að inn væri flutt sem mest. —
Gífurlegar útistandandi skuldir og
töp, óreiða og vanskil þeirra
manna er unnu að rekstri versl-
unarinnar, óþarft fólkshald, óhóf-
legar launagreiðslur o. fl.
4. Stórkostleg sérdrægni auð-
borgara í sambandi við skatt-
heimtu í Reykjavík. Stóreigna-
menn látnir að mestu eftirlits-
iausir um framtal til skatts og
aðferðum beitt við niðurjöfnun
útsvara, sem höfðu það í för með
sér, að stóreignamönnum var
hlíft, en almenningi íþyngt um
skör fram.
5. Óhóflegt og eftirlitslaust
sukk með fé bankanna í höndum
máttarstólpa Ihaldsflokksins.
Fiskhringurinn hafði eitt sinn 8
milljónir af fé Islandsbanka milli