Tíminn - 22.12.1928, Side 4

Tíminn - 22.12.1928, Side 4
TÍMINH þarf þeirra ekki með? Eða hvað? Á borðinu fyrir framan mig ( eru tvær skýrslur, sem eg hef verið að blaða í. önnur er frá skólastjóra bamaskólans, hin frá rektor mentaskólans í borginni. Báðar eru eftirtektarverðar. Á skýrslu bamaskólans er svo að sjá sem sumum aðstendendum neiiienda hans finnist hann vera fremur lítilvirkur um ýmis mik- ilsvarðandi atriði í uppeldinu. Þeir eru huggaðir með því, að megintilgangur hans sé að veita uhdirstöðuatriði „almennrar mentunar". Rektor skólans lætur í ljósi mikla angist við sívaxandi aðsókn að skólanum og nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að hamla því, ef þjóðfélaginu skuli eigi hætta búin. Hvorugur virð- ist sjá, hvað þetta er hjákátlegt. Annar. reynir að sætta menn við skólafyrirkomulag, sem fjöldi manna hefir mist alla trú á. Það er gert með þeirri ástæðu að bömin læri þar það sem algeng- ast er að læra. Hinn reynir að sætta mexm við annan skóla, með því að benda á, að af honum stafi engin hætta, ef nægilega fá- ir sækja hann. Hvorugum dettur í hug að spyrja um það, hvort þessir skól- ar séu tákn og framkvæmi þeirr- ar menningarhugsjónar, sem þjóðin lifir lífi sínu á, séu gróð- urreitur þess hugarfars og þeirr- ar menningarstefnu, sem lífs- þrungnasta og heillavænlegasta viðleitni hennar miðar að. Hvor- ugum verður neitt órótt af því, að lærisveinai- hvors um sig verða báðir að sigrast að miklu leyti á þeirri staðreynd lífs síns að hafa gengið í þá til fósturs, áður en þeir verði starfhæfir menn. Sú mexmingarhugsjón sem þessir skólar hvíla á er ekki þjóðinni eigin. Hún er gestur og framandi í landinu, hún er ekki vaxin upp af lífsþörf þjóðariimax- né sál, ekki samhæfð við tíma né um- hverfi, lífsbaráttu né lífsháttu. Þegar foi’vígismenn heimar kveðja dyra hjá þjóðinni og hún spyr, hver sé á ferð, hljóta þeir að svara: „Það er eg“. En í hjarta þjóðarinnar lifir önnur menningarhugsjón, mátt- ug og dularfull, eins og lífsorkan sem gengur í arf frá kyni til kyns, gömul og þó síung, eins og málið sem fólkið talar og mold- in sem það yrkir. Hún verður naumlega skýrð með því að gefa henni eitthvert heiti, sem endar á „ismi“. En hún birtist ósjálf- rátt í því hvernig þjóðinni verð- ur á að taka á umhverfi sínu öllu, hvemig hún velur og hafnar, eyðir og skapar. Hún birtist í þeirri frumhvöt, sem hefir varð- veitt þjóðina frá því að fara sér að voða, gæddi hana varfæmi þegar hún sigldi beggja skauta byr, magnaði hana til andspymu þegar að henni var krept, knúði hana til að rísa á fætur á ný eft- ir hverjar ófarir. Hún birtist í þeirri nagandi þrá, sem aldrei unir því sem er, sem spyr um nýja möguleika en neitar að sætta sig við orðinn hlut, sem leggur í fjallbrattann og leitar út á djúpin. Og sú stund kemur, þá er sjá- endur þjóðarinnar og hlustendur draga af henni álaga-haminn og leiða hana fram fyrir sjónir lýðs- ins í þeirri mynd er hæfir við- fangsefni, stund og stað. Þeir munu hlusta hana út úr instu sálarfylgsnum þjóðarinnar, lesa hana út úr lífsbaráttu hennar; raunum og reynslu liðinna ára, vonum og viðfangsefnum hinna komandi. 1 þeirri mynd mun hún kveðja dyra í skólum þjóðarinn- ar og krefjast inngöngu. Og ef æskan spyr þess hver kominn sé, mun svarið verða: „Eg er þú“. Þá er mikið undir að viðtökumar verði góðar. Um leið og eg enda þessar lín- ur, verður mér hugsað til æsku- lýðftskólanna nýju í sveitum Is- lands. EklÉrt væri mér kærara en það, að mega vænta þaðan nýrra starfshátta, nýs lífs, nýrr- ar menningarhugsjónar, — henn- ar sem er gömul, en þó síung og máttug, eins og málið sem vér tölum og moldin sem vér yrkjum. Sigurður Einarsson. ---o--- r I katakombum hins heilaga Kallixtusar. Flestir þeir, sem leggja leið sína suður um Italíu og koma til Rómaborgar, gefa sér tíma til að skoða hina einkennilegu neðan- jarðar grafreiti hinna gömlu Róm- verja, — Katakombumar svo- nefndu. Flestir sem eym hafa og augu, hafa heyrt eða lesið eitthvað um þær; enda em þær fyrir margra hluta sakir merkilegar og meðal annars eru þær frumheimildir að sögu hinna fyrstu kristnu Róm- verja. Víðkunnastar munu þær þó vera sem griða- og samkomustað ir hinna fyrstu kristnu safnaða. Þar í hinum friðhelgu gömlu gi*afhvelfingum gátu þeir, oftast nær, haldið jólin óáreittir og fylgsnin voru óteljandi í afkimum þessara völundarhúsa sem Kata- kombumar em. Sennilega hefir jólahátíðin haft þar annan svip heldur en nú tíðk- ast meðal hinna svonefndu kristnu þjóða — enda máttu menn þá vera við því búnir að láta líf sitt þá og þegar fyrir trú sína, í stað þess að nú virðast menn geta hugsað um jólamatinn og alt annað góðgæti veraldarinn- ar í ró og næði. En þessi greinar- stúfur átti sannarlega ekki að vera nein predikun, eða neitt þess háttar, heldur ætlaði eg aðeins að segja örlítið frá því þegar eg fór að skoða Katakombur hins heil- aga Kallixtusar. Þær liggja kippkom fyrir utan Rómaborg, rétt við „Via Appia Antica“ — veginn, sem gerður var á dögum Cæsars og sem nægt hefur óteljandi kynslóðum og sem lítur út fyrir að geta enst í alda- raðir ennþá. Maður gengur út um hið gamla glæsta borgarhlið „Porta Appia“, sem er hlaðið af mestu snild úr rauðbrúnum tígul- steini. Milli tígulsteinanna vex burknategund, suðræn og yndis- leg, sem nefnd er „Hár Venusar". Hún hefir náð þar fótfestu og ekki síst vegna hennar líður borgarhliðið og hin forna víg- girðing seint úr minni. Frá Porta Appia er 15—20 mínútna gangur út að Katakomb- um þeim, sem kendar eru við hinn heilaga Kallixtus, sem eitt sinn var páfi í Róm. En Kata- kombur þessar eru engan veginn þær einustu í nágrenni Róma- borgar, — en að mörgu leyti eru þær taldar merkastar; — því það er fjöldi af sílkum neðanjarðar grafreitum alt í kringum borgina: Katakombur h. h. Sebastians og hvað þær nú heita allar. Svo ferðamaður, sem þarf að flýta sér, fær aldrei séð nema örlítið brot af þeim. En þó nóg til að geta aldrei gleymt þeim. Til þess að gefa dálitla hugmynd um lengd Katakombu h. h. Kallixtusar, má geta þess að neðanjarðargöngin eru um 28 kilometrar. En saman- lögð lengd allra Katakombanna, sem nú eru kunnar í kringum Róm og Neapel er um 1000 km. og er talið að um 6 miljónir manna sofi þar hinum hinsta svefni. Samkvæmt lögum Rómverja mátti engan mann jarða innan við borgarhliðin og því var nauðugur einn kostur að höggva grafreiti þessa út í móbergið fyrir utan borgina. Göngin í Katakombunum eru löng og mjó og til beggja handa Munið hin akýru orð festur-íslendingafau Áamundar Jóhannaaonar á aíðasta aó&lfundl Eimakipafélagglne: „Só króna, sem fer út úr landbra, er kvttdd í síðasta sinn“. Kveðjið þór ekki yðar krónu í síðasta sinn, þar aem þess þarf ekki með Vátryggið alt, á sjó og landi, l\já Sjóvátryggragarfólagfi Islands eru kistur höggnar út í bergið. Þar voru líkamir hinna látnu lagð- ir og hólfinu lokað með þunn- um, flötum steini, oft með nafni hins dauða á. Stundum eru fimm hólf eða kistur, hvort yfir öðru — en oftast tvö til þrjú. Göngin liggja misjafnlega djúpt undir yfirborði jarðar, en dýpst mun vera 25 m. niður að þeim, og flest eru sex göng hvert yfir öðru. Sumstaðar víkka göngin og mynda smáhella og jafnvel kap- ellur og allstórar hvelfingar. Á veggjunum, einkum í kapellunum, eru víða freskómálverk, bamalega gerð flest og helst eru það tákn- rænar myndir og efni þeirra tek- ið úr gamla og nýja Testament- inu. Alt, sem mint getur á skurð- goðadýrkun var bannfært frá þessum veggjum, en fletimir skrýddir blaðaskrauti. Hin fyrstu tákn frumkristinna manna, fisk- urinn og dúfan og pálmalaufið sjást þar víða. Merkilegir hlutir, gerðir af mikilli list hafa og fund- ist í Katakombunum t. d. gler- skálar með máluðum myndum og gyltum röndum, sem þykja mestu gersimar. Á 3. og 4. öld var hætt að jarða í Katakombunum og helgir dómar dýrðlinganna teknir þaðan og fluttir í kirkjur Rómaborgar. Og síðan gleymdust Katakomb- umar og veitti þeim enginn eftir- tekt í 1000 ár. En árið 1587 skeði sá viðburður að víngarður, sem stóð við Via Salaria sökk í jörð niður. Undir víngarði þessum hafði verið grafhvelfing sem hrundi niður og þá fóru menn að veita Katakombunum eftirtekt á ný. Og mætir menn sáu að Kata- komburnar þögðu yfir sögu kristninnar og merkir vísinda- menn hafa síðan séð um að sú þögn hefir verið rofin, látið heim- ildir þær tala, sem Katakombum- ar geymdu. Eg vona að „góðfús lesari“ fyrirgefi mér dálítinn útúrdúr. — Síðan eg kom heim til íslands og fór að ferðast um Suðurland og einkum Rangárvallasýslu; hafa hinir einkennilegu hellar þar, sem gerðir eru af manna höndum; æfinlega mint mig á Katakomb- urnar. Þeir em af svipaðri gerð, enda þótt þeir séu búnir til í alt öðrum tilgangi. Og kringlóttu, uppmjóu strompamir á sunn- lensku hellimum, sem veita lofti og ljósskímu niður í göngin, minna mjög á strompana sem em á Katakombunum. Hver veit nema að hellamir í Rangárvalla- sýslu þegi yfir einhverjum merki- legum leyndaidómum ? Þegar maður nálgast Kata- kombur hins heilaga Kallixtusar, kemur maður að dálítilli kapellu. Hvítkuflaðir munkar með æm- verðug andlit taka þar á móti ferðamönnum. Við förum þess á leit við þá, að fá að sjá graf- hvelfingamar og það er auðfeng- ið, því munkamir em þama ein- mitt til þess. Enginn fær að fara þangað án fylgdar, því það gæti orðið hin síðasta ganga hvers er það reyndi; þeir gætu hrapað niður, eða týnst í hinum enda- lausu koldimmu göngum. Tönn tímans hefir víða þar nagað svo fast að víða hrynur úr lofti og veggjum, en eins og gefur að skilja, er aðeins farið með ferða- menn þangað sem óhætt er fyrir slíku. Við greiðum munkinum eina líra í inngangseyri — fátt er ó- keypis á ítalíu og ItaJir hafa gott Iag á því, að „lifa i farðsl- mönnum". En síst er ofgoldið í þetta sinn. I stað aðgöngumiða er manni rétt langt og mjótt kerti og þegar hópurinn er orðinn nógu fjölmennur — 10—15 manns saman — er haldið á stað og stigið nokkur þrep niður á við og staðnæmst þar við hurð og kveikt á kertunum. Og við skímu frá hinum blaktandi Ijósum göng- um við niður í Katakombumar. Fyrir augnabliki síðan stóðum við ofanjarðar, glaðvær ferða- mannahópur, en nú er alt kyrt, og alvara í hverju andliti og eng- inn mælir orð af vömm. Þýska stúlkan sem áðan var einna fjör- ugust og flissaði mest, er nú þögnuð og er bleik í framan, gripin af hinni mögnuðu dulrænu helgi, sem ríkir í þessum gömlu grafhvelfingum. Allir ganga þegjandi áfram, það er eins og skóhljóðið hverfi niður í gólfið og alt virðist þegja fullri þögn. Við erúm nú komin niður öll þrepin og spölkom frá þeim. Beggja megin við okkur eru út- höggnar grafir. Hellumar sem fyrir þeim vom, eru brotnar, svo þær gapa eins og tómar augna- tóftir, því að engar leifar era eftir í þeim, af beinum þeirra, sem eitt sinn vom bomir þang- að til hvíldar. Rétt á einstöku stað sést móta fyrir mannabein- um í einstöku steinkistu, og er þar sett gler fyrir, til þess að varna því að ferðamenn hafi þau á burt með sér til endurminning- ar um stað og stund. Nú rýfur munkurinn þögnina, göngin víkka og við komum inn í hvelfingu, þar sem furðu vítt er milli veggjanna og hátt undir loft. — Þettað er grafhvelfing hinnai- heilögu Cesilíu. — Ein var hún af þeim mörgu, sem lét líf sitt fyrir trú sína og vinir hennar jarðsettu hana hér. En nú er helgur dómur hennar fyrir löngu síðan upp tekinn og fluttur burtu, en líkneski úr hvítum marmara komið í staðinn, hjá blómskrýdda altarinu litla. Hin heilaga Cecilia er sérstakur vemdari allra hljóm- listarmanna. Sjálfur Rafael hefir málað mynd af henni þar sem hún situr með hendur í kjöltu sinni og hlustar á himneskar hljómsveitir ofar öllum skýjum. Við stöndum við stundarkom í grafhvelfingunni og veitum eftir- tekt hinum einkennilegu vegg- myndum, sem sumar minna á byzantiska list; síðan höldum við áfram um hin endalausu göng. Einkennilegt er að sjá þegar öðmm ferðamannahópi bregður fyrir langt í burtu, innar í hvelf- ingunum. Kertaljósin blakta og lýsa upp í dauðadimmum göng- unum, þau hverfa; og myrkrið grúfir aftur yfir öllu. Aftur víkka göngin. Nú stöndum við í kapellu páfanna, sem De Rossi, sem rannsakað hefir mest og ritað manna best um Katakomb- urnar segir að sé „hinn virðuleg- asti staður í Róm, að gröf Péturs postula undantekinni“. I kapellu páfanna eru 9 hinir fyrstu páfar jarðaðir. Ekki urðu þeir ellidauðir, heldur urðu þeir allir að láta lífið fyrir trú sína og einn þeirra var ekki páfi nema í 41 dag. Einnig voru jarðsettir þama háæruverðugir biskupar og ýmsir aðrir mikilsmetnir kristnir menn. Þar em margar áletranir höggnar í stein, ýmsar á grísku, aðrar á latínu. Mjög hafa skemd- arandai' fyrri tíma, Gotar og Langbarðar, brotið og bramltóð I I heildsölu hjá: Tóbaksverslun Islands h. f. kapellunni. En munkaregla sú sem heldur vörð um Katakombur Kallixtusar, hefir gert sér mikið far um að færa alt í lag, líkast því sem áður var og hafa þeir notið aðstoðar ágætra fomfræð- inga. Tíminn líður fljótt fyrir okkur ferðamönnum; margt þarf að skoða á stuttri stund. Kertin styttast óðum; við þurfum að komast aftur upp á yfirborð jarðar áður en þau brenna út. Við höldum á stað úr kapellu páfanna eftir hinum mjóu draugalegu göngum. Sumstaðar á veggjunum grillir í hinar tákn- rænu myndir fmmknstinna manna, fiskinn og dúfuna. Hinn hvelli rómur munksins ítalska hljómar einkennilega, stundum er eins og veggimir gleypi hljóðið, en sumstaðar er óvenju hljóð- næmt — líkt og maður heyri óminn líða hægt í burtu og fjar- lægjast að lokum. Hið dulræna seiðmagn hvelfinganna hefir grip- ið alla, það er líkt og séum við horfin aftur til löngu liðinna tíma. Stöku kerti em nú bmnnin út, það rökkvar enn meira í göng- unum, en munkurinn vedt veginn þó að við séum öll orðin áttavilt. 1 hug minn kemur sögnin gamla, um manninn sem lokkaði óvin sinn niður í Katakombumar og skildi hann eftir þar. Aldrei sá hann ljós dagsins framar. Nú verður þrep á vegi okkar, við erum komin að stiganum. Stúlkumar greikka sporið upp á við. Það léttir yfir þeim blessuð- um, þegar þær koma út í suðræna sólskinið aftur. Sú þýska verður öll að einu brosi undir eins, töfrar Katakombanna hafa hana ekki lengur á valdi sínu. Við kveðjum hinn hvítklædda, prúðmannlega munk og þökkum honum fylgdina. Eftir stutta stund erum við aftur stödd á Via Appia Antira, á leið til borgar- innar eilífu. Eins og flestir ferðalangar stöndum við dálítið við hjá „Quo vadis“ kapellunni litlu. Alt minn- ir á foma atburði, alt bendir aftur í tímann. Manni virðist stundum undar- lega skamt á milli fomaldar og nútíðar. En þó hef eg sjaldan fundið betur til þess heldur en þarna í grafhvelfingum hinna fyrstu kristnu Rómverja; í Kata- kombum hins heilaga Kallirtusar. Ragnai' Ásgeirsgon. ----o---- Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Sími 2219. Laugaveg 44. Prentam. Acta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.