Tíminn - 16.02.1929, Qupperneq 3

Tíminn - 16.02.1929, Qupperneq 3
TÍMINN 37 Sigurður talið eftir styrk S. f. S. til samvinnublaðanna, til þess að þau flyttu greinir um samvinnumál og verðu samvinnufélög og málefni bænda fyrir árásum kaupmannablað- anna. Hefir hann með rangfærslum ' og blindur af skilningsleysi á sam- i vinnumálum beitt sér fyrir því að fá | þennan styrk afnuminn. Frá því að hann las Verslunarólagið, má segja um hann að sannlega hafi öll skepn- an stunið og hafi haft fæðingarhríðir alt til þessa, að hinu ólaginu varð af stað hrundið. Vörður bendir á þessa menn, sem aðalmáttarstoðir K. S. það er glögt dæmi þess, af hve miklum heilindum blaðið ræðir um samvinnu mál. Slíka menn, sem engan skilning hafa á samvinnumálum, nefnir blað- ið máttarstoðir félaganna. Menn, ser: gerðust liðhlaupar eingöngu vegna þess, að þeir gátu aldrei skilið sam- vinnumálefni bænda og tortrygðu fé- lagsskapinn. Vörður gefur í skyn að mikið sé mist þegar þessar „aðal- máttarstoðir" séu slopnar undan K. S., en því fer fjarri að svo sé. Kaup- félaginu hefir verið nauðalítill styrk- ur að þeim, þeir hafa ekki haft nema nokkurn hluta af viðskiftum sínum hjá K. S., hafa staðið öðrum fæti hjá kaupmönnum. það liefir verið hvað eftir öðru, hjá „máttarstoðunum" þeim. það er ekki annars að vænta af Jóni á Reynistað en þess að hann snúi baki við K. S., úr því að hann taldi málefni þess hafa verið áhuga- mál sín, þá hefir hann talið sér sæma að bregðast þeim, eins og flestum öðr- um málefnum, sem hann áður var íylgjandi en er nú i andstöðu við. Svo raunalega hefir tiltekist um góðan dreng að hann hefir dregist ofan i , fen fúllrar og ófrjórrar íhaldsand- stöðu gegn ölium áhuga og umbóta- málum, er hann hugðist að leggja lið meöan hann var ungur og átti trú á framfara- og félagsmál bænda. þessi lýsing Varðar á „máttarstoð- unurn" er röng eins og flest annað, sem það blað segir um samvinnumái. þessir menn, Jón og Sigurður, hafu aldrei verið K. S. neinar máttarstoðir. þeir hafa reynst kaupfélaginu fúa- sprek, jafnvel þótt þeir hafi verið meðliöndiaðir af kaupfélagsmönnum eins og hið ófrósama fíkjutré í dæmi- sögunni. það hefir verið lappað við þá t. d. með því að kjósa þá í stjórn í von um að þeir þá bæru einhvern ávöxt eða að minsta kosti svikjust þá siður undan merkjum. En öll slíli ómök hafa engan árangur borið ann- an en þann, að Vörður hampar nú þeirri vegtyllu að þeir hafi setið i stjórn K. S. En lítill sæmdarauki er ’ þeim að hrósi Iiiaðsins, þegar vitað er, hversu hraklega þeir reyndust. Hið ófrjósama fíkjutré K. S. nefnir Vörður „aðalmáttarstoðir". Verður það ekki skilið á annan hátt en þann, sem þörf og staðhættir krefja í það og það skiftið, en í aðalat- riðum vil eg hugsa mér það á þessa leið: Sundþró að stærð 6—7X15—16 m. og dýpið 1—1,50 m. Pallur sé langs með henn i allri 1,5 m. á breidd, og hæð undir þak af pall- inum 2,5 m. Fremst á pallinum þarf að vera steinbrík til þess að varna óhreinindum í laugina, og frá honum þarf að vera að liggja skólpleiðsla. Langs með pallinum komi svo íveru- og afklæðnings- herbergi undir sama þaki og jafn- lng lauginni, en breidd þeirra um 4,00 m. Þessum herbergjum mætti skifta í fimm hólf: svefn- skála, sem jafnframt yrðu að vera borðstofa, gangur, eldhús og tvö afklæðningsherbergi. Svefnskálinn yrði þeirra langsamlega stærstur eða nálægt 4X6 m., en hin öll fremur smá. Þama ætti líka að koma fyrir kerlaug og smákeri fyrir fótböð og að sjálfsögðu heitri og kaldri bunu (steypibaði). Alt húsið yrði upphitað. Hreinlæt- is verður að gæta með sundiaug- ar, því sýklar lifa og þróast í volgu vatni og auk þess er ekki ánægjulegt að synda í óhreinu vatni. Menn eiga að gera sjer að reglu að þvo sjer áður en farið er ofan í sundlaugina og taka kalt bað að loknu sundi. Þetta fyrirkomulag, sem hér hefir verið lýst er í sjálfu sér ófullkomið, en mikil bót gæti ver- að hjá íhaldinu gengur öll virðing niður á við eins og í Svartaskóla. Kaupfólagsmaður. ----o---- "V" erkfa.llið Hálfur annar mánuður er nú liðinn síðan verkfall hófst á tog- araflotanum íslenska. Síðan hefir verið einhyer mesta öndvegistíð, sem komið hefir í mannaminnum og aflafréttir góðar frá hinum smærri skipum. En stórvirkustu veiðitæk Islendinga liggja í höfn og mörg hundruð sjómanna ganga auðum höndum um götur Reykjavíkur. Síðan niður féllu hinar fyrstu samningatilraunir hefir alt verið kyrt um langa hríð. En síðustu daga hafa samningatilraunir ver- ið teknar upp að nýju en án veru- legs árangurs eim sem komið er. Þó er talið að útgerðarmenn hafi látið þokast lítið eitt í áttina til samkomulags. Mikið hefir verið rætt um mál- ið í blöðunum. En að litlu hafa þær umræður orðið til þess að skýra málið. Hefir verið mjög haldið til kapps frá hálfu Alþýðu- blaðsins annarsvegar en ólafs Thors og Mbl. hinsvegar. Að mestu hafa þær umræður verið herbrestir einir. Tillögur Tímans um leit að sannvii-ði vinnunnar eftir á og lögþvingaða samvinnu útgerðar- manna hefir mætt misjöfnum við- tökum. Meginrök ólafs Thors gegn því er hann skortir gáfur og skipulagsþroska til þess að skilja, eru þau, að alt slíkt sé „helber vitleysa“ og „ófram- kvæmanlegt“. Slík rök eru við- stöðulaus flótti af vettvangi deilumála. Alþýðublaðið virðist og hafa ýmugust á tillögum Tímans og þykir þær í fáu nýtar. Heldur blað- ið fram fullkominni þjóðnýtingu. En satt að segja virðasí“Tjóð- nýtingarkenningar blaðsins tæp- lega nægilega skýrar. Alþýðublað- ið og fleiri amast við orðinu „lög- þvinguð“ samvinna og telja að ! orðið „lögvemduð“ væri betur viðeigandi. Þessir menn munu hafa misskilið Tímann. Blaðið gerir ráð fyrir, að eigi væri unt að koma til leiðar samvinnu út- gerðarmanna með öðru en „þving- un“. Síldareinkasalan er lögþving- uð samvinna í byrjun, meðan verið er að fella atvinnuveginn í rás skipulagsins. Á svipaðan hátt yrði að knýja fram skipulags- bundinn rekstur togaraútgerðar- innar. ----o--- Fréttir Alþingi var sett i gær. Kl. 1. e. h. hófst guðsþjónustugerð í dómkirkj- unni. Séra Háldán Helgason steig í stólinri. Að henni lokinni gengu þing- menn til sæta í Neðrideild. Forsæfcis- ráðherra las upp venjulegan boðskap konungs og lýsti siðan yfir að Alþingi væri sett. Stóð þá upp Einar á Eyrar- landi og bað menn hrópa húrra fyrir konungi. Gerðu það allir nema jafn- aðarmenn. þingfundum er frestað til mánudags, því að enn eru ókomnir þrír austanþingmenn.. BúnaðarþingiS var sett hér í bænum 4. febr. síðastl. Auk stjórnarnefndar Búnaðarfélags íslands, búnaðarmála- stjóra og ráðunauta sitja þingið 12 fulltnlar. þinginu stjórnar formaður Búnaðai'félagsins, Tryggvi þórhalls- son foi’sætisráðherra. Ritarar þingsins eru þeir Theódór Ambjamarson ráðunautur og þórólfur Sigurðsson bóndi í Baldursheimi. Skrifstofustjóri er Pálmi Einarsson ráðunautur. — Fyrir þingið liafa verið lögð um 70 mál. Verður síðar hér i blaðinu gefið yfirlit um helstu mál og það merk- asta, er á þinginu gerist. Fundur um skólamál. Kenslumála- ráðherrann, Jónas Jónsson hélt ný- lega fund með Hafnfirðingum um skólamál, sérstaklega Flensbox-gar- skólann. Var húsið troðfult áheyr- enda. Flensborgarskólinn var stofn- aður 1881 með minningargjöf hins merka prófasts þórarins Böðvarsson- ar i Görðum. Verður skólinn fimtug- ur árið 1931, ári siðar en Gagnfræða- skólinn á Akureyri. — Ráðherrann benti á, að nú væri breytingaöld í skólamálum, sem hlyti að koma við i Hafnarfirði eins og annarsstaðar. Síðan benti hann á hversu skóli þeii'ra Hafnfirðinga hefði verið litt um hirtur og orðið að styðjast nær ein göngu við gjöf hins ágæta frömuðs, sem stofnaði hann. Enda væri nú skólinn illa búinn að húsakynnum og annari aðstöðu. Síðan gaf hann yfirlit um það kerfi, bæði sveita- og kaupstaðaskóla, sem nú væri að skapast í landinu. Inn í það kerfi þyrfti Flensborgarskólinn að falla endurreistur og drengilega studdur. Hét hann á Hafnfirðinga að fylkja sér um skólann og kvað þá eigi mundu bregðast fjárstuðning frá hálfu ríkisins. — Ráðherrann mynti á tvo staði, þar sem skólinn myndi í Að aka bíl geta flestir bílstjórar kent, en verulega þekkingu í meðferð vagns og vélar veita aðeins fáir. Lærið að aka bíl í bílstjóraskóla Kristins Heigasonar Laugaveg 50 — Sími 1954 Reynslan hefir þegar sýnt, að þeir sem læra þar hafa besta þekkingu á meðferð og hirðingu bíla. Kenslan er verkleg og í fyrirlestrum, en til skýringa og til- rauna eru notaðir sundurteknir vagnar og vélar. Skólinn veitir nemendum sínum því fullkomna þekkingu, en þekking er peningar. Meiri kunnáttu Færri viðgerðir Fleiri krónur sparaðar! Heli ennfremur námskeið fyrir þá er taka vilja meira próf. framtíðinni verða betur settur en nú væri hann. Voru þeir Hamartún, sem stendur allhátt yfir bænum og Hval- eyri, sem er kippkom frá þorpinu, j einkaríagurt skólasetur. Mælti hann einluim með Hvaleyri. Benti hann á, að miklu skifti að skólasetur væru fögur, þvi æskan væri rómantisk og að „æska sem ekki er rómantísk, er engin æska“. Loks benti hann á hver nauðsyn væri að sameina bóklega fræöslu og hagnýta, verklega kenslu i skólunum og lýsti að nokkru fram- tíðarskipulagi og verkefni skólanna. Var gerður hinn ágætasti rómur að erindi ráðherrans. Og um það tóku til máls bæjaríógetinn, Gunnl. Krist- mundsson sandgræðslumaður og Kjartan Ólafsson lögregluþjónn. Vegna mlssagna, sérstaklega Mbl. um mál. Jóh. Jóh. fyrv. bæjarfógeta, tildrög þess máls og vegna sakar- áburðar blaðsins á aðra embættis- menn i sambandi við dóminn í téðu máli munu forsendur dómsins verða birtar hér i blaðinu i heilu lagi mjög bráðlega. Karlakór Rvíkur söng í Nýja bio t gærkvöld. Raddir eru fagrar og að því er virðist prýðilega samæfðar og er meðferð laga því hin áferðarbesta. Einkum urðu áheyrendur stórhrifnir af ■ meðferð flokksins á Söng ferju- dráttarmannanna á Volgu. — Ein- söngvarar ílokksins liafa fagrar radd- ir en þrótllitlar. — Söngskrá flokks- ins virtist einhæf, of mikið af lögum, sem sungin voru í hálfum liljóðum. Sú meðferð fagurra laga er að vísu góð og var á flestum lögunum ágæt. En margir áheyrendur munu einnig kjósa að heyra 30 manna karlakór geta „tekið á versi“. En raunar mátti segja, að áheyrendur færu úr húsinu að þessu sinni, án þess að vita hverj- um raddþrótti flokkurinn á yfir að ráða. Kvikmynd af Skógrækt í Noregi verður sýnd i Gamla bio á morgun kl. 2 e. h. Er myndin einkar fögur og íróðleg. Hefir norska skógræktar- iélagið iánað niyndina, en hún er sýnd að tilhlutun Búnaðarfélags ís- lands. Ágóðanum af sýningunni verð- ur varið, til þess að prýða í kringum Kristneshæii. Óðinn kom norðan um land á íimtu- dagskvöldið. Fór skipið tii að sækja uorðan- og vestanþingmenn. Með siupinu var og margt annara far- þega. Hrepi skipið storma og stór- sjó a ieið sinni. í þessari íerð tók OÖinn enskan togara að óiöglegum veiðum undir Svörtuioftum og kom meö til R.eykjavikur. Fjárkiáöinn. Hannes Jóusson dýra- læknir flutti á Búnaðarþinginu mjög yíirgripsmikið erindi um íjárkláðann. Mun útdi'áttur úr erindinu birtast hói 1 biaöinu við fyrstu lientugleika. ----o---- XjelöxéttiXLg* 1 greininni: „Svar til Magnúaar Jónssonai- alþpa.“, í aukablaðinu í dag, þar sem taldar eru greiðslur úr ríkissjóði utan fjárlaga, er mis- talin greiðslan árið 1926 og sömu- leiðis niðurstaðan. Greiðslur 1- lialdsstjórnarinar utan fjárlaga eru talsvert hærri en niðurstaðan ber með sér. Tölui’nar eiga að vera sem hér segir: Árið 1924.........kr. 668392.86 — 1925 ........— 1403158.79 — 1926 ........— 1288336.92 Samt. kr. 3359888.57 G. G. ið að slíkum baðstöðum og sund- laugum. Sýni reynslan að fólk kunni að meta þær og hagnýta, ; verður ráð með að fullkomna þær ; síðan. Þar sem sundlaugar standa fjærri bæjum, tel jeg óráðlegt að byrja með ófullkomnara fyrir- : komulag en að framan er lýst. : Börn langt að komin þurfa að geta haft heimavist á sundstaðn- : um með góðum aðbúnaði. Og telja : má víst, að fólk sæki að sundstöð- um í hópum saman á frídögum, ; jafnt karlar og konur, og nám- | skeið að vetrarlagi geta komið til j greinar fyrir eldri og yngri. III. Undirritaður ferðaðist á síðast liðnu sumri um vesturhluta lands- ins, meðal annara erinda til þess að rannsaka skilyrði fyrir sund- laugar. Ferðin var hafin að tilhlutun dómsmálaráðherrans á þá staði, sem komið hafði til tals að sund- laugar yrðu reistar, og ríkis- styrks nytu. Athugunin var í því fólgin, að mæla hita og vatnsmagn hver- anna, velja stað fyrir sundlaug, leiðbeina um steypuefnin o. fl. Kom þar til greina: Góð aðstaða til þess að byggja sundlaug, að- gengilegt umhverfi, vegalengd að heitu og köldu vatni, fallhæð og frárensli. Á ferðalaginu gerðist ekkert sögulegt, enda ekki tilgangurinn að fara út í þá sálma. Að vanda mætti eg í hvívetna hjálpfýsi og gestrisni, en róma þó mest hjálp og gestrisni Guðmundar bónda á Sveinseyri í Tálknafirði. Hann sá um að koma mér frá Haga á Barðaströnd í Tálknafjörðinn og til baka, meðan hestar mínir hvíldust. Reykir í Hrútafirði. Hiti laug- arinnar er 96 gr. C. Vatnsmagn nálægt l8/4 lítri á sekúndu. Vega- lengd að fyrirhugaðri sundlaug 240 m. Fallhæð heita vatnsins að yfirborði sundþróar 6,5 m. Kalt vatn er ekki fáanlegt, nema J brunnvatn úr mýri. Vegalengd að því 90 m. Fallhæð 3,5 m. Sund- lögin stendur á vel þurrum grasi- grónum velli í mölbornum jarð- vegi. Aðstaða því ágæt fyrir leik- völl, án þess að lagfærður sér til muna. Ákveðið hafði verið að byggja þarna opna lauk að stærð 10X20 m. og efni pantað og komið á staðinn. Eg fékk því til leiðar komið að hætt var við að byggja opna laug, en í þess stað var bygð lítil laug yfirbygð. Stærð þróar- innar er aðeins 6.75X10 m. og pallur langs með hliðinni 1.25 m. á breidd, en langs með pallinum er skáli, afklæðningsherbergi, gangur og baðklefi. Alt undir sama þaki og sundþróin, sem hef- ir flatt steinsteypuþak. Vegghæð þróarinnar er 1,10—1,50 m., en hæð af palli undir loft 2,50 m. Sunnanundir lauginni á að gera sólbaðsskýh og ef til vill líka opna sundlaug síðar. Mikill kostur er það við þennan sundstað, að ekki eru nema fáir tugir metra til sjáv- ar og er þar vík ágætlega vel löguð til þess að æfa í sund. Fyrir framkvæmdum hafa staðið félög í Bæjarhreppi og í Staðarhreppi. Reykir í Miðfirði. Þar er lítil laug, suðvestan undir hárri brekku í túnfætinum, en neðanundir taka við flatlendir móar (bakkar) og yrði sundlaug að gerast þar. Sé heita vatnið leitt í 80 m. löngum pípum, fengist fallhæðin 3 m. að ið sé 0,5 m. í jörðina. Vatnsmagn- ið er aðeins 0.45 1. á sek. og hit- inn 70 stig. Kalt vatn er ekki fá- anlegt nema sem brunnvatn úr seitlulindum í brekkunni. Vega- lengd að þeim 150—220 m. Að öðru leyti er aðstaðan góð, stað- urinn skemtilegur og vel í sveit kominn. Efst í brekkunni við Reykja- bæinn er jarðhitinn 70 stig. Bendir það til þess að þar sé fal- inn mikill jarðhiti. Laugai’ I Hvammssveit. Þar eru tvær heitar uppsprettur sín hvoru megin í melhrygg uppi í fjallsrótum, skamt upp af bæn- um Laug’um. önnur laugin er dá- lítið stærri og fjær bænum. Þar er aðstaða betri til þess að gera sundlaug. Landið umhverfis er þurt og greiðfært, en því hallar talsvert til austurs. Vatnið kem- ur upp úr klettasprungu, 58 stiga heitt og magnið er rúmlega 1 hter á sek. Leiðslan á því að fyrirhug- aðri sundlaug verður um 130 m. löng en leiðla á köldu vatni, úr smálæk verður um 160 m. löng. Hin laugin er 56 stiga heit, vatns- magnið rúmlega V3 1. á sek. (24 1. á mínútu). Verður hún leidd í Laugabæinn. Á að giska 300—400 m. frá fyrirhugaðri sundlaug er stöðu- vatn, vel fallið til þess að iðka í sund og þreyta kappsund á íþróttamóti. Hreinsun á botninum getur verið kostnaðarlítil með framræslu og hægt er að fá stað fyrir leikvöll rétt þar hjá. Samband U. M. F. Dalasýslu, hefir í hyggju að koma upp vand- aðri yfirbygðri sundlaug að Laug- um, hinum forna bústað Guðrún- ar Ósvífursdóttur. Áhuginn virt- ist vakandi í þessu máh, enda muna Dalamenn það, að til foma áttu þeir frægan sundmann, Kjartan Ólafsson. Reykhólar. Þar hefir sund ver- ið kent í svokallaðri Kúatjöm, óþrifapolli, en ekki skortir heita vatnið. Reykhólabærinn stendur á háum og víðáttumiklum hól (af- bragðstúni og túnstæði), umgirt- um flóa á þrjá vegu og Sand- skeiðinu á einn veg. Þar er mikið og gott steypuefni. Að sunnan og vestan undir hólnum em hverim- ir, níu að tölu, með nöfnum og enn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.