Tíminn - 15.06.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.06.1929, Blaðsíða 1
©faíbtei Og o^ei&ðlBma6uf Œímans er Sjjnnpeig J^orstetnsöótiir, íxímbatTtisijfeinu. Seyfjapif. XIII. 6r, Reykjavík, 15. jóní 1929. 2S.fgrei5.sia Clmans er i SambanfcsI)ítSbui. (Ðpúi bagiega 9—\Z f. 4» Sfrrti ©8. 40. blað. Þjóðmálastarf Framsóknsr Viðreisn sveitanna. Nú er að mörgu leyti heppileg- ur tími til að athuga aðstöðu sveitanna, og bænda í landinu til viðfangsefna þeirra í atvinnu- rekstri og menningu, sem liggja næst hendi, og þá sérstaklega hvern ávöxt það hefir borið, að kjarni bændastéttarinnar í land- inu hefir síðan um 1880 unnið skipulagsbundið að hagsmunum sínum um verslunarmálin, og síð- an um 1916 að landsmálum. Ef samvinnufélögin, Samband- ið og Framsóknarflokkurinn hefðu ekki starfað í landinu, myndi sveitalíf og sveitamenning áreið- anlega vera að mestu horfið á Islandi. Síðustu hálfa öldina hefir sjávarútvegui’inn dregið til sín fjármagn landsins og yfirboðið bændur um kaupgjald og miliilið- irnir neytt allra bragða til að skattleggja bændur í verslunar- efnum. Og ef alhr bændur lands- ins hefðu staðið dreifðir og sundr- aðir í hverskonar félagsnjálum, þá myndi stétt þeirra nú aldauða. Á árunum frá 1880 lögðu pönt- unarfélögin undir sig öll hin þróttmestu sveitahéruð á landinu, og' hin fjárhagslega viðreisn bændanna hófst í skjóli þeirra. Frá 1906—1915 breytast flest pöntunarfélögin í hið enskg, horf, með opna leið fyrir hvern sem er, og verðiag miðað við gangverð á staðnum, og verði uppbót á öll við- skiítin um áramót. Hallgrímur Kiistinsson var forgangsmaður þessarar breytingar, og síðan að bræða öll kaupíélög landsins sam- an í eitt yfirfélag, Sambandið, til að annast sameiginleg innkaup og sölu í stórsölu og smásölu. Kaupfélögin og Sambandið hafa bjargað mestum hluta bænda- stéttar landsins frá því að greiða fjórðung til þriðjung*) af árs- tekjum sínum í óþarfan aukaskatt til erlendra og innlendra milliliða. Þessi fasta að örugga tekjubót, sem samvinnufélögin og Sam- bandið valda er undirstaða mest- allra framfara í sveitunum bæði um húsakynni, matarhæfi, ræktun og möguleika sveitamanna til að afla bömum sínum skólament- unar. En þrátt fyrir þá vernd, sem kaupfélögin og Sambandið veittu félagsmönnum sínum, þá náði það skjól ekki nema yfir eina hlið atvinnubaráttunnar. Hérumbil öll blöð landsins voru á bandi versl- unarstéttai’innar og hinnar byrj- andi útgerðar, svo að samvinnu- menn neyddust til að stofna sitt eigið tímarit til að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Bankamir báðir voru andvígir samvinnu- bændum, eins og sést best á raunasögu Sláturfélags Suður- lands er það hóf göngu sína, og átti langtum erfiðara með að fá smálán, heldur en hversdagsleg- ur smábraskari í Reykjavík. Samvinnumennimir hófu þá landsmálabaráttu sína árið 1916, og kusu hinn elsta og helsta af leiðtogum sínum, Sigurð á Ysta- *) Verömujiurinn í hinum fyrstu kaupfélögum og hjá kaupmönnum t d. á Húsavik og við Breiðafjörð var sem hér er sagt. J. J. felli til þings. Utan um hann söfnuðu samvinnubændur liði í þinginu. Úitlu síðar vora Tíminn og Dagur stofnaðir og flokkurinn hóf umbótastarf sitt, á öllum sviðum þjóðlífsins. En megin- kjarninn í flokknum var frá upp- hafi og er enn, sá hluti þjóðarinn- ar, sem í kaupfélögunum hafði lært að vinna saman og lært mátt s j álf sb j argarstarf seminnar. Eitt af fyrstu verkum sam- vinnumanna á þingi var að hreinsa til í Landsbankanum, og koma út þaðan manni, sem bók- staflega hataði samvinnustefnuna, og var blindur fyrir vaxtarskil- yrðum sveitanna. Bankinn varð hlutlaus, og hefir síðan þá unn- að bændum nokkurra viðskifta, og aðgangs að fjánnag.ni, aðal- lega þó til verslunar. Engu að síð- ur hefir bankinn varið langsam- lega mestum höfuðstól sínum til skifta við keppinauta bændanna, og orðið þar fyrir nálega öllum þeim óhöppum, sem hafa hent hann. Síðar hófst löng og þrálát bar- átta um það hvort Landsbankinn eða hinn útlendi hlutabanki ætti að hafa aðalforustu í peninga- málunum. Fi’amsóknarflokkurina studdi íslenska bankann, en íhaldsmenn hinn útlenda*). Þó fóru svo leikar, eftir kosningam- ar 1927, þegar íhaldið var í fyrsta skifti í verulegum minnihluta, að hin þjóðlega stefna sigraði. Ríkið viðurkendi opinberlega að það ætti og bæri ábyrgð á þjóðbank- anum, og að hann ætti að vera höfuðvígi í hinni fjármálalegu viðreisnarbaráttu. Um leið var slegin um bankann sterk skjald- borg, með fulltmum frá Alþingi og atvinnuvegunum, til styrktar gegn því, að hinir sjúku óþjóð- legu straumar, sem um aldamót- in 1900 stefndu að því að drepa Landsbankann, og gera útlent hlutafélag allsráðandi um íslensk fjármál, gætu ekki valdið sama skaða og fyr. Viðreisn Lands- bankans, eins og hann nú er orð- inn, hefði verið óhugsandi, ef samvinnumenn á þingi hefðu ekki leyst hann úr fjötmm manna eins og B. Kr. og Jóns Auðuns. Umbót og hreinsun Landsbank- ans var alþjóðlegt stórmál, en sér- mál bænda af því að eftir breyt- inguna ^áttu þeir opna, en tor- sótta leið að viðskiftafjármagni. Starf kaupfélaganna og Sam- bandsins varð áhrifameira fyrir það, að félögin áttu nú kost á nokkru innlendu fjármagni, í stað þess að þær dyr voru sveitamönn- um harðlæstar áður. Næsta áhrifaverk Framsóknar- manna, eða þó öllu heldur Tím- ans undir stjóm Tryggva Þór- hallssonar, var að gera Búnaðar- félag Islands að stórveldi í land- inu. Áður var félagið mjög fé- vana og áhrifalítið, þótt stefnt væri í rétta átt. ’) Merkileg en máske ekki mjög torskilin tilviljun er það, að bæði fcræðinguiinn og grúturinn í gamla claga, og' grúturinn eða svarta hönd- in 1929 urðu til innan- veggja erlenda bankans. J. J- Tr. Þ. var á ferli seint og snemma með ítrustu kröfur um fjárafla úr ríkissjóði handa Bún- aðarfélaginu. Hann hafði sitt fram, og tókst síðar sem stjóm- arna félagsins að skapa því með ári hverju stærri og meiri verk- efni tíl viðreisnar landbúnáðinum. Um 1920 voru skattamál kaup- félaganna og Sambandsins í hinu megnasta ólagi. Var hægt að margskatta tekjuafgang félags- manna og notuðu óvinir félaganna sér óspart þessa veilu í löggjöf- inni. Elsta kaupfélag landsins, á Húsavík, hafði átt í þrálátum málaferlum í mörg ár til að verja tétt sinn. En meðan samvinnu- menn stóðu dreifðir í landsmál- um, fengu þeir enga réttingu mála sinna. En árið 1921 höfðu samvinnumenn undirbúið yfir- gripsmikla löggjöf um þetta efni. og komu henni sama ár gegnum þingið, þrátt fyrir harðvítuga mótstöðu Jóns Þorlákssonar og Mbl. Eiga íslendingai’ nú að búa við hina fullkomnustu samvinnu- löggjöf, sem til er í nokkru landi, og mega samvinnumenn hérlendis þakka það stjórnmálasamtökum sínum og félagsþroska. Vegna þessarar löggjafar geta samvinnu- félögin vaxið í næði undir öruggri vernd þjóðfélagsins, í stað þess að þau voru áður að gerast útlagi í sínu eigin landi. Einn merkilegasti þáttur í við- leitni Framsóknarflokksins til að rétta við sveitirnar em hinar endurteknu tilraunir, að koma upp sérstakri lánsstofnun fyrir land- búnaðinn. Hefst sú viðleitni árið 1919 þegar Sigurður í Ystafelli var atvinnumálaráðherra og fékk Böðvar Bjarkan lögmann til að fara utan og undirbúa ítarlega stofnun bændabanka. Frumvai’p Bjarkans var sam- þykt á Alþingi 1921 og var Jón Þorláksson þá heitur mótgangs- maður málsins. En þó eigi tækist að stöðva málið á þmginu, þá átti Magnús Guðmundsson og Jón Magnússon hægan leik að hindra málið í verki. Kreppa vai' þá mikil og tóku þeir félagar enska lánið sællrar minningar. En engin króna af því fé mátti ganga til fast- eignabankans. Meirihluti þess gekk til að borga erlendar brask- arasikuldir fyrir Islandsbanka. Leið svo fram til Alþingis 1924. Þá átti Tr. Þórhallsson fyrst sæti á Alþingi. Kom hann þá með frv. um Búnaðarlánadeild við Lands- bankann. Aðalhugsun frv. var að skylda Landsbankann til að láta lítið brot af fjármagni sírfu ganga til forgangslána í sveitirnar. Jón Þorláksson vildi eyða málinu á þingi, en það tókst ekki, en Jón dró framkvæmd málsins nálega eitt ár, uns almenningsálitið kúg- aði hann til að láta undan. Fyrir frumkvæði Tr. Þórhallssonar í Búnaðarfélaginu, sem setti nefnd í málið, var Búnaðarlánadeildinni breytt í Ræktunarsjóð hinn nýja, sem mú hefir starfað um nokkur missiri. Næsta átakið frá hálfu Fram- sóknarmanna var frv. um Bygg- ingar- og landnámssjóð, sem fyrst kom fram á Alþingi 1925. Málið var síðan borið fram á þingun- um 1926-og 1927, en í öll skiftin eyðilagt af Ihaldsflokknum. En eftir ósigur Ihaldsmanna 1927 settu Framsóknarmenn og verka- menn málið gegn á Alþingi 1928, og nú í ár verður lánað út úr sjóðnum ein miljón króna, með betri kjörum, en bændui’ hafa nokkurntíma átt að venjast, til að reisa býli sín að nýju. Með stofnun Byggingar- og landnáms- sjóðs var rudd ný leið í viðreisn sveitanna. Þá var í fyrsta sinn viðurkent, að það borgaði sig fyr- ir þjóðfélagið að greiða nokkuð af vöxtum fyrir bændur, sem reisa býli sín úr varanlegu efni, svo að þau geti orðið nothæf ó- bornum kynslóðum, sem vilja rækta og þyggja landið. Lokasporið eftir þessari braut var stigið af Alþingi nú í vetur er það samþykti lög um fullkom- inn búnaðarbanka í mörgum deildum til að fullnægja öllum sanngjörnum þörfum þeirra manna, sem rækta landið. Vita- skuld þarf sá banki að vaxa og eflast, en frumdrættimir í því efni munu verða varanlegir, eins og frá þeim var gengið af þeim, sem undirbjuggu málið, þeim Böðvari Bjarkan og Tr. Þórhalls- syni. Annað stórmerkilegt frv., senV Alþingi samþykti í vetur var um stofnun vísindalegi-ar rannsókn- arstofu fyrir atvinnuvegina. Er þar stefnt að því, að rannsaka á fræðilegan hátt alla alidýrasjúk- dóma þá, sem hrjá bústofn lands- manna, og finna síðan meina- bætur. Er þetta eina leiðin, sem hugsanleg er til að verja bústofn bændanna fyrir gífurlegri hættu sjúkdóma, sem þjóðin þekkir ekki og raíður ekki við, Vel má svo fara að torsótt verði þessi lækn- ingaleið, en sá tími mun koma, að bændastétt landsins mun minn- ast þess, sem Framsóknai’flokkur- inn gerði í máli þessu á Alþingi 1929. Hitt má fremur gleymast, að Ihaldsflokkurinn gerði sitt ítr- asta til að eyða málinu, þótt það tækist ekki fyrir samheldni Framsóknar- og Jafnaðarmanna um að koma því heilu í höfn. Þá eru ótalin tvö hin bestu stórmál Framsóknarmanna, sem bæði voru leyst á Alþingi 1929. Annað er vélasjóðurinn, hitt er ríkisverslunin með tilbúinn áburð. — Um vélasjóðinn er það að segja, að liann nýtur sín svo vel, sem raun ber vitni um fyrir samstarf Búnaðarfélags Islands, Sambandsins og Framsóknar- flokksins. Búnaðarfélagið og Sam- bandið hafa um nokkurn tíma haft sameiginlega í þjónustu sinni Árna Eylands, hinn færasta mann, sem nú er uppi á íslandi, um alt, sem lýtur að jarðyrikju- verkfærum. Hann dregur í búið hvaðanæva utan úr löndum hin bestu og gagnlegustu jarðyrkju- tæki, og Sambandið kaupir verk- færin, og dreifir þeim út um bygðirnar. Hafa nú í vor komið á vegum Sambandsins meira af ágætum jarðyrkjuverkfærum til landsins en á áratugum áður. Ástæðan til þessara miklu kaupa er vitaskuld vaxandi áhugi og þróttur sveitamanna við jarð- ræktina, en ekki síst hinn mikli stuðningur við kaupin á slíkum tækjum, sem vélasjóður sá, sen; nú verandi forsætisráðherra bar fram til sigurs á þinginu í fyrra. Áburðarmálið er vel kunnugt öllum landslýð. Tr. Þórhallsson bar fram þing eftir þing kröfuna um ríkisverslun með tilbúinn áburð, til að geta lækkað verðið. Ihaldið drap málið þing eftir þing, meðan það gat. Og eitt sinn þegar Ámi Jónsson frá Múla. ritstjóri að bændaútgáfu Mbl., fór á stjórnmálafund í Rangár- vallasýslu, til að mæla móti kosn- ingu sr. Jakobs Lárussonar, þá var eitt aðalsóknarefni hans á hendur Framsókn einmitt áburð- armálið. Hrakspár hans og ann- ara íhaldsmanna voru óteljandi. En með ósigri Ihaldsins 1927 var opnuð leiðin í þessu máli, því að verkamannafulltrúarnir studdu Framsóknai’menn í þessu umbóta- máli sveitanna, eins og þeim mörgu öðrum, sem náð hafa fram að ganga á undanfömum tveim þingum. Hrakspárnar hafa ekki rætst. Verðið á tilbúnum áburði hefir fallið um hérumbil þriðjung, og nú lítur út fyrir að notkunin 1929 muni verða a. m. k. ferfalt meiri en 1928, síðasta árið sem bændur nutu þeirrar blessunar, að einn af útgefendum Mbl. gæti lagt þungan skatt á hvem poka af tilbúnum áburði, sem til lands- ins fluttist. Nú hafa verið raktir nokkrir þeir þræðir, sem lúta að hinni þýðingarmiklu höfuðbreytingu, sem er að gerast viðvíkjandi at- vinnuháttum íslenskra sveita- manna. En Framsóknarflokkurinn hefir ekki gleymt að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Fyrir hans atbeina hafa verið reist hin miklu og góðu hús fyrir æskumannaskóla að Laugum í Þingeyjarsýslu, Eiðum og Laugar- vatni, og líkur eru til að floKkur- inn muni geta veitt stuðning, sem ' um munar til að afla skólunum á Núpi og Hvítárbakka stómm betri aðstöðu og húsakynna. Bún- aðarskólamir báðir, bæði á Hól- um og Hvanneyri hafa verið stór- um efldii’. Séraientun kvenna hef- ir ekki verið gleymt, því að auk hins mikla stuðnings sem Fram- sóknarmenn hafa veitt Blöndu- óssskólanum, hafa þeir haft forgöngu \im að koma í fram- kvæmd Herdísarskólanum á Stað- arfelli, gegn þrálátum fjandskap margra Ihaldsmanna. Þá hafa Framsóknarmenn á þingi og í héraði átt meginþátt í að upp er kominn húsmæðraskóli að Laug- um og að nú er lagður gmnd- völlur að húsmæðraskóla fyrir Austurland að Hallormsstað. Ár- ið 1895 byrjuðu sýslunefndir í Múlasýslum að beitast fyrir því máli, en það lá í svefni þar til samvinnumenn eystra og á þingi gripu í strenginn, svo að úr framkvæmdum verður. Með lokun Mentaskólans laust eftir aldamótin fyrir byrjendum sem urðu að vinna fyrir sér, voru fátækir gáfumeim í sveit að mestu útilokaðir frá að geta sint háskólanámi. En fyrir þraut- seiga baráttu Framsóknarmanna geta slíkii’ meim nú lokið stúd- entsprófi á Akureyri. Hefir þar í einu verið leyst úr raunveru- legu vandamáli bændastéttarinn- ar og um leið úr gömlu metnað- armáli Norðlendinga, sem vildu sjá endumeistan í fjórðungnum hinn gamla Hólaskóla. Með mik- illi hagsýni við rekstur heima- vistarinnar á Aikureyri er nú svo komið, að piltar dvelja þar átta mánuði fyrir 400 kr. í fæði, húsnæði, ljósi, hita og þjón- ustu. Er þá svo komið að hver dugandi gáfumaður í landinu, sem af alhuga vill búa sig undir háskólanám, getur gert það á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.