Tíminn - 15.06.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1929, Blaðsíða 3
TÍMINN 139 þin'gi, hvort fyrir sig samþykt, að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sé úr gildi feldur". Hér er beinlínis gert ráð fyrir því að endurskoðun verði að fara fram áður samningurinn geti orð- ið „úr gildi feldur“. Af þessu verður ljóst að nákvæmlega er rétt til orða tekið hjá Tímanum. Um hitt lét Tíminn ósagt, að svo stöddu, til hverra úrslita endur- skoðunin myndi leiða, en benti jafnframt á, að fresturinn væri dýrmætur tími sem þjóðin yrði að nota „til þess að vinna sér and- legt og efnalegt sjálfstæði“, til þess að vera viðbúinn. Er það í fullu samræmi við stefnu Fram- sóknarmanna en í ósamræmi við stefnu Sig. Eggerz, sem leggur alt kapp á fleipur og gaspur, en gerir bandalag við hverskonar öfl andleg og fjármunaleg, er fjand- samlegust hafa verið íslensku sjálfstæði og ágengust til gróða- bragða á kostnað lands og þjóðar. Nýtt íhaldsblað, „Framtíðin“, er byrjuð að koma út. Ritstjórinn er geðbilaður vesalingur, sem venjulega er kall- aður „Napoleon“. Lárus Jóh. leggur til peningana í útgáfuna og innblæs geðveiklinginn. Andi og efni blaðsins er samboðið iút- gefendunum. Áður voru verstu skrílblöð Ihaldsins „guðskistuút- gáfan“ á Akureyri, kvennablað Ingvars Sigurðssonar, sem Sigur- björg systir Jóns Þorlákssonar ritar flest fúkyrðin í, og svo Stormur Magnúsar. En nú kernst litli Lárus hærra með Napoleon sinn. Hinsvegar er erfitt 'að segja hvar íhaldið nær sínu endanlega marki í því, sem er ilt og and- styggilegt í blaðamensku. A. + B. Vinnuhælið og siæpingjainir. I sambandi við fyrirhugaðar umbætur í hegningarmálunurn voru að tilhlutun dómsmáJaráð- herrans borin fram á þingi 1928 og samþykt log um breytingu á hegningarlögunum, þar sem heim- ilað er að taka fasta slæpingja, óreiðumenn og óreglumenn, bjóða þeim sæmileg^á vinnu, og $f þeir þekkjast hana ekki, þá að þvinga þá til vinnu á vinnuhæli ríkisins. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að í landinu eru margii’ skillitlir menn og óreiðusamir, feður óskilgetinna barna, verk- lausir óreglumenn, sem ganga um og svíkja fé út úr almenningi undir margvíslegu yfirskyni o. fl. þessháttar þjóðfélagsleg afstyrmi. — Mæður, sem hafa ratað í þá ógæfu, að eiga börn með slík- um mönnum, hafa haft æma skapraun af árangurslausum til- raunum að innheimta bai’nsmeð- lög hjá þeim, enda gerast þeír margir landshornamenn, svo að örðugt er að hafa hendur i hári þeirra. Með stofn-un vinnu hælisins á Litlahrauni og þessum breytingum á löggjöfinni hefir mjög breyst aðstaða þessara manna. Lögreglustjórinn í Reyikja- vík ritaði fátækranefnd borgar- innar nýlega, þar sem hann leit- aði eftir samvinnu bæjarstjómar- innai’ um að láta slæpingja og vanskilamenn slíka sem hér um ræðir og sem ekki in-tu af hönd- um borgaralegar skyldur sæta þvingunarvinnu samkvæmt lögum, ef þeir ekki bættu ráð sitt. Stjórnarvöld bæjarins tóku boðinu þakksamlega. Var síðan saminn listi yfir alla slæpingja og óreiðu- menn slíka, er til saka eiga að svara hér í bænum. Brá þá svo við, að mennirnir komu sjálfkrafa hver af öðrum, og gerðu skil. Tím- inn vill vekja athygli löggæslu- manna og fátækrastjórna hvar-, vetna á landinu á þessarí breyttu aðstöðu, heimildinni til þess að beita slíkri þvingun, aðstöðunni til þess vegna vinnuhælisins og nauðsyninni að hafa hendur í hári >þeirra manna er þann veg leitast við að akast undan borg- aralegum skyldum. Seigur undir tönninni ætlar Einar Jónasson fyrram sýslumaður Barðstrendinga að reynast. Fyrst tókst honum að blekkja svo Jón ' Þorláksson og endurskoðendur hans, að þeir fundu ekki 140 þús. kr. sjóðþurð- ina. Þegar svo að Framsóknar- stjórnin hafði fundið fjársvikin sett Einar frá embætti gerðist Mbl. ginningarfífl hans og vildi, gera han-n að einskonar hetju. Magnús Kristjánsson stefndi Ein- ari þegar fyrir hönd ríkissjóðs um hina miklu skuld. Jóh. bæjar- fógeti ■ sýndi alla hugsanlega tregðu og fýlu í að framfylgja málinu, og var síst að hugsa um að bæta úr afglöpum íhaldsmanna í þessu efni. Eyddi Jóhannes málinu til hálfs. Loks komst lielmingur svikamálsins fyrir Hæstarétt og var Einar dæmdur til að greiða yfir 60 þús. kr., en um meirihluta skuldarinnar gekk annað mál, sökum tafanna hjá Jóh. Jóh. Nú væntu menn að dóm- ur Hæstaréttar mundi líka ganga í síðara málinu, svo að landssjóð- ur gæti sem fyrst fengið skula sína hjá Einari. En þá kemur sú frétt frá Hæstarétti, að sökum megnra, anna geti hann ekki kom- ist yfir að dæma í síðara fjár- svikamálinu. Dómurinn þurfi brátt að taka sumarfrí sitt, fram til hausts, og- á meðan verði skuld Einars að bíða. Á hinn bóginn neitar Einar að viðurkenna dóra hæstaréttar viðvíkjandi fyrri hluta skuldarinnar, og skýtur kröfu ríkissjóðs um fjárnám enn til Hæstaréttar. En- sbkum anna og sumarleyfis kemur sú krafa þá heldur ekki til afgreiðslu fyr en í haust eða vetur. Má þessi mestj fjársvikari meðal allra íslenskra sýslumanna fyr og síðar sannar- lega vera Ihaldinu og forsjóninni þakklátur, fyrst Jóni Magnússyni fyrir að veita honum embættið, Sig. Eggerz fyrir að láta hann eftirlitslausan, Jóni Þorl. fyrir að fimja ekki „skekkjuna“, Mbl. fyrir hetjudýrkunina, Jóh. Jóh. fyrir tregðuna að dæma, og forsjóninni fyrir að leggja í einu á Hæstarétt taumlaust annríki allan veturinn og svo frí alt sumarið. Y. Fýluför Sig. Eggerz í Dali. Eftir fundimi í Búðardal, þar sem ’Sig. Eggerz mætti engri blíðu frá hendi kjósenda sinna, hóf hann yfirreið um Dali til þess að halda leiðarþing. Hafði hann auglýst vandlega leiðarþing á Staðai’felli og komu 5 kjósendur. Á næsta fundarstað enginn. Þá spurði Sigurður uppi 20 vega- gerðarmenn, sem vofu saman- komnir á einum stað, fór hann þangað sem skyndilegast og pré- dikaði yfir þeim eftir vinnutíma! Á næstu 2 fundi komu milli 10 og 20 menn. Þá gafst Eggerz upp og lét af fundahöldum! Munu fá eða engin dæmi þess, að nokkur þingmaður hafi farið slíka fýlu- för til kjósenda sinna, sem hinn nýbakaði Ihaldsmaður SÍg. Egg- erz fór að þessu sinni. „Magnús einskisvirti44. Morgunbl. 12. þ. m. getur þess, að á fundi í Sikaftafellssýslu hafi, af hálfu Ihaldsmanna, farið rit- stjórarnir Jón Kjartansson og Árni Jónsson. En blaðið þegir um það, að Magnús nokkur Storms- ritstjóri, sem nefndur er einnig „stauparéttar“-dómari og „bruna- bótaspilari“ var og með í þeirri för. Svo rótgróin er andstygð Ihaldsmanna á þessari vesælustu fótaþurku þeirra, að blátt bann er lagt fyrir að nefna harm sjálf- ann eða málgagn hans á nafn í Mbl., enda er það aldrei gert. ----o----- Fhnleikaflokkur kvenna frá Akur- eyri kom hingað til Reykjavíkur ný- lega og sýndi listir sínar undir stjórn Árrnanns Dalmannssonar leik- fimiskennara. Var flokknum tekið hér hið besta. Fréttír. Frá forsætisráðherra. „Politiken" liefii’ nýlega flutt viðtal við Tryggva pórhallsson forsætisráðherra. Hefir ráðherrann gefið yfirlit um þær stór- stígu framfarir, sem um þessar mundir eru að verða í atvinnuvegum íslendinga, einkum landbúnaði og góðæri það, sem nú gengur yfir til lands og sjávar. Af þingmálum síð- aata þings eru tilgreind Búnaðarbani;- inn og verðfesting krónunnar. — „Morgenbladet", aldanska, fer lofsam- legum orðum um ráðherrann, svo eig’' eru öll donsk Morgunbl. eins. — Meðal erinda forsætisi'áðherrans er uð leita tilboða og gera samning um byggingu útvarpsstöðvar íslands og að leita eftir hæfum manni, til þess að standa íyrir þeirri stofnun sem a að annast vísindalegar rannsóknir i þágu atvinnuveganna, eigi sist á alidýrasjúkdómum á íslandi. Sambandsþíng U. M. F. í. hefst á þriðjuduginn kemur (18. júni). pingið verður háð að þrastarlundi í þrastar- skógi. Benedikt G. Waagc, forseti íþrótta sumbands íslands, varð fert.ugur í guu'. þaö mun ekki ofmælt að Bene- dikt Waage sé einhver atkvæðamesti forvígismaður iþróttamálanna liér ú landi. Hann ej- fjölhæfur iþróttamað- urn með brennandi áhuga fyrir fram- gangi íþróttanna, einlæga og sterka trú á þroskagildi þeirra. Sænsku flúgmennirnir, sem fyrr \ar um getið, að ætluðu að fljúgu irá Stokkhólmi til New York lögðu á stað á sunnudaginn var, en urðu uppiskroppa með bensín og urðu að setjast á Skaftárós. Voru varðskipin aðvöruð og héldu þegar á vettvang'. .Var vélin drégin til Vestmannaeyja. þaðan flugu Svíarnir siðan og komu hingað kiukkan rúml. 7y2 á mánu- dagskvöldið. Var uppi fótur og fit hér í Reykjavík og hlutu flugmennirnir mjög virðulegar og alúðlegar viðtök- ur. I-Iöfðu þeir meðferðis kveðjui': bréflega frá Rolf Tommesen til for- sætisráðherra íslands og frá Björg- vinjarbúum til Reykvíkinga. — Flug- mennirnir heita Ahrenberg, Flodén og Ljunglund, vasklegir menn. — Fram- haldsflug þeirra héðan hefir gengiö tafsamlega. Hafa þeir tvisvar lagt af stað, en snúið aftur vegna smá- bilana. . Hafa og veður ekki Verið hentug til landtöku við Grænland. En Flugmennirnir fara sér að engu óðs- lega, sem rétt er, því tilgangur þeirra, er að gera jafnframt athuganir um flugleiðina á þessum slóðum. Simun av Skarði skólastjóri í Fær- eyjum er staddur hér í bænum-. Hann er einn af merkustu mönnum Fær- eyinga, eldheitur sjálistæðismaður og mentafrömuður. Harm er mikill þjóð- ernissinni og íslandsvinur og talar ísienslcu mætavel. Ungmennafélagið Veivakandi og ýmsir vinir Simuns héldu iionunr fagnaðarsamsæti við kotnu hans hingað. Er gott að hljóta heimsókn slíkra manna. Landsmálafundir. íhaldsmenn hoða til landsmálafunda á þessum stöðunr: Borgarnesi 24. júní, Akureyri 28. júni, Grund i Eyjafirði 29., og Sigiufirði 30. Seyðisfii'ði 28., Norðfirði 30. júni, Eskifirði 2. júlí, Reyðarfirði 3. júli, Ekkjufelli á Héraði 4. júlí, Fossvöll- unr 5. júli, þingmúla 6. júlí, Vopna- firði 7. júli, Eydölum 10. júlí og á Djúpavogi 11. júlí. Munu einhverjir verða latgengir frá slætti á fundi hins nýja „gi'útar“-konungs Jóns þor- lákssonar. Marteinn Binarsson kaupnraður hef- ir' nýlega iokið við að reisa stór- hýsi á Laugavegi 31 hér í bænunr. Er sölubúð á tveimur hæðum húss- ins, en ibúð á þriðju hæö og vöru geyntsla á fjórðu harð og í kjallara Sölubúðin er af nýjustu og vönduð ustu gerð og húsið alt nrjög vandað. „Attdbýlingarnir“. Leikfélagið sýndi a fimtudagskvöldið fyrsta leik sinn, „Andbýlingana" eftir Holstrup, undir leikforustu hr. Reumerts. Lék hamr þar sjálfur sem gestur. Leikurinn er mjög íjörugur gamanleikur og liggur við að hann sé um of öfgakendur. Munu álrorfendur ljúka upp einum munni um það, að leikur Reumerts lreri langt af flestu því, sem hér hefir sést, sömutegundar. Er þó talið, að hæfileikar hans liggi eigi síður á öðr- úm sviðunr leiklistarinnar. Eigi lók ungfrú Anna Borg að þessu sinni. Kardínálaheimsókn. Von er virðu- legrar heimsólmar hingað til lands í næsta mánuði, er hingað kemur Van Rossum kardínáli til þess að Byggingarefni „ETERNIT“-þakhella er endingarbesta og ódýrasta þakefnið. „Eternit“ er búið til úr „Asbest“ og sementi, og verður því sterkara og seigára með aldrinum. „Eternit“ þolir best allra þakefna umhleypingasama veðráttu. „Eternit“ hefir þann stóra kost að vera létt í sér. Þakviðir * þurfa því ekki að vera sterkari en undir bárujám. „Eternit“ má leggja á „Lektur“ eingöngu eða borðasúð, án þess að lista þurfi undir. Vinnait við að leggja „Eternit“ er lítið meiri en við bárujám. „Eternit“-báruplötur fást í sþmu stærðum og bárujárn. „Eternit“-klæðningsplötur fást í 1—3 fermetra stærðum. Besta efni, sem hægt er að fá til þess að klæða með hús utan, í staðinn fyrir járn, eins til þess að klæða með fjós og önnur peningshús innan. „Eternit“ er ágætur einangrari fyrir hita og kulda. „Eternit'* þarf aldrei að mála, á því er enginn viðhaldskostn- aður. „Eternit“ fæst í gráum, bláum og rauðum lit. „HALMI'F'-veggplötun eru búnar til úr hálmtægjum ásamt ýmsu rakaverjandi efni. 1 cm. þykt^ „Halmit“ einangrar eins vel fyrir raka og kulda og 17 cm. þykkur steinsteypuveggur. „Halmit“-plötur má setja innan á alla veggi, hvort sem heldur er fast á múr eða á trélista. Plöturnar eru svo sléttar, að það má líma veggfóður á þær. „Halmit“-plötur fást í mörgum stærðum og er fljótlegt að negla þær upp. Auk þess sem „Halmit“ einangrar margfalt bet- ur fyrir kulda en viðarþiljur, er það ódýrara. VEGGJAKORK. „Expanko“-Tsolationplader frá A/S „SANO“ er besta einangrunarefnið, sem hægt er að fá. KORKGÓLF. „Expanko“-Kork-Parket. Korkplötur sem lagðar erú á gólf í staðinn fyrir „Linoleum“, fást í ýmsum litum og gerðum. Þessi gólf eru falleg, hlý og endingargóð. „ULTRA“-gler. Ultrafjólubláu geislamir komast í gegnum þetta rúðugler. Með því að nota „Ultra“-gler í hús yðar njótið þér læknandi áhrifa sólarljóssins, jafnt inni sem úti. Skrifið ef þér óskið eftir sýnishornum og upplýsingum. Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir ofannefndar byggingavörur: Jón Loftsson Austurstræti 14. Reykjavík. Sími 1291. Héraðssamb. Skarphéðiim. Héradsmót verður að Þjórsártúni laugardaginn 29. júní n. k. og hefst kl. 1 eftir hádegi. Kept verður í íslenskri glímu (2 flokkum), 100 og 800 metra hlaupi, ýnisum stökkum o. fl. Nokkrir nemendui’ íþróttaskólans í Haukadal sýna fimleika. Sigurður Greipsson stjórnax. Ennfremur verða til skemtunar ræðvu’, söngur og dans. Héraidssýiaing á heimilisiðnaði verður haldin að Skeggjastöðum í Hraungerðis- hreppi dagana 27.—30. júní. — Héraðsmótsdaginn verða bílar í föram milli Skeggjastaða og Þjórsártúns, til hægðarauka fyrir mótsgestina, sem komast vilja á sýninguna. -- Héraðsstjómin. vígja hina nýju íoi'kunnarfögra kirkju í Laiulakoti. Verða i fylgd með honum fjórir embættismenn páfarikisins og kaþólskir biskupar frá Svíþjóð og Danmörku. Jafnframt þvi sem kirkjan verður vígð verður Meulenberg præfekt vígður biskup. Verður hann þá fyrstur kaþólskur bislcup á íslandi síðan Jón Arason leið. Kardinálinn er næstur páf- nnum að tign innan kaþólsku kirkj- unnar. Er þetta öðru sinni, sem hann heimsækir ísland. Fór orð af þvi viða um heim, er liann var hér síð- ast á ferð, hversu smekkvíslegar og alúðlegar hefðu verið viðtökur ís- lendinga og var liaft við orð, að önn- ur mótmælendalönd mættu af ís- landi lau'a í því efni. Er vel farið, hvað sem trúarskoðunum líður, að við séum ekki eftirbátar í siðmenn- ingu, alúð og kurteisi, er svo tigna gesti ber að garði, sem Van Rossum kardínála. Forstjóraskifti verða við Eimskipa- félag íslands um næstu áramót. Hefir Emil Nielsen sagt starfinu lausu, en ráðinn er í hans stað Ólafur Benja- minsson kaupmaður. Hefðarf rúr og meyjar nota altaf hið ekta austur- landa ilmvatn Furlana. Útbreitt um allan heim. Þúsundir kvenna nota það +n)HANA t* eingöngu. Fæst í smáglösum með skrúftappa. Verð aðeins 1 kr. í heildsölu hjá H.f. Efnagerð Reykjavikur. Ritstjóri: Jónas Þorbergsson. Ásvallagötu 11. Sími 2219. Prentsmiðian Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.