Tíminn - 10.08.1929, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.08.1929, Blaðsíða 2
176 TlMINN stoðarmann, eða vélritunarstúlku, er hægt að skifta skrifstofunni í tvent með skilrúmi, sem er að mestu gagnsætt, og ganga þá gestir í gegn um hið fremra her- bergi, þar sem aðstoðarmaðurinn vinnur. Einhver mesti kostur við slíka gerð á skrifstofubúsi er sá, að með nálega engum kostnaði má færa til hvert skilrúm, stækka og minka herbergi, eftir þörfum skrifstofunnar. Með þessu móti má koma við minstu eyðslu á hverjum tíma fyrir hverja skrif- stofu. Af því Arnarhvoll verður allra húsa einfaldastur að gerð var mikil kepni um að bygga húsið, eitthvað 15, sem taka vildu að sér bygginguna, og fékst að lok- um mjög sanngjarnt tilboð frá duglegum manni. Húsabraskarar í Reykjavík gerðu í fyrstu aðsúg nokkurn að stjórninni fyrir að vilja spara helming útgjalda við þessa hlið húshaldsins, en nú sér Jón Þorláksson að ekki situr vel á honum að taka sjáifur stór lán til að byggja í miðbænum stór- hýsi — til að leigja út og gtæða á því, en vera svo mótfallinr! að landið losi sig úr greipum húsa- leiguokursins. A. Á víðavangi „Þjóðhetjurnar" enn. Mbl. hefir tekið sér fyrir hend- ur að auka, með sérstökum hætti, frægð þriggja manna í landinu og gera þá að sínum þjóðhetjum. Mennirnir eru: Einar Barð- strendinga-yfirvald, Pétur Bolvík- ingakappi og Sigurbergur nokkur sandbílsstjóri hér í Reykjavík. Þegar Einar Jónasson kvað upp sinn dæmalausa „úrskurð" um, að hann ætti, hvað sem yfirboð- arar hans segðu, að sitja óáreitt- ur yfir sjóðþurð sinni og embætt- isafglöpum, birti Mbl. mjög gleið- letraða frásögn um vasklega framgöngu Einars. — Þegar Pét- ur Oddsson fór með liðsafnað á hendur setudómara í Bolungavík til þess að hindra hann í lögfullu skyldustarfi, birti Mbl. mynd af honum eins og þjóðhetju. — Þó hefir Sigurbergur náð mestri hylli blaðsins. Birtir það af honum hverja myndina af annari, út af ekki meira tilefni en því, að Umbætur á Mentaskólanum. Á síðasta kjörtímabili var háð þrálát barátta milli Framsóknar og Ihaldsmanna um það hvort öll mentaskólafræðsla landsins skyldi framvegis vera í Reykjavík ein- göngu, eða skift, bæði í Reykja- vík og á Akureyri. Frá því laust eftir síðustu alda- mót hafði skólinn í Reyikjavík stöðugt verið að stækka, frá því að hafa tæplega 100 nemendur upp í að hafa nálega 300 nem- endur". Til að rýma fyrir hinni miklu aðsókn voru heimavistir lagðar niður í mentaskólahúsinu. Með því var greidd gata fyrir fleiri nemendum úr höfuðstáðn- um að hafa bekkjarrúm í skólan- um, en að sama skapi gert erf- iðara fyrir efnalitla aðkomumenn að stunda mentaskólanám í Rvík." Niðurstaðan varð þá líka sú, að skólinn varð meira og meira skóli Reykjavíkur en minna og minna skóli annara bæja og landshluta. Baráttan á síðasta kjörtímabili fyrir framhaldsnámi á Akureyri laut fyrst og fremst að því að gera efnilegum mönnum utan Reykjavíkur kleift að afla sér stúdentsmentunar. Líka mætti segja, að baráttan fyrir stækkun Akureyrarskólans væri til þess að skapa um stúdentsmentun nokk- hann hefti, með ástæðulítilli þrá- kelkni, umferð á Elliðaárbrú, þar sem dómsmálaráðherrann var á ferð. Árekstur bíla sá, er 1- haldsblöðunum verður svo tíðrætt um, var aðeins að nafni til og skemdir ekki umtalsverðar. En af því að dómsmálaráðherrann var á ferð, reynir blaðið til að gera atvik þetta að pólitísku stórmáli og ritar um það hvern pólitískan leiðara af öðrum! Má af þessu marka andríki blaðsins og þjóðmálaáhuga. Gefast og stærri tilefni fyrir blaðið að rita um þjóðhetjur sínar og píslar- votta. Mætti vænta að Mbl. birti einskonar hetjufrásögn um und- anbrögð Jóh. Jóh. að standa fyrir sakamáli sínu hér í Reykjavík og fá í því efnisdóm, sem hann var talinn æskja, þegar hæsti- réttur komst að sinni vísdóms- fullu niðurstöðu um ónýtingu málsins. íhaldssorgir. Mbl. gerir veður út af því, að orðið hafa nýlega fulltrúaskifti í dómsmálaráðuneytinu, Verður at- vik þetta blaðinu eitt af þeim pólitísku hálmstráum, sem það byggir tilveru sína á. Vegna þess að fráfarandi maður mun teljast til íhaldsflokksins, telur Mbl. sjálfgefið að um póhtiska ofsókn sé að ræða og að ráðherrann hafi með þessum starfsmaunaskiftum unnið sér til pólitískrar óhelgi! Nú mun það jafnan reynast þeim mönnum, er Mbl. tekur upp á arma sína, að því fýlgja nokkur óþægindi. Þó mun Tíminn ekki, að svo stöddu, láta viðkomandi mann gjaida hvatvísi og heimsku Mbl.-ritstjóranna. — En mætti spyrja hversu því muni vera hátt- aö, að hvar sem skifti verða í starísmannaliði landsins, kveður við emjan Mbl. vegna þess að skjólstæðingar flokksins eiga jaínan hlut að máli? Bendir það á, að fyrri stjórnir hafi gert sér far um, að skifta störfum milli manna eftir stjórnmálaskoðunum og gæta þess „réttlætis" sem Mbl. þykist nú bera fyrir brjósti. Þvert á móti. Sannleikurinn er sá, að með einni undantekningu hefir Ihaldsstjórnin sáluga vahð menn af sínu sauðahúsi til allra opin- berra starfa. Hefir og jafnan ver- ið sá háttur allra stjórna um víða veröld, vegna þess að þær treysta betur samherjum sínum en mótstöðumönnum tii trúleiks urt jafnvægi milli bænda og Reykjavíkurbúa. íhaldsflokkurinn, sem hefir höf- uðstyrk sinn hjá svokölluðum efnameiri borgurum höfuðstaðar- ins sýndi kröfu sveitanna um framhaldsnám á Akureyri hinn mesta fjandskap. Óvildin til máls- ins gekk svo langt, að þm. Akur- eyrar, Björn Líndal, var sjaldan leiðari öll sín 4 þingár (og með því er mikið sagt) heldur en þeg- ar Nd. samþykti að nota mætti til íramhaldsnámsins á Akureyri' það húsrúm, sem skólinn hefði ekki annað með að gera. 1 stuttu máli: Fulltrúi íhaldsins á Akureyri vildi heldur að húsrúm á Akureyri, sem landið átti, stæði autt og ónotað, heldur en að efnismenn gætu notið þar framhaldsmentun- ar, sem þeir venjulega gátu efeki sökum efnaleysis notið annars- staðar. Eftir kosningarnar 1927 var auðséð, að málstað íhaldsins í þessu efni varð ekki bjargað. Stúdentafræðsla hlaut að koma á Akureyri og að sama skapi var eðlilegt að skólinn í Rvík mink- aði eitthvað. Ávinningurinn var þá tvennskonar: 1. Að fá heil- brigða keppni milli tveggja mentaskóla. 2. Að á Akureyri gátu fátækir efnismenn numið mentaskólanám og staðið straum af öllum ikostnaði með sumar- vinnu sinni. En af þessu leiddi aftur að fátækir gáfumenn gátu ef tir að þetta skipulag var á kom- og árvekni um þau störf, er stjórnirnar bera ábyrgð á, að vel séu rætkt. Þetta munu skilja flest- ir menn aðrir en hinir sérlega treggáfuðu menn við Mbl. — Og af þessum ástæðum leiðir jafn- framt það, að starfsháttaskifti krefjast mannaskifta og að eigi verður komið til leiðar þeirri breytingu um opinbera starf- rækslu, tollgæslu, löggæslu né heldur hrundið fram þeim mörgu, nýju þjóðþrifamálum, sem þjóð- in hefir nú með höndum, nema þeir menn, sem að störfunum vinna, hafi samúð með hinni nýju viðleitni og séu húsbónda- hollir. j Þorsteinn nokkur á Grund ritar nýlega í Mbl. um Norð- I urlandsveginn, þar sem hann . gengur erinda hreppapólitíkur i Akurnesinga og leitast við að [ telja fólki trú um, að bílferja á Faxaflóa sé heilláráð, vegna þess, meðal annars, að þorpsbúar þurfi að fá betri höfn fyrir báta sína! Samt er Þorsteinn svo hygginn að taka það fram í upphafi grein- ar sinnar, að hreppapólitík „rum- ist þar ekki"! Og í lokin lætur hann um mælt á þessa leið: „Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing, skal þess ennfremur getið, að þetta er ritað án allrar hlutdrægni, þótt það haí'i orðið hlutfall mitt að vera búsettur a Akranesi; þvi frá öðru sjónarmiði mundi eg geta haft eins mikið á móti því að aðalsam- göngur lægju hér um". En hversvegna færir hann ekki fram þær ástæður, sem hann „frá öðru sjónarmiði" þykist geta haft á móti því, að aðalsamgöngur lægju um Akranes, ef hann vill sýna það svart á hvitu að grein hans sé rituð „án allrar hlut- drægni"! Mun ekki verða litið svo á, að búsetan skapi honum sjón- armiðið og að það hefði orðið annað, ef hann hefði verið bú- settur á Hvalfjai'ðarströnd! — En maðurinn er kunnur að því að vera skýr í hugsun og vandur að því, sem hann lætur sér um munn fara! Stafkarlsmenskan í Borgarfirði. Halldór Steinsson þm. Snæfell- inga og Pétur Ottesen þm. Borg- firðinga byggja fylgisvonir sínar á sniðugri viðleitni, að halda kjósendum sínum sem fáfróðust- um um landsmál. Halldór hefir varið Sand og Ólafsvík eftir mætti fyrir allri truflun af völd- _____________________________6 ___ ið, náð stúdentsprófi, hvað sem leið efnahag vandamanna, er þeir vildu sjálfir velja þessa leið. Um haustið, litlu eftir stjórn- arskiftin ákvað landsstjórnin að stúdentsfræðsla skyldi fara fram á Akureyri eins og í Reykjavík. Skipulag Mentaskólans - í Reykja- vík hvíldi þá og hvílir enn á stjóraarráðstilskipunum einum saman, og hið sama var að sjálf- sögðu látið gilda um Akureyri, þar til ný löggjöf kemur um báða skólana, sem væntanlega verður næsta vetur. Ihaldsmenn urðu æfir mjög í fyrstu út af þessari verkefna- aukningu Akureyrarskólans. I Reykjavík var óánægjan einna mögnuðust, einkum hjá meiri- hluta háskólagenginna manna, sem munu hafa haldið, að Fram- sóknarstjórnin myndi feta í fót- spor fyrirrennaranna, með þeirri einu breytingu, að reyna að gera Reykjavíkurskóla alt til niður- dreps, en lyfta hinum nýja keppi- naut á Akureyri. Að vísu var hinum vitrari mönnum í hópi há- skólagenginna manna ljóst, að Framsóknarmenn höfðu hærra takmark í hug, nefnilega að bæta og efla skólana báða, og að skapa þeim báðum skilyrði til að manna heilbrigða og frjálst hugsandi menn. En til að byrja með voru þessir menn í minni hluta, og hleypidómarnir höfðu yfirhöndina. Snemma vetrar 1927—28 var boðað til fundar um mentaskóla- um aukinnar landsmálaþekMngar og verið þar þvínær ávalt einn til frásagna. Enda hefir hann kom- ið svo ár sinni fyrir borð, að hann er álitinn einn af leiðtogum verkamanna í landinu! Mundi slík aðstaða hvergi þrífast, nema þar sem er mjög tilfinnanlegur skort- ur á landsmáláþekkingu. Halldór Steinsson er því annar af tveim- ur, nafntoguðum „Ihaldsbolsum" á landinu! — Pétur Ottesen beit- i) svipaðri hagsýni um að verjast óhlutdrægri. fræðslu í sínu kjör- dæmi. — Mælt er að Tíminn. eigi litlum vinsældum að fagna á póst- húsinu á Akranesi. Skilríkur borg- ari tjáði ritstjóra Tímans, að hann fengi aldrei að vita um leið- arþing P. 0. fyrr en á hádegi sama dag og þau eru haldin. Og á jólaföstunni vetur.hvern tekur Pétur þingm. sér ferð á hendur upp um sveitir í kjördæmi sínu, með skreppu á baki og staf í hönd, fótgangandi. Gistir hann víða og er óspar á blíðmæli við máttarstoðir fylgis síns í hérað- inu. Beitir hann um þessar farir svipaðri karlmensku og Ólafur Thors, er hann á síðastliðnu hausti laumaðist suður með sjó til fundahalda og lét Mbl., sem er jafnan fúst til skrummælgi um ferðir sinna manna, þegja með öllu um för sína. Vitanlega geng- ur báðum til, að geta verið einir til frásagna. Ber slík, vesæl- menska vott um sektarmeðvitund, og ekki að ástæðulausu. En í sam- bandi við þessi efni er það dálítið broslegt, að eini stafkarlinn í Borgarfirði er þingmaður kjör- dæmisins! Kaldadalsvegurinn. Seint í júní 1928 áttust Fram- sókn og íhaldsmenn við á stjórn- málafundi í Reykholtsdal. Eftir íundinn riðu þeir Ottesen og Jón Þorl. niður bygðir og heimsóttu samherja sína til að festa flokks- trygð þeirra. En Bjarni Ásgeirs- son alþm. og J. J. ráðherra sneru upp Reykholtsdal og þaðan um Kaldadal til Þingvalla, til 'að at- huga hvort ekki væri unt að ryðja þar ódýran bílveg, sem not- hæfur væri um hásumarið, og brjóta þar með síðasta hlekkinn, sem skilið hefir Suðurland og og Rvík frá Borgarfirði og Norð- urlandi. Fengu þeir með sér Kristófer hinn sterka í Kalmans- tungu, sem er þrautkunnugur veginum og áhugasamur um að málið í' Stúdentafélaginu og voru þar samkomin nokkur hundruð eldri og yngri stúdenta. Lands- stjóminni var boðið að hefja um- ræður. Flestir fundarmanna munu í byrjun hafa haldið, að það væri erfitt og óþakklátt verk að verja framhaldsnám á Akureyri fyrir fullu húsi af Reykjavíkur-stúd- entum. En þetta reyndist ekki sérlega erfitt. I framsöguræðu minni rakti eg hina sögulegu þróun málsins, hversu mentaskólarnir höfðu verið tveir, annar fyrir sunnan og hinn fyrir norðan frá því á fi'elsisöld landsins^, og þar til um 1800 að eldgos -og hörm- ungar höfðu svo lamað lífsþrótt landsmanna, að slkólarnir á Hól- um og Skálholti lögðust niður, en lítill vísir til mentaskóla fékk að lifa suður með sjó og síðan í Reykjavík. Erlent valdboð og eymd landsmanna hafði lagt niður norðlenska skólann. Vaxandi mátt- ur þjóðarinnar og frelsiskend hlaut að vekja Hólaskóla af*aldar- lnngum svefni. Þetta vissu allir. En hitt kom mörgum — einkennilega mörgum — á óvart, að þessi skóli í Rvík, sem að skoðun íhaldsmanna átti jafnan að vera einn um hituna, hafði verið herfilega vanræktur, svo að ástand hans var að mörgu leyti þjóðinni til minkunnar og beinlínis til hættu. Langsamlega flestir af þeim mönnum, sem ganga gegnum opna Kaldadal. Leist þeim félög- um vel á að unt væri að gera fjallveg þennan sumar-bílfæran með litlum kostnaði. Hafa þeir B. Á. og J. J. síðan haldið áfram að þoka máli þessu afram, og nú er svo komið, að vegurinn'er opnaður, og bílar streyma daglega fram og aftur um hinn fagra Kaldadal. Húsafell, sem áður var afskekt og einangrað, er nú á góðri leið með að verða eins og Múlakot og Ásólfsstaðir, fjöl- sótt sumargistihús. Einn fyrsta daginn eftir að vegurinn var opn- aður, voru þar átta bifreiðar í einu og um 50 gestir. Að hverju gagni kom hinn gamli landsverkfræðingur og „fjármálastoð" hans af Akranes- inu, samgöngumálum landsins, meðan þeir B. A. og J. J. slitu með hugsun sinni og vilja síðasta hlekkinn, sem aðskildi höfuðbygð- ir landsins? Og skyldu ekki fleiri dæmi vera til, sem sýna afkasts- muni þeirra sem vaka og hinna sem ganga í svefni? Áki. Læknar og landstjórnin. Allmikill úlfaþytur er meðal sumra hinna eldri Jækna út af því, að núverandi landsstjórn telur það skifta miklu, að hér- aðsbúar séu ánægðir með lækna sína. Hefir af núverandi stjórn verið tekið tillit til óska héraðs- búa í þessum efnum, ef samhuga hafa verið og ákveðnar. Dalahér- að hefir nýverið fengið ungan lækni sem nálega hvert manns- barn í héraðinu hafði beðið um. Leggja sumir læknar nokkra fæð á landsstjórnina fyrir þessa til- látssemi við þá, sem eiga að búa við vinnu læknanna. Munu sumir þeirra helst vilja að læknafélagið hefði veitingarvaldið, og léti gæð- inga sína hafa eftir geðþótta þau embætti er þá langaði til. Ef framkvæma ætti þennan lækna- draum yrðu þeir að gera byltingu og setja upp einveldi minnihlut- ans, að rússneskum sið. Samtök kváðu vera í aðsigi sem stefna í valdaránsætt af þessu tæi. Hefir einn læknirinn verið svo skynsam- ur að halda því fram, að læknar gætu dáið af því, ef þeir mistu vonir um hérað, af því að héraðs- búar vildu heldur annan. Væntan- lega gætu læknar heldur ekki, þó þeir hefðu bolsaríki, veitt mörg- um umsækjendum sama embætt- mentaskólann hér í Rvík, fá aldrei síðar á æfinni tækifæri til að heim- sækja aðra sambærilega skóla. Að órannsökuðu máli stóðu þeir í þeirri meiningu að Mentaskólan- um mundi hafa verið sýnd alúð, og að útbúnaður allur og tilhcgun á lífi og starfi nemenda væri í besta lagi. Þessum mönnum var því hverft við er þeim var bent á að ein- mitt Mentaskólanum í Rvík þyrfti sérstaklega mikilla umbóta við. Húsið væri í megnustu vanhirð- ingu, utan og innan, einna sóða- legast utan af öllum opinberum byggingum, göt að detta á þakið, af jtnálningarleysi, göt að koma á stigánn upp á loftið. Kensluher- bérgin væri mörg illa útleikin, sumstaðar veggir á sama herbergi með fernu móti að lit og formi. Ennfremur að verið væri að setja miðstöð í húsið, án þess að bæta við loftrás, að piltar gætu ekki hengt vot ytri föt, eða geymt skóhlífar nema inni í bekkjunum. En bekkirnir væru hinsvegar yfir- fullir, svo sem mest mætti. í þá troða og farið að hafa útibú niður í bæ, og kent út í hinu svonefnda „Fjósi" bak við skólann, án þess að hafa þar loftdælu. Fundarmenn fengu ennfremur að heyra að heilbrigðisástandið væri hvergi nærri gott í skólan- um, sem varla var við að búast, eftir þrengslum og annari aðbúð, að sum árin myndi hafa borið á berklum í 20—30 nemendum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.