Tíminn - 10.08.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1929, Blaðsíða 3
TlMINN 177 Heimilisiðnaðarfélag Islands Vefnaðarnámsskeið verður haldið í Reykjavík á komanda vetri, frá 5. janúarmán. til 5. aprílmán. 1930. Kenslugjald 75 kr., er greiðist fyrirfram. Alt efni til námsskeiðsins fæst á staðnum. Sjö stunda kensla á dag. Kennari Brynhildur Ingvarsdóttir. Umsóknir ber að senda f yr- ir 1. nóv., til formanns féiagsins, Guðrúnar Pétursdóttur Skóla- vörðustíg 11 A. Reykjavík. (Sími 345). ið. Og þá gætu allir þeir læknar sem eftir yrðu hjá læknafélags- harðstjórunum fengið hjartaslag og dáið um leið. Hinir óánægðu læknar munu sanna, að þeir gera ekki alla sína félaga ánægða, þótt þeir geri byltingu, að austrænum sið. n. Frá Barðstrendingum. .... Ihaldsflokkurinn virðist hafa ofmetnast af því að hafa fengið liðsmann frá okkur Barð- strendingum um langt skeið, og er engu líkara en að flokkurinn sé farinn að líta á héraðið sem eign sína t. d. eins og stórveldi ný- lendu. Hygst hann að geta lokað héraðinu líkt og Danir Grænlandi. Blaðið Vörður fjandskapast út af því að miðstjórn Framsóknar- flokksins efndi til landsmálafund- ar í héraðinu um sama leyti og slík fundahöld áttu sér stað víðs- vegar úm land, kallar blaðið þetta flugumensku. Er Ihaldinu ekki nóg af hafa afskifti um hvers- konar verklegar framkvæmdir aðrar en símalagningu, sem þó var dregin þangað til nauðsyn annara héraða þoldi ekki lengur bið, heldur vill það setja sýsluna í einskonar andlegt samgöngu- bann, þar má eigi rökræða um hin mismunandi sjónarmið í landsmál- unum. Þótt okkur sumum Barð- strendingum hafi þótt Hákon Kristófersson hæfilegur þingmað- ur fyrir okkur, þá er það ekki alveg víst að við viljum vinna svo mikið til þess að halda honum í framtíðinni, að við viljum láta setja okkur á bekk með skrælingj- unum í Grænlandi. (Úr bréfi). Barðstrendingur. Léleg rök. eru það hjá Alþýðublaðinu í gær, að dómsmálaráðherrann muni hafa sett Steinþór Guð- mundsson skólastjóra á Akureyri frá embætti til þess að „blíðka íhaldið" út af frávikningu manns úr stjórnarráðinu. Slík rök eru Morgunblaðs-leg í mesta lagi. Eða Menn urðu hissa á tvennu í þessu sambandi. Fyrst að skólinn, elsti, dýrasti, fjöhnennasti og áhrifa- ríkasti skóli landsins væri í raun og veru að mörgu leyti í hinni mestu niðurlægingu, sökum áhuga- og þekkingarleysis undan- farandi landsstjórna um öll slík mál, ög í öðru lagi voru víst margir fundarmenn undrandi yfir því að svo virtist, sem Framsókn- arstjórnin myndi ekki láta sér nægja að leysa flokksmál sitt, að koma upp framhaldskenslu á Akureyri, sem mátti segja að væri bæði hagnaðar- og metnaðarmál mentaðrar bændastéttar, heldur líka að sinna mentaskólanum í Rvík, og vinna jöfnum höndum að umbót heggja skólanna, með þarfir alls landsins fyrir augum. Einn merkileg upplýsing kom fram á fundi þessum, í ræðu eins af kennurum mentaskólans, sem þá var nýkominn heim úr ferð erlendis og heimsókn til margra mentaslkóla. Kvaðst hann hafax heimsótt 25 slíkar stofnanir í næstu löndum. Hefðu 24 verið betur útbúnar en RvíkurskóUnn, en aðeins ein lélegri. Lakara var hitt, að einn af þeim mönnum, sem ætla mætti, að bæri hag skólans fyrir brjósti, gerði á þeim fundi gys að þeim, sem flytja vildu hin blautu vosklæði nem- enda út úr kenslustofunum, eins og annars gerist hjá fólki, sem ekki hefir hin hörmulegustu húsa- kynni. hefir riststjóri Alþbl. reynt ráð- herrann að svo miklum skorti á hugrekki, að hann fremji slík hermdarverk, sem frávikning bygð á þessháttar ástæðum myndi vera, vegna hræðslu við ritstjóra Morgunblaðsins! Fráleitara rök- þrot er ekki hægt ,að hugsa sér og mun Alþbl. gera skólastjóran- um bjarnargreiða með því, að stofna til umræðna um málið. t Annars má telja ánægjulegt fyrir Framsókn að, sitja fyrir ádeilum, þar sem rökvísi og sanngirni verður svo hnífjöfn frá báðum hliðum. Mbl. bregður ráðherrun- um um hræðslu við Jafnaðarmenn, en Alþbl. bregður þeim um hræðslu við Ihaldið. Afleiðingin verður sú, að Framsókn brosir jafnt í bæði inunnvik og skamtar hverjum það, sem honum ber. Frétíir. Úr Skaftártungum. Fyrir rúmri viku síðan laust niður eldingu i gaddavirsgirðingu hjá Syðri-Steins- mýri i Meðallandi. Girðingin eyði- iagðist á 30 í'aðma svæði, vírþræð- irnir suðust meira og minna saman og kubbuðust sundur að nokkru leyti í örsmáa búta, en staurarnir tvístruðust. Tveim dögum seinna kom önnur elding, sem laust niður svo nærri bænum á Steinsmýri að hann hristist mjög mikið. Grasspretta er með besta móti héi' sunnanlands og nýting heyja ágæt. Rektorsembættlð við Reykjavíkur- skóla er nú auglýst laust til um- sóknar. VarðskipiS J»ór er nú við dýptar- mælingar á Húnaflóa innanverðum. Vélbátur aðstoðar varðskipið við mæl- ingarnar. Vilhjálmur kardináli fór héðan með Gullfossi 27. f. m. Ótölulegur fjöldi lólks var við brottför skipsins, en smámeyjar hvítklæddar færðu kardi- nála blómvendi. Er Gullfoss lagði frá landi lék Lúðrasveit Reykjavík „Ó, guð vors lands", en kardináli bless- aði yfir lýðinn. Lauk þannig komu þessa tigna gests. Síðan þá hefir, hægt og hægt, verið unnið að endurbótum við Mentaskólann, og er þó meira ógert enn, sem að líkindum læt- ur, þar sem um svo magnaða van- rækslu var að ræða. Fyrsta um- bótin var að setja loftdælu í skól- tann á efsta loft og dæla með raforku hreinu lofti inn í allar kenslustofur. Vorið 1928 var ekki tekinn nema einskiftur fyrsti bekkur, í stað þess að sá bekkur hafði jafnan hin síðari ár verið tvískiftur og nálega eingöngu nemendur úr Rvík. Með þeim hætti var unt að losna við úti- húsið niðri í bæ og hafa alla nem- endur í skólanum sjálfum. Fyrir kennarana var breyting þessi til bóta. Nú fengu þeir úrvalsbekk til að starfa með, en svo hafði ekki verið ætíð áður, þegar svo að segja hver var tekinn, sem í skól- ann vildi ikoma. Eftir að kenslu lauk vorið 1928 var hafist handa með byrjun á aðgerð í skólanum. Var blaða- mönnum boðið að sjá útht skól- ans eins og hann þá var. Engir komu frá Ihaldsblöðunum, en full- trúar frá flestum hinum blöðun- um. Var hér í einu sýnt tómlæti íhaldsihs um málefni skólans, en um leið hitt, að flokkurinn mun hafa fundið til nokkurrar ábyrgð- ar fyrir vanrækslu undangenginna ára. Á sömu leið fór í vetur, þeg- ar stjórnin bauð þingmönnum einn sunnudagsmorgun upp í Mentaskóla til að sjá hvað ,búið HAGLABYSSUR ein- og tvíhleyptar Kal. 10, 12, 16 og 20. . — Verð frá kr. 45.00. — GECO SPECIAL haglaskot, fjár- skot, púður, högl, hvellhettur o. fl. MAUSER fjárbyssur, Rifflar. — Sportvöimhús Reykjavíkur (Einar Björnsson). Símn.: Sportvöruhús. Box 384. TAPAST HEFIR skolbrúnn reiðhestur vel vakur, styggur, rheð litla stjörnu í enni, og síðutökum, ættaður frá Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Þeir sem yrðu varir við téðan hest, gjöri svo vel að gjöra undirrituðum viðvart sem fyrst. Guðjón Ólafsson, Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Herra Marteíim biskúp i Landakoti heíir gefið í>róttafélagiv Reykjavíkur hina gömlu kirkju hins kaþólska saínaðar. Verður hún nú flutt þang- að sem elsta kaþólska kirkjan hefir staðið og útbúinn glímusalur og bað- klefar í kjallara. Gjöfin er þó því skilyrði bundin að börn Landakots- skólans fái að nota' hana fyrir leik- fimissal. Kirkjan hefir verið af- helguð. Ólafur Marteinsson meistari í nor- rænu, fór með „Mercur" síðast til Noregs. Svo er ráð fyrir gert, að næsta vetur haldi hann fyrirlestra við háskólann i Osló um bókmentir og sögu íslandsi Sundfélag Reykjavíkur hefir fengið að gjöf vandaðan kappróðrarbát, frá Hjalta Jónssyni fyrrum skipstjóra. Kristján Magnússon heitir ungur listamaður ættaður frá ísafirði. Hann fór vestur um haf fyrir rúmum 8 árum og hefir lengst af dvalið í Boston. J)ar hefir hann lokið prófi við listaskóla, eftir 5 ára, nam, en hefir siðan unnið með frægum málurum og liið síðastliðna ár með Mr. Winter, sem er ráðunautur Bandaríkjastjórn- ar viðvikjandi fögrum listum. Myndir hans hafa hlotið góða dóma á sýn- ingum vestra. Ðýpkunarskipið „Uffe" er farið til Borgarness og aðstoðar við hafnar- gei'ðina þar. , E. V. Gordon prófessor við háskól- ann í Leeds er nýkominn hingað til lands og gerir ráð fyrir að dvelja hér um hríð. Bækur Sögufélagsins eru nýkomnar út. Eru það Landsyfirréttardómar, og luestaréttardómar, eitt hefti af Alþingisbókum íslands, tíu arkir af Le i p z i o e r m e s se. Haiistkaupstefnan byrjar: Almennar vðrusýningar 25.-31. ágúst Byggingarvðrur 25.-31. - Vefnaðarvðrur ¦ 25.-28. - Sportvðrur 25.-29. - Allar upplýsingar hjá Leipziger Messamt Leipzig G. I.9 Markt 4. og Hjalti Björnsson <fe Co, Reykjavík. þjóðsögum Jóns Árnasonar og annað hefti 4. bindis af hinni »margfróðu „Blöndu", en bæði hún og þó eink- um þjóðsögur J. á. hafa mjög aflað félaginu vinsælda. Saga Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson fyrrum ráðherra er komin út. Er það fyrra bindið, nálega 300 blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Bæjarsjóður Reykjavíkur kostar út- gáfuna. Norrænn þingmannafundur var haldinn í Osló í sumar. Ásgeir As- geirsson sótti fundinn héðan. Var þar ákveðið að næst/ þingmanna- fundurinn norræni yrði haldinn í Reykjavík næsta sumar. Líklega koma um 60 þingmenn og sérstakt skip verður leigt til fararinnar. „Nóva" rakst á hafísjaka á Húna- flóa 25. júlí, og laskaðist svo að sjór tY'll inn í fremra lestarrúm. Var við- Iniið að skipið myndi sökkva, en þó komst það heilu og höldnu til ísa- fjarðar. Var þar gert við það til bráðabirgða. Ásmundur Sveinsson myndhöggvarl og Gunnfríður Jónsdóttir kona hans eru komin hingað tii lands. Dv.elja þau nú hjá foreldrum Ásmundar í Kskiholti í Borgarfirði. Mun Á§- mundur ef til vill dvelja hér á iandi næsta vetur. Jónas Jónsson ráðherra tók sér far með Brúarfossi til útlanda á miÖ- var að laga og hvað eftir væri. Kom þá enginn einasti Ihaldsbing- maður, og ekki heldur Sig. Egg- erz, sem bá var rétt ógenginn í flokk Mbl., en nálega allir aðrir þingmenn. Sumarið 1928 var gert vand- lega við 5 bekki á neðstu hæð skólahússins, og einn bekkur tek- inn til geymslu fyrir vosklæði nemenda og auk þess gert vand- lega við sal náttúrugripasafnsins á 3. hæð. Gólfin á þessum her- bergjum voru dúklögð, en áður voru þau mjög slitin og hnútótt j og erfitt að haJda þeim hreinum. | Auk þess var salernum og þvotta- j skálum fjölgað samkvæmt' því, j sem læknir skólans taldi þurfa j eftir tölu nemenda. En sú umbót ætlaði ekki að ganga greitt, því að Ihaldið í bæjarstjórninni neit- aði um leyfi til að stækka um nokkur teningsfet anddyrið bak við skólann. Varð því að koma þessari hreinlætisumbót fram gegn vilja yfirstjórnar bæjarmál- anna. > 1 vetur var gerð sú nýjung á kenslunni, að náttúrufræðiskenn- ari skólans fékk lánaðar hinar mjög umtöluðu bifreiðar landsins fáeinum sinnum til að geta kom- ist með hópa af nemendum, stund- um heila bekki, út fyrir bæinn, upp að Esju. Austur í ölfus o. s. frv. til að geta gefið nemendum nokkra hugmynd um hvernig náttúran sjálf er skýrð, öðruvísi en með bókum, og inni í stofum. 1 áframhaldi af því fóru svo tveir af kennurum sikólans með þá af nemendum 5. bekkjar, sem höfðu löngun og tíma, austur í Hornafjörð og dvöldu þar 10 daga við ferða- og rannsóknarlíf. Má telja fullvíst, að þeim sið verði haldið áfram og hver nem- andi í mentaskólunum báðum fái einu sinni meðan skólavistin varir slíkt tækifæri til að lesa sjálfur nokkrar línur í bók náttúrunnar. Deyfð mikil hefir á undanförn- um áratugum verið um íþróttalíf í mentaskólanum. Leikfimi tvisvar í viku hefir verið nálega hin eina íþrótt, sem nemendur hafa átt aðgang að. Er þó helst að sjá, að jafnvel þessi eina íþrótt hafi ver- ið í litlum hávegum höfð, því að leikfimin hefir hvergi nærri verið vel sótt, og þáð etoki að heldur þó að kennarinn hafi í þeim efn- um verið manna færastur. Er helst svo að sjá sem viðhorf nem- enda til íþrótta hafi alls ekki ver- ið sem skyldi, og verður þar varla öðru um kent en deýfandi aðbúð þings og stjórna. Nú í vetur og vor var nemendum, bæði piltum og stúlkum trygður aðgangur að knattspymu og tennisvöllum við bæinn og skorti þá ekki áhuga hjá æskUnni, þegar skilyrðin fengust. Meiri skriður kom þó á aðra íþrótt í skólanum. Það var róður. Sú' íþrótt er ein hin algengasta og vinsælasta í mentaskólum erlend- is, en hér var hún með öllu óþekt vikudagskvöldið, ásamt konu sinni og dóttur. Meðal erinda hans er það að sitja fund lögjafnaðarnefndarinnar. — Með sama skipi tók sér far Magn- ús Torfason sýslumaður. Hitstjóri Tímans kom heim fyrra föstudagskvöld eftir allanga ferð um Vestur- og Norðurland. Norðanlands var hvarvetna gií5 grasspretta og hin íikjósanlegasta heyskapartíð, það sem al var slætti.-Með þessu blaði tekur ritstjóri Timaiii aftur við blaðinu og J>akkar jafnframt Ragnari Ásgeirssyni vel unnið starf í íjarveru sinni. Landsímastjórinn kom á miðviku- dagskvöldið heim úr för sinni austur á Skeiðársand, þar sem unnið hefir verið að því að tengja saman hina nýju símalínu. Hefir enn ekki þótt fært að ljúka því verki, vegna þess að vötn hafa breytt sér mjög á sand- inum undanfarið. Hafa Skeiðará, Núpsvótn og fleiri vötn þorrið, en stórmikið vatn fallið í svonefndan Háöldukvíslarfarveg, þar sem eigi hefir vatn fallið um tugi ára. þykir Skeiðarárskriðjökullinn venju fremur úfirm og viðsjárverður og ekki fjarri að búast megi við hlaupi í Skeiðará þá og þegar. En i hlaupum árinnar stenst ekkert er fyrir verður. Mun þvi dragast að lokið verði gerð sím- ans á þessari leið, uns séð verður hvort hlaup verður að þessu sinni eður eigi. í skólum, þar til landsstjórnin leigði tvo báta nokkrar vikur í vor, sem leið handa mentaskóla- piltum. Stofnuðu þeir þá þegar róðrarfélag og urðu nálega hálft annað hundrað. Sóttu þeir íþrótt þessa knálega og sönnuðu með því, ef með hefði þurft, að nem- endur mentaskólans vantaði ekki dug heldur skilyrði til að geta sint íþróttum. Síðastliðinn vetur fór lands- stjórnin fram á, að bærinn gæfi skólanum lóð fyrir leikvöll og bátahús suður við Fossvog. Akur- eyrarkaupstaður hafði þá sér til varanlegs heiðurs, gefið sínum skóla einar 12 dagsláttur af dýr- mætu landi, fyrir leikvelli og ann- að er skólinn þarf með. Ihalds- meirihlutinn í bæjarstjórn Rvíkur þverneitaði öllum landgjöfum til mentaskólans, en síðar hefir borg- arstjóri látið vinsamleg orð falla, að ekki myndi standa á lóð undir bátahús við Fossvog. Mun nú reynt í haust eða yetur að koma UPP slíku skýli fyrir báta, og hefja síðan róðraræfingar fyrir nemendur, sem hafa til þess rétt- an undirbúning, og vilja sinna því. Má gera sér góðar vonir um að róðrar og knattleikir verði iðkaðir til heilsubóta og hreystiauka héð- an í skólanum. Stjórnin lagði til við síðasta Alþingi, að veittar yrðu 20 þús. kr. til viðgerðar Mentaskólahúss- ins, og er sú viðgerð hafin, en verður tæplega lokið fyr en næsta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.