Tíminn - 17.08.1929, Síða 3

Tíminn - 17.08.1929, Síða 3
TlMINN 181 \ og einn hinn gagnfróðasti um sögu landsins og að hann flutti ræðu á latínu í veislu þeirri, er hann hélt kardinála. Mun þess víða verða getið, að ísland eigi á að skipa í æðsta sæti landsins manni, er þannig getur vikist við jafnmerkum og fátíðum atburði sem heimsókn kardínála. Óheilindi. Magnús Magnússon „afdankað- ur“ ritstjóri Varðar ritar í sitt blað 31. des. 1924 um „Búnaðar- lánadeildina“. Hafði honum þá nýlega verið vikið úr vistinni sem aðalritstjóra Ihaldsflokksins og sem „stauparéttar“-dómara hjá Jóh. Jóh. fyrv. bæjarfógeta. Var honum því laus höndin í áttina til fyrri húsbænda. í grein sinni vít- ir hann íhaldsstjórnina fyrir skort á röggsemi í málinu. Far- ast honum orð meðal annaxs á þessa leið: „Sök stjórnarinnar liggur því sennilega í því, að hún hefir ekki fylgt málinu nægilega fast fram. Kemur hér fram, sem í mörgu öðru*), að stjórnin er ekki jafn-á- kveðin og einörð sem skyldi, hvað sem veldur. Verður þess sennilega nokkuð langt að bíða, að vér fáum röggsama og athafnamikla stjórn, sem þorir að fylgja málunum fast fram og sigra eða falla á þeim. En einskis þörfnumst vér meira en þess, að fá þá menn í stjórnarsess- inn, sem hafa þor og djörfung til að framfylgja sannfæringu sinni dn nokkurs tillits til annars en þess hvað þeir álíta þjóð vorri fyrir bestu“. Nú var þess eikki eins langt að bíða og M. M. mun hafa ætlað, að þjóðin fengi „röggsama og athafnamikla stjórn, sem þorir að fylgja málunum fast fram“ og að hún fengi „þá menn í stjórn- arsessinn, sem hefðu þor og djörfung til að framfylgja sann- færingu sinni“. En hvernig hefir M. M. tekið þeim umskiftum ? Hann hefir, vegna skorts á mann- dómi, orðið að ganga fyrir dyr þröngsýnustu og ófróðustu kaup- sýslumanna Reykjavíkur, til þess að sníkja sér lífsviðurværi fyrir að rita látlaust, hóflaust og stað- laust níð um þá „röggsömu“ *) Leturbreytingin mín. Ritstj. stjóm, er hann þóttist æskja, meðan hann var, vegna mann- legra skapsmuna, óháður þeim mönnum, sem hafa þrælkað gáfur hans og fágæta ritfærni. — Get- ur varla meiri óheilindi og ve- sælmensku. — Nú þykist M. M. vera til þess kjörinn að taka við, þar sem Valtýr er þrotinn við hinar eilífu „morguntafir“, að standa yfir pólitískum moldum Jónasar Jónssonar ráðherra. Er hann nú tekinn að rita um för þeirra Ihaldsritstjóranna á lands- málafundi austanfjalls og telur það nú „veglegt hlutverk", ef hepnast mætti að hnekkja þeirri „röggsömu sjórn“ er hann þótt- ist æskja á þeim fáu augnablikum lífs síns, sem hann var, í heiðar- legri fátækt, sjálfs sín herra! Rökvísi Haralds Guðm. Haraldur Guðmundsson rit- stjóri Alþýðublaðsins komst ný- lega að þeirri furðulegu niður- stöðu í blaði sínu, að kenslumála- ráðherrann hefði sett sikólastjóra bamaskólans á Akureyri frá em- bætti, til þess eins að milda skap íhaldsins, út af starfsmannaskift- um í stjórnarráðinu! Var tæplega unt að bera fram ótrúlegri rök fyrir sjónum þeirra manna, sem hafa einhver bein eða óbein kynni af Jónasi Jónssyni ráðherra, verk- brögðum hans og skapferð. — Mun ófundvísi Haraldar á gildar ástæður fyrir þessari ráðstöfun kenslumálaráðherrans verða dálít- ið torskilin fyrir sjónum manna, þegar á það er litið að hann vildi láta með lögum banna allar lík- amlegar refsingar bæði í heima- húsum og í skólum. Áttu viður- lögin ekki að vera smærri en þau, að svifta feður og mæður barna foreldraréttinum yfir börnum sín- um, ef þau teldu nauðsyn til bera, að beita líkamlegri hirtingu. Nú þykir honum algerlega bresta á saikir hjá skólastjóranum á Akur- eyri, enda þótt skólastjórinn hafi sjálfur lýst framgöngu sinni i eftirminnilegri grein í Morgunbl. síðastliðið vor! Telur hann skóla- stjórann rangindum beittan, af því að breytni hans hafi ekki varðað við hegningarlög! Rökvísi Haralds Guðmundssonar er þá á þessa leið: Banna skal með lögum minstu líkamlegar refsingar og leggja við fullkominn réttinda- missi foreldra, ef út af er brugð- ið. Hinsvegar skulu ekki sæta á- mæli áflog bamaskólastjóra við nemendur þeirra, ef ekki hljótast af likamsmeiðsli, sem varða við hegningarlögin. Tæplega mun unt að komast í broslegri röíksemda- ógöngur út af ekki stærra máli. Morgunblaðið þakkar. Mbl. flutti nýlega dálítið þakk- arávarp til nokkurra ungra stúlkna í Borgarnesi, sem á lands- málafundinum þar 24. júní síð- astl. töldu ætt sinni, innræti og uppvexti samboðið, að hegða sér eins og götudrengir. Vel má Mbl. þakka slíkt þessvegna, að hvar sem þessháttar skrílsláta verður vart, eru að vaxa upp kjósendur íhaldsins. — Mælt er að stúlkum- ar, sem hér um ræðir, hafi verið nemendur Ingibjargar H. Bjarna- son alþm. Um það lætur Tíminn ósagt, þangað til honum berast nöfn þeirra. — Vert er að geta þess í sambandi við þetta mál, að hvarvetna áttu þeir Hannes Jóns- son dýralæknir og ritstjóri Tím- ans góðum fundagestum að fagna í sínum leiðangri. Þó bar nokkuð út af í Reykholtsdal. Þar hafa all- margir kjósendur íhaldsins á sér Borgarnessnið um að ganga til dyra eða reika um fundarsal und- ir ræðum andstæðinga. — Þar sem fólk leyfir sér að spilla þann veg áheym og fundarfriði, er ein- sætt að setja menn, til þess að skrifa upp nöfn slíkra manna og birta opinberlega. Væri þeim sjálfum með því greiði ger, ef þeir gætu lært að skammast sín, og þá hinum, er með þeim eiga fundarsókn, og gætu þá fremur en ella hlustað í friði á mál manna. — í Reykholtsdal höfðu menn að vísu nokkra sérsaika á- sæðu til þess að ókyrrast og ganga til dyra. Þar tók til máls Jón á Haukagili og var það, eftir atvikum, afsakanlegt, að fáir töldu ástæðu vera, til þess að sitja í fundarsal meðan á ræðu hans stóð. Mbl. er hreykið yfir þeim liðsmanni. Hitt mun mála sannast, að íhaldsmálstaðnum hafi verið lítil liðsemd í ræðu Jóns að því sinni. MZIVÍWATT er heildarorð yíir PHILIPS radio-lampa, en eins og kunnugt er, er straumnotkun þeixra mjög lítil (minimum). PHILIPS MINIWATT eru mest notaðir allra*radio-lampa hór á landi og annarstaðar. Þeir sem reynt hafa vita ástæðuna. Útvarpshlustendur sem ekki þegar nota PHILIPS MINIWATT hafa ef til vill ekki feugið fult afkast frá tækjum sínum og ættu því tafarlaust að skrifa mér og fá upplýsingar viðvíkjandi PHILIPS MINIJ WATT ásamt ókeypis verðskrá og hvernig með þeim fæst fult afkast frá hvaða útvarpstækjum sem er. Útvarpshlustendur, endurbætið tæki yðar með því að setja í þau PHILIPS MINIWATT. Umboðsmaður fyrir FHILIPS BADIO A.S. Snorri P. B. Arnar Reykjavík »6óða frú Slgriðnr, hyernig ferð þú að bún til svona góðar köknr?« »Eg skal kenna þér galdnrinn, Olöf mín. Notaðu að elns Gerpúlver, Eggjapúlver og alla dropa frá Efnagrerð Reykjavíkur, þá verða köknrnar svona fyrirtaks góðar. Það fœst lijá öllum kanpmönnnm, og eg bið altaf nm Ger- púlver frú Efnagerðinni eða Lilln Gerpúlver. Hafísrek allmikið hefir verið á Húnaflóa nú í sumar og hefir farið vaxandi. pegar „Nova“ fór síðast vestur um, laskaðist hún nokkuð við árekstur á hafísjaka. Hafa skip og flugvélar orðið að breyta ferðum sín- um vegna farartálma af völdum hafíss. Árbæjarmálið. Ut af kampakæti Mbi. yfir meiðyrðamáli Jóns Ólafs- sonar gegn Tímanum út af ummæl- um um meðferð fyrrverandi dóms- málastjórnar á þessu margumrædda sauðaþjófnaðarmáli verður í næsta ltlaði greint frá einstaklega röggsam- legri og heiðarlegri framkomu Magn- úsar Guðmundssonar í því máli. Slysfarir. 13. þ. m. rakst vélbátur á hafis á Húnaflóa og sökk, eftir að hann hafði með naumindum komist tii Siglufjarðar. — Ennfremur brann vélbáturinn Mardöll að veiðum á Húnaflóa. Skipverjum var bjargað af norska eftirlitsskipinu „Michael Sars“. þjófnaður. Aðfaranótt 11. ágúst var brotist inn í búð F.riðbjarnar Níelssonar kaupmanns á Siglufirði og stolið 2925 krónum í peningum. Inn- brotþjófurinn er ófundinn. ----»---- Bjðrgunarbáturínn „Þorsteinn“ Síðastl. sunnudag var vígð hin nýja björgunarstöð Slysavamafé- lags Islands í Sandgerði. Hafði Slysavamafélagið boðið þegar kennarar tækju við því í fyrstu, svo þeim gæfist kostur á að vinna að framkvæmdum, bæði jarðrækt, búpeningsrækt og öðr- um góðum búnaðarháttum. Sann- arlega ætti góður smábýlabúskap- ur, samfara hentugum, haglega gerðuin byggingum, að verða nemendum og bændum í nágrenni skólans hin mesta fyrirmynd. Af góðum smábýlabúskap geta allir lært, enda er hann við flestra hæfi. Með þessum hætti losnuðu kennaraíbúðir, sem nota mætti handa nemendum, og taka þá miklu fleiri en nú er rúm fyrir. Tæplega verður þó smábýlum þessum komið á fót, nema með því að reka búið fyrir opinberan reikning, enda mælir margt með því, að réttast væri að gera það. Ríkið á skólajörðina, og bú á henni, svo stórt, að ekki er ástæða til að hafa það stærra að svo stöddu. Það styrkir nemendur til verknáms og tekur jarðabætur þær, er þeir gera, upp í eftirgjald af búi og jörð. Þar að auki hefir það stundum orðið að greiða leigu- liðum sínum all-háar uppbætur, er þeir hafa látið búið af hendi. Þetta liefir átt sér stað vegna verðbreytinga og ef til vill af fleiri ástæðum. En það lakasta við þennan leiguliðabúskap er þó enn ótalið. Þess er vart að vænta, að einstaklingar þeir, sem eiga að stjórna verknámi og njóta líka vinnunnar um stundarsakir, gæti þess altaf, að nemendur hafi svo víðtæk not af náminu, sem hægt er og mætti verða. Bústjórarnir hljóta altaf að líta nokkuð á sinn hag, svo sem von er. Jörðin líður líka við þetta. Jarðabætur verða tæpast svo skipulegar sem skyldi, þegar leiguliðar vinna þar að nokkru leyti í sjálfs síns þágu, um óákveðinn tíma. Þó kemur þetta enn harðar niður á búpen- ingsræktinni. Hér á Hólum er að vísu all-góður fénaður, en þó ekki nærri eins vel ræktaður og mætti vera, þar sem fyrirmyndarbú hef- ir átt að starfa svo lengi. Auð- velt er að sanna að þetta er leigu- liðabúskapnum að kenna. Marga fleiri armarka mætti telja á hon- um, þó ekki verði það gert að sinni. Ekki munum vér fjölyrða um áhrif þau og kosti, sem skipu- lagsbreyting sú, er hér hefir verið minst á, ætti að hafa í för með sér. En gott væri að heyra álit annara um það mál. Þó má benda á einstök atriði, sem skýra það sem fyriy oss vakir. Mjög virðist æskilegt að hafa búnaðar- og lýð- skólafræðslu á sama stað. Það sparar húsrúm, kennaralið og ýmsa fleiri kostnaðarliði, borið saman við að hafa námið í tveim- ur skólum á fjarlægum stöðum. Þetta er því beint hagnaðaratriði. Þó er það mest um vert, að með þessum hætti getur lýðskólafólk notið kenslu búfróðra maxma, og kynst fyrirmyndarbúskap sam- tímis bóknámi. Þess var fyr getið, að marga búfræðinga þykir skorta sæmilega lýðmentun, og víst er um það, að flestir kennarar bændaskólanna og margir nemend- ur þeirra, finna sárt til þess, að svo er. Lýðskólanám það, sem gert er ráð fyrir, ætti að bæta nokk- uð úr þessu. Geta má þess, að nágrannaþjóðir vorar, þær er kynst hafa búnaðar- og lýðskóla- fræðslu lengur en vér, keppa nú að því, að sameina þessar stofn- anir sem mest. Þær vinna að því að reisa skólana á sama stað, eða nálægum stöðum, skipa þeim und- ir sömu stjóm, nota sama kenn- aralið og sama húsrúm í þágu tveggja eða fleiri skóla, eftir því sem hægt er. Þó eru skólar ná- grannaþjóðanna oftast miklu fjöl- mennari en hér, svo sem kunnugt er. Það ætti meðal annars að gera samstarfið þægilegra og sjálfsagð- ara hér hjá oss. Vera má, að ýmsum þyki óþarfi að þeir, sem ætla að verða bú- fræðingar, stundi fjögra missira nám. Það sé of langt og því of dýrt. En margs er að minnast í sambandi við það mál. Gagnvart kostnaðinum er gott að hafa það til samanburðar, að þriggja vetra námsdvöl á Hólum verður hér um bil jafn-dýr og eins vetrar náms- vist í Reykjavík. Þá er að athuga námsþörfina. Um síðustu aldamót voru fjórir búnaðarskólar á landi hér og námsdvölin í hverjum þeirra tvö ái-. Nú eru skólamir aðeing tveir og námstímixm tveir vetur. Ef miða mætti við þessi hlutföll, hefir bændafræðslan ekki vaxið nú um skeið, heldur mink- að stórkostlega. En hvað sem þessu líður, þá virðist svo sem fáum ætti að blandast hugur um það, hvort bændum sé þörf á þessu námi. Störfin, sem þeir þurfa að inna af hendi fyrir sjálfa sig, sveitarfélögin og þjóðfélag, eru orðin svo mikilsverð og marg- þætt, að þau krefjast þess, að þeir sé vel mentaðir, bæði and- lega og verklega. Ekki verður því neitað, að margir búfræðingar hafa tæpast ráð á því að reisa bú, straks og þeir hafa lokið námi. En slíkum mönnum eru ýmsir vegir færir. Búnaðarfélag íslands og xnargskonar búnaðarfélög þurfa að láta vinna margt, sem er við hæfi þeiira manna. Bæjarfélög og einstaklingar í kaupstöðum reisa búgarða í grend við kaupstaði. Þar er þörf bústjóra eða verk- stjóra. Auðvitað ætti að velja þá úr flokki búfræðinga. Það er ann- ars ástæðulaust að telja upp verk- efni þeirra, sem vilja vinna að landbúnaði, því að flestir vita, að þau eru allsstaðar ótæmandi að kalla má. Aldrei má gleyma því, að skól- inn þarf að hafa náin kynni af bændum og æskulýð í nágrenni sínu. Æskilegt væri að húsmæðra- námsskeið yrði haldið hér að vor- inu, einn til tvo mánuði, samtímis jarðyrkjunámi pilta. Garðyrkju- nám geta bæði konur og karlai* stundað. Nemendur og kennarar ættu að verja tveimur eða þremur dögum í byrjun hvers skólaárs, til þess að heimsækja bestu heimili í ná- grenni skólans. Gæfist þá færi á að athuga framkvæmdir og starfshætti þeirra heimila. Slíkar námsferðir fór skólinn um mörg ár, og.þótti mörgum þær mikils- virði, þó ekki hafi þær verið farnar nú um skeið. Bændafundi ætti að halda í skólanum. Bjóða árlega nokkrum bændum heim til Hóla, og skifta boðunum milli sveita þeirra, er sótt geta, fjarlægðar vegna. Þar myndu verða flutt erindi og um- ræðufundir haldnir um búnaðar- mál. Bændur gætu skoðað búpen- ing staðarins og hlýtt á kenslu í nokkrar stundir. Með þessum hætti hlytu þeir að kynnast skól- anum betur en ella myndi, og vel gæti svo farið, að fundir þessir yrðu þeim til leiðbeiningar að ein- hverju leyti. Ungmennasamband Skagfirð- inga ætti að halda aðalfundi sína hér á Hólum, gera hið fomfræga menningarsetur að miðstöð sinni. Fátt er sjálfsagðara en að ung- mennafélög og sveitaskólar starfi saman, svo sem best má verða, enda gerist það nú víða. Rílcisstjóm, bændur og æsku- lýður í nágrenni skólans, þarf framar öðrum að gera sér grein fyrir því, hvers virði að skólinn þarf og á að vera íslenskri bændamenning. Nú leggja flest héruð landsins hið mesta kapp á að i*eisa sér alþýðuskóla og efla þá á allan hátt. Hólar hafa verið mesta mentasetur og höfuðból Skagfirðinga og alls Norðurlands í meir en átta aldir. Þaðan hefir streymt aflgjafi íslenskrar menn- ingar um alt Norðurland og raunar miklu víðar. Þannig má það enn verða um langan aldur, ef Skagfirðingar og valdhafar þjóðarinnar vilja að svo verði. Nýja bryggju er verið að smíða vestan við hafnarbakkann lxér í bœ og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið í liaust

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.