Tíminn - 19.10.1929, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.10.1929, Blaðsíða 1
©laíbfcri 09 afgtciðsluma&ur d i m a n s tr Ronnpetij J) 0 r s I e i n söóttir, Samban&síjúsinu. Heyfjapif. ^.fgrcibðta Cimans er i Sambanösfyúsinu. (Ðpin baglega 9—\2 f. i). Stmi $90. xm. ár. Málin þrjú. 1. Samkvæmt 23. gr. fjárlaga fyrir árið 1930 var ríkisstjórn- inni heimilað að verja fé úr rík- issjóði til eftirtaldra fram- kvænida: Að láta reisa á Arnarhólstúni hús handa skrifstofum ríkisins fyrir alt að 230 þús. kr. Að kaupa prentsmiðjuna Gut- enberg ásamt húsi og lóð fyrir 155 þús. kr. Að kaupa hverajörðina Reyki í ölfusi ásamt fjórum öði-um smærri hverajörðum, er henni fylgja. Þessi þrjú mál urðu sérstakt bitbein málsvara .Ihaldsins á landsmálafundunum síðastl. vor. Leituðust blekkingasmiðir þess við að telja áheyrendum sínum trú um, að umræddar fjárgreiðsl- ur bæri að telja með gjaldabálki fjárlaganna og hefðu því lögin verið afgreidd með drjúgum, raunverulegum tekjuhalla. Voru þessi vísvitandi ósannindi barin fram á hverjum fundi, þrátt fyr- ir það, að þau voru jafnhraðan hrakin með þeim augljósu rök- um, að lán yrði tekið til slíkra framkvæmda eins og jafnan, er um svipaðar ráðstafanir er að ræða, þar sem fé er varið til arðberandi fyrirtækja og til langrar frambúðar til menning- ar og hagsmuna fyrir eftirkom- andi kynslóðir. Látlausum rógi og illindum 1- haldsmanna vegna þessara mála, hefir aldrei verið svarað til hlít- ar hér í blaðinu. Liggja þó fyrir ærin rök í öllum þessum málum og þykir Tímanum rétt, að taka fram í eitt skifti fyrir öll nokkur helstu rökin, svo ljóst verði hversu staðlausar eru árásir Ihaldsmanna og hversu þær votta berlega um síngirni Ihaldsins, óhugkvæmni og algert hirðuleysi um velfai-nað þjóðarinnar á ókomnum tímum. n. Eftirtaldar skrifstofur og starfsstofur ríkisins hafa verið og eru enn dreifðar um Reykjavík í húsakynnum einstakra manna og stofnana: Hagstofan, skattstofan, skrif- stofur lögreglustjóra, tollstjóra, lögmanns, vegamála, vitamála, rikisféhirðis, tryggingarstofnana, samábyrgðar ríkisins, skipaskoð- unar, áfengisverslunar, gengis- nefndar, söfnunarsjóðs, veður- stofan efnai’annsóknarstofan og geislalækningastofan, eða eigi fæi-ri en 17 — sautján — tals- ins. Eins og af líkum má ráða, greiðir ríkið geysilegar upphæðir í húsaleigu og fyrir Ijós, hitun og ræstingu í öllum þessum skrif- stofum. Nokkrir af starfsmönn- um ríkisins leggja til skrifstof- urnar í sínum eigin húsakynn- um. Allstaðar eru þessar upphæð- ir greiddar samkvæmt reikningi og mun ríkið hafa harla lítinn íhlutunarrétt um gjaldið. Um þessar mundir er að rísa af grunni mjög myndarlegt og smekklegt stórhýsi á homi Ing- ólfsstrætis og Lindargötu, sem nefnist Arnarhvoll. Er svo fyrir- hugað, að húsið geti tekið vexti meðfram Lindargötu, enda á rík- ið stóra lóð á þann veg. I þessu húsi verður ýmsum skrifstofum ríkisins fengið varanlegt heim- kynni. Reynslusannindin munu áður en langt líður færa almenn- ingi heim saimin um, hversu stór- feldur sparnaður verður að þess- ari tilhögun fyrst og fremst í húsaleigu og þó jafnvel enn meiri við sameiginlega hitun, lýsingu og ræstingu skrifstofanna í einni byggingu. Sparnaðurinn er þó ekki í raun réttri höfuðástæðan, þegar litið er á menningarhlið þessa máls. Með þessari ráðstöfun verður ráðin bót á þeim gífurlegu óþæg- indum, sem eru því samfara, að hafa skrifstofurnar dreifðar út um hvippinn og hvappinn, bæði fyrir starfsmenn ríkisins og þá eigi síður fyrir allan almenning, sem þarf að reka erindi sín í höfuðstaðnum oft á naumum tíma. Og enn ber á það aði líta, að skjöl ríkisins og þesskonar verðmæti eru um þessar mundir háð meiri og minni hættu af eldsvoða í hinum ýmsu skrif- stofum, ekki síst í timburhús- um Reykjavíkur. Meginrökin í þessu máli verða þá þau, er nú skal greina: Með þesskonai- sambyggingu fyrir margar af skrifstofum rík- isins verður komið til Ieiðai’ stór- feldum spai-naði í húsaleigu, lýs- ingu, hitun og ræstingu. Greiðari afgreiðsla, þar sem margar skrifstofur eru saman komnar í einu húsi, til fjár- sparnaðar fyrir ríkið og stór- aukinna þæginda fyrir starfs- menn ríkisins og allan almenn- ing. Öiyggi skjala og annara verð- mæta ríkisins, sem nú liggja undir meiri og minni brunahættu í timburhúsum. Stóraukinn menningarbragur á opinberum vinnubrögðum ríkisins í embættisfærslu. Heilskygnum mönnum mun trauðlega dyljast, að til þessar- ar framkvæmdar er stofnað af ríkri þörf og 'ærnum menningar- og sparnaðarástæðum. Fjand- skapur Ihaldsmanna er hinsveg- ar mjög auðskilinn. Nokkrir af helstu máttarstólpum Ihaldsins, sem hafa leigt ríkinu skrifstof- ur sínar með hagnaði, missa spón úr askinum sínum. En sam- kvæmt þjóðfélagshugmyndum þeirra manna á fyrst og fremst að líta á hagsmuni s 1 í k r a ein- staklinga sem þeir eru og þar næst á ríkisins. — En Arnar- hvoll rís af grunni og mun brátt verða tekinn til nota til fjár- sparnaðar og menningarauka fyrir ríkið, hversu sem Ihalds- menn nöldra og rógbera stjórnina. Skiftir mjög í tvö horn um af- stöðu til slíkra mála sem þessa: Annarsvegar sjúk hagsmuna- hyggja nokkurra samkepnis- manna, sem meta einstaklinga, stofnanir og þjóðfélagið sjálft eftir þeim líkum, sem fyrir liggja til e i g i n f jáigróða. Hinsvegar hugkvæmdarík og athafnasöm stjórn, sem horfir fram í tímann og hagar verkum og ráðstöfun- um sínum eftir því sem ætla má að samrýmist framtíðarkröfum vaxandi og batnandi þjóðar. III. Fjárupphæð sú, er íslenska rík- ið greiðir árlega fyrir prentun, mun nema alt að 300, þús. kr. Reykjavík, 19. október 1929. Kaupverð prentsmiðjunnar Gut- enberg, ásamt húsi og lóð, er 155 þús. kr. eða sem svarar því, er ríkið greiðir fyrir prentun á einu misseri. Enginn viðskiftaaðili prent- smiðjanna mun vera skilvísarí en ríkið sjálft. En um greiðslur fyrir prentun mun vera svipað háttað eins og ýmiskonai’ aðrar greiðslur, að þær heimtast mis- jafnlega. Verða þá þeir skilvísu að gjalda vanskilamannanna í þessum viðskiftum sem- öðrurn, því prentsmiðjurnar verða að hafa sitt og hljóta að setja prentverðskrá sína með hliðsjón af óhjákvæmilegum vanheimtum á greiðslum fyrir prentun. I annan stað liggja fyrir ó- hrekjandi rök fyrir því, að ríkið greiðii’ oftar en einu sinni og jafnvel oft fyrir sömu prentun- ina. Um þá hlið málsins hefir flutningsmaður „tillögu til þings- ályktunar um ríkisprentsmiðju“ á Alþingi 1928, Haraldur Guð- mundsson, látið um mælt á þessa leið: „E11 eins vil eg geta, til aö sýna, bve haganlegt fyrirkomulagið er. Prentun Alþingis- og Stjórnartíðinda skiftist nú á 4 prentsmiðjur. Skjala- partur Alþt. og Stjórnartiðindi er prentað’ sitt i hvorri prentsmiðju. Nú er það kunnugt, að bæði eru prentuð í skjalaþa'rtinum sjálfum og auk þess sérprentuð i nokkrum ein- tökum öll þau lög, er þingið af- greiðii'. Síðan er þetta Jesmál „lagt af“ og sett að nýju i annari prent- smiðju, sem stjórnin heíir samið við um prentun Stjórnartíðinda. En prentun laganna i Stjórnartíðindun- um byrjar skömmu eftir þinglok. þetta og annað eins kæmi ekki fyr- ir, ef hvorttveggja væri prentað í prentsmiðju ríkisins‘‘. Vafalaust mætti benda á enn stórfeldari dæmi um margendur- tekinn prentunarkostnað opin- berra skjala, með þeirri tilhögun sem nú tíðkast, þar sem hinum ýrriislegu flokkum verkefnanna er skift milli prentsmiðjanna. Tökum til dæmis skipulagsskrár og lögreglusamþyktir kaupstaða, sem eru prentaðar, fyrst sem uppkast, síðan í skjalapartinum, þá í lögum og stjómartíðindum og loks sem sérútgáfur fyrir við- komandi kaupstaði. Mun í slíku falli vera reiknuð ný uppsetning á lítt eða ekki breyttum texta í hvert sinn, og verður þá prent- unarkostnaðurinn 2—4-faldur við það sem þyrfti að verða og verða mun í prentsmiðju ríkisins. Þrátt fyrir svo sterk og aug- ljós rök fyrir þessari ráðstöfun ræður hin sama síngimi og þjóðfélagslega hirðuleysi afstöðu íhaldsins til þessa máls eigi síð- ur en til hins síðasttalda. Vegna þess að nokkrir helstu máttai’- stólpar íhaldsins hér í bænum eru meðal eigenda prentsmiðj- anna, þykir flokknum sjálfsagt að fjandskapast gegn svo aug- ljósri sparnaðai’ráðstöfun ríkis- ins, af því að hún rýrir hags- muni nokkurra samkepnismanna. Þeim finst ekki nema sjálfsagt að ríkið gangi fram fyrir þá og spyrji auðmjúklega, hvort þeim megi þóknast að leyfa, að ríkið spari útgjöld sín, ef það kemur í bága við það, að samkepnis- menn fái í sínar pyngjur tvöföld og þreföld gjöld fyrir sumt af þeim verkum, sem framkvæmd eru fyrir það opinbera. En núverandi stjórn hefir nú samt, þrátt fyrir þessar einka- ástæður og illu líðan samkepnis- manna í Reýkjavík, ráðist í að kaupa prentsmiðju fyrir ríkið, þar sem unnin verða með skap- legum tilkostnaði og að því er vænta má, með drjúgum sparn- aði, þau prentstörf, sem áður hafa verið dreifð í 4 prentsmiðj- um bæjarins. IV. Þá skal að síðustu minst fáum orðum á jarðakaupin í Ölfusinu. A sjúkrahúsum og heilsuhæl- um landsins dvelja nú nokkur hundruð berklaveikra sjúklinga á öllum stigum veikinnar. Mjög margir þessara sjúklinga eru það, sem kallað er „kroniskir“ þ. e. veiki þeirra er orðin tor- breýtileg. Allmargir þessara sjúklinga hafa nokkurt vinnu- þrek og starfslöngun, ef unt væri að fá þeim starf við hæfi þeirra og sniðið við getu þeirra. Eins og geta má nærri og vel er kunnugt, hvíla á í’íkissjóði gífurlegar byrðar vegna berkla- varnanna. Hafa þau útgjöld far- ið síhækkandi og vaxið um alt að 100 þús. kr. árlega síðustu árin. Vegna skorts á hæfilegum dvalarstöðum og sj úkrahúsum fyrir þessa sjúklinga hefir ríkið orðið að sæta mjög misjöfnum kjörum um vist sjúklinga á hin- um ýmsu sjúkrahúsum. Eru jafn- vel dæmi til þess að ríkið hefir orðið að greiða alt að hálfri 6. krónu á dag fyrir hvern sjúkling eða um 2000 kr. á ári. Útgjöld ríkissjóðs vegna berkla- varna eru nú um ein miljón kr. árl. Með núverandi húsakosti og dvalarskilyrðum sjúklinga verð- ur ekki unt að lækka þessi út- gjöld. Þvert á móti má búast við, að þau fari enn vaxandi. I annan stað eru, dvalarskilyrði sjúklinga langt frá því að svara þeim kröfum, sem nú eru gerðar um dvöl og aðbúnað þeirra sjúkl- inga, sem teljast meira og minna vinnufærir, en þó ekki svo frískir, að talið verði rétt að sleppa af þeim hendinni og láta þá vera án sérstakrar 'umhyggju og eftirlits. Eina ráðið til þess að lækka að nokkrum mun dvalarkostnað allmikils þorra af berklasj úkling- um landsins og fá þeim jafn- framt betri lífs- og bataskilyrði verður það, að fara að dæmi ann- ara þjóða og reisa einskonar bygðarhverfi, þar sem unt sé að veita sjúklingunum aðstöðu til þess að vinna að einhverju leyti fyrir sér sjálfir um leið og slík aðstaða veitir þeim hollari lífs- skilyrði og meiri batavonir. Einu úrræðin til þess að komið verði í veg fyrir það, að berklavama- byrðarnar vaxi þjóðinni um megn, er að leita einhverra slíkra úrræða. Núverandi stjórn hefir reynst framsýn í þessu máli sem öðr- um. Reykjatorfan hefir verið keypt til þess, að þar mætti, í náinni framtíð, rísa berkla- veikrahverfi, að hætti annara þjóða. Garðræktar- og öhnur ræktunarskilyrði eru þar í besta lagi. Tæplega getur meiri hvera- orku samankomna á einum stað. Slíka orku má hagnýta á ýmsa lund til verkbragða og lífsþæg- inda. Talið er, að hverastaðir séu einkar hentugir til heilsuhælis- setra og að 1 hveraorkunni og 64. blað. hveravatninu sé fólginn lækn- ingamáttur til handa berklasjúk- um og g’igtarsjúkum mönnum. — I landi Reykja og fylgijai’ð- anna er nægilega mikið land- rými, til þess að þar geti í fram- tíðinni risið upp hentug og ódýr dvalarhæli fyrir þá sjúklinga, er þjást af hvorumtveggja þessara sjúkdóma. V. I öllum þessum málum sann- ast það berlega að núverandi stjórn tekur mjög langt fram undanfarandi stjómum í frjórri hugsun, og hagkvæmum og merkilegum framkvæmdum til úrlausnar á vandamálum þjóðar- innar og til heilla óbornum kyn- slóðum. En á meðan stjórnin þannig lætur „verkin tala“, blaðra þeir Árni frá Múla og Magnús vindgangur rógtungum sínum og pára í blöð sín upp aft- ur og upp aftur sama niðurrifs- þvættinginn og mannskemdii'nar eins og í fyrra. Þeir hafa, hvort sem er, ekki verið gæddir hæfi- leikum til þess að hugsa þjóðfé- lagslega eða láta sér hugkvæm- ast neitt til úxiausna og til um- bóta í framtíðinni, heldur eru þeir ráðnir til þess eins að skxáfa níð um núverandi stjóm, af því hún fer sínu fram og í bág við hagsmuni og geðþótta bui’geis- anna í Reykjavík. ---0--- - Ritfregnir Davíð Stefánsson: Ný kvæði. Prentsm. Acta, Rvík, 1929. „Ný kvæði“ .nefnir Davíð frá Fagraskógi síðustu, nýútkomna kvæðabók sína. Eru þar saman komin yfir 50 nýjustu kvæði skáldsins á í'úmlega 160 bls. í smekklegi'i útgáfu. Óþarft má teljast að í’ita langt mál um þessa síðustu bók Davíðs eða þylja hér kvæði hans. Davíð er vel kunnur meðal islenskra kvæðalesenda og að því er ætla má, einna vinsælast ljóðskáld þeii'ra, sem nú eru uppi. Kvæði hans eru alt af andlegt lostmeti, pi’ýðilega ljóðræn og óþvinguð. Vandvii’kni hans og virðing fyr- ir listinni er hvarvetna auðsæ. Ljóð hans eru hvergi máttlaus, jafnvel engin ljóðlína ber það með séi’, að hana skox*ti erindi. Hann er mjög víðförull í kveðskap sín- um og jafnvígur á fjölbreytileg yrkisefni. Hann er jafnnæmur fyrir súgi nyi’stu hafa eins og suðrænu Miðjarðai'hafs; yrkir engu lakar um fjallai’efinn og krumma, heldur en um Neró keisara. Og bakvið kvæðin slær hjarta, sem á ríka samúð með lífinu og viðleitni þess. Davíð hefir þroskast mikið í kveðskap sínum, einkum um val yi-kisefna. I síðaxi bókum hans er minna um gáskakvæði og ljóð- hrifningar, meira af stærri yrkis- efnum og háalvaiiegum. Þó hefir hann enn til öll sín fyrri tök, alt frá þýðasta skóhljóði undir hvelfingum helgra mustera og niður í hamfarir og æði svörtu- listar. Davíð frá Fagraskógi er fyrst og fremst listamaður. Ljóðharp- an er hluti af honum sjálfum og hann hræi’ir strengi hennar hvarventa, þar sem hann fer um,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.