Tíminn - 19.10.1929, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.10.1929, Blaðsíða 3
TfHINN yðar og- misbrestur á smekkvísi, sem hvorttveggja vottar um það, að þér eruð öndverðumegin við það, sem rétt er í nytjamálum og að yður hefir brostið viðunandi uppeldi í mentastofnunum lands- ins. Eg tel, að hinn eiginlegi vett- vangui' fyrir þær umræður um Mentaskólann og önnur málefni landsins, sem þjóðina varðar, séu Alþingi og blöð landsins. 0g eg skal hér með leyfa mér að benda yður á, að hvorki þér, né skoð- anabræður yðar í andstæðinga- flokki núverandi stjórnar, hafa gert minstu tilraun að hnekkja þeim rökum, sem eg hefi borið fram í blaði mínu um þetta mál. Meðan svo er háttað, tel eg, aS eigi bresti varnir af minni hálfu. Teldi eg yður betur sæma, að leitast við að hnekkja þeim rók- um, en að leita fulltingis and- stæðinga yðar, til þess að fá hrundið af yður því skoplega ámæli, sem þér hafið bakað yður með mishepnuðum samblásturs- fundi yðar. Virðingarfylst Jónas Þorbergsson. ----o--- Á víðavangi. Mbl. og lögfræðin. Heldur hefir komið á Jón J£j. er hann vissi að öll fáryrði hans út af því að fulltrúar á 1. skrif- stofu undirrita oft bréf, en ekki skrifstofustjóri, bitna á Jóni Magnússyni í gröfinni. Jón M. tók upp þessa venju, og beint mælti svo fyrir, að fulltrúar í stjómardeild þeirri, er harm stýrði skyldu undirrita, ekki ein- göngu minni háttar bréf, heldur einnig merkileg skjöl. Jón Magn- ússon myndi kýma að sínum gamla, en lítilfjörlega liðsmanni fyrverandi þingmanni Skaftfell- inga, ef hann mætti líta þá laga- mensku fjólurækt, að skipan sú, er J. M. kom á í stjórnarráðinu um störf fulltrúa, væri svo fjar- stæð, að einfaldar tilkynningar væru ógildar, af því að fylgt væri vinnubragðavenju þeirri, er hann kom á. Að vísu mátti margt setja út á .J. M., en haxm verð- skuldar ekki þá móðgun í gröf- inni, að Jón Kj. fari að kasta steinum að leiði hans. n. forráðamenn og umráðamenn Mentaskólans hafa misskilið æsk- una, sem í skólann hefir gengið. Svo sem að sjálfsögðu vantaði rúmlega helming af hreinlætis- tækjum skólans, eftir tölu nem- enda, að því er skólalæknirinn sagði. Til að bæta úr því, varð að stækka um 3—4 fermetra skúr á bak við skólahúsið. Ihalds- menn í byggingamefnd Rvíkur neituðu um byggingarleyfi til þessa stórvirkis, svo að stjórnin varð að taka til sinna ráða, til að tryggja allra einföldustu undirstöðu hreinlætis í skólanum. Leit helst ,út fyrir að Mbl.-menn ætluðu að líkja eftir hreystiverki Kjartans Ólafssonar á Laugum, er hann varnaði heimafólki þar í nokkra daga að ganga til sal- ema. Syndaregistur Ihaldsins um meðferð á skólahúsi Menta- skólans, svo að ekki sé fleira tekið, yrði seint fulltalið, og skal því aðeins minst á tvent, bóka- safnið og heimavistina. Við suðurgafl Mentaskólans hefir nú i nálega þrjá manns- aldra staðið allmyndarlegt stein- hús. 1 því var á aðalhæð stór salur, lokaður með járnhurð, tvö lítil herbergi, sem nemendur gengu um og gríðarstórt loft yfir salnuin, sem lærðir sagnfræðing- ai’ segja að enginn maður muni hafa komið inn á, síðan Jón Sig- urðsson forseti var miðaldra maður. Uppgangur socialista. Alþýðubl. gerir sér oft mikinn mat úr framgangi verkamanna, en hefir ekki, þó undaiieg’t sje, sagt frá nýjum sigurvonum. Sú fregn gengur um bæinn, að Guðm. Hannesson kennari við há- skólann sé að draga allmikinn hluta læknanna inn í félagsskap socialista. Er talið að Guðm. þykist nú hafa náð í alla lækna inn í félagsskap sinn, nema „hálf- an annan kotungsson“. Félag Guðm. mun vera bygt eftir kenn- íngum syndikalista, en þeir ganga næstir virkilegum Rússabolsum að harðfylgi og bragðvísi. Her- ferð Guðm. er stíluð gegn land- lækni og dómsmálaráðherra, og mun ekki þykja vel fyrir séð, nema herstjórnarráð Guðm., en það er „klíka“ embættislausra lækna í Rvík, hafi tekið að sér yfirstjórn allra heilbrigðismála í landinu. Tilefni þessarar „bylt- ingar“ er það, að núverandi dómsmálaráðherra hefir veitt þrjú læknisembætti: á Seyðis- firði, í Stykkishólmi og Dölum, eftir nálega einróma áskorunum hlutaðeigandi héraðsbúa, en haft að litlu umþenkingar embættis- lausra lækna í Rvík um þau efni. — Syndikalista-hreyfing Guðm. Hannessonar virðist líkleg til að verða álitleg viðbót sosialista- flokknum. Guðm. Hannesson verður þá fremstur í kröfugöng- unni að vori, við hlið hinna eldri forkólfa, Jóns Baldvinssonar, Héðins, Ólafs og Sigurjóns. x. íslandsbanki tapar máli. 1 gær kvað hæstiréttur dóm upp í máli því, sem risið var af völdum Islandsbanka móti lands- stjórninni, út af því hvort Is- landsbanki skyldi geta selt land- inu gull sitt með gengisgróða. — Islandsbanki tapaði málinu og var dæmdur til að greiða máls- kostnað fyrir báðum réttum. Eins og á stendur þýðir dómur- inn það að málsýfing íslands- banka þykir hafa verið með öllu tilefnislaus Mál þetta er að mörgu leyti afarmerkilegt. Islandsbanki- vill fá gengisgróða af gulli sínu um leið og það er selt landinu. En fall íslenskrar krónu er vitan- lega að langmestu leyti að kenna óstjórn íslandsbanka fyrst og fremst í tíð Tofte bankastjóra. í öðru lagi er þessi heimskulegi málarekstur til stórháðungar fyr- Þetta var hin svokallaða bók- hlaða skólans, veglegasta bóka- safnsbygging landsins, þegar frá er talið Landsbókasafnið. Enskur fræðimaður gaf skólanum fé til að reisa hús þetta. Og stóri sal- urinn var hálffullur af bókum, gefnum landinu og keyptum fyrir landsins fé. En aldrei hefir heimska, ment- unarleysi, og allsherjar roluskap- ur í hugsun skilið eftir fágætara eftirmæli í meðferð nokkurs bókasafns, en þess sem hér um ræðir. Svo sem að sjálfsögðu hefir byggingin verið vanhirt, ut- an og innan, og bókunum komið fyrir svo ólánlega sem frekast var unt. En það almerkilegasta er að þetta mikla bókasafn, hef- ir frá upphafi ekki verið notað sem vinnustofa fyrir nemendur skólans, þar sem hinn mikli auð- ur safnsins breiddist út fyrir þeim á námsárunum. Þvert á móti hefir safninu verið harðlok- að með sterkri járnhurð. Bæk- urnar hafa verið gerðar að band- ingjum, bókasafnið að fangelsi fyrir bækur — til að verja þær fyfir þeirri ódæma hættu, að opn- ast fyrir augum nemenda skól- ans. Inni í þessu fangelsi hefir bókaauður skólans legið rykug- ur í rakaþrungnu lofti. Sárfáir af nemendum skólans hafa, nema rétt litið inn í þennan helgidóm. Og hinir ágætu og umhyggju- sömu vinir skólans, með gáfu- höfuðin, eins og M. Jónsson al- 22$ ir þá Sig. Eggerz og Jón Þor- láksson. E. Claessen er valinn bankastjóri af hluthöfunum og má segja að kappsfullur fjár- gróðamaður gæti í hans sporum látið sér detta í hug að beita þessari ósvinnu. En Sig. Egg. og sá bankastj. er hann hafði skip- að með sér í bankann, voru þar í meiri hluta. Þeir áttu að vera trúnaðarmenn landsins og gæta þess hagsmuna. Málarekstur þessi gat ekki komið til greina nema a. m. k. annar hinna stjórnar- völdu styddi E. Cl. í þessari ó- svífni og rangiátu kröfu. Sig. Egg. er hér sekur um alvarlegt brot í trúnaðarstöðu. En þegar málið byrjar er Jón Þorl. for- maður bankaráðsins. Iiann leyfir bankanum þessa hlægilegu ráns- ferð á hendur ríkissjóði. Hann metur þar meira gróðavon hlut- hafanna en rétt borgaranna í landinu. En gleðilegt er það, að þessu mikla hneykslismáli er þó lokið á þá lund, að réttarmeð- vitund borgaranna styður niður- stöðuna, svo að ekki orkar þar tvímæli^. En mikið mættu þeir vinirnir Sigurður og Jón gefa til þess að hafa ekki skapað sér þá vansæmd sem mál þetta hlýtur að baka þeim. B. E. Feluleikur M. Guðm. I Verði 14. sept. kveður M. Guðm. Tímann hafa haldið því fram, „að þó að félagið (þ. e. Shell á Islandi) væri löglegt, þá hefðu útlendingarnir samt yfir- ráðin í félaginu, af því að þeir ættu nærri helming hlutafjár- ins“*). Hinum síðustu, letur- breyttu ummælum skrökvar M. Guðm. vísvitandi og frá rótum. *) Leturbreytingin min. Ritstj. þingism., dr. A. J., Guðm. Hann- esson, Dungal, Ágúst o. s. frv. hafa aldrei uppgötvað, ekki einu sinni í þessari höfuðsvívirðing skólans neitt tækifæri til að koma fram eins og menn með einhverju viti, eða einhvem þekkingu skólanum til gagns. Nú í sumar hefir verið unnið að því að opna bókafangelsi Menta- skólans, og eftir fáeinar vikur munu nemendur og kennarai’ geta farið að nota hina miklu gjöf hins enska fræðimanns, al- veg eins og menn með almennum vitsmunum og þekkingu hefðu frá upphafi ávaxtað bókasjóðinn. Rétt er að geta þess Ihaldsmönn- um í Rvík til verðugs lofs, að síðan umtal varð um bókasafn þetta, og síðan þeir sáu að byrj- að var á viðgerðinni, þá hafa þeir fyrirorðið sig svo að um munar fyrir að hafa skilið eftir handa Framsóknarflokknum svo auðveldan og áberandi sigur í umbótastarfinu eins og raun hef- ir orðið á með bókasafnshús Mentaskólans. En þetta er líka sá eini vottur um sómatilfinningu, sem bólað hefir á úr þeirri átt í sambandi við umbætur í skól- anum. Frh. Signe Líljeqvist, sænska söngkonan góðkúnna, er nýkomin hingað til bæjarins. Auglýsti hún söngskemtun í gærkvöld, en skemtunin fórst fyrir ‘ vegna veikinda söngltonunnar. J arðirnar Háls og Laxnes í Kiós eru til sölu með eða án veiðiréttinda. Tilboð í hvora jörð- ina fyrir sig eða báðar saman sendist Islandsbanka í Reykja- vík fyrir 1. nóvember 1929. SRÁKTÖFL. Verð frá kr. 1,75. Sportvöruhús Reykjavíkur Bankastr. 11. Tíminn hefir aldrei haldið því fram, að yfirráðin væru, af þess- um orsökum, í höndum útlend- inga, heldur vegna þess, 'að skift- ingu hlutafjárins í félaginu væri þannig fyrir komið, að útlending- arnir hefðu 198 atkv. en „íslend- ingarnii'" 108. — Iiversvegna fer M. Guðm. hér með vísvitandi ó- sannindi? Af því að hann vill fela fyrir lesendum Varðar staðreynd- ina um skiftingu hlutafjárins og erl. yfirráðin í félagi því, sem hann, lögfræðingurinn og fyrver- andi dómsmálaráðherrann, „var fenginn“ til að leppa. ----o--- Fréttir. Sig, Skagfield söng i Nýja Bíó i gærkvöldi fyrir fullu liúsi. Tókst söngur hans afburðavel, enda var honum tekið með þvílikum fögnuði áheyrenda, að sliks munu alls eng- in dauni hér í Reykjavík. Mnn eng- inn áheyrénda hafu farið þess dul- inn, að Sig. Skagfield er liæfileika- mestur og giæsilegastur söngvari okkar íslendinga, að ólöstuðum öðr- um okkar góðu söngvurum. Hefir hann og það umfram aðra söngvara okkar, að hann er enn á framfara- skeiði. Sig. Skagfield syngur aftur á morgun kl. 3y2 í Nýja Bíó. Og verð- ur þá breytt söngskrá. — Emil Thoroddsen aðstoðar söngvarann og ferst það prýðilega eins og jafnan áður. Alnicnn söngkensla. Nýlega hafa, að tilhlutun fræðslumálastjórnarinn- ar, verið gefnar út tvær smábækur vjðkomandi söngkenslu í skólum. Er þar fvrst að telja „Handbók söng konnara". Er þar fyrst fræðileg rit- górð um söngkénslu og margvíslegar ieiðbeiningar fyrir kennara um raddmyndun, öndun, tóntak, sér- hljóðasetning, framburð, umönnun raddarinnar, tómnyndun og fleira. — Hin bókin er „Skólasöngvar" ætluð til notkunar í barnaskóluin og mun •* víðar koma að gagni. Eru þar tví- lödduð mörg hin helstu lög er liæf- ust teljast til almenns söngs í skól- um • og heimahúsum. Er hér um byrjun að ræða og munu síðar koma út óframhaldsbækur i þessari grein að sömu tilhlutun, þannig að kensla þessi verði færð í kerfi og sniðin eftir þroskun nemenda. Verk þetta vinna þeir Aðalsteinn Eiríksson, r'riðrik Bjarnason, Páll ísólfsson og þórður Kristleifsson. Mun það vera unnið af góðri kunnáttu og kost- gæfni og þurfa bækur þessar að kom- ast á hvert heimili, oigi síst Sltóla- söngvarnir, því þeir eru byrjun á stærra, samfeldu verki í þessari grein. Niðursuða. Sláturfélag Suðurlands hefir nýlega látið reisa mjög mynd- arlega niðursuðuverksmiðju í sam- bandi við sláturhús sitt hér i bæn- uih. Er verksmiðjan tekin til starfa og verður síðai- getið nánar þess- arar merku framkvæmdar. Ráð tannlækna hljóðar nú: »Náið húðinni af tönnunum, svo að þær verði heilbrlgðari og betri*. 'T'ANNHIRÐINGAR hafa tekið stóram *■ framföram. Tannlæknavislndln rekja nfl fjölda tann- kvllla til húðar (kgs). *em myndast á tönnunum. Rennið tungunni yflr tenn- umar; þá flnnið þér sllmkent lag. Nú hafa visindin gert tannpastað Pep- sodent og þar með fundiö réð til að eyða að fullu þessari húð. >að losar húðina og nær henni af. >að inniheldur hvorki kisil né vikur. Reynið Pepsodent. Sjáið, hvernlg tenn- umar hvltna jafnöðum og húðlagið hverf- ur. Fárra daga notkun færir yður heim sanninn um mátt þess. Skriflð eftir ökeypis 10 daga sénlshorni tll: A. H. Rlise, Afd. 1683» 80 Bredgade 25, EX, Kaupmannahöfn, 'K. FÁIÐ TÚPU 1 DAGI BensAujfKt Vörumerkl *■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■B Afburða*tannpasta nútimans. Hefur meömæll helztu tannlœkna f öllum heimi. 1682 HEYGRlMUR á kr. 4,50 Sportvöruhús Reykjavíkur Bankastr. 11. Bogi Ólafsson kennari við Menta- skólann varð nýlega fimtugur að aldri. Hefir hann lengi verið auka- kennari við skólann, rækt starf sitt af alúð og átt að fagna vinsældum nemenda og meðkennara sinna. Bogi kennari var á fimtugsafmælinu heiðraður með þeim hætti, að stjórnin veitti honum þann dag fast embætti við skólann. í annan stað heiðruðu nemendur skólans hann með þeim hætti, að þeir gengu heim til hans og vottuðu honum samúð sína og þakklæti. Staka. Guðm. Kamban skáld flutti nýlega erindi hér í Reykjavík, sem hann nefndi „Reykjavíkurstúlkan". Nú hefir Ólafur Friðriksson auglýst að hann flýtji fyrirlestur á morgun kl. 3 í Gamla Bíó, sem hann nefnir „Kamban og kvcnfólkið í Reykja- vík“. Um þetta hefir „gamansamur náungi“ kveðið: Kamban hefir um kvenna-föt kátlega ræðu undið; en Ólafur hefir annan flöt á þeim siðar fundið. Leiðrétting. Meinlegar prentvillur slæddust inn í ritfregn um ljóða- bókina „Iljarðir" í síðasta tbl. Til- vitnanirhar sem misprentuðust, eru þannig réttar: „Vonin helst var handasein að hirða gull, sem lágu á söndunum silkibláú1. Og úr öðru kvæði: „Tungan ekki treganum náði. Tómið kalt í stefjunum lá“. -----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.